Hversdagslegur dagur
Það er eitthvað svo mikið af engu að gerast í dag að ég er bara alveg orðlaus. En í gær var fótbolti og var það voða gaman. Eiginlega nenni ég ekki að skrifa neitt núna, er bara orðinn þreyttur og langar bara heim og fá mér að borða og hvíla mig aðeins og glápa á imbann, eða jafnvel taka mér einhverja DVD mynd. Reyndar sé ég að veðrið er eitthvað að skána, svo kannski skelli ég mér í smá hjólatúr, enda kominn tími til. Svo veit ég að ég þarf að vaska upp og setja í þvottavél en er ekkert í stuði til þess núna svo ætli ég finni mér ekki einhverja góða ástæðu til þess að komast hjá því í bili, en fyrir rest þarf maður jú að gera þetta.
Þetta er eiginlega fram úr hófi hversdagslegur dagur, en þeir verða líka að vera svo að hinir óhversdagslegu verði ekki bara hversdagslegir líka.
|