fimmtudagur, mars 31, 2005
|
Skrifa ummæli
Prentbúx
Kom í ljós í dag að prenthausinn í prentaranum er ónýtur og það kostar um 20þ að skipta. Ég keypti prentarann fyrir einu og hálfu ári síðan (var bara eitt ár í ábyrgð) á 55þ en nýr sambærilegur í dag er á undir 20þ þannig að það borgar sig ekki að laga hann og hann því ónýtur. Frekar sorglegt því myndgæðin voru frábær og ég hef ekki notað hann neitt mjög mikið :-(

Ég kíkti síðan í Sjóvá í hádeginu og bætti við innbúskaskó tryggingu við heimilistrygginguna mína vegna alls ljósmyndadótsins og kostar það um 3500 kr. á ári. Það er 10% sjálfsábyrgð á tjóni en þessi trygging bætir tjón upp að 205þ sem ætti að duga mér. Það er reyndar bara bætt ef hlutur skaðar vegna utanaðkomandi skyndilegs og ófyrirsjánlegum orsökum, svosem að einhver rekur sig í mann og maður missir vélina eða að um innbrot eða rán er að ræða.

Annars er bara frekar lítið að frétta af mér, er bara að vinna mikið þessa dagana, Sonja á fullu í ritgerðinni og lítið að gerast. Árni keypti miða á Robert Plant og það verður gaman að kíkja á hann. Við Sonja förum til DK um miðjan apríl á árshátíð og verðum yfir eina helgi og síðan förum við í sumarfrí snemma í Maí.

Over and out mfgas!
    
Vonandi að þau hjá Sjóvá verði ekki búin að lesa þetta þegar að prentarinn dettur óvart í gólfið núna næstu dagana og brotnar í 1000 mola.
18:03   Blogger Hjörleifur 

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
18:03   Blogger Hjörleifur 

YO!
Þetta kemur fram í ábyrgðaskilmálum Tölvulistans: "Útskiptanlegir prenthausar falla ekki undir ábyrgð."
Það var einmitt prenthausinn sem fór hjá mér þannig að þetta er frekar skýrt.
Ritgerðin hennar Sonju er í Íslensku og fjallar um blótsyrði, Sonja er orðinn ansi pirruð á ritgerðinni því hún hefur tekið mun meiri tíma en hún bjóst við og ég er líka orðin pirraður á þessu.
15:50   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Enn eitt brotið?
Ætla að skreppa upp á slysó á eftir til að láta kíkja á eina rauða og bláa og bólgna og helauma tá. Ég átti það nú alveg eftir að tábrotna, svo ætli það sé ekki bara komið að því núna.
    
:-(
09:44   Blogger Joi 

jebb, ég er að vísu ekki farinn enn upp á slysó, því mér líður ekki eins illa í tánni núna, kannski lagast þetta bara, svo ég ætla að bíða aðeins með það.
16:45   Blogger Hjörleifur 
miðvikudagur, mars 30, 2005
|
Skrifa ummæli
Linsa
Við Sonja fengum nýju linsuna okkar frá USA seinnipartinn í gær og urðu það fagnaðarfundir ... á leiðinni í mat upp á Kjalarnes tókum við nokkrar myndir til að prófa gripinn og var þessi mynd ein af þeim sem mér finnst nokkuð skemmtileg.
Gærkvöldið fór síðan í það að berja saman skattskýrsluna og vonandi næ ég að klára hana í dag. Ég gerði síðan heiðarlega tilraun til að prenta út passamyndir heima en það gekk ekki, fyrsta var hugbúnaðurinn að stríða mér og síðan hætti prentarinn að prenta út einn litinn af 6 og verður hann því að fara í viðgerð í dag :-(
Að lokum vill ég óska Hjölla til hamingju með góðan árangur í síðustu keppni í DPChallenge en þar fékk hann 5.9 í einkunn og var með percentile 93% sem er ansi gott (18 sæti).
    
Mikið svakalega er þessi mynd slæm. Hún er öll hreyfð!
13:23   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Montblogg

Besti árangur minn til þessa á DPChallenge. lenti í 18. sæti af 249 (93%)
    
Sendu link á myndina - maður þarf að skoða hana betur greinilega.
13:02   Blogger Árni Hr. 

Frábær mynd - til hamingju!
21:19   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Skatturinn kominn og farinn
Skattframtali var skilað 29. mars 2005 kl. 23:54

hæ hó og jibbíjei og jibbíí jeij
það er kominn 30. mars og
skattaskýrslan er kooomin og farin.


Var samt smá svektur að sjá að ég fæ bara 35.000 kall í vaxtabætur þetta árið, en það er alveg fyrir tveimur útborgunum af bíl, en eftir smá spjall við Pálmfróð, þá er ég mikið að spá í Toyota, eða eins og skáldið sagði "You ask for it, you got it, Toyooooota".
    
sunnudagur, mars 27, 2005
|
Skrifa ummæli
Discovery
Ég tók letimorgun í morgun og var uppi í rúmi til kl. 12 og horfði á tvo skemmtilega þætti á Discovery: Sá fyrri fjallaði um það hvernig París hefur byggðst upp í gegnum aldirnar og voru sýndar tölvuteikningar af holræsakerfinu og slíkt og var þetta frábærlega unninn þáttur. Margt skemmtilegt og fróðlegt sem kom þarna fram. Síðari þátturinn sýndi framleiðslu BMW á nýjum sportbíl og byrjaði þátturinn þar sem menn voru að teikna hugmyndir á blað af útliti bílsins og fylgst með allri hugmyndavinnslu, smíði frumútgáfu, framleiðslu bílsins, prófanir, auglýsingaherferðin og þangað til hann var kominn í sölu. Ótrúlega skemmtilegur og fróðlegur þáttur og margt sem kom á óvart. Í þessum sportbíl (BMW Coupe eitthvað) eru 20.000 hlutir.
Já, Discovery er frábær stöð!
    
|
Skrifa ummæli
Köfunardagur
Vaknaði í morgunn um hálf átta leitið, klæddi mig vel og tók saman kafaragræjurnar og hélt af stað til Hafnarfjarðar. Bíllinn var nú ekki alveg sáttur við að þurfa að vakna svona snemma og hélt ég á tímabili að hann ætlaði bara ekkert að keyra til Hafnarfjarðar, en hann fór nú samt alla leið.
Ég ákvað að vera ekkert að fara á bílnum til Þingvalla eins og planað var, en fékk far með Héðni. Við byrjuðum á því að pikka upp einn norskan túrista á Fosshótel Barón á horni Barónstígs og Skúlagötu.

En svo var haldið af stað. Planið var að taka 2 kafanir í Silfru, en það er frægasti köfunarstaðurin á Íslandi.

Fyrri köfunin var með nokkuð hefðbundnu sniði, en við tókum bara stigann niður í gjánna og köfuðum þessa hefðbundnu leið út gjánna og enduðum í Bláa lóninu.
Þegar við komum uppúr var mættur á staðinn annar túristahópur. Við biðum eftir að þeir færu útí og biðum svo aðeins lengur en græjuðum okkur upp fyrir köfun nr. 2.
Seinni köfunin var ekki síðri en sú fyrri, en við fórum nú á meira dýpi og enduðum á því að kafa í gegnum göng á um 15m dýpi. Mjög flott að að koma upp úr þessu og sjá ljósið koma niður í vatnið þar sem maður var sjálfur í frekar miklum skugga þarna í göngunum.

Við vorum semsagt bara mjög sáttir við daginn og var nú ekkert eftir nema að koma sér heim.
Þegar komið var aftur í fjörðinn, þá tók við þessi venjubundna tiltekt á græjunum, en svo fór ég að laga bílinn og setti aðeins meira plast á vatnstankinn, því hann lak enn eins og ég veit ekki hvað. En þessi viðgerð virðist amk hafa læknað hann í bili, því ég komst heim án vandræða. Þ.e. ég fór reyndar fyrst í vinnuna og kláraði að fara yfir skjálfta gærkvöldsins, en það voru komnar grænar stjörnur á kortið fyrir norðan og heill hellingur af skjálftum. Ég kláraði þetta semsagt og kom mér heim.
Brasaði mér 2 hamborgara í kvöldmat og hef svo verið að glápa á imbann í kvöld og væflast um á netinu.
    
laugardagur, mars 26, 2005
|
Skrifa ummæli
Föstudagurinn langi
Á föstudaginn fórum við Sonja í heimsókn upp í sumarbústað til mömmu og pabba og lögðum af stað um 15 leitið og vorum komin upp í Svínadal um 3 klst. síðar því við slóruðum á leiðinni. Við stoppuðum fyrst við rústir frá stríðinu í Hvalfirði og síðan aðeins við hvalstöðina sjálfa og síðan voru einhver minni stopp líka á leiðinni. Við fórum síðan heim aftur seinna um kvöldið og lögðum af stað heim um 22:30 ef ég man rétt. Setti inn nokkrar myndir á smuggið (ath. það er hægt að smella á ákveðnar myndir til að sjá stækkaða útgáfu og eins má benda á að þetta eru 3 síður).
Í dag var tippfundur og var fært til bókar að Árni gleymdi fundinum og mætti alltof seint en það skiptir engu máli því hann hefur sennilega átt þetta inni og rúmlega það. Við Sonja fengum okkur síðan að borða í kvöld á American Style og ætlum að horfa á The Terminal í kvöld sem er víst sálfræðitryllir sem gerist á flugstöð. Á morgun ætla ég að reyna að berja skattskýrsluna saman og síðan koma mamma og pabbi í mat til okkar og síðan er ég bara opinn fyrir öllu síðar um kvöldið ... til í allt!

Myndir frá föstudeginum hérna.
    
Fínar myndir frá deginum og Særún greinilega ekkert hrifin af Heru.
10:00   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Niðurhal
Las stutt viðtal við Thurston Moore um daginn og sá þessa setningu hjá honum, er mjög sammála þessu:
Once again, we're being told that home taping (in the form of ripping and burning) is killing music. But it's not: It simply exists as a nod to the true love and ego involved in sharing music with friends and lovers. Trying to control music sharing - by shutting down P2P sites or MP3 blogs or BitTorrent or whatever other technology comes along - is like trying to control an affair of the heart. Nothing will stop it.

Í greininni talar hann um að þetta hafi verið gert í áraraðir í formi snælda og bendir hann á að þótt þetta sé digital þá er MP3 enn nokkuð frá gæðum geisladisksins.
    
|
Skrifa ummæli
Geimskip
Um daginn fór ég í Elco, var búinn að dreyma um að fá mér græjur sem gátu vakið mig upp með CD. Það fór nú þannig að ekki fann ég litlar græjur sem gátu gert þetta, hins vegar þegar ég var á leið út þá rakst ég á litla vekjaraklukku sem var með CD spilara, einmitt það sem ég var að leita af - ekkert frábært sound en allt í lagi og það gat vakið mig upp með CD - einnig gat ég hlustað á kvöldin á CD. Þannig að takmarkinu var náð eða það hélt ég. Græjan kostaði um 7000 kr og keypti ég þetta og fór heim og opnaði græjuna. Prófaði hana fram og tilbaka og var það svo sem eftir bókinni, eina sem ég pirraði mig á var að ekki var hægt að láta vekja sig nema á fyrsta lagi disksins, en ég ákvað að þetta væri nú í lagi þar sem ég á nú nokkra diska.
Nú um kvöldið set ég þetta upp í herberginu, hlusta á þetta um kvöldið og allt í góðu, stilli svo spilarann til að vakna daginn eftir, tek þá eftir að skjárinn er nú ansi bjartur, ég opna bókina sem fylgdi með og þar stendur að ljósið dimmist sjálfkrafa miðað við umhverfið. Nú ég slekk ljósið og fer að sofa, tek þá eftir að blár bjarmi er í herberginu, ég skoða blessuðu klukkuna nánar og er þetta hálffáránlegt þar sem þetta var eins og ég væri með kveikt á bláu ljósi í herberginu, ég sný þá klukkunni út í horn til að lágmarka ljósið, ekki batnaði þetta mikið en eitthvað þó, amk þannig að ég gat sofið. Um nóttina vaknaði ég og kíkti á klukkuna, en hún var svo björt að ég sá ekki almennilega hvað klukkan var og auk þess þurfti ég að snúa klukkunni við til að sjá almennilega á hana.

Já niðurstaðan var sú að ég skilaði klukkunni daginn eftir og fékk endurgreitt - þ.a. ég á mér draum sem hefur ekki enn orðið að veruleika.
    
föstudagur, mars 25, 2005
|
Skrifa ummæli
SmugMug explorer
Ég mæli með þessu forriti fyrir SmugMug notendur. Þetta er windows forrit sem kemur alveg í staðin fyrir vefviðmótið sem maður notar til að búa til gallerí og setja inn myndir ... helv... magnað.
    
jebb, helvíti magnað.
10:57   Blogger Hjörleifur 
miðvikudagur, mars 23, 2005
|
Skrifa ummæli
plúff
plúff plúff splúff

Nú e é bjúinn me fimm stóa bjóra og attlaði nú í fótbolta, en so va mé tilkynnt að þa væi enginn bolti, so é ve ba-a a gorosovel a fa-a heim o sleppa boltanum o slappa ba-a af. En þa skiptir engu máli é ge-i ba-a eitthva anna.
    
þriðjudagur, mars 22, 2005
|
Skrifa ummæli
Bíllinn minn
Held að bíllinn minn sé að deyja, en það kom gat á vatnskassann á laugardaginn, búinn að gera við það. Gangurinn er með versta móti og er hann kominn með frekar mikinn hiksta. Dempararnir aftaná eru ónýtir og handbremsan virkar ekki. Búið að stela útvarpinu, svissinn ónýtur og enginn lykill er að bílnum, því hann brotnaði í frostinu í vetur og hefur því bíllinn verið ólæstur í allnokkrar vikur (síðan einhverntíman í janúar). Þar sem að það er enginn lykill að bílnum og svissinn í skralli þá starta ég honum bara með einhverju járnadrasli sem að virkar ágætlega. Svo gæti ég best trúað því að hann sé farinn að eyða doldið miklu. Svo fékk hann líka skoðun síðast fyrir nokkrum árum og er einhver gulur límmiði á framrúðunni sem á stendur "03". Sennilegast hefði ég átt að vera búinn að fara með hann í skoðun einhverntíman fyrir langa löngu, en tekur því varla úr þessu.

Ég er semsagt að spá í að fá mér annan bíl, enda þori ég varla að keyra þennan mikið lengra en í vinnuna ef eitthvað kæmi fyrir. Í þetta skiptið ætla ég að fá mér bíl sem að þarf ekki alveg svona mikið viðhald og er með miðstöð sem að hitar bílinn þegar það er kalt úti.
    
Reyndar er ég með alveg ágætis dempara í skottinu, en hinir sem eru fyrir eru bara ryðgaðir fastir svo ég gat ekki skipt um þegar ég ætlaði að gera það á sínum tíma.
19:41   Blogger Hjörleifur 

Hvað, ekkert að þessum bíl - reyndu bara að vera nægjusamur og nota bílinn áfram!
20:32   Blogger Joi 

hmmm...ég er ekkert viss um að það verði hægt að nota bílinn mikið meira áfram, nema að eyða fullt af peningum í hann, sem borgar sig nú varla.
20:57   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
PP
I have discovered photography. Now I can kill myself. I have nothing else to learn.
-- Pablo Picasso
    
|
Skrifa ummæli
Ekkert var það landdýrið
Pálmi var að vonast eftir dýrindis páskalambi í hádeginu og þegar við gegnum inn í mötuneytið þá kom í ljós að það var grónagrautur á boðstólnum og þeir sem þekkja mr. P vita að hann borðar EKKI grónagraut og því öskraði hann eins og T-Rex yfir mötuneytið (ímyndið ykkur hvernig þessi öskur voru í Jurrasic Park og þá vitið þið hvað ég meina). Hann krækti sér samt í landdýr og var t.d. með stóra kjötsneið í kjaftinum þegar við héldum í hellinn okkar aftur.
    
sunnudagur, mars 20, 2005
|
Skrifa ummæli
Hjólatúr ofl.
Í dag fór ég upp úr 11 út í hjólahús, skellti mér upp á kleifarvatn um 12.30 og tók fram hjólið mitt (Yamaha 250cc) og keyrði af stað, á kleifarvatni var rigning og rok en þar sem hitastig var gott þá var þetta bara fínt veður í raun. Fyrir byrjanda eins og mig þá var þetta frekar erfitt færi að hjóla í, mikil drulla og var nú bara heppni að ég fór ekki á hausinn nokkrum sinnum. Þetta byrjaði samt vel og var ég nú bara að dóla mér þarna og prófa mig áfram, Bubbi hafði lagað stýrið mitt aðeins og gekk því miklu betur að hjóla miðað við áður.
Eftir að hafa dólað mér þá tóku strákrnir smá túr inn Breiðdalinn skilst mér og var það alveg frábært, keyrðum smá slóða þar sem færið skiptist á milli grjót, drulla og sandur. Þar var mér kennt að hægja á mér fyrir polla og gefa svo í til að fleyta kellingar á vatninu nánast, gerði ég það svo í fyrsta sinn og viti menn það gekk ekki og ég fékk gusann meter upp fyrir höfuð - en gaman var það.

Eftir að hafa tekið ca 2 tíma túr var haldið heim, hjól spúlað og ég sjálfur spúlaður. Frábær ferð.
Til að þvo af mér skítinn skellti ég mér í stutta sundferð, fór svo og fékk mér hádegismat og morgunmat um 16.00 á Súfistanum með EE, keyrði svo á KFC í Kópavoginum og hitti Bubba og montaði mig aðeins. Þaðan lá leiðin á Players þar sem ég horfði á seinni hálfleik Liverpool og Everton. Settist þar við barinn, fékk mér einn kaldann og spurði þá nágranni minn þar hvort ég væri liverpool maður, ég sagði að svo væri ekki, þá sagðist hann vera Everton maður og byrjaði mikla tölu um Everton og hávöxnu starfsstúlkuna sem afgreiddi hann (eins og hann orðaði þetta þá ætlaði hann að sofa hjá henni ef Everton myndi jafna - svo gerðist ekki þ.a. einhver var óheppinn, þið getið giskað á hvor það var).
Eftir leik var haldið í vinnuna og tekinn rúmur klukkutími þar, nokkrir hlutir sem þurftu að klárast.
Síðan var haldið í kotið og kvöldmatur snæddur - til að toppa þennan pródúktífa dag þá náði ég að bora 6 göt í vegg, hengja eitthvað drasl upp á baðherberginu, mynd eftir vinkonu EE í stofunni og skrúfaði viftuna fyrir ofan eldavélina í sundur og náði loks í peruna sem er búin að vera sprungin í 2 ár.

Já margt gert í dag - það allra síðasta sem ég gerði svo í dag fyrir utan að skrifa þetta blogg var að fá frest til 1 apríl á skattskýrslunni. Spurning hvort hægt sé að nota sér dagsetningu ef maður yrði uppvís af smá skattsvindli.

ps - að blogga að heiman er algert rugl - mjög hægfara drasl
    
Gott blögg og þetta hefur verið ansi góður dagur ... þú verður að taka okkur Pálma með einhverntíman og láta okkur prófa að taka nokkur stuntatriði á hjólinu.
Takk fyrir að minna mig á að sækja um frest á skattkortinu, var bara alveg búinn að gleyma því en nú er ég búinn að sækja um frest til 31. og get því ekki falið mig bak við 1. apríl ef skatturinn verður með einhvern derring.
10:33   Blogger Joi 

Já gott blögg og ég segi það sama og Jói, því ég er ekki einusinni farinn að hugsa um skattinn og var bara nú í leiðinni að sækja um veflykil, því ég man ekkert hvað ég var með og nennti ekkert að vera að spá í þetta. En nýr lykill á morgunn og frestur til 29. mrs.
11:33   Blogger Hjörleifur 
laugardagur, mars 19, 2005
|
Skrifa ummæli
Laugardagur
Við Sonja fórum í morgun að taka myndir við Slippinn í Reykjavík því ég er að reyna að koma mér upp betra myndasafni úr 20D vélinni. Ég setti inn gallerí með nokkrum af myndunum sem ég tók í morgun og er hægt að skoða það hérna.
Síðan héldum við strákarnir á tippfund og erum við að nota nýja aðferðafræði við að búa til seðlana eins og Hjölli var búinn að segja frá og virðist það vera að virka betur því síðast fengum við 11 rétta og núna 12 rétta en vinningarnir eru nú ekki háir.
Klukkan er 21:15 á laugardagskvöldi og við Sonja ekki ennþá búin að fá okkur að borða og erum við að spá í að skjótast á Nings og fá okkur eitthvað gott þar og síðan bara slaka á yfir sjónvarpinu.
    
|
Skrifa ummæli
bækur ofl.
Fór á bókamarkaðinn um daginn og verslaði mér nokkrar bækur - enda á ég eftir að lesa ansi margar bækur til að ná 52 á árinu.
Norræn sakamál - 2001, 2002 og 2003 - 500 kall stk.
3 x Morgan Kane - ætlaði nú að prófa til gamans að kaupa þar sem ég las nú ansi margar á sínum tíma.
1 stk Fornaldarsaga - Bósa saga - mjög merkileg saga, en ég læt lesendur um að giska á hví það er.
Roald Dahl - Smakkarinn ofl smásögur, varð frægur fyrir óvænt endalok sögurnar og eru þetta nokkrar af þeim.

Er nú ekki enn byrjaður á þessum bókum en það styttist í það.

Síðan fór ég á bókasafnið og fann enn fleiri bækur og geisladiska:
Moby - ævisaga hans, hlakkar mikið til að lesa þá bók.
London Music - fjallar um tónlistarsögu Londons, aðallega þessa litlu klúbba sem voru frægir í London allt frá 1960, t.d. Marquee og 100 club. Er aðeins byrjaður að glugga í hana.
Svo náði ég í nokkra diska eins og ég nefndi, en það eru nýji diskurinn með Mars Volta og nýji The Music diskurinn.

Að vanda er ég duglegur að sanka að mér diskum og bókum en á stundum erfitt með að komast í að lesa þetta allt - á við sama vandamálið með DVD.
    
|
Skrifa ummæli
Árshátíð ofl.
Að hádegi í gær ákvað ég að skella mér á árshátíð efnafræðinema um kvöldið. Já þetta var nú frekar mikil nördasamkoma enda er ég komin af nördum. Þetta byrjaði allt með að ferð í ölgerðina, þar skellti ég í mig nokkrum bjórum á kostnað Egils, þegar ég renndi í hlað með EE þá sáum við strax í hvað stefndi, ég mætti í jakkafötunum og þarna stóð eitthvað fólk og vissi ekkert hvað það var að gera þarna og var í úlpum, alvöru úlpum. Já þetta var nú svo sem ekkert sem kom á óvart þar sem efnafræðingar eru nú miklir smekkmenn. Nú greinilegt var að makar voru ekki mikið spenntir fyrir að mæta á þessa hátíð (eða eins og einn makinn sagði þá hélt sú manneskja að heilt kvöld væri kannski fullmikið í einu)því flestir voru þarna stakir.
Nú ferðin í gegnum ölgerðina var fín, fróðlegt að sjá og maður sér strax hvers konar flækjustig er hjá okkur í framleiðslunni miðað við t.d. ölgerðina. Ég held að ég færi nú létt með að skipuleggja framleiðsluna fyrir þá, þó ég segi sjálfur frá.

Eftir ölgerðina var haldið á kornhlöðuna (lækjarbrekka) og var þar snætt og drukkið vín og haft gaman. Maturinn var frábær eins og við mátti búast. Einnig sat ég með nokkrum Actavis meðlimum, en þeir voru í miklum meirihluta á þessari hátíð, eða 7 talsins. Meðal manna var Jónas og spjallaði ég mikið við þá félaga enda sat ég á þeirra borði - fínn félagsskapur þar.
Nú ég hélt reyndar að maturinn myndi teygjast fram yfir miðnætti vegna fjöldasöngs sem ég var nú ekki par hrifinn af, allt í lagi að syngja eitt og eitt lag en ekki taka þarna 10 lög um kvöldið.
En í heildina var þetta ágætis kvöld, hitti nú ekki marga sem ég vonaðist til að hitta en það var einmitt tilgangurinn með að fara. Ég náði að komast heim um 1.00 og náði því að hvílast vel fyrir tippfundinn mikla sem var mjög merkilegur og endaði þannig að við náðum einum 12 réttum en hann gaf innan við 1000 kr þ.a. þetta var dapurt - en sigur þó.

Þessi fyrsta samkoma efnís var sem sagt mjög fín, sá þarna flesta gömlu kennara mína, Már, Sigga, Ingvar meðal nokkurra. Ég spjallaði svo sem ekki mikið við þá, enda var ég kannski ekki fyrirmyndar nemandi á þessum tíma. Hver veit nema að ég skrái mig í félagið og mæti þarna að ári, maður verður jú að halda í ræturnar.
    
Já þetta hefur verið skemmtilegasta nördasamkoma. En ef maður ætti að nefna einhvern sérstakan hóp sem meiri nörd en annar, þá held ég að tölvunarfræðingar muni alltaf hafa vinninginn. Þrátt fyrir að tölvunarfræðingurinn meðal slembibullsbræðra "despises nerds" skv könnuninni forðum daga.
01:37   Blogger Hjörleifur 
föstudagur, mars 18, 2005
|
Skrifa ummæli
Tónlist
Er að uppgötva hvað tonlist.is er sniðugt fyrirbæri, en þar er t.d. hægt að hlusta á tónlist ókeypis, bara eins og að hlusta á útvarp, en helsti gallinn við það að þá skráist ekki inn í audioscrobblerinn hvað maður er að hlusta á. En þetta er samt sniðugt að geta gert þetta.

Fékk mér 3 pulsur í kvöldmat og skolaði þeim niður með einum Pilsner Urquell.
    
Hjölli, ég varð bara að skrifa til að segja þér að þú er uppáhaldsbloggarinn minn! Það þarf ekki að fjalla endilega um eitthvað ákveðið til að skemmta manni..bara að vera einlægt og hversdagslegt!! You go:)
Kveðja Elín
16:13   Anonymous Nafnlaus 
miðvikudagur, mars 16, 2005
|
Skrifa ummæli
Himnasending
Himininn er ótrúlega skrítinn núna!
    
Það er þessi heimasíða líka.
11:15   Anonymous Nafnlaus 
þriðjudagur, mars 15, 2005
|
Skrifa ummæli
DP
Ég kom til landsins eftir góða ferð til Hollands seinnipartinn á laugardaginn. Um kvöldið var matarboð uppi á Kjalarnesi hjá foreldrum Sonju og mættu foreldrar mínir, Gubbi og Gréta og Særún og ægir litli ásamt fjölskyldu Sonju. Fínt kvöld en ég var reyndar frekar þreyttur eftir ferðina enda var ég með einhvern helvítis flensuskít ;-)
Á sunnudagsmorguninn fórum við Sonja út í bakarí og þá náði ég þessari mynd af gömlum manni sem ég notaði í keppnina Lines á DPChallenge og er hún að standa sig ágætlega.
    
Þetta er afar flott mynd að mínu mati - ég hef nú ávallt verið hrifnastur af mannlífsmyndum og er þetta mjög flott mynd - minnir mig svolítið á A-Evrópu myndirnar.
08:42   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Bækur
Á föstudaginn í Amsterdam kíkti ég í bókabúð til að kaupa bók sem ég hafði séð í búðinni tveimur dögum áður en gekk út með nokkrar bækur (I was overexcited). Þessar bækur enduðu á innkaupalistanum (hægt er að smella á þær til að fá upplýsingar á Amazon:

Photographing People: Portraits Fashion Glamour
Þetta er nokkuð bók en hún er þannig uppbyggð að á hverri opnu er heilsíðumynd af persónu og síðan er á hinni síðan teiknuð mynd af því hvernig lýsing og slíkt var sett upp fyrir myndina ásamt öðrum upplýsingum um hvernig myndavél var stillt, upplýsingar um myndina o.flr. Ansi fróðlegt held ég.
Photographing People: The Definitive Guide for Serious Digital Photographers
Þessi bók er einnig um að mynda fólk en er meiri svona kennslubók.
Europeans
Þessi bók er samansafn mynda af evrópumönnum á fyrri hluta síðari aldar eftir frægasta ljósmyndara allra tíma Henri Cartier-Bresson. Mjög skemmtilegar mannlífsmyndir t.d. af lífinu eftir stríðsárin
National Geographic Traveler China
Ferðabók um Kína með fallegum myndum frá ljósmyndurum National Geographic.
The First World War
Nokkuð flott bók um fyrri heimstyrjöldina með mörgum myndum og m.a.s. mörgum litmyndum. Kominn tími til að fræðast aðeins um þessa styrjöld ;-)
Unforgettable Places to See Before You Die
Mjög flott með myndum frá fallegustu stöðum jarðar sem maður á flesta eftir að sjá.
A Season with Verona: Travels Around Italy in Search of Illusion, National Character, and...Goals!
Öðruvísi ferðabók sem fær góða dóma um enskan knattspyrnuáhugamann sem býr á Ítalíu og sækir þar leikina í deildinni.
In Siberia
Ferðabók um Síberíu sem ég er byrjaður að lesa og líst nokkuð vel á.
Red Dust : A Path Through China
Ferðasaga um Kína sem fékk Thomas Cook verðlaunin árið 2002 sem besta ferðabók það árið

Ég vona að menn fyrirgefi þetta langa blogg en þetta hlýtur að vera í lagi þar sem menn eru nú ekki að blogga neitt mikið þessa dagana og allt er betra en ekkert.
    
Svakalegt þegar maður lendir í því að kaupa svona margar bækur, það er bara ekkert sem hægt er að gera við þessu, maður bara lendir í þessu.
21:35   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Undarleg hegðun hunds um nótt
Furðulegt háttalag hunds um nótt er fyrsta skáldsagan sem ég les í langann tíma en síðasta skáldsagan var sennilega Da Vincy lykillinn. Þetta er forvitnileg bók sem hefur átt mikilli velgengni að fagna síðan hún kom út út um allan heim og hefur fært höfundinum Mark Haddon, bókmenntakennara við Oxford háskóla, vinsældir og sennilega mikla peninga enda hefur bókin selst í yfir 1,5 milljón eintaka.
Bókin fjallar um Kristófer Boone fimmtán ara einhverfan dreng sem er frábær í stærðfræði og hefur gaman af Sherlock Holmes og býr hjá einstæðum föður sínum sem skildi við móður hans fyrir annan mann. Í byrjun bókar er nágrannahundur hans drepinn og ákveður hann að rannsaka málið og spinnist atburðarásin útfrá því, og ætla ég ekki að fara nánar í hana því Hjölli ætlar að fá bókina lánaða hjá mér og vill ég ekki skemma fyrir honum.
Bókin er mjög öðruvísi því hún hefur þann skrítna stíl að hún er skrifuð eins og einhverfa persónan sé að skrifa og veður hann oft úr einu í annað og er einfeldni hans og öðruvísi hugsun oft hrífandi. Eins koma stærðfræðiþrautir, pælingar um heiminn og slíkt við sögu þegar hann ákveður að hann vilji skrifa um það.
Bókin er nokkuð skemmtileg og hrífandi og mæli ég með henni og hún rétt skríður í 4 stjörnur af því hún er svo áhugaverð ;-)
    
Athugasemdarkerfið er búið að vera í einhverju lamasessi í kvöld og nú loksins þegar ég næ sambandi, þá man ég ekkert hvað ég ætlaði að skrifa í upphafi, en hlakka samt til að lesa bókina.
21:25   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Sprauta
Við Sonja erum að fara í bólusetningu í dag vegna utanlandsferðarinnar í Maí þar sem planið er að taka Síberíuhraðlestina frá Moskvu til Peking og síðan eitthvað lengra.
    
mánudagur, mars 14, 2005
|
Skrifa ummæli
DPChallenge


Lagaði línuritið aðeins til og bætti við nýjum úrslitum.
    
|
Skrifa ummæli
Nágrannar - húsið burt
Nú er orðið ljóst að Reykjavíkurborg ætlar að kaupa húsið, svo fyrir rest verður það því rifið og málið er úr sögunni. Óhætt að það hefur borgað sig að standa í þessu stappi, en það eru búnar að vera margar viðræður við lögfræðinga og að lokum var það svo fundur með frú Borgarstjóra, sem hefur sennilegast haft úrslitavald í þessu máli, en sá fundur var síðastliðinn Miðvikudagsmorgunn og ákvörðun um að borgin skyldi kaupa var svo tilkynnt okkur á föstudeginum.

Svo nú er bara gaman gaman gaman.
    
Frábært, til hamingju með þetta ... ekki aðeins losnar þú við umgang og bögg útaf þessu heldur ætti þetta að hækka verðgildi þinnar íbúðar töluvert!
13:13   Blogger Joi 
laugardagur, mars 12, 2005
|
Skrifa ummæli
THS
Spennandi að sjá hvernig seðillinn fer í þetta skiptið, en vegna óhemju lélegs árangurs var farið út í töluverða kerfisbreytingu og getraunaforritið Gettó notað við að setja saman seðilinn. Settar voru ákveðnar líkur á hvern stuðul fyrir sig (þ.e. 1,x, eða 2).
Á fundinum voru einnig lögð fram gögn um hvernig getraunakerfi virka, en þessar upplýsingar er hægt að nálgast á vef Íslenskrar getspár sem og getraunaforritið Gettó. Mæli ég með því að tölfræðideild THS kynni sér þessi mál, en í Gettó eru töluvert fleyri S- og Ú-kerfi heldur en eru í boði á vefnum og auk þess væri æskilegt að allir aðilar tölfræðideildar hafi meira en grunnþekkingu á þessum málum, en eins og staðan er í dag þá hefur ræstitæknir félagsins að mestu séð um þessi mál og verður það nú að teljast heldur slapt af tölfræðideildinni að geta ekki gert betur en ræstitæknirinn.
    
Miðað við það að við erum með nokkra 11 rétta og nokkra 10 rétta núna þá legg ég til að HS taki við Tölfræðideildinni og PP verði settur yfir ræstitæknisdeildina þar sem Sigurður verður starfsmaður hans.
17:40   Blogger Árni Hr. 

Öldungaráð hefur skoðað mál klúbbsins frá öllum hliðum um helgina og sú ákvörðun hefur verið tekin að reka meðlimi tölfræðideildar, eða réttara sagt að færa þá til, og Pálmi tekur við starfi ræstitæknirs og Sigurður verður starfsmaður hans. Hjölli tekur við tölfræðideildinni.
10:58   Blogger Joi 
föstudagur, mars 11, 2005
|
Skrifa ummæli
Myndadagar
Fór í gær að taka nokkrar myndir fyrir næstu DPC keppni, en myndefnið þessa vikuna er "lines". Nú er ég búinn að safna heilan helling af línum og verð greinilega í miklum vandræðum þegar kemur að því að velja hvaða mynd verður sett í keppnina.

Nú er mikið um að vera á Grandaranum, en hann á 12 ára afmæli í dag og er Davíð Þór spyrjandi í spurningakeppni dagsins og það verður heilmikið um að vera hjá þeim í kvöld. Spurning um að skella sér bara þangað og gefa skít í idol keppnina, enda er mér nákvæmlega sama um hver vinnur þetta, hvort það verður stelpan eða stelpan.
    
fimmtudagur, mars 10, 2005
|
Skrifa ummæli
Bílamál, hússamál, mannamál - daglegt mál
Eftir að Árni sagði mér að hann væri að spá í að fá sér annan bíl, þá fór ég að skoða bilasolur.is. Nú langar mig líka í nýjan bíl, en t.d. með því að taka sér 4-500 þús í lán, þá er maður ekki að borga nema 10-15 þús á mánuði næstu 3-4 árin, sem er nú ekkert voðalega mikið fyrir að vera á bíl sem er ekki alltaf með hiksta og fengi tiltölulega auðveldlega skoðun.

Annars er það að frétta af húsnæðismálum að tvær konur hér á efri hæðum fengu fund með frú borgarstjóra. Nú á að taka þetta mál fyrir af borgarstjórn eða einhverju álíka og ef að niðurstaðan frá borginni verður jákvæð, þá er íbúðalánasjóður tilbúinn til að lækka lánin sín og þá getur vel hugsast að borgin geti jafnvel rifið húsið og málið verði endanlega úr sögunni.

Mér fannst fyrirsögnin bara passa betur að bæta við mannamál - daglegt mál, en það var bara plat og ætla ég ekkert að skrifa um það hér.
    
þriðjudagur, mars 08, 2005
|
Skrifa ummæli
Nágrannar
Smá framhald af nágrannasögunni, en nú er allt útlit fyrir að ég kaupi (ásamt öðrum íbúm hússins) skúrinn í garðinum. Þetta er ekki komið á hreint, en skýrist á næstu dögum. Meira þá.
    
Ef húsið verður ekki rifið þá leigjum við það bara út fyrir afborguninni.
01:20   Blogger Hjörleifur 
mánudagur, mars 07, 2005
|
Skrifa ummæli
DPChallenge
Set hérna inn til gamans línurit yfir gengi okkar félaga í DPChallenge keppnunum. X ásinn á við um fyrstu keppni sem viðkomandi tekur þátt í, 2 keppni o.s.frv. (ekki sömu keppnir á einstaka punkti, og Y-ásinn er svokallað percentile sem segir til um hvar maður lenti miðað við aðra keppendur (90% þýðir að 90% af keppendum hafi lent fyrir neðan mann).

Þegar ég hef tíma ætla ég líka að henda inn súluriti yfir gengi okkar þriggja pr. keppni en það verður að bíða aðeins.
    
Er ekki eðlilegra að línuritið byrji á fyrstu keppni, en síðasta keppni sé síðust, þ.e. rétt tímaröð
18:08   Blogger Hjörleifur 

Þetta er nú meiri hégóminn, og nú er hann mældur með línuritum! Hvað er að gerast með þessa bloggsíðu?
12:28   Anonymous Nafnlaus 

Heyr heyr fyrir síðasta ræðumanni! Vísa í eldra comment um Obsession ykkur til hjálpræðis!
13:42   Anonymous Nafnlaus 

Þó ég sé ekki einhverfur þykist ég sjá að brotalínurnar séu fittaðar logaritmiskar bestu línur, eh Jói?
21:51   Blogger Burkni 

Rétt hjá þér Burkni!
16:38   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli

Ég fór eldsnemma í gærmorgun (á sunnudegi) í bíltúr upp í heiðmörk og tók myndir og var ég í rúmlega klukkutíma áður en ég mætti til vinnu (erum að klára ýmis atriði áður en við Haukur förum til Hollands á morgun til að setja upp kerfið). Það var ótrúleg kyrrð í loftinu og hlítt og þægilegt að vera úti í náttúrunni og þegar ég var í bílnum þá hlustaði ég á skemmtilega þætti á Talstöðinni. Annar þátturinn var um gildi fornminja í heiminum og hvort UNESCO eigi bara að taka á áþreifanlegum málum en ekki menningu og siðum o.flr. Hinn þátturinn var samtalsþáttur með tveimur konum, þáttastjórnanda og gesti, og var gesturinn að segja frá lífshlaupi sínu og var þetta svona á spjallformi og bæði skemmtilegur gestur og þægileg stemming í þessum þætti. Ætli maður sé ekki orðinn gamall af því að hafa gaman af svona hlutum ... spurning.

Ég var síðan að vinna fram á kvöld og fór þá heim og lagaði myndir sem ég tók í þessum bíltúr en þær voru fyrir ljósmyndakeppnir á ljosmyndakeppni.is og dpchallange þar sem þeimið var Ansel Adams (stæla stíl þessa fræga ljósmyndara) í annarri keppninni og svarthvítt í hinni, og er ég bara nokkuð sáttur með þessar myndir.

Á meðan ég var að laga til myndirnar var í gangi nýr sjónvarpsþáttur á skjá1 sem heitir Allt í Drasli og er stjórnað af Heiðari snyrti og Margréti Sigfúsdóttir skólastýru Húsmæðraskólans. Í gær fóru þau í heimsókn til pars sem býr í þakíbúð í miðbænum og er stúlkan í brúðarbandinu og strákurinn sennilega atvinnu hasshaus en þvílíka gufu hef ég aldrei séð í sjónvarpi. Hann var með langt skegg og sítt hár og horfði bara út í loftið og sagði lítið en virtist vera skrítin týpa. Íbúðin þeirra var vægast sagt skítug, drasl og óhreinindi út um allt og ótrúlegt að þau hafi getað búið þarna og stúlkan ólétt í þokkabót. Þátturinn fjallaði síðan um það að stjórnendurnir voru að gefa þeim ráð og voru með hreinsiflokk með sér og tóku íbúðina í gegn. Þessi fyrsti þáttur fannst mér bara einstaklega vel heppnaður, ótrúlega skemmtilegur en ég veit ekki hvort þau nái að halda dampi í þessu en byrjunin lofar góðu. Mæli með að fólk kíki á endursýninguna.

Mikið er að gera hjá okkur P í vinnunni og ég er að fara til Hollands á morgun og verð fram á laugardag við uppsetningu og vænantlega fær maður sér bjór og bleika kokteila líka.

Ciao bella.
    
laugardagur, mars 05, 2005
|
Skrifa ummæli
Píslarvottar nútímans
Ég keypti mér þessa bók fyrir nokkru síðan til þess að reyna að fræða mig aðeins um ástandið fyrir botni miðjarðarhafs því ég hef ekki mikinn skilning á ástandinu þar frekar en aðrir og vildi bæta úr því. Þessi bók er skrifuð af íslendingi sem kennir við háskóla í Bandaríkjunum um sögu mið austurlanda og virðist vera ansi framarlega þar um þessi málefni.
Bókin fjallar aðallega um Íran og Írak, þ.e. sögu þessara landa frá því þessi ríki voru stofnuð við fyrri hluta 20. aldarinnar og fram að nútímanum. Höfundur matreiðir efnið á mjög skiljanlegan hátt þannig að menn eins og ég hafa gott af því að lesa bókina. Margt kom þarna fram sem kom mér á óvart og held ég að ég sé örlítið fróðari um þessi málefni þó að ég viti nánast ekki neitt um þau og erfitt er að skilja fólk sem lifir í svona ólíkum menningarheimi. Höfundur reynir ekki að réttlæta hlut Bandaríkjanna eða Breta í sögu þessara landa heldur er frekar hlutlaust í umræðu sinni um söguna og finnst mér það mikill kostur, því hann segir aðeins frá því hvernig þessi ríki hafa einblínt á olíuhagsmuni í samskiptum sínum við þessi lönd frá því olían fór að vera verðmæt.
Ansi magnaðir einræðisherrar hafa litað sögu landana eins og Husayn, Pahlavi, Khomeini og Musaddiq svo nokkrir séu nefndir og oft gaman að lesa um uppátæki þeirra en það er ótrúlegt hvað mönnum dettur í hug þegar þeir fá mikil völd yfir almúganum.
Ótrúlegt er hvernig þessar þjóðir voru arðrændar á síðustu öld og má nefna dæmi um það að í Íran var komið á fót olíufélaginu Anglo-Iranian Oil Company sem var fyrirrennari British Petroleum (BP) og það fyrirtæki hafði einkarétt á öllum olíulindum landsins og var í eign Breta, Bandaríkjamanna, Frakka og stórra alþjóðlegra fyrirtækja eins og Shell. Ákveðið var að Íran fengi 16% af hagnaði fyrirtækisins eftir alla skatta og Íran fékk ekki að sjá bókhald fyrirtækisins þannig að þeir vissu aldrei hvort það væri verið að greiða þeim rétta upphæð og Bretar réðu sjálfir skattupphæðinni sem fyrirtækið greiddi sjálfum sér og gat því stillt þetta þannig að bókhaldslegur hagnaður væri ekki mikill. Þetta fyrirtæki mokaði inn tekjum fyrir breta og Íranar fengu eiginlega ekkert í sinn hlut á meðan þjóðin var líklegast fátakasta þjóð í heimi og þjóðin hafði varla í sig og á.
Eins var magnað að lesa um stríðið á milli Íran og Íraks en þetta stríð fékk ekki mikla athygli vesturlanda því engir hagsmunir voru fyrir vestræn ríki hvernig þetta stríð færi og í raun má segja að USA og Bretar hafi grætt á því að stríðið drægist á langinn því á meðan gátu þessi ríki ekki byggt upp sjálfstæði og færu að heimta meiri hagnað af olíulindum sínum. Í þessu stríði þróaðist sú aðferð sem mikið er notuð í dag að ráðast á andstæðinga sína með sjálfsmorðssveitum og notaði Íran það mikið á Írak og var ótrúlegt hvernig hægt var að "módivera" íranska herinn í slíkar aðgerðir. Írakar beittu efnavopnum á Kúrda nánast daglega og vestræn stjórnvöld höfðu fulla vitneskju um hvað var að gerast en gripu aldrei í leikinn.
Jæja, ætli ég láti þetta ekki duga um þessa bók en ég verð að viðurkenna að margt í bókinni fór inn um annað eyrað og út um hitt en ég vona samt að eitthvað hafi setið eftir (þó ég hafi vonað að það væri meira).
    
|
Skrifa ummæli
Netið
Það virðist nú allt vera til á netinu. Hérna er síða þar sem menn geta keypt sér áskrift og með því tekið yfir fjarstýrðann mótorbíl með byssu og videovél, sem sendir þér myndina úr kíkirnum á byssunni og keyrt um einhvern búgarð í USA og skotið á lifandi dýr, svosem villigelti, antílópur, kindur o.flr. og ef þú nærð að drepa þá senda þér þér kjötið heim.

A: "Hvað ertu að gera?"
B: "Leika mér á netinu."
C: "Nú, gera hvað?"
D: "Bara skjóta mér í matinn."
    
Þetta er nú meiri vitleysan. Ætli líkurnar á því að hitta eitthvert lifandi séu ekki svo litlar að þeir þurfa væntanlega aldrei að senda kjöt eitt né neitt, það væri þá ekki nema að forvitið dýr kæmi labbandi að byssunni og ætli kattarkjöt verið því ekki helsta útfluttningsvaran þeirra.
03:29   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Pálmalinsa


Pálmi er kominn með nýja myndavél og nýjar linsur og þetta er tilraunamynd sem ég tók út um gluggann á vinnunni með linsunni.
    
Tær og skýr mynd, hvernig stenst myndavélin í samanburði við 20D?
03:20   Blogger Hjörleifur 

Þær eru svipaðar en það er búið að bæta við flesta fídusa en að grunninum er þetta mjög svipað. Þessi mynd var tekin á RAW og unnin til þess að hún yrði svona tær.
09:19   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Rúna klára
Ég verð bara að viðurkenna að ég er andsk... ánægður með Rooney hjá United, hann hefur blómstrað í seinni hluta tímabilsins og ótrúlegur kraftur og leikni í þessum 19 ára leikmanni. Hann er náttúrlega soldið skemmdur í hausnum en voru Maradonna, Gasgoigne, Cantona, Best og Romario eins og aðrir menn? Hann fékk verðlaun sem besti leikmaður Englands í síðasta mánuði og er fyrsti United leikmaður sem fær þann heiður síðan Scholes fékk þessi verðlaun í desember 2003. Magnaður kappi!
    
Rooney og United eru nú meiri aumingjarnir ... hræddur um að nú sé þessir litlu möguleikar um að vinna deildina farnir.
17:15   Blogger Joi 
föstudagur, mars 04, 2005
|
Skrifa ummæli
Bjórvinablogg og blóð
Ný bloggsíða fæddist í dag en það er Bjórvinabloggið.
Þarna má því einnig lesa um hvað ég er að bardúsa.

Fyrir ykkur sem ekki eru í bjórvinafélaginu þá skrifa ég undir heitinu Bjórleifur.

Annars er næst á dagskrá að skella sér í fótbolta í kvöld, þrátt fyrir að í fótboltanum í hádeginu í dag hafi ég fengið hnefahögg beint á nebbann svo að það kom blóð, en ég fór ekkert að grenja.

Á morgunn er svo árshátíð, en ég er á bakvakt, svo ég verð bara bílandi í þetta skiptið.
    
|
Skrifa ummæli
Tippfundur THS
Verður haldinn í múlakaffi kl 12:10 stundvíslega á morgun laugardag

Múlakaffi er í hallarmúla og fyrir þá sem eiga erfitt með að rata um Reykjavík má benda á simaskra.is
    
Mæti gallvaskur
19:13   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Audioscrobbler
Tókst með bellibrögðum að fá Burkna vinnufélaga minn og Halla hinn danska inn á grúppuna í Audioscrobbler og núna erum við orðnir 10 og fáum væntanlega vinsældarlista á sunnudaginn.
    
Glæsilegt framtak Jóhann!
10:34   Blogger Árni Hr. 
fimmtudagur, mars 03, 2005
|
Skrifa ummæli
    
Hamborgaraþruman fyrir utan vinnuna ... mynd tekin á símann minn.
09:01   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Lag
I saved the world Today er nú alveg magnað lag!!!
    
miðvikudagur, mars 02, 2005
|
Skrifa ummæli
Skilgreiningar
Ég ætla að reyna að skilgreina nokkra hluti fyrir Sigga:
Macro linsa: Það er linsa sem nær fókus á viðfangsefnið þó hún sé ekki nema 2-3 cm frá viðfangsefninu og stækkar því mjög mikið. Notað til að taka myndir af blómum, skordýrum o.flr. en einnig er hægt að nota þær í venjulega myndatöku.
Canon EF 70-200mm f/2.8L IS USM: Þessi langloka segir eftirfarandi:
  • Canon: Framleiðandi linsunnar
  • EF: Hvernig linsumount linsan tengist við, þ.e. EF er segir að hún virki á Canon EOS myndavélar
  • 70-200mm: Segir til um focal lengt linsunnar, þ.e. hvaða svið hún tekur, fyrri talan er viðara og sú seinni zoomið, 50mm er svona "eðlilegt" zoom eins og augað sér og undir því er gleið og yfir zoom.
  • f/2.8: Segir til um hvað linsan er björt (ásamt öðrum þáttum eins og DOF), lægri tala er bjartara og eftirsóknaverðara. Bjartasta Canon linsan sem reyndar er ekki framleidd lengur var f/1.0 og mín bjartasta er f/1.4.
  • L: Ef L er fyrir aftan töluna segir það að þetta er svokölluð atvinnumannalinsa frá Canon og er aðeins notað bestu gler í hana og hún stenst hörðustu kröfur atvinnumanna (og nörra).
  • IS: Image stabilizer er tækni sem nemur hristing eða hreyfingu á linsunni þegar hún er fókusuð á viðfangsefnið og notar ákveðna tækni til að minnka þennan hristing og því verður skýrari mynd. Oft notað á dýrari zoomlinsum því viðfangsefnið hreyfist meira (eða linsan réttara sagt) þegar zoomað er mikið inn.
  • USM: Ultra sonic motor. Allar (a.m.k. flestar) nýjar linsur frá Canon eru með þessum mótor sem er mjög hljóðlátur og hraður.
Vonandi skýrir þetta eitthvað fyrir þér Siggi minn.
    
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
17:24   Blogger Árni Hr. 

This post has not been removed by the author
19:09   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Tjúttí frúttí
Loksins er Championship Manager orðinn áhugaverður en núna er hægt að spila leikinn á netinu á móti fólki út um allan heim ... sennilega mjög svipuð hugmynd og við Pálmfróður höfðum um sambærilegan leik þegar við vorum að skríða úr háskóla.

Sá frétt á mbl um að gyðingahatari hafi verið rekinn frá Kanada til Þýskalands og hann hnepptur þar í fangelsi fyrir skoðanir sínar, þ.e. að Dolli hafi verið réttsýnn og friðsæll maður og helförin hafi aldrei átt sér stað, sennilega er skoðanafrelsi í þessum löndum svo framarlega sem menn hafa réttar skoðanir. Ætli svona bjánar ættu ekki bara að fara á hæli því þeir eru sennilega ekki alveg með fullt vit. Þetta minnir mig á þátt sem við Hjölli horfðum á á mánudagskvöldið í tölvunni minni um Auschwitz (1 þáttur af 5) frá BBC sem gera þessum atburðum frábær skil og eru mörg atriði þar leikin, sýnd gömul myndbrot (t.d. af gyðingi í bæ í Úkraínu árið 1941 sem bæjarbúar voru að misþyrma), sagðar frá nýjum heimildum sem hafa komið fram síðustu ár og síðan voru tölvuteiknaðar hreyfimyndir af búðunum og gasklefunum eins og þetta var. Í þessum þætti var viðtal við þýskan mann sem var í herflokki sem myrti gyðinga í þúsundatali með því að skjóta þá í hausinn fyrir framan fjöldagröf á þeim svæðum sem Nasistar náðu á sitt vald í Rússlandi. Hann sagði að hann hafi ekkert hugsað um nema að miða vel þegar hann var að taka fólk af lífi og honum fannst þetta ekkert slæmt eða athugavert og leið ekkert illa útaf þessu ... sagði að gyðingar hefðu farið illa með sig þegar hann var ungur og þeir ættu þetta skilið og hann sæi ekki eftir neinu. Ansi magnað að sjá mann segja þetta berum orðum og ótrúlegt hvað hatrið getur verið mikið.

Núna er ég að gæla við að bæta einni linsu við safnið en það verður væntanlega ekki fyrr en síðar á þessu ári eða í byrjun næsta. Þessi linsa heitir Canon EF 70-200mm f/2.8L IS USM og er þetta hvítt kvikindi með innbyggðri hrystivörn og ansi björt og þykir þetta með betri linsum sem Canon gerir í dag (eins og hinar linsurnar mínar líka en þetta er miklu meiri zoom linsa). Hún kostar um 1600 dollara sem ætti nú að vera viðráðanlegt ef maður kaupir í US en pælingin er ekki komin það langt. Gæti reyndar verið að það sé sniðugra að kaupa 100-400mm linsuna en hún hefur breiðara svið, er aðeins stærri og þyngri en sennilega ekki eins skörp. Eins langar mig líka í 100mm macro linsu (eða Sonju öllu heldur) og er hún sennilega aftar á óskalistanum en þegar þessar tvær eru komnar í hús er maður að dekka nánast allan skalann og er með fullbúið vopnabúar (þá fer maður sennilega að spá í nýrri myndavél ;-) ).

Síðan verð ég að geta þess að RawShooter forrit sem ég sagði frá um daginn til að vinna RAW myndir er alveg magnað og bíð ég spenntur eftir næstu útgáfu af þessu ótrúlega forriti.
    
þriðjudagur, mars 01, 2005
|
Skrifa ummæli
The stalker get's stalked
Jónsi úr svörtum kom út úr lyftunni hérna í byggingunni rétt áðan og benti á ávaxtadiskinn minn og sagði: "Verði þér að góðu!".
    
|
Skrifa ummæli
Hús
Ættum við kannski bara að taka okkur allir saman og kaupa þetta? Hús
    
nei, er það nokkuð?
14:57   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
    
Bara
13:49   Blogger Joi 

varstu að þurka allt út af tölvunni þinni, eða startarðu upp á einhverju öðru en primary master og varst bara að bæta við diski?
13:56   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
CL
Er ekki málið að fara aftur á O'Brians og ná báðum leikjunum á þriðjudaginn?

Þriðjudagur 8. mars
19.30 Chelsea - Barcelona (Sýn)
19.30 AC Milan - Manchester United (Sýn2)
21.40 AC Milan - Manchester United (Sýn)
21.40 Chelsea - Barcelona (Sýn2)
23.30 Lyon - Werder Bremen (Sýn)
    
Mér líst vel á þetta - nokkuð viss um að ég mæti.
12:50   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar