fimmtudagur, júlí 31, 2003
|
Skrifa ummæli
Fór til tannlæknis um daginn - hann sagði mér að nóg væri nú á að taka, þetta var á fimmtudag fyrir viku síðan. Ég fór nú aðallega vegna einnar tannar sem var búin að angra mig og þetta var fyrsta sinn í 5-6 ár sem ég fór. Nú ég komst af því að flestar tennur mættu nú við smáviðgerðum, hreinsun osfrv.
Nú þar sem þetta var ungur strákur (um 30) og hann spurði hvort ég vildi láta gera þetta strax á fimmtudag (kl. 15:30) eða bíða þar til vikunni eftir þar sem hann var á leiðinni til Akureyrar. Ég sagði ok - geymum þetta en ég vil ekki mæta á mánudag þar sem þú verður sennilega enn þunnur eftir þriggja daga fyllerí (30 strákur - ég dró að sjálfsgögðu ályktun út frá reynslu minni). Nú ég mætti á þriðjudag og var það ekki skemmtileg lífsreynsla, en bjóst ég svo sem við því þar sem allir hata tannsa nema Bill Murray.
Hann boraði, deyfði og ég var skrýtinn, paranoid og aumur í kjaftinum í 2 daga og til að toppa þetta á 2 degi fann ég fyrir einhverri skoru í framtönn og panickaði og hljóp til hans aftur í dag kl. 13 þar sem gömul lagfæring hafð aflagast eitthvað og lagaði hann þetta á 5 mín og þar með lauk 24 tíma panic og paranoid kasti mínu og ég get aftur farið að einbeita mér.
Þetta kostaði mig 18 þús kall... og sé ég fram á að borga mánaðarlaun til að laga allar tennurnar. NB! ég reyki ekki þ.a. ég vil ekki hugsa um hvernig þær hefðu litið út ef ég gerði það - sennilega brunarúst og ég þegar farinn að skoða gervigóma og falskar og jafnvel gulltennur.

Þrisvar til tannlæknis á einni viku - þetta er vika sem ég vil ekki upplifa í bráð - en fer þó aftur 11 ágúst til að halda þessu áfram. Ég sagði líka við tannsann minn þegar ég kom til hans kl. 13 að hann væri síðasti maður sem ég hefði viljað hitta núna (no offence) og hann glotti bara og dró fram borinn og hló tryllingslega.
Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta hér niður er sú að eftir 10 ár ætla ég að grafa þessa sögu fram og sína krökkum mínum að faðir þeirra hafi staðið sig eins og hetja þegar hann var ungur og þau ættu bara að bíta á jaxlinn og fella eitt tár þegar borinn fer niður rótina.
Ég var nú reyndar að spá í að bíta af honum tvo putta á tímabili - en svo hugsaði ég nú með mér að hann væri nú ekki að þessu til gamans (en hver veit).

Í lokin vil ég benda á að að sjálfsögðu nefndi ég við hann að hann væri að setja mig á hausinn með ofurkostnaði og að tímakaupið hans væri allt of gott - en að vanda glotti hann bara og bað um gullkortið mitt og veð í húsinu..
    
|
Skrifa ummæli
Sá T3 í gær og mér finnst nú að myndin hefði átt að heita Terminator 3: Judgement Day 2.

ATHUGIÐ: Þeir sem hafa ekki séð myndina ættu líklegast ekki að lesa afganginn af þessari færslu:
Annars var þetta svona allt í lagi mynd. Vélmennið í þessari mynd leit vél út en vélmennið í nr. 2 var miklu svalara með sinn fljótandi málm. Fannst hálf bjánalegt hvernig kellingin gat stjórnað gömlum bílum úr fjarlægð ... hálf bjánalegt. Af hverju var ekki fyrsta sem vélmennið gerði þegar það var að slást við Schwarsenagga að taka völdin yfir honum? Eltingaleikurinn, sem átti líklegast að vera hápunkturinn, var of ruglingslegur og ekki jafn flottur og mótorhjólið og trukkurinn í nr. 2. Síðan fannst mér að það hefði verið tilvalið að láta eitthvað action gerast í háloftunum, í ljósi þess að aðalhetjurnar fóru í flugvél í lok myndarinnar, og því hefði það verið upplagt.
Síðan var hálf klént þegar Dolli birtist í byrjun myndarinnar og fór allsber inn á krá, til að ná sér í föt, og þar var í gangi eitthvert kvennakvöld. Svosem ágætis hugmynd, en samt mun lakari en í T2, og það hefði mátt gera þetta atriði mun, mun betra. Hefði t.d. mátt sýna hvernig hann fékk fötin af manninum, geri ekki ráð fyrir að hann hafi sest niður og beðið eftir að hann tíndi af sér spjarirnar. Það var líka hálf klént þegar konan birtist, ekkert fyndið og ílla unnið úr því atriði og það hefði alveg mátt sjást meira í hold.
Sjálfstýrðu vélmennin í herstöð bandaríkjahers voru líka ekkert merkileg og það hefði verið hægt að nota þau betur í lokaatriðinu.
Ágætis mynd samt en stendur T2 langt að baki að mínu mati.
    
|
Skrifa ummæli
Hlynur er búinn að skora á mig að ná mér niður í 81 kg. og 16% fitu fyrir áramót. Mæling mun eiga sér stað í kringum 15. desember (3 mælingar á þremur dögum) og ég fæ kassa af bjór ef mér tekst þetta.
    
|
Skrifa ummæli
Gaman að þessu - Dr. Gunni segir að þetta sé sönnun fyrir að Guð hati okkur:

http://antwrp.gsfc.nasa.gov/apod/ap030630.html
    
|
Skrifa ummæli
Hvað er að þessum manni???

George Bush, forseti Bandaríkjanna, segir að bandarísk yfirvöld vinni nú að því að semja lög þar sem gifting verður sérstaklega skilgreind sem samband karlmanns og konu. ,,Ég trúi því að gifting sé mál karlmanns og kvenmanns... við erum með lögfræðinga í því að finna út hvernig sé best að skilgreina að svo sé," segir Bush og blæs á kröfur samkynhneigðra um að þeir fái að giftast.
    
miðvikudagur, júlí 30, 2003
|
Skrifa ummæli
Þetta er nú meira ruglið, ég gleymdi mér alveg á netinu að skoða síður með köfunargræjum og svo var ég eitthvað að dunda mér við að setja upp forrit til að taka við upplýsingum úr köfunartölvum og geyma í logbók, en stundum gengur maður bara of langt í ruglinu. Best að hjóla heim og fá sér eitthvað í svanginn.
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Var að skoða 100 verstu myndir samkvæmt imdb - ég held að ég sé búinn að sjá yfir 50% af þeim. Sennilega er ég búinn að sjá stærra hlutfall af 100 verstu myndunum en ég er búinn að sjá af 100 bestu myndunum...
Virðist alltaf hafa verið sucker fyrir þessum lélegu myndum.

Hitti Bjögga í gær - hann er orðinn stoltur faðir af 4 mánaða dóttur sem er nefnd Guðrún Þóra Björgvinsdóttir. Nýbúinn að kaupa sér íbúð í vesturbænum og vinnur hjá mbl sem blaðamaður - já drengurinn er að gera fína hluti.

Annars er litli bróðir að skríða til landsins í dag - ætlar að koma hingað upp úr 16:30.
    
þriðjudagur, júlí 29, 2003
|
Skrifa ummæli
"Franski landsliðsmaðurinn Patrick Vieira, fyrirliði Arsenal, hefur verið útnefndur besti erlendi leikmaðurinn sem hefur leikið í Englandi, en alls hafa um 1.700 erlendir leikmenn leikið með enskum liðum í gegnum tíðina. Vieira fékk 17 af 20 mögulegum atkvæðum sem besti leikmaðurinn, en hópur knattspyrnusérfræðinga stóð að kjörinu - þar í hópi voru Sir Bobby Robson, Claudio Ranieri, Graham Taylor og Sir Tom Finney.
Chelsea er það lið sem hefur flaggað flestum útlendingum í gegnum tíðina, eða alls 64 leikmönnum frá því að Indverjinn Charles Donaghy lék með Chelsea 1905. Fyrsti útlendingurinn til að leika í Englandi var Kanadamaðurinn Walter Bowman 1892, en hann lék með Man. City.

Þá var úrvalslið útlendinga útnefnt, en það er þannig skipað: Peter Schmeichel (Man. Utd., Aston Villa, Man. City), Marcel Desailly (Chelsea), Mikael Silvestre (Man. Utd.), Robert Pires (Arsenal), Ossie Ardiles (Blackburn, QPR, Swindon, Tottenham), Ruud Gullit (Chelsea), Patrick Vieira (Arsenal), Arnold Muhren (Ipswich, Man. Utd.), Gianfranco Zola (Chelsea), Eric Cantona (Leeds, Man. Utd.) og Thierry Henry (Arsenal). "
    
|
Skrifa ummæli
Mér líst vel á golfmót..

FH er greinilega að gera ágætis hlutin núna, nú erum við 6 stigum fyrir ofan fallsæti (Valur). Þetta lítur betur út núna en fyrir 2 leikjum síðan.
    
|
Skrifa ummæli
Golfmót hljómar vel, en ég sé að folf er eitthvað fyrir mig, auk þess er stofnkostnaður greinilega lítill og enginn hætta á að týna folfkúlunni (þar sem að hún er ekki til staðar) auk þess að þetta er greinilega mun bjórvænni íþrótt en golf.
Annars þá stóðu FH-ingar sig bara vel í gær og Allan Borgvardt (alveg merkilegt hvað danskan er furðulegt mál) er að gera góða hluti.
    
|
Skrifa ummæli
Mér líst vel á golfmót.
    
|
Skrifa ummæli
Byrjaði daginn á skvassi með vinnufélögunum, og stóð ég mig bara ágætlega. Var slappur í gær og lagði mig eftir vinnu og fékk mér síðan eitthvað rusl að borða.
    
|
Skrifa ummæli
Ég horfði á Extreme Ops í gær - mynd um fólk á skíðum. Hið skemmtilegasta afþreyjingarefni.

Nú er EE út úr bænum og þá er ekki að spyrja að ég hætti að sofa - síðustu 2 daga hef ég verið að skríða upp í rúm upp úr 2.00. Horfði á sjónvarpið fram eftir í gær og pirraði mig á því að ég browserinn minn heima er eitthvað skrýtinn - ég virðist ekki komast á allar heimasíður, t.d. kemst ég ekki á Soccernet og Teamtalk en kemst á mbl og planetsoccer.
Hef meira að segja uppfært browserinn, en ekkert gerist.

Í dag er ég að fara til tannlæknis - borun og allur pakkinn..
    
mánudagur, júlí 28, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, best að nota kvöldið til að horfa á vídeó, enda sól og gott veður úti.
    
|
Skrifa ummæli
Þegar ég horfði á fótboltann í gær - sérstaklega yfirferðina á tímabilinu 2002/2003 þá fann ég hvað ég er orðinn spenntur fyrir næsta tímabili. Get varla beðið þar til fyrsti alvöru leikurinn er - þ.e. 16 ágúst.
Gaman verður að sjá nýja leikmenn og einnig að sjá hvað Arsenal og Utd taka upp á þetta árið.
    
|
Skrifa ummæli
Tók risahjólatúr á laugardag - fór flóttamannaveginn, þaðann upp á vatnsendann (sem var algert pain in the xxx) og þaðan niður í breiðholtið og í heimsókn til Pálma og endaði á því að hjóla upp í heiðrúnu þar sem EE náði í mig og verslað var fyrir grillkvöldið hjá Guðjóni.

Grillkvöldið heppnaðist mjög vel - góður matur og flæðandi í áfengi að vanda og því ekki hægt að kvarta. Góð mæting - allir mættu þó kom Oddið aðeins seinna þar sem hann var að koma úr ættarmóti.

Er annars hress og kátur - þarf þó að fara heim á eftir og laga til fyrir litla bró, amk svo hann komist inn í herbergið.

EE farin út á land þar til á miðvikudag og því er ég næstum því piparsveinn - verður þó ekki nýtt mjög vel. Við fengum lánaðan bíl systur hennar og þegar ég fór í vinnuna í morgun þá startaði druslan ekki - góð ráð dýr, jamm hjólið tekið og spíttað í vinnuna í stúdóinum. Leið eins og votti jehóva þarna á leiðinni.

Stefnt er á að gera ekkert allt of mikið núna - smelli mér kannski ræktina eftir vinnu, þ.e. ef bíll fer í gang....

    
|
Skrifa ummæli
Ég átti líklegast mitt lengsta símtal á laugardaginn, en það var í 2 klst og 20 mínútur. Þetta símtal var úr heimasímanum og í GSM síma skráðan á Spáni. Kostar líklegast slatta en samt gott flipp.
    
laugardagur, júlí 26, 2003
|
Skrifa ummæli
Köfunin
Fyrsti tíminn í lauginni (og jafnframt sá síðasti, þar sem að allar æfingarnar voru teknar á einu bretti) var bara þrusu fínn. Við vorum þrjú ásamt kennaranum. Byrjað var á því að synda 200 m og skipti þar ekki máli hvernig þú gerðir það eða hversu lengi þú varst að því. Eftir það þurftum við að troða marvaðann í 10 mínútur og þá var öllum þrekæfingum lokið og hægt að snúa sér að köfunaræfingum. Þetta byrjaði allt mjög rólega og vorum við fyrst bara látin anda í smá stund í kafi og að synda aðeins með snorkelið og svo var farið og gert svolítið meira krefjandi æfingar, t.d. finna hvernig það er þegar loftið klárast (þá er bara skrúfað fyrir loftið á kútnum) og maður verður að gefa það til kynna að maður sé loftlaus og þá fær maður bara varalungað hjá þeim sem maður er með. En svona á heildina litið þá voru allir bara mjög sáttir og næsta skref er því bara að hoppa út í sjó og gera æfingar þar og taka eitt skriflegt próf og þar með er þetta komið.
Þar sem að einn nemandinn er að flytja til útlanda núna í þarnæstu viku þá var ákveðið að klára prógramið með henni í vikunni, en ég reikna með að klára þetta bara núna í næstu viku.
    
föstudagur, júlí 25, 2003
|
Skrifa ummæli
Já, þú hefðir átt að gera meira grín af mér, Hjölli minn, þegar ég fór í buxurnar og snéri stólnum þannig að ég væri í skugga! :-)

Annars er ég að spá í að fjárfesta í c.a. 200 GB utanáliggjandi hörðum disk á næstu mánuðum. Ég ætla að geyma MP3 tónlist og myndir á þessum disk og kannski bíómyndir. Síðan get ég bara tengd hann við laptop tölvuna heima, sem verður tengd við heimabíóið og verið þarna með þúsundir laga.

Síðan er ég líka að spá í að kaupa mér góðan litprentara í haust, og kemur Canon i950 til greina. Er samt ekki alveg búinn að ákveða hvort ég kaupi mér A4 eða A3 prentara. Merkilegur verðmunur á milli Íslands og USA. Canon i950 kostar 18.000- krónur hjá Amazon en 49.900 í tölvulistanum. Þetta er munur sem er alveg út úr korti og sendi ég því fyrirspurn á tölvulistann og spurði þar hvort það geti passað að það sé svona mikill verðmunur og hvort þetta sé örugglega rétt verð á vefsíðunni þeirra. Það verður gaman að heyra hverju/hvort þeir svara.
Pælingin er að prenta út bestu myndirnar í A4 og þær sem eru góðar nokkrar saman á síðu, og búa til flott myndaalbúm, þannig að myndirnar séu ekki bara inni á tölvunni.
    
|
Skrifa ummæli
Annasamur dagur á enda og best að fara að koma sér til Jóa því við ætlum að fara að hjálpa Pálma að mála.
Annars þá er ég búinn að léttast heilmikið í dag þar sem að það svæði sem að brann svona vel síðasta laugardag fór að flagna doldið vel núna í dag og er nánast allt skinnið farið, en það gerir ekkert til, þetta var kort eð er lélegt skinn. Verst hvað mann klæjar undan þessu helvíti.
    
fimmtudagur, júlí 24, 2003
|
Skrifa ummæli
Nýjustu fregnir herma að einn af gestabloggurunum mun heimsækja landið í næstu viku - þ.e. koma á miðvikudegi og vera fram á sunnudag. Kemur hann einn með bílinn sinn með sér þar sem hann stefnir á sölu á þeirri eðalkerru.
Greinilegt að íslensku danirnir flykkjast til landsins, enda herma fregnir að hér sé alltaf 25 stiga hiti og menn ná að fá 3 stiga brunasár eftir nokkra tíma í bjór og sól.
Fékk orðsendingu frá Guðjóni á msn:
"Nú leggjum við í hann - sjáumst"
Annars stefnir hópur manna á Dúndurfréttir í kvöld og já það eiga fleiri afmæli en Jói og Guddi þessa dagana.

Minni Jóhann aftur á kökupartíið sem hann ætlaði að halda - það væri nú gaman að hittast í kökuboði - that would be the first.

Annars er ég búinn að minna Oddgeir á grillpartýið sem verður á laugardag og tók hann vel í það - mun hafa samband við hann aftur á morgun eða laugardag. Hvað segir Pálminn - mun hann ekki mæta í öllu sínu veldi í grill og gaman þar sem Jolene verður sungið fram eftir kvöldi.
    
miðvikudagur, júlí 23, 2003
|
Skrifa ummæli
Allt gengur þetta samkvæmt the grand scheme of everything:

"Glenn Hoddle was left purring at his side's performance in last night's pre-season friendly victory at Norwich City. The win made it four wins in four so far this summer."

Reyndar byrjaði preseasonið svona líka í fyrra - allir leikir hafa veri á útivelli á móti lægrideildarliðum. Nú er það næst Suður Afrísku meistararnir.

Byrjar amk vel - nýju sóknarmennirnir eru búnir að skora 4 mörk (zamora 3 mörk í tveimur hálfleikjum).
    
|
Skrifa ummæli
Ja, ég get nú ekki sagt að ég vorkenni mikið þeim næsta!

Úr mbl:
Leikkonan Angelina Jolie segist hafa stundað skírlífi frá því hún skildi við Billy Bob Thornton fyrir réttu ári.
Jolie lýsti þessu yfir í spjallþætti Jay Lenos en Jolie er nú að kynna nýjustu mynd sína, sem er framhaldsmynd um ævintýri Lara Croft, söguhetju tölvuleiksins Tomb Raider.

?Ég er einhleyp, ég hef ekki farið á stefnumót. Ég hef ekki stundað kynlíf í rúmt ár. Það er hræðilegt. Ég vorkenni þeim næsta. En ég hlakka auðvitað til næsta skiptis."
    
|
Skrifa ummæli
Vaknaði kl. 3 í nótt og horfði á United bursta Celtic 4-0. Vekjaraklukkan var búin að hringja í 10 mínútur áður en ég vaknaði.

Þetta er nú frekar lélegur fréttaflutningur. Hérna segir að Bellion hafi skorað fyrsta markið, en hann skoraði síðasta markið, og einnig að Nistelrooy hafi skorað tvö mörk, en hann skoraði bara eitt. Þeir hafa verið eitthvað þreyttir þegar þeir horfðu á leikinn!

af www.fotbolti.net:
David Bellion skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið í sínum fyrsta leik ágætt hjá Frakkanum unga. Næsta mark meistaranna skoraði Van Nistelrooy, eftir sendingu frá Solskjær, lék Hollendingurinn á Stanislav Varga og skaut framhjá Magnus Hedman í markinu.

Celtic menn fengu víti eftir að Keane felldi Petrov í teignum, David Thompson skaut framhjá alveg eins og hann gerði á lokadegi skosku deildarinnar og varð meðal annars til að Rangers varð meistari.

Van Nistelrooy skoraði sitt annað mark eftir sendingu frá Ryan Giggs, í stönginni og inn fór boltinn. Gary Neville lagði svo upp fjórða og síðast markið sem Solskjær skoraði með skoti undir Hedman.
    
|
Skrifa ummæli
... hjólaði í vinnuna í morgun. Forréttindi að geta hjólað svona meðfram sjónum á leið til vinnu!
    
|
Skrifa ummæli
Ja, mér fannst Hulk nú bara ekki nógu góð og var ég alls ekki nógu ánægður með hana. Gef henni eina og hálfa drulluköku af fjórum mögulegum.

Annars drukkum við Hjölli bjór úr nokkuð flottum bjórglösum á Ruby Tuesday og spurði ég afgreiðslustelpuna hvort ég mætti eiga þau, því ég ætti afmæli. Það var víst ekki hægt en ég fékk að eiga öðruvísi glas sem var ekkert spennandi. Ég fór því beint á netið, eftir matinn og fyrir bíóið, og leitaði þar að svipuðum glösum og pantaði samtals sex glös. Frekar steikt þegar maður spáir í þessu eftir á .... hverskonar menn hafa áhuga á glösum???? Þetta kostaði samtals 30 dollara og vonandi er þetta áræðanleg netverslun, sem ég hef ekki hugmynd um því að ég hafði ekki heyrt nafnið á henni áður.
    
|
Skrifa ummæli
Í gær var farinn risa hjólatúr - byrjaði á því að hjóla flóttamannaveginn og í gegnum Garðabæinn, þegar ég var kominn til baka í fjörðinn, nánar tiltekið við Fjarðarkaup þá hringir síminn. Bubbi hringdi þar sem ég hafði spurt hann fyrr um daginn hvort hann væri til í hjólatúr - nú hann sagði að hann væri alveg til í það þ.a. ég sneri við og hjólaði upp á Arnarnesið og náði í Bubba. Þaðan var haldið í Garðabæinn og nýja hverfið hringsólað þar sem ég hitti einn yfirmanna minna í göngutúr.
Nú ekki létum við staðar numið þar og var farið upp í norðurbæ Hafnarfjarðar og var hann þræddur - þaðan var haldið niður á Víðistaði og upp á hraunin þar til eftir 2 klst stanslausan hjólatúr að ég sagðist þurfa fara heim og heim var hjólað.

Vel þreyttur í veiku löppinni í dag og var vel þreyttur í afturendanum eftir þennan túr. Nú ekki var látið staðar numið þar, haldið var í 10 bío á Hulkarann - hittum þar Jóa og Hjölla í bíó (þeir nýkomnir úr afmælisveislunni hans Jóa á Ruby). Ég náði að geispa um 30-40 sinnum yfir myndinni, ekki það að hún var svo leiðinleg, en hún var nú nokkuð róleg og tók tíma að komast í gang.
EE sagði að Hulkarinn hafi bara verið sætur þegar hann reiddist svona mikið - dúlla var held ég orðið sem var notað. Ég ætla nú ekki að bæta neinu við það, nema að Jennifer Connelly er nú með fallegri leikkonum í Hollywood þessa dagana.

Þegar ég reyndi að vakna í morgun leið mér eins og það hefði verið keyrt á mig - dauðuppgefinn, já aldurinn færist yfir mann.
    
þriðjudagur, júlí 22, 2003
|
Skrifa ummæli

Fimmtudagsklúbbur Slembibullara:

Já, við stofnuðum klúbb á Þingvöllum sem verður svona fimmtudagsklúbbur. Hugmyndin er að gera eitthvað saman annan hvern fimmtudag í framtíðinni, eða eins lengi og við nennum.
Eftirfarandi er svona hugmyndir af því hvað við gætum gert á þessum dögum:
  • Bíó

  • Tónleikar

  • Spilakvöld

  • Bowling

  • Pool

  • Listsýningar

  • Ýmsir menningaviðburðir

  • Videó

  • Kaffihús

  • Gönguferðir

  • .... o.flr., o.flr.
Það væri gaman að heyra í mönnum hvernig þeim líst á þetta! Pálmi og Oddur, hvað segið þið (og Pálmi, ekki setja upp hneykslissvipinn)?
Spurning hvort tónleikar annað kvöld, með Dúndurfréttum (Led Zeppelin, Pink Floyd o.flr.), sé fyrsti fundur, eða þá bara næsta eða þarnæsta fimmtudag?
    
|
Skrifa ummæli
Spurning um að minna menn á nýja klúbbinn sem var stofnaður á laugardaginn í sólinni á Þingvöllum.

Hvenær verður fyrsti fundur?
    
|
Skrifa ummæli
Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli í dag
Hann á afmæli hann Jóhann Guðbjargarson
Hann á afmæli í dag

Hann er 31 árs í dag (gamall)
Hann er 31 árs í dag (eldri)
Hann er 31 árs hann Jóhann Guðbjargarson
Hann er 31 árs í dag.

yeah yeah yeah, jibbý jibbý

þrefalt húrra fyrir honum.

Megi hann lifa í 31 ár í viðbót (amk).
    
|
Skrifa ummæli
Til hamingju með afmælið Jói og vera orðinn 31 árs eins og ég
    
|
Skrifa ummæli
... annars er þetta mjög, mjög merkilegur dagur!
    
|
Skrifa ummæli
Jamm, ég lenti líka í þessu en líklegast ekki jafn mikið og strákarnir, því ég hafði vit á því að snúa mér frá sólinni áður en ég brann til helvítis. Er samt frekar rauður á maga, fótum og upphandleggjum og var aðeins rjóður í andliti. Mér sveið í fætur og upphandleggi en ekkert það mikið að ég þyrfti að kæla þetta eða slíkt. Upphandleggirnir voru nú samt helv... rauðir, en maður lærir bara af reynslunni (not).

Merkilegt að við strákarnir vorum í tvær vikur á Kýpur með viðkomu í Egyptalandi (í 42 stiga hita) og notuðum aldrei sólarvarnir og brunnum ekki neitt. Segir kannski meira en mörg orð um það hvað við vorum að gera í þessar tvær vikur.
    
|
Skrifa ummæli
Fór til Þingvalla með strákunum á föstudag - EE keyrði okkur þangað og skildi okkur eftir. Við fórum í 3 klst langa göngu það kvöldið og var þetta hið fínasta kvöld.
Daginn eftir vöknuðum við og settumst út í brennandi sólinu - í 4 klst amk.
Þegar heim var komið var ég orðinn vel brunninn og er enn að súpa seyðið varðandi það. Ég var orðinn bleikur á lit á bringu og öxlum og beið ég bara eftir því að fara úr ham.
En vel smurður þessa síðustu daga þá er þetta nú að lagast, þó er hægri bringa og öxl enn mjög aum - ætti að vera orðinn fínn á morgun vonandi.
En vegna gífurlegs bruna hefur maður haldið sér innandyra síðan - þó kíkti ég á seinni hálfleik FH-Val í gær þar sem FH vann 1-0 og eru því komnir í undanúrslitin í bikarnum.
Stefnan út vikuna er lítil - ekki margt sem ég ætla að gera, þó stefni ég á að fara út að borða á fimmtudag (7 ára afmæli mín og EE) og síðan á að skella sér á Dúndurfréttir um kvöldið með strákunum.
Stefni svo að því að taka mér frí á föstudag í vinnunni og slappa af - löng helgi. Það ætti að vera lítið mál þar sem verksmiðjan er lokuð í tvær vikur og því afskaplega rólegt hér.
    
mánudagur, júlí 21, 2003
|
Skrifa ummæli
Hvað segir Hjöllinn um þetta?

Úr MBL:
Í kjölfar sátta hjá hugbúnaðarrisunum AOL/Time Warner og Microsoft hefur AOL ákveðið að hætta þróun Netscape vafrans sem á sér langa sögu og hefur um árabil verið helsti keppinautur Internet Explorer vafrans. Fimmtíu starfsmönnum Netscape hefur verið sagt upp, aðrir hafa verið fluttir milli deilda og aðeins fáeinir starfsmenn vinna enn að vafranum við að ganga frá lausum endum.

AOL keypti Netscape árið 1998 og höfðu margir bundið vonir um að vafrinn yrði innlimaður í America Online netþjónustuna sem er sú stærsta í Bandaríkjunum og myndi þannig koma af stað aukinni samkeppni við Internet Explorer sem er nánast einráður á vaframarkaðnum. Samningur AOL og Microsoft sem kveður á um að AOL muni notast við Internet Explorer a.m.k. næstu sjö árin gerir þær vonir að engu og þýðir að AOL hefur lítið gagn af því að eiga annan vafra á borð við Netscape. Allri vinnu við vafrann verður því hætt og er síðasta útgáfa hans að öllum líkindum því þegar komin út.

AOL hefur einnig fjármagnað mozilla.org hópinn sem unnið hefur að þróun Mozilla vafrans sem er frjáls hugbúnaður og Netscape hefur verið byggður á síðustu ár. Mozilla hópnum verður breytt í stofnun sem mun áfram sjá um þróun og útgáfu Mozilla vafrans. AOL styrkir stofnunina með tveimur milljónum bandaríkjadala en auk fyrirtækisins styrkja Red Hat og Sun Microsystems Mozilla stofnunina.
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Þingvallaferðin var hin ágætasta og fengum við alveg súper dúper gott veður og það var svo gott að ef til er eitthvað sem heitir of gott eða eins og sagt er það væri bara verra ef það væri betra, þá var þetta einmitt svoleiðis veður. Sól og logn og brennandi hiti í orðsins fyllstu merkingu. Við vorum komnir heim eitthvað um 5 leitið á laugardaginn og það fyrsta sem ég gerði var að fara út í sjoppu og kaupa mér after sun krem og lá svo bara með blautt handklæði yfir mér allt kvöldið og einnig skellti ég mér í tvær ísssskaldar sturtur (notaði ekkert heitt vatn) og stóð í þeim í nokkrar mínútur í hvort skipti. Fór svo bara að sofa rétt fyrir miðnætti, en svaf nú ekkert allt of vel. Var enn svo heitt að ég gat aðeins sofið á bakinu og var með blauta handklæðið yfir mér og vatnskönnu til að bleyta það inn á milli þegar ég vaknaði (á klukkutíma fresti). Svona leið nú nóttin og fór ég á fætur um 9 leitið, settist upp í sófa og horfði á golf í sjónvarpinu og svo á formúluna og svo aftur á meira golf allan daginn (enda var sól og gott veður úti og því bara rugl að æða út í svoleiðis veður). Ekki þarf að taka það fram, en ég geri það nú samt að blauta handklæðið var besti vinur minn þennan daginn.
Um kvöldið kom Bjarni í heimsókn og fórum við á Terminator 3 sem var bara ágætis skemmtun (sprengingar og slagsmál eins og í fyrri myndium, alveg eins og það átti að vera). Kom heim úr bíóinu klukkan rúmlega 1 og fór bara beint að sofa og tók blauta handklæðið með, en var þól orðinn mun betri en ég var nóttina áður og svaf ég bara nokkuð vel í nótt (vaknaði bara tvisvar, en svaf þó á bakinu alla nóttina). Í dag er veðrið mjög gott, en brennuvargar eins og ég kunna ágætlega við svona úða.
Í dag fer ég svo í fyrstu köfunina og fer hún fram í sundlauginni í Hveragerði, vonandi að það verði ekki mjög óþægilegt þar sem að axlirnar eru enn frekar aumar, en ég bít bara á jaxlinn skelli mér í þetta.
    
föstudagur, júlí 18, 2003
|
Skrifa ummæli
Slembarar á leiðinni í útilegu á Þingvöllum og verður lagt af stað eftir c.a. 15 mínútur.
    
|
Skrifa ummæli
Nýtt hraðamet var slegið á hjólinu í gær en ég náði 57 km/klst hraða niður Suðurbrautina í Hafnarfirði, en kafarakennarinn minn og ég fórum yfir verkefni og svo tók ég 4 skyndipróf úr efni bókarinnar í gær og stóðst þau með ágætum, en var þó með 4 villur af 40 spurningum (en með smá rökræðu tókst mér að sannfæra hann um að svörin við sumum spurningum gætu verið fleiri en eitt og færði fyrir því ágætis rök, ég held bara að ég hafi horft of mikið á ameríska lögfræðiþætti á Skjá einum). Eftir heimsókn til kennarans fór ég í mat til mömmu og pabba og hjólaði svo síðar um kvöldið heim og þar á meðal niður Suðurbrautina þar sem fyrrnefnt hraðamet var slegið og vona ég bara að löggan sé ekki að lesa þetta blogg, því þetta var að sjálfsögðu ólöglegur hraði svona innanbæjar.
Í næstu viku verður svo buslað í sundlauginni í Hveragerði með kennaranum og 2 öðrum nemendum og svo tek ég einnig lokaprófið, en áður en það gerist þá verð ég að horfa á 3 klukkutíma langt myndband (þetta er sennilega versti tími ársins til að glápa á vídeó og það í 3 klukkutíma). En það góða við þetta er að það er nú líklegast bara ein vika þar til að ég fæ köfunarréttindi og þá er bara eftir að spreða yfirdrættinum í kaup á kafaragræjum og hoppa svo útí.
    
|
Skrifa ummæli
... já ég gleymdi að segja frá því að hjólaðir voru 29,5 km. í gær ...
    
|
Skrifa ummæli
Jamm, gærkvöldið var fínt. Ég lagði af stað í Garðabæinn kl. 17:30 á hjólinu og fór frekar langa leið, enda tók þetta mig klukkutíma. Það beið eftir mér ískaldur Coronita bjór, sem rann hratt niður, þegar ég loksins náði áfangastað mínum (ásahverfi í Garðabæ). Klukkan 21 lagði ég síðan af stað heim og þá var ég búinn að drekka 4 bjóra, borða tvo hamborgara og tvo ísa, og heimferðin tók mig 55 mínútur. Þegar ég kom heim biðu mínir tveir geisladiskar í póstlúgunni, og þakka ég Hreiðari hinum gjafmilda kærlega fyrir þá. Síðan var bara sturta, smá sjónvarp og smá lestur áður en ég fór að sofa.
Já, nokkuð margar kaloríur sem fóru inn um munninn í gær og nokkuð ljóst að kvöldið hefur ekki komið út á sléttu. Núna er ég að drepast í rassgatinu og því ætla ég að hvíla hjólið næstu daga.

Smá fyrir Sigga: Ég var frekar þreyttur á leiðinni þegar ég fór upp brekkur og þurfti að reiða hjólið tvisvar hvora leið. Andleg líðan var ágæt þegar ég loks komst á áfangastað og líkamleg líðan mjög fín þegar ég var búinn með fyrsta bjórinn. Ég var ekki á því að hjóla til baka, enda bað ég Pálma og frú um far, en eftir annan bjór ákvað ég að kíla bara á þetta. Andleg líðan var líka mjög góð þegar ég var kominn heim og það var sáttur lítill Jói sem fór að sofa.
    
|
Skrifa ummæli
Þetta tókst mér á nokkrum árum í DK:

Norskar konur hafa tekið sæti stallsystra sinna frá Danmörku á lista yfir þær konur sem reykja mest í Evrópu, samkvæmt tölum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, WHO, og greint er frá í norska blaðinu Aftenposten í dag. Í Noregi reykja að meðaltali 32% kvenna. Danskar konur hafa dregið saman reykingar úr 35% í 26%. Sömu sögu er að segja um danska karlmenn, en þeir hafa minnkað reykingar úr 38% í 34%.
    
|
Skrifa ummæli
Á meðan veðrið er svona gott er erfitt að halda sér innandyra. Í gær kom ég reyndar seint heim, þ.e. að verða 18.00, þá var hjólið tekið út og rúntur um Hfj tekinn.
Hjólaði ég við á videóleigu og tók stáltryllirinn Half Past Dead með Steven Seagal, það er hægt að segja að ég hafi vitað hvað ég fót útí og sveik það ekki. Myndin fær 1,5 stjörnu af 4.

Spáin lítur nokkuð vel út fyrir helgina, þó gæti rignt aðfaranótt sunnudags, spurning hvort maður skelli sér í smá útileigu eða taki slembibullsdag í miðborginni og upplifi drauminn um risabjórinn á Kaffibrennslunni.
Já möguleikarnir eru miklir á þessum góðviðrisdögum.

Annars eru allir í fríi þessa dagana og því detta öll verkefni á mitt borð, ég hef verið í því að panta inn þjónustumenn til að calibrera tæki og tól í verksmiðjunni, tók að mér verkefni fyrir viðskiptaþjónustuna osfr.
En nú er loksins allir á leið í frí - Árni verður einn í húsinu næstu 2 vikurnar (næstum því) og þá verður kátt í kotinu.

    
fimmtudagur, júlí 17, 2003
|
Skrifa ummæli
Nú er maður kominn tilbaka heim í Kolding eftir langt og strangt ferðalag.

Það var byrjað á kaupmannahöfn og þaðan farið á hróaskeldu sem tókst með eindæmum vel í ár, virðist bara verða betri og betri með hverri hróaskeldu sem maður fer á, svo nokkrum dögum eftir hróa var tekin skyndiákvörðun og farið til Svíþjóðar að heilsa uppá tengdó, nokkuð gott þar, sérstaklega í 35 stiga hita og sól, en það var gerður allur andskotinn, minigolf, farið á ströndina, djammað með svíavitleysingum, farið á Hulk í bíó, og síðast en ekki síst var gamblað, prófaði í fyrsta skipti á ævinni að gambla (og það á djamminu, mind you), en spilað var BlackJack og stóð mig nokkuð vel bara, reyndar lítill vinningur en í plús þó........ mikið gaman það....

En þetta ferðalag stóð í 3 vikur samtals og er það meirinóg fyrir mig, reyndar var það ekki mikið sem beið mín hérna nema reikningar og vandamál....:(
Og er helsta málið núna að ég verð að losa mig við bílinn, þarsem að ég er búinn að tala við tollinn hérna og þeir meta hann í hærra lagi sem þýðir að ég þarf að borga toll uppá rúmlega 230.000 kr. takk fyrir, sem segir sér sjálft að ég ráði ekki við, enda á ég 3 mánuði eftir í afborganir af upprunalega láninu sem ég tók fyrir 2 og hálfu ári síðan fyrir bílinn. Nokkuð ljóst að þetta gangi ekki upp, þarsem ég þarf nánast að kaupa bílinn uppá nýtt, (ekki það að ég er tilbúinn til að gera nánast allt til að halda bílnum vegna þess að hann er alger snilld, en þetta ræð ég bara ekki við, fyrst og fremst fjárhagslega).

Þannig að ef einhverjum langar í bíl, þá er ég hérna með Toyota Corolla GSI 1.6 (um 116 hestöfl) árgerð 1991, með álfelgum, topplúgu(rafdrifin) og geislaspilara, keyrður 178.000km. Hefur aldrei neitt vesen síðan ég keypti hann fyrir tæpum 3 árum síðan......(nema mín óheppni bara, svo þið vitið það...:)) og selst ódýrt þaraðauki (finnst mér allavega).

Annars er allt bara ágætt að frétta, svona fyrir utan vanalegu vandamálin.........:)

Over and Out.....
    
|
Skrifa ummæli
Þá er loksins komið að því að hitta blessaðann kafarakennarann, en ég fer heim til hans eftir vinnu í dag og við förum yfir málin og ræðum um framtíðina, seinna verður svo farið í laugina að leysa heimsmálin, en ef það tekst ekki þá, þá þurfum við bara að fara út í sjó að leysa málin og þá verða þau örugglega leyst í eitt skipti fyrir öll.
    
|
Skrifa ummæli
Er að fara í grillpartí í kvöld í Garðabæ, og ég held sveimerþá að ég hjóli bara. Er samt ennþá íllt í rassgatinu eftir gærkvöldið og greinilegt að ég er ekki kominn með stálrassgat eins og Hjörleifur.
    
|
Skrifa ummæli
Fór með bílinn í skoðun í morgun og það voru tvær athugasemdir: Stöðuljós að framan er ekki að virka og bremsuljós að aftan. Það er því nokkuð ljóst að ég þarf að panta tíma á verkstæði fyrir bílinn.
    
|
Skrifa ummæli
Í gær var tekinn fínn hjólatúr - við keyrðum niður í nauthólsvík og lögðum bílnum þar, hjóluðum svo út Ægissíðuna og upp á Seltjarnarnes - hjóluðum þaðan niður í miðbæ þar sem var borðað og slappað af.

Síðan hjóluðum við út í nauthólsvík í fríðu föruneyti - endaði kvöldið svo á því að ég ákvað að hjóla heim þaðan og tókst það á 40 mín.

Yfir þennan dag var hjólað yfir 20 km - en nú þarf ég að kaupa hraðamæli og vegalengdarmæli til að sjá hvað ég er duglegur.

Í lokin vil ég bæta við að ég fékk þurrkaðar rækjur frá Grænlandi í morgun - mjög góðar.
    
|
Skrifa ummæli
Keypti mér hjól í gær, en það heitir Trek 4100, og er álhjól með olíudempurum að framan. Fékk það á ágætis kjörum því það átti að kosta 47.000- en ég fékk það á 35.000- með standara og brettum. Ég bætti síðan við það brúsa og brúsahaldara, hraðamæli, lítilli tösku undir hnakkinn og hraðamæli. Þetta var því pakki upp á tæplega 40.000- krónur.
Síðan var hjólað niður í bæ og borðað með Ánna, EE og Hjölla úti í góða veðrinu (man ekki hvað veitingastaðurinn heitir) og síðan var hjólaður hringur með viðkomu á ilströndinni (c.a. 15 kílómetrar hjólaðir). Síðan var bara farið heim í sturtu og farið að sofa.
Ég vill þakka Hjörleifi fyrir að hafa verið sérlegur ráðunautur minn í þessum málum og einnig fyrir að hafa hjálpað mér við að setja hraðamælirinn á hjólið.
    
|
Skrifa ummæli
Þá er það byrjað:

Portuguese striker Helder Postiga marked his debut with a goal as Tottenham overcame non-league Stevenage 2-0 at Broadhall Way.
    
miðvikudagur, júlí 16, 2003
|
Skrifa ummæli
Dæmigert fyrir Liverfools aðdáendur, þeir hafa enga knattspyrnulega réttlætiskennd:
    
|
Skrifa ummæli
Hérna er uppfærður listi yfir fólk:
  • Árni Snævarr (nýr)
  • Björgvin Halldórsson
  • Finnur Vilhjálmsson
  • Friðrik Weisshappel
  • Guðjón Guðmundsson
  • Guðlaugur Þór Þórðarson
  • Guðlaugur Helgason (nýr)
  • Guðrún Gunnarsdóttir
  • Jón Axel Ólafsson
  • Magnús Kjartansson
  • Randver Þorláksson
  • Rúnar Freyr Gíslason
  • Selma Björnsdóttir
  • Stefán Hilmarsson
  • Stefán Hrafn Hagalín
  • Valtýr Björn Valtýrsson
  • Þorgeir Ástvalsson
    
|
Skrifa ummæli
Ætla að skoða reiðhjól á eftir og spurning hvort maður fjárfesti í einhverju ódýru reiðhjóli.
    
|
Skrifa ummæli
Keypti mér hjólagrind aftan á bílinn áðan - 7500 kr.

Nú get ég hjólað út um allt og hringt í EE og látið ná í mig þegar ég verð þreyttur :)
    
|
Skrifa ummæli
Á svona dögum er ekkert betra en að vera heima, draga fyrir alla glugga, setja geisladisk á með óveðurshljóðum og hafa það gott undir sæng með heitann kakóbolla.
    
|
Skrifa ummæli
Fyrir næstu leiktíð er ég með hugmynd að spila nýjan tippleik.

Næsta tímabil yrði skipt niður í 4 aðgerðir, 10 leikir x3 og í lokin 8 leikir x1.

Fyrir hvert tímabil verður settur undir x peningur eða bjór og sá sem er efstur vinnur pottinn.

or something like that.

Ef menn gleyma að tippa - þá fá þeir jafn marga rétt og neðsti maður, þ.a. ef ske skyldi að einhver gleymi sér, þá er hann ekki down and out.
    
|
Skrifa ummæli
Besti dagur sumarsins framundan samkvæmt veðurspá - og ég er inni á skrifstofu...

Í kvöld verður tekinn langur og góður hjólatúr í góða veðrinu.

Project skeggið komið af stað!
    
þriðjudagur, júlí 15, 2003
|
Skrifa ummæli

Mynd, tekin í Bláfjöllum í gærkvöldi, af borginni með jökulinn í bakgrunni.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, enn eitt bloggið í dag (ég er búinn að komast að því að það er magnið en ekki gæðin sem skiptir máli í þessum bransa!).


Sá þessa mynd á Soccernet áðan. Þetta er nýji leikmaður United og mér sýnist á öllu að þetta sé djöfullinn sjálfur. Nokkuð ljóst að við verðum ósigrandi á næstu leiktíð.
    
|
Skrifa ummæli
Við strákarnir fengum okkur sveittann hamborgara á Laugarvatni á síðustu helgi og þar inni var Bylgjan í gangi og þar voru þeir Gulli Helga og Þorgeir Ástvalsson að taka viðtal við Valtýr Björn .....
Ef þetta er ekki góð uppskrift af útvarpi í helvíti þá veit ég ekki hvað.
    
|
Skrifa ummæli
Annars var BjaKK frændi minn að setja inn athugasemd við mynd á myndasíðunni minni og gerir sér greinilega ekki grein fyrir því að ég var bara að taka mynd af fánastönginni, húsið varð bara óvart í bakgrunninum.
Neinei, fánastöngin skemmir aðeins ... ég viðurkenni það og því er hugmyndin að læðast aftur á þennan stað, í skjóli nætur, með sög.
    
|
Skrifa ummæli
Annars var ég að senda Ladda tölvupóst áðan. Sagði honum að það væri gaman að fá c.a. verð á sumarhúsi sem staðsett væri við sjóinn en ekki eyða miklum tíma í að kanna þetta og ekki reyna að fara að selja mér einhverja eign, því við myndum ekki fara í þessar pælingar fyrr en eftir 7-10 ár (ef við förum þá í þessar pælingar).
    
|
Skrifa ummæli
Laddi er umboðsmaður fyrirtækis sem selur sumarhús á spáni: Laddi og sumarhús á Spáni
    
|
Skrifa ummæli
Eftir vinnu í dag ætla ég að skella mér í ræktina og taka svipað prógram og í gær. Síðan um kvöldið er ég að spá í að hringja í Sonju, en hún er stödd í Madrid núna og vesenast aðeins

Annars er ég að klára BS gráðuna í tölvunarfræði á næstu önn. Á eftir tvo valáfanga og tek Aðgerðargreining og Sérhæfð gagnagrunnskerfi (bæði valáfangar) og þá er þetta búið ... besta mál.
    
|
Skrifa ummæli
Góðan daginn góðir lesendur og aðdáendur.
Í gær vann ég til fimm og fór þá í það að prenta út myndaseríur af Ægir litla fyrir Særúnu. Síðan fór ég upp í Sjónvarpsmiðstöðina og náði í ferðageislaspilara fyrir Baddí, en hún átti spilara sem eyðilagðist og var í ábyrgð (ég veit ekki af hverju ég er að segja ykkur frá því). Síðan skellti ég mér í ræktina og var á trimmtæki í 60 mínútur og tók einhverjar magaæfingar eftir það. Eftir það kom ég við hjá Hjöllanum og horfði þar á fræðsluþátt um British Museum, sem var alveg ágætur en aðeins of dramatískur. Þegar hann var búinn (og ég búinn að spæna í mig súkkulaðikexkökum) ákváðum við að fá okkur bíltúr, og byrjuðum að fara á Subway þar sem ég fékk mér kvöldmat (Subway Club í grófu brauði). Síðan fórum við upp í Bláfjöll og tókum rúmlega 100 myndir og vorum komnir heim rétt fyrir miðnætti.
Við Hjölli ræddum um það að það væri kannski sniðugt ef við strákarnir myndum skoða það, eftir nokkur ár, að kaupa okkur hús á Spáni (á einhverri fallegri strönd fjarri ferðamannaskaranum eða jafnvel á Mallorca). Það væri síðan hægt að semja við Íslenska ferðaskrifstofu um að leigja þetta út þegar einhver af okkur væri ekki að nota húsið, eins og margir Íslendingar gera. Jæja, þetta er bara svona hugmynd.
    
mánudagur, júlí 14, 2003
|
Skrifa ummæli
Um helgina tók ég mig til og tappaði bjór á flöskur og nú er bara að bíða aðeins og sjá til hvort þetta verði drekkanlegur bjór (áfengi er að vísu alltaf drekkanlegt ef maður er ekki mjög kröfuharður, svo þetta verður ábyggilega hinn besti bjór)
    
|
Skrifa ummæli
Þá fer loksins að koma að því að það komist einhver skriður á köfunarmálin. Um leið og ég var búinn í rúmlega viku fríi (með Jóa á Vestfjörðum) þá fór kafarakennarinn í viku frí (og fór hringinn í kringum landið), en nú er hann kominn úr fríi og verður hafist handa núna í vikunni og buslað eitthvað í sundlaug og svo ætti væntanlega að vera hægt að klára þetta í næstu viku (en þetta eru nú bara svona getspár).
Spurning hvort maður ætti að skella sér í sund á eftir til að rifja upp hvernig á að synda, en síðast fór ég í "sund" með Jóa og Ánna á Hólum
    
|
Skrifa ummæli
Ágætis póstur frá Pálmfróði og löngu tímabært að hann færi í svona sjálfsskoðun. Spurning hvort hann tæki samband sitt við vini sína með í pakkanum!
Kannski er hann bara að blogga svona persónulega til að þóknast Sigga, og það er ekki gott.
    
|
Skrifa ummæli
Úr mbl:
Ríkisendurskoðun segir í nýrri stjórnsýsluúttekt að forysta Veðurstofu Íslands sé veik og ósamstiga. Stofnunin þurfi að styrkja yfirstjórn sína og efla samstöðu hennar. Kveða þurfi skýrar á um hlutverk Veðurstofunnar í lögum, endurskoða skipurit hennar og móta skýrar starfslýsingar og raunhæf árangurstengd markmið. Þá þurfi stofnunin að leggja aukna áherslu á árangursmælingar og virkt gæðaeftirlit í starfsemi sinni.
    
|
Skrifa ummæli
Í gærkveldi var farið á tónleika með hljómsveitinni Mastodon! Meðalaldurinn inni var um 16 ára og small ég mjög vel inn þar, þó leit EE út fyrir að vera aðeins eldri en 16.
Eftir að hafa slæpst allan daginn heima (sem var mjög gott) var ákveðið að rífa sig af stað um 21.00 (tónleikar áttu að byrja kl. 20.00 með 3 upphitunarhljómsveitum) - um leið og ég gekk út, komu bakkabræður í heimsókn með gjöf - 100 Brunchar - sem ætti að koma að notum.

Nú ég fór á tónleikana og þá voru þegar Charger og Brutal búnar að spila, en Forgarður Helvítis var að byrja og spiluðu þeir þétt dauðarokk. Þeir voru nokkuð þéttir og gerðu hlutina ágætlega, ég er þó ekki mikill dauðarokkari en hef alltaf gaman af svona. Tattúið á bakinu á söngvaranum var ansi magnað.
Jú þessir tónleikar fá alveg 2 stjörnur af 5.
Klukkan 22.00 steig Mastodon á svið og það var engin lýgi sem maður hafði lesið, trommarinn var hreint magnaður, þriðja löppin og þriðja höndin virtust vera að verki.
Mastodon voru ágætir, ég þekkti ekkert til þeirra og því runnu sum lögin saman, ein inn á milli rokkuðu þeir mjög vel og náðum skemmtilegum takti - þungur og góður.
Þessir tónleikar fá 3 stjörnur af 5. Þeir voru mjög ánægðir með veru sína á Íslandi og virtust fínir gaurar.

Eftir þetta fór ég aftur að hugsa um hvort innflutningur á tónlist sé eitthvað sem ég ætti að skoða nánar - hef velt þessu fyrir mér mjög alvarlega síðustu 3 árin, þ.e. eftir að ég kom heim frá DK.
En líklega verður þetta bara draumur, ég er enginn Hjölli og Jói sem fara bara og fjárfesta í því sem þeir hafa áhuga á.

Það væri ansi cool að vera gaurinn sem flutti SY inn!!
    
sunnudagur, júlí 13, 2003
|
Skrifa ummæli
Ronaldinho er líklegast ekkert of meðvitaður:
Bizarrely, the newspaper quotes him as adding: 'I have had all sorts of dreams about devils and, to tell you the truth, I have not yet seen one as cute as me.'
    
föstudagur, júlí 11, 2003
|
Skrifa ummæli
Jájá
    
|
Skrifa ummæli
Jamm, Slembarar (- Pálmi) ætla að skella sér eitthvað út á land á morgun. Förum kl. 10 í fyrramálið og för er heitið eitthvað um suðurland.
    
|
Skrifa ummæli
Var að uppfæra hjólið mitt í gær. Nú er ég búinn að fá mér bögglabera sem festur er með aðeins einni skrúfu, helvíti þægilegt það. En ég lét ekki þar við sitja og keypti mér einnig litla tösku (undir ýmislegt smádót, lykla, veski o.þ.h.), en úr því að ég var byrjaður á þessari eyðslusemi þá bætti ég bara við 2 töskum í viðbót til að hengja utaná bögglaberann og svo vantaði mig einhver tól til að skrúfa böglaberann á hjólið svo ég keypti mér svoleiðist tól og bætti svo öðru við bara svona til að geta skrúfað eitthvað fleira á hjólinu.
Sæll og glaður hjólaði ég heim á nýjustu uppfærslunni minni.
Þegar heim var komið þá þurfti ég náttúrulega að prófa að skrúfa eitthvað á hjólinu. Svo ég byrjaði á því að stylla bremsurnar og eru þær mun betri núna (þ.e. núr er ég ekki bara með afturhægju, heldur afturbremsu), svo var ég ekki alveg ánægður með styllinguna á gírunum. Ég fór því að eins að prófa að skrúfa þar líka (klukkan var orðin u.þ.b. miðnætti). Gírastyllingin var aðeins flóknari og ef eitthvað var þá versnaði þetta bara alltaf meira og meira og ég gat bara ekki með nokkru móti komið þessu aftur í lag og var bara farinn að hafa smávegis áhyggur af þessu, en ég er nú þrjóskur með eindæmum og eftir tveggjatíma fikt í gírstyllingum var ég orðin sáttur (og tókst að stylla gírana þannig að þeir eru betri en þeir voru fyrir). Klukkan var líka farin að ganga 3 og því tími til kominn að fara að sofa.

Nú er ég semsagt að verða klár í slaginn að hjóla til Þingvalla, en ég kem svefnpoka og bívakknum mínum ásamt regngalla í aðra töskuna á bögglaberanum. Núna get ég semsagt hjólað út um allt með slatta af drasli meðferðis án þess að þurfa að burðast með bakpoka sem gerir mann bara enn sveittari en þörf er á.
    
|
Skrifa ummæli
Krókódílamaðurinn:
Ætli nokkur nokkur heyri ef æpi litla daman.

Ímyndið ykkur ef Laufey ekki hefði komið.
Enn ein drykkfeld pía á planinu ekki væri hrein mey.
    
fimmtudagur, júlí 10, 2003
|
Skrifa ummæli
Á morgun föstudag verður tilkynnt að Man. Utd. hafi keypt Ronaldinho og kaupverðið er 21 milljón punda.
    
miðvikudagur, júlí 09, 2003
|
Skrifa ummæli
Púff púff púff, löngu kominn úr fríi, en samt ekkert búinn að blogga neitt, þetta nær ekki nokkurri átt, en hvað um það, ég er reyni bara að bæta úr því á morgunn, enda orðinn svo helvíti svangur að ég ætla bara að fara heim og kaupa mér svo eitthvað gums í örbylgjuna til að japla á með sjónvarpinu.
    
|
Skrifa ummæli
Ég verð nú að viðurkenna að mér finnst Victoria Beckham hálf sorgleg manneskja. Hún rembist þvílíkt við að koma sér á framfæri og ég er bara ekki viss um að hún hafi snefil af hæfileikum. Hún getur ekki sungið og ég á eftir að sjá að hún geti leikið. Þetta frægðarbröllt hjónana er orðið frekar pirrandi og merkilegt að sjá David pósa í Real skyrtunni eins og eitthvað módel og algjör farsi þegar hann mætti í læknisskoðunina.
    
þriðjudagur, júlí 08, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, núna sit ég sveittur yfir tölvunni og er að fara í gegnum myndirnar úr ferðinni og henda út drasslinu (MJÖG lítið) og laga lýsingu og liti á sumum myndunum.
    
mánudagur, júlí 07, 2003
|
Skrifa ummæli
Mestodon hljómar vel en við verðum víst í útilegu á næstu helgi.
    
|
Skrifa ummæli
Hérna má sjá video af Maradonna sýna takta á vellinum: Myndband
    
|
Skrifa ummæli
Mættur aftur til vinnu.
    
|
Skrifa ummæli
"The use of COBOL cripples the mind; its teaching should, therefore, be regarded as a criminal offense."
- Edsgar Dijkstra
    
|
Skrifa ummæli
Hér koma tónleikar sem ég væri til í að fara á - hvað segið þið strákar?
Þetta er á Grand Rokk - en möguleiki er að fara á Sunnudeginum líka - en þá eru aðrar upphitunarhljómsveitir.

Mastodon
12 Júlí 2003


Mastodon
Brain Police
Dark Harvest

Þetta er sveitin sem MTV.com sagði eftirfarandi um: "MASTODON could be considered the second coming of Metallica and Rush combined, and nobody who's seen them live could counter that opinion. "

Mastodon kemur frá Atlanta í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum en þetta er sveit sem er að skapa sér gríðarlega virðingu meðal rokkáhugamanna fyrir ofurmannlega þétt live-show og óaðfinnanlega og flókna spilamennsku. Sveitin er m.a. skipuð fyrrum meðlimum sveitarinnar Today is the Day og gaf út EP plötuna Lifesblood fyrir tveimur árum (2001) á hinu virta Relapse Records. Sú plata setti allt á annan endann í hinum bandaríska neðanjarðar rokkheimi enda hefur sveitin verið að spila út um gervöll Bandaríkin síðan.

Strax næsta ár (2002) kom svo út fyrsta breiðskífa sveitarinnar, Remission, og þá var ekki aftur snúið. Ekkert nema framúrskarandi umsagnir úr öllum áttum og komment, líkt og frá mtv.com hér að ofan, gefin á sveitina (sjá linka á nokkrar umsagnir neðst). Það var því engin tilviljun að sænsku snillingarnir í The Haunted fengu sveitina til að opna fyrir sig á Evróputúr sínum núna í vor. Eftir örstutt hlé, er Mastodon aftur á á leiðinni til Evrópu, að þessu sinni sem headliner...

Ekki fyrr búnir að snúa öllu á annan endann með aðstoð The Haunted, að þeir eru mættir aftur til að endanlega rústa Evrópu og þar með talið Reykjavík!

Meðal hljómsveita sem Mastodon hafa spilað með má nefna sveitir eins og: Queens Of The Stone Age, Morbid Angel, Cannibal Corpse, Eyehategod, Keelhaul, Burnt by the Sun, The Fucking Champs, High on Fire, Hatebreed og Cephalic Carnage ásamt fleirum.




Linkur : www.dordingull.com/tonleikar/
    
|
Skrifa ummæli
Fór í Skorradalinn á föstudagskvöldi - borðaði pulsur með fjölskyldu EE og drakk brennivín, ágætis kvöld, gott veður osfv.
Vaknaði snemma eins og ávallt í útileigum (þó svaf ég í tjaldvagni sem var miklu betra en helv... tjald), borðaði morgunmat og hélt á golfvöll við svínavatn, tók þar 9 holur með stæl, enn jafn góður eftir 10 ára hvíld.
Þegar við vorum í golfinu byrjaði aðeins að hvessa og rigna, en við héldum ótrauðir áfram og í lokin endaði ég ekki fyrstur en ekki síðastur.

Haldið var upp í tjald, þar var étið á sig gat, grillaðar kjúklingabringur og meðlæti. Þá var byrjað að rigna og því var búinn til himinn sem við gátum sullað undir án þess að verða sulluð.
Þetta endaði þó á rólegum nótum þar sem undirritaður fór snemma í háttinn og vaknaði snemma við ausandi rigningu á sunnudagsmorgni.
Það sem bjargaði þessu öllu var þó að hitastig var ávallt við 15 stig og því hlýtt og gott.
Ágætis ferð - en fyrir lítinn útileigukall eins og mig þá var þetta þrekraun og eru menn þreyttir í dag :)

    
sunnudagur, júlí 06, 2003
|
Skrifa ummæli
Já, Ísland er nú ekki svo slæmt:

Úr mbl:
Þriðja árið í röð er Noregur í efsta sæti á lista Sameinuðu þjóðanna yfir þau lönd þar sem lífsskilyrði eru best. HDI listinn er gefinn út árlega og nær til 175 þjóða. Mikla athygli vekur að Ísland er komið í 2. sæti listans í stað Svíþjóðar en við vorum í 7. sæti á síðasta ári.

Tölfræðilegu gögnin sem liggja að mati listans eru frá árinu 2001 en opinberlega verður skýrslan kynnt á þriðjudag. Meðal atriða sem ráða mestu um röðun landa á listann eru lífslíkur, menntun, læsi og tekjur á mann. Röð efstu þjóða var þessi: Noregur (0.944), Ísland (0.942), Svíþjóð (0.941), Ástralía (0.939). Því næst komu Belgía, Bandaríkin og Kanada, öll með 0.937 stig.
    
|
Skrifa ummæli

Svona sér frænka mín mig og Hjölla fyrir sér þegar við verðum gamlir. Mér sýnist á öllu að okkur muni vaxa bringuhár þegar við eldumst!
    
fimmtudagur, júlí 03, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, er í fríi núna og mun mæta til vinnu á mánudaginn. Við Hjölli fórum í sveitina mína fyrir helgi og vorum við í samfloti við Mömmu, Særúnu, Ægir litla, Ellu og Gessu. Svona var dagskráin:

Fimmtudagur:
Fórum vestur og tókum bátinn. Kvöldið fór bara í að heimsækja Víðir í Grænuhlíð og Inga (þar sem við gistum).


Föstudagur:
Fórum á Bíldudal og þar enduðum við á heljarins djammi og maður hitti marga sem maður þekkir. Þarna voru flestir ættingjarnir úr sveitinni og hin besta stemming.



Laugardagur:
Fyrri hluti dags fór í að liggja í þynnku og síðan um 4 leitið fórum við Hjölli í göngutúr upp á fjall. Þessi "litli" göngutúr endaði þannig að við gegnum lengst upp á afdali og klifruðum efst upp á fjall. Þetta var það langt að Ingi frændi (bóndinn í dalnum) hefur aldrei farið svona langt upp. Ég var orðinn nokkuð sárfættur enda bara klæddur sandölum. Þetta tók 5 klukkutíma og vorum við orðnir nokkuð svangir þegar við komum heim kl. 9 um kvöldið því það eina sem við höfðum borðað um daginn var smá Seríos. Við brunuðum síðan á Bíldudal og fengum okkur hamborgara. Við kíktum síðan á bryggjuballið og var ágætis stemming og síðan fórum við bara aftur í Feigsdal og fórum að sofa.



Sunnudagur:
Fórum í bíltúr út í Selárdal og skoðuðum þar Sambastaði og Uppsali. Síðan var farið í ökuferð á Patreksfjörð og borðað þar. Við chilluðum síðan bara um kvöldið í Feigsdal og um nóttina fórum við í smá ljósmyndaferð að taka myndir af fossum uppi í fjalli.



Mánudagur:
Fórum í Hvestu og skoðuðum þar virkjanaframkvæmdirnar og er magnað að sjá hvað Ingi, pabbi, Jón og félagar eru að böðlast í miklum bratta á skurðgröfu og dráttarvélum. Við fórum síðan á Bíldó og fengum okkur pizzu og slöppuðum síðan af um kvöldið.


Þriðjudagur:
Keyrðum heim og tókum því bara rólega enda um 10 tíma á leiðinni sem hlýtur að vera met.


Þetta var bara fínasta ferð og tók ég tæplega 1000 myndir þessa fáu daga og er ég núna svona að henda út slatta af myndum sem eru ekkert sérstakar. Er búinn að setja inn 2-3 myndir á myndasíðuna mína úr ferðinni og mun ég örugglega bæta við fleiri myndum fljótlega.
    
miðvikudagur, júlí 02, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja loksins mættur til vinnu aftur, þetta var nú meiri ferðin.

Mætti eldhress á Sunnudegi og var í góðu stuði á heima.
Mánudagur fór ég á tónleika og smá skrall eins og komið hefur fram áður.
Þriðjudagur fór ég með Gudda í brunch og kvöldmat og almennt spjall - helvíti fínn dagur. Enn var skrallað smá, en frekar lítið þó.
Fór til Roskilde klukkan 22.00 og tjaldaði, kom heim 02.00 - ekki gaman af því í rokinu
Miðvikudagur var allsherjarskrall sem var bara mjög gaman, hitti hafnfirðinga og jammaði aðeins með þeim.
Fimmtudagur var haldið til Roskilde - áfram gaman gaman, Metallica í öllu sínu veldi.
Föstudagur - var ónýtur, magapest en var þó á svæðinug uppfrá og fór á fullt af tónleikum og þar með Suicide, ekkert borðað eða drukkið þennan daginn.
Laugardagur - enn ónýtur í maga, fór heim, svaf, borðaði ekkert, drakk vatn sem fór upp úr aftur - komst ekki á svæðið aftur og svaf því heima þessa nótt.
Sunnudagur - skreið upp úr rúmi, ekki búinn að borða í 2,5 sólarhringa og lítið sem ekkert drukkið af vökva, druslaðist þó up á svæði aftur og sá QoTSA og fleiri góðar, gat borðað smá.
Mánudagur - vaknaði, var allur að hressast, fór til Gudda í mat, mjög fínt, skellti mér svo og hitti nokkra Hafnf. í bænum, skellti nokkrum bjórum í mig, fínt mál, lítið skrall komin snemma heim.
Þriðjudagur - var frekar slappur, reyndi að borða, en það fór frekar upp en niður, en var allur að hressast, flaug heim og var kominn í hús um 1:30 aðfaranótt mið.
Miðvikudagur - mættur til vinnu rétt fyrir 10.00 - enn frekar slappur en allur að koma til...

Já í heildina var þetta fín ferð, að sjálfsögðu hefði ég viljað vera aktífari, en ég hitti fjölskyldu og litlu sætu frænku mína, hana Umu og því var þetta alls ekki slæm ferð.
Einnig hitti ég Guðjón Karl og spjölluðum við mikið og lengi og hafði ég greinilega saknað þess.

Jæja þó er þessari ferð lokið og allt umtal um hana :)
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar