miðvikudagur, mars 31, 2004
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins


Mynd tekin í bláfjöllum síðasta sumar ... ekkert spes svosem eins og Pálmfróður benti mér á.
    
þriðjudagur, mars 30, 2004
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins


Tók þessa mynd þegar ég var nýbúinn að fá 717 vélina og datt í hug að leika mér aðeins með hana í Photoshop.
    
|
Skrifa ummæli
Klapp fyrir Jóa. Auglýsingin er farin í felur.

Þessi síða er orðin ein flottasta blöggsíða sem til er. Efast ég reyndar um að hægt sé að búa til flottari blöggsíðu.
    
|
Skrifa ummæli
Svona lítur tippið út eftir 3 vikur:

VikaFundarstaðurSeðlarKostn.Vinningur#12#11#10Mest
11Heima hjá JóaS-7-2-486 (10), S-7-2-486 (9), Ú-7-3-384 (7)13.560 kr.1.000 kr.  210
12KaffivagninnS-5-5-288 (9)2.880 kr.0 kr.   9
13KænanS-5-5-288 (10)2.880 kr.2.940 kr.  610
    
|
Skrifa ummæli
Við Hjölli mættum sem svo oft áður tveir í tennis í gær ... Ánni er veikur en Pálmi lét engan vita og mætti ekki, en við erum svosem löngu hættir að gera ráð fyrir honum. Ég var í feiknaformi í gær og vann fyrri leikinn 6-1 og það var jafnt í seinni leiknum 4-4. Þessir síðustu 8 leikir voru helvíti skemmtilegir, mikil hlaup og boltinn gekk vel á milli okkar og með því betra sem við höfum sýnt. Ég vill meina að íþróttakvöldmaturinn minn í gær sé ástæðan fyrir því hversu miklu betur ég stóð mig núna en í síðustu viku þegar Hjölli rúllaði yfir mig. Svona var þessi fullkomna kvöldmáltíð (skiptist í raun í tvo hluta):
Kl. 17:20 - Pylsa með tómatsósu, steiktum og sinnepssósu, kók og stór freyjudraumur.
Kl. 20:10 - 4 Oreo kexkökur með mjólk.

Annars er bara allt gott að frétta. Mikið að gera í vinnunni og við Sonja stefnum á að fara til austur evrópu c.a. 7 maí.
    
mánudagur, mars 29, 2004
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins


Sonja á leið á árshátíð AGR síðasta laugardag. Hluti af laugardeginum hjá mér fór í það að þrífa ælu eftir sjálfan mig úr eldhúsvaskinum. Já, whisky er ekki minn drykkur, það verður að segjast.
    
|
Skrifa ummæli
Núna er platan Fly or Die með hljómsveitinni N.E.R.D. á fóninum hjá mér.
    
|
Skrifa ummæli
Þar sem ég hef ekki bloggað lengi um einn af mínum föstum liðum þá fannst mér kominn tími til að henda inn lagi dagsins.

Það er í boði kvenmanns sem kallar sig Peaches.

Lagið heitir Kick It og singur enginn annar en Iggy Pop með henni á þessu lagi. Þetta er gott nútímapönk, hefur svona Kills og White Stripes tilhneygingu.
Lagið er tekið af hinni alræmdu Fatherfucker plötu, en ég er einmitt að reyna að redda þeirri plötu í hús í gegnum EE.
    
sunnudagur, mars 28, 2004
|
Skrifa ummæli
Hér er lítil mynd sem ég tók í gær, en hún er af fólki á leið á einhverja bíómynd í Laugarásbíói
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá er kafarabúningurinn loksins kominn. Ég vaknaði eldsnemma í morgunn (um 9 leitið) og vakti svo Jóa klukkan hálf tíu og við keyrðum suður í Hafnarfjörð (kúplingsbarki slitnaði á bílnum mínum á föstudagskvöldið, viðgerð áætluð á morgunn, enda er bíllinn nauðsinlegur aukabúnaður fyrir köfunina). Þar hittum við Héðin kafara (sem ég keypti búninginn af) í höfuðstöðvum sínum hjá kafarinn.is. Inni hjá honum var allt fullt af allskonar græjum sem hann var búinn að dreifa út um allt. Svo var hafist handa við að týna til það sem ég átti. Svo mátaði ég að sjálfsögðu gallann og græjaði mig smá upp bara svona til að prófa. Fann strax mun á þessum galla og þeim sem ég hef verið að nota hingað til. En þessi er þrengri í hálsinn og um úlnliðina. Semsagt nú er ég tilbúinn í slaginn. Í dag er ég svo bara búinn að eyða deginum í að skoða þetta allt betur (horfði að vísu á einn fótboltaleik líka í millitíðinni á Players með Árna og Jóa).

Svo er ég núna líka búinn að skila skattskýrslunni ligga ligga lá.

    
laugardagur, mars 27, 2004
|
Skrifa ummæli
Lög og reglugerðir Tippfélags Hjörleifs Sveinbjörnssonar
Reykjavík 24. mars 2004

1.gr
Klúbburinn er félag með enga kennitölu. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Klúbburinn heitir Tippfélagar Hjörleifs Sveinbjörnssonar. Vikugjald klúbbsins eru 500 kr. og skal greiða þetta gjald á þeim tíma ársins sem ákveðið er að klúbburinn er virkur í tippinu. Það skal ákveðið hvenær virkt tipptímabil er á vikulegum fundi.

2.gr
Klúbburinn hefur það að markmiði að gera meðlimi að milljónarmæringum og auka tækni og þekkingu í tippfræðum í heiminum í dag.

3.gr
Klúbburinn hefur með sér yfirstjórn er kallast Tippráð Tippklúbbs Hjörleifs Sveinbjörnssonar eða TTHS. Ráðið skal skipað stofnfélögum klúbbsins.
Þeir eru Jóhann Guðbjargarson (formaður) kt. 220772-2929, Hjörleifur Sveinbjörnsson (sérlegur aðstoðarmaður formanns, gjaldkeri og ritari) kt. 060871-4349, Árni Hrannar Haraldsson kt. 171072-2989 (sérlegur sérfræðingur um enska boltann), Pálmi Pétursson (tölfræði- og fjarskiptafulltrúi) kt. 300872-5659 og Sigurður Óli Gestsson 260472-5859 (tölfræði og bestunarpælingar). Ráðið fer með alla stjórnun klúbbsins, hvað varðar lög og reglur, inntöku nýrra félaga, fundarhöld og atburði á vegum klúbbsins. Svo og skal ráðið heimilt að refsa meðlimum gerist þeir sekir um brot á lögum klúbbsins eða gangast upp með dólgslæti á fundum og öðrum samkomum klúbbsins. Skal þá refsing fara eftir ákvörðun Tippráðs sé refsing ekki tilgreind í lögum. Tippráð fer einnig með ritstjórn á tilkynningum á tilkynningasíðu klúbbsins www.gudbjargarson.blogspot.com.
Öldungaráð er skipað Hjörleifi Sveinbjörnssyni og Jóhanni Guðbjargarsyni og fara þeir með æðstu völd og úrskurða um ágreinings- og deilumál innan hópsins. Þeir hafa einnig völd sem eru Tippráði æðri og hafa þeir fullt og óskorðað ákvörðunar- og neitunarvald.

4.gr
Inntökuskilyrði eru ákvörðuð af Tippráði sem tekur tillit til allra umsókna. Meðlimir verða þó að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
a. Meðlimir skulu hafa unun af knattspyrnu og áfengi. Hvort sem varðar spilun eða áhorf á knattspyrnu. Um skilgreiningu á áfengi vísast í 2. grein laga nr. 75 frá 1998 um áfengismál.
b. Umsækjendur skulu óska eftir inngöngu í klúbbinn í viðurvist a.m.k. tveggja meðlima Tippráðs.
c. Meðlimir skulu ekki vera bindindismenn, þ.e. drekka áfengi í óhóflegu hófi eða alls ekki.

5.gr
Gerist menn sekir um eitthvað af eftirfarandi brotum skulu menn hljóta viðeigandi refsingu.
a. Ef menn greiða ekki félagsgjöld reglulega skulu þeir áminntir. Reynist áminningu ekki sinnt skal viðkomandi rekinn úr klúbbnum.
b. Formanni skal skilyrðislaust sýnt tilheyrileg virðing á fundum og eru frammíköll og dólgslæti ekki æskileg.
c. Meðlimir skulu mæta á fundi ef þeir mögulega geta, nema rökstudd ástæða er tilgreind í tíma. Ef meðlimur gerist ítrekað brotlegur við þessu mætingarákvæði skal hann gerður brotrækur.
d. Ef gjaldkeri kaupir ekki samþykkta seðla skal hann fá harða áminningu og skal greiða úr eigin vasa næsta seðil. Ef slíkt gerist aftur skal viðkomandi gerður brotrækur..
e. Ef gjaldkeri borgar ekki út stærri vinning til félagsmanna skal hann áminntur. Ef þetta gerist ítrekað skal viðkomandi rekinn úr klúbbnum.

6.gr
Tippráð er heimilt að víta félaga sverti þeir nafn Tippklúbbsins eða sýni félagsskapnum ekki tilhlýðilega virðingu. Hljóti meðlimur vítur oftar en þrisvar skal hann brotrækur gjör úr félaginu..

7.gr
Yfirráð skal skipuleggja samkomur klúbbsins. Fundað skal vikulega, helst á laugardegi eða seinni part viku.

8.gr
Tippfélagar Hjörleifs Sveinbjörnssonar útleggst á ensku "Hingallower Boybearsons dicky friends".

9.gr
Gjaldkeri skal viðhalda þar til gerðu excelskjali þar sem tekið er saman allar greiðslur félagsmanna, útborgaðir vinningar og annað sem snýr að fjárhagi félagsins. Þetta skal hann prenta út fyrir hvern fund og kynna á fundinum. Einnig skal gjaldkeri ábyrgur fyrir því að útkoma tippsins í hverri viku sé færð inn í þar til gert skjal til að hægt sé að meta frammistöðu klúbbsins.

10.gr.
Útnefna skal einn meðlim klúbbsins sem sér um að koma með þau gögn sem nauðsynleg eru á fundi, svosem stöðu í deild, seðil vikunnar, síðustu leiki o.s.frv.

11.gr.
Meirihluti skal ráða þegar deilt er um ákveðin atriði á tippseðli, svosem tákn, kerfi, upphæð o.s.frv.

12.gr.
Finnist öðrum félögum einstaka meðlimur ekki sinna klúbbnum sem skyldi skal áminna hann og ítrekað sinnubrot skal leiða til brottvísunar.

13.gr
Ársátíðir Tippfélaga Hjörleifs Sveinbjörnssonar skal haldin a.m.k. einu sinni á ári, og fer yfirráð með skipulagningu á viðburðinum. Tippráð fer með framkvæmd og stjórn þessar hátíðar skv 3. grein. Á árshátíðum er farið yfir starfsemi ársins, gerð grein fyrir nýjum félögum sem teknir hafa verið inn frá seinustu hátíð og margt fleira. Almenn drykkja á meðan dagskrá stendur yfir og að henni lokinni.

14.gr
Ef vinningur nemur minna en 1000 kr. á haus skal hann ekki borgaður út heldur leggjast í tippsjóðinn. Ef vinningur reynist stærri skal hann skiptast í heild sinni niður á félaga.

15.gr
Tippfélagar sem hafa greitt í sjóð fyrir kaupum á seðli skulu fá hluta af vinningsupphæð. Ef þeir hafa ekki greitt en láta einhvern í tippráði vita, skal gerð undantekning og viðkomandi fær hluta af ágóða.

16.gr
Ef vinningur fer yfir 20 milljónir skal kaupa bíl og hann merktur með áletruninni Tippfélag Hjörleifs Sveinbjörnssonar og munu meðlimir skiptast á með að hafa aðgang á bílnum. Bílinn verður þó um helgar fyrir utan aðalstöðvar Tippklúbbsins. Eins skulu keyptir samstæðir samfestingar á alla meðlimi sem verða merktir klúbbnum og gullkeðjur.

17.gr
Lög þessi eru í sífelldri endurskoðun og þeim má Tippráð breyta á lagabreytingafundum sem haldnir eru þegar Tippráði svo sýnist, eða á reglulegum fundum.
    
|
Skrifa ummæli
    
föstudagur, mars 26, 2004
|
Skrifa ummæli
G.G. Gunn á fóninum, kaffi í glasinu og vindurinn í bakið!
    
|
Skrifa ummæli


Bjarki frændi og Baddý frænka að djamma á patró.
    
|
Skrifa ummæli
Tippfélag Hjörleifs Sveinbjörnssonar
Vikulegur tippfundur verður í þetta skiptið í Kænunni í Hafnarfirði, á morgun laugardag kl. 12.00.

Spurning hvort við ættum að stofna sérstakt blögg fyrir allt sem viðkemur þeim klúbbi eða hafa þetta bara í súpu með þessu?
    
miðvikudagur, mars 24, 2004
|
Skrifa ummæli
Mynd morgundagsins


Og þriðja myndin í myndabálki mínum (og Hjölla) af fossum. Tekin í Feigsdal í Arnarfirði í júní 2003.
    
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins


Önnur mynd frá myndatökugöngutúrafossaferð okkar Hjölla sumarið 2003 í Feigsdal.
    
|
Skrifa ummæli
Vann Jóa í tennis á mánudagskvöldið 6-1 og 6-2. Það var eitthvað dularfullt við þetta því ég hafði aðeins sofið frá rúmlega 3 til tæplega 6 um nóttina og var því drullusyfjaður. Ég spilaði semsagt alls ekki vel, en Jói átti sína verstu framsitöðu síðan í langan tíma og sló boltann hvað eftir annað yfir völlinn eða beint í netið, svo eiginlega þá var það meira Jói sem tapaði frekar en að ég hafi unnið.

En hvað um það, ég er bara að bíða eftir kafarabúningnumnumnum og er búinn að vera að telja niður og er kominn niður í -234523, en ég veit ekki alveg hver tilgangurinn er með þessari niðurtalningu, því hún tengist ekki neinu. Annars er ég búinn að setja á stefnuskrána að fá mér tölvu, kafaratölvu, myndavél og hús utan um myndavélina og ætla að réttlæta þetta allt fyrir sjálfum mér með því að telja mér trú um að þetta séu allt nauðsynlegir hlutir fyrir köfunina og í rauninni bara hluti af kafarabúningnum.

Annars þá fór ég í Álftarmýrarskóla í dag og var með klukkutíma fyrirlestur fyrir 2 bekki í matsalnum um jarðskjálfta og eldgos og voru þau öll mjög áhugasöm og spurðu mikið, enda áhugavert efni og skemmtilegur fyrirlesari.

Jæja, nú hef ég bloggað eins og vindurinn og ætla að koma mér heim til Jóa og horfa á Chelsky - Arsenill og borða pizzu.
    
þriðjudagur, mars 23, 2004
|
Skrifa ummæli
Svar við Sigga:

Mér fannst reyndar síðasti staður það góður að ég myndi vilja hafa hann sem fastann fundarstað. 13 gengur hjá mér.
    
|
Skrifa ummæli
Siggi bað mig um að setja eftirfarandi á blöggið:

Til meðlima í tippfélagi HS, ég vil kanna hug manna til þess að Jóhann verði settur í það verkefni að semja lög félagsins og kynna þau á næsta fundi á laugardaginn, einnig vil ég kanna hug manna til þess að fundurinn verði haldinn næsta laugardag klukkan 13:00 í stað 12:00 og á Kænunni í Hafnarfirði"
    
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins


Mynd tekin í fossaferð okkar Hjölla í Feigsdal í júní 2003. Við gengum upp ána um miðnættið til þess að geta haft ljósopið lengur opið í myrkrinu án þess að yfirlýsa.
    
|
Skrifa ummæli
    
mánudagur, mars 22, 2004
|
Skrifa ummæli
frekar lágir vinningar á 1x2 um helgina, 13 réttir gáfu 82720, 12 réttir gáfu aðeins 2100 kr, 11 réttir 220 kr og ekkert var borgað út fyrir 10 rétta. En þrátt fyrir það að það voru sennilegast um 360 manns með 13 rétta þá fengum við aðeins 9 rétta. Þetta segir bara það að það hefur verið eitthvað svindl í enska boltanum um helgina því óvæntu úrslitin komu á röngum stöðum.
    
|
Skrifa ummæli
Fór í heimsókn til mömmu og pabba í gær og hugðist m.a. að gera við vinnukonurnar á bílnum. Það átti nú að vera létt verk og var því ekkert að stressa mig á að byrja á því fyrr en ég var búinn að horfa á myndina "Í skóm drekans", en þá var klukkan að verða 10. Þetta reyndinst svo vera aðeins meira mál heldur en ég hélt í fyrstu og vorum við pabbi að þessu til klukkan 2:30 um nóttina. Þegar ég kom heim þá styllti ég vekjaraklukkuna á 05:50 því ég ætlaði ekki að verða of seinn í röðina til að kaupa miða á Kraftwerk og Pixies. Ég keyrði sem leið lá í Hallarmúlann þar sem að ég hafði heyrt að Penninn seldi miða á tónleikana, en þar ver ekki nokkur sála og ekkert benti til þess að þar væri miðasala á eitt né neitt. Ég keyrði því næst niður á Laugarveg þar sem að voru nokkrar hræður hoppandi fyrir utan og nokkrar lágu á gangstéttinni með efnislitlar ábreiður yfir sér og eitthvað af nesti og virtust hafa gist þarna um nóttina. Þar með var orðið nokkuð ljóst að ekki yrði brjáluð traffík á þetta svo ég fór því næst í 10-11 í Lágmúlanum og keypti mér samloku og 2 kókómjólk. Þá hringdi Árni í mig og benti mér á að kíkja í Smárann eða Kringluna og ég brunaði því bara í Smárann, enda yfirleitt minna að gera þar. Ég var eini maðurinn á svæðinu og var ekki búið að opna verslunarmiðstöðina þegar ég kom en klukkan var þá um 07:20 og var ég því nú búinn að vera í c.a. klukkutima að leita mér að almennilegri röð. Smárinn var svo opnaður klukkan 07:30 og ég rétt nýbúinn með samlokuna og aðra kókómjólkina. Einhverjir 2 strákar komu þá og vorum við þeir einu sem voru þarna, en enginn vissi samt hvenær miðasalan byrjaði. Þar sem að það stóð að verslanir í smáranum opnuðu klukkna 11 þá tók ég mér bíltúr í Kringluna því þar opna búðir klukkan 10. Þegar ég kom þangað þá sátu þar 2 stelpur á gólfinu fyrir framan Skífuna. Nokkrir aðrir komu á sama tíma og ég (m.a. þessir 2 úr Smáranum). Í það heila voru svo ca 30 manns í röðinni (þessar tvær fyrstu voru einu stelpurnar, en þær voru búnar að hugsa um þetta síðan í gærkvöldi hvernig þær ættu að skipta liði ef til þess kæmi og bjuggust við röð einhver út í langtíbortistan). Miðasalan hófst svo klukkan 9 og klukkan 5 mínútur yfir 9 var ég búinn að kaupa 6 miða á Kraftwerk og 6 miða á Pixies.
Eða í stuttu máli: miðar komnir í hús á Krafwerk og Pixies.
    
|
Skrifa ummæli
Er ekki of mikið að myrða mann sem er bundinn við hjólastól og er að koma út úr bænahúsi með því að skjóta þremur flugskeitum á hann úr herþyrlum?
    
|
Skrifa ummæli
It will be mine!



Samanburður á Canon 300D og 10D sem mig langar í (veit reyndar ekki hvort ég kaupi 10D eða bíð eftir næstu útgáfu af 10D eða 300D):

 Canon EOS-300DCanon EOS-10D
PC Sync SocketHotshoe Adapter RequiredOn-Board
Lens MountEF and EF-SEF
Internal FlashTallerShorter
ISO Levels100-1600100-1600, H (3200)
LCD DisplayBack of CameraTop of Camera
White BalancePreset and CustomPreset, Custom, Settable by Color Temperature
BodySilver PolycarbonateBlack Magnesium Alloy
Remote ControlWired and InfraredWired Only
Burst Rate2.5 fps, 4 image buffer3 fps, 9 image buffer
Flash Exposure CompensationOnly settable on flashAny flash supporting camera-controlled FEC
Focus ModeAI Focus full-timeAI Focus, AI Servo, or One-Shot
AF SensitivityEV 1 to 20EV 0.5 to 18
MeteringMetering preset depending on shooting modeSelectable: Evaluative, Center-Weight, or Spot
ViewfinderPentamirrorPentaprism
Custom FunctionsNone17 Custom Functions
Mirror Lock-UpNoYes
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Ég ætlaði nú að láta þig vita síðar um daginn en var búinn að gleyma að þú þarft sólarhings tíma til að rata á réttan stað þar sem þú rataðir ekki á fundarstað og varst með uppþot til að leyna því. ;-)
    
|
Skrifa ummæli
Í þessu bloggi sínu staðfestir JG bara það sem ég var að segja, ég þurfti að hafa sérstaklega samband við formann klúbbsins og spyrja hann nánar út í málið. Með góðri skipulagningu hefði þetta verið tilkynnt á blogginu á formi eins og t.d.:

Fundur 2 fyrir ónefnda tippklúbbinn:
Staðsetning - Kaffivagninn úti á Granda
Tími - klukkan 11.

Dagskrá:
Staðfesta nafn á klúbb
rökræða aðeins um skipulagið
umræða um ágæti staðarins og hver ætlaði að tala um arðrán sjómanna hátt og snjallt.
Tippseðill ræddur og gengið frá.
Önnur mál.
Göngutúr niður á bryggju til að ræða the aftermath

Svona hefði þetta ekki farið fram hjá neinum.
    
|
Skrifa ummæli
Vegna athugasemda Ánna:
Þú ert nú meiri búrókratinn ... þarf alltaf að staðfesta allt hægri vinstri. Er ekki nóg staðfesting að við segjum hvar við ætlum að hittast? Ég vill minna á að þú spurðir mig sólarhring áður en tónleikarnir byrjuðu hvar þetta væri og ég benti á textann á blögginu eins og kemur fram hérna að neðan:

19.3.2004 16:07:43 Árni Hr. Jóhann hvað varð um fundartíma og stað á morgun???
19.3.2004 16:08:00 Jóhann Árni Hr. Ja, persónulega finnst mér Olive Green color scheme-ið miklu flottara.
19.3.2004 16:08:09 Jóhann Árni Hr. stendur á blögginu!
19.3.2004 16:08:20 Árni Hr. Jóhann Já ég var að spá í það líka - ??
19.3.2004 16:08:27 Árni Hr. Jóhann ertu að tala um samtal þitt og Sigga?
19.3.2004 16:08:47 Árni Hr. Jóhann Kaffivagninn?
19.3.2004 16:09:00 Jóhann Árni Hr. jebb
19.3.2004 16:09:21 Árni Hr. Jóhann ok klukkan hvað?
19.3.2004 16:09:23 Árni Hr. Jóhann 12?
19.3.2004 16:09:41 Jóhann Árni Hr. var það ekki kl. 11?
19.3.2004 16:09:56 Árni Hr. Jóhann ok - ég læt þá vita ef ég kemst ekki
19.3.2004 16:10:11 Jóhann Árni Hr. af hverju ættir þú ekki að komast?
19.3.2004 16:10:32 Árni Hr. Jóhann ég reikna með að koma
19.3.2004 16:10:56 Jóhann Árni Hr. en af hverju ertu með þennann fyrirvara?
19.3.2004 16:11:32 Árni Hr. Jóhann bara að eftir nokkra bjóra gæti ég orðið ofurþreyttur á morgun - þetta er búið að vera 60 klst vinnuvika
19.3.2004 16:11:45 Árni Hr. Jóhann en ég reikna með að koma
19.3.2004 16:12:01 Jóhann Árni Hr. já, mín var líka ansi löng
19.3.2004 16:12:21 Jóhann Árni Hr. Settu bara inn á blöggið að þú viljir hafa þetta kl. 12 ef þér finnst það betra
19.3.2004 16:12:41 Árni Hr. Jóhann nei nei, við skulum bara reyna á þetta


Allt púðrið sem fór í það að kvarta hjá honum á fundinum, þ.e. að hann hafi ekki verið látinn vita og að hann vildi mæta kl. 12 sendi ég hérna því til föðurhúsanna og hananú :-)
    
|
Skrifa ummæli
Jæja nú er Hjölli annaðhvort í röðinni að bíða eftir að Kringlan opni svo hann geti fengið miða (var nr. 3 í röðinni) eða hann er þegar búinn að kaupa miðana og á leiðinni í vinnuna.
Hvernig sem það fer þá eru miðar á Pixies og Kraftwerk í hús!!

Varðandi tippklúbbinn okkar þá er ég nú frekar ósáttur við mínusstigin sem ég fékk, þetta var engin niðurrifsstarfssemi heldur góð og gild gagnrýni. Þegar 2 af 5 vita ekki hvar þetta er nema að falast eftir því þá er þetta ekki mjög gott skipulag. Ef menn rýna vel þá sést að Sigurður stingur upp á Kaffivagninum (gott val - sammála JG því) en það er enginn sem staðfestir það almennilega og því var maður ekki viss og því þurfti maður að falast eftir upplýsingunum.

Líst vel á listann hjá JG, sýnir að slembarar eru yfirleitt á svipuðum nótum - enda do great minds think alike..


Annars heldur slysafaraldur minn áfram - í gær kíkti ég í sund, en rétt áður en stigið var í laugina náði ég að reka litlu tánna í horn og þar með er ég bara með 9 neglur á tánnum.
Nú haltra ég um eins og gamalmenni á göngum Delta og óvíst hvenær ég kemst í boltann aftur....

Já eitthvað er verið að láta mig borga - almættið heldur áfram að stríða mér, spurning hvort ég kaupi ekki plastkúlu sem ég klæði mig í á hverjum morgni svo ég slasi mig ekki.
    
sunnudagur, mars 21, 2004
|
Skrifa ummæli
Nýjasta uppfærsla á listanum yfir fólk:
  • Árni Snævarr
  • Björgvin Halldórsson
  • Björk Jakobsdóttir (ný)
  • Finnur Vilhjálmsson
  • Friðrik Weisshappel
  • Guðjón Guðmundsson
  • Guðlaugur Þór Þórðarson
  • Guðlaugur Helgason
  • Guðrún Gunnarsdóttir
  • Jón Axel Ólafsson
  • Hálfdán í Landsins Snjallasti (nýr)
  • Magnús Kjartansson
  • Randver Þorláksson
  • Rúnar Freyr Gíslason
  • Selma Björnsdóttir
  • Siggi stormur (nýr)
  • Stefán Hilmarsson
  • Stefán Hrafn Hagalín
  • Valtýr Björn Valtýrsson
  • Þorgeir Ástvalsson
    
|
Skrifa ummæli
Tippfélag(ar) Hjörelifs Sveinbjörnssonar
Annar fundur tippfélagsins var haldinn í þynnku á laugardaginn kl. 11. Fundarstaður var Kaffivagninn og var hann vel til fundinn hjá Sigga. Frábært að sitja inni í reykingalykt og horfa út á fagurbláan sæinn í þessu góðviðri.
Það sem vakti athygli var skeleg fundarstjórn undirritaðs og stýrði hann þessum fundi af mikilli röggsemi og ákveðni. Ánni byrjaði fundinn með því að kvarta sárann yfir því hversu illa þetta var skipulagt en fundarstjóri svaraði öllum ásökunum af festu og var mál manna að skipulag hafi verið með ágætum.
Ákveðið var að notast við tæki og tól sem bjóðast í að hjálpa okkur við að krækja í þann stóra og ætla Pálmi og Siggi (aðalgagnrýnandi) að pæla í mismunandi kerfum og bestun á tippinu.
Menn ákváðu að félagið skyldi heita Tippfélag Hjörleifs Sveinbjörnssonar, Tippafélagar Hjörleifs Sveinbjörnssonar, eða Tippfélagar Hjörleifs Sveinbjörnssonar og man ég ekki alveg hvort var ákveðið.
Ánni fékk mínusstig í kladdann fyrir niðurrifsstarfsemi en Hjölli fékk tvö plússtig fyrir áræðni í upplýsingaleit.
Ákveðið var að Hjölli muni útbúa excel skjal yfir allar greiðslur meðlima í klúbbinn til að auðvelda utanumhald og mun hann mæta með útprentun af því á alla fundi.

Vika     Fundarstaður     Mættir            Seðlar                                                                   Kostn.       Vinningur     #12#11#10Mest
11Heima hjá JóaÁ, H, J, PS-7-2-486 (10), S-7-2-486 (9), Ú-7-3-384 (7)13560 kr.1000 kr.  210
12KaffivagninnÁ, H, J, P, SS-5-5-288 (9)2880 kr.0 kr.   9
    
föstudagur, mars 19, 2004
|
Skrifa ummæli
Jóhann says:
ÆTLAR ÞÚ EKKERT AÐ TJÁ ÞIG UM FUNDARTÍMA OG NAFN Á MORGUN??????????????
Siggi says:

Siggi says:
A
Siggi says:
Andskotans hangs er þetta alla daga af hverju ertu ekki við MSN
Jóhann says:
var í fótbolta
Jóhann says:
en hvað með tímasetningu og stað ... þú verður að setja A við það líka.
Siggi says:
lesa a
Siggi says:
11:00 í Múlakaffi!!!
Jóhann says:
a með það!!!
Siggi says:
ertu búinn að sjá A hjá mér vegna nafnagiftar
Jóhann says:

Siggi says:
finnst þér Tippfélag Hjörleifs Sveinbjörnssonar ekki gott nafn
Jóhann says:
Jú, enda fattaði ég upp á því
Siggi says:
þá eru komin tvö atkvæði á það
Siggi says:
ég er búinn að setja a við stað og stund hvernig lýst þér á stað og stund
Jóhann says:
svona ágætlega
Siggi says:
hvort er það staðurinn eða stundinn sem þú kannt ekki við
Siggi says:
Mundi Kaffivagninn ekki steinliggja sem fundarstaður
Jóhann says:
er hann niðri við sjó?
Siggi says:
já út á granda
Jóhann says:
Jú, hann gæti verið góður
Siggi says:
ég ætla að koma með breytingu á tillögu minni
Jóhann says:
En hvernig heldur þú að sjóararnir taki í það að landkrabbar með dollaramerki í augunum taki yfir staðinn þeirra með spjátrungslátum?
Siggi says:
ég stefni að því að við efnum til fjöldaslagsmála þar sem Sjómenn berjast á móti landkröbbum
Jóhann says:
Já, það væri hressandi ... eigum við þá að láta dólgslega þangað til þeir taka fyrsta skrefið?
Siggi says:
jú, við byrjum á að segja hátt og skýrt "Sjómannaafslótturinn er ránsfengur sjómanna sem hann hefur stolið frá Háskólamenntuðu fólki sem heldur uppi hagvexti á Íslandi"
Siggi says:
ég held að þessi lína færi langt með að koma af stað uppþotum
Jóhann says:
Já, mér líst vel á þetta.
Siggi says:
Hjölli er náttúrlega sjálfgefinn forseti klubbsins þar sem hann er skírður í höfuðið á honum er þá ekki eðlilegt að hann opni með þessari línu
Jóhann says:
Ja, opnun klúbbsins fór nú fram á síðustu helgi ... þó að sumir hafi ekki séð sér fært að mæta . Annars er ég sjálfskipaður formaður og einræðisherra klúbbsins eins og sést á titlum meðlima.
Siggi says:
en er þá ekki eðlilegt að þú farar fyrir hópnum og látir þessa línu fjúka
Jóhann says:
Jú, það væri kannski við hæfi ... þið verðið þá líka að lofa því að hjálpa mér að pakka þessum sjóarabullum saman!
    
|
Skrifa ummæli
NASA opnar í kvöld kl. 22 og spileríið byrjar líklegast 30-60 mínútum síðar.
    
fimmtudagur, mars 18, 2004
|
Skrifa ummæli
... eða tippalíngar ?
    
|
Skrifa ummæli
... eða:
Tippfélag Hjörleifs Sveinbjörnssonar
    
|
Skrifa ummæli
Mínar hugmyndir að nafni:
- 1slembXslemb2 (finnst það ágætt)
- SleXyBitches
- SilverArses
- JúnkýPóks
- Favron Chikkalós
- Cult and crappós
    
|
Skrifa ummæli
Mitt slemb varðandi slembið hans Jóa:

Mér finnst gott að hafa hæfilega blöndu af kaffihúsum, veitingastöðum (brunch/lunch) og heimahúsum. Gaman að hafa smá tilbreytingu í þessu.
Næst finnst mér að við ættum að skella okkur á kaffihús eða eitthvað svoleiðis.

Varðandi nafnið þá finnst mér að við ættum að hafa nafnakeppni þar sem tippslembarar senda inn mögulegt nafn og svo verður kosið um nafn. Hægt er að stinga upp á núverandi nafni, ekkert sjálfsagðara en það. Ef gestir hafa góðar hugmyndir þá eru þær velkomnar.
þegar að kosningu kemur þá útlistum við nánar hvernig það verður farið að því.
    
|
Skrifa ummæli
Tippfundur 1slembXslemb2:
Hvenær komast menn á annan fund tippklúbbsins og spá í næsta seðil? Hvaða staðsetningar stinga menn uppá? Ættum við kannski að fara á kaffihús hvern laugardagsmorgun og aldrei að fara á sama kaffihúsið? Er kannski betra að vera í heimahúsi?
Ættum við kannski líka að finna betra nafn á klúbbinn og fá inn hugmyndir?
    
|
Skrifa ummæli
Hvað er að frétta af óla prik, er hann ennþá fullur og í kringlunni?
    
|
Skrifa ummæli
Við Sonja brunuðum í fjörðinn í gær og gengum á Helgafell og kíktum síðan á stælinn.
    
miðvikudagur, mars 17, 2004
|
Skrifa ummæli
Það hefur ekkert sést til Óla priks síðan fyrir helgi, en þá datt hann í það og er víst enn á einhverju fylleríi. Öryggismyndavélar í Kringlunni náðu þessu skoti af honum. Þetta er mjög langt skot og virðist hann geta drukkið alla undir borðið.
    
|
Skrifa ummæli
Ég og líklegast fleiri lesendur bíð spenntur eftir framhaldinu af Óla prik og galdrahattinum.
    
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins


Svona gerist þegar maður er að keyra og taka myndir um leið. Á leið úr Hafnarfirði sunnudaginn 14. mars 2004 eftir að hafa keyrt Hjölla til að ná í bílinn sinn.
    
|
Skrifa ummæli
Purp og Parp
    
|
Skrifa ummæli
Það er laus tveir miðar á Damien Rice tónleikana á morgun ef einhver vill kaupa.
    
þriðjudagur, mars 16, 2004
|
Skrifa ummæli
fékk það sama og árni



Which 1990's Subculture Do You Belong To?


[Another Quiz by Kris
@ couplandesque.net]
    
|
Skrifa ummæli


Kannski er svarthvítt bara betra?
    
|
Skrifa ummæli
Farið var í pool síðastliðið föstudagskvöld (Jói mátti ekki vera heima). Á myndinni sést tapliðið rakka og stakka (Elín er á bak við Jóa, en ég og Árni horfðum á).
    
|
Skrifa ummæli
Violent Femmes er víst að koma til Íslands.
    
|
Skrifa ummæli
Hér er staðfesting á köfunarnámskeiðinu sem ég kláraði um daginn
kafarinn.is
    
mánudagur, mars 15, 2004
|
Skrifa ummæli


Það var ótrúlegt veður í gær eins og þessi mynd sýnir. Tekin í sama bíltúr og myndin að neðan.
    
|
Skrifa ummæli
Hvar er BjaKK ?
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá eru úrslit í tippinu um helgina ljós og fékk ég mest 11 rétta og heildar vinningsupphæð er 7960. Tippfélagar voru ekki alveg jafn heppnir og koma út í stórum mínus en heildarvinningur var 1000 krónur, sem er arfaslakt.
    
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins


Mynd tekin í ökutúr míns og Hjölla á fallegu marskvöldi árið 2004.

Ég er eiginlega orðinn algjör sökker fyrir svarthvítum myndum og vill helst setja allar myndir sem ég laga í Photoshop í svarthvítt. Ég stóðst þó mátið í þessari mynd og leyfði litunum að njóta sín.
    
|
Skrifa ummæli
Nú er Árni þreyttur i dag - erfið helgi búin að vera og ég er mjög þreyttur.
Á öðrum nótum þá reif ég fram hjólið í gær og hjólaði út í sundhöll hafnarfjarðar á herjólfsgötunni og uppgötvaði að þar var lokað þ.a. ég hjólaði í Suðurbæjarlaugina og hitt þar 2 vaska menn sem voru misþreytulegir (annar svipaður og ég). Þar var skellt sér í pott og gufu og heimsmálin rædd.
Hjólaði ég svo heim þar sem við skötuhjúin borðuðum gráðostapasta ala Erla og var það ljúffengt að vanda. Á leiðinni heim kíkti ég við á vídeóleigu og tók þar mynd sem heitir The Sin Eater. Þessi mynd er hörumuleg í alla staði og mæli ég alls alls ekki með henni, gef henni 2,5 af 10 mögulegum sem er frekar dapurt, eða * af ****. Þessi mynd var illa leikin, léleg handrit og bara í alla staði steikt og incoherent.
Ekki einu sinni Shannyn Sossymon náði að rífa þessa mynd upp úr bottom 25%.

Sofnaði ég svo vært um miðnætti og vaknaði þreyttur í morgun.
    
|
Skrifa ummæli
Siggi says:
ég var fullur á föstudagskvöld, laugardagskvöld og sá svo dýrin í hálsaskógi á sunnudegi
Siggi says:
Dýrin í Hálsaskógi er magnað stykki
Jóhann says:
Nú, af hverju er það magnað stykki?
Siggi says:
það er bara svo skemmtilegt
Siggi says:
svo er þetta svon hnitmiðuð ádeila á græðigina í vestrænum neysluþjóðfélögum
Jóhann says:
Fórstu einn á leikritið eða var einhver með þér?
Siggi says:
ég hefði allveg getað farið einn og skemmt mér en nei ég fór með Öldu og Unu og Fannari
    
laugardagur, mars 13, 2004
|
Skrifa ummæli
Þegar ég var úti keypti ég mér þrjá geisladiska:

KMFDM featuring Pig - Sturm & Drang Tour 2002: Þetta er náttúrulega hrein snilld, þvílíkur kraftur, taktur og bara fullkomnun. Þessi hljómsveit er eitt af því allra besta sem ég set á phoninn, algjör snilld. Fyrsta live plata þeirra síðan byrjun, góð blanda af techno, industrial og rokki. Toppurinn er snilldar útgáfa af Nancys Sinatra lagi Boots.

Pitcshifter - Bootlegged and remixed: Tvöfaldur diskur þar sem annar er live diskur og hitt er remix diskur. Eftir að hafa rennt honum í gegn þá verð ég að segja að remix diskurinn er eiginlega skemmtilegri þar sem mjög skemmtilegar trance og drum and base útgáfur eru á industrial rokki.

Dkay.com - Deacaydenz: Fann þetta af algerri tilviljun, þetta er afsprengi af Die Krupps þýskri metal-industrial rokkgrúppu, þetta er diskur frá 2000 en ég finn ekkert um hann á netinu þar sem bara er talað um nýjasta diskinn frá honum Jurgen Engler en hann er frá 2003 og pantaði ég hann úti í DK og ætlaði systir mín og svo bróðir minn að geyma hann fyrir mig í bili.

Þetta er það sem er á phoninum í dag og er ég nokkuð sáttur við þetta - enda keypti ég líka DVD útgáfuna af KMFDM sem er að sjálfsögðu snilld. Sumir vilja meina að ég sé fastur í fortíðinni í tónlist en ég bendi nú á að þetta er nú allt diskar frá nýjustu öldinni og er industrial rokk eitt af því framsæknasta sem ég hlusta á þar sem hún breytist með hverju árinu.
    
|
Skrifa ummæli



Which 1990's Subculture Do You Belong To?


[Another Quiz by Kris
@ couplandesque.net]


Spurning hvort þetta sé rétt.
    
|
Skrifa ummæli
Fyrsti fundur tippklúbbsins 1slembXslemb2 var haldinn heima hjá mér kl. 11 í morgun. Ánni mætti korteri of seint en hinir mættu á réttum tíma, nema Siggi sem mætti bara alls ekki, og ekki náðist í hann í síma (einnig voru tveir mjög ungir sérfræðingar með í hópnum okkur til ráðgjafar). Við fengum okkur bakkelsi að borða og pældum í seðlum vikunnar, og enduðum á því að kaupa 3 nokkuð dýra seðla. Siggi verður ekki með í fyrstu viku en mætir væntanlega á næsta fund. Ákveðið var að ef menn mæta ekki á tippfundi þá eru þeir ekki með nema þeir hafi sjálfir frumkvæði í að láta einhvern einhvern af okkur vita.
Ákveðið var hvaða ábyrgðir meðlimir hafa og skiptist þetta þannig niður:

PálmiTölfræði- og fjarskiptafulltrúi
ÁnniSérlegur sérfræðingur um enska boltann
JóiSkipulagsmál
HjölliGjaldkeri og ritari
SiggiTölfræði og bestunarpælingar
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins


Kríumynd sem ég tók í ökuferð með Hjölla í júní 2003. Ég held að myndin hafi verið tekin rétt fyrir utan Reykjavík.
    
föstudagur, mars 12, 2004
|
Skrifa ummæli
Er að hlusta á diskinn með hinni íslensku hljómsveit The Funerals sem kom út á síðasta ári og þetta er sjaldgæfur gullmoli ... mjög skemmtilegur diskur sem ég mæli eindregið með.
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Skemmtilegt að sjá íþróttafrétt í Íslandi í býtið á Stöð 2 í morgun. Þar sagði Gaupi frá því að Skjár 1 væri búinn að tryggja sér enska boltann til þriggja ára og fréttin fjallaði í raun bara um það hvað þeir borguðu mikið og gaman að sjá hvað þeir reyna að láta líta út fyrir að þetta sé ekkert stórmál. Þetta er nánast dauðadómur yfir sýn, margir sem hafa hana bara fyrir enska boltann, t.d. ég. Ég mun alveg geta skroppið á pöbbalíng til að horfa á evrópuleikina og bara hætt með þessa stöð.
Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig Skjár 1 ætlar að sinna þessu og hvort þeir stofni heila stöð í kringum þetta ... þeir verða jú einhvernvegin að fjármagna þennan hálfa milljarð sem Stöð 2 fullyrðir að þetta kosti með öllu.
    
|
Skrifa ummæli
Bylgjan er einn mesti viðbjóður sem ég veit um .... ullabjakk!!!
    
fimmtudagur, mars 11, 2004
|
Skrifa ummæli
Þar sem að fyrsta Óla prik myndin fékk svo góða gagnrýni þá kemur hér önnur mynd í sömu seríu. Góða skemmtun.

    
|
Skrifa ummæli
Eftir að Bjórvinafélag Veðurstofunnar (MOBS) tók vefinn sinn af Veðurstofunni eftir einhverja blaðagrein (grunaður höfundur er Eyríkur Jónsson, en hann er bindindismaður), þá hefur Veðurstofan nú gert eitthvað í málunum og auglýsir nú bjór á upphafssíðu sinni. Þess má geta að vef MOBS var aðeins hægt að finna út frá örfáum starfsmannasíðum og mjög óáberandi og innihélt engar auglýsingar.
Veðurstofa Íslands
    
|
Skrifa ummæli

Ég fékk tölvupóst þar sem mér var boðinn þessi maður til leigu. Virðist vera að mennirnir haldi að ég sé með einhverja tónleika og get fengið þennan mann til að spila. Heitir víst Leon Russel og meira veit ég ekki, annað en að mér sýnist hann vera kúreki eða eitthvað slíkt.
    
miðvikudagur, mars 10, 2004
|
Skrifa ummæli
Er með óráði og fór að fikta í GIMP og þetta varð útkoman. Óli prik að sparka bolta. Held að ég ætti að drífa mig heim áður en að ég geri einhverja vitleysu hérna, ef það er ekki orðið of seint.
    
|
Skrifa ummæli
Púff púff púff. Búinn að vera skríðandi á gólfinu í næstum 3 klukkutíma við að reyna að breyta einhverju tölvudrasli sem var svo ekkert að virka almennilega. Sleppti meiraðsegja kaffitímanum eftir hádegi og það voru vöfflur með rjóma. Svo endaði þetta allt vesen með því að ég breytti þessu til baka svona næstum því eins og þetta var. Nenni ekkert að útlista það neitt nánar, enda bara þreyta og leiðindi. Semsagt eftir hádegisvinnan fór eiginlega bara til einskis og ég missti af vöfflunum.

Nú er ég búinn að borga kafarabúninginn og verður hann tilbúinn í næstu viku, en þar sem að pönntunin var svo stór (yfir 200 kg.) þá verður hann sendur með skipi (frá Svíþjóð) og kemur væntanlega eftir 2 vikur. Þ.a. þarþarnæstu helgi ætti ég að geta skellt mér út í sjó eða vatn eða eitthvað í mínum búningi.

Er hrikalega andlaus eftir þetta tölvutengingarvesen í dag og langar bara til að fara heim og fá mér eitthvað að borða og leggja mig aðeins fyrir boltann og hugsa um einhver góð leikkerfi til að nota í boltanum í kvöld.
    
|
Skrifa ummæli


Ætla að fara á þessa sýningu.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, það gætur maður hætt að horfa á fótbolta á þessari leiktíð, eða svona næstum því. :(
    
|
Skrifa ummæli
4 miðar á Damien Rice komnir í hús.
    
þriðjudagur, mars 09, 2004
|
Skrifa ummæli
Fuck it, ég hef ákveðið að drekka 2 kaffibolla á dag max. Mér finnst ég svima af of mikilli kaffidrykkju og líður ekkert of vel. Einn bolli þegar ég mæti og annar eftir hádegi.
    
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins


Mynd tekin heima hjá Sonju á Kjalarnesi í mars 2004 á litlu T1 vélina. Hún er að halla sér upp að veggnum og horfa út á eitthvað sem ég man ekki hvað var.
    
|
Skrifa ummæli
Ný deild:
Við strákarnir höfum ákveðið að stofna nýja deild innan slembibullsbræðra og er þetta tippklúbbur sem mun tippa vikulega með S eða Ú kerfi og leggja út c.a. 500 krónur á mann. Við sjáum blöggið sem vettfang til þess að koma á framfæri vikulega hvernig gekk um helgina á undan og spurning hvort þetta lífgi bara ekki upp á þennan miðil.
    
|
Skrifa ummæli
Í gær kom iðnaðarmaðurinn upp í mér, fórum og keyptum svona stand undir sjónvarp sem maður hengir á vegg. Við ákváðum að rýma aðeins til í eldhúsinu og breyta aðeins til, við hentum upp á vegg sjónvarpinu og færðum örbylgjuöfninn og bjuggum til meira rými á borðunum.

En það er aðeins byrjunin því að þegar ég ákvað að henda þessu upp á vegg þá þurfti ég að byrja á því að fá almennilegan bor lánaðan frá tengdó. Nú þegar allt lá fyrir var byrjað að mæla, ekkert hallamál var á staðnum og því var notast við augað, sett voru 8 strik á vegginn þar sem ég ætlaði að bora. Nú þegar ég byrjaði að bora þá fékk ég lítið áfall, allt í einu fann ég að ég var kominn í gegn, ég sem hélt að þetta væri gegnheill veggur fann að ég hafði rúllað bornum alla leið í steinull.

Ég panickaði að sjálfsögðu og konan hringdi í tengdó sem staðfesti að þetta væri allt í lagi og því gat ég haldið áfram. Nú eftir miklar pælingar, mælingar og svo borun þá komst þetta upp á vegg og lítur bara glæsilega út.

Þó ég sé ekki mikill iðnaðarmaður í mér þá gat ég farið að sofa sáttur eftir svona verkefni þar sem ég er nú yfirleitt ekki mjög duglegur.
Áður en ég hélt til svefns horfði ég á American Wedding (nr. 3 í Pie seríunni). Helvíti fín mynd, mæli með henn þar sem þetta er fín skemmtun og gef ég henni *** af ****.
    
mánudagur, mars 08, 2004
|
Skrifa ummæli
Hér er mín niðurstaða. Þetta er sennilegast ekki fjarri lagi.


You Are Gilbert From "What's Eating Gilbert Grape?"


You are very giving and self-sacrificing. You're always there to lend a helping hand to family and friends. However, this generous nature often robs you of fulfilling your needs and desires, and may cause you to become resentful. Find a way to balance your kindness with your independence.

Take The Johnny Depp Quiz!

    
|
Skrifa ummæli
Slembibullarar virðast vera búnir að yfirtaka þessa ljósmyndakeppni: Ljósmynd mánaðarins
    
|
Skrifa ummæli
Tók prófið sem Jói tók og fékk mjög skrýtna niðurstöðu:

You Are Ed Wood From "Ed Wood."SIZE="-2" FACE="Verdana">

You definitely have your name in history, although probably not for the reason you believe. Yet you are very accepting, non-judgemental, and optimistic almost to a fault. You also have a thing for angora sweaters. How could anyone not like you?

Take The Johnny Depp Quiz!
    
|
Skrifa ummæli

You Are Sam From "Benny & Joon."

You are very talented at physical comedy. People are in awe of your abilities. However, you have many quirks which can either win people over or completely annoy them. But you're a sweetheart through and through, and it's hard not to love you.

Take The Johnny Depp Quiz!
    
|
Skrifa ummæli
Shattered Glass ***
Við Sonja horfðum á myndina Shattered Glass í gærkvöldi sem er sannsöguleg og fjallar um fjölmiðlahneyksli sem átti sér stað fyrir ekki svo löngu síðan. Ég ver að segja að þetta er bara mjög góð mynd og held ég að ég verði að gefa henni 3 drullukökur af fjórum. Það sem vakti athygli mína við þessa mynd er að hún lætur mjög lítið yfir sér, ætli þetta sé ekki kallað lo-fi eða eitthvað slíkt. Það er enginn koss í myndinni, ekkert spennuatriði, ekkert fyndið atriði og myndin svona líður áfram þangað til hún er búinn og maður áttar sig á því að hún hélt athyglinni nokkuð vel allan tímann. Ég mæli með henni en sumir (segjum engin nöfn) myndu líklega segja að hún sé mjög hæg. Þetta er a.m.k. öðruvísi mynd og ég var nokkuð ánægður eins og áður hefur komið fram.
    
sunnudagur, mars 07, 2004
|
Skrifa ummæli
Jæja þá er kominn tími fyrir eitt blogg, við tökum þetta í öfugri tímaröð núna.

Helgin byrjaði þannig að ég bauð strákunum heim í DVD áhorf, horft var á myndina The Big Bus og mun nánari útlistun á myndinni frá hverjum og einum koma fram á kvikmyndaklúbbsíðu okkar (verður auglýst seinna). Þetta var ágætiskvöld, rólegt og gott. Á laugardeginum fór ég í vinnuna og var þar fram til 12.30, fór ég þá að hitta Jóa og Hjölla í hádegismat og leik á Players. Ágætis leikur svo sem, fínn borgari og fínn bjórinn, síðan var haldið aftur í vinnunna og var ég þar til um fimm en þá fór ég sund og var þar í rúma klst og hitti þar félaga minn úr vinnunni og spjallaði aðeins. Um kvöldið var farið í heimsókn til Jóa og American Splendor sett í tækið - eðal mynd en hún mun einnig koma fram á klúbbsíðu okkar.

Yfirleitt þegar ég fer í sund fer ég einn, bæði vegna þess að ekki margir nenna að fara í sund eða búa of langt frá mér til að nenna því, en einnig vegna þess að stundum er gott að mæta einn í gufu, pottinn og sitja þar í sínum eigin þankagangi eftir erfiða vinnuviku. Þá er ég kominn að seinni parti bloggsins, en það er vinnuvikan.

Þetta var ansi erfið vinnuvika, ég er að drukkna í vinnu þessa dagana og geri lítið annað en að vinna og vinna. Ekki það að þetta er neikvætt, nóg að gera, skemmtileg verkefni osfrv en maður verður samt stundum þreyttur eftir svona viku. En mér skilst að ég sé ekki eini sem er á kafi í vinnu, Hjölli og Jói eru líka á fullu þannig amk leiðist okkur ekki. Í mars mánuði stefni ég á að klára af mér starfsmannaviðtöl í deildinni minni, eitthvað sem ég hef svo sem ekki verið nógu duglegur að vinna í. Mér skildist að fleiri slembarar hafi verið að vinna í sínum málum með starfsmannaviðtölum.

Í gær var keyptur seðill upp á 6000 kr í tippþjónustu og skilaði að ég held 0 kr - frekar dapurt það.

Þegar ég les yfir þetta aftur þá sé ég að þetta er hundleiðinlegt blogg - biðst afsökunar á því en læt það flakka.
    
laugardagur, mars 06, 2004
|
Skrifa ummæli
Wigan, West Ham og Rotherham eru ömurleg lið sem eiga ekki skilið að vera á getraunaseðlinum og mér væri alveg sama þó að Portsmouth tapi fyrir Arsenal þessi fótboltalið eru hvort eð er bara samsafn af rugludöllum og vitleysingum og hananú.
    
|
Skrifa ummæli
Hvað er svona fréttnæmt við þetta ... þetta hlýtur nú að gerast öðru hvoru:

Karlmaðurinn sem skráður er í heimsmetabók Guinness sem elsti maður heims lést í gær 114 ára gamall. Hann hét Joan Riudavets Moll og 114 ára gamall og bjó á spænsku eyjunni Menorca, sem er næsta eyju við Mallorca. Hann var fæddur 15. desember 1889.
    
föstudagur, mars 05, 2004
|
Skrifa ummæli
Mynd gærdagsins að fá ágætis dóma á DPReview: Check it!
    
|
Skrifa ummæli
Magnað helvíti:

Bandaríska rokkhljómsveitin Pixies er að koma saman aftur og mun halda tónleika hér á Íslandi þann 26. maí í Kaplakrika.

Því miður verð ég sennilega í útlöndum þegar þessir tónleikar verða en þetta er nú samt magnað!
    
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins:


Erfitt að toppa mynd gærdagsins eftir að Hjölli gaf henni sláandi dóma. Mynd tekin í hjólatúr á laugardegi í ágúst árið 2003 með Ægir litla og Gubba litla. Steinn í fjöruborðinu við Ægissíðu.
    
fimmtudagur, mars 04, 2004
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins:


Mynd tekin við ylströndina í Nauthólsvík sumarið 2003 í hjólaferð. Sonja var ekki með í þessari ferð en það vandamál var leyst með stafrænni tækni.
    
|
Skrifa ummæli
Þessir tveir dular-fullu menn voru á vappinu á Laugarveginum á laugardagsnóttunni þegar ég var að árshátíðarstússast.
Þessi mynd var tekin með sömu tækni og myndin af Loch Ness skrímslinu

    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Smugmug fær Editors Choice í PC Magazine: SmugMug review by PC Magazine.
Ætli ástæðan fyrir þessu sé kannski að hluta vegna þess að ég á mynd og link á forsíðu Smugmug?

    
|
Skrifa ummæli
Steal this Album með System of a Down er núna á hedfónunum.
    
|
Skrifa ummæli
Er með Wish you were here með Pink Floyd í hedfónunum núna!
    
miðvikudagur, mars 03, 2004
|
Skrifa ummæli
Úr samræðum mín og Pálma um fjármál.

kafa kafa djúpt í vitund yfirdráttarins
dauður upp á hlemmi
eða á neskaupsstað
já eða það
já eða það
    
|
Skrifa ummæli
Nýjasta uppfærsla á listanum yfir fólk:
  • Árni Snævarr
  • Björgvin Halldórsson
  • Björk Jakobsdóttir (ný)
  • Finnur Vilhjálmsson
  • Friðrik Weisshappel
  • Guðjón Guðmundsson
  • Guðlaugur Þór Þórðarson
  • Guðlaugur Helgason
  • Guðrún Gunnarsdóttir
  • Jón Axel Ólafsson
  • Hálfdán í Landsins Snjallasti (nýr)
  • Magnús Kjartansson
  • Randver Þorláksson
  • Rúnar Freyr Gíslason
  • Selma Björnsdóttir
  • Stefán Hilmarsson
  • Stefán Hrafn Hagalín
  • Valtýr Björn Valtýrsson
  • Þorgeir Ástvalsson
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, best að auka aðeins aðsóknina: Berglind Icey nude
    
|
Skrifa ummæli
Viðbót við grunnblögg að beiðni Sigga:
Hamborgarinn á Players var ágætur og er ekki oft sem ég borða við barborð en það gerðist þarna. Borgarinn var bara ágætur og get ég bara ekki kvartað yfir honum.

Á Nonna keypti ég mér kjúklingabát og hrokafulla leiðinlega stelpan sem heldur að hún sé yfir alla hafinn því hún er að afgreiða afgreiddi mig. Ég hef þá sérvisku gagnvart þeim félögum að ég versla bara við Nonna því Hlölli er allt of sveittur fyrir mig. Þess má geta til gamans að Nonni sjálfur neitaði einusinni að afgreiða mig þar sem einhver sem ég var með (say no more) gjammaði í hann að ég hafi kallað bátana hans júdasarbáta (Nonni vann nefnilega einu sinni á Hlölla). Báturinn var góður en frekar kaldur þegar ég var búinn að labba alla leið heim með hann og Mixið skolaði honum vel niður.
    
þriðjudagur, mars 02, 2004
|
Skrifa ummæli
Hvernig er það, nennir enginn að blögga þessa dagana? Er eitthvað síðbúið janúarþunglyndi að plaga mannskapinn eða bara almen leti? Meira að segja nýji meðlimurinn sem átti að rífa upp blöggið er latur að blögga og lætur ekkert á sér bera. Ég vill minna hann á að hann er í prufufasa og síðan verður kosið um áframhaldandi þáttöku hans af öðrum slemburum þegar prufutímabilið er búið.

Annars er bara allt fínt að frétta af mér. Föstudagskvöldið fór í afslöppun og við horfðum á myndina Along came Polly. Ágætis mynd með hinum mikla snillingi Ben Stiller. Ég var svona hálf þunnur eftir vinnudjamm kvöldið áður, en þá fórum við út að borða á hinn ágæta stað Tapas bar, þar sem var borðað ýmislegt exótískt. Ég smellti mér síðan í salsa (síðasti tíminn) og tjúttaði þar í c.a. 1,5 klst og síðan skruppum við Sonja heim og skelltum okkur síðan á Glaumbar, þar sem var tjúttað með 5 öðrum stelpum og var ein af þeim salsakennarinn (dönsk stelpa).

Á laugardaginn var ég að vinna og kíkti síðan aðeins á Players á strákana og fékk mér borgara og Ánni hefur gert þessu kvöldi ágætis skil, en við skemmtum okkur bara nokkuð vel. Ég endaði síðan á að fara á Nonna báta og labbaði síðan heim og þá var Sonja komin heim og var í fastasvefni. Hún reyndist vera orðin nokkuð drukkin um kvöldið eftir að hafa borðað ótæpilega af jarðaberjum úr bolluskál í einhverjum drykkjuleik. Hún varð líka fyrir þvví að dópermanhundur gerði tilraunir til að nauðga henni og hún fór snemma heim. Ég keyrði hana síðan í vinnuna um morguninn og hjálpaði henni að þrífa seinnipartinn og var í mat hjá foreldrum Sonju um kvöldið.

Annars er fjandi mikið að gera í vinnu og jafnvel of mikið .... ef það er hægt.

Við Sonja erum farin að huga að fríi í sumar og spurning hvort við kíkjum til austur evrópu í maí í 4 vikur, en ég er samt ekki viss um að ég geti það vegna anna í vinnu.

Jæja, núna ætti Siggi að vera orðin ánægður. Later dutes!
    
|
Skrifa ummæli


Annar dagurinn í röð sem ég læt mynd inn í mynd dagsins sem ég er bara alls ekki nógu sáttur með. Á leiðinni heim úr bústað í febrúar 2004. Ég að keyra og taka myndir.
    
mánudagur, mars 01, 2004
|
Skrifa ummæli
Þá er árshátiðin afstaðinn og mínum nefndarstörfum í þeim málum þar með lokið. Þetta var alveg ágætlega vel heppnað, en í matinn var 5 rétta máltíð og fékk maður samt ábót á forréttinn og aðalréttinn svo það var alveg tryggt að maður borðaði yfir sig, enda voru allir alveg pakk saddir eftir þessa veislu. Þegar öllum skemmtiatriðum var lokið og allir búnir að borða (sem tók nú sinn tíma) var dansað undir leik hljómsveitarinnar Gammeldansk. Það voru viss vonbrigði því hljómsveitin KOS átti að spila, en söngkonan forfallaðist og því voru bara þessir tveir sem eftir voru í sveitinni eftir og kölluðu sig þá Gammeldansk. Þeir spiluðu svo eins og nafnið gefur til kynna, fyrir utan dönskuna, en ég minnist þess ekki að hafa heyrt neitt á dönsku (enda ekki hægt að taka slíka áhættu, þar sem að mjög líklegt í svona stórum hópi að einhver sé með ofnæmi fyrir dönsku). En fólk dansaði nú bara samt og skemmti sér ágætlega (samt voru einhverjir að byðja um eitthvað nýrra en 30 ára, en varð ekki að ósk sinni). Eftir árshátíðina (þá var klukkan að verða 02:27 eða eitthvað svoleiðis) var haldið í bæinn. Þar sem að fólk gat ekki ákveðið sig hvert það vildi fara og sumir vildu ekki fara neitt nema á Kringlukránna þá splittaðist hópurinn upp í tvær einingar. 2 fóru á Kringlukránna og 6 hittust fyrir utan Grandarann. Þegar við komum þangað þá var það fyrsta sem ég sá slembararnir Jói og Árni.
Þar sem að í hópnum voru nokkrir einstaklingar sem vildu dansa doldið meira þá var ákveðið að fara ekki inn á Grandarann heldur 22. Áður en farið var inn á 22 var stoppað smá á Kaffi list og tók Jói mig í smá Salsa kennslu, en ég get ekki sagt að ég hafi verið neitt sérstaklega móttækilegur nemandi í Salsa. Jói og Árni fóru svo að fá sér að borða og kvöddu mig.
Tónlistin var ekki að gera neitt sérstaka hluti þarna, enda vorum við ein á dansgólfinu. Við héldum því förinni áfram á 22. Þar hitti ég eina stelpu frá Sauðárkróki og virtist hún vera þar með kærustunni sinni sem var nokkuð þétt og öll í hringjum í andlitinu og eyrunum. Hélt reyndar að þetta væri strákur fyrst, en þegar hún opnaði munninn þá gat það eiginlega ekki passað. Svo komu Elín og Brynhilda og ein stelpa í viðbót sem ég man ekki hvað heitir og settust þær við þetta sama borð og hinar tvær stelpurnar. Ég kastaði bara smá kveðju og hélt upp á efri hæðir með glas í hönd.
Með örstuttu innliti á miðhæðinni (þar var næstum súrefnislaust og því var þetta bara örstutt) hélt ég áfram upp á 3 hæð. Þar sat einn meðlimur árshátíðarhópsins og var í einhverskonar fata og töskupössun fyrir restina af hópnum sem var á miðhæðinni að dansa. Ég settist niður hjá honum og rétt síðar hringdi síminn minn (bölvaður sé hann), en það var vinnan að hringja og var allt í veseni og náðist ekki í neinn nema mig og þetta endaði með klukkutíma símtali og þegar ég var loksins búinn að leysa málin í gegnum þennan síma þá voru bara 2 eftir fyrir utan mig og voru þau þá eiginlega á leiðinni út, en á leiðinni var spilað eitthvað lag sem var víst nauðsynlegt að dansa við svo við komum við á miðhæðinni og dönsuðum þar til klukkan var að verða 6, en þá lokar staðurinn.
Svo var bara haldið heim á leið og sofnaði ég vært mjög fljótlega.
Fékk nú ekki að sofa nema til hádegis því þá var hringt aftur úr vinnunni. Þar sem að ég var nú vaknaður og alveg óþunnur þá var ekkert annað í stöðunni en bara að nýta daginn og tók ég til heima hjá mér og setti í þvottavél og breytti smá í svefnherberginu, sótti svo bílinn um klukkan 21 og horfði svo á vídeó með Sindra og Ölmu.
En við tókum gæðamynd með Löru Croft í aðalhlutverki.

Í dag hef ég aftur á móti verið frekar þreyttur, en samt hefur ekki verið neinn tími til þess í vinnunni að vera neitt þreyttur svo ég verð bara að gera það seinna.

Jæja, best að fara að undirbúa sig fyrir tennisinn í kvöld.
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli


Mynd dagsins: Blómamynd frá konudeginum :-)
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar