þriðjudagur, nóvember 30, 2004
|
Skrifa ummæli
Grein
    
|
Skrifa ummæli
Tennis
Siggi mætti í tennis í gær með bland af ótta og virðingu fyrir andstæðingi sínum, sem samt hefur ekki hreyft sig í 6 vikur vegna tábrots og var þetta hans fyrsta hreyfing í langan tíma. Þegar Siggi mætti sá hann Jóhann í fullum skrúða og þá tók óttinn völdin því hann sá á atgervi hans að hann ætti líklegast ekki mikið í hann að gera. Hann reyndi að dreifa huganum þegar hann klæddi sig í gallann og gekk inn á klósett og fékk sér stórann vatnssopa og horfði í spegilinn og sagði við sjálfan sig: "Reyndu bara að gera þitt besta þó það muni aldrei duga!". Eftir það trítlaði Sigurður inn á völlinn og leikurinn byrjaði. Siggi sá að fyrstu tvo leikina var Jóhann með hugann við að liðka liðamótin og náði Siggi að vinna fyrsta leikinn en hann sá að Jóhann var aðeins að hita upp og sviti fór að spretta fram sem var blanda af hræðslu, óttablandinni virðingu og þreytu við að ná þó þessum sigri. Siggi tapaði síðan þessu setti 6-2 og fannst honum skemmtilegt að sjá íþróttamannslegar hreyfingar Jóa og fannst honum að mótherji sinn hafi nánast guðlega hæfileika í þessari íþrótt líkt og í öðrum keppnum sem hann hefur at kappi við hann fram af þessu.
Næsta leik tapaði hann 6-1 og síðan þeim síðasta 4-1. Sigurði var á orði eftir leikinn að þvílíkum kappa hafi hann aldrei spilað á móti áður og það var eins og að Gunnar á Hlíðarenda hafi mætt í salinn með spaða að vopni því þvílíkur voru tilburðir Jóhanns. Tákn um gjafmildi og drengilegt skap Jóhanns að hann leyfði Sigga að vinna 4 leiki og má hann vera ánægður með það því hann hefur ekki unnið leik áður.
Þegar Sigurður kom heim fór hann að hugsa um það að hann þarf að kaupa farandbikar ásamt Hauki meðspilara sínum því þeir hafa nú þegar tapað þessari önn á móti hinum miklu hetjum Jóhanni og Hjörleifi hinum góða.
    
mánudagur, nóvember 29, 2004
|
Skrifa ummæli
Tipp
Það var ákveðið á fundinum um helgina að koma upp stigakerfi í tippklúbbnum til þess að mæla ástundun félagsmanna. Fyrir mætingu fá menn tvö stig en ef þeir standa sig ekki á fundi eða koma óundirbúnir þá er eitt stig dregið af þeim. Siggi mætti ekki um helgina og fær því ekkert stig, Hjölli mætti óundirbúinn og fær því aðeins eitt stig, Pálmi heimtaði að þrítryggja Chelsea leikinn þrátt fyrir að allir aðrir væru á móti því og við misstum því af einu réttu stigi í viðbót og hann fær því eitt mínusstig og Jói fær eitt plús stig fyrir að koma upp þessu frábæra kerfi.

Jói 3
Árni 2
Hjölli 1
Pálmi 1
Siggi 0


Ég hef síðan hitt meðlimi klúbbsins á nokkrum óformlegum fundum og þarf hefur mér heyrst mikið vantraust á árshátíðarnefndina og hafa þær raddir heyrst að lísa yfir vantrausttillögu á nefndina.
    
Gríðarlega skemmtilegt blogg hjá Jóhanni og hittir hann naglann á höfuðið. PP fór illa með okkur síðustu helgi þegar hann vildi setja 2 á Bolton þrátt fyrir mótmæli og aftur vildi hann setja tap á Chelsea (sem vann 0-4) og sleppa því að setja 1 á Burnley (sem vann 1-0). Þetta kostaði okkur sem sagt mikla peninga og mögulega 12 rétta. Þar með finnst mér þetta í góðu lagi eins og Jóhann setur þetta upp. En hvað segir PP er hann ekki alveg sáttur við þetta.

Auk þess hefur lítið heyrst frá árshátíðarnefndinni, eina sem heyrðist er að seinka þessu og engin ný dagsetning komin - ekki nægilega gott.
10:21   Blogger Árni Hr. 

Hvenær sagði ég að við hefðum verið með 12 rétta - sagði það aldrei Pálmi litli!
11:07   Blogger Joi 

Það var ég sem sagði að við hefðum haft 12 rétta og þá er ég að vitna í þau merki sem hefðu verið rétt, burtséð frá Ú merkjum og öllum kerfum osfrv. Við tippuðum á 11 rétta leiki, þó Ú merkin hafi svo klikkað illa.
Þar með hefðum við haft 12 merki "rétt" ef Burnley leikurinn hefði dottið inn - það er það sem ég var að meina.
11:59   Blogger Árni Hr. 
fimmtudagur, nóvember 25, 2004
|
Skrifa ummæli
20
Fékk vélina aftur í dag úr viðgerð hjá Beco en þeir geta ekki stillt fókusinn fyrr en eftir 3-4 vikur þegar þeir fá stillispjald fyrir þessa tegund af vél. Á meðan verður maður bara að vera meðvitaður að maður þarf að miða aðeins fyrir framan fórnarlambið.

Tók þessa mynd í kvöld þegar Sonja var á leið til Liviu frænku sinnar frá USA en hún var með mat í kvöld.
    
Já, þessi mynd heitir Paparazzi.
09:06   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Spítukall
Þetta eru nokkuð flottar myndir sem túlka mannlegar tilfinningar og athafnir í gegnum spítukall: Little Man by Dave Nitsche
    
Ég á svona spítukall, spurning um hvort að maður ætti að taka svona myndir líka, bara til að herma
16:48   Blogger Hjörleifur 

Ég mæli með því Hjölli að þú gerir myndasögur með kallinum þínum, gæti komið vel út og þú gætir blómstrað í því!
16:59   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Streitulosun
Nú á eftir er fyrirlestur hér hjá Actavis hjá honum Jóhanni Inga (fyrrverandi þjálfari Hauka í handbolta) um streitu ofl. Mér varð hugsað til þess hvernig ég sjálfur losa um streitu en ég veit ekkert betra en að setja headphona á mig í vinnunni og setja eitthvað gott rokk á, eða bara eitthvað sem er í raun með miklum takti. Þetta losar alltaf aðeins um stressið hjá mér og mér líður ávallt aðeins betur.
En að sjálfsögðu er besta lækningin að fara í sund, setjast í pottinn, liggja í gufunni og ná út illu djöflunum.
Nú verður gaman að sjá hvort Jóhann Ingi sé sammála mér varðandi þessa losun.

En einnig nota ég tónlist þegar ég er mjög eirðarlaus í vinnunni og þá get oft fókusað betur.

En einmitt dagurinn í dag var þannig að ég hef verið frekar eirðarlaus, lítið að gera hjá mér miðað við undanfarna mánuði þar sem ég hef verið á haus og þá er svo mikið spennufall að erfitt er að pikka sig upp. Þá set ég góða tónlist á fóninn og þá hrekkur allt í gang.

Í dag hefur Killing Joke - Pandemonium verið að aðstoða mig í eirðarleysinu. Auk þess þakka ég Barða fyrir Lady & Bird sem hefur verið líka í gangi hjá mér svona í bakgrunninum, þetta er nú ekki Bang Gang en samt fínn diskur.
    
|
Skrifa ummæli
Siggi
Siggi bað mig um að setja þetta á bloggið, held að þetta sé nú ekki í þeim háa standard sem við viljum hafa á því en læt þetta flakka fyrir hann:

Siggi says:
Værirðu til í að skilgreina þig í flóru mannlífsins fyrir mig
Jói says:
Nei, er ekki frekar við hæfi að þú gerir það!
Siggi says:
nei ég djúp sjálfskoðun
Siggi says:
þoli það ekki núna eftir illa meðferð Pálma á mér í morgun
Jói says:
Þú átt að skilgreina mig!
Siggi says:
ok
Siggi says:
Harðsoðið kvenngall með mýkt á við silki inn við beinið
Siggi says:
kvennagull átti þetta að vera
Jói says:
ok
Jói says:
ertu þá búinn að skilgreina mig ?
Siggi says:
já ég var að því
Siggi says:
Harðsoðið kvennagull með mýkt á við silki inn við beinið
Jói says:
ok, stutt samt
Siggi says:
mundirðu ekki segja að þetta væri kjarninn í þér
Jói says:

Siggi says:
værirðu ekki til í að skella þessu á bloggið og fá mat manna á lýsingu minni á þér
    
|
Skrifa ummæli
JG
Jón Gnarr að fara í Spaugstofuna, er það ekki bara eitthvað grín ?
    
miðvikudagur, nóvember 24, 2004
|
Skrifa ummæli
Jakkaföt og hringur
Ægir frændi var að kaupa sér jakkaföt sem eru svipuð og bláu flauelisjakkafötin mín þannig að við ætlum að vera eins um jólin. Hann var líka að fá sér hring í eyrað þannig að það er spurning hvort ég hermi eftir honum.

Vonandi kemur myndavélin úr viðgerð á morgun en þeir ætla að grófstilla fókusinn fyrir mig en fá síðan ekki fókusspjald fyrir vélina fyrr en eftir 3-4 vikur þannig að hún verður að duga með fókusinn grófstilltann.

Er ekki komið að næstu ljósmyndakeppni Slembara? Spurning að hafa keppnina mjög þrönga í þetta skiptið og taka þema eins og t.d. styttur, hnífapör, kirkja eða eitthvað slíkt sem gerir keppnina þrengri en hún var síðast. Einnig er spurning að hafa keppnina þannig að menn megi taka mynd í öllum desember og þemað er jólin? Pálmi stjórnaði þessu síðast og hann og Hjölli ættu kanski að stjórna keppninni saman núna. Ég ætti kannski ekki að vera með þannig að hinir eigi einhvern möguleika?

Að lokum langar mig til að biðja Hauk um að vera duglegri við að setja inn comment á síðuna okkar.
    
Af síðustu 12 færslum á Jóhann 10 - fussum svei!
09:29   Blogger Sonja 

Algjört monolog.
10:58   Anonymous Nafnlaus 
mánudagur, nóvember 22, 2004
|
Skrifa ummæli
Mynd
Nýja myndavélin mín reyndist vera með fókusvandræði og ég veit ekki hvenær ég fæ hana því Beco þarf að panta að utan eitthvað fókusspjald til að stilla hana, fæ væntanlega að vita það á morgun.

Ég ætla því að setja bara inn eina gamla mynd núna:


Nei Sigurður, þetta er ekki Casanova eða James Bond á yngri árum heldur ÉG! Taktu eftir hvað ég var strax orðinn mikill snyrtipinni og með heimsborgaralegt yfirbragð. Ég veit hinsvegar ekki hvað ég var gamall þarna, líklegast um 3ja mánaða en ég var mjög bráðþroska.

Eins og Hjölli er búinn að upplýsa heiminn þá fórum við á leikrit á laugardaginn sem var alveg ágætt, hægt að hlægja mikið að því og eftir það hélt hópurinn heim til okkar Sonju þar sem setið var eitthvað frameftir.
    
Hann sló mig nú bara sem John Travolta í Saturday Night Fever ... ungur þeas
16:42   Blogger Burkni 
sunnudagur, nóvember 21, 2004
|
Skrifa ummæli
Vodkakúrinn
Í gærkvöldi fór ég ásamt fríðu föruneyti á Vodkakúrinn, en það er leikrit. Steinn Ármann og Helga Braga leika öll hlutverk. Helga lék reyndar alltaf sömu persónuna, en Steinn Ármann lék nokkrar persónur og m.a. eina konu. Ég skemmti mér konunglega og mér heyrðist nú að flestir í salnum hafi einnig skemmt sér mjög vel, enda mikið hlegið. Mæli með þessu, gef því ***
    
föstudagur, nóvember 19, 2004
|
Skrifa ummæli
Hjól
Þvílík forréttindi að hafa möguleika á því að hjóla í vinnuna, maður er ótrúlega ferskur eftir þennan stutta hjólatúr fyrir vinnu. Í morgun var c.a. -15° hiti og ótrúlega frískandi að hjóla í svona kulda.
    
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
|
Skrifa ummæli
Ný tölva
Er ekki við hæfi að birta hérna fyrstu myndina sem ég vinn í mulningsvélinni en það er ótrúlegur hraðamunur á henni og laptopvélinni.



Síðan eru hérna tvær myndir frá því að ég var að raka mig:

Og segi ég þá þessum skeggapakafla lokið.
    
Puuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuurv
22:48   Blogger Burkni 

Ég er gífurlega ánægður með vinstra skeggið - alger snilld - gef því toppeinkunn.
09:29   Blogger Árni Hr. 

Sammála Árna, alger snilld til vinstri! Reikna fastlega með að þú mætir svona aftur í Perluna - ættir að ná því á 30 dögum :)
Guðjón
17:51   Anonymous Nafnlaus 

Sammála Pálma, mér datt líka fyrst í hug Skari Skrípó. En það er ekki bara skeggið heldur er svipurinn stórt atriði með og ef hægt væri að frysta Jóa með þennan svip (þ.e. á vinstri myndinni) þá væri þetta fullkomið
20:30   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
P
Eigi er Pálmfróður nema annar sé.
    
|
Skrifa ummæli
Hvað er að frétta úr neytendahorninu?
    
|
Skrifa ummæli
Roony
Roony að gera góða hluti í gær:

Braut 3 fáránlega af sér í "vináttuleiknum" og var kallaður af velli þegar 3 mínútur voru eftir að leiknum því hann var búinn að missa sig og bara tímaspursmál hvenær hann fengi sitt annað gula spjald eða rautt. Hann strunsaði þá af velli og grýtti svörtu armbandi sem hann var með á hendinni í jörðina sem var til minningar um Emilyn Hughes sem var jarðsettur þennan sama dag og neitaði að taka í höndina á Alan Smith sem var að koma inn á í staðin fyrir hann og kallaði svívirðingar að enska bekknum.
    
Þett'er rétti andinn
09:54   Blogger Hjörleifur 

Ég bendi á að þetta var þegar það voru 3 mínútur eftir af fyrri hálfleik, þ.e. á 42 mín.
13:58   Blogger Árni Hr. 
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
|
Skrifa ummæli
Mulningsvél
Ég og Sonja fáum væntanlega tölvuna sem við vorum að kaupa okkur í dag eða á morgun. Þetta er sannkölluð mulningsvél en hún er Pentium 4 3 ghz, 2 gb í minni, 256 mb minni á skjákorti og 400 gb diskapláss. Þessi vél ætti að vera mögnuð í photoshop vinnslu og tölvuleikjum (spurning að spila Half Life 2 og Quake 3 þegar þeir koma). Fékk afslátt hjá Tölvulistanum vegna þess að ég lenti í veseni með þjónustu hjá þeim í vor og vonandi verður þjónusta þeirra betri núna. Við keyptum bara tölvuna sjálfa, þ.e. engan skjá, lyklaborð og stýrikerfi því við eigum allt þetta júnxbúnx.
    
til hamingju. Nú verðum við bara að taka einhvern tíma frá fyrir tölvutengingarleiki og markmiðið er að sjálfsögðu að ráðast á Pálma og svo verður Jói að sjálfsögðu að drekka minnst eina rommflösku á meðan leiknum stendur (spurning hvort við getum ekki leigt íbúðina á Laugaveginum til að fullkomna þetta)
14:29   Blogger Hjörleifur 

Spurning að taka eitthvað svona leikjasession um jólin þó að það séu fáir frídagar þá (maður er alltaf betur stemmdur í svona vitleysu þá)?
15:14   Blogger Joi 

já, best að gera þetta um jólaleitið, þá er maður hvort eð er í afslöppunarfílíng
16:11   Blogger Hjörleifur 

Ég var einmitt að fá mér nýtt skjákort, er reyndar ekki nema 128 mb minni - er líka tv-out kort. Spenntur að fara með þetta heim og prófa þar sem nokkrir tölvuleikirnir sem ég fékk gengu ekki á gamla skjákortinu.

Í lokin vil ég segja til hamingju með nýja tryllitækið..
16:38   Blogger Árni Hr. 
þriðjudagur, nóvember 16, 2004
|
Skrifa ummæli
    
Excellent!!!
09:25   Blogger Árni Hr. 

Er þetta ekki leðurgaurinn í Village People?
10:18   Anonymous Nafnlaus 

Jú, Sonja var dugleg að taka myndir af þessu - ég var reyndar að gæla við að mæta með þetta skegg í vinnuna en ég hætti við það þar sem mér fannst ég hálf kjánalegur. Sonju fannst þetta hinsvegar flott og vildi að ég yrði svona í nokkra daga.
10:23   Blogger Joi 

Þú hefðir bara átt að setja á þig derhúfu og ganga í einhverjum druslum og þikjast svo vera í Quarashi (er það ekki skrifað svona?)
14:26   Blogger Hjörleifur 

Pípuhattur, göngustafur og frakki hefði frekar verið málið!
16:40   Blogger Burkni 
|
Skrifa ummæli
Hvað ætla ég að gera í kvöld? Raka mig!
    
Jahá, þetta þykja mér fréttir - góðar fréttir :)
15:55   Blogger Sonja 

Mundu að taka of mikið af myndum af rakstursferlinu
16:39   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Sendi þetta bréf til neytendasamtakanna


VISA og punktarnir, vildarvinur eða vildaróvinur.

Eins og við vitum þá reyna fyrirtækin alltaf að snuða neytendur eins mikið og hægt er og auglýsa sig með gulli og grænum skógum, en allt sem við uppskerum er hækkandi vöruverð. Af þeim sökum skráði ég mig í neytendasamtökin fyrir nokkrum mánuðum, enda orðinn langþreyttur á þessu stöðuga hakki.

Þannig er mál með vexti að ég (eins og margir aðrir Íslendingar) er með VISA kort. Þetta er hið ágætasta farkort og skráði ég það í hina ýmsu klúbba sem boðið er uppá og borga reikninga með þessu með sjálfvirkum hætti. Allt ofsalega þægilegt. Þetta gerir maður í þeirri trú að maður sé að safna punktum. Svo ferðast maður nokkrum sinnum til útlanda og verslar og hjá öllum þessu punktasöfnunarfyrirtækjum og svo eftir dúk og disk fer ég og tékka á punktastöðunni og ætti hún nú að vera orðin nokkuð góð þar sem að ég hef verið svo góður kúnni, en þá er hún í algjöru núlli. Samt sem áður er ég meðlimur í "Vildarklúbbi Icelandair", og "Vildarvinur Shell" og hef verslað þó nokkuð við þessi fyrirtæki auk þess sem ég borga ýmsa reikninga með þessu korti. Ég hef bara ekkert skilið í þessu og þegar ég skoða hvernig ég er skráður sé ég ekki betur en að ég sé bara traustur vildarvinur í hinu og þessu og kortið mitt alveg löglega skráð og allt í góðu með það, en samt sem áður gerist ekki neitt, alltaf er punktastaðan í núlli.

Ég er var orðinn töluvert pirraður á þessu ástandi og sendi VISA fyrirspurn um málið og krafðist leiðréttingar á þessu, en þá voru þeir að sjálfsögðu með trompið í erminni, sem ég gat nú ekki vitað um, þar sem að allar heimasíður sögðu mér að ég væri alveg löglega skráður í alla klúbba og kortið mitt í fínu lagi og ég veit ekki hvað og hvað. Nei ég fékk þá trompið beint í fésið, ég var ekki með "Vildar-farkort", það kostar ekkert meira, og kortanúmerið er það sama, en það er mynd af flugvél utan á kortinu. Það verður nú að segjast eins og er að mér finnst eins og ég hafi verið hafður af fífli og nú sitja þau hjá VISA og skellihljægja og fagna þessu snilldarbragði að plata fólk til að safna punktum og fá afslátt, en gefa manni svo ekki neitt nema langt nef.
Allt sem ég hef haft upp úr þessu er bara hærra vöruverð, því það er jú ekki til neitt sem heitir ókeypis í þessu landi og ef einhver fær afslátt einhverstaðar, þá borgar hann einhver annar. Því þegar allt kemur til alls þá er það ekki hagur kúnnans sem er í fyrirrúmi, heldur hagur eigenda fyrirtækjanna.

Einn mjög pirraður vildaróvinur
Hjörleifur Sveinbjörnsson
    
Það var laglegt hjá þér Hjölli - ekki að láta menn komast upp með allt!
14:34   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Tennis
Ég og Haukur mættum í tennisinn í gær og ætlaði Haukur sér stóra hluti. Fyrri leikurinn tók aðeins 20 mínútur og var nokkuð jafnt á tölum upp í 2-2, en þá kom slæmur kafli hjá Hauki og komst ég í 5-2 , svo en þá átti hann kombakk og náði 5-3, en ég tók síðustu lotuna og vann 6-3. Við drifum okkur því í næsta leik og nú var Haukur staðráðinn í að vinna þann leik fljótt og ná svo 3 leiknum og vinna þennan dag. Eftir að hann var kominn í 3-1 leist mér nú ekki á þetta og vann því næstu 3 leiki og breytti stöðunni í 4-3 mér í vil. En þá kom slæmur kafli hjá mér og á síðustu mínútunni tókst Hauki að vinna þetta 6-4. Seinni leikurinn tók því um 40 mínútur og ekki pláss fyrir 3 leikinn og varð því niðurstaðan eftir daginn 1-1.
    
Andskotinn - þú átt að geta malað þennan spjátrung. Núna er ljóst að Sigurður og Haukur þurfa að kaupa farandbikar sem við Hjölli fáum núna um áramótin.
12:09   Blogger Joi 

Ég vil nú benda á að undirritaður er nú ósigraður með Hjöllanum í liði á móti Hauki - enda er ég búinn að drekka ókeypis síðan :)
13:17   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Mótorhjól
Hef lengi verið að velta fyrir mér að kaupa mér crossara, fékk tilboð um daginn í gegnum Bubba að kaupa hjól sem kostar 550 þús (raunvirði um 870 þús). Síðan þyrfti ég að kaupa galla sem kostar um 150 þús og gæti því átt krossara og græjur fyrir um 700 þús.
Nú er ég virkilega að pæla í þessu þar sem mér vantar góða aðferð til að fá útrás, ekki má ég víst fá hana í fótbolta þar sem menn segja að ég sé bara tapsár að því að ég vil vinna alla leikina :)

En hvort ég eigi að fara í þetta veit ég ekki, er mjög tvístígandi, þetta tekur að sjálfsögðu tíma og er tiltölulega hættulegt, t.d. er Gísli nú brotinn því hjálmurinn hans skaust í bein og tvíbraut það.
    
Það er engin íþrótt hættulaus og menn eru alltaf að brotna og togna og vera slappir til langstíma í fótboltanum. Ef maður ætlar að lifa bara rólegheitar lífi slysalaust þá á maður bara að einbeita sér að skák, en það er bara erfiðara að fá líkamlega útrás í því, nema að breyta reglunum. Það er ekkert hættulegra að stunda mótorhjólaíþróttir heldur en skíði, fallhlífarstökk eða rússneska rúlletu (veit reyndar ekki hvort að það síðastnefnda flokkist undir íþróttir, væri samt gaman að sjá þetta sem sýningargrein á ólympíuleikunum).
Svo ef þú hefur áhuga á því að byrja í þessu og þú hefur efni á því (alltaf hægt að selja hjólið aftur ef þú hættir) þá skaltu bara gera þetta.
11:32   Blogger Hjörleifur 

Þú segir nokkuð - er þetta ekki erfið íþrótt sem hætta er á meiðslum, þ.e. fyrir viðkvæman líkama? ;-)
Þetta gæti reyndar verið áhugamálið sem þú hefur verið að leita að og því spurning að skoða þetta vel. Vonandi er þetta samt hættuminna en rússnesk rúlletta.
12:13   Blogger Joi 

Af hverju ekki bara að fá sér almennilegt fjallahjól, ef þetta er spurning um útrás?
Minni hætta og ætti að styrkja lappirnar, sem mér
skilst að séu eitthvað lasnar ...
12:16   Blogger Burkni 
mánudagur, nóvember 15, 2004
|
Skrifa ummæli
Myndavélahelgi
Er búinn að vera að taka myndir og leika mér í photoshop alla helgina.
Afraksturinn er á smugginu, en best að setja eina mynd með, en þetta er eins og allir sjá tannburstinn minn. En ég er alltaf hjá tannsa núna, eins og komið hefur fram í síðustu blöggum, en það er ef einhver hefur ekki verið búinn að fatta það að það er "konan í kringlunni". Heimstótti hana í dag og hún hafði af mér tæpar 20000 krónur. Held að ég sé ekkert að fara að kaupa mér sjónvarp strax. Hver þarf líka sjónvarp í svartasta skammdeginu, það er svo margt hægt að gera, t.d. horfa á dvd í tövunni.

Svo er tennis í kvöld og mun ég etja kappi við Hauk hinn ógurlega. Best að drífa sig þá heim í andlega íhugun og snæða einhverja hollustubita til að vera tilbúinn undir átökin.
    
Mjög vel heppnuð mynd hjá þér Hjörleifur!
19:58   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
2 ár!!!
Í dag eru 2 ár frá því að við byrjuðum þetta blogg en einhver bloggleti er í mönnum þessa dagana, en ef við tökum síðustu 100 blogg þá er þetta tafla yfir hvað hver hefur bloggað mikið (ég legg til að þeir sem eru í 2-3 neðstu sætunum fari nú að taka sig á.

Jói 41
Hjölli 28
Pálmi 16
BjaKK 10
Árni 5

Takk fyrir.
    
Hvernig væri að birta líka lista yfir duglegustu komment-endurnar?
12:54   Blogger Burkni 

Það er einhver Flórídafnykur af þessu - einnig vil ég leggja fram kvörtun vegna athugasemdakerfisins - þetta er hægara en allt sem hægt er.
Er þetta bara hjá mér eða eru fleiri í þessum óþolinmóðsvandamálum.
17:50   Blogger Árni Hr. 

Þetta virðist vera ansi hægt stundum. Ég sendi póst um daginn á blogger og þeir vita af vandamálinu þannig að þetta hlýtur að lagast fyrr en síðar.
18:03   Blogger Joi 
laugardagur, nóvember 13, 2004
|
Skrifa ummæli
Andstæður
Skellti mér á tippfund í morgun þar sem notast var við nýjustu tækni við að tippa á Players. Pálmi mætti ekki á fundinn og Hjölli mætti 40 mínútum of seint, ruglaðist á klukkunni. Nú er árshátíð í uppnámi því Sigurður kom með miðlunartillögu um að fresta hátíð fram yfir áramót sem lagðist misvel í menn - en við verðum a.m.k. að taka ákvörðun sem fyrst.
Eftir fund fórum við Sonja í langan ökutúr og fórum m.a. upp á Nesjavelli og vorum við að prófa nýju myndavélina því við höfðum ekki prófað hana í dagsbirtu vegna skammdegis og vinnu. Þetta er ein af þeim myndum sem tókum í ferðinni og kalla ég hana Andstæður:


Andstæður

Núna er ég að vinna og mun vera eitthvað frameftir að því og sennilega allan morgundaginn - horfi samt líklegast á leikinn kl. 16. Sonja fór með vinum sínum upp í sumarbústað en ég ákvað að vera heima til að vinna á þessum verkefnalista.
Jæja, Siggi - skelltu 10 á þetta meistarablögg andskotinn hafi það!!!
    
föstudagur, nóvember 12, 2004
|
Skrifa ummæli
Mynd
Setti inn mynd af Sonju sem ég tók í kvöld: Check it!
    
|
Skrifa ummæli
Jarðfræðilegar myndavélatilraunir, en þó ekki.
Í gærkvöldi var ég að gera tilraunir með myndavélina mína. Prófaði að setja hana á borð og setti lúpu (stækkunarglerið sem jarðfræðingar eru ALLTAF með á sér) fyrir linsuna. Þysjaði svo inn eins mikið og hægt var. með þessu móti gat ég tekið myndir með mun meiri stækkun heldur en ég gat áður. Til að stylla fókusinn þá lét ég myndavélina bara vera kjura en hreyfði myndefnið fram og til baka (prófaði nokkra litla hluti sem ég átti til, t.d. tindáta (úr plasti), hundrað krónu mynt og svo flugu sem ég hafði hnýtt sjálfur, en hún kom einna best út. Ég ætla að gera nokkrar fleiri tilraunir með þetta, enda gaman að prófa eitthvað nýtt í þessum geira.
Ég hefði sett inn myndir en mig vantaði kubb. Sönnunargagnið er astraltertugubb. En ég ætlaði að prófa minniskortakubbinn hér í vinnunni, en hann les 11 tegundir minniskorta, en ekki xD kort (sennilegast ekki sjálfstæðismaður sem hannaði þetta apparat).
    
Reyndar var þetta svo gaman að ég fór ekki að sofa fyrr en klukkan var orðin hálf 3 (þá var batteríið búið) og svo vaknaði ég aftur klukkan 8 og hélt áfram að prófa mig áfram í þessu
19:15   Blogger Hjörleifur 

að þysja er það sama og að "zooma", eða súmma (kæmi mér ekki á óvart að það hafi ratað inn í síðustu orðabók Menningarsjóðs, heitir hún annars ekki því nafni enn).
21:10   Blogger Hjörleifur 
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
|
Skrifa ummæli
Árshátíð Tippklúbbs Hjörleifs Sveinbjörnssonar
Nú fer að líða að árshátíð og Sigurður og Hjölli hafa ekki sett fram dagskrá né stað og stund. Hvenær eigum við von á þessum upplýsingum?
    
Bíð spenntur, spenntur segi ég.
15:58   Blogger Árni Hr. 

Ég samþykki frestun en þú ættir kannski að fá það skriflegt frá Pálma að hann taki frá nýja dagsetningu ;-)
13:42   Blogger Joi 
þriðjudagur, nóvember 09, 2004
|
Skrifa ummæli
    
Allgjör snilld!!!
09:25   Blogger Hjörleifur 

Skeggi bóndi les um heimsmálin á meðan hann slappar af í baðkarinu eftir erfiðan dag í fjárhúsunum!
09:38   Blogger Sonja 

Unabomber!!
09:45   Blogger Árni Hr. 

Þú ert hræðilegur með þetta skegg !!
11:25   Anonymous Nafnlaus 

JI DÚDDA MÍJA !!
23:59   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Konan í kringlunni
Fór aftur að hitta konuna í kringlunni. Í þetta sinn sprautaði hún mig bara smá og ég hallaði mér bara aftur og svo tróð hún nokkrum tækjum upp í mig og svo stuttu síðar gekk ég í burtu. Eftir þetta leið mér samt svo undarlega að ég fór bara heim og lagði mig í smá stund, en vinstra augað á mér var allt dofið og ég var kominn með sama kæk og Dreyfus í Bleika pardusnum.
Nú er ég allur að koma til og mættur í vinnuna aftur, enda nóg að gera.
    
|
Skrifa ummæli
Gengi í DPChallange
Þetta hefur gengið svona allt í lagi en það er gott svigrúm til að bæta sig.

Title Challenge Date Avg Vote Place Percentile Comments Viewed Favorites
Does size matter?Indecision11/02/20045.36236 / 10867%8140
Fender StratocasterMusic10/26/20045.51451 / 12459%10190
Crossing the horizonImplied Lines10/21/20045.45175 / 17357%17452
Couple watching a burning skyOctober Free Study10/22/20046.004107 / 48878%10201
    
mánudagur, nóvember 08, 2004
|
Skrifa ummæli
Myndir
Hendi hérna inn tveimur myndum tekna á nýju vélina. Þær eru báðar teknar á 35mm 1.4L linsuna og sú fyrri er tekin af Sonju án flasss en hin er með flassi og er tekin af "the award winning photographer" eins og maður segir stundum.


Steinunn systir Sonju að pósa fyrir myndavélina


Sonja frekar þreytt á þessari mynd.
    
|
Skrifa ummæli
Flensuskítur
Það hefur verið einhver smá flensuskítur í mér í dag, en hann fer örugglega á eftir í tennisnum. Annars er það að frétta af mér að ég var hæri en Jói í báðum keppnunum á DPChallenge, en Jói hjálpaði mér reyndar mjög mikið með aðra myndina og smá við hina. En það er gaman að þessu.
    
|
Skrifa ummæli
Myndavél
Keypti mér loksins Canon EOS-20D vélina fyrir helgi og það er óhætt að segja að þessi vél er alveg ótrúleg. Hef reyndar ekki prófað hana nægilega vel en vonandi koma inn myndir hingað fljótlega.
Við Sonja kíktum síðan í BECO áðan og keyptum tösku fyrir vélina sem rúmar líka um 6 linsur ásamt öðru aukadóti og einnig keyptum við betri hálsól.
    
|
Skrifa ummæli
Siggi
Siggi sæti drengur góður
sterkur félagi
Þykir hann þokkalega fróður
þykir mér gott að vera með honum í liði í spurningjakeppni á grandrokk
Jói 2004
    
laugardagur, nóvember 06, 2004
|
Skrifa ummæli
Stairway to Heaven
"Much more eye-catching were the topless and, in some cases, fully naked women who mingled among the guests and rolled around in vats of cherry Jell-O. Other nude women played the parts of virgins being sacrificed at makeshift altars. Strippers arrived dressed as nuns and peeled off their habits in an act that, if the Vatican were making the decisions would have doomed us to an eternity in hell."

Svona segir höfundur bókarinnar um útgáfupartí fyrstu plötu útgáfufélags Led Zeppelins sem hét Swan Songs. Þetta má segja að sé dæmigerð saga í bókinni Stairway to Heaven sem fjallar mikið um líferni Led Zeppelin frá því þeir byrjuðu og þangað til þeir hættu þegar Bonzo dó. Robert Cole sem skrifar bókina stjórnaði tónleikaferðum þeirra frá byrjun til enda eða í 12 ár. Hann virðist hafa verið mikið með þeim að drekka og dópa og eru ansi mikið um djammsögur í bókinni og gaman að lesa um allt sem fór fram, aðallega í tónleikaferðum þeirra um USA, þar sem þeir flugu á milli borga í Boing 747 þotu sem hét The Starship og var merkt hljómsveitinni. Konur sátu um þá hvar sem þeir komu og voru þeir víst að sofa hjá stúlkum allt niður í 14 ára gamlar og stunduðu allskonar afbrygðilegt kynlíf með stúlkum sem vildu allt fyrir þá gera.

Led Zeppelin var miklu stærri hljómsveit en ég held að ég hafi gert mér grein fyrir. Þeir voru að fylla 50-60þ manna íþróttaleikfanga kvöld eftir kvöld á meðan flestar hljómsveitir voru að spila á miklu minni stöðum,

Robert Cole þessi var algjör nagli, fúlskeggjaður og alltaf til í slagsmál og hafði hann yfirumsjón með tónleikaferðunum og sá líka um öryggismál og smærri mál eins og að borga allt sem tónlistarmönnunum datt í hug. Hann varð á seinni árum hljómsveitarinnar kominn í kaf í dóp og þ.m.t. heróín og var í raun búinn að missa stjórnar á lífi sínu síðustu árin og ótrúlegt að hann hafi getað unnið þetta starf. Hann fór t.d. í eina af síðustu tónleikum Led Zeppelin með aðeins aðra framtönn því hann missti hina og hafði ekki tíma til að láta laga það.

Bonzo (trommuleikarinn sem dó þegar hann kafnaði í eigin ælu) var besti vinur hans í hljómsveitinni og eru margar skrítnar sögur af honum þegar hann t.d. er að henda sjónvörpum út um glugga, skíta í skó, míga á sig í flugvél o.flr. Þegar Bonzo dó var Cole í fangelsí á Ítalíu grunaður um hryðjuverk og var búinn að sitja þar inni í 3 mánuði.
Hann segir nánast ekkert af John Paul enda var hann víst þögul týpa og hélt sig oft til hlés. Róbert Plant og Cole áttu víst ekkert mjög vel saman og hann lýsir honum sem mjög hrokafullum. Jimmy Page er lýst sem manni með fullkomnunaráráttu sem var á kafi í svartagaldri og slíkum pælingum.

Fyrstu ár Led Zeppelin fengu þeir freka slæma dóma í fjölmiðlum í USA fyrir plötur sínar og tónleika og það varð til þess að hljómsveitin gaf nánast aldrei færi á sér í fjölmiðlum, þ.e. gáfu mjög fá viðtöl við sig og spiluðu aldrei í sjónvarpi (fengu einu sinni boð um að fá 2 milljónir dollara fyrir eina tónleika í sjónvarpi sem þeir höfnuðu).

Bókin kannski ristir ekkert mjög djúpt, þ.e. að höfundur reynir í raun ekki mikið að segja frá því hvað hljómsveitarmenn voru að hugsa eða pæla í sambandi við hljómsveitina og spurning hvort hann hafi verið jafn mikill vinur þeirra og hann vill af láta. Hann lýsir samt mjög hispurslaust hvernig hann varði dópinu á bráð og ótrúlegt að hann hafi sloppið lifandi úr þessu. Trommuleikarinn dó úr eigin ælu og Róbert Plant fór einna verst útúr þessu því hann mölvaði á sér löppina í bílslysi og þurfti að vera í gipsi upp að mitti í 8 mánuði því löppin fór í mask. Konan hans og barn voru í bílnum og höfuðkúpubrotnaði barnið en náði fullum bata og kona hans mjaðmarbrotnaði illa og tók hana langan tíma að jafna sig. 5 ára sonur hans dó síðan c.a. 3 árum áður en hljómsveitin hætti og hætti því hljómsveitin að starfa í c.a. 1,5 ár á meðan hann var að jafna sig.

Cole þessi hefur verið "tour manager" hjá nokkrum frægum aðilum eins og t.d. Black Sabbath, The Who, Eric Clapton, The Yardbirds (þar sem hann kynntist Jimmy Page fyrst) og núna síðast Crazy Town. Á milli þess sem hann fær verkefni vinnur hann sem sendill í LA þa sem hann fer á milli staða á mótorhjóli með pakka. Það má því segja að hann hafi klúðrað öllum sínum peningum í dóp og vitleysu og er sennilega ekki hátt skrifaður í dag.

Jimmy Page var ekki sáttur með þessa bók og sagðist hafa lesið tvær blaðsíður og þar var farið vitlaust með staðreyndir og því hætti hann að lesa því hann sagðist ekki hafa geðheilsu í meira.

Bókin er skemmtileg aflestrar og gaman að skyggnast svona inn í líf alvöru rokkstjarna því það hafa verið fáar hljómsveitir sem hafa haft annan eins töfraljóma í kringum sig eins og Led Zeppelin. þ.m.t. Rolling Stones. Þeir þénuðu líka ótrúlegar fjárhæðir því plöturnar þeirra seldust í ótrúlegu magni og held ég að bara The Beatles hafi selt fleiri plötur en þeir af hljómsveitum.
    
Takk fyrir óvenju sanngjarna athugasemd Sigurður.
Það kom ekki nægilega skýrt fram í bókinni hvernig sonur hans dó en hann veiktist af einhverju og dó um sólahringi síðar.
10:32   Blogger Joi 
föstudagur, nóvember 05, 2004
|
Skrifa ummæli
frinking
I am frinking fakrking bastard
og það er ekkert sem þið getið gert við því
ha ha ha ha ha ha hhha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha hahhha ha ha ha ha ha ha ha a ha ha ha hha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha a ha ha ha aha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha haha ha ha ha ha ha ha ha ha haha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha a ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha aha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha haha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha !!!!!!!!!!!!!!!
    
|
Skrifa ummæli
Októberfest - meira
1. bjórsmökkun 17:30 - 5 tegundir af bjór og endað á Duvel sem ég gaf 10 í einkunn, enda besti sterki bjórinn á markaðinum og jafnframt sá margbreytilegasti og skemmtilegasti og .....bla bla bla

2. Spurningakeppni (20 spurningar) ég fékk 7/20 sem mér finnst nú ekkert mjög slæmt þar sem að spurningarnar voru miðaðar við þá sem voru komnir á sextugs aldurinn, þe.. spurt um 3 veðurstofustjórann og þessháttar

3. Matur. Puslsur af ýmsum gerðum ásamt meðlæti sem endist allt kvöldið (ostar og fínerí)

4. Tónlist (ég kom með magnarann minn og við hann er tengd fartölva og geislaspilari)

5. Taumlaus drykkja og ball fram eftir kvöldi, jæks klukkan er bara 22:20 og við sem eigum svo mikið eftir að drekka, hvernig endar þetta eiginlega?
    
|
Skrifa ummæli
Fyrripartur
best að skella nokkrum fyrri pörtum inn og óska eftir botnum um leið. Í verðlaun er skoðunarferð á eigin vegum um Hafnarfjörð að verðmæti 500.000 kr.

Drekki drekki djúpt í vitund
Dauður niðrá hlemmi
.
.


Long Computer Jesus
Woke long before I died
.
.

Svartir strumpar eru high.... (þessi er nú nokkuð stuttur, en er nú samt fyrripartu í atomísku samhengi)
.
.
.
.


Belgískur bjór er vinur þinn
Bandarískur er óvinurinn
.
.


Svara skal í athugasemd
shit is inducible my fiend
    
Athuga skal eitt varðandi þessa fyrri parta:

1: Ofstuðlaður
2: Óstuðlaður
3: Ókláraður
4: Í lagi - fer þó eftir áherslum í lestri
5: Rangt stuðlaður (ath. gnýstuðlun)

svo að ég virði bara 1 og 4 viðlits:


Drekki drekki djúpt í vitund
Dauður niðrá hlemmi
Brenni brenni hverja fitund*
Blóðtappa ég hremmi

* "Fitund" er nýyrði yfir fitufrumu


Belgískur bjór er vinur þinn
Bandarískur er óvinurinn
Dauði fæst með drykkju' á Miller
Döggin sú er algjör "killer"
13:01   Blogger Burkni 
|
Skrifa ummæli
Októberfest
Á bjórfestivali staddur ég er
úr bjór-úrvali vel ég hér
og fyllri verð ég eins og vera ber
klæðist engu og er alsber
og því fer sem fer

    
|
Skrifa ummæli
Innbrot í hús Veðurstofunnar
Nú í þessum töluðu orðum, eða öllu heldur skrifuðu, er lögreglan stödd hér á veðurstofunni. En í nótt var brotist inn í Útskála, en það eru timburhúsin sem standa á lóð Veðurstofunnar og eru skrifstofur starfsmanna þar einnig. Þjóvavarnarkerfi er í húsinu, en samt hefur þjófunum tekist að komast inn og út án þess að til þeirra næðist.
    
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
09:42   Blogger Joi 

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
09:43   Blogger Joi 

Gott að þú ert að koma úr fríi slæmt að þú fórst í frí.
10:22   Blogger Joi 
fimmtudagur, nóvember 04, 2004
|
Skrifa ummæli
Eldgosavinna
Búið að vera nóg að gera og ég er bara orðinn dauðþreyttur og ætla að fara heim og hvíla mig. Nú er gosið í brjálæðislega litlu gangi, en er þó í gangi, bara ekki eins mikið og það var í byrjun. Gosstrókurinn er það lítill núna að hann kemur ekki lengur fram á radarnum (þarf að vera 7-8 km hár til þess) og samkvæmt sjónarvottum á Skeiðarársandi sjást nú bara einhverjir litlir bólstrar upp á jökli. Hlaupið í ánni er svo gott sem búið og allt að verða rólegt. Sem kemur sér vel því á morgunn er októberfest og ég ætla nú ekki að missa af því.

Skelli hér einum (jafnvel tveimur) link með, en á þessari síðu sjást greinileg tengsl milli hæðar gosstróksins og eldinga. Svo þegar að gosstrókurinn hættir að sjást á radarnum þá má enn greina hann á kortinu yfir eldingarnar
    
|
Skrifa ummæli
3 Hugleiðingar
1. Merkilegt hvernig USA menn geta kosið republikana til valda þegar næstum allar aðrar þjóðir í heiminum héldu eiginlega með Demókrötum. Sýnir bara að USA menn eru nefnilega líka heittrúar, þ.e. öfgamenn á sinn máta eins og repparar eru.
2. Martin L. Gore diskurinn nýji er nú bara ansi góður, allt tökulög að vísu en mjög skemmtilegur.
3. Strangeland er loks í hús - búinn að bíða eftir þessum degi í ansi langan tíma.
    
miðvikudagur, nóvember 03, 2004
|
Skrifa ummæli
Bandaríkjamenn
SVEIATTAN!!!!!!
    
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
|
Skrifa ummæli
Heimspressan
Maður er barasta kominn í heimspressuna.

Vulkansky på vei mot Norge
    
Neee, það hefði komið frekar bjánalega út, því ég ræddi við Sigríði Hagalín, en hún vinnur fyrir Rauters í Noregi.
15:54   Blogger Hjörleifur 

Hægt er að fylgjast með fréttum frá gosinu á vef veðurstofunnar.
Slóðin er http://hraun.vedur.is/ja/eldgos_grimsvotnum.html

Þarna eru að finna kort, gröf, radarmyndir sem sýna gosmökkinn og gervitunglamyndir frá Sviss af Íslandi og gosmekkinum. Á þessari síðu eru svo nýjustu fréttir frá okkur settar inn.
17:41   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Eldgos í Vatnajökli
Það er barasta ekkert annað en eldgos í Grímsvötnum núna (var annars einhver búinn að frétta af þessu?)

Hægt er að fylgjast með gosóróanum frá skjálftastöðinni sem staðsett er í Grímsvötnum á vef Veðurstofunnar
    
Þetta var í morgunsjónvarpinu áðan :)
09:00   Blogger Árni Hr. 

Þetta var í morgunsjónvarpinu áðan :)
09:00   Blogger Árni Hr. 
mánudagur, nóvember 01, 2004
|
Skrifa ummæli
Ljósmyndakeppni
Magnús Veðurstofustjóri var að senda okkur (starfsmönnum VÍ) tölvupóst þar sem að starfmönnum gefst nú kostur á að senda inn mynd fyrir 5. nóv til að setja á jólakortin í ár. Hver starfsmaður má senda inn 2 myndir og sigurveigarinn fær 20.000 kr í verðlaun.

Maður er bara kominn á fullt í ljósmyndakeppnirnar. Það er að vísu ekki að ganga of vel á DPChallenge, en þetta er nú bara 2. keppnin sem ég tek þátt í (hin 1. var slembibullskeppnin). En vikan er bara rétt að byrja.
    
|
Skrifa ummæli
DPChallange
Jæja, þá eru úrslit ljós í minni fyrstu keppni á DPChallange og má sjá úrslitin hér: Check it!
Ég endaði með meðaleinkunn 5,451 og í sæti 75 af 173 sem er alveg ágætt (57%).
Núna er ég með í tveimur keppnum og í annarri er ég með 6,2 eins og staðan er núna og í hinni með 5,2 (úrslit verða ljós eftir viku). Hjölli er með í báðum þessum keppnum en ég aðstoðaði hann aðeins í gær með efnistök og vinnslu :-)
    
|
Skrifa ummæli
Málun
Helgin fór öll í það að mála og erum við ekki enn búin, allt á tjá og tundri eins og maður segir stundum. Særún og Hjölli hjálpuðu okkur um helgina og ætla að mála með okkur aftur í kvöld.
Hjölli varð hinsvegar ágengur við systur mína um helgina eins og sést á þessum myndum (handaför eftir hann eru nokkuð greinileg) og þurfti ég að lemja hann og henda honum út.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar