mánudagur, mars 31, 2003
|
Skrifa ummæli
Jamm, sammála Hjölla - við verðum bara að búa til sér síðu um helgina því hún var mögnuð. Það verður erfitt að toppa (ég sagði toPPa) þessa helgi, og því spurning að sleppa því bara að fara aðra fótboltaferð.

Við höfum nóg að sögum og efni því helgin var viðburðarík og við Ánni tókum c.a. 300 - 350 myndir.
    
|
Skrifa ummæli
Það var ekki laust við að það hafi vottað fyrir svolítilli þynnku í dag. Svo það verður ekkert mikið blogg núna. En Armadale Sons of Wallace hugsuðu vel um okkur fyrir leikinn þar sem við hittumst á Renfrew Ferry og er óhætt að segja að Skotar eru gestristnasta þjóð sem ég hef komist í kynni við. Og ekki má gleyma Wee Fat Boab, sem reddaði okkur fari á leikinn og splæsti á okkur bjór. En það er bara frá svo mörgu að segja að það verður bara að gera sér heimasíðu um þetta mál.
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli

Við erum að tala um að Sky Sports fíluðu þetta og sendu svipaða mynd af okkur út fyrir miljónir manna og síðan var tekið 1-2 mínútna viðtal við okkur!

Glöggir lesendur eru kannski að spá í því hvernig við þorðum að biðja vegfarenda að taka slíka mynd af okkur, því að við erum nánast að biðja hann um að hlaupa með hana í burtu og stela henni. Við fengum löggu til að taka myndina!
    
föstudagur, mars 28, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá er síðasta verkefnið í skólanum búið, en það var þjöppunarforrit þar sem ég og Böddi vorum að gera frábæra hluti. Samkvæmt formúlunni sem kennarinn gaf upp á einkunnagjöf þá erum við með 11 í einkunn. Við náðum að þjappa Calgary Corpus safninu þannig að þjappaða útgáfan var 26,98% af upprunalegu stærðinni en WinZip nær 32,5% með maximum þjöppun. Aðeins eitt forriti í viðmiðunarlista nær betri þjöppun, en það er bzip2-9 sem nær 26,6%. Ég er því nokkuð sáttur og bara prófin eftir.

Núna held ég að ég fari að drífa mig heim því ég á að leggja af stað út á flugvöll eftir 5 1/2 klukkutíma.
    
fimmtudagur, mars 27, 2003
|
Skrifa ummæli
Þetta lítur ekki vel út

On arriving in Glasgow, Edvaldsson declared: "If Iceland could qualify, then Scotland could be world champions!
    
|
Skrifa ummæli
Nú er allt að verða klárt fyrir Skotlandsleikinn og því ekki hægt að segja annað en...

Drekki drekki djúpt í vitund....
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Magnað að vera með digital breiðvarpið: Ég er að fara til Glasgow á morgun og gat horft á klukkutíma þátt í gærkvöldi á Travel stöðinni um borgina.
    
miðvikudagur, mars 26, 2003
|
Skrifa ummæli
Þetta er bara tribute til allra þeirra góðu blogga sem maður hefur dottið í hug, en gleymir svo alltaf þegar maður ætlar að blogga þeim.
Eins og þegar við vorum í pool um daginn og ég sagði eitthvað og Jói sagði að þetta væri gott blogg, en ég man bara ekkert hvað það var sem ég sagði og svona er þetta bara allt of oft.
    
|
Skrifa ummæli
Uss uss - mér gekk bara ágætlega í Simpsonsdótinu :)

The Result is, Your IQ is:
120
Out of 40 questions, you got 8 wrong.
There are 16346 tests submitted

How others compare:
1%same as you
16% less intelligent than you
37% more intelligent than you

Congratulations! You are on our high scores
    
|
Skrifa ummæli
Er hreyfður maður snertur?
    
|
Skrifa ummæli
Ég verð greinilega að fara að horfa meira á Simpsons:

95
Out of 40 questions, you got 15 wrong.
There are 15941 tests submitted
    
|
Skrifa ummæli
Kláraði Burrows-Wheeler reikniritið í C# seint í gærkvöldi fyrir þjöppununa. Ég var nokkuð lengi að átta mig á því hvernig ætti að gera þetta en þetta small allt saman í gærkvöldi. Keyrði þetta síðan á Lísu í Undralandi og þetta var helv ... lengi að keyra en ég náði að flýta þessu margfallt og þetta er orðið fínt núna. Ég mun síðan klára Run-Length reikniritið í kvöld og þá er ég búinn með minn hluta og Böddi sér um Adaptive-Huffman og Move-To-Front og þá ætti þetta að vera orðið nokkuð gott hjá okkur, og eina sem er þá eftir er að tjúna þetta til og vera hugmyndaríkir til að ná góðri þjöppun (betri en WinZip).
Helvíti skemmtilegt bara að vinna í C# og Visual Studio umhverfinu. Minnir mig reyndar mikið á Java en ég hef trú á því að þetta sé bara skemmtilegra forritunarmál.
    
|
Skrifa ummæli
Hmmm ... er þetta kannski bara besta mál (a.m.k. mun Becham reyna mikið á sig í leikjunum við real á næstunni!)?

Spænska félagið Real Madrid er sagt vera tilbúið að bjóða 40 milljón pund, um 4,8 milljarða króna, í David Beckham, leikmann enska knattspyrnuliðsins Manchester United og fyrirliða enska lansdliðsins. Breska blaðið Sun hefur eftir Beckham í dag að hann hafi áhuga á þessu tilboði.
„Allir leikmenn teldu það heiður ef Real Madrid ræddi við þá," sagði hann við blaðið. „Liðið hefur frábæra leikmenn og frábæra hefð."

Jorge Valdano, framkvæmdastjóri Real, staðfesti að félagið vildi kaupa Beckham, en Valdano hefur m.a. staðið fyrir kaupum á Ronaldo, Zinedine Zidane og Luis Figo til liðsins. „Real Madrid hefur náð bestum árangri í leikmannakaupum á síðustu árum og Beckham gæti orðið næsta stóra verkefnið," sagði hann.

Beckham skrifaði undir nýjan samning við United á síðasta ári til ársins 2005. En hann hefur lent upp á kant við Alex Ferguson, framkvæmdastjóra liðsins, að undanförnu og Ferguson hefur hótað að selja nokkrar af stjörnum liðsins ef liðið nær ekki að vinna bikar á keppnistímabilinu.
    
þriðjudagur, mars 25, 2003
|
Skrifa ummæli
Búinn að vera voðalega duglegur í vinnunni minni og ætla nú að næra mig svolítið og skella mér svo í skákina í kvöld þar sem ég ætla að vinna allar skákirnar og fara svo heim að sofa. Það borgar sig að setja sér of há markmið því annars verður maður aldrei fyrir vonbrigðum...eða eitthvað.
Hér er nýjasta LaTeX skýrslan sem ég setti upp og skellti svo yfir á html og pdf form svona fyrir ykkur Suðurlandsskjálftarnir 17 og 21 júní 2000
    
|
Skrifa ummæli
Erum núna með Írafár í græjunum og Pálmi er að fíla þetta svona helvíti vel.
    
|
Skrifa ummæli
Er þetta kannski málið? www.heimsbokmenntir.tk
    
|
Skrifa ummæli
Ég er algjörlega sammála þessu, óþolandi að horfa á landsleiki þar sem öllu liðinu er skipt útaf í hálfleik. Maður fær á tilfinninguna við það að leikurinn skipti akkúrat engu máli og því nennir maður ekki að horfa á hann.

Sepp Blatter has accused Sven-Goran Eriksson of turning international football into a farce with his mass substitutions.

The FIFA supremo plans to change the laws of internationals and outlaw the type of wholesale substitutions Eriksson has favoured in friendlies.

Blatter blamed Eriksson for short-changing fans in England's friendly with Australia last month when he played his first team for 45 minutes and then replaced them with an entirely different 11 in the second half in a bid to appease Premiership managers in their 3-1 defeat to Australia at Upton Park.
    
|
Skrifa ummæli
Ég las í mogganum um helgina að HÍ ætlar að kenna um blogg á íslenskuskor árið 2004 - talað er um að á annað þúsund manns bloggi í dag. Einnig var nefnt þar að Doktorinn fái mörg þúsund heimsóknir á dag (aðeins meira en við).

Annars hringid doktorinn minn í mig í gær og sagði mér góðar og slæmar frétta, þarf ekki að fara í uppskurð, en hann veit ekki hvað er að og því verð ég bara svona áfram sennilega.
Lifi sjúkraþjálfun :(

Talandi um húsfélagið þá held ég að formaðurinn sé fluttur út frá konu sinni, amk sé ég ekki nafn hans á póstkassa hans lengur, Sibba býr þarna ein núna að ég held. Margar Conspiracy theories hafa skapast hjá mér og EE en ekkert staðfest enn. Bókhaldarinn er löngu fluttur þ.a. þetta lítur ekki vel út.

Horfði á stríðshrjáða óskarinn í gærkveldi (endursýningu) og þykir mér alltaf leiðinlegt að horfa á fólk nýta sér tækifærin og koma með statement, en annars fór hann bara skemmtilega fram, gaman að sjá að Roman Polanski skyldi vinna svona mikið og hann má ekki einu sinni koma til USA eftir að hafa sofið hjá 13 ára stelpu fyrir langa löngu. Statutory Rape!
    
mánudagur, mars 24, 2003
|
Skrifa ummæli
Allt að verða klárt fyrir Skotlandsför. Treyjurnar komnar og trefillinn var til og nú er bara að æfa sig að drekka skoskan bjór.
En ég er bara alveg kominn með nóg af þessum mánudegi (samt var hann ekkert svo slæmur, bara svona mánudagur) og er því bara farinn.
    
|
Skrifa ummæli
Ótrúlega mikið framundan:
  1. 24.3 - Skila heimadæmum í STRR (stærðfræðileg reiknirit).
  2. 26.3 - Skila stóru forritunarverkefni í STRR (sem ég er ekki byrjaður á og þarf væntanlega að fá frest fram á föstudag).
  3. 28.3 - Skila seinni hluta síðustu heimadæma í STRR.
  4. 28.3 - Skotlandsferð.
  5. 5.4 - Próf í nýrri tækni.
  6. 8.4 - Próf í stærðfræði.
  7. 10.4 - Aðalfundur húsfélagssins þar sem ég geri ráð fyrir að ég vilji fá lausn frá formennsku og gjaldkerastarfi.
    
|
Skrifa ummæli
Þú verður að setja þetta í sögulegt samhengi og skilja tilvitnunina!
    
|
Skrifa ummæli
Bloggið er dautt, þið hafið drepið það!
    
sunnudagur, mars 23, 2003
|
Skrifa ummæli
Árshátíðin var í gær og var bara alveg ágæt. Engir skandalar og held ég að allir hafi komist heim til sín. Annars er ekkert meira um það að segja, en tilkynnt var að ég er í næstu árshátíðarnefnd og kom það svosem ekki á óvart, þar sem að ég er búinn að vera hér í tæp 3 ár og enn ekki verið í neinu svona skemmtinefndarrugli. En maður þarf nú ekki að spá í þetta fyrr en einherntíman í fjarlægri framtíð...
    
föstudagur, mars 21, 2003
|
Skrifa ummæli
Neinei, alls ekkert sótrauður enda hef ég bara húmor fyrir bílnum mínum og hann hefur hert mig mikið í gegnum árin (þessvegna tími ég ekki að láta hann frá mér). :)
    
fimmtudagur, mars 20, 2003
|
Skrifa ummæli
Ha, hvaða ritgerð .... já, alveg rétt :(
    
|
Skrifa ummæli
Pálmi, hvað er að frétta af Chad Sunde?
    
miðvikudagur, mars 19, 2003
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Þú lítur á mig sem trúleysingja, en guð lítur á mig sem verðugan andstæðing!
    
|
Skrifa ummæli
«…This guy goes to a psychiatrist and says, `Doc, my brother’s crazy. He thinks he’s a chicken’. And the doctor says, ‘Well, why don’t you turn him in?’ And the guy says, ‘I would, but I need the eggs.’ Well, I guess that’s pretty much how I feel about relationships. You know they’re totally irrational and crazy and absurd… but I guess we keep goin’ through it because most of us need the eggs.»
Annie Hall
    
þriðjudagur, mars 18, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæjja, hættur í dag, en í kvöld verður sest niður við taflið í ónefnda taflfélaginu og verður vafalaust hörð barátta um efstu sæti, enda sífellt sterkari skákarar byrjaðir að mæta.
    
|
Skrifa ummæli
Fór á Café Bleu í dag í mat með Ragga, ekki nógu ánægður með matinn en átti langt samtal um birgðastýringu og vakti það upp mikinn áhuga hjá undirrituðum og ætlar hann að kafa nánar út í kostnað á birgðastýringu vs. framleiðslutap.

Mér skilst að fyrirtæki að nafni AGR viti eitthvað smá um birgðastýringu og því bið ég um upplýsingar um bækur ef einhver hefur.

Það var reyndar fínt að komast út úr þessu sick house sem ég er búinn að vera í í dag, 2 verkstjórar, einn framleiðslustjóri, Jóna Björg og um 6 starfsmenn úr verksmiðju voru veik í dag - já erfiður dagur en fínn þó.

Er líka að taka öryggismál delta í rassxxxið og ætla að koma um mjög góðu kerfi hér sem er öruggt og gott. Annars er ég á fullu í hinum og þessum verkefnum þessa dagana, GROFO og Strikamerking svo ég nefni nokkur, en hef þó tíma til að hitta félaga í mat (vinn bara 30 mín. lengur).
    
|
Skrifa ummæli
Þetta er ansi magna - þið hafið að sjálfsögðu lesið allt um þetta, en þetta er magnað.

THE TIMES: At 17, Lee Sharpe burst on to the club scene with Manchester United. At 19, he won the first of his eight England caps, against Ireland. At 31 he is about to enter the next - and maybe the most startling, perhaps even concluding - phase of his career. He is to sign for Grindavik in Iceland
    
|
Skrifa ummæli
Skellti mér í hádeginu og gaf blóð .... hemóglóbínójóið hjá mér er 16,2 en það þykir ansi gott, og segir að ég sé mikið karlmenni samkvæmt hjúkkunum. Ég spurði hjúkkuna þá: "Karlmenni? Hvar eru þá helvítis bringuhárin?".
    
|
Skrifa ummæli
Snemmadagur í gær. Vaknaði klukkan 05:45 fór í sturtu og fékk mér staðgóðan morgunverð og skellti mér svo í vinnuna, sótti skjálftamælagræur og brunaði svo niður í Nauthólsvíkina. Þar var verið að undirbúa tökur á einni senu í myndinni "Lífið er of stutt" eða eitthvað svoleiðis og er þetta þýsk-íslensk vandamálafjölskyldudramasjónvarpsmynd um einhvern jarðfræðing og svo eru bara fullt af vandamálum. Mitt hlutverk var semsagt að redda skjálftamæli og benda þeim svona aðeins á hvernig ætti að bera sig að svo að þetta liti svona nokkurnvegin eðlilega út og held ég að það hafi bara gengið ágætlega, en þetta tók allan morguninn (frá ca 7-11:30) og senan var e.t.v. 1-2 mínútur.
Jæja nóg um það. Eftir hádegi tók ég mér frí og var bara frekar þreyttur eftir morguninn (gerði í rauninni ekkert annað en að bíða þarna úti í 4 tíma eftir því að þetta kláraðist) og lagði mig bara þegar ég kom heim, en skellti mér svo út í skákhúsið og fjárfesti í nýju skákborði og taflmönnum og var svo í aksjónleik með köllunum fram eftir kvöldi og er svona að pæla í að læra mannganginn.
    
|
Skrifa ummæli
Það læðist að mér grunur að þessi innrás Bandaríkjanna (og vina þeirra) sé upphafið að einhverju miklu. Það kæmi mér ekki á óvart ef þetta væri upphafið af þriðju heimstyrjöldinni og þetta muni leiða af sér miklar hörmungar í heiminum.
Ég held að það séu aðeins oíuhagsmunir Bandaríkjanna sem standa að baki því að þeir ætla að ráðast inn í Írak.
    
mánudagur, mars 17, 2003
|
Skrifa ummæli
Helgin var mjög fín. Tók því nú samt frekar rólega og laugardagskvöldið var algjör snilld ... say no more!

Núna er ég að böðlast við að gera þessa ritgerð um stafrænt sjónvarp. Ég var búinn að gleyma því hvað það er leiðinlegt að gera svona ritgerð. Ég veit nánast ekkert um þetta efni og efni á netinu er hálf sundurlaust. Þetta mun nú samt reddast einhvernvegin.
    
|
Skrifa ummæli
Ónýtur eftir helgina - overdose af vinnufélögum :)
    
laugardagur, mars 15, 2003
|
Skrifa ummæli

Guddi mælir með þessu hvítvíni.
    
|
Skrifa ummæli
Ætli The Smiths hafi ekki bara verið besta hljómsveit allra tíma? System of the Down er líka helvíti heit hjá mér núna!
Merkilegt með mig og U2. U2 er sú hljómsveit sem ég myndi líklega segja að sé uppáhalds hljómsveit mín, enda byrjaði ég að hlusta á hana ungur að árum og hef líka farið á tónleika með henni. Hinsvegar hafa síðustu plötur þeirra ekki náð að hitta í mark hjá mér, og þær renna svona í gegn án þess að ég taki mikið eftir þeim. Mér finnst meðalmennskan hafa tekið völdin hjá þeim og vantar neistann hjá þeim sem þeir höfðu einu sinni. Það eru mjög margar hljómsveitir sem ég skelli frekar undir nálina heldur en U2 í dag, og má þar nefna áðurnefnda System of the Down (strákar, ég er greinilega ennþá rokkari). Svo ég nefni einhverjar hljómsveitir/tónlistarmenn sem eru starfandi í dag sem mér finnst vera að gera mjög góða hluti (í einhverri slembinni röð):
  • System of the Down (rokkarar dauðans)
  • Massive Attach (ótrúlega flott tónlist)
  • Moby (alltaf góður)
  • Ske (munu aldrei ná að fylgja síðustu plötu eftir, punktur og prik)
  • Flaming Lips (tilraunamennskan hjá þeim er skemmtileg)
  • Radiohead (snillingar)
  • Travis (melódíumeistararoghananú)
  • Underworld (manni langar að stökkva á fætur og tjútta þegar maður heyrir í þeim)
Ég er líklegast að gleyma einhverju og það segir meira en mörg orð hvað þetta er stuttur listi (spurning hvort það segi meira um mig heldur en stöðuna í bransanum í dag).

Það væri gaman að sjá svipaðan lista frá öðrum slemburum og spurning hvort einhverjir vilji koma með gestablogg (Oddur, Guddi)!?
    
|
Skrifa ummæli
Ánni muna eftir að skanna myndir, smella GGG á disk(a) og kópera techno diskinn sem þú spilaðir heima hjá þér á síðustu helgi!

Pálmi muna eftir Ske, trefli og að vera stafrænn.

Hjölli muna eftir Ísfólkinu.
    
föstudagur, mars 14, 2003
|
Skrifa ummæli
Já!
    
|
Skrifa ummæli
Pálmi er Informix guð!
    
|
Skrifa ummæli
Get ekki bloggað neitt núna því ég er í miðri lykkju ....
    
|
Skrifa ummæli
Við Hlynur vorum að spila Radiohead plötuna Amnesiac og ég spurði Pálma hvort honum þætti lagið sem var að spilast ekki gott, og hann svaraði: "Jú, hvað er þetta .... er þetta Ske?".
    
|
Skrifa ummæli
Morgunstress morgunstress trallla lala laaaaa
tralla tralla tralla tralla
trallalalala LA
morgunstress morgunstress trallarallara
trallarallarallaralla
trallarallara RA
    
fimmtudagur, mars 13, 2003
|
Skrifa ummæli


    
|
Skrifa ummæli
Hey, ég var valinn í landsliðið:

Marverðir eru Árni Gautur Arason, Rosenbor og Birkir Kristinsson, ÍBV og aðrir leikmenn auk Guðna, Rúnar Kristinsson, Lokeren, Arnar Grétarsson, Lokeren, Þórður Guðjónsson, Bochum, Lárus Orri Sigurðsson, WBA, Brynjar Björn Gunnarsson, Stoke, Pétur H. Marteinsson, Stoke, Heiðar Helguson, Watford, Arnar Þór Viðarsson, Lokeren, Eiður Smári Gujohnsen, Chelsea, Marel Baldvinsson, Lokeren, Ívar Ingimarsson, Brighton, Jóhann Guðbjargarson, FH, Jóhannes Karl Guðjónsson, Aston Villa, Bjarni Þorsteinsson, Molde, Gylfi Einarsson og Indriði Sigurðsson, báðir hjá Lilleström..
    
|
Skrifa ummæli
Er búinn að drekka alltof mikið kaffi og er svona í framan núna =>
    
|
Skrifa ummæli
61 72 20 65 6b 6b 69 20 6b 6f 6d 69 6e 6e 20
ed 6d 69 20 74 69 6c 20 61 f0 20 65 69 6e 68
65 72 20 ed 20 fe 65 73 73 75 6d 20 76 69 6e
68 f3 70 20 62 6c 6f 67 67 61 f0 69 20 e1 20
45 58 20 66 6f 72 6d 69 3f
    
|
Skrifa ummæli
Er að hlusta á nýja Coldplay diskinn sem fékk grammý verðlaun, fínt að hafa þetta sem bakgrunnstónlist. Annars fór ég í lagningu í dag fyrir árshátið og kíkti við í Herra Hafnarfirði og sá þar rosalega flott jakkaföt (sem ég lýsi ekki nánar við hættu að þau verði keypt fyrir framan nefið á mér :)
Á morgun er svo deildarstjóradagur, þ.e. skoðuð er framtíðin (nánasta) hjá Pharmaco/Delta og verður það á Grand Hótel, snæddur verður hádegisverður þar m.a. Um daginn verður haldið í Go-Kart og svo Mexíkanskur matur um kvöldið og jafnvel smá djamm hver veit.

Laugardagur er svo árshátíð í kaplakrika með hinum 1000 sem munu mæta, þetta verður stórdansleikur með Pöpunum þar sem Eysteinn ber á bumbur.

Já það má segja að þetta sé vinnuhelgi ( í góðum skilningi)
    
|
Skrifa ummæli
Ertu ekki kaskótryggður, þú hefðir getað fengið nýjan bíl!!
    
|
Skrifa ummæli
Það munaði nú litlu að illa hefði farið í morgun þegar ég var að koma úr skólanum. Þegar ég fór á ágætis ferð yfir ljósin á miklubraut og kringlumýrabraut þá var bíll sem greinilega sá mig ekki og beygði beint fyrir mig. Ég negldi niður og bíllinn gaf í til að ná yfir áður en ég myndi lenda á honum og það hefur kannski munað svona 2 metrum að árekstur hefði orðið. Já, allt er gott sem endar vel!
    
miðvikudagur, mars 12, 2003
|
Skrifa ummæli
Skákin er að tröllríða matsalnum um þessar mundir og Fúsi er búinn að endurvekja gamlan skákklúbb. Teflt er á þriðjudagskvöldum og í gærkvöldi voru menn orðnir svo miklir skákfíklar að það var setið að frá klukkan 8 til miðnættis. Verst við þetta er að það er alveg vonlaust að ná sér í stelpur á þessum kvöldum, en það komu upp hugmyndir að Grand Rokk ætti nú að bjóða upp á skák og einkadans saman í pakka (þó að þetta sé alveg hræðileg viðskiptahugmynd þá varð það ekki ég skellti þessu fram).
    
|
Skrifa ummæli
Já, ég mæli með því að þú kíkir - greinilega svæsinn pakki sem brjálæði væri að missa af!
    
|
Skrifa ummæli
Fékk þennan póst frá einni af deildunum sem ég vinn sem mest með:

Sæl öll

Það verður fyrir-partý hjá mér á laugardaginn og eruð þið hér með öll boðin.
Fyrir þá sem ekki hafa verið inni í umræðu síðustu vikna þá verður þetta þannig að þeir sem vilja geta mætt tímanlega og fengið greiðslu og málningu og fleira eins og við gerðum í fyrra með frábærum árangri. Það hafa ýmsar tímasetningar verið ræddar en ég geri ráð fyrir að það verði opið hús frá og með 15:30. Léttar veitingar í boði.

Ég á heima í Gnípuheiði 3 (Blá hús, ská á móti íþróttahúsi digranesskóla). Það er gott að búa í Kópavogi.................

Vinsamlega látið vita hvort þið ætlið að mæta og hverjir ætla að mæta tímanlega í greiðslu og málningu. Það er líka velkomið að mæta tímanlega jafnvel þó að viðkomandi ætli að mála/greiða sér sjálf/sjálfur.


Ég er að spá í að kíkja
    
|
Skrifa ummæli
Skríðið með draumfarir mínar. Ég man ekki eftir því að hafa nokkurn tíman fengið martröð á æfinni, en ég hinsvegar dreymi c.a. einu sinni í mánuði að brjálaðir kettir séu að ráðast á mig. Í nótt dreymdi mig að ég var í heimsókn hjá frænku minni og köttur sem hét Grímur var alltaf að ráðast á mig. Hann beit í hendurnar á mér og klóraði á meðan ég var að glíma við hann, og leikurinn endaði þannig að ég náði góðu taki á honum og skutlaði honum út um gluggann á 2. hæð og hann varð að fallegri klessu á stéttinni fyrir neðan. Já, allt er gott sem endar vel!

Spurning hvort ég ætti að leita til sálfræðings með þessi mál.
    
|
Skrifa ummæli
Indigo Girls komið á glymskrattann hérna hjá okkur!
    
þriðjudagur, mars 11, 2003
|
Skrifa ummæli
Vegna óvissu sumra þá hringdi ég nú niður í Úrval Útsýn og spurði hvort það fylgdi ekki miði á skotland-ísland leikinn - og viti menn auðvitað sagði hann og hló dátt, já ekki er öll vitleysan eins sagði hann, það væri nú slæmt ef þið sætuð fastir á sveittri skoskri búllu í skotapilsum að horfa á leikinn í 20 tommu sjónvarpi með lokal rónana í kringum okkur...
Það er nokkuð öruggt að við erum á leið í rólega ferð á fótbolta leik í Glasgow á Hampden Park. Á leiðinni út ætla 2 að kaupa sér digital kameru og verður spennandi að sjá hversu góð upplausnin verður hjá hvorum um sig.

Jóhann stefnir á að taka með sér skólabækur þar sem það styttist í próf og erum við Hjölli búnir að lofa honum að trufla hann ekki uppi á herbergi á laugadeginum fyrir leik (og já eftir leik) - þ.a. við ætlum bara að leita uppi skotaklúbba og drekka whisky í pilsi á meðan Jóhann les fyrir próf.

Já ekki er öll vitleysan eins
    
|
Skrifa ummæli
Annars leggst næsta verkefni í Stærðfræðilegum Reikniritum ágætlega í mig. Þetta er tveggja manna verkefni sem ég mun vinna með Bödda skólabróður mínum. Verkefnið fellst í því að búa til þjöppunar og afþjöppunarforrit. Ætli við munum ekki nota run length og move to front kóðun eftir að við erum búnir að beita hinu magnaða Burrows-Wheeler reikniriti á draslið og síðan einhverju Lempel-Ziv reikniriti á þetta. Huffman kóðunin mun síðan kannski koma sterk inn. Takmarkið er að keyra þetta á Calgary Corpus, Canterbury Corpus, Artificial Corpus og Large Corpus og ná t.d. betri þjöppun en Winzip nær. Þetta verður skemmtilegt.
Síðan er ég að byrja á ritgerðinni um stafræn sjónvörp og ætla ég mér stóra hluti í henni, því að ég er búin að fá 10 fyrir fyrri tvö verkefnin sem giltu 15% hvort, og þessi ritgerð gildir 30%.
Og já, ég er að besservissa big time!!!
    
mánudagur, mars 10, 2003
|
Skrifa ummæli
Alveg er þetta merkilegt, mér fannst þetta ekkert sérstök mynd en Sonju fannst hún reyndar fín:

Leikkonurnar Renee Zellweger og Catherine Zeta-Jones hlutu í nótt verðlaun bandarísku leikarasamtakanna sem bestu leikkonur í aðal- og aukahlutverkum fyrir hlutverk sín í söngvamyndinni "Chicago" en myndin hlaut jafnframt verðlaun með best heppnaða myndin.
    
sunnudagur, mars 09, 2003
|
Skrifa ummæli
Shit!

Vísir. Sun. 9. mars 17:26
Fimm morðrannsóknir á tveimur sólarhringum
Óvenjumörg morð hafa verið framin í Glasgow síðastliðna sólarhringa og á 48 klukkustundum hefur lögreglan þar fengist við fimm morðrannsóknir. Þetta þykir óvenjulega mikið á þessum slóðum. Ekki er álitið að morðin séu tengd á nokkurn hátt.
    
laugardagur, mars 08, 2003
|
Skrifa ummæli
Stúlka að nafni Berglind Ólafsdóttir sem bróðir minn þekkir ágætlega býr nú í LA og er að reyna fyrir sér í leikbransanum - á imdb sér maður að hún hefur komið fram í 3 myndum, The Animal (rob schneider), Master of Disguise (dana carvey úr waynes world) og í lokin í einhverju game showi sem er sýnt þarna út. Þarna úti kallar hún sig ýmsum nöfnum skilst mér en á imdb heitir hún Burglind Icey (frumlegt það).

Einn gaurinn lýsir þessum þætti svona:
Just when I thought we had seen the worst with 'Friend Or Foe,' now Game Show Network has blessed us with 'Cram.' While the idea is original, the games played by the contestants are so stupid and so silly, its a good thing they are up all night to not realize how embarrassing it all is. While the blond with big hooters is nice to look at, I'd rather glance at a Playboy Magazine that contains more logic than this show.

Já hún fær góða dóma þarna - reyndar sá ég hana líka í aukahlutverki í skemmtiþætti á stöð 2 í vetur þ.a. hún er nú að socialera með celebritiunum.
    
|
Skrifa ummæli
Ekki var þetta prodúktífur dagur í dag, er ekki enn búinn að drullast út og er ég ekki einu sinni viss um að það verði gert. Horfi bara á fótbolta og sé að ég er búinn að vera afspyrnu lélegur í tippinu undanfarið - einungis 3 réttir síðast og allt stefni í 3 rétta núna - uss uss.

Á morgun ætla ég að stinga upp á að hittast í sundi og ræða hápólítísk mál - stefnt verður á sund uppúr 13.00, eða eftir sheff utd-leeds leikinn.
    
|
Skrifa ummæli
Fór að sjá Slingarann á Grandaranum með Jóa og Hjölla í gær - þeir voru að sjálfsögðu frábærir. Spjallaði við bassaleikarann í lok tónleika og bauð honum sveitt tvöfaldan whisky og þáði hann það. Honum var skemmt þegar ég sagði við hann að honum veitti nú ekki af sveittum whisky eftir svona töffaratónleika (í mínu boði að sjálfsögðu). Einnig ræddi ég aðeins við söngvarann til að heyra hver uppspretta tónlistar hans er - og passaði það mjög vel við það sem ég hélt.

Þessir gaurar eru náttúrulega töffarar frá helvíti og þegar fyllibyttan stal sólgleraugum hristarans, þá stóð hann bara áfram og hristi og var svalur, kippti sér lítið upp við þetta. Hægt er að segja að enn eitt kvöldið á Grandaranum hafi heppnast.

Við byrjuðum kvöldið heima hjá mér og var slingararokkstemmning hjá okkur - síðan byrjaði Jóhann að færa sig upp á skaftið og setja nýja tónlist á og endaði þetta í tómri vitleysu hjá honum - Aqua var spilað!!!!

Einnig voru ýmis mál rædd og þar með hádegismatarmálin þar sem undirritaður lýsti frati á það að menn geti ekki losnað eitt hádegi á mánuði - meira að segja forstjórar ná því og hananú!! Ef viljinn er fyrir hendi þá er þetta hægt - en svo virðist ekki alveg vera hjá öllum.

    
|
Skrifa ummæli
Ég ætlaði að skrifa eitthvað voða sniðugt en er bara búinn að gleyma hvað það var.
    
föstudagur, mars 07, 2003
|
Skrifa ummæli
Bandarískur hugsunarháttur
    
|
Skrifa ummæli
03.06.2003: Complete Text of President Bush's Anti-Terror Press Conference Detailing Terror-Circumventing War Against Terrifying Terrorists of Terror:
"Listen - when I put my hands on the Bible during my inauguration into office, I told the Lord Jesus that if I ever got a wild hair up my ass about killing folks, I would just go with it and that any dumb peacenik voters out there could just choke on it..."
    
|
Skrifa ummæli
Annars horfði ég á ræðu bandaríkjaforseta beint í nótt kl. 1 (ekki það að ég hafi verið að vaka sérstaklega eftir henni). Bush er alveg fáránlegur maður, þ.e. það er frekar augljóst að hann er meðvitaður um eigið óágæti og er stundum heillengi að hugsa svar við spurningum (það var spurningasession fréttamanna eftir ræðuna) og á oft í erfiðleikum að svara þeim og gerir það iðulega klúðurslega. Einn spurði hann að því hvort hann hati Saddam og margir vilji meina að þetta hatur hans á manninum sé að stofna heimsfriði í hættu. Bush hélt einhverja ræðu um war on terror og að hann hafi heitið að verja landið og bla, bla, en svaraði í raun ekki hvort hann hati Saddam. Reyndar kallaði hann manninn ótrúlegum nöfnum í ræðunni og í svörum. T.d. murderer, terrorist, cancer in Iraq, lier o.flr., o.flr. Það er nokkuð ljóst að Bush ætlar í stríð og ætlar að koma Saddam frá, sama hvað það kostar. Uppáhalds orðið hans virðist samt vera terror því ég held að hann hafi sagt það svona 300-400x á hálftíma.
    
|
Skrifa ummæli
Er allt að gerast eða er þetta bara ímyndun?
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
    
fimmtudagur, mars 06, 2003
|
Skrifa ummæli
Er þessi fyrrum hetja búinn að vera eða hvað???

Úr mbl:
Lee Sharpe kannar aðstæður í Grindavík
Lee Sharpe, fyrrum leikmaður Man.Utd og Leeds Utd., er í stuttri heimsókn hér á landi að kynna sér aðstæður hjá úrvalsdeildarliði Grindavíkur í knattspyrnu. Heimsóknin er í boði velunnara félagsins sem eru áhugasamir um að atvinnumaðurinn fyrrverandi gangi í raðir liðsins fyrir næsta keppnistímabil. Þreifingar hafa lengi verið í gangi um að fá Sharpe til liðs við Grindvíkinga en til þessa hafa viðræður strandað á kaupkröfum Sharpes.
    
|
Skrifa ummæli
Hvað er að gerast??? Ekki nóg með það að ég hafi fengið 10 fyrir síðasta forritunarverkefni heldur fékk í 10 fyrir síðustu heimadæmi.
    
miðvikudagur, mars 05, 2003
|
Skrifa ummæli
Hitinn og klukkan í Reykjavík er svona
    
|
Skrifa ummæli
Svo hefur BjaKK bæst í hóp gesta gestabókarinnar.
    
|
Skrifa ummæli
Besta plata allra tíma að mati NME.
    
|
Skrifa ummæli
Jibbbbííííí, Sigrún hefur skrifað í gestabókina okkar og hún vildi kannski þekkja okkur!!!
Verst að hún skildi ekki eftir símanúmerið sitt.
    
|
Skrifa ummæli
Ég er í Nördabúningi í dag
    
þriðjudagur, mars 04, 2003
|
Skrifa ummæli
Er núna að forrita heimavkerefni í Nýrri tækni sem er leikurinn 21 skrifaður í Java með J2ME og keyrir hann í símahermi. Það er alveg magnað að forrita í Java því þetta er svo einfallt, smart og skemmtilegt forritunarmál. Java lengi lifi!
    
|
Skrifa ummæli
Gott að maður hefur ekki neinn þjálfara í boltanum

Íþróttir | 4.3.2003 | 15:21
Sektaður fyrir að skemmta sér of mikið
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Marcelinho, félagi Eyjólfs Sverrissonar hjá Herthu Berlín í Þýskalandi, hefur verið sektaður um tæplega tvær milljónir króna fyrir að skemmta sér of mikið og of lengi.
    
mánudagur, mars 03, 2003
|
Skrifa ummæli
Innlent | 3.3.2003 | 13:23
Sprengingar við Kárahnjúka komu fram á jarðskjálftamælum
Sprengingar verktaka við Kárahnjúka komu fram á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í gær. Að söng Hjörleifs Sveinbjörnssonar, jarðfræðings, kom fram skjálfti upp á 1,3 stig á Richter á mæli við Aðalból klukkan 19:15 í gærkvöldi. Síðan kom í ljós þegar farið var að rannsaka málið í dag að þetta reyndist vera að völdum sprenginga af mannavöldum á Kárahnjúkasvæðinu.
    
sunnudagur, mars 02, 2003
|
Skrifa ummæli
Two 'C' strings walk into a bar. The first one says: "Hey bartender, could I have a beerUKLkJ4898465*3798587-4938752837)*%)*$#_. The second one says: "You'll have to excuse my friend, he's not null-terminated."
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar