mánudagur, desember 30, 2002
|
Skrifa ummæli
Þessi dagur er bara búinn að vera ágætis dagur. En í dag er einmitt dagurinn þar sem að starfsmenn sem hafa látið af störfum á árinu eru kvaddir og þá er boðið upp á léttar veitingar og er ég því dulítið léttur á mér núna. Nú er bara um að gera að koma sér heim og skella sér í sparifötin (en þau nota ég bara svona spari og þegar ég þarf að halda ræður í stúdentapólitíkinni) og skella sér í hið árlega matarboð Erlu (Pálmi situr líklega við eldhúsborðið og skipar fyrir og fær kanski að skera grænmetið). En þetta mun allt koma í ljós síðar í kvöld.

Svo heyrði ég Geirfuglana auglýsta á Iðnó um áramótin, þangað ætlar víst öll elítan að mæta ásamt stolkerunum.

Svo var í fréttum að ofsatrúarmaður í Bandaríkjunum hafi skotið lækni, en ég hef ekki hugmynd um hvernig það tengist þessu Iðnó balli, en það kemur eflaust í ljós síðar.
    
|
Skrifa ummæli
Lærði aðein um helgina, mun læra á eftir fyrir boðið hjá Pálma og einnig á morgun. Tek síðan frí á fimmtudaginn í vinnunni og prófið er síðan á föstudaginn. Geri ekki ráð fyrir að drekka mikið í kvöld, Hjölli verður bara að drekka fyrir tvo sem hann gerir eflaust.
    
|
Skrifa ummæli
Halló halló halló.

Róleg og þægileg helgi búin. Var frekar svektur í gær yfir því að Popppunktur var ekki endursýndur eins og stóð í dagskránni, heldur voru einhverjir tónleikar með Nýrri danskri. En svona er lífið, það er alltaf að koma manni leiðinlega á óvart. T.d. þegar ég vaknaði í morgunn þá var mánudagsmorgunn. Flestir hugsa sem svo, tja en það er nú frí næstu 2 dagana. En hjá Mér er ekkert svoleiðis, ÉG þarf að mæta í vinnuna á morgunn. ÉG ÉG ÉG....ég held ég fái mér bara kaffi.

Var að fá mér kaffi. Þetta er allt annað líf. Ný og fersk vika framundan með fullu af skemmtilegum og óvæntum og ekki alveg eins óvæntum atburðum og allt er svo gott og gaman. Tralllalalalallalalala.......
    
föstudagur, desember 27, 2002
|
Skrifa ummæli
Jájá, gjafirnar frá ykkur strákunum voru svosem ágætar en ég hélt ég hefði sent ykkur link á það sem ég vildi fá frá ykkur í jólagjöf, en hef greinilega ekki verið mjög skýr í "hintinu". Þegar ég fékk mismunandi pakka frá ykkur þá hélt ég að þið væruð rosa sniðugir og hefðuð tekið vélina í sundur og sett hana í mismunandi pakka. En takk samt fyrir gjafirnar, vill ekki vera óþakklátur.
    
|
Skrifa ummæli
Já, það er ágætt að vera kominn í vinnuna aftur, en það er einhver þreyta í mér.
Helgin verður væntanlega frekar róleg hjá mér því það er aðeins vika í próf og ég er ekki byrjaður að læra.
Um áramótin er hugmyndin að fara á Iðnó, en þar verða Geirfuglarnir að spila og mæli ég með að allir mæti þangað.
    
|
Skrifa ummæli
Gleðileg jól.

Alltaf good að vera mættur aftur í work.

Var að lesa eina magnaða bók "Óvinurinn". Sönn saga um mann sem drap foreldra sína, konuna sína og krakkana sína (2) og var haldinn sjúklegri lygaþráhyggju. T.d. blöffaði hann sig í gegnum læknanám og það að hafa fengið starf á Alþjóða Heilbrigðismálastofnuninni í Genf, en raunin var sú að hann var atvinnulaus og þetta gekk í 18 ár. Árið 1993 var hann svo dæmdur í 22 ára fangelsi og losnar því út 61 árs.

Mæli með þessari bók.
    
mánudagur, desember 23, 2002
|
Skrifa ummæli
"Þarna voru 10 manns frá öllum löndum Evrópu."
Guðjón Karl, 21.12.2002 kl. 19:23
    
|
Skrifa ummæli
Annars gerðist skrítinn hlutur á Grandaranum á laugardagsnóttina. Það gekk að okkur strákunum (mér, Hjölla, Gudda og Ánna), þar sem við sátum í mestu makindum og sötruðum bjór, dyravörður og bað okkur um skilríki sem við þurftum allir að sýna. Hann sagði reyndar að það væri nóg að sjá kreditkort, því þá værum við orðnir nógu gamlir og hann varð skrítinn í framan þegar Guddi opnaði veskið sitt og þar voru 27 kort. Ég veit að við erum unglegir en er þetta ekki orðið of langt gengið? Grandarinn missti við þetta eina stjörnu og er því kominn með einkunnina -1 stjarna.
    
|
Skrifa ummæli

Slembibullsbræður í góðu flippi á leið inn í Perluna á laugardaginn.
    
|
Skrifa ummæli
Ég keypti mér jólatré um helgina og er þetta í fyrsta skipti sem jólatré er í mínum húsum eftir að ég flutti að heiman á síðustu öld.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, var að koma úr skötu og er einn í vinnunni ... frekar einmannalegt.
    
|
Skrifa ummæli
Jamm, fín helgi að baki þar sem farið var á jólahlaðborð bæði á Sommeliner og Perluna, og þó að Sommeliner hafi verið fínn, þá var Perlan í klassa fyrir ofan. Kóngasveppasósan var mögnuð, og ég held ég hafi bara aldrei smakkað svona góða sósu á ævinni.
Síðan fer ég á þorláksmessutónleika Bubba í kvöld og þarf líka að troða þrifum á íbúðinni inn í planið, er reyndar eitthvað byrjaður að þrífa og t.d. búinn að vaska upp, og það er nú afrek útaf fyrir sig, eins og þeir vita sem komu heim um helgina. Annars er ég búinn að kaupa allar jólagjafir og þessi þrif eru það eina sem ég á eftir að gera, fyrir utan að pakka inn gjöfunum. Jæja, þá er þetta innihaldsrýra blogg á enda ... bless!
    
sunnudagur, desember 22, 2002
|
Skrifa ummæli
Fór í Perluna á jólahlaðborð í gær, þetta vara bara bargain þar sem við borguðum bara rúmlega 7000 kr. fyrir frábæran mat og vín með. Ekki slæmt það. Skelltum okkur svo á Einar Ben og fengum einn kaldan þar og eftir það var flutt sig á fastastaðinn Grandarann - þar sátum við í góðu yfirlæti og drukkum bjór og ræddum málin.
Hitti þar einnig EE sem fékk far með mér og Gudda heim.
Mjög fínt kvöld.

Annars er ég að brosa yfir því að utd sé að tapa - reyndar eru nokkrar mínútur eftir og það getur svo sem allt gerst þegar Man Utd á í hlut.


Jæja látum þetta duga - amk er ég búinn að blogga yfir helgina. Nú fer ég sennilega í smá bloggfrí á meðan ég verð í DK.
    
föstudagur, desember 20, 2002
|
Skrifa ummæli
jæjja, hmmm.....er þetta alltaf að byrja svona þ.e. á jæjja og hmmm.....


Hvað um það mér er alveg sama og bla bla bla osfr.


Nú er ég að koma ða bjórfundi og bla bla bla.

en ég hef þó vit á að setja inn br á réttum stöðum, en hvað aum það, það' er nú ekki aþ sem ég ætla að segja heldur það að það er það að það ere ekki nóg af því!!! og hananú!!! (einhverntíman séð þetta áður)


Staðreyndin er sú að það er það!!!!
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, búið að vera mikið að gera í dag í vinnunni ... en hlutirnir hafa gengið mjög vel. Búinn að drekka einn bjór, og mér segir svo hugur að þeir eigi eftir að vera fleiri í dag, því fyrirtækið er að fara á jólahlaðborð.
Fór áðan í Tal-verzlun til að kaupa mér batterí í minn frábæra GSM síma, og lenti á mjög góðri sölustúlku og gekk því út með nýjan síma. Síðan er annað jólahlaðborð með strákunum á morgun og þá er ferðinni heitið í Perluna.
    
fimmtudagur, desember 19, 2002
|
Skrifa ummæli
Hmmm....Ekkert blogg í gær??? hvað er eiginlega að gerast með mig. En maður verður að bjarga því einhvernvegin.


18. des. X-MAS tónleikarnir voru fínir. Svo keypti ég líka miða á Bubba 23. des. Annað gerðist ekki, nema ég tók létta upprifjun í CIV sem er nú nauðsynlegt svona öðru hvoru.


Í dag er maður bara búinn að vinna eins og venjulega á fimmtudögum. Jólamatur í hádeginu: hangikét og allt það venjulega sem því fylgir.

Jæjja best að fara að drífa sig heim að éta og e.t.v. spila smá CIV og glápa á imbann og e.t.v. taka smá til (amk. þykjast taka til, ætli ég skrúfi ekki bara tappann af Ajax brúsanum af og láti standa í smá stund, maður má nú ekki fara of geyst í þetta)
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, núna er ég búinn að fá mér jólaklippinguna og fer því að vera tilbúinn fyrir jólin, nema að ég á eftir að þrífa alla íbúðina og kaupa jólagjafir. Var hjá sytur minni í klippingu til kl. 23:30 í gærkvöldi og horfði þar líka á sjónvarpið og lék aðeins við Ægir litla. Á föstudaginn og laugardaginn fer ég síðan á jólahlaðborð á Sommeliner (föstudagur) og í Perlunni (laugardagur). Síðan eru þorláksmessutónleikar Bubba sem við Hjölli ætlum á, og ég verð helst að troða stærðfræðilærdóm inn í jólaprógrammið því prófið er víst 3ja janúar :-(.
    
miðvikudagur, desember 18, 2002
|
Skrifa ummæli
Tónleikarnir í gær voru hreinasta snilld - svona heildina á litið. Byrjuðu svaka vel en svo fór að draga af þeim. Ég held að ég sé búinn að fara að meðaltali einu sinni í viku í nokkra mánuði á tónleika - mjög gott mál :)

Nú verður hins vegar smá pása að öllum líkindum þar sem ég stefni á DK 23 des.

Maður er orðinn eitthvað andlaus í vinnunni þessa dagana - starir stundum út í tómið án þess að vita hvað maður er eða á að hugsa. Fríið verður kærkomið. Er að fara á stutta ráðstefnu á morgun í TOC - theory of constraints. Spennandi
    
|
Skrifa ummæli
Einkunnagjöf Árna af þeim hljómsveitum sem komu fram á XMas í gærkvöldi:

Nr. Lag Eink.
1. Moonstyx 5
2. Búdrýgindi 8
3. Sign 6
4. Brain Police 7
5. Singapore Sling 9
6. Stjörnukisi 9
7. Mínus 6
8. Vínyll 8
9. Ensími 5
10. Maus 6
11. Botnleðja 6
12. Leaves 5
    
|
Skrifa ummæli
Einkunnagjöf Jóa af þeim hljómsveitum sem komu fram á XMas í
gærkvöldi:

Nr. Lag Eink.
1. Moonstyx 5
2. Búdrýgindi 8
3. Sign 5
4. Brain Police 7
5. Singapore Sling 9
6. Stjörnukisi 8
7. Mínus 4
8. Vínyll 8
9. Ensími 7
10. Maus 7
11. Botnleðja 6
12. Leaves 5

    
þriðjudagur, desember 17, 2002
|
Skrifa ummæli
Nú hefur verið í umræðunni undanfarna daga töluvert fjallað um virðisaukaskatt á bókum og geisladiskum. Það er í meginatriðum þannig að virðisaukinn á bókum er rúm 14%, en á diskum rúm 24%.

Þetta er ekki annað en bjánaskapur. Eru laga og textagerð svona miklu betri að það réttlæti hærri virðisauka?

Nú fylgja stundum bókum geisladiskar og þá er virðisaukinn 14%, en ef þetta væri skilgreint sem að bók fylgdi geisladisk þá er hann 24%. Nú fylgja textarnir oft með diskunum og væri þá ekki bara hægt að skilgreina diskinn þá frekar sem ljóðabók með geisladiski. Eða þurfa textarnir að vera í sér broti og geisladiskurinn í sér umslagi svo að þetta sé skilgreint sem bók.

Þetta er bara hreinn og klár bjánaskapur að vera með svona skattamismun. Og hananú!!!!!!!
    
|
Skrifa ummæli
Ætli han OK. hafi ekki átt þetta frekar skilið. Hann spilar þó allt árið.

Búinn að skipta um dekk í dag. Ég var einmitt að hugsa um þetta um daginn hvað það spryngur sjaldan hjá mér og stuttu eftir þá sprakk vinstra framdekkið og ég fór og skipti þá bara yfir á vetrardekkin og nú 8 dögum síðar spryngur hægra framdekkið, mér er eiginlega hætt að lítast á blikuna.
    
|
Skrifa ummæli
Hmmm .... hefðu nú einhverjir aðrir ekki átt þetta meira skilið. Hann var góður á HM, en mér finnst það ekki nægilegt til að vera knattspyrnumaður ársins. Þetta ætti meira að vera heilt yfir árið, hver hafi verið bestur.

Brazilian striker Ronaldo has been named European Footballer of the Year for the second time.
    
mánudagur, desember 16, 2002
|
Skrifa ummæli
Svona er ástandið

Veðrið í dag

    
|
Skrifa ummæli
Þá er þessi helgi búin. Hún var ekki sem verst, tók því mjög rólega og reyndi að gera sem minnst.
Laugardeginum eyddi ég mestanpartinn hér á veðurgerðinni og var eitthvað að tína til gamalt tölvudót (harða diska sem ég var ekki búinn að henda) og fór með heim og var bara að dunda mér um kvöldið í hálfgerðri þynnku í því að reyna að koma tölvunni í nothæft form og svo fór sunnudagurinn í þetta líka ásamt því að gera heiðarlega tilraun til að taka til. Annars horfði ég með öðru auganu á Danina verða að Evrópumeisturum í handbolta. Verður nú að segjast að það er töluverður munur á íslenska kvennahandboltanum og þeim danska. Annars þá er árangur helgarinnar semsagt sá að nú er ég með nothæfa tölvu heima og hef hugsað mér að nota hana aðallega undir tónlistardótarí og tengja hana svo bara við græurnar, því geislaspilarinn minn er bara ekkert upp á það besta, en þetta er alveg nógu gott til að spila tónlist, sem er gott. Jæjja, best að fara að skíta á kostnað skattborgaranna. Hvað ætli maður sé að borga fyrir mikinn skít á dag, svona þegar á heildina er litið?
    
|
Skrifa ummæli
Varðandi Beckham þá er ég sammála Jóhanni - sérstaklega ef maður horfir til þess að t.d. Redknapp er giftur poppsöngkonu og ekki les maður mikið um hann :)

Varðandi Bush þá veit ég ekki - það er ekki mjög þægilegt að vita til þess að írakar séu að byggja tvö kjarnorkuver sem hægt verður að nota til þess að búa til sprengjur. Þetta kom amk fram á CNN. Ef USA ræðst ekki inn hvað gerist þá? Senda þeir ekki nokkar nukes á USA og þá held ég að veröldin fari til andskotans.
En á hinn bóginn ef Írak stefnir á það að nota þessi ver eingöngu sem orkugjafa þá er Bush að koma sér og USA í slæm mál. En hver er tilbúinn að taka sénsinn á því?

    
|
Skrifa ummæli
Er þetta ekki rétt hjá honum?

Tareq Aziz, aðstoðarforsætisráðherra Íraka, segir Bush Bandaríkjaforseta vera hræsnara þar sem hann sé staðráðinn í að ráðast inn í Írak. Aziz spáir því að mikið mannfall verði hjá Bandaríkjamönnum ráðist þeir inn í Írak. ,,Bush er hræsnari því að kristinn maður myndi ekki reka áróður fyrir stríði og steypa landi sínu og fólki í glötun," sagði Aziz.
    
|
Skrifa ummæli

Besti varnarmaður í heimi!
    
|
Skrifa ummæli
"It is unfortunate that your private life comes into it, because all I've ever wanted to do is play football. Fame comes with it, but it's hard to come to terms with certain things. But you cope with it."

Þetta sagði Becham í viðtali við Frost, og það væri eðlilegt að heyra þetta frá flestum öðrum en Becham, því hann virðist í gegnum árin gert allt til að fá athygli, bæði fyrir sig og fjölskyldu sína, þannig að ég held að hann geti sjálfum sér um kennt.
    
|
Skrifa ummæli
Já, Sigur Rós voru fínir á föstudaginn og Hjölli var mjög skrítinn svo vægt sé til orða tekið. Byrjaði á háa C-inu þegar við hittum hann klukkutíma fyrir tónleika og hélt því út allt kvöldið. Samkjaftaði ekki um vinnuna sína og lenti næstum því í slagsmálum á þessum rólegu tónleikum, en nóg um það. Á laugardaginn slappaði ég síðan bara af og náði að læra aðeins á sunnudaginn.
Góð fótboltahelgi, Liverpool, Chelsea og Arsenill töpuðu stigum og United náði 3 stigum.
    
laugardagur, desember 14, 2002
|
Skrifa ummæli
Fór á Sigurrósartónleikana í gær með strákunum - það var alveg ágætt. Engin spurning um að þarna eru miklir listamenn, flott tónlist sem að mínu mati á mest heima í græjunum heima. En veit ég að Jóhann sem er mikill aðdáandi var mjög hrifinn af þessum tónleikum og skil ég það vel.
Hjölli fór á kostum í gær og hætti ekki að tala, það var sussað á hann á tónleikunum og minnstu mátti muna að Hjölli mundi rjúka í gaurana og berja þá, amk starði hann þá til þagnar með sínu psycho looki.
Eftir tónleikana var ég mjög þreyttur og vildi helst heim að sofa - EE dró mig niður á Grand Rokk í einn bjór og sagði ég o.k. en benti henni á að Hjölli og Jói væru sennilega þarna inni af gömlum vana (ég var búinn að segja að ég ætlaði heim við þá) og viti menn hverjir voru þar!!!
Engin sæti voru þarna og því var haldið heim á leið og þar var horft á einn DVD þátt af Simpsons sem ég fékk í afmælisgjöf frá strákunum.
Vaknaði seint og er búinn að horfa á fótbolta í allan dag - alltaf ljúft...

Stefni á rólegt kvöld með video og góðan mat..
    
föstudagur, desember 13, 2002
|
Skrifa ummæli
Skrítið að ég eigi setlistann af síðustu tónleikum Mary sem hún gaf mér sjálf eftir tónleikana.
    
|
Skrifa ummæli
Eitthvað sem ætti að höfða til Jóhannowitch:

Ákærði Erpur Þórólfur Eyvindsson greiði 150.000 króna sekt í ríkissjóð innan 30 daga frá uppsögu þessa dóms en sæti ella fangelsi í 26 daga

Ákærði Erpur Þórólfur Eyvindsson greiði skipuðum verjanda sínum í héraði, Gísla Gíslasyni héraðsdómslögmanni, 150.000 krónur, og skipuðum verjanda sínum fyrir Hæstarétti, Haraldi Blöndal hæstaréttarlögmanni, 120.000 krónur.


Molotóv réttarhöldin :) Þetta kostar hann um 1/2 milljón.
    
|
Skrifa ummæli
Já þetta er frekar skrýtið að hugsa til þess að hún sé dáinn. Svona geta umferðin verið hættuleg.
Annars er ég að hlusta á Johnny Cash - American III þar sem hann tekur lög eftir sjálfan sig og aðra. M.a. tekur hann Mercy Seat e. Nick Cave, einnig One eftir U2 ofl. minna þekkt lög.
Cash hefur gefið út 4 American plötur með tökulögum og á nýjustu plötunni tekur hann lagið Hurt e. NIN. Magnaður kappi þarna á ferðinni.

Annars hef ég verið að hlusta á Sigurrós, hlustaði á Ske um daginn og upplifði tónleikana upp á nýtt. Er líka með Gling Gló á borðinu hjá mér - ljúft í vinnunni þar sem ég hlusta mest í gegnum hátalara.
Var einnig að hlusta á Motorlab #1 og #2 - mjög sérstakir diskar, ambient tilraunadæmi með grúppum eins og Múm+sjón, Curver, Stilluppsteypa ofl. Verk range frá 3 mín upp í 25 mín.
Annars er hægt að segja að jólastressið er komið hér á bæ (Delta bæ) þar sem 12 mán. uppgjör liggur fyrir. Framleiðslan er í toppgír og þjónustudeildir eru að dröslast með kvartandi og kveinandi yfir álagi. Hahhh álag is my middle name :)
    
|
Skrifa ummæli
Jæjjjjjjjjjjjjja

Hvað hefur eiginlega gerst? Ekkert blogg í marga marga marga daga. Best að gera heiðarlega tilraun til að bæta upp tapið.

4. des sofnaði ég ekki fyrr en klukkan var orðin rúmlega 2, 5. des.
5. des byrjaði með sviðsfundi klukkan 9:15. Þar lýsti ég skjálftavirkni síðastliðinnar viku í stuttu máli og myndum. Annars gerðist ekkert annað allan daginn og fram eftir kvöldi að ég sat og var að vinna, enda nóg að gera (eins og ég er vanur að segja).
Um nóttina (klukkan 04:35) var hringt í mig af veðurstofunni. Allt í veseni og var ég að redda málum í gegnum símann í 45 mínútur og á endanum tókst að laga vandann, en ég sofnaði ekkert aftur fyrr en klukkan var orðin 06:33 nákvæmlega, en í millitíðinni tók ég úr þvottavélinni og hengdi upp og fékk mér mjólkurglas og las smávegis í Onkel Joakim. Klukkan 9:30 um morguninn var hringt aftur og aftur var allt í skralli og gat ég nú sagt í mjög stuttu máli hvað ætti að gera, enda var ég nú að tala við mann af okkar sviði (þ.e. jarðeðlissviði, um nóttina var það tölvudeildin, sem vissi ekkert hvað átti að gera). En nú sá ég fram á það að ég fengi ekki neinn svefn úr þessu og fór því bara á fætur og dreif mig í vinnuna. Þennan dag var ég mjög þreyttur og í fúlu skapi og vilda bara hlusta á þungarokk. En ég settist niður og skrifaði leiðbeiningar til vaktafólksins um hvernig ætti að laga ýmsan vanda í sambandi við tölvur og vefmálavesen, teiknaði meiraðsegja mynd af öllum herbergunum og setti þar inn allar tölvurnar, með nöfnum og alles. Næst fór ég og tók mig út af símaskránni yfir fólk sem vaktafólkið hringir í og sendi svo öllum póst um í hverja ætti að hringja ef svona staða kæmi upp aftur (þ.e. ekki hringja í mig aftur, því ég er ekki á neinni helvítis bakvakt).
Svo fór ég bara heim og gerði ekki neitt.
6. des, var ég enn í frekar vondu skapi (ég get verið doldið lengi að ná svonalöguðu úr mér) og gerði eins lítið og ég gat þennan daginn og klukkan á slaginu 17:00 fór ég og fékk mér bjór með vinnufélögunum í Bjórvinafélagi Veðurstofu Íslands (MOBS) og sötraði þar til að klukkan var að ganga 10 (um kvöldið). Þá fór ég bara heim, en stoppaði stutt við því heima var ekkert að gera svo ég hringdi í Jóa og við tókum okkur Ice Age teiknimyndina á DVD og horfðum á hana heima hjá Jóa og eftir það fór ég aftur heim og þá bara til að sofa.
7. dec var alveg ágætur. Óopinber afmælisveisla Árna var haldin og horft og hlustað á margt gott og er greinilegt að hljómsveitin Del Credere rambar nú á barmi heimsfrægðar. Drukknir dularfullir drykkir a la Árni og einnig nokkrir jólabjórar og var svo skundað í bæinn, nánar tiltekið á Hverfisbarinn. Þar var margt um manninn að vanda og fengum við borð á besta stað uppi. Við hliðina á okkur var hópur af útlenskum DeCode starfmönnum sem ég ræddi við í nokkra stund og lýsti frati mínu á þetta fyrirtæki (og notfærði mér Jóa nokkuð í því ssambandi, en hann tók ekki eftir neinu, af einhverjum ókunnum sökum). Einnig hitti ég þar besta æskuvin minn hann Bjössa Knúts og ræddum við um gamla og góða daga (og eins og alltaf þegar maður hittir einhvern eftir langan tíma þá ákveðurm maður alltaf að hittast fljótlega aftur, en maður veit að það verður ekkert úr því). Svo sá ég á kvittuninni daginn eftir að ég hafði fengið mér eina pizzusneið eftir að hafa verið á Hverfisbarnum og vona ég bara að mér hafi þótt hún góð.
8. des. Helvíti á jörðu reyndist vera þennan daginn heima hjá mér. Jói kom í heimsókn seint um síðar meir og skutlaði mér í Fjörðinn til að sækja bílinn og háma í sig einhverju sóðalegu af Pylsubarnum í Hafnarfirði. Ekki var hægt annað í stöðunni en bara að bruna heim og halda áfram að dvelja í hreinsunareldinum heima hjá mér, enda var kvöldið áður greinilega allt of syndsamlegt.
9. dec tók ég frí í vinnunni og var bara duglegur að sinna mínum málum. Fékk mér Fjölskyldutryggingu, fór í bankann og breytti eyðsluþjónustunni, sótti buxurnar við jakkafötin sem ég keypti þann 7. des. Vaskaði upp (það var mikið, þar sem ég hafði ekki gert slíkt í u.þ.b. 2 vikur). Setti í þvottavélina og hengdi svo upp. Fór einnig í Teppaland og skoðaði parket og fékk bækling og blað um hinar ýmsu gerðir og verð og svoleiðis og svo sat ég bara um kvöldið í parketpælingum, en það mun kosta mig ekki nema rétt um 60.000 kall að setja parket á alla íbúðina. Í kvöldmatinn eldaði ég mér Rauðsprettu a la Hjölli, en hún var þannig matreidd að ég roðfletti flökin, setti þau í blöndu af eggjum og mjólk og kreysti svolítið af mandarínu út í, velti þeim svo upp úr blöndu af hveiti, salti og fiskikryddi og steikti þetta svo á pönnu og setti einnig mandarínubáta ofana flökin. Með þessu hafði ég svo bara franskar, sem ég hafði sett í ofninn svolítið áður svo þetta var tilbúið á sama tíma. Verð ég bara að segja að þetta var nú bara með betri Rauðsprettum sem ég hef smakkað, virkilega safarík og góð.
10. des. Aftur í vinnuna. Eftir fríið hafði að sjálfsögðu safnast upp heilmikið (þrátt fyrir að þetta var aðeins einn dagur). Gerði ekkert skemmtilegt. Fór heim seint, horfði á sjónvarpið og fór svo að sofa.
11.des. Dagurinn byrjaði með sviðsfundi klukkan 9:15 að venju. Eftir það var bara svona almennt bögg, en þó var þetta bara alveg ágætis vinnudagur. Fótboltinn um kvöldið var svo bara ágætur og svaf ég vel um nóttina.
12. des. Vaknaði seint og kom í vinnuna klukkan 10:03 og byrjaði á því að fá mér kaffi og rúnstykki með osti á. Eyddi svo mest öllum deginum í að undirbúa fyrirlestur og vesenast í hinu og þessu svona inn á milli (skrúa í sundur tölvu og passa upp á gagnastrauminn og það allt). Er nú búinn að vera að skrifa þetta blogg í um það bil 50 mínútur og er nú kominn 13. des.

Nú hætti ég að blogga að sinni, enda klukkan orðin margt og best að fara að sofa.

Hmmm...Allt í einu er www.blogger.com bara lokað og því kemur þetta blogg ekki fyrr en í fyrramálið, þ.e. núna þegar þetta er komið, eða þannig sko. En klukkan er hjá mér í þessu augnabliki 00:43 þann 13. des 2002.
    
|
Skrifa ummæli
Annars er föstudagurinn 13. í dag, og spurning hvort maður fari bara ekki heim, eftir vinnu og leggist undir sæng.
    
|
Skrifa ummæli
Annars fór ég á Bond í gær, og hún var bara fín, var a.m.k. frekar ánægður með hana. Ósýnilegi bíllinn var kannski aðeins of mikið, en þetta er jú Bond, og maður horfir yfir svona smáatriði.
Síðan stillti ég aðeins og PoppTíví þegar ég kom heim og sá Sveppa pissa í buxurnar .... er þetta ekki full langt gengið?
Síðan er Sigur Rós í kvöld í Háskólabíói, það verður gaman!
    
|
Skrifa ummæli

Mary Hansen, gítarleikari og söngkona í hljómsveitinni Stereolab, lést í reiðhjólaslysi á mánudaginn. Hansen var 36 ára gömul og hafði verið í Stereolab í 10 ár.
"Við erum harmi slegin yfir fráfalli vinkonu okkar," segir í fréttatilkynningu sem eftirlifandi félagar hennar úr Stereolab sendu breskum fjölmiðlum. "Mary var einstök manneskja og við sendum fjölskyldu hennar og vinum okkar innilegustu samúðarkveðjur."

Stereolab hefur verið í hópi tilraunaglöðustu og áhrifamestu hljómsveitar Bretlands síðasta áratuginn. Einir síðustu tónleikar sem Hansen kom fram á með hljómsveit sinni voru á Íslandi en Stereolab lék á tvennum tónleikum á Grandrokk í lok októbermánaðar.


Þetta er skrítið, nýbúinn að vera á tónleikum með henni og spjallaði þar aðeins við hana og tók myndir af henni. Þetta fær mann til að hugsa um það hvað lífið getur endað skyndilega.
    
fimmtudagur, desember 12, 2002
|
Skrifa ummæli
Hvað er Pálmi að berjast á móti klámi - kemur þetta ekki úr hörðustu átt!!!!

Koma Ron Jeremy er einn stærsti viðburður sem gerst hefur síðan reagan og gorbatchov komu til landsins (nema það að fleiri fylgdust með Ron).

Hvað varð eiginlega af Hjölla er hann enn á lífi?? Ætlar Hjölli á fyllllllleríííííí áður en hann fer að sofa yfir Sigurrós?
    
|
Skrifa ummæli
Ég vill benda á að Siggi spurði mig stuttu eftir viðtalið hverjir 5 síðustu forsetar Bandaríkjanna væru, og ég gat að sjálfsögðu talið þá upp!
    
|
Skrifa ummæli
Sigurður vinnufélagi Jóa og Pálma mætti með FM hnakka í vinnuna um daginn og daginn eftir var hann horfinn (hnakkinn). Jói fór á stúfana og tók Sigurð í viðtal til að grennslast nánar um þetta dularfulla mál.

Hvað fór um huga þér þegar þú strunsaðir inn á hársnyrtistofu og baðst um FM hnakka?
Hárgreiðslukonan Guðlaug sagði: “Viltu ekki fá þér strípur Siggi?”, og Siggi sagði: “Hafðu þær ekki of miklar, því það er hálf glatað.”. Síðan labbaði ég út með FM hnakka.

Er þetta eitthvað sem þú hefur sóst lengi eftir, þ.e. að komast í FM hópinn?
Já, mig hefur alltaf langað til að vera í hópi fallega fólksins. En komst að því að sennilega á ég ekki heima þar.

Hvernig var þér um þegar þú sást útkomuna?
Mér fannst þetta svolítið wild og hefði verið nokkuð sáttur við útkomuna ef ég hefði verið rótari í hljómsveit.

Hlustaðir þú á FM á leiðinni til og frá hárgreiðslustofunni?
FM er í minninu í útvarpinu á bílnum, en það er ekki uppáhalds stöðin.

En þú svaraðir ekki spurningunni!
Ég man það ekki.

Hvernig tóku aðrir FM hnakkar þér með nýja hárið?
Ég hitti nú engan fyrir utan Jóhann Guðbjargarson sem er FM hnakki í anda, og hann og vinnufélagar mínir og hans, gerðu góðlátlegt grín af mér, og má þar nefna að Haukur kallaði mig Dúdda tísku.

Var þetta “góðlátlega grín” á vinnustaðnum þess valdandi að FM hnakkinn fékk að fjúka?
Ég get ekki sagt það, mér fannst ég hálf kjánalegur með þetta, en þó vill ég minna á að aðgát skal höfð í nærveru sálar.

Kveið þér fyrir að koma í vinnuna með nýja hárið þar sem margir eru stríðnir eins og Haukur og Pálmi?
Já, það var beygur í mér.

Hvernig tók fjölskylda þín þér, þ.m.t. konan þín og Mjalla köttur?
Kötturinn heitir reyndar Malla en kattarhelvítið sýndi nákvæmlega engin svipbrigði, það var eins og ég væri ekki til í hennar huga með eða án FM hnakkans. Konan lét sem ekkert væri í fyrstu, og lét sem henni þætti þetta flott, þar sem hún vildi sennilega ekki særa mig, en fljótlega fóru að renna á hana tvær grímur og hringdi í systur sína sem klippti mig. Guðlaug systir hennar bauð mér að koma daginn eftir og lita þetta úr mér, sem ég og gerði.

Fannst þér þú lenda utangátta í vinnunni eftir klippinguna?
Nei, ekkert meira en verið hefur.

Einhver ráð fyrir lesendur sem hafa hug á að taka hárið í gegn fyrir jólin?
Ég vill að menn leggi áherslu á að hóf best í öllu, þ.m.t. strípalíngum.

Hvernig finnst þér Slembibullsbloggsíðan annars?
Mér finnst að það mætti skipta henni niður í þá aðila sem að henni standa (Pálmi, Jói, Hjölli og Árni). Mér hefur sýnst Jóhann vera full yfirborðskenndur. Pálmi er einlægnin uppmáluð og það er gaman að fylgjast með lífi hans, og taka þátt í uppeldi dætra hans. Mér hefur fundist Ánni vera þokkalega einlægur, en mér hefur ekki þótt Hjörleifur sýna nógu mikinn lit á vefnum undanfarið. Annars er ég ánægður með framtakið og vona að menn vaxi og dafni í blogginu með tímanum.

Eitthvað að lokum?
Mér finnst þetta viðtal vera gert í þeim tilgangi að gera grín að viðmælandanum og bera vott um hve spyrjandi er andlega geldur og lokaður persónuleiki, sem ætti frekar að eyða tíma sínum í uppbyggilegt blogg og sögum og fréttum af sér og sínum nánustu. Einnig vill ég gera mér að umtalsefni hversu lítinn áhuga og metnað Jóhann hefur í því að setja sig inn í almenn þjóðfélagsmál, sem og heimsmálin, og leifi ég mér að efast um að hann geti talið upp 5 síðustu forseta Bandaríkjanna, né að hann geti sagt af hverju fullveldisdagurinn 1. desember er haldinn hátíðlegur ár hvert á Íslandi.
    
|
Skrifa ummæli
Þetta er of mikið fyrir mig:
Guðrún Gunnarsdóttir, annar þáttastjórnandi Íslands í dag á Stöð 2, fékk viðurkenningu í dag fyrir viðspyrnu gegn klámvæðingu. Samráðshópur gegn klámvæðingu veitti Guðrúnu þessa viðurkenningu.

Ástæðan fyrir því að Guðrún fær þessi verðlaun er að hún neitaði að taka viðtal við klámmyndaleikarann Ron Jeremy þegar hann kom hingað til lands á dögunum. Ýmsir höfðu gagnrýnt Guðrúnu fyrir að sýna ekki nægja óhlutdrægni í starfi sínu en Samráðshópur gegn klámvæðingu er greinilega ánægður með hana.
    
|
Skrifa ummæli
Er að æfa mig fyrir tónleikana með Sigurrós - ef ég á ekki eftir að dotta við þessa ljúfu tóna þá veit ég ekki hvað. En það er allt í lagi, þetta flokkast undir sofa við tónlist. Annars var stórkostleg fótboltaveisla í gær - þrír leikir (horfði á 2,5).
Utd voru rosalega sterkir í gær og er mín skoðun að þegar nýju gaurarnir koma inn þá fara þeir að hökta aftur (góður mórall núna osfrv.) Solskjær er sennilega jafn góður og beckarinn á hægri kanti og giggs fer hamförum þessa dagana.

Sá líka AC Milan - þvílík maskína er þetta.
Barcelona búnir að vinna 10 leiki í röð í champ league - búnir að jafna met AC Milans, magnað dæmi.
Annars styttist í jólinn og jólaútgjöldin fara að koma um helgina þegar maður fer að versla gjafir..
    
miðvikudagur, desember 11, 2002
|
Skrifa ummæli
sit heima og er að reyna að hugsa um eitthvað að blogga - en ekkert kemur :(
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Það er alveg magnað hvað tæknin er komin langt í læknisfræði og öðrum málum sem snúa að því að gera fólk fullkomnara. Maður verður hálf ringlaður þegar maður hugsar til þess hvert þetta stefnir og hvernig hlutirnir verði eftir c.a. 500 - 1000 ár, ef það verður þá eitthvað eftir af þessum hnetti. Ég held að þessi tækni leiði bara af sér óhamingju og volæði þegar til lengri tíma er liðið, og það er ein ástæðan fyrir því að ég hætti hjá deCode á sýnum tíma :-). Eins fannst mér magnað að heyra einhvern framtíðarspeking í einhverjum BBC þætti um alheiminn segja að flestir haldi að mannkynið sé á síðustu metrunum, en hann telji að við séum á þröskuldi þess að fara að gera aðrar plánetur að heimkynnum okkar sem mun síðan breiðast út næstu árþúsundin lengra og lengra út í himingeiminn, og séum því að taka fyrstu skrefin í því sem koma skal. Þetta eru skemmtilegar pælingar og erfitt að gera sér í hugarlund hvar þetta endar allt, og spurning hvort við værum ekki bara hamingjusamari upp í trjám, þar sem einu áhyggjurnar eru að finna sér mat, ríða og passa sig að detta ekki niður. Þegar maður hugsar um það, þá hefur kannski ekki mikið breyst hvað þetta varðar!

Úr visir.is:
Vísindamönnum hefur nú tekist að rækta nær fullmótaðar tennur. Vísindamennirnir vonast til þess að í framtíðinni verði þannig hægt að endurnýja ónýtar tennur í fólki. Dr. Pamela Yelick segir að í framtíðinni verði jafnvel hægt að rækta tennur í ákveðinni stærð og af ákveðinni lögun. Hins vegar gæti það tekið fimm til fimmtán ár að fullkomna tæknina við slíka ræktun.
    
|
Skrifa ummæli
Ég var að taka eftir því að Siggi er ekki lengur FM hnakki, strípurnar hafa verið fjarlægðar og ég var að taka eftir því fyrst í dag.
    
|
Skrifa ummæli
Ég ákvað í gærkvöldi að byrja að safna skeggi, og mætti því fúlskeggjaður til vinnu í dag.
Merkilegt hvað Hjölli getur verið rænulaus og gleymt einföldum hlut eins og að blogga!
    
þriðjudagur, desember 10, 2002
|
Skrifa ummæli
Best að blogga svona rétt áður en ég strauja vélina mína í annað skipti í þessum mánuði. Serial númerið sem ég notaði með Windows XP disknum í síðustu uppfærslu virkaði ekki, þannig að ég þarf að setja helvítis tíkina upp aftur.
Annars var ég í einhverju rugli í gærkvöldi. Kom heim úr vinnunni, borðaði eitthvað smáræðis af einhverju drasli, og skreið síðan upp í rúm og var þar allt kvöldið (horfandi á sjónvarpið). Hvað segir það okkur? Horfði reyndar á mjög góða mynd á bíórásinni sem heitir Biloxi Blues og fjallar hún um nokkra pilta í æfingabúðum bandaríska hersins í seinni heimstyrjöldinni. Mjög mannleg og skemmtileg mynd og mjög áhrifarík lokaorðin í myndinni ... ef ég væri ekki svona harður nagli þá hefðu jafnvel tárin brotist fram í augunum.
    
|
Skrifa ummæli
Varð hugsað til vinahópsins þegar ég var með annað augað á Oprah um helgina, þá var talað um hversu mikið slúður getur haft áhrif á líf fólks, frægt og ekki frægt. Þá fór ég að hugsa um hversu lítið hópurinn er inni í því að slúðra - við finnum alltaf eitthvða annað að tala um en slúður.
Svo var mér hugsað til kærustu minnar og þá mundi ég eftir að hún fer sérstakar ferðir í Mál og Menningu til að lesa slúður - já mis er fólk.

Merkilegt hvernig fólk nærist á slúðri og að tala um náungann sem er ekki á staðnum!!
    
|
Skrifa ummæli
Ég var nú svo þreyttur eftir vinnudaginn í gær að ég sofnaði ofan í matardiskinn um kvöldmatarleitið!!!

Annars er ég að koma ferskur frá smá púli í morgun - nú er stefnt á átak fram að jólum og svo á að stabilisera sig eftir jól. Þökkum guði fyrir að það er stutt í jólinn :)
    
mánudagur, desember 09, 2002
|
Skrifa ummæli
Erfið helgi - erfiður dagur.

Ég vaknaði klukkan 11 á sunnudeginum og fór út - kom heim um hádegi með sveittan kenny - góður var hann.
Sat síðan heima og hugsaði með mér hvert ég væri að stefna í lífinu - greinilega ekki langt. Sofnaði síðan ekki fyrr en um 2 í nótt og það þýddi bara erfiður morgunn.

Ofkeyrsla er eina sem ég get sagt um sjálfan mig þessa dagana, keyrt út í vinnu, keyrt út um helgar. Já hvar endar þessi ósköp.

Ég eyði mestum tíma að leita af einhverju, hvað það er hef ég ekki hugmynd, en ég held áfram að leita.
    
|
Skrifa ummæli
Ususussusususussss .... Smjörhleifur hefur ekki bloggað síðan 3. des og eru það heilir 6 dagar síðan samkvæmt útreikningum mínum. Þetta gengur ekki og núna verður hann að fara að spýta í lófa og koma með langt og snjallt blogg.
Annars var helgin fín, keypti mér mögnuð, já mögnuð segi ég, jakkaföt á laugardaginn. Þau eru dökkblá flauelsjakkaföt með svona töff sniði, ekki þessu klassíska. Einnig keypti ég skó, bindi, skyrtu, peysu og bindi, og það er greinilegt að systir mín hefur eyðsluhvetjandi áhrif á mig. Hjölli keypti sér líka flauelsjakkaföt, og núna er bara spurning hvort Ánni fylgi ekki fordæmi okkar, og kaupi sér líka flauelsjakkaföt :-). Ægir litli var líka í góðu flippi og biður hann að heilsa lesendum þessa bloggs.
Síðan var flashback partíið hjá Ánna helvíti vel heppnað, og magnað að sjá hvað maður var ógeðslegur nörd fyrir 10 árum síðan. Merkilegt hvað maður naut samt mikillar kvennahylli á þessum árum því ég var smellandi kellingar hægri, vinstri á þessum árum meðan strákarnir voru á kafi í skák, námi og tölvum! Síðan var hlustað á magnaðar upptökur frá hinni rómuðu hljómsveit Del Credere og er það nú ekkert slor, og var ákveðið að skella lögum af fyrstu snældu okkar á mp3.com og bíða eftir að heimsfrægðin banki á dyr. Ánni var duglegur að blanda fyrir okkur görótta drykki enda var drykkjan orðin nokkuð góð og síðan var farið í bæinn, en ég entist nú ekki lengi þar. Fékk síðan næturgest sem var nokkuð fínt. Síðan var ég nokkuð sprækur bara á sunnudeginum, þ.e. spratt upp eins og stálfjöður kl. 18:30 og fór á klósettið og staulaðist síðan út í bíl og fór í heimsókn til Hjörleifs. Hann var í svipuðu ástandi og ég, og það var því bara eitt að gera, fara á pylsubarinn í Hafnarfirði og fjárfesta þar í sveittum borgara til að ná úr sér þynnkunni. Mér gekk síðan ekkert að sofna í nótt, lá andvaka og hugsaði um tilganginn með þessu jarðlífi og af hverju maður er að eyða peningum og tíma í svona vitleysu sem drykkja er. Ég og Hjölli vorum einmitt að ræða það í gær að kannski væri sniðugt að finna sér eitthvað annað áhugamál um helgar en að drekkja sjálfum sér í bjórglasi, en það verður líklegast komið annað hljóð í kútinn á næstu helgi ef ég þekki okkur rétt. Talandi um næstu helgi, þá förum við á tónleika með Sigur Rós á föstudaginn ... það verður gaman!
    
föstudagur, desember 06, 2002
|
Skrifa ummæli
Pálmi var arfaslakur í boltanum í dag og klúðraði ótalmörgum færum, þ.m.t. 2-3 færum af c.a. 50 cm færi. Ég stóð mig hinsvegar nokkuð vel og átti fína spretti. Og Pálmi: Það er bannað að hefniblogga!
    
|
Skrifa ummæli
Spurs skipper Teddy Sheringham is desperate for former club Manchester United to beat Arsenal on Saturday because he cannot stand the Gunners.
    
|
Skrifa ummæli
Vissi ekki hvað FM hnakki fyrr en ég heyrði þetta í Hauki í Horni í gær. Horfði á Temptation Island og uppgötvaði að ég er hefnigjarn!!!

Ég átti að sjá um morgunbrauðið í morgun og erum við um 12-14 manns - auðvitað keypti árni fyrir 22-24 manns og á því morgunmat fyrir lau og sun.

Heyrði einnig að það væri 15 stiga hiti á Stykkilshólmi - skrýtið!!
    
fimmtudagur, desember 05, 2002
|
Skrifa ummæli
Siggi er orðin FM hnakki!
    
|
Skrifa ummæli
Já en hvað er gaman að sjá að menn eru tilbúnir að koma tilfinningum sínum á víðnetið. Ég er nú búinn að vera eitthvað slappur undanfarið en ég held barasta að það sé skammdegið - nú styttist óðum í styðsta dag á árinu, eftir það er þetta bara upp á við.

Er komið jólaskap í menn?
    
|
Skrifa ummæli
Sigurður vinnufélagi minn var að skamma mig áðan fyrir það að ég væri ekki nægilega einlægur í bloggum mínum, og Pálmi væri mun skemmtilegri bloggari, því hann væri að tala um einlæg málefni. Ég reyndi að segja honum að ég risti bara ekki dýpra en þetta sem persóna og bloggin mín væru eins einlæg og mögulegt er. Hann hlustaði ekkert á þetta í mér, og vildi fá meira af mannlegum breyskleika í mín blogg og því ætla ég að taka hann fyrir í þessu bloggi og samskipti okkar í gegnum tíðina .... you asked for it, you got it, TOYOTAAAAAAA:

Samskipti Jóhanns og Sigurðs á vinnustað:
Samskipti okkar Sigurðs hafa ekki alltaf í gegnum tíðina verið dans á rósum, og byrjuðum við eiginlega á vitlausum enda þegar hann og Hálfdán réðu mig inn til AGR fyrir tveimur árum síðan. Ég byrjaði að skjóta fast á hann eins og mér er einum lagið og gagnrýna, oft ómálefnanlega .... og hann svaraði þá oft fullum hálsi á móti að sjálfsögðu. Þetta leiddi til þess að það var oft rafmagnað andrúmsloft á milli okkar. Ég skýt oft miskunnarlausum háðsglósum, og Siggi er viðkvæmur fyrir stríðni, það er ekki góð blanda. Síðan get ég líka verið gagnrýninn og hann kann ílla við að svona skíthælar eins og ég séu að gagnrýna hann. Með tímanum lærðum við þó inn á hvorn annan og samskipti okkar bötnuðu til muna, þegar mér lærðist hvað ég mætti segja við hann og hvernig, og hann lærði að helmingurinn af því sem ég segi er eintómt bull sem ég gæti alveg eins notað rassgatið á mér til að segja. Í dag eru samskipti okkar hinsvegar mun betri, þó oft fari á milli okkar hressileg skoðanaskipti, en það er bara eðlilegur hlutur og oftast er grínið ekki langt undan. Bottom line er líklega að við erum báðir helvítis bjánar og aumingjar og en mér þykir vænt um hann Sigga litla!
    
|
Skrifa ummæli
Skrítið, ég svaf líka yfir mig og átti að fara á fund með Olís kl. 10, og vaknaði 10:03. Er frekar þreyttur eins og ég er búinn að vera alla vikuna ... spurning að hætta að drekka. Ég held ég verði bara driver á laugardaginn.
    
|
Skrifa ummæli
Loksins loksins spólan fundin, þ.e. nr. 1. Ætla að hafa samband við Oddið á morgun og kíkja á þetta. Hvað með videoið sem pálmfróður á að skoða??
    
miðvikudagur, desember 04, 2002
|
Skrifa ummæli
Erfiður dagur!!!!!!!!!!!!!!!!!!
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, búinn að vera eitthvað þreyttur og slappur þessa vikuna ... annaðhvort er ég bara búinn á því eftir síðustu helgi eða þá að skammdegisþunglyndi (eða eitthvað annað þunglyndi) er að banka á dyrnar. Annars er ég að fara eftir vinnu upp í bókhlöðu að læra stærðfræði ef guð lofar ... held að hún geti örugglega hresst mig við, eða eitthvað.

Annars var merkilegt að lesa fréttir um að það hafi verið lamdar úr Liam Gallager 3 tennur, og hann fékk einhverja áverka í andlitið. Ég segi nú bara: About time!
    
þriðjudagur, desember 03, 2002
|
Skrifa ummæli
Er það semsagt Delta sem útvegar Mafíósunum í Afríku dópið?

Annars þá var ég svo eitthvað lítið syfjaður í gær að ég var bara að lesa til klukkan að ganga 5 í nótt og þá loksins ákvað ég að það væri skynsamlegt að fara að sofa, en veðrið var bara þannig að það var eiginlega ekkert hægt að sofna fyrr en maður var orðinn virkilega syfjaður, enda svaf ég eins og steinn á meðan versta veðrið gekk yfir (um 6 leitið held ég) og vaknaði svo eldhress klukkan 9 og var þá semsagt búinn að sofa í ca 5 tíma, sem er nú bara óskup venjulegt.

Annars þá þarf ég að vinna og vinna og vinna í kvöld, á enn eftir að vinna upp frá því í síðustu viku. Verst að það eru bara allt of mikið af hinum og þessum smátruflunum, sem taka mann alltaf út af laginu, svo það verður allt of lítið úr verki í því sem maður er að reyna að gera. En hvað um það maður verður bara að halda áfram að lifa eða eitthvað.
    
|
Skrifa ummæli
Veðrið var svo slæmt í nótt að það vakti mig klukkan 4 og ég svaf nánast ekkert eftir það. Dreymdi bara einhverja steypu um ónefndar stúlkur, en því miður ekkert kynferðislegt :)
Annars finnst GGGunn part one eiginlega ekki - en ég held áfram í kvöld að leita. Heyrði í litla bró í gær, var hann hinn hressasti og er nokkuð ánægður með lífið. Ég heyrði í Lindu fyrir aftan hann tala við stubbulínuna (vona amk að það hafi verið hún :). Hlakkar mikið til að sjá hana þegar ég fer út, þ.e. Umu litlu.

Vona að þessi dagur verði betur en þessi í gær - það ætti þó ekki að vera mikið mál.

Eitt af verkefnum mínum þessa dagana er að skoða hvort við eigum lyf til að gefa til Angóla - sérkennilegt verkefni ekki satt.
    
|
Skrifa ummæli
Það að láta bankann sjá um alla reikninga og pæla ekkert í því sjálfur getur verið hættulegt, þá er auðveldara að svindla á manni. Ætli þú sért ekki bara að borga af vitlausum mæli, sameigninni eða hjá einhverjum öðrum í húsinu, sem hefur verið að borga þinn reikning og hlær að öllu saman. Var ekki Evert annars í húsinu um daginn. Var hann e.t.v. að fikta eitthvað í rafmagninu?
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, menn eitthvað latir í blogginu? Pálmi farinn í dag og kemur ekki fyrr en eftir hádegi á morgun, þannig að það verður lítið um blogg hjá honum, nema kannski í kvöld.
Ég var eitthvað óvenju þreyttur í morgun og mætti ekki fyrr en kl. 10 í morgun, og ætla síðan að fara að stærðfræðast eftir vinnu, þ.e. þangað til United leikurinn byrjar í sjónvarpinu.

Hringdi í Orkuveituna í morgun og spyrja hvenær ég á von á manni frá þeim sem ég pantaði fyrir 1 1/2 mánuði síðan (og hef ekkert heyrt frá síðan) og þeir sjá engar beiðni frá mér í kerfinu, þannig að hún skráði nýja. Ástæðan fyrir þessu er sú að ég er að eyða helmingi meira rafmagni heldur en aðrar íbúðir í húsinu þrátt fyrir að vera ekki með frystikistu eða uppþvottavél (eins og gestir heima hafa glögglega séð) og nota sjaldan þvottavél og nánast aldrei eldavél og ofn. Fór í gær niður, eftir að hafa slökkt á öllu í íbúðinni, og skífan sem sýnir núverandi rafmagnsnotkun hreyfðist hraðar en flestar aðrar í húsinu, þannig að það er eitthvað dularfullt í gangi, og jafnvel lögreglumál!

Hvernig gengur mönnum annars að redda því sem þeir áttu að redda fyrir næstu helgi?
    
mánudagur, desember 02, 2002
|
Skrifa ummæli
jæjja, aldrei of seint að blogga.

Þetta er bara búinn að vera leiðinlegur dagur og komst að því í dag að ég er plebbi og er að blogga á þessum tíma, segir það ekki allt.
    
|
Skrifa ummæli
Jújú, að sjálfsögðu sá ég leikinn .... en var reyndar hálf sofandi yfir honum.
    
|
Skrifa ummæli
Sá þá Jóhannowich ekki leikinn í gær - var hann sofandi?

Annars varð þetta að ömurlegum degi - hlutir ganga greinilega ekki alltaf upp. Ég sneri öllu við heima hjá mér í leit að GGGunn spólunum og fann 60 mín. spóluna en get ekki fundið hina. Mun halda áfram að leita í kvöld, skil ekki hvert hún hefur smyglað sér.
    
|
Skrifa ummæli
United burstaði Liverpool 1-2 í gær og vann ég því tvær kippur af Sigga vinnufélaga mínum!
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, helgin var bara nokkuð fín. Það var djammað feitt bæði kvöldin, og farið á góða tónleika á laugardagskvöldið. Steinlá reyndar til kl. 17 á laugardeginum, en þá spratt ég upp eins og stálfjöður og til í tuskið. Ástæðan fyrir því að ég steinlá svona held ég að hafi verið drykkur á Grand Rokk sem heitir Miðnes og Freyr plataði okkur til að fá okkur, og ég er með kenningu að þetta hafi verið flugvélabensín í dulargerfi. Á laugardagskvöldið fékk ég mér síðan aftur þennan drykk og steinlá til kl. 17 á sunnudaginn og spratt þá upp eins og stálfjöður og skellti mér í sund uppi á Kjalarnesi. Ske og Apes voru að gera góða hluti um helgina, og voru Ske tónleikarnir algjör snilld!
    
|
Skrifa ummæli
Ég er ekkert hættur að blogga ... ekkert hættur segi ég!
    
sunnudagur, desember 01, 2002
|
Skrifa ummæli
Við erum orðnir meiru celebrity stalkerarnir. Magnað kvöld, skemmti mér mjög vel í gær. Náði að vakna og horfa á leikinn í dag, búinn að vera vel þunnur í dag en þetta er allt að koma. Er búinn að drekka nokkra lítra af vökva í dag - virðist vera að allur vökvi hafi gufað upp úr líkamanum í gær.
The Apes voru hreint út sagt magnaðir - já magnaðir og Ske voru frábærir, mjög skemmtilegir tónleikar. Þetta var uppskrift að góðu kvöldi sem virkaði.

Annars sé ég að Jói er alveg hættur að blogga!!
    
|
Skrifa ummæli
Gærkvöldið var helvíti fínt, eftir að þynnka ársins var farin, en það tók ca 2 bjóra.

1. Tónleikar með SKE í Austurbæjarbíói. Einar Sæbjörnsson hitaði upp og var bara skemmtilega frumlegur í myndbandasýningum og bara ágætis söngvari. Svo kom að SKE steig á stokk og var ekki hægt annað en að skemmta sér stórkostlega. Guðmundur Steingrímsson fór á kostum í hlutverki T-Rex, einnig var saga hljómsveitarinnar rakin svona lauslega og svo var ekki annað hægt en að segja að Julietta II fékk alveg nýja vídd þegar okkur var sagt um hvað textinn fjallaði, þ.e. það er ást að kissa rass og nú hljómar þetta daglega í auglýsingum.

2. Tónleikar með The Apes. Magnaðir tónleikar. Mínus hitaði upp og voru ágætir, en sá þá aðeins rétt í lokin. Amanda Kleinman er helvíti magnaður hljómborðsleikari og sérstaklega tilþrifamikil í á sviðinu. Paul söngvari hefur einnig ótrúlega orkumikla sviðsframkomu og var hann bókstaflega á fullu allan tímann.

Í dag hringdi ég í Paul upp á hótelið og ákváðum við að hittast bara niðrá Grand Rokk þar sem ég keypti svo diskinn, þ.e. The Fugue in the Fog. Nú er ég búinn að hlusta einu sinni á diskinn og er hann bara helv. fínn.

Í dag er ég ekkert þunnur og bara í góðum fíling
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar