sunnudagur, ágúst 31, 2003
|
Skrifa ummæli
Ég verð að segja að þátturinn Boltinn með Guðna Bergs á Sýn er algjör snilld og frábært að hafa svona góða umfjöllun um enska boltann!!!.
    
föstudagur, ágúst 29, 2003
|
Skrifa ummæli
Það er eitthvað svo voðalega lítið að gerast hjá mér fyrir utan vinnuna að það tekur því ekki einu sinni að segja frá því.
En ég get bent á nokkrar myndir sem teknar voru síðastliðinn föstudag hér á garðfundi Bjórvinafélagsins og má þar sjá gamla og góða takta.
    
|
Skrifa ummæli
Fór í gærkvöldi á 28 days later með Bjanna frænda mínum. Myndin er mjög, mjög góð og mæli ég með henni (3,5 drullukökur). Tónlistin með Goodspeed var líka að gera góða hluti.
    
fimmtudagur, ágúst 28, 2003
|
Skrifa ummæli
Búið að vera mikið að gera í vikunni í vinnunni, en ég er núna með skjálftavaktina þessa vikuna. En þetta er allt að róast eins og meðfylgjandi frétt frá því á laugardaginn (23/8) ber með sér, en þetta er ekkert grín.

Jarðskjálftavirkni fer minnkandi

Heldur hefur dregið úr skjálftavirkni norðvestan við Krísuvík sem hófst í nótt. Fólk er þó beðið að halda kyrru fyrir undir borðum fram yfir helgi og reyna að tala sem allra minnst.

Þeir sem nauðsynlega þurfa að ferðast milli staða ættu að hafa hlífðarhjálma, því sauðfé, bílar og annað lauslegt er jafnt og þétt að falla til jarðar eftir hamfarirnar.

Ríkisstjórn Íslands mun síðan taka um það ákvörðun í kvöld eða snemma í fyrramálið hvort nauðsynlegt þykir að rýma landið.
    
|
Skrifa ummæli
Um daginn horfði ég á mjög skemmtilega mynd í sjónvarpinu um hann Varða sem fór til Evrópu - þetta var svona hálfgerð heimildarmynd um farandssöngvara, eða götusöngvara í evrópu. Mjög áhugaverð og skemmtileg mynd sem ég mæli með að menn kíki á ef þeir hafa möguleika. Íslendingar hafa verið duglegir að búa til heimildarmyndir sem virkilega eru að virka, svo sem Hlemmur, Varði ofl. góðar myndir.
Amk er Varði kominn heim aftur þar sem hann var á Mínus tónleikunum sem ég fór á um helgina.

Í gær smellti ég mér á Players og horfði á Man Utd - Wolves, viss vonbrigði að utd skyldi ekki tapa stigi þar sem þeir voru grútlélegir og mjög heppnir að fá ekki mark á sig amk.
Mínir menn stóðu sig ágætlegak, stig á anfield er ekki neitt slæmt. Næst tökum við 3 stig frá Fulham.

Annars er ekki sama hver er, í fyrra fékk Sol Campbell rautt fyrir að verja boltann gegn Solskjær, nú gerði Nistelroy það sama og fékk bara tiltal. Já ekki skrýtið að Arsenal menn séu stundum pirraðir.
    
miðvikudagur, ágúst 27, 2003
|
Skrifa ummæli
Boo Radleys er það besta sem Liverpoolborg hefur gefið af sér!
    
þriðjudagur, ágúst 26, 2003
|
Skrifa ummæli
    
mánudagur, ágúst 25, 2003
|
Skrifa ummæli
Pálmi hefur ákveðið að ganga til liðs við fimmtudagsklúbinn og verður með a.m.k. 50% mætingu og væntanlega enn hærri.
    
|
Skrifa ummæli
Heildarstaðan í tippleik slembibullarara eftir 2 umferðir er eftirfarandi:

ÁHH - 15
PP - 14
JG - 13
HS - 9

Eins og sést verða þetta spennandi umferðir framundan - Jói mun svo pósta hvernig umferðin fór í meiri details.
Amk er hægt að segja að Úlfarnir séu að byrja ansi illa - markatalan 1-9 eftir 2 leiki.
    
|
Skrifa ummæli
Svona var helgin þá:

Föstudagur:
Vinna, fór að æfa eftir vinnu, fór heim og grillaði silung (ekki góður í þetta sinn). Eftir það komu nokkrar vinkonur EE í heimsókn og voru þarna til að verða 10:30 því þá þurftu þær að fara í bowling. Rétt eftir að þær fóru var bankað upp á hjá mér og nágranni minn að fá lánaðan upptakara, endaði með því að ég fór í heimsókn og spjallaði í smástund og var Gróa á Leiti með okkur þegar talað var um vinnutengd mál.

Laugardagur:
Horft á leik nr. 1 - ekki gaman.
Farið á Players og horft á Tottenham leikinn - það var hinsvegar gaman.
Fór í Perluna og keypti DVD og CD fyrir 8000 kr. Á meðan ég stóð og var að skoða eitthvað kom Pétur Kristjáns upp að mér og benti mér á að Arthur Brown diskurinn sem ég hafði í höndunum væri mjög góður og nefndi um leið að hann hefði séð hann spila 1969 í London (lucky bastard). Ég var nú búinn að ákveða að kaupa diskinn og gerði þetta hann enn skemmtilegri kaup. Eftirfarandi var keypt á markaðnum:
DVD - Wedding Singer fyrir EE á 1000 kr.
DVD - Convoy - 1000 kr.
DVD - Heimildarmynd um independent artists, sem heitir D.I.Y. (eða Do it yourself), þar sem m.a. er talað við Jim Rose, Lydia Lunch, Richard Kern ofl.
CD - 2 smáskifur með Moby
Cd - Arthur Brown - Anthology
CD - Gravity Kills - Superstarved - 1000 kr.

Mjög sáttur við þessi kaup..

Fór svo heim þar sem ég var á leiðinni á Sirkus Halldórs Laxness. Hjölli hafði bailað á síðustu stundu vegna smá jarðskjálftavirkni og hélt ég að Jói væri enn úti á landi og því reyndi ég ekki að hafa samband við hann, reyndar hatar hann Mínus þ.a. það hefði svo sem ekki skipt máli. En talandi um jarðskjálftana þá var ég mitt á milli svefns og vöku í stofunni þegar fyrsti kom og ég vissi ekki hvað var að gerast og fékk bara sjokk - hljóp um íbúðina að tékka á hvað hefði gerst - ringlaður. Þegar næsti kom þá var ég meira vakandi og grunaði nú að um jarðskjálfta væri að ræða. En það brakaði svo mikið í húsinu að ég hélt virkilega að það hefði orðið sprenging á neðstu hæðinni og leit því út um alla glugga osfr...

Nú aftur að Sirkusnum - þetta var heljarins dæmi, fyrri helmingur showsins var svona Jam dæmi, mjög gaman að heyra nánast eitt lag í 1,5 klst eða ca það. Þetta var mjög flott og gaman að sjá svona. Seinni hluti showsins voru lög frá Mínus og fannst mér þeir koma vel út.
Palli Banani, celebrity hóra nr. 1 var að sjálfsögðu á staðnum ásamt mörgum frægum andlitum og þar á meðal ég..
Eftir þetta var haldið heim á leið, þrír bjórar í mallanum - því var tekin not so sober ákvörðun um að reyna að horfa á Daredevil og voru það mistök, ég hafði ekki einu sinni gaman af henni í glasi og hvað þá edrú...

Sunnudagur:
Vaknaði - fór á æfingu.
Horfði svo á 2 leiki í röð og gerði mest lítið þennan dag og þetta kvöld. Stundum er gott að gera ekki neitt..

og nú er mánudagur og vinnan hafin..
    
sunnudagur, ágúst 24, 2003
|
Skrifa ummæli


Var að æfa mig aðeins í hinu rómaða forriti Photoshop og ákvað að taka Skotlandsferðina fyrir.
    
|
Skrifa ummæli
Það eru lausir tímar í tennis í Sporthúsinu í vetur. Maður þarf að fastsetja tíma fram að áramótum og tíminn kostar 2800 krónur (myndi skiptast niður á fjóra ef við spiluðum tvímenning). Það eru ekki margir tímar lausir en þetta er laust:

Kl. 21:30 mán-, mið- og föstudagskvöld.
Kl. 21:00 og 22:00 Sunnudagskvöld


Hvað segið þið um að við skellum okkur á þetta? Ég mæli með 21:30 á mánudagskvöldum, og við þyrftum þá að panta helst á mánudaginn.
    
föstudagur, ágúst 22, 2003
|
Skrifa ummæli
Þetta er nú meira fyllerítð , ég ér barfaa orðitnn blindfullurr af öllum þessum bjjór, jesssss , jég skrifaði síðustu setningur án þess að gera safsetningarvillu og gersi aðrþir betur!!!!!!
    
|
Skrifa ummæli
Hjölli ég ætla að fara á þetta - láttu vita ef þú hefur áhuga:

Loksins Loksins... Útgáfutónleikar Halldórs Laxness!
mínus
flytur Sirkus Halldórs Laxness.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús laugardaginn 23. ágúst.
fram koma:

á þessum einstaka viðburði munu koma fram fjöldinn allur af landsþekktum listamönnum sem enginn má missa af.

Curver
Einar Örn Benediktsson
Jóhamar
Einar Melax
Hrafn Ásgeirsson
The Hafler Trio
Videoverk eftir Frosta Runólfsson

Sirkusinn hefst klukkan 19:00. Aðgangseyrir 1000kr
    
|
Skrifa ummæli
Það styttist í þetta:

Airwaves 2003 15. - 19. október: Allt að gerast
    
fimmtudagur, ágúst 21, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja nú koma reglurnar af tippleiknum fræga:

1. 5 umferðir í einu liggja undir og er bara tippað á getraunaseðil.
2. 2 Leikir í gangi, einn þar sem bara er tippað einu sinni á leik og einn leikur þar sem má tvítryggja 5 leiki.
3. Kostnaður er 2000 kr. þar sem efsti maður fær 3000 kr. (efsti maður í hvorum leik fyrir sig) og maður nr. 2 fær 1000 kr. (í hvorum leik fyrir sig). Þannig getur einn unnið mest 6000 kr. Vinsamlegast látið vita ef þið eruð ósáttir við upphæðina.
4. Ég mun sjá um að halda utan um þetta - það þarf að senda mér tippið fyrir 12 að hádegi á föstudegi. Ég mun reyna að senda út seðilinn á miðvikudögum.
5. Ef aðili gleymir að tippa, þá fær hann jafn mikið og lægsti skorandi.
6. Þegar síðasta umferð er skal reynt að hittast og horfa á leikinn saman.

Þetta eru drög að reglunum - ef þið hafið einhver comment þá látið í ykkur heyra, aðallega vegna peningamála og hvort við eigum að hafa fleiri umferðir eður ei.

Spurning hvort það henti betur að vera með 10 umferðir eða 5, fannst skemmtilegra að hafa færri umferðir og fleiri útborgunardaga.
    
|
Skrifa ummæli
Á einni góðviðrisstund á þingvöllum var ákveðið af þremur slembibullurum að stofna klúbb þar sem ýmis málefni væru tekin fyrir. Stefnan var að hafa þennan klúbb annann hvorn fimmtudag og á að byrja næsta fimmtudag.
Hjölli og Árni (2 af stofnmeðlimum) munu tilkynna í byrjun næstu viku hvað verður gert fyrsta daginn.
Þennan klúbb þarf að taka mjög alvarlega og er ekki áætlað að menn mæti bara þegar hentar - það þarf að vera mjög góð ástæða fyrir því að menn mæti ekki.

Nú köllum við eftir svari frá PP og OG varðandi hvort þeir ætli að vera með í þessum klúbbi.
Það sem verður gert er mjög breytilegt, getur verið að fara á kaffihús og drekka kaffi og spjalla eða bara fara í keilu eða snóker. Við gætum tekið upp á því að fara á Listasafn eða jafnvel tónleika, hver veit.

Nú þegar er klúbburinn orðinn þrír meðlimir og er beðið eftir að heyra frá hinum tveimur aðilunum með þátttöku.
    
miðvikudagur, ágúst 20, 2003
|
Skrifa ummæli
Ísland svo sem gott búið að vinna riðilinn sinn, bara eftir 2 léttir leikir gegn þýskurum. Ekki oft sem þessi sjón sést. Stefnir allt í það að það verði Ísland og Skotland sem fara áfram, enda eiga þýskararnir eftir leiki gegn OKKUR og einn gegn skotum.

OVERALLHOMEAWAY
PWDL FAWDLFA WDL FAPts GD
Iceland6402116201532016312 5
Germany5320831103221051115
Scotland522175110321114382
Lithuania62134920235011147-5
Faroe Islands601551201236003261-7
    
þriðjudagur, ágúst 19, 2003
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Jæja þá er fyrstu umferð tippleiksins lokið, ekki riðu nú allir feitum hesti frá þessari helgi, nánar tiltekið Hjörleifur nokkur Sveinbjörnsson.

Staðan er þessi núna:
ÁHH - 7
Jói - 6
PP - 6
HS - 3

Pálmi fór nú aðallega illa á sænskum leikjum sínum þar sem hann fékk 0 af 3, en Jói og Árni tóku 2 af 3 þar.
Hjölli náði 2 af 3 leikjum sínum á utd og Arsenal leikjunum - hann er getspár strákurinn :)
Næsta umferð verður sennilega smá breytt - reglurnar koma út fljótlega.
Hér fyrir neðan sjáið þið leiki helgarinnar - ég reyni að bæta þetta næst, kemur í smá belg og biðu, en þið ættuð að geta lesið úr þessu samt.

Úrslit Hjölli Jói Árni Pálmi
1 Man.Utd. - Bolton 1 1 1 1 1
2 Arsenal - Everton 1 1 1 1 1
3 Leicester - Southampton x 1 1 2 x

4 Fulham - Middlesbro 1 x x x 1
5 Blackburn - Wolves 1 2 x 1 1
6 West Ham - Sheff.Utd. x 1 1 1 1

7 Sunderland - Millwall 2 1 x 1 x
8 C.Palace - Watford 1 x 1 1 2
9 Reading - Nott.Forest 1 1 1 1 2

10 Crewe - Ipswich 1 2 x 2 x
11 Enköping - Halmstad 2 1 2 2 1
12 Landskrona - Örgryte x 1 x x 1
13 GIF Sundsv. - Elfsborg x 1 1 1 x

3 6 7 6
    
|
Skrifa ummæli
Hvaða skítaskot eru þetta frá Sigurði???

Annars er ég rétt að skríða saman núna eftir djammið á laugardaginn og það er ljóst að maður þolir ekki svona pakka lengur. Ég hef því ákveðið að fara ekki á fyllerí næstu vikurnar heldur reyna að gera eitthvað meira uppbyggilegt.
Annars verður vinnuferð á föstudaginn og er för heitið á Jökulsá Eystri í gúmíbátaferð. Við í vinahópnum fórum einmitt þessa ferð fyrir nokkrum árum síðan sem var mjög skemmtilegt.

Annars hef ég ákveðið að setja ekki myndirnar mínar á PBase eins og ég var búinn að ákveða, heldur kaupa mér aðgang að http://www.smugmug.com/. Það er mikið talað um þessa síðu á umræðuðráðum á dpreview og virðast flestir vera sammála um að þetta sé besta myndasíðan. Fyrir c.a. $30 á ári fær maður ótakmarkað pláss fyrir myndir (veit ekki alveg hvernig þeir geta lofað þessu) og gagnaflutningur upp á 1 GB á mánuði. Ég held að þetta sé bara málið!
Síðan er ég að spá í að gerast áskrifandi af tímaritinu Digital Camera Magazine, sem er fjandi gott tímarit um ljósmyndun og eftirvinnslu í tölvu.

Skólinn fer að byrja og ég er að spá í að hætta við að taka áfangann Sérhæfð gagnagrunnskerfi og taka frekar Stöðuvélar og Reiknanleiki hjá Halldóri Halldórssyni.

Jæja, ég vona að Siggi geti sætt sig við þetta blogg.
    
mánudagur, ágúst 18, 2003
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Stutt blogg um menningardaginn.

Byrjað var á að mæta um 13.00 á Players þar sem horft var á fótbolta og spilað Pool til að verða 18.00. Þá var stefnan tekin niður í bæ þar sem við fórum í hljómskálagarðinn, vorum þar í 10 mín og héldum á Tjarnagötuna á tónleika.

Sáum þar hljómsveitina Ælu frá keflavík og var það bara ágætis skemmtun. Þaðan röltum við niður í bæ og var farið á Kaffi Austurstræti þar sem Jóhann komst á séns - en ekkert varð þó úr því. Hittum Egil Ólafsson þar inni.
Smelltum okkur svo á Thorvaldsen þar sem við sátum úti (undir tjaldi) í dágóðan tíma, fengum okkur burger, bjór og kokkteila.
Þaðan var haldið stuttlega á vísindadaga í Topshop, vorum þar stutt, fórum þá fyrir utan Lækjarbrekku og sátum þar í góðu yfirlæti og drukkum bjór og Irish Coffy.
Nú var farið að síga á seinni hlutann - undirritaður var farinn að finna vel á sér en tók þó bjór í hönd og rölti með strákunum (sem var Oddgeir líka þar sem hann kom þegar við vorum á Lækjarbrekku) niður á höfn og hlustuðum á Sálina, Stuðmenn og horfðum á flugelda.
Þegar öllu þessu var lokið var haldið á Kaffibrennsluna og svo á Iðnó. Ég staldraði stutt við á Iðnó þar sem ég var farinn að verða "þreyttur" og konan var búinn að vera að reyna að ná í mig - haldið var heim á leið með Oddgeiri.
Frétti svo daginn eftir að EE hefði verið að reyna að ná í mig á fullu - ég hefði ekki svarað og hún var brjáluð um kvöldið. Það útskýrði hví ég rauk af stað heim.

En góður dagur, gott kvöld en svolítið dýrt.
    
föstudagur, ágúst 15, 2003
|
Skrifa ummæli
Þá er búið að ganga frá tryggingarmálunum, þó svo að eigendaskiptin hafi ekki verið full afgreidd hjá umferðastofu, en seljandi bílsins hringdi klukkan 15:50 í dag í umferðastofu og þar svaraði bara símsvari að skrifstofan lokaði klukkan 16. Greinilegt að einhver föstudagur var hlaupinn í starfsmenn, en þeir kláruðu semsagt ekki í dag að afgreiða eigendaskiptin og því er bíllinn núna skráður á seljandann, en ég tryggi bílinn.
    
|
Skrifa ummæli
Hér er hægt að sjá snilldartakta japana í borðtennis - Matrix style.


http://www.astercity.net/~tobik/pingpong.html
    
|
Skrifa ummæli
Hvað segja slembarar um það að mæta á Players kl. 13 á morgun? Ágætt að mæta aðeins fyrr til að ná góðum sætum og vera búinn með einn öl áður en leikurinn byrjar.

Af hverju er Ánni annars svona seinn með að senda út fyrsta getraunaseðilinn í getraunaleiknum??? Hvað segja menn með að við höfum 5 tvítryggingar (eða jafnvel 6)? Það þýðir að seðilinn kostar 320 kr. en leikurinn býður upp á meiri strategíu og spennu.
    
fimmtudagur, ágúst 14, 2003
|
Skrifa ummæli
Ég hef verið í smá vandræðum undanfarið hvort ég ætti að kaupa mér bíl eða kafarabúning, svo ég ákvað bara að gera bæði (þ.e. druslubíll, en góður búningur)
Nú er bíllinn kominn og fékk ég bílinn ókeypis, en ég borgaði 27000 fyrir ný dekk á bílinn (á felgum) og svo einnig bifreiðagjöldin út árið (5000 kr) og því kostaði þetta mig 32000 kall, sem er nú bara ekki svo slæmt. Svo er þetta líka orðið svo auðvelt að við gengum frá öllum viðskiptunum bara á netinu. Bíllinn er árgerð 87 og ekinn 160þús.
Ökutæki
Fastnúmer:
IO248
Tegund:
MAZDA 323
Dagsetning kaupsamnings:
14.08.2003
    
|
Skrifa ummæli
Samkvæmt nýjum útreikningum eru stjörnurnar á himninum tíu sinnum fleiri en sandkornin á öllum ströndum og eyðimörkum heimsins.
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli


Þetta er líklegast mín næsta myndavél. Þetta er Sony DSC-828 sem er arftaki minnar vélar og kemur út í kringum næstu jól. Virðist vera nokkuð mögnuð vél og ég hugsa að ég skipti minni út eftir c.a. ár.
    
|
Skrifa ummæli
Þetta segir Figo um Cristiano Ronaldo:

"He is good enough to embarrass English defenders and he will have too much skill for a lot of them.
"There are some things he does with a ball that make me touch my head and wonder how he did it. It must be terrifying to be a defender against him."
    
|
Skrifa ummæli
Það er alveg grátlegt þegar gjörsamlega hæfileikalaust fólk er að basla svona áfram í poppinu bara af því það þekkir einhvern eða er skyldur einhverjum. Þetta er svona svipað og með Victoriu Beckham:

Úr MBL:
Ozzy Osbourne grátbiður Kelly dóttur sína að hætta ekki í poppinu, en hún lýsti því yfir að hún vildi hætta því henni gengi svo illa.
Kelly er búin að aflýsa tónleikaferðalagi um Evrópu því miðasala gengur illa. Á tónleikum hennar í Edinborg á þriðjudagskvöldið seldust aðeins 250 miðar af 3.000.

Kelly varð einnig fyrir vonbrigðum þegar hún hitaði upp fyrir Robbie Williams í Knebworth, en hún gleymdi lagatexta á sviðinu og gerðu illir áhorfendur hróp að henni.

Ozzy vill endilega að dóttir hans spili með honum á tónleikum og hefur hvatt Kelly til að reyna aftur.

"Ozzy sýnir Kelly mikinn stuðning og hefur sagt henni að þetta sé bara tímabundið og hún eigi ekki að hætta. Hann vill að hún taki sér smáfrí en komi svo og hiti upp fyrir hann þegar hann fer í næsta tónleikaferðalag," sagði vinur þeirra.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá held ég að það sé ljóst að sumarið er búið og maður fer að setja hjólið upp í hillu fram í júní á næsta ári.

Annars er Siggi kominn úr fríi og maður þorir ekki lengur að vanrækja bloggið þannig að nú verður tekið á því.
    
|
Skrifa ummæli
Alltaf gaman að lesa um þetta:

Fabien Barthez suffered more misery as he was beaten by a freak goal and was taken off before the end as a B-list Manchester United were sunk at Stoke....

Ég held að það sé ljóst hver verður nr.1 hjá Utd í vetur.
    
|
Skrifa ummæli
Okkar maður stendur fyrir sínu!!!

DAILY MAIL: Chelsea fielded £59million of new talent last night to virtually secure their Champions League progress with a 2-0 victory against Zilina in Slovakia. At that price failure would simply have been unacceptable but, ironically, it was Eidur Gudjohnsen, acquired for a mere £4million three years ago, who provided the cutting edge.
    
miðvikudagur, ágúst 13, 2003
|
Skrifa ummæli
Úr dagbók lögreglunnar 1. - 5. ágúst 2003:
Á mánudagskvöld var kvartað undan tónlistarhávaða úr íbúð í miðborginni. Að sögn tilkynnanda hafði sama lagið verið spilað samfleytt í 24 klukkustundir. Reynt var að ná sambandi við húsráðanda en án árangurs.

Hvaða rugl er þetta? Ég sagði ekki að þetta hefði verið í 24 klukkustundir heldur í nokkra daga og auk þess er hann ennþá að spila þetta lag allan sólarhringinn. Gerir lögreglan ekkert gagn? Af hverju er ekki búið að loka þennan mann inni ... það er kannski bara búið að því?!?
    
|
Skrifa ummæli
Ekkert kjaftæði hér
    
þriðjudagur, ágúst 12, 2003
|
Skrifa ummæli
YO Slembarar.

Hvernig væri að hittast á laugardaginn og horfa á United-Bolton og kíkja síðan á menningarnóttina?
    
|
Skrifa ummæli
Er þetta ekki of mikið?

Stóri bróðir sér allt – alls staðar
Bandaríska varnarmálaráðuneytið er að sögn AP fréttastofunnar að þróa eftirlitskerfi sem notar tölvur og þúsundir myndavéla til þess að fylgjast með, skrá og skilgreina hreyfingar á öllum bílum í útlendum borgum. Unnið er að verkefninu – sem kallast “Combat Zones That See” – í þeim tilgangi að bæta stöðu bandaríska hersins á átakasvæðum í erlendum borgum. Hins vegar benda ýmsir á að kerfið megi nota til þess að njósna um Bandaríkjamenn sjálfa. Hugbúnaðurinn í kerfinu þykir byltingarkenndur en með honum er unnt með sjálfvirkum hætti að skilgreina bíl eftir stærð, lit, lögun og númeri, eða greina ökumann eða farþega af andliti.
    
|
Skrifa ummæli
'After we played Sporting last week the lads in the dressing room talked about him constantly, and on the plane back from the game they urged me to sign him - that's how highly they rated him. He is one of the most exciting young players I've ever seen.'
    
|
Skrifa ummæli
Þetta líst mér vel á. Tveir ungir menn sem ættu að styrkja liðið mikið. Ronaldo þessi var ótrúlegur á móti United í síðasta æfingaleik.

Manchester United boss Sir Alex Ferguson will soon be able to include World Cup-winner Kleberson in his plans after the Brazilian with the Brazilian on the verge of completing his move to the club. Now only the loose ends need to be completed on the club's £6million deal with Sao Paulo outfit Atletico Paranaense. And they should have another new face, with Portuguese TV reporting that Sporting Lisbon striker Cristiano Ronaldo will be presented as a new Manchester United player this week.
    
mánudagur, ágúst 11, 2003
|
Skrifa ummæli
Hver ætlar að redda miðum í þetta skiptið ... Ánni eða Hjölli kannski?

Forsala aðgöngumiða fyrir viðureign Íslands og Þýskalands í undankeppni EM hófst fyrir helgi og voru viðbrögð mjög góð, en um 1000 miðar hafa þegar selst af þeim 3000 miðum sem ekki hafði þegar verið ráðstafað. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli laugardaginn 6. september næstkomandi.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja þá er maður kominn aftur í vinnuna. Fríið búið að vera fínt. En það var mikið hjólað í fríinu og auk þess var ég doldið duglegur heima, en ég tók mig til og tók til í geymslunni og er hún bara orðin nokkuð góð núna, en ég málaði hana einnig marmarahvíta (sem er bara hvítt og líkist marmara ekki neitt). Á laugardaginn var svo haldið vestur á nes til Hildar og héldum við þar upp á afmælin okkar (6. og 8. ágúst). Ég kom svo heim í gærkvöldi og málaði þá seinni umferðina á geymslunni og var ekki búinn fyrr en rétt um miðnætti og horfði þá á "Nátthrafna" á skjá einum til klukkan 1 og fór þá að sofa (að vísu var ég að lesa teiknimyndasögur í ca klukkutíma í viðbót og var því ekki sofnaður fyrr en um 2 leitið og vaknaði svo af einhverjum völdum klukkan hálf fimm og var bara andvaka og sofnaði ekki aftur fyrr en klukkan var orðin rúmlega 6 og átti svo í erfiðleikum með að vakna um morguninn og var ekki kominn í vinnuna fyrr en korter yfir tíu).
    
föstudagur, ágúst 08, 2003
|
Skrifa ummæli
Þurfa ekki Slembarar að drífa sig í að fjárfesta í miðum?

Forsala aðgöngumiða á Ísland - Þýskaland
Íslendingar mæta Þjóðverjum í undankeppni EM 6. september næstkomandi. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 17:30. Stórum hluta aðgöngumiðanna hefur þegar verið ráðstafað til Knattspyrnusambands Þýskalands og samstarfsaðila KSÍ. Nú hefst forsala á um u.þ.b. 3000 aðgöngumiðum og er það stór hluti þeirra miða sem eftir á að ráðstafa - Fyrst fer fram netsala í gegnum heimasíður KSÍ og ESSO,en síðan tekur við forsala á Nestis-stöðvum ESSO, svo fremi sem einhverjir miðar verði eftir.
    
|
Skrifa ummæli


Hérna er maður í listrænum pælingum.
    
|
Skrifa ummæli
Þetta lítur ekki vel út fyrir mína menn - FootballWeekUk.com sem er með þátt á sýn segir að Tottenham endi sennilega í 13 sæti, fyrir neðan lið eins og Everton, Southampton, Blackburn ofl. Þetta lítur alls ekki vel út. Þetta segir hann um möguleika Tottenham:

Well our tour of the Premier League is just finally reaching it's conclusion. Just a couple of clubs left to consider. And the penultimate club on our list of course is Tottenham Hotspur. Now I have to say that for me personally, Spurs have provided the biggest shock of the summer months so far. And that surprise is that Glen Hoddle is still their manager. I have to say that personally I was convinced that Hoddle would be one of the first casualties of the summer. Just the latest in a long line of high profile big name managers that have been moved on from Whitehart lane having failed to provide the success that they've been longing for there for so many years. Well I was wrong about Glenn Hoddle but I doubt that I'm wrong in predicting that Tottenham Hotspur will once again struggle in the coming Premier League season. They've made some interesting signings in the summer but none of them are guaranteed to bring success and I can't see Spurs challenging for European honours this time round. Neither, however, can I see them really threatened with relegation and so I'm afraid it's another season of mid-table mediocrity in store for Spurs but personally I think they're more likely to finish in the lower half of the table.
    
fimmtudagur, ágúst 07, 2003
|
Skrifa ummæli
Var að prófa nýja myndasíðu og setti þar inn myndir úr gönguferðinni á Fagradalsfjall: Check it!
p.s. það er hægt að velja að skoða myndirnar í 2400xeitthvað upplausn ef menn vilja sjá þetta í "réttri" stærð.
    
miðvikudagur, ágúst 06, 2003
|
Skrifa ummæli
Er í fríi núna en hef nú bara hreyft mig ansi mikið undanfarið:
Föstudagur - 30 km. hjólaðir
Laugardagur - Þynnka
Sunnudagur - Gönguferð upp á Fagradalsfjall í 5 klst.
Mánudagur - 40 km. hjólaðir
Þriðjudagur - 33 km. hjólaðir
Miðvikudagur - 35 km. hjólaðir

Maður ætti að grennast eitthvað við þetta.
    
þriðjudagur, ágúst 05, 2003
|
Skrifa ummæli
Það er ekki hægt að segja annað en að manni hlakkar orðið ansi mikið til fyrir nýja tímabilið. Tottenham þegar búið að kaupa 3 sóknarmenn og eru orðaðir við Mark Van Bommel - en það yrðu frábær kaup ef hann kæmi til Tottenham, þá væri ég orðinn nokkuð sáttur fyrir tímabilið og tilbúinn í Evrópuslaginn.

Annars er mín spá sú að í fyrra var Arsenal liðið til að sigra og í ár verður það Utd. Þeir hafa firnasterkt lið sem verður erfitt að slá, sérstaklega í ljósi þess að minna álag verður á stóru liðunum núna í champ league.

5 dagar og þá byrjar þetta (svona meira og minna).
    
mánudagur, ágúst 04, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja þá er enn ein verslunarmannahelgin búin - sennilega sú leiðinlegasta af þeim öllum.

Fór á djammið með strákunum og bróðir á föstudag - var fínt bara, ekkert að gerast í bænum reyndar, sjaldan séð hann eins tómann eins og þá.

Vaknaði upp á laugardegi í blíðunni og vonaðist til þess að fara út úr bænum - varð þó ekkert úr því - viss vonbrigði, neita því ekki. Var þá ekki í stuði til að gera neitt - ætlaði frekar að vera í stuði á Sunnudeginum. HÖH fór þó til Hreiðars og skemmti sér vel fram á nótt.

Keyrði bróðir minn á flugvöll um sunnudag - ætlaði að hitta Hjölla og Jóa og fara í gönguferð - þeir svöruðu ekki í síma og því varð ekkert úr því. Viss vonbrigði þar, en svona er þetta stundum.

Heyrði svo aftur í þeim um 22.00 og sögðust þeir ætla að slappa af heima hjá Jóa og drekkar nokkra öllarra - bjuggust ekki við að gera neitt meira. Ég ákvað því að spara mér leigubílakostnað osfrv og ákvað að vera heima aftur.

Horfði amk á mikið sjónvarp... og hugsaði meira en góðu hófi gegnir..

Til þess að gera eitthvað þessa helgi þá ákvað ég að skella mér í vinnunna og hjólaði þangað og ætla hjóla meira á eftir. Hefði kannski átt að mæta í vinnuna í gær eins og ég ætlaði - það hefði kannski lyft upp deginum.

En nú er helgin búin og ég tilbúin í næstu viku.
    
föstudagur, ágúst 01, 2003
|
Skrifa ummæli


Afsakið Pálmi að ég náði ekki öllu húsinu!
    
|
Skrifa ummæli
Annars er bara góð helgi framundan og í kvöld verður gert eitthvað djúnkspúnks (einsog krakkarnir segja) en morgundagurinn og helgin eru óráðin, en svo tek ég mér frí í næstu viku og ætla að skreppa vestur á nes (Snæfellsnes) og veit ekkert hvenær ég kem aftur. Þetta hefur að vísu alvarlegar afleiðingar þar sem að enn eru tafir á köfunarnámskeiðinu og gæti ég jafnvel frestað nesför ef það verður útlit fyrir að ég geti klárað þetta dæmi, en ekki tókst það í þessari viku, vegna mikilla anna (svo var líka bara svo leiðinlegt veður til að fara út að kafa, en það er náttúrulega bara léleg afsökun, sem maður segjir ekki nokkrum manni frá).

En það sem ég vildi sagt hafa en er ekki enn búinn að segja er þetta: Góða verslunarmannahelgi!!!!!!
    
|
Skrifa ummæli
Þá er það orðið ljóst

BBC team says Nessie does not exist

A BBC research team has said that there is no such thing as the Loch Ness monster.

The team scoured Loch Ness, allegedly home to Scotland's legendary tourist attraction, but found no trace of the monster. In order to undertake this research they used 600 separate sonar beams and satellite navigation technology to make doubly sure none of the Loch was missed.

    
|
Skrifa ummæli
Þetta eru nú meiru svikahrapparnir:

UNITED AND FA HIT BY OFT FINES By Alastair Moffitt, PA Sport Manchester United and the Football Association have been hit in the pocket for 'fixing' the price of replica kits.

United have been fined £1.652million by the Office of Fair Trading while the FA were hit with a £198,000 fine, although that was cut to £158,000 'by leniency'.
    
|
Skrifa ummæli
Reyndar ætti www.gudbjargarson.tk að virka líka.
    
|
Skrifa ummæli
Búinn að breyta heitinu á myndasíðunni minni úr hinu fáránlega gudjbargarson í jg. Linkurinn er því: www.pbase.com/jg/
.

Annars er reynsluaðgangurinn minn útrunninn hjá PBase og ég er að spá í að kaupa mér fullann aðgang. Það kostar $28 á ári fyrir 100mb af myndum, sem er nú bara helv... vel sloppið held ég.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar