Geimskip
Um daginn fór ég í Elco, var búinn að dreyma um að fá mér græjur sem gátu vakið mig upp með CD. Það fór nú þannig að ekki fann ég litlar græjur sem gátu gert þetta, hins vegar þegar ég var á leið út þá rakst ég á litla vekjaraklukku sem var með CD spilara, einmitt það sem ég var að leita af - ekkert frábært sound en allt í lagi og það gat vakið mig upp með CD - einnig gat ég hlustað á kvöldin á CD. Þannig að takmarkinu var náð eða það hélt ég. Græjan kostaði um 7000 kr og keypti ég þetta og fór heim og opnaði græjuna. Prófaði hana fram og tilbaka og var það svo sem eftir bókinni, eina sem ég pirraði mig á var að ekki var hægt að láta vekja sig nema á fyrsta lagi disksins, en ég ákvað að þetta væri nú í lagi þar sem ég á nú nokkra diska. Nú um kvöldið set ég þetta upp í herberginu, hlusta á þetta um kvöldið og allt í góðu, stilli svo spilarann til að vakna daginn eftir, tek þá eftir að skjárinn er nú ansi bjartur, ég opna bókina sem fylgdi með og þar stendur að ljósið dimmist sjálfkrafa miðað við umhverfið. Nú ég slekk ljósið og fer að sofa, tek þá eftir að blár bjarmi er í herberginu, ég skoða blessuðu klukkuna nánar og er þetta hálffáránlegt þar sem þetta var eins og ég væri með kveikt á bláu ljósi í herberginu, ég sný þá klukkunni út í horn til að lágmarka ljósið, ekki batnaði þetta mikið en eitthvað þó, amk þannig að ég gat sofið. Um nóttina vaknaði ég og kíkti á klukkuna, en hún var svo björt að ég sá ekki almennilega hvað klukkan var og auk þess þurfti ég að snúa klukkunni við til að sjá almennilega á hana. Já niðurstaðan var sú að ég skilaði klukkunni daginn eftir og fékk endurgreitt - þ.a. ég á mér draum sem hefur ekki enn orðið að veruleika.
|