Bond og búx
Við Sonja skelltum okkur á Casino Royale í kvöld - ég fór með svona hálfum huga en Sonju langaði að sjá hana. Þvílík skemmtun sem þessi mynd er - besta Bond mynd sem ég hef séð MJÖG lengi, kom mér skemmtilega á óvart þó ég hafi heyrt góða hluti um hana. Daniel Craig er fínn í hlutverkinu og sannkallaður tarfur. Fyrir tónlistaráhugamenn mæli ég með að skoða 50 bestu plötur Zúra gæjans - hann er búinn að lista upp plötur frá 20-50 og hef ég hlustað á 10 af þeim sem ég tel bara ágætis árangur: Zýrður rjómiÉg fór í Kringluna fyrir myndina og eyddi hluta af jólagjöfinni frá fyrirtækinu - keypti mér Windstopper vetlinga (Hjölli ætti að vera ánægður með mig núna) og bókina Undir Hamrastáli sem segir frá lífinu í Ketildölunum í gamla daga, hlakka til að lesa hana. Jæja, ég ætla að fara aftur í húsbóndastólinn og drekka Dry Martini.
|