þriðjudagur, nóvember 19, 2002
|
Skrifa ummæli
Apúfff, það er allt í rugli þessa dagana. Í morgunn þegar ég var á leiðinni í vinnuna þá komst ég að því að það var sprungið dekk, OK, best bara að skipta um dekk í þessari hellidembu.
Varadekkið komið undir, en viti menn það reynist svo vera nánast loftlaust, svo þá var bara eitt að gera og það var að mjaka bílnum niður á næstu bensínstöð (og vona að felgan og dekkið lifi það af).
Júbb, það tókst og svo þegar ég var búinn að dæla slatta af lofti í dekkið þá heyrði ég svona dulítið ssssssssssssssss hljóð út úr dekkinu, þá var bara eitt að gera við því en það var að bruna á næsta dekkjaverkstæði og láta gera við varadekkið og það tókst ágætlega, en hitt dekkið var ónýtt (og með myndarlega skrúfu út úr því, sem ég gruna að hafi verið valdurinn af því að dekkið sprakk, þó að það hafi aldrei verið rannsakað neitt frekar og mun líklegast aldrei verða gert). Loksins komst ég í vinnuna og allt á uppleið. Í hádeginu fór ég svo að kaupa miða á Nick Cave tónleikana. Þegar ég mætti á staðinn þá náði biðröðin næstum því að Hljómalind (frá Japis) og miðasalan rétt að fara að opna. Ég huggaði mig við það að það voru þó strax komnir nokkrir í röðina á eftir mér svo útlitið var ekki eins slæmt og það var í upphafi, en nógu slæmt þó. Eftir rúmlega klukkutíma bið í röð var ég kominn að Japis (þar sem miðasalan fór fram) og þá heyrðist kallað "BÚIÐ" og þar með var það búið og ekkert annað hægt en að ganga svektur og sár í burtu. Þegar ég gekk til baka sá ég að röðin var enn jafn löng og þegar ég kom í hana og því nokkuð ljóst að það voru fleiri en ég svektir í dag. En þetta er bara dæmigert fyrir mig þessa dagana, þ.e.a.s. er enn haltur eftir læknisaðgerð í síðustu viku, fékk 12 rétta í getraunum, en vinningurinn var aðeins 790kr og því kom í út með 650kr tap og svo dagurinn í dag, það er varla að maður þori fram úr rúminu á morgunn, nema að nú sé botninum náð og allt verði gott héðan af....einmitt alveg örugglega, eða þannig sko.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar