föstudagur, mars 28, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá er síðasta verkefnið í skólanum búið, en það var þjöppunarforrit þar sem ég og Böddi vorum að gera frábæra hluti. Samkvæmt formúlunni sem kennarinn gaf upp á einkunnagjöf þá erum við með 11 í einkunn. Við náðum að þjappa Calgary Corpus safninu þannig að þjappaða útgáfan var 26,98% af upprunalegu stærðinni en WinZip nær 32,5% með maximum þjöppun. Aðeins eitt forriti í viðmiðunarlista nær betri þjöppun, en það er bzip2-9 sem nær 26,6%. Ég er því nokkuð sáttur og bara prófin eftir.

Núna held ég að ég fari að drífa mig heim því ég á að leggja af stað út á flugvöll eftir 5 1/2 klukkutíma.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar