Þá er þessi helgi búin. Hún var ekki sem verst, tók því mjög rólega og reyndi að gera sem minnst.
Laugardeginum eyddi ég mestanpartinn hér á veðurgerðinni og var eitthvað að tína til gamalt tölvudót (harða diska sem ég var ekki búinn að henda) og fór með heim og var bara að dunda mér um kvöldið í hálfgerðri þynnku í því að reyna að koma tölvunni í nothæft form og svo fór sunnudagurinn í þetta líka ásamt því að gera heiðarlega tilraun til að taka til. Annars horfði ég með öðru auganu á Danina verða að Evrópumeisturum í handbolta. Verður nú að segjast að það er töluverður munur á íslenska kvennahandboltanum og þeim danska. Annars þá er árangur helgarinnar semsagt sá að nú er ég með nothæfa tölvu heima og hef hugsað mér að nota hana aðallega undir tónlistardótarí og tengja hana svo bara við græurnar, því geislaspilarinn minn er bara ekkert upp á það besta, en þetta er alveg nógu gott til að spila tónlist, sem er gott. Jæjja, best að fara að skíta á kostnað skattborgaranna. Hvað ætli maður sé að borga fyrir mikinn skít á dag, svona þegar á heildina er litið?
|