föstudagur, desember 29, 2006 Joi |
23:15
|
Hér er fjallað um jólastress og annað jólaflúbb. Þegar ég kom heim úr vinnunni beið mín póstur frá bankanum mínum þar sem þeir í góðmennsku sinni tilkynna mér að þér hafi ákveðið að létta um fyrir fólki og bjóði því raðgreiðslur á jóla kreditkortareikningnum til allt að 36 mánaða í staðin fyrir 12 mánuði. Þvílík góðmennska það. Ég hef hugsað aðeins um tilgang jólanna og í hvaða far jól og jólaundirbúningur eru að fara. Það sem ég held að einkenni jólin í dag eru stress, peningaplokk fyrirtækja, græðgi og meiri græðgi. Fólk fær ekki flóafrið frá auglýsingum fyrirtækja hvort sem það er í sjónvarpi, útvarpi, tímaritum, dagblöðum eða pósti svo ég tali ekki um allar auglýsingar út um alla borg á strætóum o.flr. ásamt auglýsingum á vefsíðum. Allt spilar þetta á að fá peninga fólks í skiptum fyrir eitthvað drasl og þetta væntanlega æsir upp í okkur græðgi og einhverja tilbúna þörf á allskonar dóti. Það er merkilegt hvað fólk vill frekar eiga en peninga! Undirbúningur jólanna felst því mikið í því í dag að eltast við að gera allskonar hluti svo maður sitji ekki eftir í lestinni og geti bara ekki haldið jól. Ungir krakkar í dag eru að fá gjafir í tugatali og ég get ekki séð einn jákvæðan hlut við það hvað þau fái þennan fjölda af gjöfum - þeir einu sem eru að græða á þessu eru gráðug og samviskulaus stórfyrirtæki sem hafa gert vel fyrir jólin að markaðsetja jólin. Litli frændi minn t.d. rífur upp pakkana og er orðin snaruglaður af þessu öllu og þarsíðustu jól fór hann að leika sér að gjafapappírnum eftir að hafa opnað allar gjafirnar - þetta er nú meiri vitleysan. Ef börn myndu fá í mesta lagi 3-4 gjafir hver jól eða fleiri gjöfum yrðu dreift á jóladagana þá myndu jólin væntanlega fá einhverja örlitla meiri tilgang en að fá sem flesta hluti. Sá sem á mest drasl þegar hann deyr vinnur! Ég held að þetta sé fyrir löngu komið út í rugl. Þau áhrif sem jólahaldið hafði á fólk um miðja síðustu öld er líklegast allt annað en í dag og það mun ekki breytast því að græðgi, efnishyggja og tillitsleysi (var ég búinn að nefna græðgi?) mun stjórna lífi okkar til frambúðar. Gleðileg Jól.
|
Mikið er ég sammála þér. Var einmitt sjálfur að froðufella út af auglýsinga garganinu sem dynur á manni sí og æ allstaðar. En það að litli frændi þinn sé farinn að leika sér með jólapappírinn í stað gjafanna, segir mikið um firringuna.
00:44
|
|
|
Joi |
23:14
|
Er þetta ekki of gott til að vera satt: Pláss
|
|
Joi |
15:31
|
Teiknimyndir
Ég mæli með þessari síðu fyrir þá sem vilja sjá ansi góðar og ókeypis teiknimyndir: Þessi síða
|
|
Joi |
12:43
|
Peter, Bjorn og John
Peter, Bjorn and John er hljómsveit sem gaf út plötuna Writer's Block á árinu sem ég hef hlustað mikið á og er í miklu uppáhaldi hjá mér. Platan er ansi oft á topplistum tónlistarspekúlanta sem lista upp plötur ársins. Peter, Bjorn og John munu spila á Nasa þann 27. jan og er ég þegar búinn að kaupa mér tvo miða og mæli með að crewið mitt skelli sér líka.
|
|
Árni Hr. |
08:18
|
Jól ofl.
Já Gleðilega hátíð. Af mér er nú ekki mikið að frétta, hef eins og fleiri ákveðið að taka mér að mestu frí á milli jóla og nýárs, þó ekki alveg og mætti ég nú ferskur í morgun klukkan 8.00 (ekki samt mjög ferskur). Sé ég fram á mjög busy janúar amk þar sem mikið af verkefnum í vinnunni er framundan - sem er bara gott. Er eitthvað andlaus núna - meira síðar
|
|
fimmtudagur, desember 28, 2006 Joi |
23:18
|
Bond og búx
Við Sonja skelltum okkur á Casino Royale í kvöld - ég fór með svona hálfum huga en Sonju langaði að sjá hana. Þvílík skemmtun sem þessi mynd er - besta Bond mynd sem ég hef séð MJÖG lengi, kom mér skemmtilega á óvart þó ég hafi heyrt góða hluti um hana. Daniel Craig er fínn í hlutverkinu og sannkallaður tarfur. Fyrir tónlistaráhugamenn mæli ég með að skoða 50 bestu plötur Zúra gæjans - hann er búinn að lista upp plötur frá 20-50 og hef ég hlustað á 10 af þeim sem ég tel bara ágætis árangur: Zýrður rjómiÉg fór í Kringluna fyrir myndina og eyddi hluta af jólagjöfinni frá fyrirtækinu - keypti mér Windstopper vetlinga (Hjölli ætti að vera ánægður með mig núna) og bókina Undir Hamrastáli sem segir frá lífinu í Ketildölunum í gamla daga, hlakka til að lesa hana. Jæja, ég ætla að fara aftur í húsbóndastólinn og drekka Dry Martini.
|
|
Hjörleifur |
17:40
|
Jóla hvað
Þá er jólastússið búið og við tekur áramótastúss. Hef verið alveg á fullu að gera sem minnst nú um jólin, en fór þó út í dag í klippingu og skrúbbaði bílinn svo nú er hann næstum því alveg hreinn. Svo hef ég bara verið að glápa á bíómyndir og lesa Calvin & Hobbes (fékk allt safnið í jólagjöf frá Matta). En ég tók mér semsagt frí í vinnunni í dag, enda óskup lítið um að vera og fáir í vinnunni. Svo ég gerði bara eins og hinir og tók mér frí líka enda enn eitthvað eftir af orlofinu. Jæja best að blogga ekki of mikið og best að halda áfram að glápa einhverja bíómynd.
|
|
Joi |
16:10
|
Jólahauskeppnin vinsæla
Jæja þá er jólahauskeppnin búin (lauk þann 24. des) og hefur dómnefnd farið yfir innsendar hugmyndir af jólahausinn á Slembibullið og þarsem enginn nema ég sendi inn krýni ég mig hérmeð sem sigurvegara. Duglegir strákar!
|
Já þú stóðst þig með prýði, til hamingju :)
17:40 Hjörleifur
|
|
|
þriðjudagur, desember 26, 2006 Joi |
11:13
|
Ég óska landsmönnum öllum til sjávar og sveita gleðileg jól og farsælt komandi ár.
|
|
Joi |
11:12
|
|
|
föstudagur, desember 22, 2006 Joi |
13:35
|
Rice: ?Stríðið er fjárfesting sem er þess virði."
|
|
fimmtudagur, desember 21, 2006 Joi |
22:42
|
Perlubúx
Eigum við að segja fordrykkur á L16 kl. 18 eða finnst mönnum það of snemmt? Maturinn er síðan 20:30 og við ætlum að ná einum fordrykk í Perlunni eins og hefðir, lög og reglugerðir segja til um.
|
Er ekki fínt að stefna á þetta - á milli 18.00 og 18.30 mæting, þá erum við í góðum tíma.
09:24 Árni Hr.
júbbsibúbbsi
09:56 Hjörleifur
Ég er til kl 18 en Hafnarfjarðarkratar þurfa væntanlega að samræma brottför sína úr firðinum
10:59
|
|
|
þriðjudagur, desember 19, 2006 Joi |
22:56
|
Jólaperlubúx
|
Eftir málefnalegar umræður á msn mátum við svo að sagt yrði skál Var hringt upp í Perlu og fengið samband við Erlu Hún sagði: "Það er ekkert mál"
11:54 Hjörleifur
Ég samþykki þetta í meginatriðum ef árni, oddur og guddi sýna þessu ekki mótþróa.
16:18 Joi
|
|
|
mánudagur, desember 18, 2006 Joi |
10:18
|
Gummi Steingríms
Fyrir fólk sem hefur gaman af þjóðfélagsumræðunni þá er blöggið hans Gumma Steingríms mjög gott og er ég oftast mjög sammála honum og þegar ég er það ekki þá sannfærir hann mig. Mæli með að fólk bæti þessu í readerinn sinn: GummiSteingríms
|
|
fimmtudagur, desember 14, 2006 Joi |
12:53
|
Jólabjór
Ég er búinn að drekka jólabjór síðustu kvöld, 1-2 á kvöldi og það er einhver stemming við að drekka þennan bjór finnst mér og því hef ég drukkið meira undanfarið en ég geri vanalega. Ég ætla því að gefa jólabjórnum stjörnugjöf og smá umsögn: Egils Jólabjór 3/5Þessi kom á óvart - mildur og bragðgóður og mjög góður bara. Egils Malt Jólabjór 3/5Hann er nánast eins og malt á bragðið með smá bjórbragði og þessvegna nokkuð bragðgóður. Ég hugsa samt að ég gæti ekki drukkið mikið af honum - 1/2 til 1 bjór á kvöldi er passlegt. Víking Jólabjór 5/5Þessi bjór er bara snilld að mínu mati - ótrúlega góður, mildur og nánast fullkominn. Ég vissi ekki hvort ég ætti að gefa honum 4 eða 5 stjörnur þannig að ég skellti honum bara í 5 stjörnur. Tuborg Julebrug 2/5Þessi er bara vondur að mínu mati, bragðvondur og rammur - ég geri ekki ráð fyrir að drekka meira af honum en þessa kippu sem ég asnaðist til að kaupa.
|
Sammála eiginlega öllu í þessari greinargerð, ég hef smakkað þá flesta í ár og hefði raðað þeim nákvæmlega eins og Eldklerkurinn.
12:59 Burkni
Ég smakkaði viking jólabjórinn og fannst hann ekkert spes, gef honum samt 2 stjörnur þar sem að ég gat klárað flöskuna og svo er hann jólalegur.
Næst smakkaði ég Tuborg Julebrygg og hann var fínn gef honum 3 af 5 mögulegum
13:58 Hjörleifur
|
|
|
mánudagur, desember 11, 2006 Árni Hr. |
13:12
|
Lifandi
Já ég er enn lifandi og enn í Danmörku - búinn að skella mér til Svíþjóðar að hitta bróðir og er nú á Jótlandi.
|
|
laugardagur, desember 09, 2006 Joi |
21:15
|
Að vera eða ekki vera ...
... nörd - það er spurningin!Reyndar er það engin spurning - ég var aldrei, og mun aldrei vera nörd, þó að félagar mínir margir hverjir hafi verið það og séu það ennþá. Ég rífst oft við Sonju um það hvort ég hafi verið nörd en ég þvertek að sjálfsögðu algjörlega fyrir það. Til að sanna mál mitt ætla ég að skella upp smá myndaþátt af mér og félögum mínum, þeim Pálmfróði og Hjölla þegar við fórum í taflferð á Stóra-Dímon (eða var það sá litli - skiptir ekki öllu). Þessar myndir átti Pálmfróður í fórum sínum en þær eru því míður í hræðilegum gæðum - veit ekki hverskonar myndavél hann var með, en þetta verður að duga - efnið skilar sér vonandi. Ég ætla að skella inn nokkrum myndum, og afganginn af þeim er síðan hægt að sjá hérna, fyrir þá sem hafa áhuga á því: GalleríÉg og Pálmfróður í upphafi gönguferðar með taflborð, borð og stóla. Þetta er Dihatsu-inn hans Pálma sem var að ég held hans annar bíl ef ég man rétt. Þarna eru miklar pælingar í gangi enda sennilegast ójöfn skák í gangi því Pálmfróður var líklegast heldur betri skákmaður en ég. Annað sjónarhorn - takið eftir gatinu á olnboganum á skyrtunni minni (þessi skyrta var í miklu uppáhaldi og gekk ég lengi í henni með þetta gat eins og sönnum töffurum). Þriðja sjónarhornið. Náttúrufegurð fyrir neðan okkur. Og enn ein mynd af okkur að tefla. Hjölli eitthvað að sprella. Pálmi að henda í málverk þarna enda mikill bóhem sem notaði helst ekki myndavélar. Ég er að benda honum og sést kraftalegur limaburður minn vel. Sennilega dýpri meining með þessari mynd hjá Hjölla en við gerðum okkur grein fyrir. Gleymdum við dótinu þegar við fórum niður - við ættum kanski að fara aðra ferð og ná í það? Jæja, fleiri myndir úr þessari miklu ferð eru sennilega ekki til. Ég ætla að reyna að henda inn fleiri gömlum myndum við tækifæri ef ég finn eitthvað skemmtilegt en því miður vorum við ekki mikið að taka myndir á þessum tíma og er það frekar leiðinlegt.
|
Hvernig í ósköpunum á þessi skemmtilegi myndaþáttur að sanna það að þú hafir ekki verið nörd og að Pálmfróður og Hjölli hafi frekar verið það? Ef hinir ágætu lesendur Slembibullsins myndu komast í fjölskyldualbúm móður okkar Jóhanns þá er ég ansi hræddur um að menn myndu komast að annarri niðurstöðu, þ.e. að hann hafi verið bullandi nörd! Ég er ekki að segja þetta til þess að vera leiðinlegur við bróður minn, heldur finnst mikilvægt að sannleikanum sé komið á framfæri og tel ég að það muni vera öllum fyrir bestu að hann komist til skila. Ég vil því skora á Jóhann(ásamt þeim Pálmfróði, Hjölla, Ánna og Bjarna) að gera upp nördafortíðina og afgreiða það tímabil þannig að menn geti loksins litið til framtíðar og sæst við fortíðina. Það er ekkert til þess að skammast sín yfir, og ég veit að ég, móðir hans Jóhanns og Sonja myndu styðja við bakið á Jóhanni og tel ég að hann yrði meiri maður fyrir vikið, og þeir allir.
10:18
|
|
|
Joi |
20:38
|
Ég er aðeins að vinna heima.
|
|
Hjörleifur |
15:04
|
Ég er að vinna
Núna er ég að vinna en ég er á bakvakt þar til kl. 6 í fyrramálið
|
|
miðvikudagur, desember 06, 2006 Hjörleifur |
21:45
|
Hver drap rafmagnsbílinn?
Horfði á myndina " Who killed the electric car?" í gærkvöldi. Þetta var bara helvíti góð mynd um það hvernig það hefur verið markvisst unnið gegn því að koma rafmagnsbílnum á markað. General Motors voru komnir með mjög góðan rafmagnsbíl á götuna árið 1996 og kallaðist EV1. Svo voru þeir skyndilega allir innkallaðir og eyðilagðir. Aðeins einn bíll er eftir og er hann á safni, en búið er að fjarlægja vélina og allt sem máli skipti til að hægt væri að búa til svona bíl aftur. Það er farið í saumana á mörgum hlutum og pælt í því hvers vegna rafmagnsbíllinn var gjörsamlega tekinn úr umferð. Toyota gerði svipað og voru komnir með fínan rafmagnsbíl á götuna, en hætti við á síðustu stundu að setja þá á markað og keyrðu í staðinn alla bílana í verksmiðju þar sem að þeir voru tættir (af einskærri tilviljun þá var einnig olíubor í gangi þar sem að bílarnir voru eyðilagðir) En það voru ekki bara olíukóngarnir sem töluðu gegn þessu, heldur hafa nokkrir forsetar bandaríkjanna verið á móti þessu þar sem að USA er háð olíu (og var sýnt myndbrot af Bush segja þetta). En það voru ekki síst bílaframleiðendurnir sjálfir sem unnu gegn þessu, því þegar allt kom til alls, þá voru þessir nýju rafmagnsbílar svo frábærir að þeir biluðu ekkert og því var stór hætta á að varahlutasala færi alveg í vaskinn ef þessir bílar kæmu á markaðinn. En ég mæli semsagt að menn kíki á þessa mynd. gef henni alveg 3 stjörnur af 5
|
Pant fá þessa mynd lánaða.
22:23 Joi
okilidókili ég skal lána þér hana
00:06 Hjörleifur
|
|
|
þriðjudagur, desember 05, 2006 Hjörleifur |
18:04
|
Framdi bankarán í morgunn
Þegar ég vaknaði í morgunn var ég svo helvíti hress á því að ég skellti í mig 2 jógúrt og prins pólói, klæddi mig upp eins og jólasvein og rölti svo í landsbankann og labbaði út með fullan poka af peningum á bakinu. Nú er ég moldríkur og ætla að eyða öllum peningunum í vitleysu.
|
Varst það nokkuð þú sem keyrðir inn á flugvallaplanið í Keflavík? :D
kv. robbi
20:51
|
|
|
Joi |
15:48
|
Að labba
$20.000.000.000 Síðan ég byrjaði að vinna í Borgartúninu hef ég verið tregur til að labba/hjóla til vinnu og yfirleitt viljað fara í bíl eins og venjulegur Íslendingur. Ég hef reynt að venja mig á að hjóla en að hjóla veitir mér takmarkaða ánægju og því hefur það verið erfitt að koma því í vana. Einstaka sinnum hef ég labbað en það að labba frá Skúlagötunni tók alveg 15-20 mínútur og frá Leifsgötunni um 30 mínútur þannig að ég hef talið sjálfum mér trú um að það sé of langt. Núna síðustu vikurnar hef ég reyndar byrjað að njóta þess að labba til og frá vinnu og það held ég að sé bara gott mál því mér veitir ekkert af hreyfingu og útiveru. Það er líklegast tvennt sem hefur valdið þessari hugarfarsbreytingu hjá mér - annarsvegar að ég er farinn að nota gönguskóna mína til og frá vinnu og það er allt annað en að tippla þetta í einhverjum lökkuðum vinnuskóm. Hitt málið sem er mun veigameira er að ég nota þennan tíma í að hlusta á podcöst í iPodinum mínum og er ótrúlegt úrval af góðum þáttum sem hægt er að velja um núorðið. Í dag hlustaði ég t.d. á þátt frá BBC um uppbyggingu í Írak og peninga sem þar átti að nota í uppbyggingu en hurfu sporlaust.
|
Alveg magnað hvað peningar eiga það til að hverfa sporlaust þegar þeir koma til landa þar sem eru fleiri byssur en fólk.
16:00 Hjörleifur
|
|
|
föstudagur, desember 01, 2006 Hjörleifur |
17:35
|
Ammæli
Matti átti afmæli í gær og af því tilefni tókum við okkur frí frá vinnu og ráfuðum um Reykjavík fyrrihluta dags og drukkum kaffi á Kaffi Tár og Eymundsson í Austurstræti. Um kvöldið var svo skundað í Perluna og gerð úttekt á Jólahlaðborðinu. Það var næstum því fullkomið, en um kvöldið heyrðust ægileg læti úr eldhúsinu og svo þegar ég var að spyrja kokkinn um eplakökuna (kokkurinn stóð þarna við eftirréttaborðið) þá varð hann voðalega vandræðalegur og var eitthvað að útskýra að það hafi orðið smá óhapp sko, það hafi kannski heyrst fyrr um kvöldið, en þannig að sko að epplakakan verður ekkert tilbúin fyrr en seinna. Greinilegt að hann vildi ekki segja mér að þeir hefðu einfaldlega misst kökuna í gólfið. Ég sagði honum að það gerði ekkert til, það væri nóg af öðru góðgæti þarna.
|
|
Joi |
17:21
|
Jólabúx
Ég setti hausinn á blögginu í jólabúning og eins og lesendur kannski sjá og muna er þetta nánast eins og í fyrra og segir það kannski sitt um hugmyndaflugið hjá mér. Ég hef ekki tíma til að gera þetta öðruvísi og betur en það er kannski ágætis keppni í desember að gera besta jólahausinn fyrir bloggið okkar .... hvernig líst mönnum á það? Ef fólk vill vinna út frá gamla hausnum þá er hægt að sækja hann hérna: http://js.smugmug.com/photos/53984584-L-0.jpg Ég skora á lesendur og sérstaklega bloggarana á þessu bloggi að sýna hvað þeir geta.
|
og taka sig nú á, þau sem ekki eiga myndvinnsluforrit þá er það engin afsökun því það er til þetta ágætis forrit, sem er ókeypis og heitir gimp. Það getur allan fjandann.
17:35 Hjörleifur
Ég legg til að allir slembarar skili inn þeirra útgáfu af haus í jólabúningi og enginn verði undanskilinn. Lokaskil eru 24. des og þá verða Pálmi, Hjölli, Bjarni og Árni allir búnir að skila inn. Lesendur eru einnig kvattir til að skila inn sinni útgáfu. Menn hafa rúmlega 3 vikur svo það ætti að nægja.
20:54 Joi
|
|
|
Joi |
00:30
|
Pistill frá Sigga
Siggi er mættur aftur með nýjan pistil sem er frekar studdur og bragðdaufur miðað við það sem maður á að venjast úr þessari átt - við skulum sjá hvað hann hefur að segja:
Ég á vart orð til að lýsa ánægju minni og undrun yfir kraftmikilli byrjun á bloggvetri eftir fyrsta sumarfrí í sögunni. Ég hef því miður ekki getað sinnt skyldum mínum við síðuna undanfarið en mun geta bragabót á því þegar í stað. Mér finnst rétt að velta upp nokkrum spurningum núna þegar jól nálgast og nýtt ár að hefjast, en það vill svo til að blöggið á einmitt 4 ára afmæli núna í mánuðinum og því er síðan að renna inn í sitt 5. starfsár. Spurning 1: Svo viðrist sem Jóhann sé að meika það í ljósmyndun og hef ég lagt til að ég verði honum yrkisefni á myndum framtíðarinna og a.m.k. 1 mynd af mér verði á öllum ljósmyndasýningum hann tekur þátt í. Hvernig lýst mönnum á þessa hugmynd og finnst mönnum að ég eigi að vera í fötum á myndunum eða ekki Spurning 2: Jólakransar og veggfóður, hvað finnst mönnum um þetta tvennt og hafa menn í hyggju að setja þetta upp fyrir jólin Spurning 3: Legg til að haldinn verði pylsu og bjórveisla 7. janúar 2007 til að halda upp á 4 ára afmæli klúbbsins hvernig lýst mönnum á það? þetta er fyrsti pistill frá mér af mörgum sem koma munu í vetur Ég þakka lesturinn og býst ég við að Jóhann taki von bráðar viðtal við mig kv siggi
|
Klárlega nakinn - búinn að raka af þér öll líkamshár - það er in í dag skilst mér. Jóla hvað segi ég nú bara - reikna nú ekki með krönsum - en mun íhuga með veggfóðrið, þó er það ólíklegt í ljósi reynslu minnar af því að losa það af hraunum vegg - helvíti á jörðu. Hvort sem það er 7 janúar eða önnur dagsetning þá er ég til í pulsu og bjór, annars á systa afmæli þennan dag líka - ekki það að ég verði í afmæli hennar þar sem hún verður í DK...
09:29 Árni Hr.
tja, ég sveimér þá veit ekki hvað ég á að segja við þessu
14:15 Hjörleifur
|
|
|