föstudagur, apríl 29, 2005 Joi |
22:40
|
Göngutúr
Við Sonja fórum aðeins í smá göngu- og myndatúr í Laugardalnum eftir vinnu í dag og hérna má sjá nokkrar myndir frá því.
|
|
Joi |
15:38
|
Neytendahornið
Ég fórnaði mér í morgun fyrir aðra SmugMug notendur og pantaði prentun á myndum af SmugMug til að athuga hvernig gæðin eru (hef heyrt að þau séu ansi góð). Ég læt ykkur vita niðurstöðuna en hver mynd er ekki á nema $0.29 í 4x6" stærð.
|
Takk fyrir það, hef oft pælt í því að prófa þetta en aldrei látið verða af því. Svo er náttúrulega hægt að kaupa sér bolla, boli og barmerki og eflaust eitthvað meira sem byrjar á bé-i
15:53 Hjörleifur
|
|
|
Joi |
10:56
|
Ítalía
Ég tók mig til í gærkvöldi og lagaði þær myndir sem við vorum búin að ákveða að setja á vefinn frá Ítalíuferðinni síðasta sumar og var frá kl. 22-01.30 að því. Eftir austur evrópu fórum við með hraðbát frá Búdapest upp ánna Dóná til borgarinnar Vín og þaðan með lest til Mílanó og þaðan til Cinque Terra eða Ítölsku rívíerunnar eins og hún er stundum kölluð. Þetta er ótrúlega flott svæði og ég mæli með að fólk skoði myndirnar. Ég bendi á að það er hægt að stilla á að kerfið sýni slideshow af myndunum ef menn nenna ekki að fletta. Myndagalleríið er hérna.
|
Reyndar er eitthvað pikkles á smugginu núna og ef menn lenda í því skoða þeir bara síðar.
11:02 Joi
|
|
|
fimmtudagur, apríl 28, 2005 Joi |
13:26
|
|
|
Joi |
12:03
|
Danmerkur og Svíþjóðferð
Um þarsíðustu helgi fórum við Sonja út með fyrirtækinu sem hún vinnur hjá (lögfræðistofa) til Danmerkur þar sem árshátíð stofunnar var haldin. Ég ætla að renna hratt yfir ferðasöguna því ég hef ekki mikinn tíma þessa dagana í svona vitleysu: Fimmtudagur:Fórum út upp úr hádegi og vorum lent um 18 leitið í Danmörku. Þar tók rúta á móti okkur (alls var þetta um 50 manns) og keyrði okkur á hótelið sem er nálagt miðbænum. Eftir að við vorum búin að koma okkur fyrir á hótelinu fórum við niður í lobbí og drukkum þar einn bjór með fólkinu á meðan rætt var hvað skyldi gera. Við fórum ásamt 10 manna hópi á Grískan veitingastað sem var reyndar í slatta göngufæri. Þar vorum við nánast ein inni allt kvöldið en maturinn var mjög góður og allir ánægðir (ég fékk mér héra, ekki svikinn þó nema síður sé). Við vorum komin aftur upp á hótel um miðnætti og fórum þá bara að sofa. Föstudagur:Sváfum út og vorum ekki komin á fætur fyrr en um hádegi enda höfum við verið að vinna mikið síðustu daga og frekar þreytt. Við fengum okkur smá morgunmat og fórum síðan út á Hovedbanegard og tókum þar lest til Malmö í Svíþjóð. Þegar þangað var komið keyptum við lestarmiða til Kristjandstadt en þangað var för okkar heitið. Þar sem það voru heilar 8 mínútur í lestina fórum við aðeins í bókabúð á lestarstöðinni og kíktum á blöð og keyptum eitt ljósmyndablað. Þegar við ætluðum að fara í lestina var hún ný farin (klukkan mín var tveimur mínútum of sein) og klukkutími í næstu lest. Víð fórum því í göngutúr um miðbæ Malmö og gerðum tilraun til að kaupa bjór á útiveitingahúsi en gáfumst upp eftir 10 mínútna bið og slepptum bjór. Hitinn þarna var ótrúlegur, líklegast um 10 stigum meira en í Köben og við vorum að leka niður. Við fórum síðan í lestina um 15 leitið. Þegar til Kristijanstadt var komið mæltum við okkur mót við Maríu frænku Sonju og síðan heimsóttum við Bertu, frænku Sonju en hún er 92 ára gömul. Þar ræddu þær þrjár saman á Sænsku og ég reyndi að vera gáfulegur á svipinn á meðan en eftir þessa heimsókn fórum við í eina búð og náðum að kaupa þar tvær gallabuxur á mig (Lee) fyrir lokun með hjálp Maríu og Andreas (unnusta Maríu). Við fórum síðan í íbúð þeirra hjónakorna sem er í miðbænum og pöntuðum Pizzu og kínverskan mat í kvöldmatinn (ég og Sonja vorum ekki búin að borða neitt um daginn nema eina jógúrt í morgunmat og var klukkan orðin 19 þegar við loks borðuðum). Pizzan var með mexíkönsku sniði og ansi góð og stelpurnar fengu sér kínó. Við spjölluðum síðan þangað til við þurftum að halda heim á leið og tókum lestina kl. 21:15 og vorum komin upp á hótel heima kl. 23:30 og beint að sofa. Laugardagur - Árshátíðardagurinn:Við vöknuðum fyrr þennan daginn og náðum morgunmat og héldum síðan niður á Strik og röltum þar í búðir og tjilluðum, eins og maður segir stundum. Aðalviðkomustaðurinn var H&M og þar keypt slatti af flíkum, m.a. nokkrir bolir á mig og eitthvað á Sonju. Sonja gaf mér slönguskinnsskó sem voru ansi nettir. Við hittum Guðjón, Tine og Emmu aðeins og fengum okkur snæðing með þeim og Guddi prófaði myndavélina okkar. Þá héldum við upp á hótel, með viðkomu í bjórbúð og höfðum okkur tilbúin fyrir kvöldið. Rútan fór frá hótelinu kl. 17:20 og var fyrri viðkomustaður stór lögfræðistofa sem er í samvinnu við Logos og eru þeir í nýju húsnæði sem var smíðað sér fyrir þá og hef ég sjaldan séð annað eins því engu var til sparað og ótrúlegt hvað mikið var lagt í þetta hús. Allt nánst klætt í tré innandyra, allir með sér skrifstofur, ótrúlega flott á milli hæða o.s.frv. Þar voru 2-3 bjórar drukknir og haldið í Charlottelund um 19:30 þar sem árshátíðin fór fram. Það byrjaði ekki vel þar því starfsfólkið kom ekki hljómkerfinu í gang og því skemmtiatriðin í uppnámi og mér tókst ekki einu sinni að laga/tengja græjurnar. Sérfræðingur mætti á staðin um klukkustund síðar og var hann klukkustund að tengja þetta og koma projector upp í loftið en þeir höfðu ekki gengið frá málum eins og þeir voru búnir að lofa þegar verið var að skipuleggja árshátíðina. Kvöldið var samt skemmtilegt, góður matur, skemmtiatriði og góð stemming. Síðar um kvöldið var haldið á bar á neðri hæðinni og þar var ákveðið að fara á Litle Vega sem átti víst að vera góður staður að mati heimamanna. Þetta reyndist vera slappur staður, ekkert nema ungir choko-ar sem voru að leita að kellingum og slagsmálum og því hörfuðum við þaðan út eftir stutt stopp. Við kíktum því á Old English Pub við Vesterbrogade og vorum þar í um klukkutíma og vorum komin upp á hótel um 4 leitið. Sunnudagur:Prinsessan var eitthvað slöpp og ég fór því út í innkaupaleiðangur og keypti fyrir hana kók og jógúrt og við tékkuðum okkur síðan út kl. 12:10. Við héldum næst á McDonals við Strikið og þar voru 2 á undan mér í röð og hef ég sjaldan fengið verri þjónustu, það tók um 40-50 mínútur að fá þetta barnabox sem ég pantaði, og var ég orðinn ansi pirraður. Því næst röltum við í dýragarðinn sem var smá spölur og eyddum þar deginum en þetta er nokkuð skemmtilegur garður og gaman að prófa stóru linsuna þarna. Við eyddum nánast öllum deginum þarna, vorum ekki komin út fyrr en kl. 17.30 og tókum strætó niður í miðbæ og fórum á Indverska veitingastaðinn sem við vinnufélagarnir fórum á í vinnuferðinni í vetur. Þarna var mun styttri afgreiðslutími á mat en McDonalds og mjög góð þjónusta og matur, mæli með þessum stað (hann er á hliðargötu við Vesterbrogade ekki langt frá ráðhústorginu og auglýstur í öllum túristabæklingum). Því næst fórum víð í smá göngutúr og upp á hótel og þaðan rúta út á flugvöll en flugið var kl. 23 um kvöldið. Fín ferð og skemmtileg og hérna er hægt að skoða myndir úr ferðinni: Check it!
|
Svar við athugasemdum frá BjaKK: 1. Það var enginn frjáls tími og við mættum beint í hátíðarkvöldverð þannig að ég gat ekki skoðað þetta aquarium né annað þarna í kring. 2. Að fá sér smörebröd er bara snobb og því fæ ég mér ekki slíkt. Ég fékk mér reyndar ekkert að borða þarna á McDonalds, þetta var þynnkumorgunmaturinn hennar Sonju. 3. Rétt.
Ég þakka Sigga fyrir gott og málefnalegt A.
14:53 Joi
Nei, ég vildi bara svara ykkur báðum og ég var búinn að svara þér í nokkrum línum og svaraði því Sigga með einn línu.
15:30 Joi
|
|
|
Joi |
12:00
|
Fætur
Ég fór í göngugreiningu hjá Össur í morgun vegna þess að ég verð oft sárfættur þegar ég labba mikið og oft stífur í fótleggjum ásamt því að hafa verið slæmur í hásin undanfarið. Það er ekkert mikið að hjá mér en ég geng víst of fast á hælana, þ.e. trampa þeim niður og er með sigið táberg. Fæ því innlegg í næstu viku og ákvað að kaupa mér sandala með mýkri hæl sem ég mun brúka í utanlandsferðinni mfgas!
|
Skoðunin var 3-4þ og innleggið um 10þ.
Jú, ég held að flestir fái innlegg sem fara í greiningu en á móti kemur að það er eitthvað að flestum sem koma þarna geri ég ráð fyrir.
16:33 Joi
|
|
|
Hjörleifur |
11:19
|
G G Gunn
Er núna að hlusta á G G Gunn spóluna sem keypt var forðum daga eftir frækna tónleika á 22. En þarna eru gullmolar eins og Mermaid From Mars, Suzanne (Cohen lag), Brosmilda Nótt, Catharine ofl.
Það er alveg óhætt að segja að þessi maður gerði tónlist sem á enga sína líka og alveg stórfurðulegt að þegar maður reynir að finna eitthvað um hann á netinu þá er það bara alls ekki hægt.
Ég legg því til að lagst verði í vinnu við að búa til heimasíðu til heiðurs þessum manni og á þeirri síðu verði hægt að downloda ákveðnum tónleikum sem haldnir voru í Túnhvamminum um árið.
|
reyndar fann ég eina síðu sem er hýst á heimasíðu hins eina sanna Leonards Cohens http://www.leonardcohenfiles.com/gunn.html
11:22 Hjörleifur
Já, hvernig væri nú að Árni og Oddur færu að drullast til að redda þessum spólumálum því þér eru búnir að vera með þetta verkefni í c.a. 8 ár og ekkert hefur gerst. Auk þess má Pálmi fara að finna fyrir mig filmurnar sem ég er búinn að biðja hann um í RÚMLEGA ár!
12:02 Joi
Amk veit ég hvar spólurnar eru í þetta sinn
12:17 Árni Hr.
|
|
|
miðvikudagur, apríl 27, 2005 Joi |
15:36
|
|
Hmmm...Þetta minnir mann á spurninguna: Er þetta spurning? Og því spyr ég: Er þetta blogg?
15:58 Hjörleifur
Þessi vika hefur farið hægt af stað í bloggi
16:19 Árni Hr.
|
|
|
þriðjudagur, apríl 26, 2005 Hjörleifur |
14:43
|
1st Intern. Collection of Tongue Twisters - English
1st Intern. Collection of Tongue Twisters - English
IF IF = THEN THEN THEN = ELSE ELSE ELSE = IF
Programming language PL/I by Bruce Walker"
Rakst bara á þetta á förnum vef.
Annars þá er bara allt rólegt þessa dagana, margir í vinnunni í Vín að ráðstefnast, eða bara að drekka vín, amk er þetta örugglega vín-ferð og þar með verður hún ábyggilega fín-ferð líka. En ég er bara með kaldan kaffi-aula (Caffé au let, eða eitthvað svoleiðis, annars kann ég nú ekkert í þessu hroggnamáli...hmm...afhverju hroggnamál, geta hroggn talað og tala þau kannski frönsku...hmm..nei ætli þau tali ekki belgísku).
En hvað um það það hlýtur að vera eitthvað skrítið í þessu kaffi þar sem að hér er ekkert annað ein bara eintóm steypa.
|
Það fer víst ekki vel á því að Íslendingar kalli Frönsku hrognamál ...
16:03 Burkni
|
|
|
sunnudagur, apríl 24, 2005 Árni Hr. |
19:59
|
Myndir
Jæja loksins varð að því að ég uppfærði smuggið - Jói var búinn að skamma mig fyrir lélega frammistöðu varðandi smuggið þ.a. ég henti nokkrum myndum inn. Fyrst voru nokkrar myndir af mótorhjólinu og nýja bílnum mínum: MyndirSíðan setti ég fullt af myndum af nýja meðlimi fjölskyldunnar svo danirnir geti nú líka séð hann. GuttiEndilega kíkið á þessar fáu myndir sem eru komnar inn.
|
|
föstudagur, apríl 22, 2005 Joi |
21:17
|
Fucking P!
|
|
Joi |
14:39
|
"I'm a fat bastard"
|
|
Joi |
13:59
|
RP
Er að hlusta á R. Plant diskinn sem kom út í dag og síðan eru tónleikar í kvöld með meistaranum ... ágætt!! Við fyrstu hlustun virðist þessi diskum bara vera ansi góður, kassagítarar, rokk technólúppur eins og maður segir stundum o.flr. Bjóst við svona old timer tónlist sem væri með öllu laus við frumleika og neista en kallinn virðist hafa þetta ennþá.
|
|
Joi |
09:16
|
YAB
Við Sonja fórum í smá bíltúr í gær og síðan útsýnisflug yfir borgina þar sem ég tók nokkrar myndir sem heppnuðust ágætlega að mínu mati. Hérna má sjá þær: Myndir
|
|
fimmtudagur, apríl 21, 2005 Joi |
10:38
|
Vondur dagur
Í gær borðaði ég jógúrt í morgunmat kl. 7:15 og síðan borðaði ég ekkert og fékk mér ekki vatnssopa fyrr en kl. 17. Ástæðan er sú að ég fór í magaspeglun kl. 14:30 og þurfti að fasta fyrir það. Ég hef fundið fyrir óþægindum í maga og því ákvað ég að fara í magaspeglun og láta athuga hvort allt væri ekki í lagi. Það reyndist ekkert vera að, smá roði í maganum en það er ekkert óeðlilegt þannig að þetta er væntanlega bara aumingjaskapur hjá mér. Þetta fór þannig fram að ég var látinn leggjast á bekk og breitt yfir mig, síðan var sprautað einhverju ógeði í kokið á mér sem deyfði hálsinn sem var frekar óþægileg tilfinning og síðan var ég sprautaður með kæruleysissprautu. Ég sofnaði í smá stund og þegar ég vaknaði þá heyrði ég fólk vera eitthvað að labba bakvið tjaldið sem ég var inni í og síðan kom hjúkka og sagði að ég mætti klæða mig. Ég varð steinhissa því ég hafði sofið allan tímann og fannst ég hefði bara dottað í 5-10 mínútur. Sonja var föst í vinnu og gat því ekki náð í mig þannig að ég fór bara og fékk mér kókamjólk og eitthvað brauðmeti í Mjóddinni og ætlaði síðan að leita mér að leigubíl en sá þá að strætóstöðin var þarna við hliðina á Mjóddinni og því borgaði ég 300 kr. í strætó (kostar víst 220 kr. en ég var bara með 300). Ég fór úr strætónum á miklubrautinni og labbaði Snorrabrautina heim. Ég var mjög slappur, fannst eins og ég væri með þynnku dauðans og lagði mig því þegar heim var komið og þegar Sonja kom heim með mat þurfti ég að æla og síðan var síðan ekki með neina matarlist og borðaði nánast ekkert um kvöldið og var með dúndrandi hausverk, máttlaus og með ógleði. Ég braggaðist samt aðeins þegar leið á kvöldið og leið örlítið betur þegar ég fór að sofa. Áður en ég fór að sofa horfði ég á skemmtilegan þátt á Discovery sem heitir Grand Designs. Ég hef séð nokkra þætti og í hverjum þætti er fólk tekið fyrir sem er að fara í að gera upp gamalt hús og fylgst með þessum framkvæmdum frá upphafi til enda. Í þættinum í gær var fylgst með pari sem rekur geisladiskaverslun á netinu sem keypti sér gamla orkustöð sem var mjög illa farin, þ.e. múrað var í alla glugga og allir veggir frekar ljótir og fullt af drasli inni í húsinu. Það var á einni hæð og um 400-500 fm og lofthæðin hefur verið c.a. 4m og allt einn stór geymur, þ.e. engin herbergi og ekkert stúkað af, og með tveimur stórum gluggum á þakinu og allir veggir voru með mjóum háum gluggum. Þau stúkuðu af 3 svefnherbergi, eldhús og baðherbergi og síðan var stofan afgangurinn af húsinu. Þetta kom ótrúlega flott út og það liggur við að manni langi til að kaupa eyðibýli og gera það upp (þau höfðu ekki mikla peninga á milli handanna, gerðu þetta allt sjálf og höfðu í raun enga verkkunnáttu). Í dag ætlum við Sonja að fara í útsýnisflug yfir borgina og borgum bara 1500 krónur fyrir það, sem er góður díll. Þetta er hluti af dagskrá í dag á sumardaginn fyrsta en í boði eru allskonar skoðunarferðir um borgina og út fyrir hana. Vonandi verður dagurinn betri en dagurinn í gær.
|
|
þriðjudagur, apríl 19, 2005 Árni Hr. |
08:44
|
Bílarnir mínir
Já nú er það loksins orðið að veruleika að ég sé búinn að losa mig við Daiarann. Hann er búinn að keyra mig á milli staða í nær 5 ár og hefur gert það gott. En margt var farið að bila og því kominn tími á að losna við hann. Ég fékk 50.000 kr fyrir hann í gegnum umboðið sem ég var að kaupa nýja bílinn minn. Enda voru nokkrir hlutir að Daiaranum: Brotið handfang bílstjórameginn Ónýt handbremsa Bremsur farnar að ískra og skruðningast. Þegar beygt var til hægri heyrðust skruðningar í bílnum. Óskoðaður Ljósapera að framan sprungin og að lokum töluðu þeir um að eitthvað væri að gírkassanum en ég held að þeir hafi nú bara verið að ljúga að mér með það. Ég gæti mögulega fengið 150 þús fyrir hann en ég þyrfti að eyða amk 50 þús til þess að gera það og mikið vesen og því ákvað ég bara að losna við hann sem fyrst. Í staðinn keypti ég mér Hyundai Tucson jeppling, fæddur september 2004 og er keyrður um 4100 km (var notaður sem reynsluakstursbíll). Nýr kostar svona stk 2.320.000 kr en ég fékk hann á 2.090.000 og var dráttarbeisli innifalið og heilsársdekk. Fyrir þá sem ekki hafa séð hann á mynd þá lítur hann út svona: Tucson/
|
Til hamingju með bílinn - þetta eru flottir bílar og ég væri meira en til í að eiga einn svona!
08:56 Joi
|
|
|
mánudagur, apríl 18, 2005 Hjörleifur |
18:30
|
Föstudagskvöldið
Á föstudaginn var haldið upp á 10 ára afmæli MOBS (Meteorological Office Beer Society) eða eins og það kallast í daglegu tali Bjórvinafélag Veðurstofu Íslands. Fundurinn fór friðsamlega fram og var dagskráin með einföldu sniði, en þó hin besta skemmtun. Ég var fundarstjóri og átti svona að reyna að passa upp á að áætlunin héldist og gekk það svona næstum því, en ekki voru þó allir dagskrárliðir á réttum tímum, en við komumst þó í gegnum prógrammið. Um 19:23 fengum við svo framreiddan austurlenskan mat frá Kaffisetrinu og var eldað örugglega fyrir helmingi stærri hóp og alveg öruggt að enginn var svangur eftir þessa líka fínu máltíð og kostaði maturinn aðeins 1000 kr (heimsending innifalinn) á manninn (miðað við rúmlega 20 manns). Eftir matinn var haldið áfram með dagskránna og veitt verðlaun fyrir ýmis afrek sem unnin hafa verið á síðastliðnum 10 árum innan félagsins. Þegar öllum dagskrárliðum var lokið var gengið frá og héldu menn hver í sína átt, flestir fóru nú bara heim til sín, en ég ásamt 3 öðrum félögum skelltum okkur á 22 og sátum þar og röbbuðum um heima og geima og svo var dansað svolítið (í 2 klukkutíma), en þá var klukkan orðin hálf sex og tími til að koma sér í háttinn, enda þurfti ég að vakna snemma til að komast á fund hjá THS um morguninn.
|
|
sunnudagur, apríl 17, 2005 Árni Hr. |
16:31
|
fótbolti
Þá er amk einn spennandi leikur eftir á tímabilinu en það er UTD vs Arsenal í úrslitaleik um FA cup. Þetta þýðir líka að 7 sætið mun gefa evrópusæti en mínir menn eru einmitt í því sæti núna eftir gott jafntefli við Liverpool um helgina. Einnig er alltaf gaman að lesa um ruglið í Mourinho þar sem Chelsea virðist bara vera að vinna sér inn óvini frekar en vini - t.d. virðist Mourinho gjörsamlega búinn að útiloka það að fá backup í gegnum Ferguson og Wenger. Svo vil ég í lokin benda á að UTD menn reyna líka að láta sig detta og fá ódýr víti þrátt fyrir að sumir haldi því fram að bara Arsenal geri það: Instead, the official deservedly flashed a yellow card in Ronaldo's face, as TV replays backed Riley's view the youngster had taken a dive.En þetta var í leiknum í dag og set ég þetta bara fram til að sýna að það eru ekki bara Arsenal menn sem reyna þetta, allir eru að reyna þetta og meira að segja UTD menn.
|
|
fimmtudagur, apríl 14, 2005 Hjörleifur |
16:03
|
Bílarnir mínir
Hyundai Accent GLS. Á götuna: 04.05.2000. Litur: Grásans. Ekinn: 77000 km. Ásett verð 700þús. Tilboðsverð 530þús. Rafmagn í öllu, sjálfskiptur, útvarp og geislaspilari og allt. Svo er þetta líka svolítið hnakkalegur bíll, sem er ekki verra. (Bíllinn vinstra megin). Svona gerðist þetta: Ég vaknaði um 6 leitið í morgun við fuglasöng og drullaðist svo framúr um kl. 7. fékk mér smá mjólk og gaf kisu að borða, skellti mér í smá sturtu og fór svo að skoða bíla á netinu til kl. 9, en þá var ég orðinn syfjaður aftur og fór aftur að sofa og svaf til hádegis. Þá tékkaði ég aftur á nokkrum bílum, en þar sem að veðrið var svo gott þá ákvað ég bara að nýta daginn til að fara út að hjóla og skoða bíla á bílasölum í leiðinni, því þar eru oft tilboð sem maður sér ekki á netinu. Ég byrjaði á því að bruna í Heklu. Leist ekki á neinn þar, hjólaði því næst í P. Samúelsson (Toyota). Þar voru nokkrir bílar á tilboði og leist mér best á þennan sem ég svo á endanum keypti eftir að hafa skoðað hann í krók og kring og tekið smá rúnt á honum og spurt hvort að það væri búið að gera eitthvað við bílinn, en það var einmitt búið að fara yfir hann og laga það sem þurfti að laga (sem var þó ekki mikið). Lakkið er mjög gott á honum og sést ekkert steinkast, sem bendir til að bíllinn hafi ekki farið mikið út á land. Það er smá dæld í frambretti og það vantar hjólkoppa, en það er líka allt og sumt sem var að. Þar sem að mér leiðist nú frekar að rápa um í búðum, þá ákvað ég bara að kaupa þennan bíl og þar með var málið úr sögunni. Ég borgaði 150 út og restin er lán upp á 380þús (9,7% vextir til þriggja ára og á meðan er bíllinn líka í kaskó). Greiðslubyrði er því ekki nema 13þús á mánuði. Ef þið vitið um einhvern sem langar til að eignast Möztu 323 árgerð 1987, ekna 170þús og fer ekki í gang þá látið mig vita (það er semsagt bíllinn til hægri á myndinni) Já maður veit aldrei hvað gerist þegar ég fer út að hjóla.
|
Til hamingju með bílin.
09:26
Viltu píkadekk undir bílin?
09:59
Eru þessi píkadekk ekki full mikið
16:39 Hjörleifur
Þú gætir lent í erfiðleikum að finna kaupanda að Möstunni en það er séns að einhver kaupi ónýta Mösdu ;)
21:14
|
|
|
miðvikudagur, apríl 13, 2005 Hjörleifur |
23:54
|
Drunken master
Ég held að þetta sé bara einhver vitleysa að áfengi og íþróttir fari saman. Spurning um að hætta bara að stunda íþróttir.
|
|
Árni Hr. |
12:10
|
Cohen
Hef verið að renna í gegnum Leonardo Cohen í morgun og mikið rosalega minnir þetta mig á Syd Barret, þ.e. solo plötur hans. Rödd þeirra mjög svipuð og mest bara söngur og gítar. En flottur er hann Cohen.
|
|
Joi |
08:31
|
Gretag Macbeth Eye-One Display 2
Spurning hvort það væri ekki sniðugt að þeir sem hafa áhuga á ljósmyndun hérna kaupi sér svona tæki saman og skiptist á að nota það (þarf ekki að nota það nema á t.d. mánaðar fresti eða minnia: Gretag Macbeth Eye-One Display 2
|
|
þriðjudagur, apríl 12, 2005 Árni Hr. |
16:56
|
Skoðanir
Ég hef verið að lesa og hlusta og sjá menn tala um ýmsa hluti og fór að velta fyrir mér hvað er frábært starf að geta skrifað í blöð, verið í útvarpi eða sjónvarpi og fá borgað fyrir það. Þá er ég að hugsa um fólkið sem skrifar sínar skoðanir, þ.e. mér finnst þetta, mér finnst hitt osfrv. Ég hef verið að lesa og hlusta á merkikertið Hallgrím Helgason, en hann heldur að hann sé svo merkilegur og að hans skoðanir séu bestar og mestar. Alveg óþolandi að heyra í honum tala um að sér finnist þetta og þetta og aðrir séu nánast fífl að finnast annað. Almennt finnst mér hann vera með léleg rök, yfirleitt eru rökin hans bara ég er Hallgrímur og þetta er mín skoðun. Ég las t.d. grein eftir Guðmund Steingrímsson þar sem hann var að gagnrýna nýju umferðastofu auglýsingarnar (þessi með börnin og kjaftinn). Þar segist hann vera á móti þessu osfrv - allt gott og gilt því þó maður væri ósammála honum þá kemur hann amk með sína rökstudda skoðun og maður getur verið sammála eða ósammála henni. En eins og margir vita þá hef ég nú ekki legið á mínum skoðunum í gegnum árin og væri nú aldeilis frábært að fá að rífast í útvarpi eða sjónvarpi og fá borgað fyrir það - já sumir fá betri vinnu en aðrir.
|
Mér finnst það nú bara ekki gott starf að fá borgað fyrir það að rífast á opinberum vettvangi og veit ég fyrir víst að allir aðrir eru á sömu skoðun og ég í þeim málunum.
17:08 Hjörleifur
Nú, skil ég af hverju við rífumst alltaf þegar við erum saman - þér finnst það svo gaman ;-)
17:11 Joi
Nei nei mér finnst bara gaman að rökræða hlutina þar til lausn finnst - sem stundum getur orðið erfitt :)
17:13 Árni Hr.
Ég þakka nú bara Guði fyrir að þú fórst ekki í lögfræði
17:14 Hjörleifur
Ég hef nú oft hugsað til þess hvort ég hefði átt að fara í lögfræðina - en ég held að maður hafi ávallt verið svolítið litaður af lögfræði USA, þ.e. verja eða sækja alla bófana í USA, en í raun ertu bara að henda gömlum konum út vegna þess að þau borga ekki osfrv.
17:16 Árni Hr.
|
|
|
Árni Hr. |
12:55
|
Hjóla
Skellti mér á 250 cc Yamaha um helgina - þ.e. á sunnudag. Vaknaði snemma og skellti mér að kleifarvatni og fór á hjólið mitt. Því miður var nokkur snjór yfir og því erfitt að greina hvort og hvernig holurnar voru (gryfjurnar). Vorum stutt að og endaði ég á því að gefa í yfir smá hól og sá þá risa skafl sem ég þrusaði inn í - slasaði mig nú ekkert en rígfesti hjólið. Fyrst var framhjólið grafið og þegar ég losaði það og ætlaði að spóla mig út úr þessu þá rígfesti ég afturhjólið og var það miklu verra. Það tók mig 10 mínútur að juða því upp úr og mikið effort, enda kannski ekki þessi risaskrokkur. En á endanum náði ég að spóla mig upp úr þessu alveg uppgefin. Þetta var reyndar helvíti gaman en það verður enn skemmtilegra þegar ég get farið að hjóla í þurru veðri en ég hef aldrei náð því.
|
|
Árni Hr. |
09:46
|
Kvikmyndahátíð
Já ég sá mig tilneyddan til að skrifa stuttan pistil um þessa hátíð í ljósi glæsilegs bloggs frá honum HS. Það vill svo til að ég er búinn að sjá 2 myndir líka og það vill svo til að ég er búinn að sjá sömu myndir og HS. Þegar ég fór á hola í hjarta mínu þá vissi ég svo sem út á hvað þessi mynd gekk og hvers konar mynd þetta væri. En hvað er hægt að segja meira en það sem Hjölli sagði, ég veit það eiginlega ekki. Þessi mynd sýnir okkur veruleika sem er til og margir vilja loka augum sínum fyrir - að sjálfsögðu er leikstjórinn viljandi að nota sjokktaktík í myndinni en það sem er verst í myndinni er þetta andlega ofbeldi. Eitt dæmi sem mér fannst mjög magnað í myndinni var þegar gaurarnir gengu of langt í andlegu og líkamlegu ofbeldi við stelpuna þá gekk hún niðurbrotin og brjáluð. Fljótlega kom hún tilbaka þrátt fyrir að hafa setið undir andlegu og líkamlegu ofbeldi og eina sem hún segir er að heimurinn er svo ömurlegur að hún varð að koma tilbaka. þetta sýnir okkur að þrátt fyrir andlega og líkamlega kúgun og ofbeldi þá var þetta eina sem hún þekkti og eini staðurinn sem henni leið "vel". Já ég verð að segja það að þessi mynd var mjög góð og er ég sammála HS að þetta er alveg örugglega ekki fyrir alla, en ég las gagnrýni um þessa mynd í fréttablaðinu á sunnudaginn og fannst mér hann lýsa myndinni mjög vel, í raun svipað og HS. Nú seinni myndin var allt annar pakki - það var bara gaman að sjá snillinginn Lloyd Kaufman í persónu og heyra hans sýn á þennan heim kvikmyndanna. Myndin var nú ekki það besta sem hefur komið frá Troma, en ágætis skemmtun, þarna er viljandi reynt að ganga svolítið fram af fólki og tekst það ágætlega svo sem. Þetta er bara klassa independent horror mynd. Það segir margt um myndina að leikstjórinn í myndinn var blindur.
|
|
Hjörleifur |
09:37
|
Kvikmyndahátíðin
Nú er ég búinn að láta draga mig á 2 myndir á kvikmyndahátíðinni (af Árna í bæði skiptin). Fyrri myndin, Hola í hjarta mínu, var hreint út sagt mögnuð mynd. Hún fjallar um fjóra vesalinga sem búa saman í lítilli blokkaríbúð. Þau eru öll orðin frekar mikið heilaskemmd af langvarandi sukki og volæði, fyrir utan einn. En þessi eini tekur ekki þátt í neinu sem hin eru að gera og hefur að mestu bara lokað sig inni í herberginu sínu og hefur dregið fyrir og hlustar á vélarhljóð (sem mér var svo tjáð að væri "industrial" tónlist). Í þessari íbúð gerast vægast sagt hræðilegir atburðir og ekki fyrir hvern sem er að sjá þessa mynd. Hún skilur mikið eftir sig og þá fyrst og fremst vegna þess að myndin lýsir aðstæðum sem sumt fólk býr við í dag og varð mér oft hugsað til fyrrum nágranna minna þegar ég horfði á myndina, enda margt í myndinni sem minnti á þá. Ofbeldið er svo raunverulegt og hræðilegt í þessari mynd að mjög margir í bíógestir gátu ekki setið undir þessu og gengu út í miðri mynd eða í hléi. Ég hef nú nokkrum sinnum verið spurður að því hvort ég gæti mælt með myndinni og á ég mjög erfitt með að svara því. Það fer algjörlega eftir því hversu fólk er viðkvæmt og tilbúið til að sjá þennan raunveruleika sem vissulega er til í þjóðfélaginu, þennan sora og viðbjóð sem við lokum augunum fyrir í daglegu lífi og viljum sem minnst af þessu vita. Ef maður er ekki tilbúinn til að opna augun þá get ég ekki mælt með henni, en fyrir þá sem eru tilbúinir til að opna augun og viðurkenna að þessi heimur er til þá get ég hiklaust mælt með myndinni. Seinni myndin var "Terror Firmer". Framleiðandi þessarar myndar er þekktur fyrir að hafa gert sérlega mikið af B-hryllingsmyndum. Þessi mynd fjallar svo um kvikmyndatökulið sem er einmitt að búa til svona B-hryllingsmynd. Þetta var príðis góð skemmtun, þar sem að blandaðist saman mikið blóð og mikið grín. Ekki mikið meira hægt að segja, en ef fólki fanst gaman af "Toxic Avenger" þá ætti það ekki að láta þessa framhjá sér fara. Framleiðandinn (og leikstjóri) myndarinnar, Lloyd Kaufman, svaraði svo spurningum í rúmlega hálftíma eftir myndina og var það líka ágætasta skemmtun, en þarna var saman kominn mesta kvikmyndanördafélag íslands og var einn meðlimurinn þar verðlaunaður í lokinn með smá viðurkenningarskjali frá Lloyd Kaufman og varð hann himinlifandi yfir því. Það sem vakti athyggli okkar Árna á þessari mynd var einnig ákveðin persóna. En það var Páll nokkur, sem hefur fengið ýmis nöfn á sig sem ég ætla ekki að nefna hér, en hann átti það til að borða mjög mikið af ákveðinni gerð af súkkulaðitegund, í þetta skipti var hann þó ekki með neitt súkkulaði, en hann hélt á einni tveggja lítra kókflösku (tómri) og var með aðra eins lítra sem hann drakk úr á meðan sýningu stóð. Þessi drengur spurði einnig tveggja spurninga og verður að segjast að verri ensku hef ég ekki heyrt í áraraðir og legg til að Inga Blandon heimsæki hann hið fyrsta.
|
Glæsilegt blogg - eitt besta sem ég hef lesið í langan tíma. Hiklaust 10 í einkun, vakti upp alla tilfinningaskalann...
09:43 Árni Hr.
Jamm, frábært blögg og ég held ég ætli ekki að sjá þessa mynd. Þú gleymdir reyndar að segja frá epískum tennissigri okkar í gær þar sem við spiluðum eins og einhverjir fokkings guðir!
10:24 Joi
|
|
|
mánudagur, apríl 11, 2005 Joi |
20:30
|
Hafið Bláa
Það hrúgast inn myndaseríurnar frá mér núna, en ég var að klára að setja inn myndir frá því við Sonja fórum og fengum okkur að borða á staðnum Hafið Bláa sem er við ósa Ölfusár rétt hjá Þorlákshöfn. Þetta er veitingahús sem stendur við Sjóinn fjarri mannabyggð og er með fallegt útsýni og frábæran mat. Við fengum okkur humarhala í forrétt og ég fékk mér rauðsprettu en Sonja fiskiþrennu með steinbít, saltfisk og humar. Í eftirrétt var síðan ís og þá vorum við gjörsamlega búin að éta yfir okkur og vorum södd fram á kvöld daginn eftir sem er alveg magnað. Hérna eru myndir sem ég tók á leiðinni.
Núna er ég að fara í tennis þar sem við Hjölli ætlum að mala Sigga og Hauk, líkt og vanalega!
|
Þessi er nú bara býsna góð. Flott dýpt í henni.
12:27
|
|
|
Hjörleifur |
13:50
|
Irish
Your Inner European is Irish! |
Kemur nú heldur ekki á óvart.
Sprited and boisterous!
You drink everyone under the table. |
|
|
Joi |
12:45
|
Italiano
Maður vissi þetta svosem alveg áður :) : Your Inner European is Italian! | Passionate and colorful. You show the world what culture really is. |
|
Já ekki alveg eins og ég bjóst við: Your Inner European is Russian! Mysterious and exotic. You've got a great balance of danger and allure.
13:08 Árni Hr.
|
|
|
Joi |
00:02
|
Kaffihús
Kíkti á kaffihús í morgun með Sonju og tók nokkrar myndir í þeirri ferð ... og er hægt að skoða þér hérna. Í kvöld fór ég með Gubba litla bróður og vini hans á myndina Der Untergang sem segir frá síðustu dögum Hitlers og það verður að segjast að þetta er ansi mögnuð mynd og raunveruleg sem ég mæli hiklaust með.
|
Flottar myndir þarna, greinilegt að nýja linsan er að virka ágætlega.
09:14 Hjörleifur
Sammála Hjölla - það er eitthvað við þessar myndir, fólk sem er bara að hugsa um lífið og tilveruna og drekka kaffi - veit ekki að það er verið að festa þeirra þanka á mynd.
09:48 Árni Hr.
|
|
|
sunnudagur, apríl 10, 2005 Joi |
17:24
|
Staur
Já fegurðadrottningar virðast líka geta labbað á ljósastaura (held að þetta sé fegurðadrottning Íslands). Ég er að gæla við að senda þessa mynd í keppnina Extreme Action á DPChallenge en er ekki alveg viss um að hún falli að þemanu, hvað segja menn um það?
|
Frábært að ná þessu augnabliki. Meiriháttar mynd, en kannski ekki extreme action, en það er eins og hún sé að dansa súludans út á miðri götu.
20:47 Hjörleifur
Mér finnst þessi mynd stórskemmtileg, ótrúlegt að ná þessu á mynd.
09:48 Árni Hr.
Þarf maður ekki að "stalka" fólk til að ná svona myndum?
12:49
|
|
|
Joi |
14:45
|
Life of David Gale
Ég horfði á myndina The Life of David Gale sem leikstýrð er af Alan Parker á RÚV í gær og verð bara að segja að þetta var ótrúlega góð mynd, kom mér skemmtilega á óvart! Myndin tekur á þema sem við Árni höfum oft rifist um, en það er dauðarefsingar í USA. Mæli með myndinni!
|
Við rífumst ekki, við erum bara ósammála um flest. En ég get tekið undir að þessi mynd er mjög góð, sá hana þegar hún kom út á vídeó og fannst hún mjög góð, ég er reyndar gríðarlega hrifinn af Kate Winslet sem leikkonu, hún velur góðar myndir og er mjög góð leikkona - önnur mynd sem ég mæli líka með er eternal sunshine of the spotless mind.
17:11 Árni Hr.
|
|
|
Joi |
14:23
|
Þríþraut
Já, og ég vill líka óska Burkna til hamingju með að hafa sigrað vormót þríþrautarfélags Reykjavíkurs í dag og var hann heilum 2 mínútum á undan næsta manni.
|
|
Joi |
14:05
|
Tippklúbbur Hjörleifs Sveinbjörnssonar
Hópleikur Íslenskra getrauna - 1 deild Sæti Hópur 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Stig --------------------------------------------------------------------------------------------------- 1-5 220-THS 12/0 12/0 11/0 12/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 47 1-5 780-JÓI GESS 12/9 12/11 9/12 11/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 47 1-5 101-SAMBÓ 11/12 12/12 10/12 11/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 47 1-5 740-GUFURNAR 12/0 12/0 10/0 13/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 47 1-5 221-ÝMIR 12/11 12/11 10/12 11/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 47 6-16 103-ABBA 12/7 13/10 9/9 12/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 46 6-16 910-EYGLÓ 11/9 12/10 11/10 12/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 46 6-16 144-HÁTÍÐARÁR 11/12 11/11 9/11 12/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 46 6-16 610-MAGNI 12/10 12/11 10/11 11/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 46 6-16 300-4-ÓSKIN 12/11 11/11 9/12 11/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 46 6-16 108-ÚLFUR 12/11 12/11 10/12 10/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 46 6-16 300-KONNI VS 12/10 12/0 9/11 11/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 46 6-16 800-BOTNA 12/0 12/0 10/10 12/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 46 6-16 620-STÓRHÓLL 11/0 12/0 11/0 12/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 46 6-16 671-ESB 12/8 13/11 9/10 11/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 46 6-16 799-DEMANTUR 12/10 12/11 10/11 11/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 46 . . . 1038
Eins og sést á þessari töflu erum við efstir í hópleik íslenskra getrauna í 1. deild (af 1038 liðum) og erum reyndar líka efstir í 2. deild (veit reyndar ekki alveg hver munurinn er þar). Greinilegt að nýjar aðferðir í tippinu hjá okkur eru að skila árangri (þó ekki sé það peningalega séð).
|
Glæsilegt ...
14:17 Burkni
Já eftir að nýja tölfræðideildin tók völdin þá hefur þetta gengið mjög vel. ÉG verð nú að hrósa honum Hjörleifi fyrir nýja excel skjalið hans og hvernig hann hefur almennt staðið að gettó.
17:15 Árni Hr.
Sem gerir árangur okkar enn betri er að í 1. deild telja fyrstu 1600 raðir hvers liðs á hverjum seðli og við skilum aðeins inn 250 röðum þannig að við erum að keppa við menn sem eru að kaupa miklu fleiri raðir. Eins er seinni talan í hverjum leikdegi (t.d. 12/11) árangur í meistaradeildar seðlum og telur sú tala sem er hærri, en við höfum aldrei keypt slíkan seðil og erum því með 0 þar. Magnað helvíti!
09:03 Joi
Hvað eru hinir þá búnir að tapa miklu?
13:53
|
|
|
föstudagur, apríl 08, 2005 Joi |
22:50
|
Dude
Tók þessa mynd í gærkvöldi og er bara skrambi ánægður með útkomuna ... held ég sendi þessa bara inn í apríl keppnina á DpChallenge, sé samt til. Frekar lítið annars að frétta, hef staðið í ströngum ritdeilum við Sigurð alla vikuna og er hann búinn að gera þeim skil í pistli sínum :-) Fór í fótbolta í hádeginu í dag og voru hásinarnar að stríða mér á báðum löppum og átti ég erfitt með að hlaupa, enda var ég arfaslakur og Kiddi öskraði á mig og var það bara hressandi. Næsta fimmtudag förum við Sonja út til Danmerkur, en þar verður haldin árshátíð vinnunar hennar á laugardagskvöldið og komum við heim á sunnudaginn. Á föstudaginn ætlum við til Svíþjóðar að skoða okkur um á því svæði sem Sonja er ættuð (amma hennar var sænsk).
|
Að senda þessa mynd í keppni væri eins og að fara í rússneska rúllettu og treysta á heppni. Myndi endurskoða þetta eitthvað...
23:14
|
|
|
Joi |
14:37
|
Pistill
Pistill frá Sigga: Af uppeldi barna og fullorðinna einstaklinga Uppeldismál eru öllum hugleikinn og sennilega eru þörf til uppeldis ein af grunn þörfum mannsins. Væntanlega verðum við að hafa þessa þörf í gegnunum til að við halda stofninum því annars mætti ætla ósjálfbjarga ungviðið fari sér að voða. Þó er þessi þörf missterk í okkur mannfólkinu og á sér mörg birtingarform. Pálmi sem er 3 barna faðir er sennilega hvað þroskaðastur á þessu sviði af slembibullsbræðrum enda búinn að vera faðir í rúm 8 ár ef mér reiknast rétt til og er að mörgu leiti fyrirmynd mín í uppeldismálum. Að mínu mati mjúkur uppalandi sem skilar af sér gegnum þjóðfélagsþegnum í framtíðinni. Sem dæmi þá tókst honum að breyta grjóthörðum tippfundi í mjúkan spjallfund þar sem lítill hvolpur var í aðalhlutverki og áhugi jafnt barna Pálma sem okkar hinna snérist um athygli Gutta sem er hvolpurinn hans Ánna. Þar sem við hinir í tippklúbb TSH eigum ekki sama barnaláni að fagna höfum við reynt að leysa þessa ábyrgðaþörf með hundum og köttum og frænkum og frændum og guð veit hvað fyrir utan Jóhann. Jóhann hefur ákveðið að ala mig upp. Það brýst fram á ýmsum sviðum og yfirleitt í formi föðurlegra ábendinga um hluti sem hann telur að megi betur fara hjá mér. Við spiluðum saman tennis síðastliðinn mánudag og var ég örlítið illa fyrir kallaður og tók athugasemdir hans frekar óstinnt upp. Athugasemdir hans snérust mikið til um staðsetningar mínar inn á vellinum og einnig ákvarðanir mínar varðandi það hvort ég reyndi að slá bolta eða ekki. En í stuttu máli þá leið mér mjög svipað eins og ég væri að spila með mömmu og mér fannst eiginlega allt sem ég gerði vitlaust. Þetta olli óöryggi hjá mér sem braust út í fúllyndi sem olli Jóhann óþægindum sem brutust svo út í fúllyndi eftir á. Nú það sem af er vikunni höfum við reynt að ræða þetta og hann hefur gefið ítarlega greinargerð um hvað fór úrskeiðis hjá mér í tennisinum á mánudaginn og hvað ég þarf að gera til að bæta mig. Einnig hefur hann bent mér á að geðvonskupúkur séu leiðinlegir og ef maður ætlar að vera geðvondur þá getir maður bara verið inni í herbergi hjá sér. Við Jóhann erum þessa vikunna búnir að vera fara í gegnum gelgjuskeiðstímabil foreldris og barns þar sem við höldum upp miklum samskiptum en þar sem ég er á unglingsárum í samskiptum okkar þá á ég það til að fara í fýlu. En þetta er nú allt á góðri leið samt og er ég alltaf að sjá betur og betur að Jóhann hefur rétt fyrir sér í uppeldismálum varðandi tennis og geðvonsku.
|
Hlýtur að vera leiðinlegt að spila fjarstýrt tennis...
15:27
Ég get nú ekki sagt að ég hafi mikla reynslu af barnauppeldi, enda yngsta barnið í mínum systkinahópi. Nú hefur bróðir minn tekið að fjölga sér og því líkur á að maður geti fengið smá æfingu næstu árin, amk að fá svona smjörþefinn af því hvernig krakkar vaxa úr grasi og upp í það að vaxa í glasi, en það verður nú ekki fyrr en á seinni hluta unglingsáranna sem það gerist.
15:58 Hjörleifur
|
|
|
Árni Hr. |
10:13
|
Andskotinn!!!
Var búinn að skrifa risablogg en það vistaðist ekki - djö og helv...
|
Það borgar sig alltaf að gera "copy" á textann áður en maður gerir Púbbliss því þetta á það til að gerast. Maður lærir á reynslunni ;-)
14:43 Joi
... af reynslunni meina ég mfgas!!
14:45 Joi
Ég hélt reyndar að þetta hefði ekki farið inn þar sem það kom bara villumelding.
21:14 Árni Hr.
|
|
|
Árni Hr. |
10:13
|
Andskotinn!!!
Var búinn að skrifa risablogg en það vistaðist ekki - djö og helv...
|
|
Hjörleifur |
10:04
|
Andvaka
Í gær skrapp ég niðrá Rakarastofuna við Klapparstíg og lét létta aðeins á mér, enda fer nú að styttast í sumardaginn fyrsta. Eftir klippingu rölti ég aðeins um bæinn og byrjaði á Máli og Menningu og skrapp svo í Eymundsson og fór svo smá hring og í Iðu, en ég ætlaði nú áður að fá mér eitthvað mexíkóskt á Mamas tacos, en þar var barasta bara búið að loko og ekki vottur af matsölustað þar inni lengur. Nú var því komin upp smá krísa, en ég gekk næst framhjá Kebab húsinu og þar sem ég var orðinn það svangur þá rambaði ég þar inn og fékk mér einn kebab með kjúlla. Það hefur nú verið svona hálfgerð regla að borða aldrei kebab, nema á leiðinni heim eftir fyllerí, en þessi regla er nú æ oftar brotin.
Eftir að hafa étið fylli mína rölti ég aftur upp í Mál og Menningu, því nú langaði mig í kaffi. Ét tók mér því Scientific American upp á loft og drakk þar 2 kaffibolla með blaðinu.
Því næst rölti ég bara heim. Þegar heim var komið gerði ég nokkrar tilraunir til þess að taka myndir af höfuðfötum, en það er einmitt viðfangsefnið á ljosmyndakeppni.is þessa vikuna. En svo var bara verið að sýna svo áhugaverða þætti á National Geographic um hákarla og kafara að ég festist alveg fyrir framan sjónvarpið á meðan því stóð, en setti svo Pee Wee's Big Adventure í græjurnar á eftir og át súkkulaðikex.
Myndin var búin eitthvað um hálf eitt leitið og þá var ég farinn að verða svolítið syfjaður og sofnaði líka alveg ágætlega, en svo var ég alltaf að vakna aftur og aftur því kötturinn var svo mikið á ferðinni. Alltaf að hoppa upp í rúm og úr því aftur því annar köttur kom mjög reglulega inn um gluggann, þar til að ég stóð upp og lokaði glugganum. Eftir það svaf ég alveg eins og steinn til ca. 5. Þá bara glaðvaknaði ég, en reyndi nú samt að sofa lengur, en um hálf 6 leitið sá ég að þetta var bara ekkert að ganga og fór bara á fætur.
Ég tók því morguninn svona frekar með fyrra fallinu í dag og borðaði mjög staðgóðan morgunverð (3 krúsir af earl gray tei og 2 brauðsneiðar með sinnepssósu, skinku og osti og örlítið af paprikukryddi stráð yfir). Á meðan horfði ég á fréttirnar á Sky, CNN og svo aðeins á Stöð 2.
Núna finnst mér bara að dagurinn ætti að vera hálfnaður, en hann er bara rétt að byrja, spurning hvort að maður ætti að fara að taka þetta upp, þ.e. að vakna alltaf fyrir allar aldir og dunda sér heima við svona fyrri partinn.
|
|
fimmtudagur, apríl 07, 2005 Joi |
14:46
|
Dagskrá
Þá er dagskrá kvikmyndahátíðarinnar komin inn og 10 mynda passar eru til sölu (í takmörkuðu magni segja þeir en ég skil nú ekki af hverju þeir ættu að vera með takmarkað magn) á 5000 kr. Ég er að gæla við að kaupa þennan passa.
|
Ég líka, þú mátt kaupa handa mér ef þú kaupir í dag.
17:00 Árni Hr.
Ég fór reyndar að hugsa það að það er sennilega ekkert sniðugt að kaupa svona kort og skuldbinda sig á svona margar myndir, er ekki nema 1000 kr. afsláttur ef maður sér 10 myndir sem ég er ekki viss um að ég geri.
17:04 Joi
|
|
|
Joi |
13:37
|
Sumarið
Ég hef verið að pæla aðeins í sumrinu og þetta er það sem ég óska mér: .:Út:. CarrollEr markmaður sem ætti best heima í 1. deild þ.e. algjör meðalmaður sem ég vill fá í burtu. KlebersonHefur ekkert sýnt og algjör óþarfi að vera að borga honum laun áfram. MillerHeld að það verði ekkert úr þessum kappa og ágætt að losa sig við hann strax. FletcherEkkert varið í hann og ágætt að fá smá pening fyrir hann. SahaFínn leikmaður en ég held bara að hann sé ekki í heimsklassa og þarf að fara fyrir nýjan striker. BellionSennilega einn lélegasti leikmaður úrvalsdeildarinnar, selja hann í utandeildina! .:Inn:.MarkmannÞurfum að fá einhvern framtíðarmann í markið. LeikstjórnandaSpurning að fá teknískann leikmann til að stjórna spilinu á miðjunni, þurfum helst einhvern teknískann í anda Zidane (bara ungan). KeaneÞurfum leikmann til að taka við af Keane á miðjunni, óskamaðurinn væri Gattuso fra AC Milan. SóknarmannÞurfum að fá einn heimsklassa sóknarmann held ég og seljum Bellion og Saha í staðin og höldum Roona, Nistelrooy og Smith ásamt yngri mönnunum. Já, þar sem tímabilið er búið er um að gera að fara að pæla í þessum málum fyrir United.
|
Já ég hef líka verið að spá í sumrinu. Það má búast við að hiti fari hækkandir og sól verði lengur á lofti framan af sumri, en svo mun daginn stytta og jafnframt mun kólna þegar líður að lokum sumarsins. Suma daga verður rigning og rok.
15:03 Hjörleifur
|
|
|
miðvikudagur, apríl 06, 2005 Joi |
21:28
|
Lok og læs
Ég ætlaði að vinna fram eftir í kvöld og stökk út á bensínstöð um 19.30 leitið til að fá mér pylsur tvær og þegar ég ætlaði að fara inn aftur virkaði ekki aðgangslykillinn minn að húsinu og ég fyrir utan með allar hendur fullar, á peysunni og inniskóm og ekki með símann á mér :( Ég fór því aftur inn á bensínstöð og hringdi í hjálparsveitina (Sonju) og lét ná í mig og tók mér því bara frí frá vinnu í kvöld og náði síðustu mínútunum á Chelski - Bayern. Eins og glöggir lesendur hafa kannski séð þá hef ég verið að "laga" aðeins útlitið á blögginu og er orðinn nokkuð ánægður með það. Þetta eru allt frekar smávægilegar breytingar en ég hef hug á að breyta myndinni við tækifæri sem er efst á blögginu og spurning hvorn BjaKK fái að koma þarna inn ef hann verður duglegur að blögga ;) Nóg í bili mfgas!
|
|
Hjörleifur |
16:07
|
Bíllinn minn
Vaknaði óvenju snemma við það að kötturinn kitlaði tærnar og hoppaði svo upp á rúm og fór að trampa á sænginni. Þegar það ætlaði ekki að bera tilætlaðan árangur (sem var sá að ég færi á fætur og gæfi honum að borða) þá fór hann upp á skrifborð og var byrjaður að ýta hlutum niður af borðinu, byrjaði bara svona smá og horfði svo á mig og þegar ég gerði ekki neitt þá ýtti hann aðins meira svo ég varð víst að fara á fætur og gefa henni smá mat, en lék smá við hana fyrst með bandspotta því ég nennti ekki alveg strax framúr.
Eftir smá leik við kisu var ég orðin glaðvakandi og klukkan ekki einu sinni orðin 7. Eftir að hafa gefið kisu að borða fékk ég mér smá snarl líka (tvær brauðsneiðar með túnfisksallati, earl gray te og nesquick (þó ekki blandað saman). Horfði svo á morgunsjónvarpið hjá stöð 2, en þar var viðtal við kafara sem er í "Bláa hernum", en þeir vinna við að hreinsa upp fjörur og kafa líka eftir drasli við hafnir og víðar. Hafa unnið heilmikið starf í þessu síðastliðin ár. En það er mjög algengt að fyrirtæki losi sig við úrgang út í sjó frekar en að fara með hann í Sorpu, því það kostar að losa sig við úrganginn. En nóg um þennan útúrdúr.
Ég rauk svo eftir morgunmatinn út í bíl og ætlaði að starta honum, en þá hló bíllinn bara að mér og var ekkert á því að fara að keyra í þessum kulda. Þegar ég reyndi að starta heyrðist bara svona "í í í í í í híhíhíhi" hljóð og svo ekki neitt meir. Ég varð því að gjörosovel að drífa mig inn aftur og klæða mig aðeins betur og stíga á bak á hjólfáknum mínum. Með vindinn í bakið alla leiðina tók það mig ekki nema rétt tæpar 8 mínútur að komast hingað upp í vinnu, en það er brekka upp í móti næstum alla leiðina.
Leiðin heim verður eflaust kaldari, en þá er mótvindur og skítakuldi.
|
10
16:11 Joi
Þetta er mjög skemmtilegt aflestrar - það eina sem hefði hugsanlega getað farið betur er ef þú hefðir ákveðið að lifa á brúninni og blandað saman te og nesquick!
17:26 Burkni
|
|
|
þriðjudagur, apríl 05, 2005 Joi |
14:48
|
Hornið
Siggi er ekki að standa sig í neytendahorninu þannig að ég ætla að koma með smá neytendaHORN núna. Veitingastaðurinn Hornið er sá veitingastaður sem ég og Sonja förum oftast á þegar við borðum úti. Ætli við höfum ekki borðað þarna svona 6-7x í vetur og kemur hann alltaf fyrstur upp í hugann þegar við ætlum að fara eitthvað og fá okkur að borða. Það sem gerir þennan veitingastað að mínum uppáhalds stað er líklegast það að hann er lítill og með mjög stórum gluggum sem gerir mjög þægilega birtu þarna inni og mér líður alltaf vel þegar ég er kominn inn og búinn að setjast niður. Þessir gluggar gera það líka að verkum að maður situr og horfir á allt lífið fyrir utan og það er gaman. Eins eru pizzurnar þarna helv... fínar og Moratti bjórinn góður. Topp staður!
|
Hjartanlega sammála - Hornið og Vegamót eru þeir staðir sem við förum langoftast á, og nokkuð staðlað að panta hálfmána og e-t rjómapasta á Horninu ... *sleeeef*
14:52 Burkni
Já, ég þekki engann sem hefur ekki borðað á Horninu oftar en einu sinni, enda kemur maður alltaf ánægður og saddur út af þeim stað.
15:33 Hjörleifur
Hann er nú ekki huggulegur.
08:48 Joi
|
|
|
mánudagur, apríl 04, 2005 Hjörleifur |
23:40
|
Köfunarhelgi
Eftir vel heppnað kráarrölt á föstudeginum tók við viðburðaríkur laugardagur. Þrátt fyrir að hafa komið heim rétt fyrir 5 um nóttina var vaknað kl. 10 og fenginn sér smá morgunmatur og svo kom Jói og sótti mig og við fórum á félagsfund í THS, eins og venjulega. Seðillinn gekk alveg ágætlega og fengum við 11 rétta í þetta skiptið og erum við nú í 4. sæti í 2. deild hópleikjarins, sem verður bara að teljast ágætis árangur. Um daginn stóð svo til að skella sér út í smá hjólatúr, en sökum snjókomu og ágætis leikja í sjónvarpinu var því slegið á frest. Svo hringdi Héðinn kafari í mig og sagði að það væri næturköfun framundan um kvöldið og ætti ég að koma með kennslubókina með mér. Ég varð því að drífa í því að lesa næturköfunarkaflann og gera verkefni og fá mér snarl og taka til græjurnar og sækja 2 stráka upp í Breiðholti, setja vatn á vatnskassann, svo að bíllinn kæmist nú alla leið suðrí fjörð. Þetta tókst svona nokkurnvegin. Við vorum svo komnir á Óttarstaði um 9 leitið, en myrkur átti að skella á kl. 9:11. Veðrið var alveg frábært, logn og stjörnubjart og sjórinn mjög þægilegur. Á leiðinni út var alveg meiriháttar að láta sig bara fljóta og horfa upp í himininn. En svo var líka kafað. Mín fyrsta næturköfun og er hluti af Advanced Open Water námskeiðinu. Ég átti í smá erfiðleikum með jafnvægið í byrjun köfunarinnar og fékk líka krampa í hægri fót og þurfti því að gera smá teygjuæfingar þarna niðri, en svo lagaðist þetta. Eftir þessa erfiðu byrjun var ekkert nema bara skemmtun eftir, en eftir að hafa kafað í gegnum smá þaraskóg og niður á um 20 metra dýpi sáum við karfa, en þetta er í 2. skiptið sem ég sé karfa þarna, en venjulega lifir hann á töluvert meira dýpi. Eftir að hafa skoðað hann í smá stund settumst við niður á sandinn þar og slökktum ljósin. Þá komu í ljós litlar agnir sem lýstu út um allt og þegar maður sveiflaði höndunum í þarna í gegn þá lýstist allt upp og það varð það mikið að ég sá útlínur næsta kafara. Maður varð gjörsamlega dolfallinn, en það var engu líkara en maður væri bara staddur einhverstaðar út í geimnum. Eina hljóðið var bara manns eigin andardráttur og svo voru þessi litlu ljós sem minntu einna helst á litlar stjörnur, en samt var allt á hreyfingu. Alveg stórfurðuleg upplifun. Þessar litlu agnir kallast í daglegu tali ljósáta, en hún er krabbadýr og vinsæl fæða meða dýranna í sjónum, en vegna flúors sem gengur inn undir skelina þegar hú drepst þá er hún alveg óhæf til manneldis. Við kveiktum svo ljósin aftur og héldum áfram köfuninni. Á leiðinni til baka komum við auga á okkrar rækjur, en svo voru allt fullt af ígulkerum eins og venjulega og nokkrir krabbar hér og þar auk eins marhnúts. En svo fórum við bara upp og syntum í land með aragrúa af stjörum fyrir ofan okkur í alveg frábæru veðri. Þær gerast varla mikið betri kafanirnar. Ég var svo kominn heim um hálf eitt um nóttina, en þá tók við lestur næstu kafla, en ég varð að vera búinn með þá og gera verkefnin fyrir kl. 8 um morguninn. Þetta tóks og sótti ég sömu strákana og kvöldið áður og héldum suður í fjörð. Nú var planið að taka 2 kafanir. Báðar þessar kafanir voru eins og næturköfunin hluti af AOW námskeiðinu. Í fyrri köfuninni voru gerðar æfingar með áttavita og einnig prófaðar aðrar aðferðir sem maður notar til að áætla stefnur og vegalengdir í kafi. Í seinni köfuninni voru leitaraðferðir æfðar og komum við svo að lokum upp 2kg lóði upp, með aðstoðar loftpoka. Þessar tvær voru einnig mjög skemmtilegar, en það er líka gaman að geta verið að dunda sér við eitthvað þarna niðri og hafa eitthvert ákveðið verkefni fyrir höndum. Nú er ég semsagt búinn með 3/5 hluta af námskeiðinu. Næst verður tekin fyrir djúpköfun og í lokin köfun með DPV (Diver Propulsion Vehicle), en það er semsagt svona smá tæki með skrúfu sem dregur mann áfram (alveg eins og í James Bond).
|
Glæsilegt blogg verð ég að segja, þetta hljómar gríðarlega spennandi og einhvern tímann ætla ég að prófa að kafa hér við íslandsstrendur með þér (þó reikna ég með að það verði dagköfun). Þú gleymdir reyndar að nefna að ég kom í heimsókn um daginn og var hent út strax eftir eina hálfleikinn sem ég horfði á með þér :)
08:35 Árni Hr.
Já ég sparkaði Árna bara öfugum út og byðst forláts á því, en það var ábyggilega ekki langt í það að hann yrði með dólgslæti, þar sem að hann drakk einn bjór hjá mér (sem hann kom sjálfur með).
10:15 Hjörleifur
|
|
|
Joi |
21:01
|
Mynd
|
|
sunnudagur, apríl 03, 2005 Joi |
15:44
|
IFF
|
Ok, ég biðst afsökunar og mun ekki gera það aftur.
16:06 Joi
Ég stefni á að fara á margar myndir þarna - ég er búinn að kynna mér þessa hátíð rækilega og bíð spenntur eftir henni. Til að mynda ætla ég að sjá eitthvað af Troma myndunum, íslensku myndunum eins og gargandi snilld, Beautiful Boxer frá Thailandi og margar margar aðrar myndir, bæði hámenning, lágmenning og stöðumenning.
09:51 Árni Hr.
|
|
|
Árni Hr. |
09:42
|
SWAT
Horfði á Stöð 2 í gær og þar var fín spennumynd í sjónvarpinu sem hét SWAT (sem ég var reyndar búinn að sjá)- eins og gefur að skilja þá var þetta lögguhasarmynd. Eitt atriði sem pirraði mig í myndinni en það var þannig að við vorum stödd í afmæli lítillar stelpu (dóttir einu konunnar í SWAT liðinu) og allt í góðu með það. Svo kemur útkall á alla í liðinu og þá sést þegar konan gengur að dóttir sinni og segist þurfa að fara að löggast og enn allt í góðu með það. Síðan kemur það skrýtna þegar myndavélin zoomar upp þá sést hún rölta af stað og æðir í gegnum 2 litlar stelpur sem eru að húlla og eyðileggur fyrir stelpunni húllið, þ.e. labbar á hringinn. Lítið atriði en ég skildi þetta ekki alveg, hví labbaði hún ekki í kringum litlu stelpurnar sem áttu sennilega að vera vinkonur dóttur hennar. Ég hefði amk gert það í staðinn fyrir að rjúka á hringinn. Sennilega hefur verið eitthvað point með þessu en mér fannst þetta frekar tilgangslaust og asnalegt atriði.
|
|
laugardagur, apríl 02, 2005 Joi |
20:15
|
Getraun: Hvar er ég?
|
Kleppi?
23:48
Þú ert djúpt inn í miðju sálarinnar og horfir út um glugga fortíðarinnar eftir gott fyllerí.
09:04 Hjörleifur
Vísbending: Þetta er matsölustaður!
10:47 Joi
|
|
|
Joi |
20:14
|
|
|
Joi |
00:40
|
Nýja linsan prófuð
EOS 20D, EF 70-200 f/2.8L IS @70mm, 1/1250s, F3.20Við Sonja fórum núna í dag í bíltúr og prófuðum nýju 70-200 f/2.8L IS linsuna okkar sem er sannkallað töfratæki og alveg magnað að taka myndir með henni, og eru hérna nokkrar myndir. Við hlustuðum m.a. á útvarpið á meðan við keyrðum um og þar voru Gísli Marteinn og Hallgrímur Helgason að rökræða í Íslandi í dag um fréttastjóramálið og var það hin besta skemmtun, enda rifust þeir en samt allt í góðu. Eftir ökutúrinn keyptum við okkur kjúlla í Nóatúni og var hann alveg ágætur og síðan kom mamma Sonju í heimsókn.
|
jamm og jæja og það var nebblega það.
04:38 Hjörleifur
Best að hafa mína blokk akkúrat ekki með á mynd ... ertu að reyna að klippa mig út úr lífi þínu?
23:14 Burkni
|
|
|
föstudagur, apríl 01, 2005 Joi |
23:11
|
Göngutúr
Henti inn nokkrum myndum sem ég tók í göngutúr á Páskadag ... check it!
|
|