mánudagur, október 31, 2005
|
Skrifa ummæli
Jeeee
"Góðan daginn"
"Daginn"
"Við tókum eftir því að þú hefur ekki látið skoða bílinn í tvö ár!"
"Nú"
"Já"
"ok"
"Við ætlum að vera sanngjarnir og bjóða þér að fylgja þér á næstu skoðunarstöð þannig að þú sleppir við að það verði klippt af þér"
"Ok, flott"
"Veistu hvar næsta skoðunarstöð er?"
"Hún er fyrir ofan Borgartúnið"
"Ok, aktu þangað og við eltum"
"Ok, bless"


Þannig var samtal mitt við lögguna eftir að þeir stoppuðu mig á Sæbrautinni fyrir hádegi og þeir fylgdu mér á skoðunarstöðina og biðu fyrir utan þangað til ég komst að. Ansi góð þjónusta verð ég að segja. Bíllinn komst merkilegt nokk í gegnum skoðun og var eina sem var sett athugasemd út á var annað ljósið fyrir númeraplötuna.
Já, líf uppreisnaseggsins er svo sannarlega enginn dans á rósum.
    
Já ég var reyndar að spá í að fara með bílinn minn í skoðun líka, átti að fara með hann í síðasta lagi í júlí, en einhverra hluta vegna hefur það alltaf dregist og maður er bara aldrei neitt að pæla í því að fara með hann í skoðun. En fyrir helgina fékk ég sendan miða heim sem gildir sem 500 kr ef ég fer með bílinn minn í skoðun fljótlega eða eitthvað svoleiðis og er ég að hugsa um að nýta mér það. Annars hef ég ekki farið með bíl í skoðun í mörg ár. Lét aldrei skoða síðasta bíl sem ég átti og kanski einu sinni bílinn þar á undan og hef ég því sparað margann 5000 kallinn á því.
17:41   Blogger Hjörleifur 
sunnudagur, október 30, 2005
|
Skrifa ummæli
AF
Alex Feguson, ef þú ert að lesa þetta þá skora ég á þig að taka Rio út úr liðinu á móti Lile í vikunni og spurning að gefa Pique tækifæri þó hann sé bara 18 ára. Hann reynir a.m.k. örugglega meira á sig en Rio í leiknum og er líklegast mun betri. Vonandi sleppir þú líka að hafa Fletcher í leikmannahópnum því við meigum ekki við því að spila 10 á móti 11!
    
|
Skrifa ummæli
Jólahlaðborð
Jæja nú styttist í að við þurfum að panta jólahlaðborðið á Perlunni. Við þurfum að fara að velta fyrir okkur dagsetningum. Ég er búinn að skoða mín mál og eru allar líkur til þess að ég verði heima jól og áramót.
Dagsetningar sem mögulegt er að nýta - athugasemdir velkomnar:
Fyrir jól:
16, 17 og 22 des. Ef við höfum þetta fyrir jól þá er 17 des að sjálfsögðu besta dagsetningin.

Eftir jól:
27-29 des - engin helgi þar þar sem 30 er á föstudegi og 31 á laugardegi.

Nú þurfum við að heyra í mönnum og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni, Guðjón kannski lætur okkur vita hvenær hann verður á landinu, skilst að hann verði sennilega ekki fyrir jól og spurning hvenær hann mætir fyrir áramót þá.
    
Ég kemst hvenær sem er, hvenær sem er!
17:05   Blogger Joi 

Hæ,

ennþá ekki alveg ákveðið, en örugglega ekki fyrir jól. Komum líklega að kvöldi 26. eða 27. des og förum heim aftur fljótlega eftir áramót.

kveðja
Guðjón
18:39   Anonymous Nafnlaus 
laugardagur, október 29, 2005
|
Skrifa ummæli
1x2
Jæja ekki tókst vel þessa helgi að tippa - leikirnir sem hver og einn var með fóru ekki nægilega vel heldur - einungis ég og Hjölli settum rétt merki.

Watford-Wolves - ÁHH tippaði á heimasigur og stóðst það
Southampton-Stoke - HS tippaði á heimasigur og að sjálfsögðu kom ekkert annað til greina eins og rætt var á fundinum og tek ég aftur fram að 60% var of lágur stuðull á Southampton :)
Derby-QPR - hér var útisigur og tippaði JG á heimasigur þ.a. það klikkaði því miður, liðið hans Hjölla vann hér
Preston Leicester - einn af leikjunum sem gat endað alla vegu og endaði jafntefli, PP hafði neglt á heimasigur en enn eitt jafnteflið hjá Preston
Coventry-Luton - Siggi sagði útisigur (sem var líklegastur) en Coventry tók sigurinn hér.
Þ.a. 2 af 5 leikjum voru réttir.
    
Ekki gleyma að JG bókaði jafntefli hjá Reading og stóðst það.
23:43   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
United
Úff, United er 2-0 undir á móti Middlesbroug eftir 25 mínútur. United er að spila eins og enginn hafi áhuga á því í liðinu að taka frumkvæði (nema Roona) og vantar allan neista í liðið. Svona var byrjunarliðið og ég ætla að benda á veiku hlekkina:

Van der Sar

Bardsley Ferdinand Silvestre O'Shea

Fletcher Smith Scholes

Park Nistelrooy Rooney

Eins og sést er það aðallega miðjan og vörnin sem er í lamasessi:

Ferdinand: Óþolandi kappi - heldur að hann sé besti varnarmaður í heimi og hegðar sér hrokafullt en er alltaf að gera mistök og virðist hugsa meira um peninga en knattspyrnu. Best væri að selja hann til Chel$ki en ég er ekki viss um að hann kæmist í varaliðið þar.

Silvestre: Góður leikmaður en gerir ein mistök í leik, það brekst yfirleitt ekki. Veit ekki hvort hann sé í heimsklassa.

Bardsley/O'Shea: Feitletraði þá ekki því þeir eru ágætir en kæmust sennilega ekki í liðið hjá helmingi liða í úrvalsdeildinni.

Fletcher: Ætli hann komist ekki í liðið vegna yfirburðar leikni, frábæra sendinga og hörkuskota? Nei, hann hefur ekkert af þessu og hefur eiginlega ekki neitt - skil ekki hvernig hann getur verið fastamður í liðinu. Væri ágætur í tveimur deildum fyrir neðan.

Smith: Hann er leikmaður að mínu skapi en allt sjálfstraust virðist hafa yfirgefið hann og ég er ekki viss um að hann sé framtíðarmaður í þessari stöðu. Baráttan í honum er samt yfirleitt til fyrirmyndar.

Scholes: Hvað er að? Þessi leikmaður var einn af 3 bestu miðjumönnum í heimi fyrir nokkrum árum en getur ekki gefið boltann né nokkuð annað í dag. Annaðhvort er hann búinn að missa ALLT sjálfstraust eða að hann sé orðinn of gamall fyrir þetta.

Nistelrooy: Þessi var ekki feitletraður en virðist ekki geta mikið þessa dagana, vonandi kemur hann til.

Rooney er maður sem gefst aldrei upp en hann getur ekki haldið heilu liði uppi.

Ég keypti lengjumiða með 4 leikjum og þrír fyrstu voru réttir hjá mér en ef United vinnur fæ ég 12.500 kall og þessvegna er ég svona pirraður ;-)
    
þegar þetta var lesið var staðan orðin 3-0. Og við getum alveg gleymt því að fá 10 rétta í enska boltanum. Spurning um að spandera á Evrópuseðil og stefna á að vinna hópleikinn í öllum deildum. Ættum amk að ná í eitt af 3 efstu sætunum og það eru verðlaunasæti.
17:18   Blogger Hjörleifur 

Já margt til í þessu hjá þér, ætla að svara þessu snögglega.
Markmaður - engin spurning um að þarna er góður markmaður.
Vörnin - veikasti hlekkur hennar að mínu mati er Rio, hann er peningapúki sem hugsar lítið annað en um sinn hag, hann var hugsaður sem leiðtogi og ef hann er ekki leiðtoginn í vörninni þá er enginn leiðtogi þar. Ég held að maður eins og Silvestre er nógu góður ef hann er með leiðtoga með sér. Nú Bardsley og O´Shea eru ekkert merkilegir leikmenn en skila nú sínu þokkalega.
Miðjan - handónýt, Scholes hefur ekki gert neitt í allan vetur og ætti að fá smá hvíld til að ná sér úr þessu rugli sem hann er í. Smith er góður leikmaður en er ekki alveg að finna sig þarna, ég held að hann hefði verið flottur á hægri kantinum þar sem hann getur leikið aðeins lausari hala, tæklað og hellt sér í sóknina ef með þarf. Enn og aftur vantar leiðtoga, nú á miðjuna. Fletcher - segi nú bara come on...
Sóknin, Rooney er langbestur í Utd þessa dagana og eftir frábæra byrjun hjá Nistelroy þá hefur hann dottið aftur niður, en það efast enginn um hæfileika hans. Park hefur verið að spila mjög vel í vetur og þarf aðeins að slípast til.
Bottom line er að UTD vantar leiðtoga svipað og Arsenal er að lenda í núna. Amk hefur UTD keane sem mun koma aftur...
En deildin er búin að mínu mati, enginn möguleiki að neitt lið geti haldið í við Chelski.. því miður.
17:19   Blogger Árni Hr. 

Enn einn seðillinn sem við klikkum á, já spurning um að færa sig í evrópuseðilinn.
17:19   Blogger Árni Hr. 
föstudagur, október 28, 2005
|
Skrifa ummæli
JoeCave

    
Jahá, þarna er Nick Cave en hver er þessi getnaðarlegi við hliðina á honum? :D
20:18   Blogger Burkni 

Mér sýnist það vera Johny Depp
22:26   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Nokkrir frasar frá G. Best
  • I spent a lot of money on booze, birds and fast cars. The rest I just squandered
  • I used to go missing a lot...Miss Canada, Miss United Kingdom, Miss World.
  • I was in for 10 hours and had 40 pints - beating my previous record by 20 minutes. (on a blood transfusion)
  • In 1969 I gave up women and alcohol and it was the worst 20 minutes of my life.
"I had the pleasure - and I mean pleasure - of spending some time in George's company when his career was already in inexorable decline at Hibernian. What on earth, I wondered, persuaded him to walk out on Manchester United and a glittering career in English football to join the Vancouver Whitecaps? "Because," he explained, those roguish eyes twinkling in mischief, "I saw an advert on the side of a London bus inviting me to 'Drink Canada Dry'."
    
|
Skrifa ummæli
Good Bye Lenin!
Var að horfa á Good Bye Lenin!
Verður að segjast að hún kom skemmtilega á óvart og mæli hiklaust með henni. Hún er á þýsku, en það er íslenskur texti svo maður vissi alveg hvað var að gerast ef maður las textann, en ég skildi nú samt nokkur orð. T.d. Trabant, Wasistdas og Berlin og svo var eitthvað annað orð sem ég man ekki eftir í augnablikinu en byrjaði á D.
    
Deutchland - annars er ég búinn að sjá þessa mynd líka og var hún stórgóð. Þjóðverjar gera margar fínar myndir og er þetta ein af þeim betri.
08:51   Blogger Árni Hr. 

Ef þjóverji pissar, pissar hann þá deutchlandi. Ég var bara svona að pæla.
16:41   Blogger Hjörleifur 
fimmtudagur, október 27, 2005
|
Skrifa ummæli
Woyzeck
Fór áðan á Woyzeck.

Það var gaman.
    
|
Skrifa ummæli
Danmörk
Jæja þá er loksins komin niðurstaða á mín mál fram að jólum amk. Nú er ég á leið út á þriðjudag og verð í hálfan mánuð úti, eða frá 1 nóv til 15 nóv. Seinni vikan verður nú reyndar meira og minna í fríi.
Síðan mun ég koma heim og vera í 1,5 viku áður en haldið verður aftur út í viku. Ekki liggur enn fyrir hvað gerist eftir þetta.

En áfram heldur vinnan amk.
    
|
Skrifa ummæli
RSP2006
Yes, forritið sem ég er búinn að bíða eftir í marga mánuði var að koma út í dag og kostar bara $59.00: RSP2006
    
jahá, það er ekkert annað. Nú geturðu sko farið að vinna myndirnar þínar af einhverri alvöru....
16:56   Blogger Hjörleifur 

Mæli með að Pálmi, Siggi, Haukur, Dóri, Robbi, Guðjón, Jóhanna, Hálfdán, Eyjó, Magga og Finnur fái sér þetta forrit!
22:55   Blogger Joi 

já ég mæli með því líka
23:00   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
NC
Hvað erum ég og Nick Cave að fara að gera annað kvöld - jú, við ætlum að kíkja á Woyzeck í Borgarleikhúsinu.
    
miðvikudagur, október 26, 2005
|
Skrifa ummæli
Last.fm
var að stylla firefoxinn minn til að geta smellt beint á radio takkana fyrir hitt og þetta og þá keyrir það upp playerinn sjálfvirkt. Fyrir þá sem ekki kunna það þá er það gert svona:


This method allows you to manually make the lastfm:// protocol work on firefox:
  1. Type in "about:config" in the location bar right click, select New --> String (hægri-smellt á síðuna)
  2. name of string should be: "network.protocol-handler.app.lastfm"
  3. value should be the path to your player.exe, eg "~/Last.fm/player", on a PC "C:\Program Files\Last.fm Player\player.exe"
og þá er það komið

Nú er ég t.d. að hlusta á útvarpsstöðina "Bad taste group" sem er alls ekki svo galin
    
|
Skrifa ummæli
Tippfundur næstu helgi
Jæja nú ætlum við að breyta aðeins til og hafa fundinn á föstudag - stefnt er að hafa hann um 18.00 þar sem verður tippað og mögulega fengið sér smá að borða.

Síðan er smá viðbót en við stefnum á bíó klukkan 20.00 en þá ætlar tippklúbbur Hjölla að fara að sjá Africa United.

Ég reikna með að sjá sem flesta á þessa tvo atburði og það þýðir líka PP. Ef menn komast ekki í bíó (sem ég reikna nú með að flestir geti) þá er lágmarksmæting á tippfund klukkan 18.00.

Staður fyrir fundinn og bíóhús verður tilkynnt síðar.
    
Jeeeeeeeeee!
Má fá sér bjór með matnum?
10:23   Blogger Joi 

Þeir sem eru ekki á vakt mega fá sér einn til tvo með matnum.
10:28   Blogger Árni Hr. 

Með þessari athugasemd tilkynni ég hér með þátttöku á báða dagskrárliðina sem greint er frá hér að ofan.
10:39   Blogger Hjörleifur 

Ekkert amk PP - þú mætir á tippfundinn...
17:57   Blogger Árni Hr. 

... og í bíó!
20:54   Blogger Joi 
þriðjudagur, október 25, 2005
|
Skrifa ummæli
Radio - Last.fm
Var bara að uppgötva þennan þátt í Audioscrobblernum, en ég er t.d. núna að hlusta á stöð sem spilar hljómsveitir eins og Cramps, Meteors, The New York Dolls ofl í þeim dúr. Magnað fyrirbæri. Hægt er að downloada útvarpstækinu hér: Radio - Last.fm
    
|
Skrifa ummæli
Slembibullsbraedur - powered by FeedBurner
Var bara að prófa. Nú getur maður auðveldlega sett inn í bookmark hjá sér (amk þeir sem eru með Firefox vafrara) slembibullið Slembibullsbraedur - powered by FeedBurner
    
Hefði ekki verið auðveldara að stilla bara bloggið okkar að vera með RSS feed (eitt hak í stillingunum)?
12:13   Blogger Joi 

Ég var eitthvað að prófa þetta hak og það er eiginlega ekkert að virka almennilega. Veit ekki hvað hægt er að gera vitlaust í því, en ég hlýt að hafa geta það.

RSS og Atom feed, eru notuð til að sjá með fljótum og auðveldum hætti mikið magn upplýsinga í sérstökum RSS og Atom lesurum (readers). Firefox vafrarinn er með svoleiðis lesara innbyggðan og getur maður því sett inn "live" bookmarks á síður sem bjóða upp á RSS eða Atom. Með þessum hætti er ég t.d. mjög fljótur að renna yfir allar fyrirsagnir í mogganum og annara erlendra fréttamiðla. Með þessum hætti get ég einnig skoðað tölvupóstinn minn og séð með flótum hætti "subject" á þeim pósti sem kominn er í gmail. Frekari upplýsingar um RSS og Atom eru til einhverstaðar á netinu.
13:08   Blogger Hjörleifur 
mánudagur, október 24, 2005
|
Skrifa ummæli
Airwaves
Nú er einn eitt Airwavesið búið og var ég bara nokkuð ánægður með útkomuna þetta árið (eins og alltaf). Voru teknar heill hellingur af myndum og á ég eftir að fara í gegnum þær og sennilegast henda út 90% af þeim í ruslið, en þá ættu að vera eftir ca 50 myndir, sem ættu að vera alveg ágætar.

Í kvöld er það svo tennisinn og veitir ekki af að taka smá heilsuátak eftir helgina. Airwaves er ekki alveg það heilsusamlegasta sem maður gerir, en ég var kominn heim rúmlega 6 á Sunnudagsmorguninn.
    
Þetta voru reyndar eitthvað um 575 myndir að mig minnir og ég er búinn að vera að vinna í því að fækka þeim og er kominn niður í 79 og á eftir að fara eina umferð í gegnum þær aftur til að fækka aðeins meir. Ekkert gaman að skoða næstum því góðar myndir, en sumar eru þarna bara til að dokkumentera, eins og miðaldra karlmenn segja.
15:54   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Blog
Mjög gott blogg fyrir þá sem hafa áhuga á myndvinnslu og utanumhaldi um myndir: John Beardsworth Photography News/Blog

Hvenær kemur pistill um hárbygljur?
    
föstudagur, október 21, 2005
|
Skrifa ummæli
Októberfest 2005
Jæja, þá er ég loksins búinn að setja inn myndir frá októberfestivalinu sem haldið var í stóra tjaldinu fyrir framan aðalbyggingu háskólans fyrir 2 vikum. Þarna var mikið stuð og djamm og trallað og pakkað, en þarna inni voru amk hellingur af fólki, ef ekki meira.
    
fimmtudagur, október 20, 2005
|
Skrifa ummæli
Stop the Rock
Apollo Four Forty rúla, eða AFF sökka feitt eins og krakkarnir segja.

Ekkert hangs drífa sig á Airwaves og sjá flipp og flopp og e.t.v heljarstökk afturábak ef maður er heppinn.
    
|
Skrifa ummæli
Tónlist
Undanfarna daga hef ég verið að hlusta á diskatvennuna með Bubba sem hann gaf út í sumar og er þetta svona uppgjör við skilnaðinn við Brynju. Það er óhætt að segja að hann helli gjörsamlega úr hjarta sýnu og greinilegt að hann var ansi langt niðri og ást hans á Brynju gríðarlega sterk þó hún væri farin frá honum fyrir annan mann. Hann var það langt niðri að það virðist vera að hann hafi verið að íhuga sjálfsmorð á tímabili ("að dauðinn verður lausn og lykill". Það er á köflum frekar erfitt að hlusta á diskinn því maður hálfvegis vorkennir kallinum.
Barði í Bang Gang er upptökustjóri og virðast þeir ná vel saman því tónlistin sem slík er ótrúlega góð. Ég mæli með að fólk verði sér út um þennan disk og hlusta á hann.
Innan á kápunni er þessi setning: "Þrjár konur hafa haft mest áhrif á líf mitt, móðir mín, dóttir mín og sú sem fyllir hjarta mitt".

Núna er ég að hlusta á Nancy Sinatra diskinn sem kom út í fyrra og er hann nokkuð skemmtilegur.
    
Er þetta NS diskurinn sem aðrir eru að covera hana? Mig langar mikið í þann disk nefnilega.
13:28   Blogger Árni Hr. 

Neibb, hún syngur sjálf á þessum disk.
13:34   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Forritun
Aldrei þessu vant tók ég mig til í gærkvöldi og forritaði mér til gagns og gamans. Það sem ég var að gera var að forrita í SAX Basic (ansi frumstætt mál), eitthvað sem ég hef ekki prófað fyrr og er ég að forrita í IMatch (myndautanumhaldsforrit) það að hún taki allar mínar flokkanir og setji þær inn í myndirnar í svokölluð IPTC svæði. Ég er bara rétt byrjaður en þetta gengur ágætlega. Ég er búinn að vera að skoða flest forrit sem halda utanum myndir og finn bara ekkert sem hentar mér nægilega vel og því var þetta það sem ég enda á að gera. Eftir að ég er búinn með þetta verður flokkunin hjá mér í heimsklassa.

Nördablögg dagsins var í boði Jóa.
    
En að nota bara Access í þetta?
10:38   Blogger Hjörleifur 

Access ???
Það gengur engan veginn, það er svipað og að nota talstöð til að fara á internetið.
10:40   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Mac
Þetta er ágætis ástæða til að skipta bara yfir í mac held ég. Nánast búinn að ákveða að næsta borðtölva sem ég kaupi heim verður Macintosh, reyndar 2-3 ár í það.
    
miðvikudagur, október 19, 2005
|
Skrifa ummæli
Fyllerísnámskeið og rónabælið
Til stóð að fara á námskeið í víndrykkju, en ekkert verður úr því í kvöld þar sem að námskeiðið var flutt fram til klukkan 18:00, nú alveg á síðustu stundu, en þá er ég að fara á húsfund, sem er mjög mikilvægur, enda verið að ræða um framtíð rónakofans, þ.e. viðbyggingarinnar við húsið mitt þar sem að rónarnir bjuggu undir það síðasta, en nú er komið rúmt ár síðan að þeir fluttu og hefur húsið staðið autt síðan þá.
Til stendur að rífa húsið og það er bara spurning um hver á að borga fyrir þetta, en ég er t.d. ekki tilbúinn í að tapa peningum út af þessu húsi og kæmi ég sjálfum mér ekkert á óvart að ég myndi bara hætta við þetta og setja allt í uppnám og selja bara íbúiðina mína, en ég ætti að hagnast um 4 millj. á þeirri sölu ef svo færi. Ég held að fólkið í húsinu sé alveg til í að tapa nokkrum tugum þúsunda út af þessu, en ég er ekki tilbúinn til þess. Auk þess sem að við erum að semja við einn af landsins hörðustu lögfræðingum út af húsinu, en hann er nágranni okkar og vill kaupa húsið og rífa það og byggja bílskúr í staðinn, en hann er ekki tilbúinn til að borga nógu mikið.
En þetta kemur vonandi betur í ljós á eftir, en þetta mál er búið að vera í gangi síðastliðið ár, þ.e. frá því að við komum rónunum út úr húsinu.
    
þriðjudagur, október 18, 2005
|
Skrifa ummæli
Fotógrafo Islandés
    
Hmmmm... skil nú ekki mikið í þessu, en er þetta mjög fjölsóttur vefur?
10:11   Blogger Hjörleifur 

Ég held að hann sé ekkert mjög fjölsóttur, veit það samt ekki.
11:32   Blogger Joi 
mánudagur, október 17, 2005
|
Skrifa ummæli
Keppni
Sonja var að vinna keppni á ljósmyndakeppni.is - check it!
    
Takk Pálmi
11:40   Anonymous Nafnlaus 
sunnudagur, október 16, 2005
|
Skrifa ummæli
Sumarbústaður

Ægir litli í góðu skapi.

Við Sonja fórum upp í sumarbústað mömmu og pabba með Særúnu, Gubba, Grétu og Ægir litla í gær og vorum þar í nótt. Það var mjög gaman, borðaður góður matur og spilað Trivial þangað til við fórum að sofa. Í þessu Trivial spili átti ég mitt mesta (eða versta) besserwiss sem ég hef átt:
Særún var að spyrja Grétu að mig minnir og svona gekk þetta fyrir sig (S=Særún, B=Besserwiss):
S: Frægasta bíómynd Sergei Eisenstein heitir Bardagaskipið Potkempin ...."
B: "Það er Potemkin!"
S: "Uss, leyfðu mér að klára spurninguna".
S: "Frægasta bíómynd Sergei Eseinstein heitir Bardagaskipið Potkempin ...."
B: "Það er ekki Potkempin, það er stafað P-O-T-E-M-K-I-N!".
S: "USSS - LEYFÐU MÉR AÐ KLÁRA SPURNINGUNA, ÉG ER EKKI AÐ SPYRJA ÞIG! Frægasta bíómynd Sergei Eisenstein heitir Bardagaskipið Potempin, Bardagaskipið Potemin eða Bardagaskipið Potemkin?".
Besserwisser varð skrítinn í framan.

Fleiri myndir koma vonandi inn á netið úr ferðinni von bráðar en ein mynd af Ægir litla að leika sér í símanum sínum er komin inn á joePhotos.net.
    
Strax á eftir spurði Gréta mig (Sonju) spurð hvað Plató kallaði skólann sinn og ég svaraði:
S:Hummm, Akademía
Jóhann: Nei, það er rangt en ég man samt ekki hvað.


Svar: Akademía.

Þriðja var svo enn betra en við þvi miður munum við það ekki ;)
22:37   Anonymous Nafnlaus 

Já maður á ekki alltaf að vera besserwiss í trivial, en samt...annars væri þetta ekki eins góð saga ef þú hefðir bara þagað og sagt frá því að Særún hafi svo spurt þessarar spurningar, eiginlega væri það bara frekar léleg saga.
En þetta er góð myndasería af honum Ægi litla.
19:44   Blogger Hjörleifur 
laugardagur, október 15, 2005
|
Skrifa ummæli
GETTÓ að gabb'okkur
Var að komast að einum "galla" í gettó, en þegar það býr til raðirnar þá tékkar það ekki sjálfkrafa á hvort að það sé búið að búa til einstaka röð þegar það býr til þá næstu og verður maður að velja sérstaklega að henda út eins röðum og með seðilinn í dag þá henti það út 5 röðum sem er jú 1% af röðunum. Þetta gæti hafa kostað okkur 13 rétta í dag, tja hver veit, við komumst víst aldrei að því.
Það er því aðeins erfiðara að gera akkúrat ákveðin fjölda af röðum því maður verður að gera aðeins fleiri og henda svo út og ef það eru enn eftir raðir þegar maður er búinn að henda út þá verður maður bara sjálfur að henda þeim röðum, en þá er það spurningin, hvaða röðum á að henda, á maður að velja úr raðir, eða bara taka síðustu raðirnar í burtu. Eða á maður bara að kaupa aðeins meira.

Eða er kannski betri leið til að búa til raðirnar, þar sem að Gettóið getur gabbað mann svona. Þetta var bara svona pæling.
    
|
Skrifa ummæli
THS Vika 41
Það var reyndar röð nr. 128 sem var með 11 réttum, en hvað um það, í þeirri röð voru leikir 8 og 9 vitlausir, en ef þeir hefðu farið "eðlilega", þ.e. við settum 56% og 70% á heimasigur og ef það hefði farið þannig, eða þá að þessi 16% og 23% hefðu dottið inn í þessa röð þá hefðum við verið í fínum málum. Við vorum því alveg ótrúlega óheppnir að þetta datt ekki inn núna, en við erum á réttri braut eftir arfa slakt gengi og töpuðum aðeins rétt tæplega 3000 kalli þessa vikuna.

En amk vann Preston ekki sinn fyrsta heimaleik, en ég vildi nú setja stuðlana 20-30-50 og hefði það nú ekki skipt neinu máli greinilega að við tókum 10% af útisigri og settum á heimasigur og greinilega rangt mat að QPR myndi vinna þennan leik örugglega, en jafntefli var niðurstaðan og ekkert óvænt svosem við það.

Og það var greinilega mikið til í því hjá Pálma að Arsenal væru með mjög slæmt lið núna og vildi Árni bara setja 5% á heimasigur þar, en Pálma tókst að hækka það upp í 10% (sem varð svo 11% á endanum), en þar held ég að Árni hafi látið tilfinningar ráða of mikið ferðinni og alveg gleymt því að Arsenal er í sárum og er í rauninni bara að spila með hálfgert varalið um þessar mundir og því kannski ekki hægt að ætlast til of mikils af þeim á útivelli og verð ég að segja að 65% þar vera full hátt og gleymt því hvað heimavöllurinn getur gert mikið, en hann er jú oft kallaður 12 maðurinn, eða þannig.

Menn voru jú líka eitthvað að spá í hvort að Bolton gæti eitthvað, eða hvort að Chelsea myndu bara valta yfir þá, sem varð jú raunin, en ég held að líkurnar á að Chelsea vinni á heimavelli á móti "slakari" liðunum séu nú meiri en 90%, held ég í rauninni að það sé nærri 97% og aðeins 2% á jafnteflið og 1% á tap þegar liðið er að spila á móti liðum sem eru neðar en í 4 sæti deildarinnar.

Tottenham tók þetta frekar auðveldlega á móti Everton og átti ég nú frekar von á því, en menn voru eitthvað efins um getu þeirra, en þeir eru nú yfirleitt alveg ágætir í byrjun hvers tímabils, en fara svo niður töfluna eftir því sem á líður, en Everton voru hins vegar bara heppnir í fyrra að ná svona góðum árangri og kannski bara alveg jafn óheppnir í ár og þeir voru heppnir í fyrra, enda verma þeir enn botnsætið og ekki líklegir til að gera mikið í vetur og munu ábyggilega taka þátt í botbaráttunni í vor.

Svo er þetta með Sheff. Utd. Þeir eru greinilega með gott lið og búnir að vinna alla sína heimaleiki, en samt vildu menn ekki taka meiri áhættu en svo að setja á þá 55% og ætla ég nú ekki að segja meira um það.

Crew - Luton, það verður að segjast að sá leikur hafi endað nokkuð óvænt 3-1, en Luton er eins og allir vita með mjög gott lið, en heimavöllurinn hefur greinilega gert kraftaverk í þessum leik og ekkert hægt að segja um það, en ég tel að stuðlarnir 19-29-52 hafi verið réttir, og þar er heimavöllurinn alveg 10% af þessum 19 sem við gáfum þeim og eiga áhorfendur heiður skilinn fyrir þennan sigur.

Derby-Stoke, bara eins og við var að búast og mat okkar einnig rétt hér.
Coventry-C.Palace 1-4. Þetta eru jú frekar óvænt úrslit og nokkuð stór sigur miðað við útivöll og alveg ómugulegt að spá fyrir um svona lagað, en þó gáfum við C.Palace meira vægi sem var rétt.

Sama má segja um Brighton-Cardiff, en sá leikur hefði getað farið hvernig sem er og okkar stuðlar því mjög góðir.

Í heildina séð þá held ég að þessi seðill hafi verið svona nokkuð vel unninn og stuðlarnir "réttir", enda gaf seðillinn okkur eina röð með 11 réttum og 3 með 10 réttum, sem ég tel að sé alls ekki slæmt á seðli með aðeins 5 leikjum úr efstu deild.

Með þessu áframhaldi þá tel ég líkur okkar á að fá 13 rétta á næstu 5 árum vera mjög góðar og munum örugglega geta keypt okkur 5 bíla merkta THS.
    
Já ég er nú sammála því sem HS setur hér fram, þetta er allt á leiðinni og var ég nokkuð sáttur við þennan seðil. Rétt er það Arsenal leikurinn var kannski ekki alveg rétt settur upp og gerði ég mér ekki alveg grein fyrir hversu mikil meiðsli voru í gangi og ekki bætti úr skák að nú er Ljungberg líka meiddur.
Já ég sé ekki hvernig þessi deild ætlar að halda spennu lengur en fram að áramótum. Jákvæða er að Tottenham er í 2 sæti eftir 9 umferðir sem er nú örugglega besti árangur þeirra lengi.
En þar sem menn benda nú á Arsenal leikinn þá vil ég á móti benda á Sheff UTD leikinn þar sem við hefðum átt að vera með um 70% á SU og þá farið upp um 15%, ég held að við hefðum aldrei farið mikið hærra en 25% á WBA og því er alveg eins hægt að benda á Su leikinn eins og Arsenal leikinn sem ég skal alveg viðurkenna að var ranglega metinn að minni hálfu amk.
18:31   Blogger Árni Hr. 
fimmtudagur, október 13, 2005
|
Skrifa ummæli
Ekkert og Stealth
Ekkert merkilegt að gerast þessa dagana. Fór nú reyndar á Stealth á þriðjudagskvöldið og var þetta svona allt í lagi mynd. Flott flugatriði og frábær myndataka, en söguþráðurinn frekar þunnur og allir gömlu frasarnir teknir upp og allt mjög fyrirsjáanlegt hvað það varðaði. En samt allt í lagi að sjá hana. Eiginlega verður maður að sjá hana í bíó því hljóðið er mjög flott í myndinni og náttúrulega mun flottara að sjá miklar sprengingar á stóru tjaldi heldur en í sjónvarpinu.

Gef þessari mynd 2* (ein fyrir að mér leiddist ekkert á henni og hin fyrir flott flugatriði og myndatöku)

Núna ætla ég að fá mér heitt kakó og fara svo að sofa.
    
|
Skrifa ummæli
Morrissey félagið
Fyrsti hádegisfundur Morrissey félagsins var haldin í dag og var ákveðið af meðlimum (mér og Burkna) að inntökuskilyrði ættu að vera að kyrja lag með Morrissey sem lýsir tilfinningum viðkomandi þá stundina. Eyjó sá við okkur og sagði frekar sögu af því þegar Morrissey hitti Nancy Sinatra í fyrsta skipti en það var þegar hann mætti, áður en Smiths urðu frægir, á hljómplötuáritun hennar með allt Nancy Sinatra safnið sitt sem voru einhverjir tugir platna. Eftir þetta urðu þau vinir en ekki fylgdi sögunni hvort hann hafi bombað hana. Burkni og Eyjó fóru síðan út í það að tala um realisma og impressionisma í málaralist.
    
Burkni ætlar að koma með pistil fljótlega um Morrissey.
11:58   Blogger Joi 

Þetta er svolítið skrýtin félög sem þú ert að koma þér í:
Sofa hjá Johnny Depp félaginu og Morrisey félagið - eitthvað trend hér...
11:59   Blogger Árni Hr. 

Lítið fór fyrir Pálma og bað hann ekki um inntöku .
12:00   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Lestur
6 vikna hraðlestrarnámskeiðinu lauk í gær og var ég með 229 orð á mínútu þegar ég byrjaði og endaði með um 750 orð á mínútu. Þetta var nokkuð gott námskeið þó að heimalærdómurinn hafi verið afskaplega leiðinlegur og var það átak á hverjum degi að fara í það að gera þessar lestraræfingar. Lærði t.d. eiginlega aldrei í síðustu vikunni en maður þarf að lesa a.m.k. klst á dag.
Það er reyndar magnað við þetta að maður má koma eins oft aftur á þetta námskeið til að halda þessu við eða bæta við án þess að borga krónu fyrir - ætla því að fara eftir 6-12 mánuði aftur og sitja a.m.k. hluta af námskeiðinu.
    
Já, ef einhver hefur áhuga á að fara á námskeiðið þá fékk ég 3 afsláttarmiða upp á 5000 kr. stk. sem gengur upp í verð á námskeiði, þannig að það verður á 24.900 kr. (ég græði ekkert á því að veiða inn fólk sjálfur).
10:50   Blogger Joi 

Já þetta er ágætis framför, nú tekur það þig bara 2 tíma að klára eina Morgan Kane bók
10:58   Blogger Árni Hr. 

Og nú ættirðu að geta lesið allan textann í sjónvarpinu
12:01   Blogger Hjörleifur 
miðvikudagur, október 12, 2005
|
Skrifa ummæli
Tory's
The term Tory applied to the Tory Party, the ancestor of the modern UK Conservative Party. To this day it is often used as a shortened alternative for Conservative.
    
jeeeee artist jeeeeeeeee
11:11   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Klósettferðir frh
Hér í Danmörku er menn sniðugir, á hverju klósetti er spraybrúsi með fjallaloftslykt ofl góðu.
Hér þarf maður aldrei að svitna við að fara á klósettið til að pissa.
(lesist í samhengi við fyrri klósett póst minn).

Annars er allt fínt að frétta frá DK, búinn að heimsækja Gudda, kaupa skó og vinna vinna vinna mikið.
Reyni að senda smá update seinna í dag.
    
Jájá menn eru líka svona sniðugir á Veðurstofunni, hér eru svona brúsar á öllum klósetum. Svo er líka svona heima, bara takki á veggnum í stað þess að hafa þetta í brúsa.
14:19   Blogger Hjörleifur 
mánudagur, október 10, 2005
|
Skrifa ummæli
Myndir frá Nesjavöllum



Við Sonja fórum í bíltúr á sunnudaginn og keyrðum til Nesjavalla og Þingvalla (þar sem við hittum Hjöll og Matt). Við tókum nokkrar myndir og hérna er hægt að sjá nokkrar af mínum myndum. Sonja montar sig sjálfsagt af sínum líka við tækifæri. Check it!
    
Fínar myndir, enda veðrið alveg frábært þennan dag. Verst að ég gleymdi batteríinu úr myndavélinni heima og því ekki með neinar myndir frá þessum annars alveg ágæta degi.
11:39   Blogger Hjörleifur 

Ég monta mig AAAALDREI!
11:57   Anonymous Nafnlaus 

Til hamingju með vélina - hvenær fer fram fyrsta kennslustund þar sem ég mun fara með þér yfir grundvallaratriðin eins og að kveikja á vélinni og taka mynd?
16:01   Blogger Joi 

Innilegar hamingjuóskir frá mér og megi nýja apparatið veita þér ómælda ánægju þangað til að það verður úrelt og þú færð þér eitthvað annað apparat sem gerir nákvæmlega það sama og þetta, en er bara eitthvað betra eða flottara eða eitthvað.
16:05   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Hjölli þunnur
    
|
Skrifa ummæli
Bjór
Ég vill biðja þá sem eiga eftir að borga bjór að gera það sem fyrst: Keppni
    
Hjúkket að ég er búinn að borga minn
15:37   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Star Wreck
Horfði á finnsku myndina Star Wreck, In the Pirkinning. En hér er verið að gera grín af Star Trek og Babylon 5 (sem eru líka svona stjörnustríðsþættir). Hafði ég bara nokkurt gaman af myndinni og verður að segjast að tæknibrellurnar eru bara þó nokkuð góðar og leikurinn skemmtilega vondur (svona eins og leikurinn er skemmtilega vondur í "Bad Taste"). Það koma stundum aðeins of bjánalegir kaflar, en svona í heildina litið þá er þetta alveg þess virði að sjá (þar sem að maður getur bara downlodað myndinni ókeypis og því engu að tapa).

Gef henni alveg 2,67 *
    
|
Skrifa ummæli
Bíó
Við Sonja erum búin að vera nokkuð dugleg í að sækja myndir á kvikmyndahatíðinni og þetta eru þær myndir sem við erum búin að sjá:

Nobody Knows - Fín mynd sem segir frá japönskum börnum sem þurfa að bjarga sér á eigin spýtur eftir að móðir þeirra fer að heiman.

My Nikifor - Skemmtileg og öðruvísi mynd sem segir frá Pólska naívistanum Nikifor og þá aðallega síðustu ár hans. Hann þykir einn sá besti sem hefur fylgt þessari listastefnu (sennilega ákveða menn sem bendlaðir eru við hana ekki að fara út í hana) og skildi eftir sig yfir 40.000 myndir.

What remains of Us - Leikstjórinn fylgir eftir konu sem fer með skilaboð frá Dali Lama um Tíbet, áhrifamikil mynd sem skilur mikið eftir sig.

Howl's moving Castle - Japönsk teiknimynd sem er mjög öðruvísi - var ekki nægilega ánægður með hana en margt í henni var samt ansi flott og vel gert.

Strengir - Strengjabrúðumynd í anda Lord of the Rings sem er einhver sú best gerða sem ég hef séð síðustu ár - kvikmyndataka og annað í mögnuðum gæðum. Strengirnir eru hluti af myndinni og flott að sjá þegar sýnt er yfir borg að þá eru hundruðir eða þúsundir strengja sem fara upp í himinn af öllum sem búa í borginni. Eins eru persónurnar drepnar með því að skera á strengi þeirra.

Moolaade - Segir frá umsurði kvenna og er myndin um erjur í þorpi í Afríku þar sem bæjarbúar eru ekki allir sammála um það hvort þetta sé réttlætanlegt. Þeir sem vilja halda við hefðinni eru tilbúnir að gera allt til að svo verði.

Le Regard - Segir frá fréttaljósmyndara sem fer aftur til Marokkó þar sem hann tók stríðsfréttamyndir sínar og þarf þá að kljást við fortíð sína, þ.e. hvort hann hafi breytt rétt. Fín mynd.

Á eftir ætlum við síðan á óvissusýningu og þá er þetta búið. Þess má geta að við fengum gefins passa á hátíðina vegna vesens þegar gleymdist að taka frá miða sem við keyptum í gegnum midi.is. Við vorum reyndar búin að kaupa okkur nokkra miða á hátíðina og því splæstum við á Hjölla og Matthew á Strings, foreldra Sonju á mynd sem Sonja fór með þeim á en ég komst ekki vegna þess að ég var að drekka bjór með vinnufélögum mínum og síðan buðum við mömmu Sonju, systur mömmu hennar og systur Sonju (vá þetta er flókið) á Strings.
    
jamms, ég sá myndina um Tíbet og svo eins og kemur fram, myndina Strengir og er ég alveg sammála Jóa að báðar myndirnar voru góðar og þá sérstakleg brúðumyndin. Alls ekki hægt að segja að þetta hafi verið barnamynd, þar sem að umfjöllunarefni myndarinnar var um spillingu, valdagræðgi og stríð, en samt var nú slatti af krökkum á sýningunni og veit ég ekki alveg hvað foreldrar þeirra voru að spá. En sjálfsagt hafa þau haft gaman af ýmsu þarna, en talið var allt á ensku og enginn texti svo þau hafa nú varla skilið mikið.
14:38   Blogger Hjörleifur 
föstudagur, október 07, 2005
|
Skrifa ummæli
Tipp er flipp
Var það ekki á stefnuskránni að hafa 4-6 hvern tippfund á föstudegi og fá sér bjór og nachos með tippinu?
Hvernig væri að þarnæsta föstudag förum við saman á þessa mynd og tippum á undan/eftir og sötrum bjór.
    
Þessi mynd er svo góð að það er einn búinn að gefa henni einkunn og gaf henni fjórar stjörnur þrátt fyrir að hann sé ekki búinn að sjá hana. Minnir mann á kvikmyndagagrýnina í tvíhöfða þar sem þeir gagnrýndu myndir útfrá bíóauglýsingunum í mogganum.
16:20   Blogger Joi 

Það mun vera föstudagurinn 21. október og ég er laus þá.
16:22   Blogger Hjörleifur 

Ég minni á að Hjölli og ég erum uppteknir um kvöldið vegna Airwaves þ.a. Hjölli er ekki alveg laus þá :)
18:44   Blogger Árni Hr. 

já, ég er víst upptekinn þá.
13:39   Blogger Hjörleifur 
fimmtudagur, október 06, 2005
|
Skrifa ummæli
Dagurinn í dag og THS
Ekkert markvert gerst svosem, bara svona venjulegur vinnudagur.
Á eftir er svona spurning um að kíkja í bíó eða eitthvað. Á morgun er svo októberfest þýskunema í stóra tjaldinu fyrir framan aðalbyggingu háskólans og er svona spurning um að kíkja á það aðeins. Ég fór í fyrra og það er hægt að sjá hvernig það var hér á smugmuginu mínu. En ég keypti mér semsagt 2 bjóra í fyrra og rölti svo bara heim, enda voru þarna mestmegnis einhver líður úr háskólanum og þekkti ég ekki marga þar, bara einn og það var starfsmaður Veðurstofunnar með konunni sinni, sem vinnur í háskólanum.

Annars þá þarf að fara að endurskoða stuðlasetningar í THS. En menn hafa verið eitthvað svo ragir við að tippa að þetta endar bara með einhverjum sjálfvalsseðli, en 2 umferðir með 8 réttum getur ekki talist gott þegar menn með eitthvað bestunar eitthvað eru að vinna í þessu og legg ég til að menn reyni að minnsta kosti að setja eitt 50% merki á eitt merki.

Ég prófaði t.d. á síðasta seðli að setja 20 20 60 á fyrsta leik og restin var 20 60 20 og hefði það gefið 11 rétta. Ástæðan fyrir því að það var 20 20 60 í fyrsta leik voru bara mistök, en engu að síður þá var þetta mun betri árangur heldur en það sem við gerðum sjálfir. Væri æskilegt að tölfræðideild THS gerði einhverskonar úttekt og jafnvel leggðist í tilraunir með hvernig best væri að haga stuðlum og leggi það svo fyrir knattspyrnuráð og öldungadeild.

Einnig legg ég til að menn verði búnir að undirbúa sig fyrir næsta fund vel og vandlega, jafnvel að menn skoði síðustu umferðir og lesi sig til um hvað hafi gerst í vikunni, hvort menn séu meiddir o.þ.h.

OG HANANÚ!!!
    
Þetta er klárlega mál sem þarf að skoða nánar á fundinum á morgun og því verða menn að gefa sér smá tíma í þetta á morgun. Við höfum ekki riðið feitum hesti frá síðustu viðureignum okkar við 1X2 og er ég sammála Hjölla um að við vorum allt of linir á stuðla síðast, nokkrir leikir hefðu mátt auka líkur á og draga aðeins úr úti sigrum. T.d. þarf að endurskoða 40-30-30 stuðulunn mjög vel og 50-30-20 stuðulinn. Í mörgum tilfellum eins og síðast þá hefðum við átt að færa 50-30-20 stuðulinn upp í 65-25-10 og þar sem heimaliðið vann í þau skipti þá hefðum við amk hoppað aðeins upp.
09:00   Blogger Árni Hr. 

Er málið ekki bara að þið voruð að setja vitlausa stuðla? Ef við álítum að það séu 50% líkur á heimasigri eigum við þá að setja 65% ?
09:07   Blogger Joi 

Ég er nokkuð sammála Pálma - minni á að í vor vorum við mjög háir í hópleiknum þó við hefðum ekki verið að taka þátt í evrópukeppnunum með þessari aðferð.
Ég er líka sammála því að auka upphæðina í hverri viku en það er einn maður á móti því og því ekki forsendur til þess.
09:33   Blogger Joi 

Mig grunar hvern Jóhann er að vitna í og mótmæli ég þessum ummælum harðlega þar sem þetta er ekki rétt hjá honum.
22:11   Blogger Árni Hr. 

Mótmælir þú hverju, að það sé einn maður sem vill ekki tvöfalda upphæðina í hverri viku?
09:46   Blogger Joi 
miðvikudagur, október 05, 2005
|
Skrifa ummæli
Klósett
Eitt sem ég þoli ekki, hér erum við með eitt klósett sem þjónar allt of mörgum. Stundum röltir maður niður og ætlar að pissa smá og þegar maður opnar þá æðir stækjan á móti manni þar sem einhver hefur drukkið allt of mikið kaffi og borðað illa lyktandi mat sennilega.
Nú maður stekkur inn, heldur í sér andanum og pissar, svo opnar maður hurðina og ætlar að stinga sér út sem fyrst. Viti menn, kemur ekki einhver vinnufélagi sem er á leiðinni á klósettið, maður heilsar kurteisislega og langar til að segja "ég var að pissa" en finnst það frekar klént og því þegir maður þunnu hljóði.
En hann röltir inn og stækjan æðir á móti honum líka og fyrsta sem kemur upp í huga hans, hvað var hann Árni að gera??????

Já ekki er öll vitleysan eins :)
    
Ditto!
09:23   Blogger Joi 

Önnur aðferð í þessu klassíska sálfræðivandamáli sem spekúlantar og sérfræðingar mæla með er að láta setuna ekkert niður þannig að næsti maður sjái að þú hafir verið að spræna.
13:06   Blogger Joi 

Já þetta er vanamál sem allir kannast við, en á Veðurstofunni hefur þetta verið leyst með ilmspreyi, ef maður kemur inn og það er megn skítafýla þá spreyar maður bara smá og ástandið lagast strax svo þegar maður gengur út þá er ekkert nema ilmur af grænum furulundi eftir. Þetta er eflaust ósoneyðandi andskoti, en það er þó betra að eyða ósonlaginu heldur en að vera vandræðalegur þegar maður kemur út af klósetinu.
16:01   Blogger Hjörleifur 

Ég mæli með spreyinu en minna þarf fólk á að gæta hófs - það þarf ekki að spreyja og spreyja svo lyktin fari, nema menn vilji að allt húsið ilmi eins og furulundur! Eitt snöggt sprey og málið er dautt.
Sonja
09:19   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Matur og Mækel
Matthew gaf mér að borða í gær og fékk ég svínasteik með frönskum og salati og ís í eftirrétt og leið hættan þá hjá (sjá blogg gærdagsins).

Annars er ég að fara út núna að hitta Sonju til að fá hjá henni kort með 2 miðum til að geta farið í Háskólabíó á eftir, en planið er að sjá heimildarmynd um Djords Mækel, en hann var hvað þekktastur fyrir að hafa verið í hljómsveitinni Wham og verið nappaður á klóseti í almenningsgarði með einhverjum strákaling þar sem að þeir voru að gera eitthvað.
    
|
Skrifa ummæli
Skák-hnefaleikar
Tekið úr mbl.is

Ný íþróttagrein: Skák-box
Stöðugt skjóta upp kollinum nýjar og óvenjulegar íþróttagreinar. Sú nýjasta, og sennilega sú óvenjulegasta, er skák-box, sambland af tafli og hnefaleikum. Fyrsta Evrópumótið í þessari íþrótt fór fram í vöruskemmu í Berlín um helgina og varð Búlgarinn Tihomir Tischko, sem sést til hægri á þessari mynd, hlutskarpastur. Í skák-boxi eru 11 lotur þar sem keppt er til skiptis í hnefaleikum og hraðskák. Tischko hafði nokkra yfirburði við skákborðið og það reið baggamuninn.


Spurning hvort það sé ekki kominn tími á að endurvekja skákklúbbinn hér á Veðurstofunni
    
þriðjudagur, október 04, 2005
|
Skrifa ummæli
Tippfundur


Setti inn nokkrar myndir frá því að ég fór á tippfund fyrir 3 vikum síðan og síðan eitthvað á kaffihús: Check it!
    
Tek það fram að það var Sigurður sem átti þennan sveitta morgunmat :)
17:56   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Svangur
Ég er orðinn mjög mjög mjög svangur, svo þið skuluð bara passykkur
    
mánudagur, október 03, 2005
|
Skrifa ummæli
Ekkert mikið af frétta
En engar fréttir eru nú samt fréttir útaf fyrir sig.

Fór reyndar í matarboð á laugardeginum og í gær fór ég í bíó og svo út að borða á eftir.

Sá voða merkilega mynd um Tíbet. Allir alveg ofsalega hrifnir, sérstaklega ein kona sem fór í taugarnar á mér og í stað þess að spyrja spurninga í lokin eins og átti (mátti) gera þá hélt hún bara fyrirlestur og þurfti maðurinn sem fékk spurningaflóðið (sem var gaurinn sem gerði myndina) eiginlega bara að stoppa hana, en gerði það mjög kurteisislega.

Spurningin: hvað getum við gert til að hjálpa Tíbetbúum? kom upp og fyrir mér er svarið: Bara sama og þeir gera sjálfir, þ.e. vona að þetta lagist og haldið áfram að gera það sem við gerum svona dags daglega. Amk hef ég ekki minnstu trú að það geti nokkur gert nokkuð til að fá Kínverja til að fara úr landinu. Þeir hertóku landið og munu ekki bakka út úr því, hvað sem hver segir eða gerir. Kína er svo svakalega stórt land að það þýðir ekki að beita þá neinum þvingunum, né er nokkur svo vitlaus að ráðast á þá og reyna að þvinga þá þannig út úr Tíbet. Svo eiginlega þá er þetta fyrir mér bara þannig að íbúar Tíbet voru bara svakalega óheppnir og það er ekkert sem við getum gert við því.
    
|
Skrifa ummæli
Draugar
Besta ráðið til að ná valdi yfir draugum eftir að maður er búinn að særa þá upp er að sleikja náfroðuna úr vitum hans sem er víst ekki skemmtilegt verk.
    
Gott að kunna þetta
16:53   Blogger Hjörleifur 
sunnudagur, október 02, 2005
|
Skrifa ummæli
Blöndun

Þegar maður er staddur erlendis er mikilvægt að blandast við innfædda til að ná meiri tengingu :-)
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar