fimmtudagur, desember 29, 2005
|
Skrifa ummæli
Bækur
Ég er alltaf að reyna að lesa fleiri bækur og nú hef ég náð að klára 3 bækur í desember, þó eru nú 2 hálfgerðar svindlbækur - en bækur þó.
Las Eftirmál eftir Njörð P. Njarðvík og son hans, sú bók var hreint út sagt mögnuð saga af manni fastur í klóm fíknar.
Svo las ég nýjustu bók Hugleiks, en það tók ekki langan tíma - skemmtileg bók, svartur húmór þar.
Að lokum "las" ég nýjustu bókina hans Jóhanns, tók ekki langan tíma þar sem textinn var nú kannski ekki í aðalmálið.

En þetta þýðir amk að ég er á góðu róli þessa dagana :)

Sá seinni þáttinn um Bob Dylan í sjónvarpinu í kvöld - hann er merkilegur og erfiður kappi, snillingur á sínu sviði en nokkuð erfiður. Þetta var mjög skemmtilegur þáttur og hefði ég viljað sjá fyrri þáttinn.

Annars tekur við löng helgi þar sem ég ætla að vera í fríi á föstudag og mánudag.
    
|
Skrifa ummæli
Rakettur
Við Sonja erum núna að passa flugelda í björgunarsveitarhúsinu á Kjalarnesi og verðum hérna í alla nótt. Ég gæti því verið smá þreyttur í Perlunni annað kvöld enda líka búinn að vera hálf slappur síðustu daga, með hálsbólgu og hausverk.
    
Já ég hef líka verið að kvefast núna eftir jólin og hef verið að snýta mér og hálsinn ekki verið upp á það besta, svo hefur maginn verið eitthvað dularfullur líka, en þetta er allt innan "veikinda-markanna" en varla hægt að kalla þetta flensuskít því það gæti bara misskilist.
10:28   Blogger Hjörleifur 

Miðað við veikindi ofl þá er spurning hvort menn vilji seinka jólahlaðborðinu þar til eftir jól?
10:48   Blogger Árni Hr. 

en það er komið eftir jól og jólahlaðborð perlunnar hættir 31. des
10:51   Blogger Hjörleifur 

Við getum þá bara farið út að borða í staðinn, þ.e. ef menn eru ekki upp á sitt besta.
12:13   Blogger Árni Hr. 

????
12:17   Blogger Joi 
miðvikudagur, desember 28, 2005
|
Skrifa ummæli
Bók
Við Sonja bjuggum til bók fyrir jólin og gáfum hana út í gegnum Lulu og er hún í sölu þar og einnig á Amazon, ISBN-1-4116-6286-5 (það tekur víst 3 vikur fyrir Amazon að fá inn á síðuna umsögn um bókina og mynd af forsíðu og baksíðu). Við gáfum fjölskyldum okkar og nokkrum útvöldum þessa bók í jólagjöf og vakti hún mikla lukku og ætlum við að panta nokkrar bækur í viðbót á næstunni fyrir þá sem hafa pantað eintak hjá okkur :-)
Þessi bók er um 14x22cm á stærð og með um 160 síður allar í lit og eru þetta myndir úr ferðalagi okkar um Austur Evrópu. Við notuðumst við umbrotsforitið InDesign til þess að búa til bókina og hún er prentuð hjá Lulu og kostar eintakið um 40 dollara sem er um 2500 kall fyrir utan sendingakostnað.
Hérna er hægt að sjá nokkrar síður úr bókinni og hérna er Lulu síðan fyrir bókina.
    
hvaða bók var það
12:32   Blogger Hjörleifur 

æjá Ljósár, var búinn að gleyma henni
12:33   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Espresso
Við erum með Espresso vél í vinnunni og ég hef vanið mig á það að drekka um 10 litla bolla á dag af þessum guðaveigum. Það er aðeins of mikið og finn ég fyrir því á kvöldin þegar ég hef drukkið of mikið kaffi. Eins fæ ég hausverk um helgar þegar ég drekk ekkert kaffi og er það nú ekki gott mál að vera þetta háður því.
Ég hef því ákveðið að kaupa mér almennilega kaffivél til að sleppa við þennan helgarhausverk og geta boðið gestum upp á gott kaffi. Ég hef stúderað aðeins Espresso kaffi á netinu og það er víst ekki sama hvernig það er búið til. Til þess að Espresso kaffi verði gott þarf þrýstingur í gegnum kaffið að vera a.m.k. 9BAR og hitinn um 90-95°. Það er því augljóst að venjulegur gufuþrýstingur er ekki nægilegur (mest um 1,5BAR) og þarf því að fara út í meiri fjárfestingar. Þessi vél kostar um 25þ og er ég að spá í að fjárfesta í henni. Þessi vél er með flott Retro útlit en ég veit ekki hvað hún hitar kaffið mikið en það er einhver mælir framaná henni til þess að ákvarða það og þrýstingurinn er 15BAR þannig að kaffið ætti ekki að vera súrt og ramt heldur unaðslegt, bragðgott Espresso!
    
Hlakka til að drekka kaffið þitt
10:28   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Perlan
    
þriðjudagur, desember 27, 2005
|
Skrifa ummæli
Narnia
Þá er búið að sjá Narniu. Fín ævintýramynd. Tölvugrafík mjög stór þáttur í myndinni og á mörgum stöðum nokkuð augljós, en ef maður er ekkert að láta það pirra sig þá er þetta bara mjög fín ævintýramynd. En samt það er búið að hæpa þessa mynd svo mikið upp og verð eiginlega að segja að ég bjóst við meiru, en gef henni samt 3 stjörnur.
    
Sástu þessa mynd í bíó eða í sjónvarpinu - það skiptir miklu máli fyrir svona mynd.
18:20   Blogger Árni Hr. 

Fór á hana í Háskólabíó, að vísu var hún í sal 3, en það er nú samt ekkert slæmur salur
18:22   Blogger Hjörleifur 
laugardagur, desember 24, 2005
|
Skrifa ummæli
Gleðileg jól!
    
Sömuleiðis
01:27   Anonymous Nafnlaus 
föstudagur, desember 23, 2005
|
Skrifa ummæli
Jól
Hva, það eru bara að koma jól!
    
fimmtudagur, desember 22, 2005
|
Skrifa ummæli
X-mas
Þá eru Xmas tónleikarnir búnir og heppnuðust svona áægtlega, en vantaði þó einhvern frumleika þarna inní. Flest böndin voru bara að spila 2 lög + jólalagið og gerðu það svosem ágætlega, en samt var eins og eitthvað væri að vanta. Það var t.d. voðalega lítill húmor í þessu þar til að hljómsveitin Rass steig á svið og flutti "litli trommuleikarinn". Óttar Propé söng það lag með sínu lagi eins og sagt er og heppnaðist mjög vel. Bootlegs voru líka fínir og áttu mjög viðeigandi jólalag, en þeirra lag passaði vel inn í tónlistarstefnu þeirra og tóku mjög þungt jólalag þar sem að "sungið" var "jól" aftur og aftur eins og það væri að koma út úr djöflinum sjálfum. Dr. Spock voru svo að mínu mati bestir, en sviðsframkoma þeirra var óborganleg og mætti þar Óttar Propé í Jólasveinabúningi og gítarleikarinn spilaði á hlébarðanærbrókum einum fata. Að sjálfsögðu voru gulu hanskarnir ekki langt undan, en þeim var dreift til áhorfenda og jafnframt gáfu þeir heitustu aðdáendum sínum geisladiska við mikinn fögnuð (ég fékk ekki disk).
Kvöldið endaði á Brain Police og verð eiginlega að segja að ég varð fyrir smá vonbrigðum þar, en þeir voru frekar ófrumlegir og spiluðu gamalt efni og ekki bætti úr skák að magnari bilaði svo að bassinn datt úr sambandi og þetta tafði og maður datt eiginlega úr sambandi sjálfur við þetta.
En svona í heildina litið var þetta skemmtilegt kvöld og gaman að sjá svona margar íslenskar hljómsveitir á stuttum tíma og stóðu þær sig í rauninni allar vel, en þær gáfu vinnu sína í þetta, en allur ágóði af tónleikunum mun renna til Foreldrahúss.

Það sem að skyggði á þessa tónleika var kynnirinn (stundum kynnarnir). En þeir hafa eitthvað misskilið þetta með heitið á tónleikunum og héldu greinilega að þetta væri tækifæri fyrir þá til að masa og masa og masa út í eitt. Vægast sagt voru þeir svo hræðileigir og óhugnalega leiðinlegir (þó aðallega einn strákur, en hann var aðalkynnirinn) að ég hef bara aldrei kynnst öðru eins nokkru sinni á neinum viðburði sem ég hef farið á alla mínia lífstíð og mun vonandi aldrei sjá neitt jafn slæmt og þetta í kynningu aftur.
En þessi strákur hélt að hann væri mjög findinn, en ekki einasti kjaftur í salnum gat með nokkru móti brosað af því sem hann sagði og eflaust hafa fleyri en ég vonað það að hann myndi hætta þessu. Ég gæti eflaust haldið svona áfram mjög lengi, en ég nenni því ekki, því það hefur ekkert upp á sig nema pirring.
Ætla ég samt að vona að hann lesi bloggið okkar svo að hann geri þetta aldrei aftur.

Eitt sem er skrítið við þessa tónleika, en það er skipulagið. Þetta virðist vera frekar illa auglýst og fyrir vikið mæta fáir og þetta verður ekki eins gaman. Þetta var svona líka fyrir 2 árum og þar áður, en þegar við fórum í Austurbæ þá var uppselt og mun meira lagt upp úr þessu heldur en nú. Svo er líka svolitíð skrítið að vera að styrkja samtök eins og Foreldrahús á stað þar sem hvatt er til drykkju í miðri viku, en kynnirinn minntist ósjaldan á að fólk ætti að fá sér gin og tonic. Ég veit ekki hvað málið er, en spurning hvort að Foreldrahús ætti ekki bara að sjá um þessa tónleika sjálft og gætu þau eflaust fengið mun meiri pening inn fyrir vikið.

Jæja, ég er farinn út í Kringlu að kaupa Jólagjafir.

    
Já, hljómar ekki nægilega vel - eins gott að mér var ekki boðið með segi ég bara!
17:56   Blogger Joi 

Já ég get verið nokkuð sammála Hjölla með þetta, kynnirinn var hundleiðinlegur og vantaði nokkuð uppá frumleika.
En á milli voru skemmtileg lög og skemmtilegar hljómsveitir og stóðu Dr. Spock nokkuð langt uppúr. Einnig fannst mér gaman að sjá gömlu grúppuna Bootlegs með þétt prógram og inná milli voru fín lög og í heildina ágætt. Þó fannst mér endirinn frekar snubbóttur og held ég að Brainpolice megi muna sinn fífil fegurri.
Varðandi það að Jóhanni var ekki boðið þá var þetta ákveðið með stuttum fyrirvara og hefur Jóhann ekki sýnt mikinn áhuga að fara á tónleika undanfarið árið, þ.e. rokktónleika svo sem Airwaves sem við vildum endilega fá hann með í. En það er rétt að kurteisi hefði verið að bjóða honum og má að vissu leiti kenna gleymsku um það líka auk áðurnefndrar ástæðu. Þú kemur þá bara næst :)
18:09   Blogger Árni Hr. 
miðvikudagur, desember 21, 2005
|
Skrifa ummæli
Bob
Í kvöld verður fyrri hluti myndar um Bob Dylan sem heitir No Direction Home sem Martin Scorsese bjó til. Þessi mynd hefur fengið mjög góða dóma út um allan heim og ætla ég a.m.k. að reyna að horfa á hana.
    
Já, ég hafði a.m.k. ótrúlega gaman af myndinni og ætla ekki að missa af seinni hluta!
09:25   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
THS
Bara minna á að enski seðillinn lokar á mánudaginn kl. 14:00 svo það þarf að funda fyrir þann tíma og helst ekki á aðfangadag eða jóladag. Nema að við hittumst bara á msn um helgina kl. eitthvað ákveðið og göngum frá þessu í gegnum netið.
    
|
Skrifa ummæli
Myndablogg
    
|
Skrifa ummæli
Tore Kong
Við fórum nokkur saman á King Kong í lúxussal í Bíóhöllinni Álfabakka á sunnudaginn. Ég, Sonja og Jóhanna lentum í því að þurfa að sitja á fremstu röð og þurfti maður að horfa ansi mikið upp á við og var aðeins of nálagt tjaldinu en það reddaðist þó.
Myndin sjálf er um 3 tímar og að mínu mati fannst mér hún aðeins of löng og nokkrir hlutar sem maður hefði viljað fjarlægja úr myndinni. Maður vissi að sjálfsögðu hvernig söguþráðurinn af myndinni er í stórum dráttum og það fannst mér skemma fyrir myndinni, veit ekki hvort menn í Hollywood ættu að leggja svona mikla áherslu á að endurgera myndir, ég er a.m.k. ekki alveg að fíla það. Myndin var ágæt en ég held ég hafi búist við aðeins meiru en ég samt veit það ekki alveg. Tölvugrafíkin var oftast fín en í 2-3 atriðum í myndinni var hún alveg hræðileg og ótrúlegt að menn láti svona atriði inn í svona dýra mynd. Eins þótti mér aðeins og langsótt sumt í myndinni en ætla ekkert að fara nánar út í það til þess að skemma ekki fyrir þeim sem eiga eftir að sjá hana. Sonja segir reyndar að þetta sé bara bíó og ævintýri og maður eigi að taka þessu sem slíku og ekki vera að láta svona hluti fara í taugarnar á sér og það er líklegast rétt hjá henni.
Annars fannst mér Jack Black passa vel í hlutverk sitt í myndinni sem leikstjórinn og fannst mér hann standa upp úr í svona rúmlega meðalmynd.
    
Þetta er eins og talað úr mínum munni, ég og EE áttum í samskonar samræðum heima um Kongarann, ég er sagði einmitt við hana að þetta væri 3 stjörnu mynd (af 5). Sömu rök hjá mér líka..
12:21   Blogger Árni Hr. 

Já þetta var einmitt svona 3 stjörnu mynd. Mér fanst hún samt ekkert neitt vera of löng og leiddist mér ekkert á henni þótt hún hafi verið 3 tímar, en það var náttúrulega þarna hluti af myndinni sem var ekki í þeirri gömlu og því atriði hefði alveg mátt sleppa, enda var tölvugrafíkin þar of augljós og kom sögunni eiginlega ekkert við (sem og nokkur bílaatriði). En Kong sjálfur var samt mjög vel gerður og hef ekkert út á hann að setja.
Er alveg sammála að myndin hafi því verið of löng vegna þessa (Ragnar Reykás er að skrifa núna). Myndin hefði eflaust verið 4-5 stjörnu mynd ef það væri klipptur af henni klukkutími.
14:23   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
DAM
Ert þú einn af þeim sem safnar upp myndum og ert í vandræðum með að skipuleggja, flokka og taka afrit af þessum myndum? Ég fékk þessa bók frá Amazon í fyrradag og er búin að lesa um helminginn af henni og verð ég að segja að þessi bók er ansi fróðleg og gagnleg ef maður er að spá í að taka þessa hluti í gegn. Höfundurinn er einn sá fremsti í svona DAM (Digital Asset Management) pælingum í heiminum og sá sem kom þessum umræðum af stað fyrir nokkrum árum síðan. Persónulega er ég með mitt kerfi á þessu og það er bara engan vegin nógu gott og ég hef verið í vandræðum með að flokka og taka backup ... held að þessi bók geti hjálpað mikið.
    
þriðjudagur, desember 20, 2005
|
Skrifa ummæli
Zeiss

Þetta er á síðu Carl Zeiss og verður tilkynnt á morgun hvað þeir eru að meina - flestir hallast að því að þeir séu að fara að hefja framleiðsu á linsum fyrir Nikon vélar en það væri gaman ef þeir væru að fara að búa til linsur á Canon líka.
    
|
Skrifa ummæli
Slembilistinn
Rokkið lifir hér. Til hamingju Árni.

1 Moby
2 Queens of the Stone Age
3 Rammstein
4 Nine Inch Nails
5 KMFDM
6 Genitorturers
7 Motörhead
8 Ministry
9 Cobalt 60
10 Marilyn Manson

Ekki alveg jafn mikið rokk hjá Jóa, en í jólaskapi.

1 Sufjan Stevens
2 Say Hi to Your Mom
3 Death Cab for Cutie
4 The New Pornographers
5 Clinic
6 Castanets
7 Bubbi
8 Clap Your Hands Say Yeah!
9 Emiliana Torrini
10 Bloc Party

Pálmi svona meira pönkaður heldur er rokkaður, en mjúki maðurinn þó ekki langt undan

1 Eminem
2 Ragnheiður Gröndal
3 Kaiser Chiefs
4 Sonic Youth
5 The Clash
6 Megas
7 Khonnor
7 Utangarðsmenn
9 Sex Pistols
10 innvortis

Bjarni er meira svona, tja hvað skal segja, mjúkur kúreki, enda býr hann út í sveit.

1 Emiliana Torrini
2 Cornelis Vreeswijk
3 Iris DeMent
4 Billy Bragg
5 Hot Club of Cowtown
6 Bill Monroe
7 Billy Bragg & Wilco
8 Alison Krauss & Union Station
9 Cowboy Junkies
10 KK og Maggi Eiríks

Og þá er það ég. Ætli það sé ekki best að aðrir útskýri þetta.

1 Bubbi
2 Nick Cave and the Bad Seeds
3 Bang Gang
4 Eläkeläiset
5 Bob Dylan
6 Sufjan Stevens
7 Geirfuglarnir
8 The Boo Radleys
9 Clinic
10 The Smiths
    
Andskotinn, Hjölli er greinilega með betri tónlistasmekk en ég ... en hinir standa okkur langt, LANGT að baki!
15:40   Blogger Joi 

það er greinilegt að það er ekki bara ég sem er fúll gamall kall - hvurslags kellingapopp er verið að hlusta á? PP er kannski eini ungi reiði maðurinn, er enn að rebella í gegnum pönkið.
18:14   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Búddakallagengi
Var að skoða heimasíðu Arnars Karlssonar og rakst á þessa mynd hér af þessum mjög svo kúl búddastrákum. Ef þeir hefðu fæðst í Englandi væru þeir eflaust hinar mestu fótboltabullur.

Lagaði linkinn aðeins, því hann vísaði ekki beint á myndina.
    
Þetta er tekið í Laos og ég kannast við staðhætti á mörgum myndum - gaman að sjá þetta.
10:14   Blogger Joi 

Hver er Örn Karlsson?
11:58   Blogger Árni Hr. 

Örn Karlsson var kokkur á Hótel Búðum. En hann er einnig listamaður og nú ber hann út póstinn (m.a. heim til mín) og býr til myndir. Hildur systir benti mér á þessa síðu, en hún er greinilega mjög ný (amk ef marka má teljarann á síðunni).
13:08   Blogger Hjörleifur 
mánudagur, desember 19, 2005
|
Skrifa ummæli

Del· cred·er·e

[It., of belief or trust.]
(Mercantile Law) An agreement by which an agent or factor, in consideration of an additional premium or commission (called a del credere commission), engages, when he sells goods on credit, to insure, warrant, or guarantee to his principal the solvency of the purchaser, the engagement of the factor being to pay the debt himself if it is not punctually discharged by the buyer when it becomes due.

del cre·de·re (del-`kr?-d?-'r?) adj.

[Italian, of belief, of trust]
Relating to or guaranteeing performance or payment by third persons to a principal in connection with transactions entered into by an agent for the principal usually in return for higher commissions

del cre·de·re

[Icelandic, music]
A band that was formed in the late 80's. It was the best band in the world at the time, but they only performed in a very local place called "Herbergið hans Jóa". The band recorded one tape and played it for 3 teenage girls in "Bíllinn hans Pálma". They were very impressed and then the band members gave them a ride home.
    
sunnudagur, desember 18, 2005
|
Skrifa ummæli
Veðurspár
Spurning hvort Hjölli getur póstað hér á netinu hvernig veðurspár hafa þróast undanfarin ár, þ.e. gæði spánna.
Ég las í sumar að ég held grein um hvernig þróun sólarhringsspánnar og allt upp í viku spá. Þar gat maður t.d. lesið að sólarhringsspáin var orðin 90%+ osfrv.

Eru ekki til einhver línurit yfir þetta... Yfir til þín Hjölli
    
Þá held ég að það sé best að Pálmi svari þessu
21:46   Blogger Hjörleifur 

Þetta tilnefni ég, sem dyggur lesandi, sem blogg + comment ársins!
11:27   Blogger Burkni 

Við þurfum nýjara efni en 1997 þ.a. ég treysti á að Hjölli hendi inn einu stuttu bloggi með línuriti. Ég er enn spenntari eftir að ég sá fréttir og línurit um hitastig síðustu 10 jól
23:02   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
52 bækur
Í byrjun árs 2005 setti ég takmark um að lesa 52 bækur yfir árið, eða svo hélt fólk. Í raun setti ég markmið að lesa 5,2 bækur yfir árið og er ég að klára mína 5 bók að ég held.
Næsta ár þá mun ég setja nýtt markmið en þá stefni ég áfram á að auka lestur minn og það sérstaklega á íslenskum bókum þar sem ég finn fyrir að íslensk tunga er á undanhaldi og vil ég amk reyna að passa upp á mig. Eins og Megas sagði þegar hann fékk verðlaun fyrir íslenska tungu og var spurður um hvernig honum líkaði þetta osfrv - eina sem hann sagði var fokking kúl..

Já markmið mitt fyrir næsta ár byggir reyndar á smásögum sem ég þarf að fá lánað frá bókasafni hfj þar sem ekki er hægt að kaupa þær lengur skv Mál og Menningu.
    
... hann sagði reyndar þegar hann var spurðu hvaða þýðingu þessi verðlaun hefðu fyrir hann: "Bunch of money!" ... en sagan er góð!
16:37   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Eplið fellur langt frá eikinni
Þetta er ótrúlegt með son Pelé - sonurinn er dópisti og hefur drepið mann af slysni:

Pelé
    
|
Skrifa ummæli
List

Ægir gisti hjá okkur í nótt og teiknaði þessa mynd í dag og krafðist þess að ég myndi setja hana á netið. Fremri röð er víst Ægir og ég.
    
föstudagur, desember 16, 2005
|
Skrifa ummæli
Nágrannar - húsið keypt og selt
Í morgunn var farið til sýslumanns og gengið frá húsakaupum og svo um leið húsasölu. Hefur nú Nágranni okkar eignast húsið formlega og verður það rifið í vor og byggður á lóðinni bílskúr. Það er því endanlega útséð um örlög hússins og verð ég að segja að ég er bara nokkuð sáttur við að þessu máli skuli loksins vera lokið. Þetta hús hefur kostað mig margar andvökunætur og nú undir það síðasta (við þessa eignaskiptingu) 61509 kr. En svo bætist við kostnaður vegna lagfæringar á húsinu eftir að búið verður að rífa þessa viðbyggingu. En það verður ekki fyrr en næsta sumar.
    
|
Skrifa ummæli
Blogg og leiðindi
Var að lesa gamalt blogg, þ.e. júlí fyrir 2 árum að ég held, mikið djöfulli erum við orðnir leiðinlegir miðað við bloggin sem voru að fjúka þá.
Spurning hvort þetta sé að deyja hjá okkur, sögurnar verða færri og staðreyndirnar fleirri en það er einmitt eitthvað sem getur drepið góða bloggsíðu.
Ég er nú sko ekki barnanna bestur, hef verið að skoða hvað ég hef skrifað í gamla daga og er hægt að segja að maður hafi nú verið aðeins frjóari á þeim tíma. Er maður orðinn andlaus og búinn á því eða er maður í tímabundnu fríi frá þessu eða hvað er að gerast.
Ég veit að þessir þyngstu og erfiðu mánuðir eru kannski ekki að gera gott fyrir mig, en ég á nú ekki að hafa misst mínar skoðanir Þrátt fyrir töluvert andleysi.

Rétt til að slútta af með einni sögu þá gerðum við EE hund okkar þann óleik að klæða hann upp í jólabúning, ég get nú ekki sagt að hann hafi verið sáttur, þess á milli að hann horfði á okkur sár eða fúll þá reyndi han að naga af sér fatnaðinn. En nokkrar myndir náðust og nokkur kátína meðal viðstaddra, sem var nú bara ég og EE. Ég mun reyna að henda þessari mynd inn á bloggið við tækifæri.

Í dag var líka litlu jólin í vinnunni og hefur maður nú ekki vaxið upp úr því að fá pakka, maður var eins og krakki í dótabúð að bíða og ýta á fólk að drífa sig að opna pakkana - hvað er þetta með að allir verða að horfa á, á meðan maður opnar pakkana. Þolinmæði er greinilega ekki alveg að gera sig hjá mér - ég hefði getað klárað litlu jólin af á 15 mín sennilega í stað 1 klst.

Minnir mig alltaf á Sigga Jóns þegar við vorum hjá Gulla í söng í Engidalsskóla, en við vorum að syngja saman lag (undirritaður sennilega bara lipp syncað) og allir góluðu hátt og snjallt nema í miðju lagi hætti Siggi að syngja.
Gulli spyr: Af hverju syngur þú ekki Sigurður?
Siggi segir: Ég er búinn með lagið...

já good times....
    
|
Skrifa ummæli
King Kong
7 miðar í hús af King Kong á sunnudag klukkan 18.00. Þá verður fjör...
    
jibbí
18:10   Blogger Hjörleifur 

jeeee bitz eins og maður segir stundum
19:56   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Póker
Við félagarnir ættum kannski að fjárfesta í svona og taka t.d. eitt fimmtudagskvöld í mánuði í að spila.
    
Ég hef einmitt prófað að spila með svona nokkrum sinnum. Skemmtilegast er að spila svokallaða texas holden póker, en hann er mjög skemmtilegur - mæli með að við myndum gera þetta einu sinni í mánuði, en kannski á föstudegi þ.a. maður gæti fengið sér einn-tvo bjóra í ró og næði. Texas holden er þannig að hver spilari er með 2 spil á hendi og svo eru sett 5 spil á borðið (fyrst 3 og svo eitt í einu) og sá sem fær eitthvað út úr því vinnur.
Gísli hefur einmitt keypt svona auk fullan kassa af auka "chipsum", gæti fengið það lánað til að prófa sennilega.
15:24   Blogger Árni Hr. 

Ég er maður í svona spil einn föstudag í mánuði. Spurning að kalla til menn eins og Sigga og Hjölla og einhverja fleiri kannski líka?
15:27   Blogger Joi 

Já hvernig væri að Siggi, Hjölli og PP myndu láta vita hvort þeir vildu vera með - gæti verið gaman.
16:14   Blogger Árni Hr. 

Haukur er in - held að Pálmfróður sé líka spenntur!
20:27   Blogger Joi 

jamm, ég er með líka
21:53   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Mæli með þessu tímariti um ljósmyndun í PDF formi: Check it!
    
fimmtudagur, desember 15, 2005
|
Skrifa ummæli
Suffjan
Sufjan Stevens heitir maður sem ég hef hlustað soldið á undanfarið en hann ætlar að gera eina plötu um hvert fylki Bandaríkjanna. Hann er búinn að gera 3 jólaplötur sem eru ansi góðar og hægt er að nálgast þær ókeypis hérna, og ég mæli alveg með þeim!
    
Já ég er búinn að renna diskunum hans í gegn 3-4 sinnum og verð bara að segja að hann er bara alveg himneskur
22:33   Blogger Hjörleifur 

Vá, þá er bara rosa tækifæri sem þú gafst þessu!
10:06   Blogger Joi 
miðvikudagur, desember 14, 2005
|
Skrifa ummæli
Þegar ég var laminn - The End?
Ég fékk bréf inn um lúguna í gær, sem gerði mig frekar fúlan, en þó var ég eiginlega bara meira sár yfir þessu og margar leiðinlegar minningar komu upp aftur. Í framhaldi af þessu þá skrifaði ég bréf til Orator, en það er félag lögfræðinema og veita þeir ókeipis lögfræðiráðgjöf og er hægt að senda þeim póst í gegnum vefsíðuna www.islog.is. Það er nú ekkert í þessu bréfi sem fólk vissi ekki áður, en ég deili þessu með ykkur hér því mér finnst þetta vera bara svo óréttlátt.

Lögfræðinemar eru reyndar komnir í upplestrarfrí fyrir jólaprófin og því ekki hægt að vænta svars frá þeim fyrr en eftir dúk og disk, en ég er þó búinn að prófa þetta og get nú varla tapað meira á því, heldur en ég hef nú þegar gert.

En hér kemur bréfið sem ég skrifaði til Orator:


"Um réttarstöðu þess sem verður fyrir barðinu á ofbeldismanni.

Nú varð ég svo óheppinn veturinn 2001 að ég var barinn í buff fyrir utan Gauk á Stöng og var andlitið krambúlerað töluvert og mátti minnstu muna að nefbeinið færi upp í heila (skv. því sem læknirinn sagði, en eitt högg í viðbót hefði getað gert útslagið). Ég sá aldrei árásarmanninn, en þetta gerðist mjög snöggt og man aðeins eftir því að hafa fengið 4 þung högg á andlitið og því varð að reiða sig á vitni í þessu máli.

Lögreglan mætti á svæðið mjög fljótt og náði hún að yfirheyra vitni (enda hefði það ekki átt að vera erfitt þar sem að þarna fyrir utan stóð töluvert mikið af fólki í röðum til að komast inn (bæði á Gaukinn og Amsterdam).

Ég kærði atburðinn strax og var mér tjáð að þetta væri mjög alvarlegt mál og yrði tekið strax fyrir. Einnig var mér ráðlagt að ráða mér lögmann til að fylgja málinu eftir sem ég og gerði, enda á sá seki að borga brúsan og skv. reglum (sem ég hef heyrt) þá fær maður borgaðar skaðabætur frá ríkinu og það rukkar svo sakborninginn.

Svo leið og beið og lögfræðingurinn skrifaði einhver bréf til lögreglunnar ti að fylgja málinu eftir, en lítið gerðist. Svo fékk ég símhringingu frá lögreglunni um að aðalvitni málsins hefði dregið allt sem hann hafði sagt til baka, en það vitni var þá besti vinur þess sem talin var vera árásarmaðurinn (enda var sá maður mjög þekktur ofbeldismaður og dópisti).

En lögreglan tók niður nöfn á 3 vitnum (aðeins, því þau voru töluvert fleyri á staðnum og var ég því ekki alveg sáttur við vinnubrögð lögregglunnar þar). Þegar hin 2 vitnin voru spurð hvort að þau vildu koma í vitnaleiðslu og benda á árásarmanninn þá treystu þau sér ekki til þess að þekkja hann aftur því það væri orðið svo langt liðið síðan atburðurinn var, en nú var liðið um hálft ár að mig minnir frá því að umrætt atvik átti sér stað.

Það fór því svo að löggan hringdi í mig að lokum og sagði að hún hafi ekki getað gert neitt í málinu og því þar með bara lokið.

Ekki veit ég hvaða bréf lögfræðingurinn sendi eða hvað hann nákvæmlega gerði í þessu máli, en ég veit það bara að ég fékk ekki neinar bætur eða nokkurn skapaðan hlut út úr þessu nema það að ég treysti mér ekki í bæinn einsamall næstu 2 árin og enn þann dag í dag líður mér oft illa vegna þessa atburðar.

Í gær fékk ég svo sendan greiðsluseðil frá lögfræðingnum upp á tæpar 150 þúsund kr fyrir hans vinnu í málinu.

Nú líður mér ekki bara eins og ég hafi verið barinn í buff, heldur líka rændur af lögfræðingi.

Spurningin er semsagt:
Hvernig er það eiginlega á maður gjörsamlega engn rétt á neinu ef lögreglan getur ekki haft upp á árásarmanninum?
M.ö.o. ef löggan sýnir vanræssklu og gerir ekkert í málinu fyrr en allt of seint, eins og í þessu máli, þá á ég engan rétt og verð bara að borga úr eigin vasa þann kostnað sem varð vegna þessa ma?s.

Ef svo er þá er það ráðlegging mín til þeirra sem lenda í svona máli að ráða sér ekki lögfræðing til að vinna í málinu því það bætir bara gráu ofan á svart.

Eða er eina ráðið til að fá lögguna til að vinna að mæta með blaðamann á svæðið og byðja hann um að skrifa dagbók í Moggann, hvernig framgangur málsins er."
    
Já, þetta er ekki gott mál og fáránlegt hjá löggunni að láta þetta drabbast svona, spurning hvort þú hafir verið nógu frekur við lögguna því oft nenna þeir ekkert að gera fyrir aðra en þá sem eru að hringja daglega gæti ég trúað. Vonandi kemur eitthvað út úr þessu bréfi sem þú sendir Hjölli minn.
09:13   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Fótboltaferð
Jæja þá er það loksins orðið að veruleika, THS stefnir á fyrstu fótboltaferð sína í janúar: 19-23 janúar.
Dagskráin er þannig:
flug út 19 janúar 16:30, lending 19:30
Farið verður á hótelið og losað sig við töskur, síðan verður haldið á hótelbarinn og fengið sér einn gráann og svo late dinner and dancing.. Hótelið heitir Novotel Euston og er í London midtown.

Föstudagur er frjáls dagur - farið verður um London og kirkjur heimsóttar ásamt Soho, mögulega kíkja menn við á Leicester Square og mun ÁHH athuga hvort einhverjir góðir tónleikar eru á föstudeginum sem við getum jafnvel kíkt á, þ.e. þeir sem hafa áhuga.

Laugardagur - þá er leikur Tottenham og Aston Villa í Norður Lundúnum og munum við þá allir geta keypt Edgar Davids bolinn fræga. Eftir leik verður haldið norður til Manchester með lest á business class þar sem þar er frítt að drekka og er líklegt að við verðum þyrstir eftir sönginn á white harte lane - sigursönginn. Um kvöldið verður svo töskum hent á hótelið - Premier Travel Inn Gmex - og haldið út á lífið á late dinner and dancing.

Sunnudagur rennur upp og allir ferskir því þá erum við á leið á Old Trafford ásamt 67.511 manns að sjá Man Utd og liverpool gera 0-0 jafntefli. Að minnsta kosti sjáum við Shrek og Asnann spila í framlínunni og sennilega himnalengjuna hjá púlverjunum. Hvernig sem þessi leikur fer þá verður einhver sem syngur og trallar í leikslok en eftir leik verður haldið í dinner og dancing.

Mánudagur - ekki verður flogið heim fyrr en um 21.00 og lending því ekki fyrr en 23.59 í Keflavík. Á mánudegi munu menn safna kröftum og þurfa að koma sér út á flugvöll sem gæti tekið dágóðan tíma, fer jú eftir hvaðan verður flogið heim.

More details will follow....

Þessi herlegheit kosta ekki meira en:
verð: 84.500 kr. á mann
innifalið: flug, skattar, gisting í 4 nætur (2 í London og 2 í Manch.), miðar á báða leikina
    
Minni ykkur á að senda mér kennitölu sem allra fyrst svo ég geti gengið frá þessu.
17:21   Blogger Árni Hr. 

Jeeeeee bitz!!!
22:44   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Ronaldo

hugi.is
    
Stórkostlegt blogg, ég er búinn að horfa á þetta dolfallinn tímunum saman og eftir þennan tíma kemur greinilega í ljós að það er gróflega brotið á honum.
19:09   Blogger Hjörleifur 
þriðjudagur, desember 13, 2005
|
Skrifa ummæli
Lest eða ekki lest - það er spurningin
Ég er núna að flokka myndir frá Austurlanda hraðlestinni í sumar frá Moskvu til Peking, og það vekur upp minningar.
Þessi lestarferð tók að mig minnir 2 vikur með stoppum og var reyndar oft stoppað í 30-60 mínútur á minni stöðum og síðan var lengra stopp í Irkutsk í Síberíu og í Ulaan Baatar í Mongólíu.
Það sem mér þykir magnað við þessa lestarferð (það er reyndar margt magnað við hana en mig langar að nefna eitt atriði) er að maður hafði kannski ekkert rosalega mikið að gera í lestinni allan þennan tíma en manni leiddist aldrei og ég heyrði fleiri furða sig á því. Maður fer einhvernvegin í annan gír þegar maður er í svona lest og slakast einhvernvegin niður. Það að vita að maður sé bara í þessum vagni næstu 3 sólarhringana og ekkert annað plan í gangi fær mann til að róast einhvernvegin niður. Maður spilaði kannski við fólkið sem við vorum með spil í svona 2 tíma, las bók í 3 tíma, stóð við gluggann og horfði á smábæi og landslag líða hjá í aðra tvo tíma, fékk sér síðan snarl, spjallaði við einhvern í einhvern tíma, fékk sér mat í matarvagninum seinnipartinn og vodka að drekka með hópnum um kvöldið o.s.frv. Þetta var ansi þægilegur tími og maður fékk mikinn tíma til að hugsa og slaka á. Ég hefði ekki trúað því fyrir lestarferðina að þetta yrði jafn skemmtileg lífsreynsla og þetta í raun var, og ég mun setja inn myndir úr ferðinni næstu vikurnar því við verðum að fara að ganga frá þessu og snúa okkur að öðru.

Ég a.m.k. mæli með ferð eins og þessari fyrir þá sem vilja slaka á, prófa eitthvað nýtt og finna sjálfan sig ;-)

Good times!

Þar sem bloggið er svo rólegt þessa dagana ætla ég að vera svo djarfur að setja hérna nokkrar myndir úr lestarferðinni sem ég held að sýni lífið svona ágætlega þessa dagana (vonandi verður Bjarni frændi ekki brjálaður):



Hópurinn í mat í matarvagninum


Ungur heimsmaður situr og horfir á landslagið fjara framhjá.


Fallegur sveitabær við vatn í kvöldsólinni.


Þessir Rússar komu í klefann okkar og báðu sérstaklega um að ég kæmi í klefann þeirra. Ég hélt að þeir ætluðu annaðhvort að ræna mér eða berja mig en lét til leiðast og það endaði í frábæru vodkafylleríi með þeim.


Borg í Síberíu.


Fararstjórinn okkar hét Paul og var vægast sagt frábær náungi, hefðum ekki getað hugsað okkur betri leiðsögumann. Bæði var hann hress og skemmtilegur og kenndi okkur einnig mikið um það hvernig á að ferðast. Hérna er hann að kenna hópnum einhver leik á landamærastöðinni úr Síberíu yfir í Mongólíu.


Hérna eru Paul að gefa ungum betlara allar flöskur sem hann fann í klefunum okkar.


Nánast hvert kvöld safnaðist hópurinn saman í einhvern klefa og var spjallað og drukkið dry vodka.


Landslagið fjarar rólega í burtu.


Sléttur Mongólíu.


Gobi eyðimörkin.


Hérna eru ég og Sara að spila kana ef ég man rétt. Hún og Adrian maðurinn hennar eru miklir ferðalangar og komu m.a.s. til Íslands í janúar fyrir nokkrum árum og fóru eitthvað um landið. Hún hefur unnið mikið hjá Evrópusambandinu og þau búa núna í Birmingham.


Skál!
    
Þetta er ágætasta blogg hjá þér Jóhann og í góðu lagi að smella inn einu o einu myndabloggi. Af hverju getur þú farið á vodkafyllerí með öðrum en ekki mér og Hjölla :)
22:47   Blogger Árni Hr. 

Af því að þegar ég er í Rússlandi/Síberíu drekk ég vodka, í Bretlandi og Þýskalandi drekk ég Bjór og í Frakklandi drekk ég rauðvín. Á Íslandi drekk ég bara vatn!
22:49   Blogger Joi 

Það væri gaman að skreppa með þér til Grikklands og drekka með þér Uzo og sjá hvort að það gangi eitthvað betur þar en á Mallorca.
00:10   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Hjölli
Hjölli fékk snilldar hugmynd um daginn!
    
Já það er alveg rétt. Þetta var alveg snilldar hugmynd.
16:08   Blogger Hjörleifur 

... og nú er bara að fara að vinna í málinu og jafnvel halda fund ...
16:09   Blogger Joi 

Já það verður að gera það, verður náttúrulega að funda um málið. Þetta er náttúrulega bara önnur útfærsla á hugmynd sem þegar er til staðar, en samt mjög ný af nálinni og veit ekki til þess að svona lagað hafi verið gert áður.
16:19   Blogger Hjörleifur 

Ég hef séð þetta gert áður nokkrum sinnum en ekki oft og sennilega ekki í þessari útfærslu samt. Þú þarft að ýta þessu úr vör Hjörleifur.
16:21   Blogger Joi 
mánudagur, desember 12, 2005
|
Skrifa ummæli
Jóla jóla
Þá eru jólin að nálgast og jólaskapið svona rétt að byrja að síast inn. Er nú þegar búinn að kaupa 3 jólagjafir. Eins og allir vita þá eru jólin til að halda upp á það að tröllin úr fjöllunum koma til byggða og gefa nammi. Í daglegu tali nefnast þessi tröll "Jólasveinar". Þetta hljómar kanski doldið skringilega en svona er þetta bara. Þau tröll sem ekki gefa nammi, þau eru vond og á að forðast þau. Einnig á víst að vera til fyrirbærið Jólaköttur, sem borðar þá sem ekki fá einhverja flík í jólagjöf. Hef ég aldrei séð þennan jólakött og held að hann sé bara einhver þjóðsaga, enda hefur það aldrei komið í fréttum að einhver köttur hafi borðað mann hér á landi. Auk þess hef ég ekkert alltaf fengið flík í jólagjöf og ég lifi enn.
    
Jólin! Jólin!
15:04   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Upptalning
Keypti 3 diska sem eru í spilaranum núna:
KMFDM - Hau Ruck
Young Gods - XXyears 1085-2005
Bile - Sex Reflex.

þegar ég horfði á Anger Management í sjónvarpinu í gærdag í slökuninni þá man ég eftir einu atriði en það var þegar Sálfræðingurinn var að fara yfir diskasafn Sandlers og taka út "reiða" tónlist. Hann var reyndar að kippa út Carpenters en mér varð hugsað til þess ef sálfræðingur myndi rúlla í gegnum tónlistina mína þá myndi ansi margir diskar fjúka..

Sem betur fer er ég ekki reiður ungur maður.
    
Nei, þú ert bara fúll miðaldra maður ;-)
15:37   Blogger Joi 
sunnudagur, desember 11, 2005
|
Skrifa ummæli
Unnur
Er ekki rétt að setja þessa mynd af Unni hérna inn sem ég tók á einhverri tískusýningu í haust?
    
Ég er einn af þeim sem finnst Unnur ekkert rosalega falleg, en þetta er mjög hugguleg stúlka og það sem mér finnst merkilegast er að þetta er í 4 sinn að íslensk stúlka vinnur Miss World. Miðað við að hér eru bara tæplega 300 þús manns þá er það bara ansi gott. Mér finnst ekki skrýtið að egóið hjá íslendingum sé doldið stórt stundum miðað við svona atburði.
Einnig fannst mér gaman að sjá myndir af henni í sjónvarpinu þar sem hún var í löggubúning að handtaka einhvern dela, ábyggilega einhverjir sem hafa haft gaman af því. Svo er hún í lögfræði þ.a. ekki er hún alvitlaus heldur, sennilega þess vegna sem hún komst svona langt, öll svör hennar var ekki world peace!!
Fín mynd Jóhann og vel viðeigandi...
15:31   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Tennis

Mynd frá verðlaunaafhendingunni þarsíðasta mánudag, Sigurður var fjarverandi.

Það hallar aðeins á okkur Hjölla þetta tímabilið en við unnum glæsilega síðasta mánudag og erum að koma til. Reyndar settu mótherjar okkar nafn sitt á bikarinn sem sigurvegarar þessa tímabils og það verður gaman að láta þá þurfa bikargerðarmanninn taka það af og setja nafn okkar Hjölla þar inn.
    
laugardagur, desember 10, 2005
|
Skrifa ummæli
eBay
Var rétt í þessu að kaupa minn fyrsta hlut af eBay og var það Leica I myndavél en þetta er fyrsta módelið sem hið fræga fyrirtæki Leica framleiddi.
    
Til hamingju. Hvað kostar svona gripur ef ég má spyrja?
00:42   Blogger Hjörleifur 

Um 200 dollara.
10:15   Blogger Joi 

Hvernig greiðslufyrirkomulag notaðir þú, maður hefur heyrt um marga sem hafa brennt sig. Er ekki hægt að nota einhverskonar greiðsluöryggi?
15:18   Blogger Árni Hr. 

Ég notaði PayPal sem eBay mælir með og það á að vera öruggast og tryggir mann upp að 1000 dollara að ég held. Síðan er bara málið að vera meðvitaður um hvað er of gott til að vera satt og skoða seljandann vel. Ég reyndar skoðaði seljandann í þessu tilviki ekki nægilega vel, hann er reyndar frá Úkraínu, þannig að það verður spennandi að sjá hvort ég fái myndavélina.
17:54   Blogger Joi 

Já ég heyrði að menn væru oft mjög sniðugir varðandi bidding osfrv. Fá vini og vandamenn til að henda inn biddum þ.a. þetta líti professional út.
Vonandi gengur þetta bara vel með vélina þína, en Paypal var einmitt eitthvað sem ég kannaðist við, held að Bubbi og Gísli hafi notað þetta.
18:10   Blogger Árni Hr. 
fimmtudagur, desember 08, 2005
|
Skrifa ummæli
Á hreyfingu


Var að prófa að vinna þessa mynd áðan og verð bara að segja að ég er ansi ánægður með hana!
    
Já, ég er sammála öllu því sem þú segir en mér finnst þessi mynd samt hafa eitthvað sem ég er mjög hrifinn af.
17:18   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Jólin
Ekkert smá svakalegt, en jólin eru í þarnæstu viku. Hvað eigum við að gera í þessu
    
|
Skrifa ummæli
Tipp
Ég kemst ekki á tippfund á laugardaginn nema hann sé extra snemma, þ.e. kl. 9 eða eitthvað slíkt. Kemst hinsvegar seinnipartinn á morgun.
    
Það er engin stemmning kl. 9 hjá mér á laugardagsmorgni. Verðum við ekki bara að fá það hjá Jóa hvernig leikur nr. 11 fer og við reddum restinni sjálfir.
16:13   Blogger Hjörleifur 

Eru menn eitthvað tense að mæta eftir fall Utd úr evrópukeppni meistaraliða og félagsliða :)
16:42   Blogger Árni Hr. 

Neibb, er bara að fara úr bænum um morguninn.

Reyndar er knattspyrnan dauð - ekkert gaman af þessu lengur eftir að viðskiptajöfrar eru komnir með krumlurnar í þetta og eina hugsjónin er peningagróðahugsjónin! Spurning að hætta að tippa á boltann og fara frekar að tippa á boggía eldri borgara eða eitthvað?
16:53   Blogger Joi 

Snúa sér að frjálsum strákar ...
13:11   Blogger Burkni 
|
Skrifa ummæli
Selja
Ég er búinn að semja við 3 stock agency sem selja myndir í blöð, tímarit, bækur o.flr. um að selja myndirnar mínar. NordicPhotos hefur fengið slatta af myndunum mínum og ég var að klára að setja inn lýsingu á myndunum mínum hjá þeim fyrir viku síðan. Í gær sendi ég Henry Westheim myndir frá Asíu en hann sérhæfir sig í myndum þaðan og síðan var í gær að detta inn myndir hjá Alamy sem ég sendi þangað en það er breskt fyrirtæki sem er með mjög marga góða ljósmyndara á sínum snærum. Nú er bara að vona að maður selji eitthvað (reyndar þarf ég að vera duglegur næstu mánuðina að senda inn myndir því það eykur líkurnar á sölu).

Alamy í bretlandi
NordicPhotos á Íslandi
Henry Westheim Photography í Asíu

Síðasta sunnudag tókum við Sonja að okkur okkar fyrsta verkefni í ljósmyndun fyrir aðila sem er að vinna fyrir bar hér í borg og við tókum fyrir hann myndir af Sushi á staðnum til að nota í bæklinga og auglýsingar.
    
Tja - ég ætla nú að halda ljósmynduninni sem áhugamáli en það er í góðu lagi að fá smá pening upp í tækjakaup.
10:53   Blogger Joi 

Ég reikna með að okkur verði nú boðið á sushi staðinn í mat til að skoða matseðilinn.. :)
13:39   Blogger Árni Hr. 

Já, það væri kannski ágæt hugmynd að fara einhverntíman saman í Sushi og skoða matseðilinn.
13:41   Blogger Joi 
miðvikudagur, desember 07, 2005
|
Skrifa ummæli
Drífa sig
Er að drífa mig heim, gefa kisu og horfa á bolta og fara í bolta og fara svo að sofa.
    
þriðjudagur, desember 06, 2005
|
Skrifa ummæli
Nancy+Thurston
Fyndið hvernig menn hafa mismunandi sýn á tónlist, einhvers staðar las ég að sísta lagið á Nancy Sinatra disknum væri lagið hans Thurston, en mér finnst það frábært lag og eitt besta lagið á disknum, skemmtilegt hvernig gítarinn spilar undir hálfgert raulið í henni.

Frábært lag Momma´s Boy.
    
Var ekki Mad Dog sem sagði að þetta væri sísta lagið?
20:21   Blogger Joi 

Jú það getur passað - einnig las ég að all music að mig minnir hafi talað um að þetta lag væri ekki alveg í takt við plötuna, sem getur svo sem vel verið en mér fannst þetta bara ansi fínt lag, enda svo sem í anda Thurston Moores.
21:44   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Yann Arthus-Bertrand
Ég og Sonja horfðum á DVD mynd í gær sem fylgdi bók sem við keyptum fyrir einhverjum mánuðum síðan og heitir Being a Photographer eftir Yann Arthus-Bertrand. Margir þekkja hann fyrir Earth from Above myndirnar sem voru m.a. til sýnist á Austurvelli fyrir 2-3 árum síðan. Þessi mynd er c.a. klukkutími og segir sögu hans hvernig hann byrjaði í þessu og þau tvö stóru verkefni sem hann hefur unnið að síðustu ár en þau eru loftmyndirnar og að taka myndir af allskonar fólki og dýrum fyrir framan strigabakgrunn. Ansi góð mynd/þáttur! 4/5
    
Nafnið minnir helst á ágætis...tjah ... þátt hjá Eddie Murphy í Saturday Night Live um árið: "Be a Ho!"
11:06   Blogger Burkni 
|
Skrifa ummæli
Titanic
Þýðir þetta að það þurfi að endurgara Titanic myndina?

Tveir stórir hlutar skrokksins á Titanic, sem fundust á hafsbotni í ágúst, benda til að skipið hafi sokkið hraðar en hingað til hefur verið talið, að því er vísindamenn segja. Hlutarnir tveir eru út botni skrokksins, sem ekki fannst þegar flakið kom fyrst í leitirnar 1985.
    
Neinei það þarf ekkert - Titanic myndin fjallar um ástir tveggja manneskja og allt tilfinningaflæðið í kringum það - Titanic er bara uppfyllingarefni í kringum ástarsöguna.
12:38   Blogger Joi 
mánudagur, desember 05, 2005
|
Skrifa ummæli
Bíllinn minn
Jæja þá var loksins komið að því að ég fór með bíl í skoðun, en það hef ég ekki gert í mörg ár. En nú var svo komið að löggan var búin að líma á bílinn rauðan og hvítan miða með dagsetningunni 29/11 '05. Sem þýðir að ég átti að fara með bílinn í skoðun í síðasta lagi í síðustu viku því annars gæti löggan bara klippt af mér og ég fengi svo sekt í kjölfarið. Svo mér var nú ekki til setunnar boðið og beið bara í eina viku fram yfir uppgefin tíma (living on the edge, eins og Oddgeir sagði forðum þegar við vorum að tala um eitthvað sem ég man ekki eftir inn í herberginu hans Jóa þegar hann bjó í Túnhvamminum forðum daga). Nú bíllinn rann í gegnum skiðun með þá athugasemd að ég væri enn á sumardekkjum að framan, sem er jú alveg rétt, enda er alltaf sumar í mínu hjarta og því get ég alveg keyrt á sumardekkjum.
    
Auk þess nýtti ég mér 500 kr. afsláttarmiða sem ég fékk sendan nýlega í pósti frá Aðalskoðun. Gott hjá þeim. En ég hef samt á síðustu 5 árum sparað mér 3 ár í skoðun sem eru 15000 kr, en þennan sparnað vinnur maður upp með því að trassa það að fara með bílinn í skoðun og bíða bara eftir því að löggan lími rauðan og hvítan miða á bílinn.
12:11   Blogger Hjörleifur 

Hvaða sekt?
12:25   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
:: united rant :: - fair and balanced football comment
    
sunnudagur, desember 04, 2005
|
Skrifa ummæli
Every day is like Sunday
Þetta er búinn að vera viðburðaríkur sunnudagur. Við Sonja vöknuðum um 10 leitið og fengum okkur morgunmat og fórum síðan til Grindavíkur og tókum þar nokkrar myndir, m.a. þessar hérna fyrir neðan:





Eftir góðan dag í Grindavík brunuðum við heim og komum við hjá Pálmfróði og fengum lánað flassið hans og héldum síðan niður á Thorvaldsen og tókum þar myndir af þremur Sushi réttum og tók það um tvo tíma. Við tókum að okkur að taka myndir af þessu fyrir matseðilinn þeirra og kort og einnig auglýsingar fyrir utan staðin fyrir mann sem sér um alla umbrot/útgáfu fyrir þá. Þetta tókst ágætlega vona ég.
Síðan fórum við í mat til Særúnar og var öll fjölskyldan þar og síðan brunuðum við heim um 21 leitið og ég er búinn að sitja sveittur fyrir framan tölvuna að vinna Sushi myndirnar og er að klára það núna.

Núna ætla ég að fara að sofa enda þreyttur.
    
laugardagur, desember 03, 2005
|
Skrifa ummæli
Ferð
    
Hmmmm....
23:51   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Airwaves 2005


Þá er biðin á enda og hef ég nú farið í gegnum allar þær myndir sem ég tók á hátíðinni og eftir standa 53 myndir sem ég setti á smugmugið mitt: Airwaves 2005

Góða skemmtun.
    
Mæli með "filmstrip" styllingunni í smugmug (efst hægra megin)
20:39   Blogger Hjörleifur 

Margar ansi skemmtilegar myndir þarna. Myndin af Árna eftir tónleikana (held hún hafi verið nr. 42) finnst mér ansi góð og eins margar af Juliette Lewis. Eins er mynd 13 nokkuð góð. Fínar myndir hjá þér Hjörleifur.
21:43   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Jarðskjálftar
Hvað segir fræðingur hópsins um þetta mál - er þetta rétt?

Þunginn af hæsta skýjakljúfi heims, sem stendur í Taipei, höfuðborg Taívan, og er sérstaklega hannaður til að standast jarðskjálfta sem þar eru tíðir, kann að valda því að fjöldi skjálfta fer vaxandi, segir í grein taívansks jarðskjálftafræðings í vísindatímariti.
Í grein Lin Cheng-hornq, sem er jarðskjálftafræðingur við Taiwan-háskóla í Taipei, segir að 700.000 tonna þrýstingur hússins, sem er 101 hæð og 508 metrar, kunni að valda aukinni skjálftavirkni undir höfuðborginni og næsta nágrenni. Vera kunni að húsið standi á misgengi.
    
Þetta gæti alveg verið rétt. Ef húsið stendur á misgengi þá skiptir það töluverðu máli að fá helling af húsi ofaná sig.

Í Indlandi (að mig minnir 1960 og eitthvað) þá var byggð stór stífla fyrir einhverja risavirkjun og það á svæði sem var ekki þekkt jarðskjálftasvæði, en í kjölfarið kom svo stór skjálfti og í dag eru skjálftar þarna reglulegir.

Einnig verða skjálftar fleyri ef verið er að dæla vatni ofan í jörðina (gert til að jafna út grunnvatnsbyrgðirnar við uppdælingu, eins og t.d. á Hengilssvæðinu, en þar verða reglulega skjálftar þegar verið er að dæla)
16:15   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Flugferð
Í gær var ég að fljúga heim frá DK, ég tók flug klukkan 20.10. Vélin var hálftóm og lenti ég í röð 23 sæti C. Síðan beið ég í smá stund og var einn og vonaðist til að ég yrði einn í þeirri röð. En nei, rétt fyrir flugtak birtist stúlka á sama aldir og ég (71 módel að mig minnir) og byrjuðum við að spjalla.
Nú ég komst að því að hún væri Hafnfirðingur enda fannst mér ég kannast við andlit hennar, hún var hjúkka á leið til Grænlands til að vinna í stuttan tíma, kærasti hennar var á hundasleðadæmi í norður grænlandi osfrv. Allt gott með það, en twistið er að þegar við vorum búin að vera að fljúga í ca. 2,5 klst og ég var að tala við hana allan tímann nánast (50/50 skiptingin á því hver talaði) þá segir allt í einu kona hinum megin við ganginn mjög frekjulega:
Kona: Getur þú lækkað róminn!!!
ÁHH: Nú er ég búinn að vera trufla þig?
Kona: Já í 3 klst
ÁHH: Þú hefðir kannski átt að nefna þetta fyrr, ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég væri að trufla þig!
Kona: hrmpfff

Eftir þetta lækkaði ég að sjálfsögðu róminn, en ég tek þó fram að ég var ekki að tala hátt og finnst mér ótrúlegt hvað fólk getur verið frekt og dónalegt. Ef hún hefði sagt við mig strax í byrjun að lækka róminn þá hefði það verið lítið mál.

Ég segi bara eins og hún hrmpfff
    
Var þetta ekki bara miðaldra kelling úr vesturbænum (svona eins og Jón Gnarr leikur þær), en þær fara reglulega í æfingabúðir til að halda nöldrinu við.
16:18   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Afmæli
Til hamingju með afmælið Bjarni
    
Já, til hamingju og vonandi var gaman í partíinu þínu í kvöld.
23:27   Blogger Joi 
föstudagur, desember 02, 2005
|
Skrifa ummæli
Ekkert blogg
Ég ætla ekkert að blogga í dag, bara nenni því alls ekki því það er búið að vera svo mikið að gera í vinnunni og því ætla ég að drífa mig heim og fá mér eitthvað í gogginn og horfa á eitthvað í imbanum eða eitthvað í kvöld.
    
fimmtudagur, desember 01, 2005
|
Skrifa ummæli
Partítröll

Partítröll

Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.

Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.

Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.

Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.

Hvaða tröll ert þú?
    
ég á ekki iPod, ég á ekki Fred Perry póló bol, ég á ekki Adidas skó og mér finnst The OC leiðinlegur þáttur.

Get nú ekki sagt að þetta sé neitt sérstaklega góð greining
13:18   Blogger Hjörleifur 

Myndin er samt nokkuð nákvæm ;-)
13:24   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Tröllafell - Hvernig tröll ert þú?


Viðskiptajöfur


Þú ert nýjungagjörn, yfirveguð félagsvera.

Það fyrsta sem viðskiptajöfurinn hugsaði þegar Ólafur og Dorrit trúlofuðust var hvaða áhrif það myndi hafa á gengi íslensku krónunnar. Honum finnst Donald Trump vera svalur... líka peningaklemmur. Hann ætlar, er, var eða vildi að hann hefði verið í Versló - en ekki söngleiknum.



Viðskiptajöfurinn tekur ákvarðanir með heilanum en ekki hjartanu og þarf að hugsa sig um þegar einhver spyr hann: "Peningana eða lífið!?" Hann hefur stáltaugar og getur lagt allt undir og í framtíðinni verður viðskiptajöfurinn annað hvort moldríkur - eða staurblankur.



Það er toppurinn að vera í teinóttu.


Hvaða tröll ert þú?
    
Ég er líka viðskiptajöfur :)
12:24   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Tónleikar
Miðasala á tónleika Hættu!-hópsins, sem haldnir verða þann 7. janúar n.k., hófst kl. 10 í morgun og varð uppselt í stúku að fjórum mínútum liðnum. 95% miðanna seldust í almennri sölu.

Þetta verður ansi magnað dæmi, Hjölli sá um að kaupa miða og við ætlum að fjölmenna!
    
Já þetta verður ansi magnað dæmi.
11:40   Blogger Árni Hr. 

missti að vísu af stúkumiðum, en stöndum þá bara fremst í staðinn og slömmum á meðan Ham spilar eitthvað brjálæðislegt og förum svo eftir það
12:14   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar