Bíllinn minn 
Jæja þá var loksins komið að því að ég fór með bíl í skoðun, en það hef ég ekki gert í mörg ár.  En nú var svo komið að löggan var búin að líma á bílinn rauðan og hvítan miða með dagsetningunni 29/11 '05.  Sem þýðir að ég átti að fara með bílinn í skoðun í síðasta lagi í síðustu viku því annars gæti löggan bara klippt af mér og ég fengi svo sekt í kjölfarið.  Svo mér var nú ekki til setunnar boðið og beið bara í eina viku fram yfir uppgefin tíma (living on the edge, eins og Oddgeir sagði forðum þegar við vorum að tala um eitthvað sem ég man ekki eftir inn í herberginu hans Jóa þegar hann bjó í Túnhvamminum forðum daga).  Nú bíllinn rann í gegnum skiðun með þá athugasemd að ég væri enn á sumardekkjum að framan, sem er jú alveg rétt, enda er alltaf sumar í mínu hjarta og því get ég alveg keyrt á sumardekkjum.  
|      | 
   
     
   
      
       
         Auk þess nýtti ég mér 500 kr. afsláttarmiða sem ég fékk sendan nýlega í pósti frá Aðalskoðun.  Gott hjá þeim.  En ég hef samt á síðustu 5 árum sparað mér 3 ár í skoðun sem eru 15000 kr, en þennan sparnað vinnur maður upp með því að trassa það að fara með bílinn í skoðun og bíða bara eftir því að löggan lími rauðan og hvítan miða á bílinn. 
      
         12:11   Hjörleifur   
      
   
      
       
           |   
	 |