miðvikudagur, maí 21, 2003
|
Skrifa ummæli
I like it ... I like it a lot! Things are picking up!

Úr mbl.is
Hinn umdeildi stúlknadúett Tatu, sem tekur þátt í Evróvisjón-söngvakeppninni fyrir hönd Rússlands, hefur valdið fjaðrafoki í Riga, þar sem keppnin fer fram. Skipuleggjendur Evróvisjón-söngvakeppninnar eru meðal annars sagðir hafa hótað því að vísa stúlkunum úr keppni. Þá hefur umboðsmaður stúlknanna spurst fyrir um hvort þær þurfi að vera klæddar þegar þær flytja lag sitt í keppninni, sem fram fer í Lettlandi á laugardag.
BBC greinir frá því að skipuleggjendur keppninnar hafi hótað því að vísa Tatu úr keppni á þriðjudag ef þær yrðu á eftir áætlun við æfingar fyrir lokakvöldið. Ástæðan var sú að önnur stúlkan í dúettnum var sögð aum í hálsinum og taldi sig ekki geta lokið söngæfingum. Því var hafnað og sagt að þeim yrði vísað úr keppni ef dúettinn færi ekki eftir kröfum skipuleggjenda. Úr varð að bakraddarsöngvari dúettsins var fenginn til þess að ljúka æfingunum. Vitað er til þess að Julia Volkova, önnur söngkona Tatu, sé slæm í hálsinum og hefur söngdúettinn þurft að aflýsa tónleikum í Bretlandi af þeim sökum, að sögn BBC.

Umboðsmaður Tatu, sem vildi stöðva æfingar á þriðjudag, hefur ennfremur skrifað bréf til skipuleggjenda Evróvisjón þar sem hann hefur dregið réttmæti reglna í keppninni í efa. Meðal annars hefur hann spurst fyrir um hvort nauðsynlegt sé fyrir þær að vera klæddar á sviði. Honum var sagt að keppnin væri sniðin að þörfum fjölskyldna og því væri ekki hægt að koma óorði á Evróvisjón.

Þá þykir dúettinn óvinsæll meðal blaðamanna, sem púuðu á þær á blaðamannafundi á þriðjudag. Dúettinn er sagður hafa kvartað yfir lélegri lýsingu og sviðinu í keppninni.

Skipuleggjendur eru sagðir hafa undirbúið sig fyrir atriði Tatu á laugardag, ef þær valda fjaðrafoki með djarfri framkomu á sviði. Meðal annars verður myndband frá æfingum stúlknanna sýnt ef söngatriði þeirra í beinni útsendingu á laugardag fer yfir strikið, að mati skipuleggjenda.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar