fimmtudagur, september 30, 2004
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Helgar
Svona er planið hjá mér næstu helgar:
  • Fjölskylduhátíð á Blönduósi
  • Danmerkurferð
  • Prodigy tónleikar
  • Airwaves
  • Mála stofu
Mikið að gera á næstunni og ég plana að kaupa myndavélina í DK ef hún er á góðu verði þar (fæ a.m.k. vat til baka).

Við erum komin heim og Króatíu var mjög skemmtileg.
    
sunnudagur, september 26, 2004
|
Skrifa ummæli
Kroatia
sma kvedja fra kroatiu, her er rolegt eins og Johann nefndi, vid forum i sjoferd um daginn thar sem eg var skilinn eftir i annad sinn i ferd, nuna a eyju i ballarhafi thar sem eg var naer dauda en lifi vegna sjoveiki, enda forum vid i fish picnic thegar stormur gekk yfir, storm of the century. Stormurinn var eins og i myndinni the perfect storm ef einhver man eftir henni, en eg lifdi af og fyrsta sem eg gerdi var ad haetta vid feneyja ferdina vegna sjoveiki, en eg er enn ad velta henni fyrir mer en hun er a morgun. I kvold er Istriukvold en thad a ad vera matur og dans ad haetti hussins.

Buid ad vera mjog fint her, en alltaf gott ad komast heim.

Civili
(skal a Kroatisku)
    
miðvikudagur, september 22, 2004
|
Skrifa ummæli
Cvedja fra Croatiu
Allt gott ad fretta af okkur i Kroatiu ... allt mjog rolegt herna og god afsloppun. Forum a mjog flottann veitingastad i gaer sem er i gomlum virkisturni og vid strakarnir fengum okkur sjavarrettaplatta sem var mjog godur og odruvisi ... Sonja fekk ser steik. Thetta endadi sidan i sma djammi thvi thad tharf ad skola nidur med Grappa og sidan var vin med matnum. Vid Sonja forum heim a undan strakunum sem reyndar voru ekki mikid lengur thvi thetta er mikid gamlingjabaeli og flest lokar eftir midnaetti.

Annars er bara mjog gaman herna og mjog godur stadur sem vid erum a. Vid setjum sennilega ekki inn neinar myndir a naestunni thvi tolvurnar herna eru lokadar inni i kassa og ekki haegt ad koma minnisfuglinum inn i thaer ne CD.

Hvala.
    
Fiska?
14:09   Blogger Burkni 
miðvikudagur, september 15, 2004
|
Skrifa ummæli
Austur Evrópa - finished
Jæja, mér tókst að klára að laga til myndirnar frá Austur Evrópu og þá erum við Sonja búin að gera þeirri ferð ágætis skil í myndum og er ég bara nokkuð sáttur við niðurstöðuna.

Hérna eru 3 síðustu galleríin í ferðinni:

Busteni II: Fórum aftur í fjallgöngu í Busteni.

Stelpurnar tvær sem voru með okkur voru bara á stuttbuxum og ekki meira en c.a. 10 stiga hiti þarna uppi og það var farið að rigna aðeins.

Sighisoara: Fallegur bær sem Drakúla fæddist í.

Gellur að pæla í strákunum sem sátu á hinum bekkjunum.

Budapest: Falleg stórborg.

Ráðhúsið.

Þá læt ég þessari Austur-Evrópu yfirferð lokið en spurning hvort Ítalía og Króatía detti ekki inn á SmugMug þegar ég kem heim en það verður ekki undir þessum flokki.

Við Sonja ætlum núna að fara að sofa því við þurfum að vakna fyrir kl. 7 í fyrramálið til að bruna út á flugvöll (ætla ekki að láta taka mig fyrir of hraðan akstur í þetta skiptið) og klukkan er orðin 1:32 núna.
    
þriðjudagur, september 14, 2004
|
Skrifa ummæli
Frí frí frí frííííííííí
Búinn að bjarga heiminum og er því kominn tími til að fara í frí.

Á Spáni er gott að djamma
diskótekunum á.
Og ég er ekki orðinn amma
þar sem ég er farinn til Króatíu já.

Þetta var mjög vel ort og ekki neitt út á það að setja og ef einhver er með einhver leiðindi gagnvart þessu, þá hefur sá hinn sami bara ekkert vit á ljóðlist og má bara snæða það sem úti er kalt.
    
|
Skrifa ummæli
Tennis
3-0
    
mánudagur, september 13, 2004
|
Skrifa ummæli
Futurama
Fékk lánaða 1. seríuna af Futurama hjá Jóa (3 DVD diskar, 4 þættir á disk = 12 þættir, hver um 20 mínútur eða samtals 4 klukkutímar) á laugardagskvöldið. Bögglaðist í gegnum 1. diskinn þá. Morguninni eftir horfði ég svo á 3 þætti (með smá morgunmatspásum).
Svo hringdi Jói í mig klukkan 13:44 og spurði hvort ég ætlaði ekki á leikinn (FH - Fram) sem byrjaði klukkan 14:00. Mér fannst endilega að leikurinn ætti ekki að vera fyrr en klukkan 16:00 og var bara í rólegheitum að drekka kaffið mitt, en rauk í jakka og skó og sótti Jóa og brunaði svo í Krikann þar sem að FH tók Framarana í bakaríið og vann með 4 mörkum gegn einu og skoruðu FH-ingarnir 4 markið á 95. mínútu.
Ég skutlaði svo Jóa heim og eftir stutt stop fór ég heim til mín. Ég horfði svo á Jón Bónda á Skjá 1 um kvöldið og svo á nokkra Futurama þætti til viðbótar fyrir svefninn (sofnaði út frá einum þættinum).
Í morgunn vaknaði ég svo hress og kátur og var náttúrulega enn kveikt á tölvunni og horfði ég þá á restina af þáttunum (en ég átti bara eftir einn og hálfan þátt eftir) áður en ég fór svo í vinnuna.

Í kvöld er það svo tennisinn þar sem að ég og Jói ætlum að taka Hauk og Sigga í bakaríið, erum samt ekki alveg búnir að ákveða hvernig lokatölur eiga að vera.
    
|
Skrifa ummæli
Verðlaun
Fór áðan að taka við verðlaunum vegna myndakeppninnar og Morgunblaðið tók mynd af verðlaunahöfunum. Fékk Kodak LS-753 stafræna myndavél (kostar 50.000 kr.), Kodak starter pakka sem er með batteríi, þrífót, ljósmyndapappír o.flr., myndina mína stækkaða og innrammaða og 50 myndir í framköllun ásamt tveimur stækkunum. Ég ætla að gefa mömmu myndavélina þannig að nú verður hún að fara að kynna sér stafræna myndatöku og tölvur.
    
Er þetta ekki bara hin besta myndavél. Segir í umfjölluninni um hana að hún sé mjög góð fyrir þá sem eru að byrja í bransanum.
Er búið að stylla myndinni þinni upp í búðinni?
16:53   Blogger Hjörleifur 

Já, hún er uppi á vegg hjá þeim við innganginn og þar stendur stórum stöfum: 1. verðlaun - Jóhann Friðbjörnsson.
17:03   Blogger Joi 

hmmm...Leiðréttirðu þá ekki?
17:19   Blogger Hjörleifur 

Jú, að sjálfsögðu gerði ég það en Hans Petersen fékk nafnið rangt frá Morgunblaðinu þannig að það verður spennandi að sjá hvort leiðréttingin rati alla leið á síður Morgunblaðsins þegar myndin af verðlaunahöfunum verður birt.
17:36   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
1x2
320 krónur í gróða ... við erum á réttri leið.
    
uuu...320 kr. í vinning, en 2240 kr. í tapi þar sem að seðlarnir kostuðu samtals 2560 kr, en við eru samt á réttri leið
14:11   Blogger Hjörleifur 

Ég sagði heldur ekki að við værum í plús, aðeins að við værum á réttri leið.
14:16   Blogger Joi 

Hver ætlar að taka að sér þrif og útréttingar þegar Hjörleifur ræstitæknir er ekki á landinu?
14:42   Blogger Joi 
sunnudagur, september 12, 2004
|
Skrifa ummæli
Brasov
... og þegar þið eruð að skoða hin galleríin ættuð þið líka að skoða Brasov því það var að detta inn og þar eru fullt af skemmtilegum myndum t.d. af kastala Drakúla o.flr ... check it out baby!


Sonja að taka listrænar myndir á meðan Jóhann fór á klósettið.
    
|
Skrifa ummæli
However, United equalised with the last kick of the game with the ball appearing to go in off David Bellion's arm.
An extraordinary climax to this game saw Manchester United secure a 2-2 draw in stoppage-time at the Reebok Stadium.
A point is hardly enough for United, as this was their third successive draw, but there were positives for manager Sir Alex Ferguson, with Ruud van Nistelrooy and Wes Brown back after injury.
    
Maradonna er ekki í liðinu svo það getur ekki hafa verið hendi guðs og þar að auki gæti hendi guðs aldrei verið í liði sem er kallað "rauðu djöflarnir" og hananú!!
09:42   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Lengjan
Henti einum lengjuseðli í gegn, ætlaði að græða kvik 1000 kall og viti menn, mínir menn klikkuðu.
Var með FH og KR sigur, útisigur hjá Juve og svo heimasigur hjá Tott, en þeir andskotuðust ekki til að skora þ.a. engin gróði þetta sinn.

Einnig sá ég að 11 réttir gáfu 160 kr. þ.a. ekki græddum við mikið þessa helgina, en enn er von, 12 réttir gáfu um 1300 kr þ.a. við gætum kannski borgað upp einn seðil.

Já þetta gengur ekki alltaf vel.

Ps. Slysatíðni mín heldur áfram, er orðinn góður í lærinu þ.a. ég get farið að stunda aftur íþróttir og gerði ég það í morgun en ég fór í körfu sem ég náði að snúa mig í, þ.a. ég verð nú hálf haltur næstu 1-2 vikurnar.
En þegar ég kem frá Króatíu þá verð ég í brúnn og í kominn aftur í lag.
    
|
Skrifa ummæli
Busteni
Busteni líka komið inn en það eru bara mjög fáar myndir frá þeim stað.
Er að vinna í því á fullu að klára austur evrópu áður en við förum út ... veit ekki hvort það næst.


Montinn hani og belja í baksýn.
    
Mér finnst að þú hefðir átt að gefa hundinum eitthvað - mjög sorglegt að sjá.
13:23   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Sinaia
Jæja, Sinaia er komið inn á austur evrópu ... check it!


Það var slatti af sölufólki síðasta spölinn að kastalanum og þessi kona var að selja dúka.
    
|
Skrifa ummæli
Video
Við Hjölli skelltum okkur á videoleigu í gær og ég nennti eiginlega bara að sjá mynd um Beirut eða Beib Ruth en við enduðum samt á því að taka Borne Identity sem var nokkuð góð. Síðustu tvo morgna hef ég verið mættur í bakaríið við hliðina á Svarta Svaninum og hef þar fengið mér bakkelsi og kaffi og lesið dagblöðin eins og sönnum heimsborgara sæmir. Við skelltum okkur síðan á Players í gær og horfðum á leikina og planið er að fara á FH leikin í dag í Kaplakrika.
    
|
Skrifa ummæli
PLAYER PROTESTS CHANGED HALSEY'S MIND
Mark Halsey changed his mind after awarding Fulham a penalty, because Arsenal protested.
    
Þetta er nú dregið ansi mikið úr samhengi, hann skipti ekki um skoðun hann ákvað að ráðfæra sig við línuvörðinn sem sagði að þetta væri ekki víti.
Einnig sagði hann að það hefði verið hegðun leikmanna (bæði Arsenal og Fulham) sem hefði gert það að hann ákvað að hlaupa til línuvarðarins.

Auk þess rændi hann víti af Arsenal þ.a. þetta jafnaðist út :)
En hann er ekki kallaður headline Halsey fyrir neitt
10:38   Blogger Árni Hr. 
laugardagur, september 11, 2004
|
Skrifa ummæli
Búkarest
Búinn að setja Búkarest inn á myndasíðuna og hægt er að skoða það hér: Check it!


Húsið var í byggingu frá 1984 til 1989 þegar Ceausescu var tekinn af lífi í byltingunni. Þá var húsið nánast alveg óklárað að innan en síðustu ár hefur verið hægt og rólega verið að klára það og um helmingurinn hefur verið kláraður og innréttaður.
    
föstudagur, september 10, 2004
|
Skrifa ummæli
Olympus CAMEDIA C-60 Zoom
Var að pannta þessa vél í fríhöfninni, hún verður tilbúin í myndavélabúðinni merkt mér, en ég þurfti að sérpannta vélina þar sem hún er ekki komin í almenna sölu í búðinni þeirra. Kostar 43000 kr þarna, en hjá Bræðrunum Ormsson er hún á tæpar 55000 kr.



Steves Digicams - Olympus CAMEDIA C-60 Zoom - User Review
    
|
Skrifa ummæli
1. verðlaun
Hans Petersen var að hringja og ég vann 1. verðlaun í myndakeppni MBL og HP, og verðlaunaafhending verður á mánudaginn ásamt myndatöku af verðlaunahöfunum. Yfir 6000 myndir bárust í keppnina þannig að þetta er ansi mikill heiður.


    
Ég óska þér innilega til hamingju með þennan árangur og ætti þetta að vera góð hvatning.
Enn og aftur TIL HAMINGJU
14:28   Blogger Hjörleifur 

Takka.
14:28   Blogger Joi 

Til hamingju kúturinn minn!
HS
15:15   Anonymous Nafnlaus 

Stórglæsilegt - hver eru verðulaunin?
16:45   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Króatía
Þurfum við ekki aðeins að stilla strengi okkar í kvöld varðandi Króatíu, sniðugt væri að skoða þessi mál eftir að Tippfundi lýkur á eftir.
    
Ég ítreka spurningu mínu um hvort einhver geti rúllað við og náð í mig - þarf ekki að keyra mig tilbaka.

Er á námskeiði frá 13-17 í dag
12:58   Blogger Árni Hr. 

Jú, líst vel á það - ég er bíllaus.
13:04   Blogger Joi 

jú, ég skal sækja þig. Fæ mér nokkra bjóra fyrst og svo kem ég bara.
13:11   Blogger Hjörleifur 

Ég þakka það
16:58   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Ferðin frá Úkraínu til Rúmeníu
Nýtt gallerí með ferðalaginu frá Úkraínu til Rúmeníu er komið undir austur evrópu ... check it


Gömul kona í lestinni til Bucharest að dotta.
    
Þetta er hreint út sagt FRÁBÆR MYND, mætti halda að hér væri atvinnuljósmyndari á ferð
13:10   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Þessi verður líklegast helv... góð: Check it!
    
Hvaða mynd er þetta - kemur ekkert upp hjá mér.
12:18   Blogger Árni Hr. 

The Incredibles.
12:19   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Tippaklúbbur Hjörleifs Sveinbjörnssonar
Öldungaráð fundaði og var gerð ein breyting á ábyrgðasviði hópsins. Pálmi er hér með skipaður í það hlutverk að sjá um að boða vikulegu fundina þannig að hann geti þá fundið tíma á þetta þegar hann kemst. Fundur verður á tilkynntum tíma í dag (Pálmi kemst ekki) en eftir þennan fund mun Pálmi sjá um fundarboðun. Ég ætla að snúa mér meira að stefnumótun og innri starfsemi klúbbsins.
    
Það er heppilegt að öldungaráðið, ræstitæknir og ég verðum ekki næstu 2 helgar, hann verður nánast einráður og getur haldið þetta uppi í rúmi hjá sér :)
12:25   Blogger Árni Hr. 

Haha, ef hann gerir það þá er náttúrlega skilyrði að vera með webcam!
13:08   Blogger Burkni 
|
Skrifa ummæli
Ljós
Er að spá í að skrá mig á þessar tvær síður þegar ég kem frá útlöndum, en það kostar ekki nema $25 dollara á ári fyrir báðar og þeir sem hafa mikinn áhuga á ljósmyndum virðast flestir vera skráðar á þessar síður:

dpchallange.com
Þessi síða heldur c.a. tvær keppnir í viku þar sem ákveðið þema er í gangi og meðlimir geta sent inn myndir sem aðrir meðlimur síðan gefa einkunnir og þær þrjár sem hafa þá hæstu vinna viðkomandi keppni. Mjög skemmtilegt held ég að taka þátt í þessu öðru hvoru.

dpcprints.com
Á þessari síðu er hægt að setja inn myndir sem aðrir geta síðan keypt útprentun af og maður fær þá c.a. helming í sinn vasa en þeir sem reka síðuna fá hinn helminginn. Ég hef nú enga sérstaka trú á þessu en maður fær aðgang að þessu með því að skrá sig á dpchallange.

Við Sonja ætlum að panta okkur tvær linsur frá USA og síðan verður vélin sjálf keypt í október. Þetta eru bæði L linsur frá Canon sem er það besta sem gerist í heiminum og þessar tvær þykja báðar mjög öflugar og a.m.k. þykir bestu kaupin í þessu. Hérna eru myndir af þeim:

Canon EF 35mm f/1.4L USM


Canon EF 17-40mm f/4L USM

    
fimmtudagur, september 09, 2004
|
Skrifa ummæli
Erum við að fara?
Meiri áhugi er á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni en nokkru sinni fyrr, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Icelandair. Erlendis hafa yfir eitt þúsund manns hafa keypt sig inn á hátíðina nú þegar, en forsala hefst hér á Íslandi á morgun, 10. september, á farfuglinn.is.
Í fréttatilkynningu Icelandair segir: ?Nú hafa um eitt þúsund manns erlendis keypt sig inn á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves, sem Icelandair stendur að með samstarfsaðilum í sjötta sinn dagana 21. til 24. október. Þetta er mun meiri áhugi en nokkru sinni fyrr og að mati Icelandair er sérstaklega ánægjulegt að hátíðin hefur aðdráttarafl á flestum mörkuðum félagsins í Evrópu og Bandaríkjunum.
Tilgangur Icelandair með hátíðinni er að vekja athygli á landi og þjóð og auk almennra ferðamanna kemur hingað árlega mikill fjöldi fjölmiðlamanna og sérfræðinga úr tónlistarheiminum til að sjá og heyra það sem boðið er uppá á hátíðinni. Dagskrá hátíðarinnar er að vanda spennandi og einkennist af skemmtilegri blöndu heimsfrægra hljómsveita, eins og Keane, og mörgu því fremsta sem íslenskt tónlistarfólk hefur upp á að bjóða.
Sala á aðgangskortum á hátíðina hefst hér á Íslandi á http://www.farfuglinn.is klukkan 10, föstudaginn 10. september og er takmarkaður fjöldi aðgangskorta til sölu. Sala hefst í verslunum Skífunnar þann 17. september. Verð á aðgangskorti er kr. 5.000.?
    
|
Skrifa ummæli
Hversdagslegur dagur
Það er eitthvað svo mikið af engu að gerast í dag að ég er bara alveg orðlaus. En í gær var fótbolti og var það voða gaman. Eiginlega nenni ég ekki að skrifa neitt núna, er bara orðinn þreyttur og langar bara heim og fá mér að borða og hvíla mig aðeins og glápa á imbann, eða jafnvel taka mér einhverja DVD mynd. Reyndar sé ég að veðrið er eitthvað að skána, svo kannski skelli ég mér í smá hjólatúr, enda kominn tími til. Svo veit ég að ég þarf að vaska upp og setja í þvottavél en er ekkert í stuði til þess núna svo ætli ég finni mér ekki einhverja góða ástæðu til þess að komast hjá því í bili, en fyrir rest þarf maður jú að gera þetta.

Þetta er eiginlega fram úr hófi hversdagslegur dagur, en þeir verða líka að vera svo að hinir óhversdagslegu verði ekki bara hversdagslegir líka.
    
|
Skrifa ummæli
Tippfundur Tippaklúbbs Hjörleifs Sveinbjörnssonar
Fundur verður haldinn á pubbnum Miðbarinn laugavegi 73 (staðurinn á jarðhæð sem snýr út að laugaveginum) kl. 18:01:07 föstudaginn 10.9.2004.
    
Á staðnum er stórt sjónvarp (fyrir leiki) og einnig er hægt að fá sér í svanginn þarna (hamborgari+franskar+kokteilsósa og stór bjór að eigin vali úr krana á 1200 kr.)
17:46   Blogger Hjörleifur 

Ég stefni á að taka mér frí frá amstri dagsins og mæta á tippfund með bjór og hamburgeros..
18:29   Blogger Árni Hr. 

Er einhver sem gæti náð í mig rétt fyrir 18 upp í Actavis?
That would be super!
18:52   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
2000 blöggið
Bara svo að menn viti það að þá var 2000 blöggið um að ég væri veikur og átti Jói heiðurinn af því blöggi. Það var blöggað miðvikudaginn 25. ágúst 2004.
    
|
Skrifa ummæli
Odessa
Odessa var að bætast við Austur-Evrópu ... check it!


Þessi tilkynningatafla var nokkuð vel nýtt.
    
Fínar myndir á sögufrægum stöðum. Margar tröppur.
14:33   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Tónlist
Hef verið að hlusta á tvær hljómsveitir undafarna daga en þær heita The Decemberists og Neutral Milk Hotel og eru þær báðar nokkuð góðar. Hef bara hlustað 2x á fyrri plötuna með Neutral og verð ég að segja að þetta er ótrúlega skemmtileg hljómsveit. Mætti kannski líkja henni við Violent Femmes en samt ekkert rosalega líkar.
    
miðvikudagur, september 08, 2004
|
Skrifa ummæli
Þetta er mitt 1000. blögg og spurning hvernig maður á að halda það hátíðlegt? Við byrjuðum að blögga fyrir tæplega tveimur árum síðan (2 ár í nóvember) og það verður ómetanlegt eftir nokkur ár að skoða þetta því þetta er söguleg heimild um mann sjálfan. Blöggið stendur frekar höllum fæti hjá okkur félögunum þessa dagana og vikurnar því sumir okkar virðast ekki nenna þessu lengur og því spurning hvað við höldum þetta lengi út. Aðrir blöggarar hafa blöggað þetta oft: Pálmi (399), Hjölli (340), Árni (272), BjaKK (29).
    
til hamingju
10:32   Blogger Hjörleifur 

Takka!
10:39   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Coffee & Cigarettes
Fór á þessa mynd kl. 22 í gærkvöldi með Hjölla vini mínum og BjaKK frænda mínum, hittumst fyrst á Grand Rokk en systir mín og Ægir litli skutluðu mér þangað. Þessi mynd er eftir hinn skemmtilega leikstjóra Jim Jarmusch og má líkja við smásagnasafn því myndin er öll bara litlar sögur sem eiga í raun ekkert sameiginlegt nema að fólk situr og er að tala saman og drekka kaffi og reykja. Það er skemmtilegur stíll á myndinni, þ.e. hún er öll í svart hvítu og kemur það vel út og kvikmyndatakan er einföld og passar vel við einfaldleika myndarinnar. Margir skemmtilegir leikarar koma fram í myndinni og sumir þeirra leika sjálfan sig og hún er bara nokkuð fyndin á köflum.
    
þriðjudagur, september 07, 2004
|
Skrifa ummæli
Slightly out of Focus
Keypti mér 4 bækur á sunnudaginn og kláraði þá fyrstu af þeim í gærkvöldi. Hún heitir Slightly out of Focus og er eftir Robert Capa og segir sögu hans sem fréttaljósmyndara í WW2. Hann er einn frægasti stríðsljósmyndari sögunnar og ansi magnað að lesa um það sem hann gerði í stríðinu til að ná góðum myndum. Hann t.d. stökk með fyrsta fallhlífaflokki bandamanna á Ítalíu og aðeins með myndavél að vopni.
Honum var síðan boðið að ljósmynda innrásina í Normandí ásamt 3 öðrum ljósmyndurum og áttu þeir að koma í land þegar bandamenn væru búnir að ná að komast almennilega fyrir á ströndinni. Hann ákvað hinsvegar að fara með fyrstu sveitunum í land og var hann í svipaðri stöðu og herflokkurinn sem ruddist í land í byrjun Saving Private Ryan. Eftir að allir stukku í sjóinn af prammanum stóð hann þar og tók eina mynd og kúlurnar flugu allt í kringum hann og síðan stökk hann í sjóinn með myndavélina eina að vopni og skreið upp á ströndina ásamt öðrum og tók þar um 140 myndir. Síðan fór hann aftur um borð í prammann og slapp þangað lifandi og fór aftur í skipið. Hinir ljósmyndararnir sem komu síðar fóru aldrei af prammanum því þeir þorðu ekki fyrir sitt litla líf í þessa geðveiki.
Þegar filmurnar voru skoðaðar voru menn á því að þetta væri einar mögnuðustu ljósmyndir úr stríðinu og þær voru sendar í framköllun. Þar voru þær hitaðar of mikið og allar nema 8 myndirnar eyðulögðust og eru tvær af þeim sem björguðust orðnar heimsfrægar þrátt fyrir að þær séu óskýrar eftir ofhitnun við framköllunina.
Robert Capa dó síðan nokkrum árum síðar þegar hann steig á jarðsprengju í Indónesíu ef ég man rétt.
Það hafa verið veitt Robert Capa verðlaun til ljósmyndara sem hafa lagt á sig miklar hetjudáðir í að taka myndir af stríðsástandi og hefur James Nachtwey hlotið þau 6x að ég held síðustu ár enda þykir hann alveg magnaður og ég horfði einmitt á mynd um hann um daginn sem heitir War Photographer.

    
|
Skrifa ummæli
Nágrannar
Það hefur nú fengist staðfest að 1. seríu af "Nágrönnum" er lokið og hefur hún hlotið nafnið "Nágrannar í ræsinu". Þátttakendur í þessu raunveruleikablöggi eru fluttir út í bláinn og líkur eru á því að það muni aldrei neinn koma í staðinn í þessa íbúð, þar sem að hugsanlegur kaupandi ætlar að breyta þessu í bílskúr, þ.e. stækka bílskúrinn sinn, en hann er sambyggður þessu húsi.

Það verður nú að segjast að ýmislegt hefur borið á góma hjá þeim frá áramótum, en þá hófust sýningar á þessari seríu. Margar sögupersónur hafa komið við sögu. Gifting og hjónaerjur, nekt, fyllerý og dóp. En einnig féll ein persóna úr sögunni með sorglegum hætti og blessuð sé minning hennar.

Það bendir þó allt til þess að 2. sería fari af stað nú með haustinu, en það eru ekki sömu nágrannarnir, heldur færum við okkur á annað svið: "Nágrannar í háskóla". Hvað það mun hafa í för með sér veit enginn og getur tíminn aðeins leitt það í ljós. Nú er verið að smíða sviðið, sem er bílskúrinn og verið að innrétta hann fyrir leikarana og breyta í litla íbúð og gengur það ljómandi vel.
    
Ja, það verður erfitt að fylgja eftir 1. seríu og spurning hvað þú blöggar um núna þegar þessir nágrannar eru farnir. Spurning hvort 2. sería fjalli um það þegar fallast ástir með miðaldra jarðfræðingi og háskólastúlku sem býr í bílskúr ... það væri áhugavert.
11:34   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Tennis
Já, Haukur náði aðeins að sprikla í kvöld og komst í 4-0 á móti mér og Hjölla en það er meira en að segja það að sigra okkur og við unnum 6-7 og Hjölli og Jói eru komnir með 2 stig en Haukur og Siggi 0 stig. Fyrsti stafurinn okkar er kominn á bikarinn.
    
mánudagur, september 06, 2004
|
Skrifa ummæli
Yalta
Komnar myndir frá Yalta ... check it!


Þegar upp á hæðina var komið blasti við okkur þetta ofboðslega ljóta hof. Það illa byggt, í fáránlegum litum og með ljótt líkneski í miðjunni. Það kostaði c.a. 100 kr. að fara inn í það sem við ákváðum að gera ekki.
    
|
Skrifa ummæli
Hámenning er Hafnfirðingsins hugsun alla daga
Bandarísku unglingamyndirnar National Lampoon's Animal House (1978), Rock'N'Roll High School (1979) og Fast Times At Ridgemont High (1982) verða sýndar á fyrsta Hámenningarkvöldinu í Grand Rokk.
    
Í gær.
09:34   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Cruise to Croatia
Andsk... ég er ekki viss um að Króatía sem nægilega stór fyrir okkur tvo:

Hin skæra Hollywood-stjarna Tom Cruise er kominn í frí í strandhéruðum Króatíu ásamt móður sinni en hann er í Evrópu vegna frumsýningar á nýjustu kvikmynd sinni, tryllinum Collateral.
    
|
Skrifa ummæli
Nágrannar
Líklegt er að 1. sería af "Nágrönnum" sé nú á enda, en þegar ég kom heim í gærkvöldi var aðalsögupersóna þáttanna að bera út húsgögn ásamt sendibílstjóra og það síðasta sem fór úr íbúðinni var skúringafata og kústur.

PS. Nóttin var þögul eins og dauður róni.
    
Frábært, til hamingju!!!
12:27   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Kominn heim
Nú er ég búinn í ferðalaginu og kominn heim og mættur í vinnuna. Ferðasaga kemur síðar.
    
|
Skrifa ummæli
Almættið
Greinilegt er að almættið er eitthvað í nöp við mig. Enn og aftur er ég meiddur og nú tognaði ég í aftanverðu vinstra læri.
Þetta virðist engan endi ætla að taka, hef verið meiddur í læri, olnboga, úlnlið og nú aftur á læri á 2 árum. Auk þess er ég með rifinn liðþófa í vinstra hné og var lengi frá vegna grunað slits á liðþófa á hægri hné.

Hvort það sé verið að segja mér að ég eigi ekki að stunda íþróttir nokkurn tímann aftur veit ég ekki.
Vonandi er þetta ekki eins alvarlegt og síðasta tognun, en þetta lítur ekki vel út.

þetta gerðist um helgina í óvissuferð þar sem nokkrar íþróttaþrautir voru, ekki tók ég nú vel á þ.a. þetta er mjög undarlegt allt.
    
Ef þú ert duglegur við að teygja og
gera styrktaræfingar er það vissulega
undarlegt að þú skulir meiðast svona
oft ...
10:06   Blogger Burkni 

Já ég er mjög ósáttur við þetta - ekki gott skap þessa dagana.
11:57   Blogger Árni Hr. 
sunnudagur, september 05, 2004
|
Skrifa ummæli
Slightly out of Focus
A fury for God
Sony the private Life
Intelligence Wars



    
Bækur
09:55   Blogger Joi 

Á maður að þurfa að fletta þessu
sjálfur upp á Amazon?
10:04   Blogger Burkni 


10:08   Blogger Joi 
laugardagur, september 04, 2004
|
Skrifa ummæli
    
Rakst á þennan plebbalega kall á Svarta Svaninum. Hann hélt greinilega að hann væri algjör töffari í stuttu buxunum sínum, í hvítu sokkunum og í svörtu lakkskónum. Síðan voru þrjár asískar konur að bíða eftir kassa til að spila í og hann var eitthvað að reyna við þær sýndist mér.
22:07   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
    
föstudagur, september 03, 2004
|
Skrifa ummæli
Wall Street
Veit einhver hvar/hvernig hægt er að kaupa hlutabréf í erlendum fyrirtækjum?
    
Takk fyrir upplýsingarnar. Ég hef fundið nokkra staði á netinu þar sem hægt er að sjá allar mögulegar og ómögulegar upplýsingar um hlutabréf en mjög fáar þar sem hægt er að kaupa hlutabréf.
12:38   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Getraunafundur
Í þessari viku eru landsleikir og við þurfum að tippa vegna hópleiksins. Hjölli er úti á landi og Pálmi og Árni komast ekki á sama tíma þannig að ég og Pálmi klárum þetta bara núna. Ekki næst í Sigurð.
    
|
Skrifa ummæli

Af thví ad Burkni gleymdi ad vera í jakkafötum í gær thá er hann í jakkafötum í dag og honum er fyrirgefid :-D.


    
Hann er greinilega frábær gaur!
09:23   Anonymous Nafnlaus 
fimmtudagur, september 02, 2004
|
Skrifa ummæli

J og P.


    
Vá!
hlynur
14:58   Anonymous Nafnlaus 

Þið lítið út eins og trúboðar frá Vottunum. Mann langar helst til að skella á ykkur ;)

Kv.
Robbi
16:36   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Jakkaföt
Ég og Pálmi erum í jakkafötum með bindi í vinnunni í dag. Burkni gleymdi þessu projecti og líður fyrir það.
    
miðvikudagur, september 01, 2004
|
Skrifa ummæli
Verð á myndavél
Neytendahorn Slembibullara gerði smá óháða könnun á því hvað kostar að kaupa myndavélar á hinum ýmsu stöðum þegar maður býr á Íslandi. Við könnuðum verð á því að kaupa Canon EOS-300D á eftirfarandi máta:
  • Pantað hjá B&H í USA sem er ein virtasta ljósmyndaverslun þar.
  • Ef pantað er í USA og sent eitthvert og hann beðinn um að taka dótið úr kassanum og taka með til Íslands.
  • Keypt í Bretlandi og flutt inn á sama hátt (fáum VSK endurgreiddan sem er c.a. 14%).
  • Úr Fríhöfninni fyrir VSK (reiknaði reyndar ekki 24,5% vsk inn í það verð en ég held að það verði að greiða það á dýrari hlutum þannig að þessi hlutur er jafn dýr þar og úr búð).
  • Út úr búð á Íslandi (sama verð hjá Nýherja og Tölvulistanum).
  • Keypt í gegnum ShopUSA.is sem tekur að sér að flytja vöruna frá USA og sjá um að greiða allan kostnað.
Hafa verður í huga að ábyrgð á vörunni er mismunandi og væntanlega best á Íslandi, næstbest í UK (væntanlega er varan með evrópska ábyrgð) og lélegust í USA því vörur keyptar þar eru bara með ábyrgð þar þannig að maður þyrfti að láta gera við hérna á sinn kostnað eða koma til USA með tilheyrandi veseni.
Ég gerði líka ráð fyrir að það þyrfti að greiða 24,5% vsk þegar maður fær vöruna í pósti en ég held að það sé enginn tollur á myndavélum. Ég lagði samt 10% ofaná verðið í pósti því það má alveg búast við einhverjum kostnaði.
Útkoman úr þessari könnun er sú að það er dýrast að kaupa vöruna út úr búð hérna en þar kostar hún tæplega 125þ krónur. Ódýrast er að kaupa í USA og fá einhvern til að taka með sér en þannig ætti hún að fást á c.a. 64þ krónur. Þetta er nokkuð sláandi munur verð ég að segja.
Hér að neðan má sjá væntanlegt heildarverð á hinum ýmsu aðferðum við kaupin og vona ég að ég fari með rétt mál í kostnaði sem hlýst að þessu.



Hérna er síðan tölulegar upplýsingar á verðum og kostnaði:


Verð Flutningur VSK Samtals
USA - póstur 63.360 6.336 17.076 95.449
USA - keypt úti 63.360

63.360
UK - Keypt úti (VSK endurgr.) 89.570
-8.957 80.613
Ísland - Fríhöfn 99.900

99.900
Ísland - Búð 124.900

124.900
ShopUSA.is 65.335 18.559 20414 104.308

UPPFÆRT:
Ég talaði við Nýherja og þeir segja að Canon vél sem keypt er í Evrópu sé í ábyrgð hjá þeim ef maður framvísar ábyrgðaskírteini.
    
Ja, ég ætlaði nú ekki að hafa þennan pistil mjög fyndin eða skemmtilegan heldur fróðlegan. En þegar ég spái í því þá er hann bæði hnyttnari og fyndnari en pistilinn þinn frá New York hvað sem það segir okkur.
09:38   Blogger Joi 

Þetta er magnað neytendahorn (*)(*)(*)(*)(*)
09:40   Anonymous Nafnlaus 

Ég átti síðustu athugasemd => Hlynur
09:46   Anonymous Nafnlaus 

"við könnuðum verð ..."
"við" = Jóhann + Guðbjargarson?

En jú, ótrúlega skemmtilegur pistill, sama
hvort maður er á leiðinni að kaupa sér
myndavél eða ekki ...
09:48   Blogger Burkni 

UK kosturinn hljómar nú ekki vitlaust - ódýrara en á íslandi en dýrara en í USA. En ef ábyrgðin myndi dekkast þá gæti það fljótt borgað sig að vera ekki að taka of mikla sénsa með USA.
12:22   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Pistill
Jæja, þá er komið að pistli Sigga frá Ameríku.
_________________

Fyrirheitnalandið

Jæja þá er komið að stuttri lýsingu af ferð minni til Nýju Jórvíkur.
Eftir að ég gifti mig 19. ág. Síðastliðinn var haldið til Ameríku
daginn eftir. Ég var með nýbakaðri eiginkonu minni en Jóhann
Guðbjargarson var víðs fjarri sem og í brúðkaupinu sjálfu þar sem
honum var ekki boðið. Við lögðum af stað frá kef um klukkan 16.40 og
tók flugið skv. Minni klukku 5,5 klukkustundir samt var klukkan bara
18:10 þegar við lentum, búinn að vera spökelara þessu með tíma en enn
ekki fengið neinn botn í málið. Ég var að spá í hvort Jóhann
Guðbjargarson gæti skýrt þetta með tíman aðeins út fyrir mér. Á
leiðinni til Ameríku bar ýmislegt fyrir sjónir og ber þar fyrst að
nefna Grænland sem ég hef ekki enn afrekað að koma til. En fyrir
áhugasama lesendur þá fer ég hins vegar til Færeyja um miðjan Október
en ég mun gera þeirri ferð ítarleg skil í pistil sem kemur í kjölfar
þeirrar ferðar.
Nú þegar ég mætti til NY tók vinalegir tollverðir á móti mér og spurðu
hvern andskotan ég væri að gera til landsins, ég sagði bisness and
plesjör sör og tók félagin mig trúanlegan og var okkur hleypt í gegn.
Við mættum svo á hótelið sem var á Time Squere og skammaðist maður sín
hálfvegis fyrir að vera hálfgerður lubbi í stórboginni og hefði manni
kannski þótt eðlilegra að alþjólegur caballero eins og Jóhann
Guðbjargarson hefð verið að mangla meðal innfæddra heimsborgarana í
stað mín. Nú ég var ásamt spúsu minni í borginni í rúma viku og fór
víða meðal annars upp í Empire State og er það með komin í hóp manna
eins og King Kong og Humprey Bogart og fleirri góðra manna. Einnig
forum við á Ground Zero, það kalla þeir í dag grunn World Trade
Center. Merkilegt hvað ameríkönum tekst að búa til töff nöfn yfir
allt En þar er einmitt verið að undirbúa byggingu á hæstu byggingu
heims, sem á að vera 1776 fet tæpum 150 fetum hærri en sú hæsta í dag.
Kynhverfur þjónn sem við ræddum við á siglingu í kringum Manhattan
hélt því fram hæð byggingarinnar væri hreint aukaatriði og hefði hún eins
getað verið nokkrar hæðir heldur snérist þetta allt um að árið 1776
væri árið sem Bandaríkin lýstu yfir sjálfstæði og því heilög tala fyrir
þeim. Svo fór ég líka í harlem og vorum við Alda eina hvíta fólkið á
svæðinu. Ég reyndi bara að akta eins og negri og varð ekki fyrir
neinu aðkasti, Fólkið í Harlem er með því vinalegra sem ég hef hitt
um dagana þrátt fyrir að allir ameríkanar sem við hittum og sögðum af
ferðum okkur spyrðu hvort við værum snargalaninn að fara þarna ein
okkar liðs. Nú Alda hafði gefið mér þyrluferð yfir NY í morgungjöf og
skellti ég mér í þyrluna og var það mikið upplifelsi sá þarna
Manhattan í allri sinni dýrð með augum fuglsins eins og segir í
auglýsingum frá þyrlufyrirtækinu.

Jæja læt þetta duga í bili
    
Þyrluferðin hljómar vel en annars er þetta lélegur pistill hjá þér Sigurður minn!
19:03   Blogger Joi 

Það er ekki hægt!
23:48   Blogger Joi 

Góð byrjun. En hvar eru Indjánarnir og kúrekarnir? Og hvernig endaði þyrluferðin. Og hvernig sluppuð þið úr Harlem?
11:46   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Ferðalag
Þá er vikan á enda og legg ég af stað úr bænum um 9 leitið í fyrramálið. Byrjað er að stoppa í Vík og snæddur þar smá hádegisverður og lagt af stað þaðan um 12 leitið í Hólaskjól og stefnt að því að vera kominn þangað upp úr 13. Því næst tekur við ganga á Sveinstind við Langasjó. Svo verður bara farið í hinar og þessar gönguferðir fram á Sunnudag, en þá verður haldið heim.

bæjó
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar