Jæja, er í fríi núna og mun mæta til vinnu á mánudaginn. Við Hjölli fórum í sveitina mína fyrir helgi og vorum við í samfloti við Mömmu, Særúnu, Ægir litla, Ellu og Gessu. Svona var dagskráin:
Fimmtudagur:
Fórum vestur og tókum bátinn. Kvöldið fór bara í að heimsækja Víðir í Grænuhlíð og Inga (þar sem við gistum).
Föstudagur:
Fórum á Bíldudal og þar enduðum við á heljarins djammi og maður hitti marga sem maður þekkir. Þarna voru flestir ættingjarnir úr sveitinni og hin besta stemming.
Laugardagur:
Fyrri hluti dags fór í að liggja í þynnku og síðan um 4 leitið fórum við Hjölli í göngutúr upp á fjall. Þessi "litli" göngutúr endaði þannig að við gegnum lengst upp á afdali og klifruðum efst upp á fjall. Þetta var það langt að Ingi frændi (bóndinn í dalnum) hefur aldrei farið svona langt upp. Ég var orðinn nokkuð sárfættur enda bara klæddur sandölum. Þetta tók 5 klukkutíma og vorum við orðnir nokkuð svangir þegar við komum heim kl. 9 um kvöldið því það eina sem við höfðum borðað um daginn var smá Seríos. Við brunuðum síðan á Bíldudal og fengum okkur hamborgara. Við kíktum síðan á bryggjuballið og var ágætis stemming og síðan fórum við bara aftur í Feigsdal og fórum að sofa.
Sunnudagur:
Fórum í bíltúr út í Selárdal og skoðuðum þar Sambastaði og Uppsali. Síðan var farið í ökuferð á Patreksfjörð og borðað þar. Við chilluðum síðan bara um kvöldið í Feigsdal og um nóttina fórum við í smá ljósmyndaferð að taka myndir af fossum uppi í fjalli.
Mánudagur:
Fórum í Hvestu og skoðuðum þar virkjanaframkvæmdirnar og er magnað að sjá hvað Ingi, pabbi, Jón og félagar eru að böðlast í miklum bratta á skurðgröfu og dráttarvélum. Við fórum síðan á Bíldó og fengum okkur pizzu og slöppuðum síðan af um kvöldið.
Þriðjudagur:
Keyrðum heim og tókum því bara rólega enda um 10 tíma á leiðinni sem hlýtur að vera met.
Þetta var bara fínasta ferð og tók ég tæplega 1000 myndir þessa fáu daga og er ég núna svona að henda út slatta af myndum sem eru ekkert sérstakar. Er búinn að setja inn 2-3 myndir á myndasíðuna mína úr ferðinni og mun ég örugglega bæta við fleiri myndum fljótlega.
|