laugardagur, nóvember 06, 2004
|
Skrifa ummæli
Stairway to Heaven
"Much more eye-catching were the topless and, in some cases, fully naked women who mingled among the guests and rolled around in vats of cherry Jell-O. Other nude women played the parts of virgins being sacrificed at makeshift altars. Strippers arrived dressed as nuns and peeled off their habits in an act that, if the Vatican were making the decisions would have doomed us to an eternity in hell."

Svona segir höfundur bókarinnar um útgáfupartí fyrstu plötu útgáfufélags Led Zeppelins sem hét Swan Songs. Þetta má segja að sé dæmigerð saga í bókinni Stairway to Heaven sem fjallar mikið um líferni Led Zeppelin frá því þeir byrjuðu og þangað til þeir hættu þegar Bonzo dó. Robert Cole sem skrifar bókina stjórnaði tónleikaferðum þeirra frá byrjun til enda eða í 12 ár. Hann virðist hafa verið mikið með þeim að drekka og dópa og eru ansi mikið um djammsögur í bókinni og gaman að lesa um allt sem fór fram, aðallega í tónleikaferðum þeirra um USA, þar sem þeir flugu á milli borga í Boing 747 þotu sem hét The Starship og var merkt hljómsveitinni. Konur sátu um þá hvar sem þeir komu og voru þeir víst að sofa hjá stúlkum allt niður í 14 ára gamlar og stunduðu allskonar afbrygðilegt kynlíf með stúlkum sem vildu allt fyrir þá gera.

Led Zeppelin var miklu stærri hljómsveit en ég held að ég hafi gert mér grein fyrir. Þeir voru að fylla 50-60þ manna íþróttaleikfanga kvöld eftir kvöld á meðan flestar hljómsveitir voru að spila á miklu minni stöðum,

Robert Cole þessi var algjör nagli, fúlskeggjaður og alltaf til í slagsmál og hafði hann yfirumsjón með tónleikaferðunum og sá líka um öryggismál og smærri mál eins og að borga allt sem tónlistarmönnunum datt í hug. Hann varð á seinni árum hljómsveitarinnar kominn í kaf í dóp og þ.m.t. heróín og var í raun búinn að missa stjórnar á lífi sínu síðustu árin og ótrúlegt að hann hafi getað unnið þetta starf. Hann fór t.d. í eina af síðustu tónleikum Led Zeppelin með aðeins aðra framtönn því hann missti hina og hafði ekki tíma til að láta laga það.

Bonzo (trommuleikarinn sem dó þegar hann kafnaði í eigin ælu) var besti vinur hans í hljómsveitinni og eru margar skrítnar sögur af honum þegar hann t.d. er að henda sjónvörpum út um glugga, skíta í skó, míga á sig í flugvél o.flr. Þegar Bonzo dó var Cole í fangelsí á Ítalíu grunaður um hryðjuverk og var búinn að sitja þar inni í 3 mánuði.
Hann segir nánast ekkert af John Paul enda var hann víst þögul týpa og hélt sig oft til hlés. Róbert Plant og Cole áttu víst ekkert mjög vel saman og hann lýsir honum sem mjög hrokafullum. Jimmy Page er lýst sem manni með fullkomnunaráráttu sem var á kafi í svartagaldri og slíkum pælingum.

Fyrstu ár Led Zeppelin fengu þeir freka slæma dóma í fjölmiðlum í USA fyrir plötur sínar og tónleika og það varð til þess að hljómsveitin gaf nánast aldrei færi á sér í fjölmiðlum, þ.e. gáfu mjög fá viðtöl við sig og spiluðu aldrei í sjónvarpi (fengu einu sinni boð um að fá 2 milljónir dollara fyrir eina tónleika í sjónvarpi sem þeir höfnuðu).

Bókin kannski ristir ekkert mjög djúpt, þ.e. að höfundur reynir í raun ekki mikið að segja frá því hvað hljómsveitarmenn voru að hugsa eða pæla í sambandi við hljómsveitina og spurning hvort hann hafi verið jafn mikill vinur þeirra og hann vill af láta. Hann lýsir samt mjög hispurslaust hvernig hann varði dópinu á bráð og ótrúlegt að hann hafi sloppið lifandi úr þessu. Trommuleikarinn dó úr eigin ælu og Róbert Plant fór einna verst útúr þessu því hann mölvaði á sér löppina í bílslysi og þurfti að vera í gipsi upp að mitti í 8 mánuði því löppin fór í mask. Konan hans og barn voru í bílnum og höfuðkúpubrotnaði barnið en náði fullum bata og kona hans mjaðmarbrotnaði illa og tók hana langan tíma að jafna sig. 5 ára sonur hans dó síðan c.a. 3 árum áður en hljómsveitin hætti og hætti því hljómsveitin að starfa í c.a. 1,5 ár á meðan hann var að jafna sig.

Cole þessi hefur verið "tour manager" hjá nokkrum frægum aðilum eins og t.d. Black Sabbath, The Who, Eric Clapton, The Yardbirds (þar sem hann kynntist Jimmy Page fyrst) og núna síðast Crazy Town. Á milli þess sem hann fær verkefni vinnur hann sem sendill í LA þa sem hann fer á milli staða á mótorhjóli með pakka. Það má því segja að hann hafi klúðrað öllum sínum peningum í dóp og vitleysu og er sennilega ekki hátt skrifaður í dag.

Jimmy Page var ekki sáttur með þessa bók og sagðist hafa lesið tvær blaðsíður og þar var farið vitlaust með staðreyndir og því hætti hann að lesa því hann sagðist ekki hafa geðheilsu í meira.

Bókin er skemmtileg aflestrar og gaman að skyggnast svona inn í líf alvöru rokkstjarna því það hafa verið fáar hljómsveitir sem hafa haft annan eins töfraljóma í kringum sig eins og Led Zeppelin. þ.m.t. Rolling Stones. Þeir þénuðu líka ótrúlegar fjárhæðir því plöturnar þeirra seldust í ótrúlegu magni og held ég að bara The Beatles hafi selt fleiri plötur en þeir af hljómsveitum.
    
Takk fyrir óvenju sanngjarna athugasemd Sigurður.
Það kom ekki nægilega skýrt fram í bókinni hvernig sonur hans dó en hann veiktist af einhverju og dó um sólahringi síðar.
10:32   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar