laugardagur, maí 31, 2003 Hjörleifur |
16:45
|
Ég tók mig til klukkan 03:37 í nótt og hjólaði út á Seltjarnarnes, en þar átti myrkvinn að sjást best. Þar var fjöldi fólks í góðum fílíng og stóð út í rigningunni og var þetta bara ágætis samkoma fólks með áhuga á rigningu. Þar var t.d. einhverjir kvikmyndagaurar og tóku nærmyndir af öllum sem að voru þarna. Svo þegar klukkan var orðin passlega margt og fólk orðið gegnsósa af rigningunni þá var kominn tími til að halda heim á leið. Davíð og Daníel buðu mér far heim (þetta voru bara einhverjir strákar sem ég var að tala við á meðan þessi stórmerki viðburður átti sér stað) og vorum við sammála um að þetta hafi verið alveg rosalega tilkomumikið.
|
|
Hjörleifur |
01:36
|
Þið getið bara gleymt þessum hringmyrkva, hann sést ekki nema skýum ofar og það verður alskýað um allt land í nótt. Svo ef þið eruð ekki stödd í flyvemaskine í nótt þá sulið þið bara láta ykkur dreyma um þennan he...tis hringmyrkva, auk þess þá er þetta svo lítill myrkvi að menn verða ekkert varir við þetta nema að vita af því fyrirfram, því það verður ekkert neinn myrkvi!!!! þetta er bara svona rétt smá rökkur um miðja nótt.
So hú kers!!!!
|
|
Hjörleifur |
00:14
|
|
|
Hjörleifur |
00:13
|
Nú er ég bara að drekka kaffii og bæa aæ æasdfo efoowxsse
|
|
Hjörleifur |
00:11
|
annnars þá var ég rétt í þessu að vinns 8 skákkir í röp ogþapð efrit 8 stapup ob 5 bjoroa og geri aðrrirr bietur
|
|
föstudagur, maí 30, 2003 Joi |
18:56
|
Það er gjörsamlega verið að jarða myndirnar mínar tvær í Sony myndakeppninni, og er ég ekki sáttur við það. Þetta eru líklegast flottustu myndir sem þessir bjánar hafa séð og þeir myndu ekki þekkja listrænt formskyn þó það kæmi og segði við þá: "Hæ, ég er listrænt formskyn." Ef ég vissi hverjir þetta væru þá myndi ég prenta myndirnar mínar út á harðann A4 pappír ljósmyndapappír og troða myndunum upp í rassgatið á þeim!
|
|
Hjörleifur |
10:56
|
Vaknaði rétt um 11:30 í gær og fékk mér tvö mjólkurglös, fyllti vatnsbrúsann og hélt af stað á hjólinu út í óvissuna. Fór sem leið lá niður í Elliðaárdalinn og þaðan upp með ánni og upp að Rauðavatni og þaðan upp að vatnstönkunum á Geithálsi. Úr því að ég var nú kominn alla þessa leið þá gat ég alveg eins haldið áfram aðeins lengra svo ég hjólaði bara í átt að Rauðhólum, en þegar þangað var komið þá ákvað ég bara að skella mér upp í Bláfjöll. Svo ég endaði með því að hjóla til Hafnarfjarðar, en bara lengri leiðina (alls 64,0 km og tók þetta mig 4 klst og 1 mín í hjólatíma, en með pásum þá var ég rétt um 4 tíma og 30 mínútur). Heima í Hafnarfirði voru Sindri og Alma í heimsókn (en Sindri hjólaði líka, en fór bara aðeins styttri leið). Við borðuðum svo pönnukökur með sultu og róma út í garði í sól og blíðu.
Alma var að sjálfsögðu á bíl og voru hjólin okkar bara sett í skottið og var svo brunað til höfuðborgarinnar og farið í bíó (Identity, sem var bara helvíti góð).
Eftir bíó var ekkert eftir nema bara að fara heim og leggja sig (að vísu hnýtti ég eina flugu fyrir svefninn) enda orðinn helvíti þreyttur.
|
|
Árni Hr. |
08:13
|
Mæli með að menn taki frá eftirfarandi dagsetningar:
7 júní - Geirfuglarnir að spila á Grand Rokk
21 júní - Singapore Sling
Annað gott:
Megasukk 6 júní
Fræbbblarnir 20 júní
Allt er þetta á hinum stórgóða stað Grand Rokk
|
|
Árni Hr. |
08:09
|
Var rosalega duglegur í gær:
Vaknaði kl. 10.00
Ég og EE tókum hjólin út klukkan 11:20 og þá var hjólað í brunch í smáralind (enduðum reyndar á TGI Fridays).
Klukkan 13:00 var lagt af stað til Hfj. og haldið á FH-Valur.
Mættum klukkan 13:30 þar og þar sem ég er meðlimur FH klúbbsins þá fór ég niður þar sem í boði var bjór (fékk mér ekki) og einnig voru nokkrar ræður þar með kom þjálfarinn og sagði að hann ætlaði að breyta taktíkinni og spila meiri sóknarbolta.
klukkan 14.00 - leikur hefst og þjálfarinn stóð við orð sín, leikurinn var bara helvítið góður, 4-0 og eitt rautt spjald (mörkin hjá FH, spjaldið hjá Val). Danirnir hjá FH eru að gera góða hluti.
Á leiknum hitti ég marga frækna menn og gamla félaga.
Kl. 16.00 var haldið áfram að hjóla og var endað á Súfistanum þar sem ég fékk mér kaffi með bragðefni út í, mmm gott mál. Hitti þar fleiri gamla félaga og spjallaði aðeins við þá og að sjálfsögðu við EE.
kl. 17.00 var haldið heim á leið með smá viðkomu í Túnhvammi þar sem Oddgeir var að stússast með bróðir sínum og föður, spjölluðum við hann í 10-15 mín og fengum að vita að hann væri fluttur inn (nú er það komið á netmiðill Oddgeir!).
Þegar við komum heim ákváðum við að fara út í Nóatún þar sem keypt var Grísalund á grillið.
Einnig var stoppað í vídeóleigu þar sem við náðum í rosa spennumynd á DVD-R (R mun hafa mikil áhrif í lok sögunnar).
Heim var komið, grillað var grísalund og sveppir fylltir piparosti ásamt smá frönskum úr ofni, og þetta var alger snilld þó ég segi sjálfur frá, kjötið var frábært. Synd að segja að ég sé ekki búinn að mastera Grillið :)
Eftir mat ætluðum við að horfa á DVD-R myndina og þá vildi DVD spilarinn minn ekki sýna myndina, ég fletti upp í manualnum og skoðaði hylkið, en á hylkinu stóð í litlum stöfum að maður þyrfti að passa að spilarinn tæki DVD-R (einmitt það já!!) - how the hell should I know, en eftir að hafa flett því upp þá komst ég að því að svo er greinilega ekki, skrýtið það.
Nú ég fór út á vídeóleigu sagði þeim frá þessu og í góðmennsku sinni fékk ég að skipta um mynd sem ég horfði síðan á um kvöldið (Human Nature eftir Charlie Kaufman).
Í lokin er hægt að segja að um 10:30 hringdi síminn og heyrði ég mikil læti á bakvið - það var Guðjón Karl að hringja frá Stengade 30 þar sem hann var að hlusta á Ske í Köben.
Já góður endir á góðum degi..
kv. Árni Hrannar
|
|
Árni Hr. |
07:58
|
Ekki slæmt fyrir íslenska hljómsveit, nú sé ég eftir að hafa ekki farið á kveðjutónleikana..
Þá er "hitt" þungarokksblaðið, Metal Hammer, búið að fella sinn dóm yfir nýjustu afurð Mínus, Halldóri Laxness. Ásamt Kerrang! er blaðið talið helsta heimild um hvað í gangi er í heimi harðrar rokktónlistar. Rýnir Metal Hammer gefur plötunni 9 af 10 sem telst frábært en Kerrang! gaf plötunni fullt hús stiga, fimm K.
|
|
miðvikudagur, maí 28, 2003 Joi |
15:42
|
Úr mbl.is með smá leiðréttingu:
Heather Mills, eiginkona breska tónlistarmannsins Paul McCartneys, er með barni, að því er talsmaður þeirra sagði í dag. Er von á barninu síðar á þessu ári. Í stuttri yfirlýsingu þykjast hjónin vera himinlifandi yfir þessum tíðindum. Þetta er fyrsta barn Mills en McCartney á þrjú börn og stjúpdóttur af fyrra hjónabandi.
|
|
Joi |
15:13
|
Ég kem með í Þingvallaferðina (ef ég má)!
|
|
Joi |
15:11
|
|
|
Árni Hr. |
13:37
|
Annars er ég að hlusta á eftirfarandi diska í augnablikinu:
Brian Eno - The Drop, Mjög rólegur diskur, svona ambient diskur, síðasta lagið er 32 mín, snilldarlag.
Moloko - Statues, Fínn diskur, krefst hlustunar
White Stripes - Elephant, Snilld - tvö orð, snilld
|
|
Árni Hr. |
13:31
|
Það er spurning hvort ég skelli mér ekki með honum Hjölla þegar hann fer Þingvallaferðina sína, ég þarf greinilega að kaupa hraðamæli á hjólið mitt til að vera með í hópnum!
Annars hef ég heyrt að Jói ætli að slá okkur út og kaupa Línuskauta og skauta um bæinn.
Eftir 10 júní mun nú frítími hans aukast smá og því ætti hann að geta masterað það, ætli hann æfi sig ekki í ferðum upp á kjaló...
|
|
Hjörleifur |
10:53
|
Eins og staðan er í dag þá er mitt hraðamet komið upp í 51 km/klst og það niður skógarhlíðina (framhjá slökkvistöðinni) og kemst ég ábyggilega ekki mikið hraðar þar nema þá með töluverðum meðvindi. Síðast er ég fór niður brekkuna framhjá Vífilstaðavatni þá var ég ekki með hraðamæli og það var nýbúið að leggja slitlagið svo ég reyndi að fara eins hægt og hægt var, en það var hægara sagt en gert því það var töluverð lausamöl þarna og jeppi á eftir mér sem var alveg upp í rassgatinu á mér (veit ekki hvað hann var að spá) og ef ég hefði dottið á þessum hraða þá efast ég um að jeppinn hefði getað stoppað vegna lausamalarinnar. Ég á því eftir að taka þessa brekku aftur.
Svo stefni ég á þingvallaferð í júní (Nesjavallaleið, báðar leiðir), en það tekur um 3,5 tíma í röskum hjólatúr, svo ætli ég taki þetta ekki bara á 4 tímum.
|
|
þriðjudagur, maí 27, 2003 Hjörleifur |
15:39
|
Nú þarf að fara út í búð að versla (eða bara á heimasíðu skífunnar)
|
|
Árni Hr. |
14:55
|
Þetta var nú meiri helgin, á föstudegi kíktum við á smá Grand ofl. Komið var heim of seint.
Á laugardegi var júróvisíón og of mikið drukkið og of lítið sofið osfrv.
Þetta þýddi að menn áttu slæman sunnudag og slæman mánudag. Já aldurinn færist hratt yfir mann, í gamla daga hefði maður leikið sér að þessu og verið orðinn spenntur fyrir næstu helgi á mánudegi.
Sést á blogginu að jói er komið með nýtt habbý - maður sér nýja ljósmynd á degi hverjum næstum því.
Annars datt pústið undan bílnum á föstudag og það tók 20 þús. kr. að laga það helv.....
Ég held að það fari að vera kominn tími á að skipta út bílnum, meira draslið sem þetta er að verða. Spurning hvort maður fái sér ekki rútu eins og sumir.
|
|
Joi |
11:43
|
Mynd dagsins: Tekin um miðjan daginn í gær, í Kópavogi, þegar sólin var hátt á lofti. Sólfarið heitir listaverkið, að ég held.
|
|
mánudagur, maí 26, 2003 Joi |
10:47
|
Jæja, fínt Júróvisionpartý að baki og myndir koma kannski síðar. Hérna er stigagjöfin hjá okkur:
|
|
föstudagur, maí 23, 2003 Hjörleifur |
19:30
|
Ég er farinn að fá mér eitthvað að borða á Vitabarnum
|
|
Joi |
14:04
|
|
|
fimmtudagur, maí 22, 2003 Joi |
12:58
|
Af hverju svarar Pálmi ekki Júróvisionboðinu?
|
|
Joi |
09:35
|
|
|
Joi |
09:08
|
|
|
Joi |
09:03
|
Með þessari mynd er ég að reyna að túlka samspil nútímamannsins og náttúru. Myndin táknar hversu borgarbúinn er búinn að girða sig frá náttúrunni og sveitinni. Í fjarska bakvið hæðina má sjá paradís sem glóir sem gull en hún er það fjarlæg að borgarbúinn kemst ekki að henni vegna þess að hann er búinn að girða huga sinn. Og já, ég er að tala út um rassgatið á mér!
|
|
miðvikudagur, maí 21, 2003 Árni Hr. |
16:46
|
|
|
Joi |
15:03
|
I like it ... I like it a lot! Things are picking up!
Úr mbl.is
Hinn umdeildi stúlknadúett Tatu, sem tekur þátt í Evróvisjón-söngvakeppninni fyrir hönd Rússlands, hefur valdið fjaðrafoki í Riga, þar sem keppnin fer fram. Skipuleggjendur Evróvisjón-söngvakeppninnar eru meðal annars sagðir hafa hótað því að vísa stúlkunum úr keppni. Þá hefur umboðsmaður stúlknanna spurst fyrir um hvort þær þurfi að vera klæddar þegar þær flytja lag sitt í keppninni, sem fram fer í Lettlandi á laugardag.
BBC greinir frá því að skipuleggjendur keppninnar hafi hótað því að vísa Tatu úr keppni á þriðjudag ef þær yrðu á eftir áætlun við æfingar fyrir lokakvöldið. Ástæðan var sú að önnur stúlkan í dúettnum var sögð aum í hálsinum og taldi sig ekki geta lokið söngæfingum. Því var hafnað og sagt að þeim yrði vísað úr keppni ef dúettinn færi ekki eftir kröfum skipuleggjenda. Úr varð að bakraddarsöngvari dúettsins var fenginn til þess að ljúka æfingunum. Vitað er til þess að Julia Volkova, önnur söngkona Tatu, sé slæm í hálsinum og hefur söngdúettinn þurft að aflýsa tónleikum í Bretlandi af þeim sökum, að sögn BBC.
Umboðsmaður Tatu, sem vildi stöðva æfingar á þriðjudag, hefur ennfremur skrifað bréf til skipuleggjenda Evróvisjón þar sem hann hefur dregið réttmæti reglna í keppninni í efa. Meðal annars hefur hann spurst fyrir um hvort nauðsynlegt sé fyrir þær að vera klæddar á sviði. Honum var sagt að keppnin væri sniðin að þörfum fjölskyldna og því væri ekki hægt að koma óorði á Evróvisjón.
Þá þykir dúettinn óvinsæll meðal blaðamanna, sem púuðu á þær á blaðamannafundi á þriðjudag. Dúettinn er sagður hafa kvartað yfir lélegri lýsingu og sviðinu í keppninni.
Skipuleggjendur eru sagðir hafa undirbúið sig fyrir atriði Tatu á laugardag, ef þær valda fjaðrafoki með djarfri framkomu á sviði. Meðal annars verður myndband frá æfingum stúlknanna sýnt ef söngatriði þeirra í beinni útsendingu á laugardag fer yfir strikið, að mati skipuleggjenda.
|
|
Joi |
12:33
|
|
|
Joi |
12:19
|
Þetta freedrive.com sem Hjöllið benti á virðist vera nokkuð traust dæmi. Við strákarnir gætum t.d. fjárfest í 1000 mb gagnamagni og geymt þar myndir af því sem við gerum saman, eins og vefsíður um sumarbústaðarferðina, skotlandsferðina o.flr. Það myndi kosta $50 á mánuði og ef t.d. 3 slá saman í þetta væri þetta um 1500 kr. á mann. Eins gætum við byrjað á 500 mb sem eru um $30 á mánuði. Síðan getur vel verið að það séu einhverjir ódýrari aðilar til, gæti trúað því.
|
|
Hjörleifur |
10:01
|
Það náðist mynd af mér á leiðinni úr vinnunni í gær
|
|
Hjörleifur |
09:28
|
Djöfull er ömurlegt að hjóla í vinnuna í mikilli umferð!!!!
|
|
þriðjudagur, maí 20, 2003 Hjörleifur |
18:41
|
Rosalega er bloggsíðan búin að vera erfið í dag og gestabókin er bara ekkert að virka neitt almennilega???
Þetta er vægast sagt dularfullt mál.
|
|
Hjörleifur |
16:58
|
Vertu innilega velkominn í slembibullið Halli.
Væri ekki upplagt að Halli tæki saman stigin í Júróvisjónpartíi Jóa og Halla bara saman í blogginu, gæti að vísu verið doldið flókið og seinlegt, en samt...
|
|
Joi |
16:19
|
TilkynningSlembibullsbræður hafa fært út kvíarnar og hafa opnað útibú í Danmörku og ráðið þar einn starfsmann sem mun skýra frá því markverðasta sem er að gerast þar. Nýi meðlimurinn heitir Halli, kallaður Haraldur Örn og býð ég hann velkominn.
|
|
Nafnlaus |
16:17
|
haha!! ég er ekki einusinni með hraðamælir á bílnum mínum.......
|
|
Nafnlaus |
16:14
|
Jæja, halló halló
þá er ég kominn á meðal hinna frægu slembibullsbræðra, ég skrifaði í gestabók en kvartaði svo í yfirslembibullbróðir vegna þess að gestabók er ekki sjáanleg og varð því reddað á
stundinni.
Þessi yfirlýsing verður stutt þarsem ég skrifaði í gestabókina prior til þessa og þessvegna getiði bara kíkt þangað til að lesa það sem ég skrifaði.
Halli...
|
|
Joi |
16:11
|
Hva, eru bara allir að kaupa sér hraðamæla á hjólin sín?
|
|
Joi |
16:00
|
Halli var að skrifa langa og góða færslu í gestabókina - allir að skoða það.
|
|
Joi |
12:57
|
Wes Brown er meiddur og kemur ekki aftur fyrr en næstu jól. Þetta eru víst sömu meiðslu og hann lenti í fyrir nokkru og missti hann af heilu tímabili útaf þeim. Það er aðeins einn maður sem getur tekið við af honum og það er Alexander Nesta. Kaupa hann takk!
|
|
Hjörleifur |
11:31
|
Tók mér frí í gær og notaði tímann til að hjóla svolítið um bæinn og uppgreidaði hjólið mitt, þ.e. bætti á það hraðamæli, bjöllu og flöskustandi ásamt flösku úr gæðaáli, svo nú ætti ég að vera nokkuð góður fyrir lengri hjólatúra. Er einnig að spá í að skella mér á bögglabera með teyjum og jafnvel lítilli tösku fyrir smáhluti, eins og auka slöngu og bætur og svoleiðis dótarí. Svo skellti ég mér í Veiðihornið og keypti mér svolítið af fluguhnýtingarefni og var svo í gærkvöldi að hnýta flugur og horfa á lokaþáttin í Survivor.
Í dag er ég svo bara aftur kominn í vinnuna og ekkert meira um það að segja, nema að nú veit ég að það eru 2,5 km í vinnuna og ég var 10 mínútur að hjóla þetta, þökk sé nýja hraðamælinum.
|
|
mánudagur, maí 19, 2003 Joi |
16:54
|
Fín helgi að baki. Fór á árshátíð AGR á laugardaginn og Sonja kom með mér, sem er gott.
Er komin heim með gagnvirkt sjónvarp ... er í einhverju tilraunaverkefni og er því einhverskonar tilraunadýr. Ég get því núna tengd lyklaborð við afruglarann og farið á netið í sjónvarpinu. Eins er stafræn myndbandaleiga í þessu, og get ég valið og horft á margar nýjar myndir eins og Simone o.flr. Nokkuð flott hvað hægt er að gera í þessu djúnksbúnxi.
Ég held að ég sé að fá algjöra stafræna ljósmyndadellu. Er kominn á kaf í myndavélapælingar og eins er ég byrjaður að pæla mikið í hugbúnaði sem snýr að því eins og ACDSee og Photoshop. Ætla mér að verða magnaður í að taka og vinna ljósmyndir.
Er búinn að skoða mörg forrit til að halda utanum myndir og virðast þau öll hafa einhverja galla. ACDSee virðist samt vera nokkuð gott en það versta við það er að það er ekki hægt að raða myndum eftir dagsetningu sem þær voru teknar á (þ.e. EXIF dagsetninguna inni í myndinni). Ég hef samt ákveðið að nota það forrit því það virðist vera nokkuð öflugt í flestum hlutum.
Núna vantar manni bara stórt pláss einhverstaðar á netinu til að setja inn myndir. Málið er samt að það virðist vera mjög dýrt að leigja svona pláss þannig að það verður kannski bið á því að heimurinn fái að njóta minna mögnuðu mynda (mmm). Ætli ég skjóti samt ekki einni og einni mynd hérna inn eins og ég hef gert undanfarið.
Sony DSC-717 er að gera fína hluti og er ég búinn að kaupa mér svona eBook, sem er 250 síðna bók í .pdf skjali um vélina. Þar er kennt í miklum smáatriðum hvernig á að taka magnaðar myndir og er þetta allt í lit og virðist hafa verið nokkuð góð kaup.
|
|
laugardagur, maí 17, 2003 Hjörleifur |
13:11
|
Þetta var nú meira gærkvöldið. Snafsadeildin mætti á bjórfundinn í gær og það endaði náttúrulega bara með einhverri vitleysu, þ.e. menn urðu öfurolvi. En svo var haldið á Vitabarinn þar eðal gráðostahamborgari var snæddur. Svo hélt fólk bara heim á leið eftir matinn, enda var þetta bara orðið gott.
En í kvöld er Öldutúnsskólaendurfundasamkomuveislupartídjamm og verður það ábyggilega bara fínt.
|
|
fimmtudagur, maí 15, 2003 Joi |
23:40
|
|
|
Árni Hr. |
17:24
|
Ekki er hægt að skoða april bloggið okkar - getur Jóhann lagað það?
|
|
Joi |
11:01
|
Hraðamælirinn á hjólinu hans Sigga er kominn í lag!
|
|
Árni Hr. |
08:24
|
Mikið var gaman að sjá Juve vinna stórstjörnurnar hjá Real, nú verður gaman að fylgjast með endaspretti spænsku deildarinnar, gaman ef þeir fengju ekkert eftir þetta ár. Ekki alltaf hægt að kaupa sér titilinn samkvæmt þessu.
Einnig sér maður að það verið að breyta veðurstofunni hægt og bítandi í Grand Rokk, skákklúbbar, bjórklúbbar og pílukast. Já ætli þetta endi ekki bara með því að við hættum að fara á grandarann og förum á bjórkvöld með hjölla uppi á veðurstofu.
Annars er fínt að vera kominn í vinnu aftur eftir stutt frí, nú bíða menn bara eftir að fara í júróvisíon partý haraldar og Jóhanns, þar munu stórstjörnur sjást eins og Tatu og yndi allra landsmanna hún Birgitta. Einnig verða stalkerarnir á svæðinu, þ.e. í partíinu.
Annars keypti ég mér tvo diska í danaveldi, einn með Pigface og einn með Butthole Surfers, já hér eru engar Indigo Girls á ferð eða Sarah Machalagllachlan....
Tölvan mín heima er enn í rúst eftir að ég setti upp windows 2000, vantar nettenginu núna og skrifarann, guð veit hvað meira vantar. En CM4 er kominn af stað og það gerir allt hitt örsmátt miðað við gleðina á heimili mínu :)
|
|
miðvikudagur, maí 14, 2003 Hjörleifur |
16:46
|
Nú er loksins búið að koma upp pílukastaðstöðunni hér í kjallaranum og menn þegar farnir að kasta allt í kringum spjaldið, en vonandi á það nú eftir að breytast.
|
|
Árni Hr. |
13:07
|
|
|
Joi |
09:53
|
Hmmm .... er þetta ekki frekar barnalegt hjá félögunum að fullyrða að Arsenal sé besta liðið þó að þeir hafi tapað deildinni?
Arsenal captain Patrick Vieira has backed manager Arsene Wenger's verdict that the Gunners are the best team in England. Manchester United won the Barclaycard Premiership title, overhauling an Arsenal lead which at one time stood at eight points. Vieira blamed Arsenal's inability to win the 'ugly' games on their failure to retain the title and the 26-year-old feels the fighting spirit at Highbury is not as strong as it was when he arrived in London.
|
|
mánudagur, maí 12, 2003 Hjörleifur |
18:05
|
Þetta var nú meiri helgin.
Föstudagurinn var að vísu óskup rólegur og var bara farið snemma að sofa og svo vaknaði ég sprækur á laugardagsmorguninn og fór í vinnuna. Ég og Jói fórum svo síðar um daginn að kjósa og höfum ábyggilega báðir kosið vitlaust, því enginn valmöguleikanna var réttur. Svo var haldið í grillveislu til Særúnar, Guðbergs og Baddí. Við röltum svo yfir götuna til vinar Guðbergs og gláptum á kosningasjónvarpið svona af og til þar til að klukkan var orðin framorðið og röltum við þá bara aftur til baka (að vísu var Jói farinn rétt áður). Ég var svo kominn heim einhverntíman seint og um síðir. Rétt um hádegisbil þá vaknaði ég og var nú ekki alveg sá hressasti, en dreif mig samt sem áður af stað og hjólaði í vinnuna. Horfði einnig á úrsleitaleikinn í íshokkíinu (Svíþjóð - Kanada). Þetta var hörkuleikur og dómarinn var ekkert að flauta of mikið og því talsvert um pústra, eins og það á að sjálfsögðu að vera og úrslitin réðust ekki fyrr en í framlengingu og eftir að dómararnir höfðu verið að skoða upptökur af sigurmarkinu í ca 10 mínútur, en það sást ekkert of vel hvort að um mark hafi verið að ræða.
|
|
föstudagur, maí 09, 2003 Joi |
18:20
|
|
|
Joi |
18:04
|
Kjósa hvað?
Fluguhnýtingarnámskeið hvað??
Ánni hvað???
|
|
fimmtudagur, maí 08, 2003 Hjörleifur |
14:50
|
Nú er ég byrjaður á fluguhnýtingarnámskeiði og eru 2 kvöld búin og það síðasta er í kvöld. Kennarinn okkar heitir Sigurður Pálsson og einn þekktasti fluguhnýtingarmaðurinn í þessum bransa hér á landi á.
Þetta er alveg ágætis hobbý svona í vondu veðrunum fyrir framan sjónvarpið. Nú þarf ég bara að kaupa mér meira af efni og önglum til að byrja á þessu og pússa af flugustönginni og æfa köstin.
Á námskeiðinu erum búið að hnýta nokkrar "Peacock" og 2 "Héraeyru", eina "Mývatnsöræfi" og "Drotninguna", svo vorum við hálfnaðir "Black Ghost", en hún lofar góðu.
|
|
miðvikudagur, maí 07, 2003 Joi |
09:18
|
Mun Ánni kjósa utan kjörfundar þar sem hann er að fara til DK á morgun?
|
|
mánudagur, maí 05, 2003 Joi |
10:09
|
Jæja, fín helgi að baki og það var fínt í sumarbústaðnum.
Ég er búinn að fá nýju vélina mína, þ.e. Sony DSC-717 sem er alveg mögnuð ásamt leðurtösku.
United meistarar og það þýðir að Haukur þarf að púnga út 5 kippum af bjór!
Var að fá seinni einkunina í skólanum og fékk ég 9 fyrir Nýja tækni. Það þýðir 8 og 9 á þessari önn sem er nú bara alveg ágætt held ég.
|
|
föstudagur, maí 02, 2003 Hjörleifur |
14:58
|
|
|
fimmtudagur, maí 01, 2003 Joi |
14:00
|
Samkvæmt Kosningakompás mbl.is þá eiga skoðanir mínar þessa samleið með flokkunum:
Flokkur | Samsvörun | | Sjálfstæðisflokkur (D) | 81% | | Framsóknarflokkur (B) | 80% | | Frjálslyndi flokkurinn (F) | 79% | | Nýtt afl (N) | 77% | | Samfylkingin (S) | 68% | | Vinstrihreyfingin - grænt framboð (U) | 62% |
|
|
Joi |
13:49
|
Ætla að panta frá Amazon í USA á næstu dögum. Spurning hvort einhver af öðrum slemburum vill vera með í pöntununni til að spara sendingarkostnað?
|
|