|
föstudagur, október 29, 2004 Joi |
16:20
|
Pálmastelling.
|
Já þær eru af öllum gerðum þessar Pálmastellingar. Hugsiði ykkur ef að hann ynni við að hanna stóla og fyrir vikið væru allir í Pálmastellingum í vinnunni.
16:54 Hjörleifur
Þetta er meira svona "fæðingarstelling"
10:20
|
|
|
Joi |
13:17
|
Mál
|
|
Hjörleifur |
12:48
|
Athygglisverðar auglýsingar
við hliðiná sjónvarpsdagskránni fyrir daginn í dag í birtu er auglýsing.
Þar er verið að auglýsa ákveðna vöru og nokkrar reynslusögur af notkun vörunnar en þar segir meðal annars:
"Ég er 46 ára gömul og er nærri tíðahvörfum. Ég hef átt mjög erfitt með að fá fullnægingu og þarf heilmikla örvun á snípinn til að ná henni.......Eftir nokkurra mínútna létt og stöðugt nudd varð snípurinn ákaflega tilfinninganæmur og ég fann hvernig hann tútnaði út! Það tók aðeins 1/3 venjulegs tíma að fá fullnægingu, og hún var stöðug og fullkomin......Ég setti ögn á snípinn og BÚMM það var eins og eldur færi um mig og ég fékk ólgandi tilfinningu um mig alla og svo raðfullnægingar...."
Svo er önnur auglýsing á sömu síðu og dagskráin er en þar er verið að auglýsa bjór (sett upp sem hálfgerð fréttatilkynning) og þar stendur "Kynningarverð í Vínbúðum 148 kr. í 50 cl dós.
|
|
fimmtudagur, október 28, 2004 Hjörleifur |
21:27
|
Úps
Gleymdi að blögga og ekki nóg með það heldur gleymdu allir að blögga í gær og það er nú ekki oft sem að það gerist svona á virkum degi.
Í dag er ég búinn að gera eftirfarandi (hér á eftir kemur þurr og leiðinleg upptalning):
1. vakna
2. hlusta á tvíhöfða hringa í einhvern nígeríugaur
3. gefa kettinum
4. fara í vinnuna
5. vinna, drekka kaffi, spila, vinna, borða, vinna, drekka kaffi, vinna (í þessari röð)
6. kaupa smjör og brjóstskykur í 10-11 á Hverfisgötunni
7. borða kjúlla og drekka bjór heima hjá Jóa og Sonju
8. skrifa þennan lista (er enn heima hjá Jóa og Sonju og er líka að horfa smá á Alias)
Á eftir ætla ég að hengja upp á snúrurnar og setja í þvottavél og taka til íþróttadótið fyrir morgundaginn. Jú ég ætla að gefa kettinum líka.
Svo fer ég bara að sofa svona þegar ég er orðinn passlega syfjaður.
|
|
Árni Hr. |
17:21
|
Hugleiðingar
1. Af hverju svarar PP ekki athugasemdini minni með dagsetninguna, hann er þegar búinn að svara munnlega.
2. Fótbolti er skemmtileg íþrótt, bæði að spila og horfa.
3. And also the Trees er mjög sniðug hljómsveit sem ég kynntist í Kolding - góð ljúf tónlist.
4. Mikil vinna, mikil vinna, mikil vinna
5. Gaman gaman á morgun, er að fara að keyra fjórhjól.
6. Fór í nýjum buxum í vinnuna í dag og er mig búið að klæja undan þeim í allan dag, þetta eru meiri veislubuxur en vinnubuxur held ég.
7. Humdinger -skemmtilegt orð.
8. Áfram heldur helgargamanið, út að fjórhjólast næstu helgi, keilu helgina á eftir, út að borða helgina eftir það, fríhelgi, jólahlaðborðshelgi.
9. Tottenham vann loksins....
|
Mér finnst þú gera heldur lítið úr ÁRSHÁTÍÐ TIPPFÉLAGS HJÖRLEIFS SVEINBJÖRNSSONAR og kallar það bara "út að borða"
21:42 Hjörleifur
Ekki rétt hjá þér Hjölli og ekki heldur hjá mér: næsta helgi - fjórhjól 5 nóv - keila 12 nóv - út að borða 20 nóv - Árshátíð THS 26-27 nóv fríhelgi 3 eða 4 des jólahlaðborð.
10:22 Árni Hr.
Ég veit samt ekki hvort er verra að gleyma ÁRSHÁTÍÐINNI (fríhelgi) eða kalla hana út að borða
10:59 Hjörleifur
Til að bæta gráu ofan á svart þá glemdi ég að nefna hana alveg þar sem hún er á milli út að borða og fríhelgi.
11:13 Árni Hr.
|
|
|
Joi |
13:10
|
Blog
|
|
Árni Hr. |
09:52
|
10 bestu íslensku plöturnar
Jæja þá er kominn tími á að skella mínum lista inn, ég var nú svolítið hissa að sjá hversu íhaldssamir menn voru, þetta voru allt eldgamlar plötur, lítið um ferskmeti þarna. En hér er minn listi amk og ekki í neinni röð:
1. Mínus - Halldór Laxness, get ekki verið annað en sammála Kerrang um að þetta er alger snilld, gott að sjá að við eigum alvöru rokkara.
2. Singapore Sling - Curse of Singa..., snilldarplata sem gerir mig stoltan af því að vera Íslending.
3. Kolrassa Krókríðandi - Drápa, fyrsta verk þeirra sem er mun hrárra en allar næstu plötur þeirra og mun betri. Frábær plata að mínu mati.
4. Búdrýgjindi - Kúbakóla, frumverk þessara teenage snillinga. Frábær lög eins og spilafíkill á þessari plötu.
5. Ham - svo sem engin sérstök en þeir eiga amk eina plötu sem myndi ná í topp tíu hjá mér.
6. Olympía - Solo verk Sigurjóns Kjartanssonar, mikil snilld hér, skemmtileg plata.
7. Bang Gang - veit ekki hvor platan er eiginlega betri, frábærar plötur, sennilega að nýja platan sé betri, finnst hún hreint út sagt frábær skemmtun, allt sem Barði snertir í tónlist virðist gott.
8. Ske - ekki gleyma þeim, sökkti mér ofan í þeirra tónlist á sínum tíma og er þetta ein besta plata sem hefur komið frá Íslandi.
9. Ghostigital - kannski ég svona rosalega influensaður af Airwaves þar sem þeirra tónleikar voru frábærir, platan er aðeins súrari, en á high volume er hún að sjálfsögðu snilld.
10. Sigurrós - Von, að mínu mati besta platan þó þeir séu nú miklir snillingar og flestar þeirra plötur eru nú góðar.
Svo hef ég ekki nefnt plötur eins og Curverinn, Botnleðja, Egó, Með allt á hreinu, Múm, Guitar Islancio, Heiða og Heiðingjarnir, Dys, Stjörnukisi og að sjálfsögðu Sykurmolarnir. Ekki komast allar plöturnar á listann, setti inn svona þar sem ég held að séu í toppnum hjá mér í dag, svo færast plötur upp og niður listann og inn og út, sérstaklega í ljósi þess að íslensk tónlist í dag er sú besta í langan tíma og því varð ég svolítið hissa að sjá hversu rólegir drengirnir voru í nútímatónlistinni.
|
Reyndar átti GGGunn að vera þarna með Letters from Lhasa en það er bara svo mikið mikið mikið....
10:06 Árni Hr.
Að sleppa GGGunn eru svik!
10:14 Joi
|
|
|
þriðjudagur, október 26, 2004 Joi |
23:56
|
Music
Næsta keppni á DPChallenge heitir Music og ég var að prófa að taka nokkrar myndir áðan og þetta var það sem ég var að pæla með þessu:
Hvernig líst mönnum á þessa og eru menn með aðrar hugmyndir í þetta þema eða jafnvel nafn á þessa mynd?
|
Þetta er fín mynd í þemað. Aðrar hugmyndir, tja...það gætu t.d. verið myndir af söngfuglum á rafmagnslínum (klassíst en e.t.v. ofnotað), einhverjar góðar tónleikamyndir (en þá þarftu væntanlega að fara á tónleika mjög fljótlega, ef ég skil reglurnar rétt í þessum málum). Mynd af Sonju að spila á gítarinn einhverstaðar úti (gott veður til þess núna). Mynd af nótnablöðum á víð og dreif einhverstaðar úti á flottum stað.
Þetta voru semsagt aðrar hugmyndir, en Þetta er fín mynd, Fender merkið mætti e.t.v sjást betur, en það er samt ekkert endilega nauðsynlegt.
11:43 Hjörleifur
Þú ert stútfullur að hugmyndum og spurning hvort þú farir ekki að skrá þig á þennan vef þannig að við getum keppst innbyrðis í hverri keppni fyrir sig.
13:42 Joi
|
|
|
Joi |
10:15
|
Árshátíð Tippklúbbs Hjörleifs Sveinbjörnssonar
Árshátíðarnefnd hefur ráðið ráðum sínum og komist að eftirfarandi niðurstöðu.
Vinnudagsetning árshátíðar: Laugardagurinn 20. nóvember
Staðsetning: Hólaberg 26
Veislustjóri: Árni Hrannar Haraldsson
Meistarkokkur: Pálmi Pétursson
Dagskrá
20:00: Hátíðarræða Veislustjóra
20:05: Fordrykkur, bjór
20:30: Forrréttur, kaldur bjór og Maaruud snakk með vogaídífu
21:00: Aðalréttur, Glóðarsteiktur hamborgari með grænmeti og BBQ sósu og kræsingunum verður skolað niður með ísköldum eðalbjór í dós kældur í fötu með klaka.
21:45: Eftirréttur, bjór
22:00: Opnar umræður undir stjórn veislustjóra og bjór.
00:00: Meistarkokkurinn leiðir árshátíðargesti á einhverjum af betri börum bæjarins
Verð fyrir þennan gala dinner aðeins 16.666 kr/mann árshátíðarnefnd fær þó ókeypis, ath, gestir þurfa að taka með sér bjór (formaður setur spurningamerki við þetta verð).
|
Ég ætla að reyna að redda einhverri DVD mynd með bestu mörkum allra tíma sem verður í gangi á tjaldinu allt kvöldið.
10:29 Joi
Hvenær mun Pálmi geta staðfest þessa dagsetningu?
12:04 Joi
Sem tilvonandi leynigestur lýsi ég því yfir að tímasetningin hentar ágætlega.
12:33 Burkni
Spurning að kaupa bara bjórkút eða er það of mikið vesen?
16:37 Joi
Hvenær verður pp kominn með svör varðandi dagsetninguna?
08:13 Árni Hr.
|
|
|
mánudagur, október 25, 2004 Joi |
10:49
|
Tippfundur
Það varð eins og ég bjóst við, ekki orð frá Sigga og Hjölla á fundinum um árshátíðina þó ég hafi sett þeim fyrir að koma með drög og hugmyndir á fundinum (var að prófa þá en þeir féllu á því). Ég tek mér því orð Thors Vilhjálmssonar í munn þegar hann gagnrýndi Hannes Hómstein og heimfæri upp á Sigurð: "Þú ert síðasti maður til að skilja hvernig skáld og aðrir listamenn hugsa".
|
Hvar stendur skrifað að það hafi átt að ræða árshátíðina á síðasta fundi. Í síðasta blöggi um þetta mál var talað um 25. nóv. og því stóð ekker til að ræða þetta núna, enda fyrirvarinn heldur skammur og væri óráðlegt að koma með einhverjar skyndihugmyndir með á fundinn. Ég tek mér því í orð Rassa Prumps í munn þegar hann söng á Nasa klæddur í perralegum púkabúningi "I'm a nasty boy".
11:24 Hjörleifur
Ég sagði þetta í athugasemd við árshátíðarblöggið mitt og bæði þú og Siggi commentuðuð á þetta: Flott! Það væri ágætt ef þið gætuð verið komnir með mótaðar hugmyndir á næsta fund þannig að ég geti leitt ykkur á réttar brautir ef þið villist eitthvað í skipulagningunni.
11:27 Joi
Hvorki ég né Siggi kommentuðum á þetta komment frá þér
11:34 Hjörleifur
|
|
|
sunnudagur, október 24, 2004 Joi |
01:21
|
Plötur
Jæja, síðast völdu menn uppáhalds myndirnar sínar og nú er komið að því að velja 7. uppáhalds íslanskar hljómplötur eða diska. Ég ætla að byrja og aðrir mættu gjarnan setja sinn lista sem athugasemd á bloggið mitt (ef ég er að gleyma einhverju meistaraverki þá mun ég breyta listanum síðar).
Listi Jóa:
1. Kona - Bubbi Mortens
2. Ágætis Byrjun - Sigur Rós
3. Life, Death, Happiness & Stuff - Ske
4. Letter from Lasha - G.G.Gunn
5. Blús fyrir Rikka - Bubbi
6. Lengi lifi - Ham
7. Með allt á Hreinu - Stuðmenn
Það verður gaman að sjá listann hjá öðrum Slemburum og lesendum.
|
Þetta er svindl - Blús fyrir Rikka eru fleiri en ein plata!
12:28 Burkni
Uppáhaldsplötur íslenskar já ... jæja ok, en ath: röðin er ekki endilega svona:
- Frelsi til sölu, Bubbi - Með allt á hreinu, Stuðmenn - Not your type, Hera - Kona, Bubbi - Á Gæsaveiðum, Stuðmenn
12:54 Burkni
Það sem ég er með oftast (og þar með hlýtur það að vera í meira uppáhaldi en aðrir diskar) í geislaspilaranum er eftirfarandi
- Sögur 1980-1990 (B diskurinn, en þar er t.d. Stál og Hnífur, Frelsarans slóð, Bak við veggi martraðar, en þau tvö síðarnefndi hafa verið ein af mínum uppáhaldslögum Bubba) - Life, Death, Happiness and stuf. Ske - Drit. Geirfuglarnir (Alltaf gaman að skella þeim á) - Tívolí. Stuðmenn - Geislavirkir. Utangarðsmenn (Þið munuð öll deyja) - Á bleikum náttkjólum. Megas og Spilverkið - Bein leið. KK
14:17 Hjörleifur
Ég hefði líka viljað hafa Papana þarna inni, en það var bara ekkert pláss
14:25 Hjörleifur
|
|
|
föstudagur, október 22, 2004 Joi |
16:42
|
Rusty Cage
Ætla að senda inn mynd í keppnina Implied Lines og veit ekki alveg hvort þessi gangi. Við Sonja ætlum í göngutúr á eftir og þá kannski tekur maður betri mynd fyrir keppnina (þarf að senda inn fyrir sunnudag). Burkni datt í hug nafnið Rusty Cage sem gæti passað ágætlega. Hvað finnst ykkur?
|
Crossing the horizon
16:51 Joi
|
|
|
Joi |
15:19
|
Hættuslóðir
Við Sonja vorum greinilega í meiri hættu en við gerðum okkur grein fyrir þegar við vorum að skoða birnina í Brasov og vorum c.a. 2-4m frá þeim.
Úr DV
Set hérna inn myndir sem við Sonja tókum af þessum mannætubjórnum einhverjum dögum eða í mesta lagi mánuði áður en þeir réðust á íbúa á þessum sama stað:
|
|
Árni Hr. |
11:11
|
Airwaves - fyrsta kvöld
Jæja fyrsta kvöld Airwaves búið, ég og Hjölli mættum og sáum ansi margar hljómsveitir í gær, enda frekar þreyttur í dag. Þetta var nú í rólegra lagi í gær, enda Hjölli slasaður eftir konuna sem hann hitt í Kringlunni. En við ætluðum að mæta um 20.00 á Grandarann en ég var eitthvað þreyttur og seinn af stað þ.a. ég var kominn til Hjölla rétt um 21.00 og fórum við beint á Nasa þar sem við sáum Brúðarbandið, sjö stelpur í brúðarkjólum að spila pönkrokk. Fyrsta lagið sem við heyrðum var einmitt Sid Vicious is so delicious en það er einmitt í spilun þessa dagana í útvarpi og sjónvarpi.
?Seven wonderful ladies - Melkorka, Sigga, Sunna, Eygló, Unnur, Gugga and Kata - decided to form a band in late 2003. A bold manifesto was written, where they demand more punk rock, free drinks at the bar, more groupies and pink water in swimming pools, to name a few things. They claim they won't wait till tomorrow and that they already are a part of the future! Brúðarbandið always perform in wedding dresses, which is quite a sight to behold. Although the instrument playing skills of some of the members is a bit dodgy (it has improved a lot with every passing performance), that tiny problem is by far outweighed by their absolute joy of playing, solid songwriting and unspeakable amounts of attitude and giddiful mischief. With a number of live performances they have taken the Icelandic media by storm, appearing in every single news paper, radio/tv show and publication imaginable in just a few months. Their music is a storming wall of sound, thanks to a large number of members and instruments (vocals, 2 guitars, bass, drums, keyboards and accordion). Their musical influences are not easily pinned down, although several punk bands (Stanglers, Buzzcocks, etc.) can be spotted here and there, in between the genre-defying accordion solos.?
Ég var mjög hrifinn af þessum stúlkum, þ.e. tónlist þeirra, minnti mig svolítið á Rokk í Reykjavík, þ.e. lagasmíð og tónlist þeirra. Gef þeim hiklaust 7 af 10 fyrir þetta. Næst ákváðum við skella okkur á Grand Rokk og horfa á þétt rokk, en áður en það var gert var haldið stutt á Gaukinn og séð Cell 7 ? hip hop gella.
Ragna aka Cell7 a native born emcee who emerged with the first Icelandic hip-hop band Subterranean in 1998. Their first album Central Magnetizm was well received by the public and sold out quickly. In the same year the band was voted the most promising band at the Icelandic Music Awards. Subterranean opened for several artists such as: The Fugees, De La Soul and The Gravediggaz, just to name a few.
In 2000 Ragna moved abroad to New York to pursue an education in business management and audio recording. At the end of summer 2004 she returned back to Iceland and is currently working on her first solo album.
Dj Big Gee will be performing with her at The Icelandic Airwaves 2004. Big Gee has been dj-ing for over 10 years and has participated in several Dj-competitions. Recently winning last years Icelandic Dj-competition. He has had the pleasure of opening for such artists as DJ Craze, Raekwon from the Wu-Tang Clan, Kashal-Tee and Loop Troop.
Þetta var nú reyndar betra en við bjuggumst við, rappað ofan á flottar melódíur og var stúlkan bara ansi góð, enskan var mjög góð og þetta var nokkuð professionalt hjá henni. Ég gef henni hiklaust 6 af 10 og er það nokkuð hátt miðað við hip hop þar sem undirritaður er ekki mikill hip hoppari. Eftir nokkur lög þarna skelltum við okkur á Grand rokk og sáum Nevolution og Changer ? þetta var Trash Metal af hæsta gæðaflokki, sérstaklega fannst mér Changer góðir. Söngvarinn var skemmtilegur þar. Nevolution:
In December 2004 members of the band Anubis decided that Anubis's time had passed and it was time to do something new. nevolution was founded by three original Anubis members, Gunnar Sigurður Valdimarsson (guitar), Heimir Ólafur Hjartarson (vocals and bass) and Ágúst &Örn Pálsson (drums) and was joined by Jakob Jónsson (actually also a former Anubis member from way back).
Only after a few weeks of work, Ágúst decided to leave the band because of his serious mental condition. He was shortly after that replaced by Heiðar Brynjarsson. With Heiðar in the band and Davíð Hólm Júlíusson at their side, they stated recoding four songs for promotion in January 2004
Changer:
A vocalist thinking he is Björk?s and Rob Zombie?s love child,A drummer looking like a Muppet Show reject but with an ego the size of Hallgrímskirkja A guitar par who have probably nothing in common, musically or personally, other than, well, playing guitars in the same band.And bass player who really doesn?t give damn about anything that goes on in the band.You could say tension is a ruling factor in Changer
Starting as a small solo project of drummer Kristjan in 1999 and becoming a fully manned screaming noise machine in 2001 Changer has kept quite busy playing both at local gigs with local bands and supporting foreign act like Mastodon (USA) Shai Hulud (USA) Amon Amarth (SWE) 27 (USA) Instil (NL) and Urkraft (DK) And independently made 3 studio recordings, January 109 LP (2000) Inconsistency EP (2001) and Scenes LP (2004)
And the future seems bright for Changer, as material for a new LP is well on the way and a possible US and Europe tour early next year.
"...probably the metal outfit most likely to succeed is Changer, who bring a dizzying blend of System Of A Down's unpredictability and vocal freakouts with admirable riffing bludgeon and ceaselessly inventive structural carnage on their promising self-released effort, "Scenes"" -Terrorizer-
?Changer?s knack is writing crushing songs that have hooks and originality, and that?s a lot more than you can say for the majority of metalcore coming out through Stateside labels...? - Maelstrom Webzine-
?Vocally, I?d say singer, Magnus sounds like a cross between Al Jourgenson on ?Jesus Built My Hotrod? and Aphex Twin?s ?Come To Daddy?. Actually, track ?Go On? reminds me of the infamous ?Berzerker? song in Kevin Smith?s film, ?Clerks?. Pretty scary stuff!? - Live 4 Metal Webzine -
Eins og sést á textanum um Changer þá sjáið þið af hverju ég vildi endilega fara á þessa tónleika, sérstaklega síðasta setningin. En þarna reyktum við Hjölli samanlagt einn pakka af sígó sem second hand smoking og fyrri bjór kvöldsins var drukkinn. Eftir einn pakka af sígó og Changer búinn þá ákváðum við að færa okkur um set og skella okkur á Þjóðleikhúskjallarann. En fyrst vil ég nefna að ég gef Neovolution 6 af 10 og Changer 7 af 10 í einkunn. Þétt Trash Metal, Dauða Skullfokk rokk. Nú á kjallaranum sáum við nú það sem kom einna mest á óvart en það voru hljómsveitirnar Bacon+Live Support Unit og Funk Harmony Park. Bacon:
Bacon // Live Support Unit was invented in the year of 2004 with the simple intention of redefining life as one knows it. This band is a coverband. Covering exclusively the works of Bacon (formed at an earlier point in history). The members of this groupband play instruments and occationally other objects of artistic sub-functionality. While including the two members of Bacon (4) and covering only Baconettes, the bandgroup, in its approach, sheds a new rockhaze lightning on the somewhat more elektropsychotik original versions. Currently the bandband focuses on pieces from the albums Krieg, Jenny and Kamel, wich at this point are being pushed from shore in courtesy of the Babarclub and will be available soon in a record store near the RodentMaster.
Funk Harmony Park:
Funk Harmony Park was formed in 2001 by 2 induviduals, Roofuz and Elvis2. First they began experimenting with hip-hop and trip-hop ideas. In the summer of 2003 Protokol joined the band and the trio was born.
After the apperance on Iceland Airwaves 2002 they got a lot of attention as a trip-hop band with a bright future. In the beginning of the year 2003 Mr.Minute joined the ranks ofFunk Harmony Park and the quartet was complete. With Mr.Minutes arrival the style changed and Funk Harmony Park began moving more towards ?club? music.
All music made by Funk Harmony Park is a collaborative effort of these four individuals.They find their common ground in dance music according to their vision of how such music should be. In October 2003 Funk Harmony Park released their Debut "Essence" (EP)After it´s release it got voted the 2nd best Icelandic album of the year in the most respected and succesfull radio show: PartyZone.
Essence got regular radio coverage in Scandinavia and is sold out. Funk Harmony Park have been playing on the Icelandic Airwaves festival since 2002, as well as playing in the Icelandic clubscene for the past 2 years
Við komum reyndar í lokin á Baconinu og sáum bara 3-4 lög, en það voru mjög skemmtilegur fílíngur í þeim, instrumental tónlist falin á bak við tjald, flottur hljóðfæraleikur með fullt af hljóðfærum, brass og alles. Gef þeim 6 af 10. En svo komu Funkararnir, en það var almennilegt, helvíti flott trip hop, techon, ambient fílingur í þessu með gítarleikara með sér. Ég var rosalega hrifinn af þessu og skemmti mér stórvel yfir þessu og annar bjórinn sötraður með þessu öllu. Ég gef þeim hiklaust 8,5 af 10 þar sem ég var djö.... ánægður með þetta. Eini gallinn við þetta var að þetta var mjög stutt og svo voru þeir með lítið ungt gimpi sem dansaði allann tímann á sviðinu og ég skil ekki hvað hann var að gera þarna annað en að líta asnalega út, þetta hefði verið jafnvel flottara án hans. Dansfífl eins og ég kallaði hann í gær. En þar sem við vorum svo vígreifir eftir þetta techno þá ákvaðum við að skella okkur á smá Drum og Base kvöld á Kapital en þar var stemning sem maður myndi fíla eftir 2 á föstudagskvöldi eða laugardagskvöldi, en fimmtudegi klukkan 23.45 og 2 bjórar þá var það erfiðar. En þetta var mjög flott tónlist og rokkaði í raun feitt og voru margir á dansgólfinu þar, enda dundi dansinn þar. Ég gef þessari stuttu veru okkar þar um 6,5 af 10 í einkunn og ef ég hefði verið þarna seinna á ferðinni um helgina þá hefði þetta fengið mun hærri einkunn. En Drum og Base er töff tónlist. Gaurinn hét London Electricity og er frá UK:
At a time when dark sounds and distorted basslines were a dominant force in the drum & bass music London Elektricity released its debut album, Pull the Plug in 1999, full of funk, uplifting grooves and soulful drum & bass sounds. The album, widely renowned as a benchmark in the drum & bass music, paved the way for the revival of more soulful elements of the music and what we today call "liquid funk drum & bass". Last year the follow up, Billion Dollar Gravy, was finally released featuring among others house music legend Robert Owens.
London Elektricity was formed in 1996 by Tony Colman and Chris Goss - but since 2002 it has been Tony's solo project, as Chris took on full time management of their successful Hospital imprint. The label, which has launched the carriers of artists like High Contrast and Cyantific, has been releasing some of the most exciting drum & bass music of the new millenium. Tony, which has been DJ-ing at every major d&b club in the UK and beyond, usually plays a good dose of exclusive and unreleased Hospital material when he performs - which we of course hope will be the case when he performs on the Breakbeat.is club on Airwaves.
Tony started his musical career in 1988 by forming the soul/jazzfunk band Izit. For the next seven years the combo toured the world's live and DJ scenes, secured a number 39 hit with their rare groove anthem "Stories" and released the classic acid jazz album; The Whole Affair. In 1992 Tony set up the Tounge and Groove label and year later Chris joined as label manager. After the T+G was disbanded in '95 the duo established two new labels, Hospital Records and Galactic Disco Music, which became platforms for their own house and funk music productions released under monikers like Orkestra Galactica, Future Homosapiens and Funky Nasa.
The last few months has seen London Elektricity remixing the Underworld anthem "Born Slippy" and releasing the Live Gravy DVD, featuring recently recorded live set at London's Jazz Café
Nú eftir þetta var förinni haldið aftur á Nasa, klukkan var rétt rúmlega miðnætti og við á leiðinni að sjá sænsku rokkprinsessurnar Sahara Hotnights (hafði reyndar séð smá af þeim á Roskilde fyrir mörgum árum):
They?re the quartet Rolling Stone named one of "10 Great New Bands" and praised for slamming out "Seventies-style rock that combines the pop rush of the Ramones with the pissed-off sneer of the MC5." They?re the group Spin called "foxy" and "super-badass," and cheered for coming on like "Sleater-Kinney busting the Runaways out of juvie and peeling off in a 1974 Camaro Z28." They?re the four young Scandinavian women that Blender applauded for taking "a blowtorch to the image of the icy, submissive Swedish pop girl (think Abba, Ace of Base, Cardigans)."
We?re talking, of course, about vocalist/guitarist Maria Andersson, drummer Josephine Forsman, guitarist Jennie Asplund and her bass-playing sister Johanna Asplund?a.k.a. Sahara Hotnights. Two years ago, the foursome crossed over to this side of the Atlantic and exploded on impact with Jennie Bomb, an incendiary album that provoked both action and reaction. They toured heavily in support, whipping audiences into a frenzy with a set that was raw, sweaty and absolutely electrifying. Night after night, the Saharas played to packed-house crowds filled with screaming girls that wanted to be them and awestruck boys that wanted to marry them (and sometimes vice versa).
Recorded in Gröndahl Studios in Stockholm, Kiss & Tell is Sahara Hotnights? third album and first for RCA Records. The band?s origin can be traced back to 1993, when the four pre-teen girls formed a kickass punk band in the pin dot of Robertsfors (population 2500) in the northern part of Sweden. In 1997, they released debut EP Suits Anyone Fine to local acclaim, and followed two years later with their pop-punk debut, C?mon Let?s Pretend. In addition to selling more than 55,000 copies in Sweden alone (gold is 40,000), the disc garnered widespread critical praise and two Swedish Grammy nominations. The band supported the album by touring all over Scandinavia, doing 120 shows in one year before heading back to the studio to make sophomore disc Jennie Bomb.
Fyrst þegar við komum inn fannst mér þetta svo sem ekkert sérstakt, en ég fikraði mig alveg fremst á hliðinni og hlustaði og horfði á þær tæta í gegnum nokkur lög og smá respect kom upp hjá mér, þetta var bara gott popprokk stelpu band. Eins og þeim hefur verið lýst þá eru þetta svona stelpuútgáfa af Ramones sem lýsir þeim ágætlega. Ég gef þei 6,5 af 10 og ástæðan fyrir lágri einkunn er nú aðallega að ég er ekki mikill popprokkari í mér, hefði viljað sjá meira Riot grrrrl element í þessu, minnti mig svolítið á hinu heitnu sveit Elasticu reyndar. En þar sem ég var svona so so ánægður með þetta þá vildi ég enda kvöldið á Ghostigital á Þjóðó og var haldið þangað um og upp úr hálf eitt. Við löbbuðum inn og fyrsta lagið var kynnt og við horfðum og hlustuðum á þessa snillinga. Þarna voru að sjálfsögðu Bibbi og Einar, en auk þess var Frosti úr mínus þarna, annar gítarleikari, sonur Einars og einn skífuþeytari. Þessir tónleikar voru hreint út sagt alger snilld, tóm hamingja og held ég að menn eins og Foetus, Ohgre ofl snillingar úr Noise Electronicu heimnum hefðu bara verði stoltir að sjá strákana ? þvílíkur kraftur, þvílík snilld, þvílíkt gaman. Þetta rokkaði, þetta dansaði, þetta var skrýtið, þetta var allt sem hægt er að hugsa sér í raun. Þeim sem fannst Einar vera skrýtinn þegar hann var í Purrkinum fengu staðfestingu á því, þeim sem fannst hann vera misskilinn snillingur í Purrkinum þeim fengu líka staðfestingu á því. Allt í allt var þetta í raun upplifun og finnst mér ótrúlega gaman að sjá þessa snillinga á sviði. Ég gef þeim 9,5 af 10 og skil eftir þennan hálfa ef ég myndi uppgötva óslípaðan demant á þessari hátíð. Þar sem ég er svo mikill aðdáandi þeirra þá ætla ég að setja upp allan textann sem stendur um þá á Airwaves síðunni.
Ex Sugarcubes member singer/poet Einar Örn teams up with fellow Icelandic sonic explorer Curver to create a grounbreaking blend of words, beats and sounds.
Following its acclaimed releases of Mali Music by Afel Bocoum, Damon Albarn, Toumani Diabate and friends, and The Hour Of Two Lights by Terry Hall & Mushtaq, Honest Jon's continues its coverage of contemporary world-music projects with the forthcoming album Ghostigital, by Icelandic singer/poet Einar Örn.
Recorded with fellow Icelandic sonic explorer Curver, Ghostigital is a groundbreaking blend of words, beats and sounds which draws on aspects of hip-hop, dub, electronic and industrial styles to create an appropriately other-worldly music which defies comparison with anything being created elsewhere in the world. The closest equivalent Einar and Curver could think of was the eccentric Guyanese-American rapper Sensational, once of The Jungle Brothers, so they asked him to contribute to a couple of tracks: the results make for a bizarre pan-cultural experience quite unlike mainstream hip-hop. "He's like the Captain Beefheart of hip-hop," they claim, adding "It's a new connection to World Music." Also along for the ride is Einar's eleven-year-old son Kaktus, whose jazz trumpet can be heard soaring across the album's opening track.
Einar will be best remembered for his work with The Sugarcubes, where his rapped exhortations served as a kind of running commentary on the lyrics sung by Björk, the group's focal point and future megastar. The Sugarcubes released four albums - Life's Too Good (1988), Here Today, Tomorrow, Next Week (1989), the remix album It's It (1992) and the splendid swansong Stick Around For Joy (1992) before disbanding the following year. During their brief career, they became a byword for adventurous independent pop, with an affinity for the eccentric and unexpected.
After The Sugarcubes broke up, Einar continued working on various fronts, as a journalist, poet and bartender, also helping out with the administration of the band's label Smekkleysa (Bad Taste), the outlet for just about every Icelandic musical development of any worth, from The Sugarcubes themselves, through Björk's solo work, to current indie epic-rock darlings Sigur Ros and hotly-tipped new band Minus. This summer, a prestigious exhibition, Lobster Or Fame, at the Reykjavik Art Gallery celebrated Smekkleysa's 15 years of Bad Taste, including the other artworks - from postcards to poetry - also published by the label. "It's still run by the same group of friends who started it," says Einar, "people who were involved in making music, and surrealist poets - it's the collusion of punk, surrealism, and production."
Einar's musical career began in the late '70s punk explosion, developing through pioneering early bands such as Purrkur Pillnikk and KUKL, before the latter became The Sugarcubes in 1986. Following their dissolution, Einar continued ploughing his own distinctive musical furrow, working with soundtrack composer (and Iceland's allsherjargodi or head pagan) Hilmar Örn Hilmarsson as Frostbite, then with Hilmar and fellow ex-Sugarcube Siggi Baldursson as Grindverk, before working on the soundtrack to the feature film ?101 Reykjavik? by Balthasar Kormakur featuring Victoria Abril.
The Ghostigital project seemed like a natural alliance of interests: Curver is an in-demand local producer whose production work rarely satisfies his taste for more extreme forms of music and noise, while Einar's tastes were formed in the original late-'70s electronic cyberpunk boom that spawned bands such as Suicide, Cabaret Voltaire and The Normal. Together, Einar and Curver devised their own form of "electronic beat music", drawing in elements of dub, hip-hop, rock and noise, always pushing the envelope further out whilst keeping an ear open for potential hits. Their first finished piece, 'Monday', reached Honest Jon's through Damon Albarn, a longtime friend (and now neighbour) of Einar's. "Damon told me he was setting up a label with them for the Mali Music record," explains Einar, "and suggested I supply them with a record. So we produced this one track to show them what we wanted to do, and they said yes, go ahead."
The results are quite unlike anything else you'll hear this year or any other, a sometimes chaotic-seeming flow of layered beats and sounds over which Einar muses upon some of the more crucial concerns of modern life, in a series of tableaux in which old shoeless men interrogate bank-tellers about the location of their money ('Bank'), abandoned pet rabbits roam free across Iceland's mossy lava-scape ('Calm Water'), insect-humanity replicates itself ('Thirsty Fly'), and words and meanings drift inexorably apart from each other ('Boink'). It is as mad as a bag of monkeys, but makes perfect sense in Einar's idiosyncratic worldview. After listening to Ghostigital you realize this is a a new fruit on the fertile tree of world music - that is: out of this world music.
Maybe one day, Einar Örn will appear on Pop Idol, and Simon Cowell's head will explode. Until that glorious moment, Ghostigital will have to serve as the most effective antidote available to the creeping sickness of modern corporate pop.
Einar Örn Ghostigital out on Honest Jons Records.
Allt í allt var þetta hið besta kvöld, góð skemmtun og góð byrjun á einni skemmtilegust helgi ársins, hefði viljað hafa fleir með okkur þessa helgi, en utanaðkomandi áhrif komu í veg fyrir það, en það er amk alltaf næsta ár.
|
Jahá, virðist hafa verið fínt kvöld og þetta er ágætis yfirferð yfir kvöldið (og löng).
11:52 Joi
|
|
|
fimmtudagur, október 21, 2004 Hjörleifur |
19:39
|
erveivs
Nú er airwaves að byrja í kvöld og ég er enn aumur eftir aðfarirnar um daginn. En maður hefur örugglega gott af því að rölta um á milli staða og sjá það helsta sem er að gerast í íslensku tónlistarlífi þessa dagana. Svo eru einvherjar erlendar hljómsveitir, en engin heimsfræg að þessu sinni.
Nú er ég búinn að vinna og vinna og orðinn obboslega svangur og ætla því að drífa mig heim og fá mér smávegis í gogginn áður en við Árni röltum á Grandarann.
|
Ég mæli með að þið kíkið á Pornopop á Grand rokk. Þið munuð ekki sjá eftir því! Hreiðar Dani
10:43
|
|
|
Joi |
13:55
|
Bodybuilding magazine
Keypti mér í gær nýjasta hefti af Bodybuilding Magazine því ég þekki manninn á forsíðunni ágætlega.
|
|
Joi |
11:56
|
Króatía baby
|
Stórglæsileg samantekt og lýsir ferðinni mjög vel, þ.e. hvernig menn voru stemmdir osfrv. Vel heppnuð ferð, reyndar á köflum vorum við eins og Japanskir túristar þar sem varla var hægt að ná mynd af nokkrum nema með myndavél við hönd. En allt í allt stórglæsileg ferð, verst að við höfum ekki bloggað nægilega mikið frá þessari ferð, en kannski koma molar við og við í framhaldinu. En flott samantekt hjá Jóhanni
13:09 Árni Hr.
Ég vil taka það fram að allur texti við myndirnar hefur ekki enn verið prófarkalesinn ;)
14:10 Sonja
Flottar myndir og af myndefninu er augljóst hver setur þær inn ;-)
19:39 Hjörleifur
|
|
|
Joi |
10:44
|
Zagreb
Þetta er ansi gott (úr visir.is):
Leikmenn króatíska liðsins Dinamo Zagreb stóðu sneyptir eftir þegar hópur aðdáenda liðsins réðst inn á æfingasvæði þeirra og fóru að draga leikmenn úr búningum liðsins með þeim orðum að þeim yrði ekki skilað aftur fyrr en leikmenn hefðu sýnt að þeir væru þess verðugir að spila í þeim. Gerðu hvorki leikmenn né þjálfarar tilraun til að hindra þjófnaðinn enda vissu þeir upp á sig sökina þar sem þetta fornfræga lið er við botn deildarinnar í Króatíu.
|
Nema leikmennirnir hafi hreinlega verið svona óhemjukynþokkafullir ....
12:12 Burkni
|
|
|
miðvikudagur, október 20, 2004 Hjörleifur |
10:58
|
Kynntist konu í gær
Hitti hana í Kringlunni og við settumst niður og spjölluðum aðeins og svo hallaði ég mér aftur og kom mér vel fyrir. Svo tók hún bara upp sprautu og fór að sprauta mig og aftur og aftur og ég lá þarna bara uppdópaður á meðan hún skrapp frá í nokkrar mínútur. Þegar hún kom aftur þá hélt hún bara áfram að sprauta mig og mér var farið að líða frekar undarlega. Því næst tók hún upp tangir og fór að hjakka í tönnunum og ca hálftíma síðar lá ég þarna blóðugur og endajaxlinn hægra megin úr efri góm lá þarna á borðinu. Þessu var nú ekki alveg lokið, því næst tók hún upp nál og tvinna og tróð þessu upp í mig og fór að sauma.
Nú er ég með 3 spor í kjaftinum og einhvern leirköggul yfir því, sem var settur þarna til að passa að ég væri ekkert að fikta í þessu og einnig stoppaði þetta blæðinguna.
En ég ætla að hitta hana aftur á mánudaginn á sama stað.
|
|
þriðjudagur, október 19, 2004 Joi |
10:33
|
Áskrift
Var að gerast áskrifandi að Time magazine sem kemur út vikulega. Kostaði ekki nema 3750 krónur fyrir 54 blöð, góður díll það!
|
Gott hjá þér
10:55 Hjörleifur
Já ég hugsa að ég muni nú lesa eitthvað í þessum blöðum og þá sennilega helst bara um heimsmálin.
17:26 Joi
Býstu ss. ekki við að glugga í þann hluta hvers blaðs sem er tileinkaður myndum af berum stelpum?
11:30 Burkni
|
|
|
Hjörleifur |
09:38
|
Skólaheimsókn
Ég var á leiðinni í skólaheimsókn í Garðaskóla, en svo þegar ég sat hér áðan og var eitthvað að hugsa um þetta þá mundi ég allt í einu eftir litlu atriði varðandi þessa heimsókn, verkfall. Ég var bara búinn að steingleyma þessu verkfalli.
Greinilegt að ég hef ekkert mikið verið að hugsa um þetta mál. Ætli það gildi ekki það sama um samningsaðila, þar sem að þetta er nú búið að standa yfir í mánuð núna. Ég verð bara að fara einhverntíman seinna.
|
Helsti gallinn við það var allt sem ég ætlaði að sýna er á geisladiski. En ég ætti að geta komið og verið gestakennari í skólanum hans Haraldar Ólafs.
12:00 Hjörleifur
|
|
|
mánudagur, október 18, 2004 Joi |
13:36
|
Árshátíðarnefnd
Siggi og Hjölli eru hér með skipaðir í árshátíðarnefnd Tippklúbbs HS. Ég vonast til að vera komin með drög að árshátíð þ.e. dagsetningu, staðsetningu, dagskrá og skemmtiatriði á borðið til mín fyrir 25. nóvember nk.
Kv.,
Formaður
|
Ég legg til að menn fái sér Grappa eftir mat og Pálmfróður og Árni verði skipaðir í skemmtinefnd. Sjálfur ætla ég að hafa yfirumsjón með kvöldinu.
13:48 Joi
Ég mæli með því að við fáum 13 rétta næst svo hægt verði að undirbúa skemmtiatriðin með góðum fyrirvara eða kaupa góða skemmtikrafta, enda eru þeir oft bókaðir langt fram í tímann.
14:06 Hjörleifur
Flott! Það væri ágætt ef þið gætuð verið komnir með mótaðar hugmyndir á næsta fund þannig að ég geti leitt ykkur á réttar brautir ef þið villist eitthvað í skipulagningunni.
14:22 Joi
Þetta hljómar allt mjög vel - líst vel á þetta mál. Skemmtinefnd fer af stað þegar dagsetning liggur fyrir.
14:50 Árni Hr.
Þetta hljómar allt mjög vel - líst vel á þetta mál. Skemmtinefnd fer af stað þegar dagsetning og staðsetning liggur fyrir. Stór plön í gangi hjá skemmtinefnd
14:50 Árni Hr.
Þetta hljómar allt mjög vel - líst vel á þetta mál. Skemmtinefnd fer af stað þegar dagsetning og staðsetning liggur fyrir. Stór plön í gangi hjá skemmtinefnd
14:50 Árni Hr.
I am a Israeli published writer of Hebrew lit. You're welcome to visit, advise, respond to my challenge posted here: http://timeintelaviv.blogspot.com/teamforum/2004/10/call-to-open-arms.html In thanks, With warm regards,
18:17 Unknown
Ég veit ekki hvernig maður á að túlka síðasta komment. Vill hún að við höldum öll skemmtiatriði og á hebresku. Ég skil amk ekki tenginguna við THS.
18:30 Hjörleifur
|
|
|
Joi |
13:25
|
Perlan
Pantaði fyrir 6 í jólahlaðborðið á Perlunni þann 22. desember kl. 20. og kostar 5650 kr. á kjaft.
|
|
Joi |
13:08
|
Helgin
Jæja, ég ætla aðeins að segja frá helginni hjá mér:
Föstudagur:
Var að vinna til um kl. 18 og fór þá heim og fékk mér bjór og horfði á sjónvarpið (RÚV að sjálfsögðu) á meðan Sonja var að læra. Síðan komu Árni og EE og við fengum okkur einn bjór og héldum síðan á tónleikana (náðum í Hjölla í leiðinni) með Prodigy sem voru frábærir og gaman að skemmta sér þarna innanum litlu lömbin :-).
Eftir tónleikana fórum við heim til mín og fengum okkur einn bjór og var rifist um Bush þangað til ég neyddist til að "henda" Árna út.
Laugardagur:
Hjölli pikkaði mig upp rétt fyrir kl. 11 og við fórum á Players á tippfund með Árna og Pálma. Siggi sá sér hvorki fært að mæta né láta okkur vita af því og fær hann skammir í hattinn. Pálmi fór síðan eftir fundinn en við horfðum á leiðinlegan leik og við fórum sína heim. Mamma kíkti aðeins í heimsókn og sýndi mér myndirnar sem hún tók frá St. Pétursborg og síðan lagði ég mig því ég var orðinn eitthvað slappur.
Um kvöldið fór ég síðan í fjölskylduboð uppi á Kjalarnesi og voru þar hátt í 20 manns og mikið fjör. Við vorum síðan komin heim um kl. 1 um nóttina.
Sunnudagur:
Vaknaði frekar seint og við Sonja kíktum í IKEA og keyptum eitthvað smádót þar og síðan fór ég með Hjölla niður í bókabúð til að kaupa gjöf fyrir Árna. Við brunuðum síðan þrjú í fjörðinn og fórum í afmæliskaffi hjá kallinum (Árna) og vorum þar fram til 18.30 leitið. Þá keyrðum við Hjölla heim og fórum upp í Álfsnes og skúruðum þar og vöskuðum upp á skrifstofu Sorpu (Sonja gerir það 2 í viku) og fórum síðan í 10/11 og keyptum þar snarl fyrir kvöldið því það var videokvöld hjá okkur. Hjölli, Ágústa föðursystir Sonju og Livia dóttir hennar mættu og var horft á Fahrenheit 9/11 sem var alveg ágæt. Eftir myndina var rætt aðeins um efni hennar og horft á endann á James Bond.
|
Það er bara einn kallinn ...
11:34 Burkni
|
|
|
föstudagur, október 15, 2004 Joi |
22:39
|
|
|
Hjörleifur |
16:46
|
Prodigy
Var að reyna að fá upplýsingar um hvenær tónleikarnir byrja, en það svarar bara enginn í höllinni, svo ætli maður verði ekki bara að hringja síðar.
Annar er allt gott að frétta.
Þar sem að það er nú föstudagur þá læt ég þessa mynd fylgja með, en athugið að þessari mynd hefur verið breytt, en spurningin er hverju var breytt?
|
Maður hefur nú séð ljótari konur en þetta - ég þekki suma sem hafa nú gamnað sér með ljótari konum en þetta.
17:17 Árni Hr.
|
|
|
Joi |
09:17
|
Spitfire
If I was in World War Two they'd call me spitfire
|
Gimme gimme gimme gimme gimme gimme gimme a Ride!!
Hotride in my head..
10:50 Árni Hr.
|
|
|
fimmtudagur, október 14, 2004 Hjörleifur |
18:09
|
Gott veður
Veðrið er bara ekki sem verst þessa stundina. Annars er ég bara orðinn þreyttur og ætla heim nú þegar ég er búinn að skrifa þetta. Á morgunn er stór dagur, en þá er "út að borða með vitleysingum" og myndakvöld (hópurinn af Veðurstofunni sem fór í haustferðina, en ég gleymdi myndavélinni minni á fyrsta áfangastað og á því engar myndir þaðan) og prodigy tónleikar (sem ég veit ekki alveg hvenær byrja).
Til gamans og e.t.v. nokkurs fróðleiks þá linka ég hér á eina mynd sem ég tók upp á svölum á Veðurstofunni og sýnir sólskinsstundamæli, (næstu setningar eiga að lesast upphátt í stíl Sigurðar H. Richters) en hann virkar þannig að sólin skín í gegnum glerkúlu. (smá þögn hér) Þegar ljósið frá sólunni kemur í gegnum kúluna, safnast það saman í brennipunkt sem að brennir rák á þar til gerðan mælipappír sem staðsettur er aftan við kúluna. Með þessu móti má sjá nákvæmann tíma á sólskinsstundum með mjög einföldum hætti.
|
|
Joi |
13:26
|
Líkir
Mér finnst Siggi og Bush ansi líkir í útliti.
|
ef það er jákvætt að líkjast George Bush, skal ég fara að safna Hitlersskeggi!
13:19 Burkni
|
|
|
Joi |
13:25
|
Öxar við ána
Öxar við ána
Árdagsins ljóma
Tökum burt öxi og skundum á skeið
Þingvellir ljóma
Kirkjuklukkur hljóma
Hvernig get ég gift mig í þessu veðri
|
Ég samdi þetta ekki, Steingrímur Thorsteinsson eða einhver slíkur kappi.
12:46 Joi
|
|
|
Joi |
13:23
|
|
|
Árni Hr. |
09:32
|
Afmæli
Á sunnudaginn er merkisdagur þar sem ég næ því að verða 32 ára og verð því jafnaldra Jóa og PP (er þó enn yngri en Hjöllinn).
Í tilefni af deginum þá ætlaði ég að bjóða gestum og gangandi í smá kaffi og meðlæti klukkan 15.00 í Engjahlíð 5.
Endilega látið vita hverjir og hversu margir koma þ.a. ég hafi smá hugmynd um það svo við rennum amk ekki út af kaffi.
|
Bjarni er líka enn 32 ára barn.
09:54 Hjörleifur
Við Hjölli mætum galvaskir og kannski Sonja líka. Djöfull ertu orðinn gamall, fyrir 10 árum hefði verið brjálað skull-fuck dauðarokkspartí en núna er bara kökuboð á sunnudegi. ;-)
10:04 Joi
Kannski verður skull-fuck dauðarokkspartýið næstu helgi þegar Icelandic Airwaves er :)
10:29 Árni Hr.
Ég mun mæta Það rennur þó ekki mikið kaffi í mig
Fimmtimaður
16:03
|
|
|
miðvikudagur, október 13, 2004 Hjörleifur |
16:44
|
ÍSLAND - svíþjóð
Næsta mál á dagskrá er leikurinn og ætti þetta nú að verða frekar léttur leikur og dugir ekkert minna en sigur. ANNARS.....!!!!
|
|
þriðjudagur, október 12, 2004 Hjörleifur |
13:50
|
Tennis
5-0. Sigurður var tekinn í bakaríið af undirrituðum í gær. Leikrnir enduðu 6-1 og 6-0, og var rétt byrjað á næstu lotu, þegar við þurftum að hætta og náðist ekki að klára neinn leik þar.
|
Það var laglegt! Sigurður og Haukur ættu að fara að kaupa bikar og láta grafa í hann svo hann verði tilbúinn í lokahófinu!
13:58 Joi
|
|
|
mánudagur, október 11, 2004 Joi |
16:33
|
Myndir frá Zagreb
Tvær myndir sem ég er nokkuð ánægður með frá Zagreb (BjaKK verður bara að fyrirgefa þó pistillinn hans færist neðar á síðuna).
Gamall maður í sporvagni í Zagreb - konan er að spá í hverju ég sé eiginlega að taka mynd af.
Þessir menn sátu við markaðinn og voru að spjalla.
|
Þú ert doldið í eldri kanntinum hvað varðar ljósmyndafyrirmyndir, en fínar myndir samt.
17:57 Hjörleifur
Það er útaf því að eldra fólk ber oft utaná sér lífshlaup sitt og maður sér á myndunum að það hefur átt erfitt líf eða hafi sópað í sig mikla visku. Mér finnst ljósmyndir oft skemmtilegri með eldra fólki á og þá kannski sérstaklega svarthvítar ljósmyndir.
21:31 Joi
|
|
|
Hjörleifur |
14:38
|
Kisan mín
Óskað var eftir mynd af kisunni minni (sem ég tók að mér þar sem að fyrri eigendur skildu hana bara eftir út í garði þegar þeir fluttu og allt í einu átti hún hvergi heima).
Þegar þetta var tekið var ég að reyna að kenna henni að hjóla, en hún horfði bara á mig eins og ég væri eitthvað skrítinn.
|
Fallegasta kisa sem hefur sést á Slembibullinu!
16:14 Joi
|
|
|
Hjörleifur |
14:31
|
Matur
Ákvað að gera smá tilraun og fá mér ammrískan örbylgjumat í kvöldmat. Pakkinn lofaði nú góðri og girnilegri máltíð. Jújú, þetta bragðaðist svosem ágætlega, en var nú ekki alveg jafn matarmikið og pakkinn gaf til kynna. Svo var bara mjólk í bjórglasinu!!!
|
Gott neytendahorn ... meira svona! Hvaða myndir horfðir þú á um helgina, hvernig voru þær og hvað fá þær margar stjörnur?
16:13 Joi
|
|
|
Hjörleifur |
10:16
|
THS
Við fengum mest 10 rétta á seðlum helgarinnar (ekki enn komið hversu margar raðir það voru, svo enn er of snemmt að segja til um vinningsupphæðir), en það er komið á hópleikinn og hækkuðum við upp um rúmlega 80 sæti frá því í vikunni á undan, sem er nú ekki svo slæmt. Nú erum við loksins orðinr samanburðarhæfir við aðra í hópleiknum, þar sem að nú reiknast stigin út frá 8 bestu og það eru komnar 9 umferðir. Ef við náum 10 réttum næst þá munum við aðeins ná 80 stigum í heildina þar sem að nú er lakasti árangurinn 7 réttir.
142-166 220-THS 0/0 8/0 10/0 7/0 11/0 8/0 10/0 9/0 10/0 0/0 73
Lið sem hafa náð 13 réttum hafa þetta gengi (hér sést m.a. að bestu liðin eru ekki að ná 13 réttum en hafa mjög jafnt gengi sem bendir til þess að þau noti kerfi sem gefa mestar líkur á 12 og 11 réttum, en mjög litlar á 13 réttum, önnur lið sem taka meiri áhættu og reyna frekar að stíla inn á 13 rétta eru hins vegar að sveiflast á milli þess að fá bara 6 rétta og upp í 13 rétta og þar er væntalega hitt á "réttu" óvæntu úrslitin)
17-24 825-LALLINN 6/10 9/7 7/5 8/0 13/8 9/6 9/12 7/9 11/7 0/0 81
25-39 230-JUVENTUS 0/0 10/7 13/7 10/10 11/9 7/9 9/9 7/8 10/7 0/0 80
25-39 750-ÍG 7/8 10/8 13/5 8/11 10/7 7/10 9/10 7/8 8/7 0/0 80
40-52 104-BASKÓ2 10/0 9/0 13/0 10/0 8/0 7/10 9/7 8/0 10/0 0/0 79
53-66 230-EMMESS 0/9 10/0 13/0 9/0 10/0 8/9 8/0 8/8 10/8 0/0 78
53-66 104-ÁSAR 9/0 7/7 13/9 7/9 8/6 8/10 10/11 8/0 10/0 0/0 78
85-99 780-ÚLFAR 9/8 9/6 13/5 7/5 12/8 8/8 9/9 8/8 8/8 0/0 76
100-121 690-VOPNIÐ 9/8 7/6 13/7 6/9 10/8 0/7 8/9 8/8 7/10 0/0 75
122-141 136-ALEX 8/8 10/8 11/7 6/9 10/7 5/9 10/7 6/7 0/7 0/0 74
122-141 780-JÓI GESS 7/8 7/7 13/6 6/9 9/8 8/9 6/9 7/8 9/8 0/0 74
122-141 822-ÞYRLUSPAÐI 8/0 9/0 13/6 7/7 11/4 9/9 9/9 8/8 0/7 0/0 74
142-166 780-DÖMUR 6/8 8/7 9/7 6/8 10/7 7/7 9/13 7/9 8/0 0/0 73
142-166 103-SÁR 0/0 9/0 13/0 9/0 10/0 7/0 8/0 8/8 9/0 0/0 73
259-268 121-KÁRI 0/0 0/0 13/0 10/0 10/0 6/0 10/0 8/0 8/0 0/0 65
293-302 800-JOGGI 0/0 7/0 13/0 7/0 9/0 0/0 9/0 7/0 10/0 0/0 62
357-365 112-SÍLD 0/0 0/0 13/4 7/8 0/0 7/4 9/9 7/7 9/9 0/0 53
453-458 340-HAMSTRAR 0/0 10/0 13/0 8/0 9/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 40
688-693 108-TIPPMILJON 0/0 0/0 13/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 0/0 13
|
Ég ætlaði að skrifa einhverja athugasemd, en svo var ég truflaður og er núna búinn að gleyma hvað ég ætlaði að skrifa.
11:55 Hjörleifur
Besti árangur félagsins í haust náðist nú um helgina en 3 raðir komu fram með 10 leikjum réttum. Tvær voru á seðli með kerfið S-0-10-128 og ein á kerfisseðil Ú-5-3-128. Samtals gaf þetta okkur 1380 kr. í vinning.
13:58 Hjörleifur
|
|
|
Joi |
10:13
|
Helgin
Ágætis helgi að baki. Byrjaði á því að fara í fótbolta í hádeginu á föstudaginn sem ég náði reyndar ekki að klára vegna meiðsla og síðan var brunað beint út á flugvöll og flogið til Köben þar sem við vorum með stefnumótunarfund og djömmuðum á föstudags og laugardagskvöldið, mjög gaman. Ég var reyndar mjög slæmur í löppinni og lét kíkja á hana þegar ég kom heim í gær og reyndist ég vera tábrotinn og verð í gifsi næstu 3 vikurnar og má ekki spila fótbolta fyrr en eftir 2 mánuði. Ég (eða Pálmi) munum væntanlega koma með ferðasögu innan skamms.
Set hérna inn mynd sem sýnir brotið til gamans.
|
Leitt að heyra með brotið, sérstaklega í ljósi þess að nú er tennisvertíðin í smá hættu, en Haukur mun ekki mæta í kvöld og ég og Siggu munum því berja boltana, en næstu 2 mánudagar eiga örugglega eftir að verða erfiðir þar sem að ég mun þá spila einn á móti Hauki og Sigga. Spurning hvort maður ætti að hringja í Ttsatsunde (eða hvað hann nú hét) og fá góð ráð.
10:48 Hjörleifur
Þetta er reyndar ekki minn fótur heldur mynd sem ég fann á netinu og ég teiknaði síðan inn línu þar sem brotið er.
11:08 Joi
Þetta er ekki mín löpp og ég held að ég hafi tábrotnað 3-4x og hef ekki brotnað á stóru tá áður.
12:06 Joi
|
|
|
laugardagur, október 09, 2004 Hjörleifur |
17:20
|
Ofurdós
Var að hjálpa Haldóri Eldjárn (sonur Unnar veðurfræðings og Þórarins Eldjárns) í smá tölvuuppsetningum. Komst að því að hann er í hljómsveitinni Ofurdós. Þokkalegasta hljómsveit miðað við að hún var stofnuð á þessu ári. Hefur haldið nokkra tónleika og einnig spilað í sjónvarpinu. Hún hyggst taka þátt í mússíktilraunum næst þegar það verður hægt og tel ég hana eiga bara ágæta möguleika á að ná nokkuð langt í keppninni. Hljómsveitin minnir mig svolítið á búdrýgindi, þ.e. mjög ung sveit og spilar hressilega tónlist. Þeir hafa gefið út 3 lög á netinu (rokk.is) og héngu þar inni í 4 vikur a top 10 með lagið Dópistalagið. Persónulega finnst mér þó lagið Jónas mun skemmtilegra.
Allur er varinn góður og best að byrja að stolka snemma, ef ske kynni að þeir yrðu frægir.
|
|
föstudagur, október 08, 2004 Hjörleifur |
14:32
|
Jæja
|
|
Joi |
13:13
|
Á leid út á flugvöll.
|
|
fimmtudagur, október 07, 2004 Joi |
13:42
|
Burkni
|
Hva ... það er ekki eins og mér finnist þessir gaurar eitthvað kyssulegir, ólíkt sumum !
13:48 Burkni
|
|
|
Joi |
13:03
|
|
|
Joi |
12:03
|
|
Spurning hvort maður ætti ekki að taka þetta upp hér á Veðurstofunni, það væri miklu skemmtilegra vinnuumhverfi ef allir gengju um beð bækur á höfðinu og alltaf eitthvað að lesa við höndina
12:07 Hjörleifur
Jú, ég held það. Annars heitir þessu bók Forecasting Economic Time Series og Pálmi var að vona að allur fróðleikurinn færi inn í hausinn ef hann væri með bókina svona. Held reyndar að hann kunni nánast allt sem er í henni.
12:09 Joi
Kann hann ekki allt í henni vegna þess að hann er með bókina einmitt svona?
12:12 Hjörleifur
Þú segir nokkuð!
12:13 Joi
|
|
|
Hjörleifur |
11:03
|
Fúsi og boltarnir
Fótboltinn í gær var spilaður af mikilli ákefð og sigur það eina sem komst að, enda erum við engar helvítis ólym-píur. Það fór reyndar svo að það kom að því að eitthvað varð að láta undan og það ekkert lítið, en öflugir varnartilburðir Fúsa urðu til þess að hann féll við og lenti á hægri hönd sem hreinlega lét undan og er hann núna heima í gifsi og því ekki væntanlegur í boltann næstu vikurnar, né neinn annan bolta, en hann var nú kominn í bolta að mér skilst 4 sinnum í viku.
Vonandir að hann verði bestaður sem fyrst og mæti galvaskur í boltann að nýju þegar hann losnar úr gifsinu.
|
|
Joi |
08:36
|
1000
Er búinn að skrá mig fyrir 1000 kr. á mánuði hjá UNICEF og Sonja ætlar að skrá sig fyrir 1000 kr. líka. Hvet alla að styrkja þetta góða málefni.
|
Ég styrki Amnesty International um 500 kr á mánuði og Háskólann um 900 kr á mánuði og svo styrki ég tryggingarfélögin um heilan helling og ætla að láta það bara duga.
10:45 Hjörleifur
|
|
|
miðvikudagur, október 06, 2004 Joi |
19:03
|
Tippaklúbbur Hjörleifs Sveinbjörnssonar
Næsta helgi í klúbbnum er í uppnámi vegna utanlandsferða 3ja meðlima klúbbsins. Spurning að taka fund á morgun?
|
|
Hjörleifur |
17:36
|
Skákí
Það var skákkvöld hér á Veðurstofunni í gærkvöldi, það fyrsta í vetur. Mæting var heldur dræm og mættu ekki allir sem höfðu boðað mætingu og endaði þetta með því að við vorum aðeins 3 sem mættum.
Við tefldum þó í 2 klukkutíma slatta af hraðskákum. Við skrifuðum ekkert niður hvernig skákirnar fóru, en ég er þó alveg viss um að ég hafi nú unnið þær flestar.
|
|
Joi |
11:33
|
Myndir
Rakst á myndasafn með mjög áhrifaríkum og sorglegum myndum: Myndir
Hræðileg myndin af manninum sem er að stela hrísgrjónaskammti frá barni sem er bara skinn og bein :(
|
Já þessar myndir eru vægast sagt sorglegar. Alveg ótrúlegt hvað stríð getur breytt mönnum í mikil villidýr.
15:09 Hjörleifur
|
|
|
þriðjudagur, október 05, 2004 Hjörleifur |
16:23
|
Oktoberfest 2004
Kíkti á Októberfest síðastliðinn föstudag: myndir hér
|
Frumlegt - mjög frumlegt!
16:29 Joi
|
|
|
Hjörleifur |
13:35
|
Skýjamyndir
Fór út í gær í vonda veðrinu að taka myndir þegar sólin var að því komin að setjast. Það verður að segjast að skýin voru alveg ótrúleg, enda var ég ekki sá eini sem var mættur á svæðið til að taka myndir af þessu. Henti nokkrum myndum hér á smugmugið mitt
|
Vá, ótrúlega flott - frábær mynd.
13:38 Joi
Þetta var alveg ótrúleg birta í gær - vel gert að ná momentinu Hjörleifur. HS
13:46
takk fyrir, ég þarf að vinna upp nokkur ár í ljósmyndun til að ná Jóa, en nú fæ ég væntanlega smá útrás þar sem að ég hef ekki verið með neina myndavél í eitt og hálft ár (fyrir utan símamyndavélina sem ég fékk mér í vor)
14:23 Hjörleifur
|
|
|
Joi |
09:25
|
Che
Ætli Hjölli noti nýja bolinn sinn aftur: Che
|
Þetta er farið að verða doldið dularfullt, ætli allar stríðshetjur séu í ruaninni bara morðingjar eftir allt, það fer bara eftir því hver skrifar söguna hvort menn eru góðir morðingjar eða vondir morðingjar.
16:37 Hjörleifur
Ja, margir eru líklegast morðingjar - efast reyndar um að það séu margir sem taki menn sjálfir af lífi með því að skjóta þá í hausinn, en auðvitað eru mörg dæmi um það.
16:43 Joi
|
|
|
Joi |
08:15
|
Zagreb
Föstudagur 17. september 2004
Árni og Hjölli ákváðu að fara ekki í þessa ferð enda eru þeir viðkvæmir og þola illa svona langa rútuferð. Þeir djömmuðu lengur kvöldið áður eftir ævintýri okkar í Rovinj (sjá pistil Árna) en við Sonja fórum snemma í háttinn. Við vöknuðum klukkan hálfátta um morguninn, Sonja bjó til nesti fyrir okkur og síðan var rölt niður að bílaplani þar sem biðu tvær rútur fyrir hópinn. Við ákváðum að taka þá fyrri því Steinki var fararstjóri í henni, Soffa var ekkert í miklu uppáhaldi hjá okkur frá deginum áður auk þess sem hún hefur frekar skrækan talanda.
Rútuferðin tók um 3 klukkustundir,ekið var um fallega náttúru Króatíu undir seiðandi rödd Steinka í hátalarakerfinu þar sem hann rakti sögu Króatíu frá steinöld þegar menn voru hamingjusamir og kunnu að lifa sem hluti af náttúrunni, fram að tímum Rómverjanna þegar menn kunnu að halda almennileg kynsvöll og hafa spennandi kappleiki og til okkar tíma þar sem menn kunna helst að drepa hvorn annan og náttúruna. Mjög fróðlegt var að hlusta á sögu landsins og skemmtileg leið til að drepa tímann í rútunni. Það var stoppað einu sinni á leiðinni á bensínstöð sem Soffa notaði til þess að bæði sjúga í sig kosmíska krafta og borða á sama tíma - hef ekki oft séð fólk borða með sígarettu í kjaftinum en það er greinilega hægt. Ég fékk mér einn expresso en Króatar eru ansi lunknir í kaffinu enda búa margir ítalir á Istríaskaganum og því er einnig frábær matarmenning þarna.
Um 11 leytið keyrðum við inn í borgina og fórum fyrst í gegnum útivistar- og íþróttasvæði borgarbúa en það þykir í fremstu röð í heiminum og ótrúlega flottar aðstæður þarna. Kommúnistablokkir eru órjúfanlegur hluti af borgum í þessum heimshluta og voru þær margar þarna í úthverfunum ljótar og stórar, en það er samt einhver sjarmi sem fylgir þessu. Rúturnar tóku smá hring í miðbænum á meðan Steinki bæði benti sagði okkur frá því helsta eins og óperunni, þinghúsinu og fleiri skemmtilegum húsum þarna. Að lokum var fólkinu hent út úr rútunum fyrir framan dómkirkjuna sem er í efri hluta borgarinnar en efri og neðri hluti hennar voru aðskildir hér áður fyrr og nokkur rígur á milli íbúa borgarhlutanna. Við hófum borgarröltið á klósettinu eins og flestir aðrir en síðan fór hópurinn inn í kirkjuna (nokkrir fóru reyndar beint að versla) ásamt króatíska leiðsögumanninum sem tók á móti okkur, en það er víst skylda að hópar gangi þarna um með innfæddum fararstjóra. Kirkjan var svona dæmigerð kirkja en það merkilega var kannski glerkistan við altarið, í henni var einhver gaur sem var biskup eða eitthvað slíkt í kirkjunni hér áður fyrr.
Eftir kirkjuna var gengið um gamla bæinn og leiðsögumaðurinn kynnti okkur sögu staðarins en ég ætla ekki að endurtaka hana hérna enda man ég nú lítið af henni. Leiðsögnin endaði síðan á einhverjum palli þaðan sem gott útsýni var yfir bæinn. Við Sonja ákváðum þá að fara og fá okkur að borða enda var klukkan orðin eitt og stelpan orðin ansi svöng og ég líka. Við röltum því niður í miðbæinn og hófst leit að veitingahúsi sem reyndist ekkert grín, allir staðirnir virtust vera útikaffihús sem buðu ekki upp á neinn mat og var mín orðin ansi geðvond og pirruð. Við ákváðum að lokum að fara aftur upp að kirkjunni því Sonja hafði séð þar veitingahús og reyndist það rétt hjá henni - var það hið ágætasta útiveitingahús. Við fengum okkur þar svínasnitsel og bjór, bara ágætis matur. Íslendingur sem hafði verið með okkur í rútunni heilsaði þarna upp á okkur, en hann er með ljósmyndadellu eins og við og var með Canon 10D myndavél og um 6 linsur með sér, sumar mjög dýrar.
Eftir matinn röltum við niður í bæ, kíktum aðeins í búðir og útimarkað en það er kannski ekkert sérstakt um það að segja. Við reyndum að finna bókabúð með enskum bókum en það tókst ekki og einnig reyndi Sonja að finna sér skó, en fann enga nógu dýra.
Miðbærinn er mjög stórborgarlegur með stórum göngugötuu, útikaffihúsum, borgarlífi og húsin eru gömul en vel við haldið og borgin hefur skemmtilega heildarmynd. Við dóluðum okkur þarna þangað til klukkan var um 15:30 og fórum þá að rölta upp að kirkjunni en þar áttum við að vera komin kl. 16:00 (ekki klukkan 15:50 eða 16:10 heldur 16:00). Við enduðum ferðina á sama hátt og hún byrjaði, á klósettinu við hliðina á kirkjunni og á meðan ég beið eftir Sonju (allar íslensku konurnar fóru á sama tíma á klósettið og því þurfti ég að bíða í c.a. 10 mínútur) reyndi ég að vera mjög lúmskur í að taka myndir af litlum en gömlum umrenningi , lítill og með mikið grátt skegg. Mér reyndist erfitt að ná af honum mynd því hann sneri alltaf baki í mig, að lokum fór hann að klósettinu og kallaði þar hálfgrátandi á klósettvörðinn sem var eldri kona og kvaraði yfir því að ég væri að taka af honum myndir. Við Sonja hröðuðum okkur því að rútunni og biðum þar þangað til lagt var af stað.
Í Zagreb er umferðin mikið vandamál og lentum við í mikilli umferðateppu á leið úr borginni, ég fór því aftast í rútuna og lagði mig í c.a. klukkustund en vorum við ennþá föst þegar ég vaknaði. Fljótlega greiddist þó úr flækjunni. Síðan var haldið sömu leið til baka og fólk virtist flest vera þreytt eftir skemmtilegan dag enda sváfu margir og Steinki var ekkert að messa yfir okkur, enda hefði sennilega enginn heyrt það sem hann hafði að segja. Við komum síðan til baka um 22 leytið en höfðum enga lykla og bakkabræður voru ekki í íbúðinni okkar, við ákváðum því að athuga hvort þeir hefðu skilið hann eftir í afgreiðslunni en rákumst á þá á útiveitingahúsinu á leiðinni. Þar voru þeir nokkuð "ligeglad" eftir afslappandi dag og nokkra bjóra, við ákvaðum að fá okkur einnig í gogginn bæði mat og drykk. Héldum síðan öll heim á leið í okkar ágæta hús og fórum snemma að sofa eftir miserfiðan dag.
|
Glæsiblogg, fagmannlega unnið, vel skrifað og skemmtilegar myndir í blogginu til að skreyta þann enn meira.
09:58 Árni Hr.
Margir góðir punktar í þessu bloggi. HS
14:04
Fínasta ferðassaga, ferð sem ég fer í bara einhverntíman seinna. Það sést á gamla manninum að hann hefur verið orðinn mjög þreyttur á þessum myndatökum.
16:25 Hjörleifur
|
|
|
mánudagur, október 04, 2004 Joi |
23:25
|
Tennis
|
|
Joi |
17:30
|
Veður
Pálmi hringdi í mig stuttu eftir að hann fór út og sagði mér að hann hafi tekist á loft þegar hann gekk út og síminn fokið og brotnað.
|
Þar fór nú í verra. Var að tékka á vindrhaðanum núna og hann er að sveiflast í kringum 20 m/s norðanátt
17:37 Hjörleifur
|
|
|
Hjörleifur |
14:15
|
Köttur
Kötturinn (sá elsti) sem að bjó í sumarbústaðnum í garðinum heima varð bara eftir þegar nágrannarnir fluttu. Þegar ég kom heim úr fríinu þá tók hann á móti mér í ganginum (sameigninni) og ég gaf honum að borða og síðan þá hefur hann bara verið heima og mér sýnist það nú að ég sé búinn að eignast kött, enda er hann voðalega gæfur og góður við mig (og alveg sérstaklega þegar hann er svangur). Hann gegnir nafninu "kisi kisi kisi kisi kis", en held að hann hafi heitið "Snúlla" þar til að konan sem átti hann fyrst lést. Mér finnst það bara ekki passa mjög vel við hann þar sem að hann á það til að klóra frá sér ef hann er eitthvað ósáttur og jafnvel narta í mann og "Snúllur" gera það bara alls ekki.
Þetta verður ekki mikið breyting hjá mér þar sem að kötturinn hefur alltaf gert sig heimakominn hjá mér, en nú þarf ég bara að gefa honum að borða líka, en hann hefur verið mjög snyrtilegur og fer alltaf út til að púðra á sér nefið.
|
Já, til hamingju!
15:48 Joi
|
|
|
Joi |
13:19
|
Tennis
Við Haukur erum búnir að veðja kippu af bjór (0,25 kössum) á tennisið í kvöld ... þ.e. ef við Hjölli vinnum fáum við kippu en annars fá Haukur og Siggi kippu.
|
|
sunnudagur, október 03, 2004 Joi |
20:06
|
Gríma
Við Sonja keyptum okkur nokkuð flotta grímu sem við hengjum væntanlega uppi á vegg og hérna er listamaðurinn að pakka henni niður fyrir okkur. Hann bannaði mér að taka mynd þegar ég mundaði hana þannig að ég tók bara mynd þegar hann var ekki að horfa (engar grímur inni á myndinni þannig að ég skaða hann varla með því að taka þessa mynd).
|
|
laugardagur, október 02, 2004 Árni Hr. |
21:55
|
Fyrsta ferðin
Við komum til Króatíu upp úr 20.00 á miðvikudeginum og var okkur sagt frá því að daginn eftir gætum við keypt ferðir og og farið í fyrstu ferðina okkar en hún átti að vera stutt ferð um Istríuskagann sem við bjuggum á, nánar tiltekið í tvo nágrannabæi okkar, Poréc og Rovinj.
Ferðin hófst í sólarlausu veðri og leist okkur ekki vel á blikuna varðandi veðrið, líktist íslensku sumarveðri (átti þó eftir að rætast úr því). Farið var af stað um 14.00 og var keyrt í rútu til Rovinj sem er einkar fallegur bær, þéttbyggður á skaga á skaganum. Við fórum með hóp af íslendingum og fararstjóra frá heimsferðum, þegar komið var labbaði fararstjórinn með okkur inn í bæinn og sagði okkur stutta sögu af honum og benti okkur á að í lok dags myndum við hittast á sérstökum stað klukkan 17.10 og halda þá til Poréc. Nú við löbbuðum um aldagömul stræti og skoðuðum kirkju (þetta var á heilugum degi nefnilega og mikið að gerast í bænum). Bærinn var einkar fallegur og skemmtilegur að sjá og mjög sérstakur, en Jóhann á eflaust eftir að sýna ykkur myndir frá þessari ferð á smugginu. Nú við gengum þarna um, settumst niður á torgi, hlustuðum á tónlistina á torginu, drukkum einn kaldann og ræddum heima og geyma. Síðan var klukkan að styttast í 17 og fórum við því að koma okkur af stað, löbbuðum um tóm stræti þar sem við ákváðum að skoða svona "alvöru" Króatíu svæði í borginni.
Nú allt var þetta gott, við mættum á punktinn klukkan 17.10 og viti menn enginn þar, við leituðum og leituðum að fólki, fórum á annann stað og leituðum en enginn fannst. Klukkan 17.30 hringdum við í neyðarnúmer fararstjóra og komumst við að því að við áttum að hittast 10 mín fyrir en ekki 10 mín yfir fimm. Þetta reyndist dýrkeypt þar sem við vorum skilin eftir, strandaglópar í Rovinj. Ég tek það sérstaklega fram að þar var sagt 10 mín yfir en ekki fyrir og eina ástæðan fyrir að allir aðrir náðu að komast með er að restin af fólkinu var gamalt fólk og það er alltaf 30 mín fyrir hvort sem er.... og hana nú. Ekki var nú Jóhann sammála mér og Hjölla um að þetta væri nú ansi dapurt að við hefðum verið skilin eftir, ef við hefðum verið yfir 60 ára þá hefðum við ekki verið skilin eftir - og ég skal útskýra af hverju.
Nú voru góð ráð dýr, við snöruðum okkur inn í næstu tourist info og fengum að vita að taxar og rútur voru hinum megin í bænum og að það gengu ekki margar rútur til Poréc, við löbbuðum okkur yfir þvera Rovinj (þar sem undirritaður vann flösku af hvítvíni í boltaleik - skjóta niður dósir - flöskunni var svo hent reyndar seinna). Við fundum strætóstöðina og ákváðum að taka strætó uppúr 20.00, þetta þýddi að við áttum nógan tíma til að drepa og fórum við því að borða í einni hliðargötunni og þá byrjaði okkar ástaræfintýri með Króatískan mat. Lentum á litlum stað þar sem við fengum frábæran mat og skemmtilega stemningu og sulluðum við í okkur nokkra bjóra og vorum því bara orðin ansi glöð á þessum tíma að hafa misst af ferðinni til Porec. Nú eftir mat fórum við á strætóstöðina og töluðum við unga dömu í afgreiðslunni og sagði hún að hún væri nú reyndar á leiðinni til Porec þ.a. þetta væri nú allt að koma, viti menn, strætóinn komi og fór án þess að við tókum eftir því (reyndar sáum við í skottið á honum), við vorum nefnilega að einblína á rangan strætó og misstum því af honum.
Sem sagt þessi 2 tíma vera okkar í Rovinj var kominn upp í 6-7 klst. Við vissum að síðasti strætóinn átti að fara um 21.40 þ.a. við hentum okkur á næsta bar, drukkum nokkra bjóra og vorum nú bara nokkuð jákvæð öll. Loksin kom tíminn og strætóinn og við hentum okkur upp í hann og tók ferðin til Poréc rúman klukkutíma og var ég orðinn ansi órólegur þar sem bjórinn vildi fara að komast út, ég reyndi meira að segja að komast á klósett í rútunni en uppgötvaði fljótt að ekki mætti nota það, enda hefði það nú endað í vitleysu miðað við keyrsluna.
Nú við komum til Poréc upp úr 23 og ákvað parið að skella sér heim en ég og Hjölli að taka 1-2 pool leiki áður en heim væri haldið. Viti menn, 15 mín seinna hringir Jói og segir að FH sé á Eurosport að spila við Aachen og drifum við Hjölli okkur því heim að horfa á þann leik (sem við hefðum kannski betur sleppt). Við héldum áfram að sötra bjór, horfa á fótbolta og vildi Hjölli svo ólmur skella sér á Diskóið á svæðinu sem við gerðum (þ.e. ég og Hjölli).
Fyrsta sem Hjölli gerði var að panta drykki og drukkum við ótæpilega á barnum, ágætis staður svo sem, Hjölli eignaðist Austuríska vini (sem hann hitti reyndar aldrei aftur) og ég drakk fullt af kokkteilum sem ég hefði betur sleppt.
Já þetta var okkar fyrsti dagur í Króatíu, algert æfintýri sem endaði á diskóinu Club Plava. Við vorum mjög ánægðir með þetta, enda gerist nú alltaf eitthvað svona í hverri ferð hjá okkur. Dagurinn eftir var miklu verri, J og S í Zagreb og ég og Hjölli í draugagangi í Poréc, en meira um það seinna.
Tek þó sérstaklega fram að ég og H vorum mjög ósáttir við Soffu farastjóra að skilja okkur eftir, en úr miklu bulli varð hin besta skemmtun.
|
Góður pistill og ég ætla að reyna að setja inn ferðasöguna frá Zagreb á næstu dögum.
12:24 Joi
|
|
|
Árni Hr. |
21:52
|
Króatía
Til þess að gefa lesendum okkar betur innsýn í ferð okkar um Króatíu og nágrannalönd þá ákváðum við að splitta upp ferðinni og skrifa um hana. Mitt fyrsta innlegg verður okkar fyrsta ferð sem var til Rovinj en þar eru myndirnar teknar sem Jóhann setti fram.
|
|
föstudagur, október 01, 2004 Joi |
22:24
|
Myndir frá Króatíu
Ég ætla að reyna að fara að vinna í myndum frá Króatíu í næstu viku og setja einhverjar af þeim á netið. Hérna eru tvær frá bænum Rovenio eins og Ítalir kalla hann:
|
|
Joi |
15:15
|
A Fury for God
Var að klára að lesa bók sem heitir A Fury for God: An Islamist Attack on America og las ég meirihluta hennar í Króatíu og leiðinni heim þaðan. Þessi bók reynir á hlutlausann hátt að útskýra ástæðu þess hvers vegna bandaríkin og flest lönd fyrir botni miðjarðarhafs eiga í svona slæmu sambandi og einnig ástæðuna á bakvið það að 9/11 átti sér stað. Það er breskur prófessor ( Malise Ruthven) sem skrifar þessa bók og hún hefur sérstaklega fengið góða dóma vegna þess að hann reynir að líta á báðar hliðar málsins og er ég ekki frá því að honum hafi tekist það.
Bókin er frekar þung aflestrar, þ.e. að það eru nokkur hundruð nöfn á mönnum í henni og flestir þeirra heita einhverjum skrítnum arabískum nöfnum sem ég á erfitt með að muna og missti ég því einstaka sinnum þráðinn á meðan af lestrinum stóð. Einnig er bókin kannski frekar þurr aflestrar (engar myndir :-) ) en það er kannski bara sá stíll sem verður að hafa þegar svona mál eru tekin fyrir. Ég hafði gaman af bókinni og held að ég hafi fengið aðeins betri innsýn í þessi mál en ég hafði en ég ætla að reyna að fræðast meira um þessa hluti því þetta er miðpunktur heimsmálanna í dag og spurning hvort þetta muni hafa mun meiri áhrif á heiminn en það gerir í dag.
Næsta bók sem ég ætla að lesa er saga Led Zeppelin og þar á eftir bók um fræga flótta úr seinni heimstyrjöldinni (5 sögur ef ég man rétt) sem er skrifuð af þeim sama og skrifaði The Great Escape.
|
Hvað er bókin margar blaðsíður? Hlynur
15:51
Bókin er um 350 blaðsíður ef ég man rétt.
15:52 Joi
Miðað við hvernig allt stefnir þá hlýtur þetta að vera þörf lesning, nú þegar við þurfum að setja lífsýni í vegabréfin okkar til að komast til USA þá er þetta orðið ansi þungt kerfi og Big Brother farinn að kicka verulega inn. Annars ætla ég bara að bíða eftir bíómyndinni
16:30 Árni Hr.
Þetta hefur eflaust verið ágætis lesning og til að Árni þurfi ekki að horfa á myndina einn, þá ætla ég að bíða með honum.
19:22 Hjörleifur
|
|
|
Joi |
13:57
|
Pistill frá yfirgagnrýnanda
Skilgreiningar Oft hefur gætt misskilnings í samskiptum okkar Jóhanns og svör við fyrirspurnum mínum hafa oft verið loðin og órökrétt. Til að fyrirbyggja þennan misskilning hef ég ákveðið að skilgreina ýmis hugtök sem iðulega koma upp í okkar samskiptum til að tryggja öruggt og hraðvirkt upplýsingaflæði. Fyrsta spurningin sem ég ætla að svara skellti Jóhann á mig í gær þegar og spurði hvort hann hefði verið mikið fullur í ferðinni til Króatíu. En svar hans við fyrirspurn minni var Hvernig skilgreinir þú fullur? Kæru lesendur hér kemur skilgreiningin á því að vera fullur. Skilgreining: Að vera fullur skiptist í eftirfarandi flokka: flokkur 1: Lítið fullur, c.a. 5-6 bjórar drukknir á þriggja klukkustunda tímabili, viðkomandi verður hress og kátur og á það til að segja fyndna hlut, morgun eftir eru örlítil þyngsli yfir höfðu sem hverfur eins og dögg fyrir sólu eftir c.a. 2-3 klst eftir að vaknað er flokkur 2: miðlungsfullur, c.a. 6-8 bjórar viðkomandi er á mörkum þess að vera skemmtilegur og leiðinlegur og stekkur auðveldlega á milli þeirra póli. Minni getur verið örlítið gloppótt en yfirleitt man viðkomandi flesta hluti þegar minnst er á þá, viðkomandi er svona frekar tussulegur daginn eftir en kemst samt klakklasut yfir daginn flokkur 3 Mikið fullur 9 bjórar og meira, viðkomandi meira leiðinlegur heldur en skemmtilegur en getur þó brugðið fyrir sig betir fætinum, menn láta hlut eins og feimni félagslega viðmið lönd og leið því hvatir eins og kynhvötin ræður nær eingöngu gjörðum manna, morgun og dagurinn eftir geta verið martröð og minn getur farið frá því að ver mjög gott í nánast ekki neitt allt eftir stemmingu og stuði þess drukkna. <> > Ég vil biðja lesendur að lesa þess skilgreiningu með gagnrýnu hugarfari og koma með athugasemdir þannig að skilgreiningin sé sem allra meitluðust og skilgreind
|
Næst þegar þú sendir inn pistill ættir þú fyrst að spyrja þig hvort hann sé hæfur til að vera birtur í Morgunblaðinu og ef ekki þá ættir þú að endurskrifa hann og laga hann. Stuttaralegt, óhnitmiðað, óvandað en ágætir punktar inn á milli. 3,5
14:07 Joi
Þetta er greinilega mjög persónubundið hvernig flokkarnir skiptast. Þetta fer að sjálfsögðu eftir líkamsþyngd og einnig breytast magntölur ef menn hefa drukkið daginn áður, en þá verða menn yfirleitt ekki mjög fullir heldur virka allir drykkir bara eins og afréttarar og menn verða léttir, en afleiðingarnar geta orðið þær að menn verða þunnir í 2-3 daga á eftir í stað 1 dags.
Í ferð eins og þessari þar sem að það var drukkinn bjór daglega án þess að um fyllerí væri að ræða, þar sem að bjórinn var iðulega drukkinn með mat og svo Grappa í eftirrétt og nokkrir bjórar eftir það. Svo var í rauninni allt djammið búið, enda vorum við yngsta fólkið á öllu svæðinu (fyrir utan smábörn í fylgd foreldra, sem þó var ekki mikið af).
14:19 Hjörleifur
|
|
|
Hjörleifur |
11:02
|
Heimkoman og bíllinn
Þá er maður loksins kominn aftur í vinnuna og lífið farið að ganga sinn vanagang.
Þegar ég kom heim rétt rúmlega 10 á miðvikudagskvöldið tók á móti mér kisa í ganginum. Ég hleypti henni bara inn til mín og það vildi svo vel til að ég átti kattamat í ískápnum sem ég gaf henni. Því næst fór ég út í sjoppu til að kaupa mér smá mjólk og brauð. Á leiðinni leit ég aðeins á bílinn og sá þá að það var búið að setja plast fyrir gluggann bílstjóramegin. Æ Æ, það gat nú ekki boðað gott. Og eins og við mátti búast þá var búið að brjótast inn í bílinn, glugginn dreifður um allan bíl og útvarpið horfið.
Þegar ég leit upp frá bílnum á næsta bíl, sá ég að hann var líka með plast fyrir sínum glugga. En það var svosem ekkert hægt að gera í þessu núna, svo ég fór bara út í sjoppu, keypti mér mjólk og brauð og rækjusalat. Leigði mér "Leitina að Nemo" og kom mér svo þægilega fyrir heima, drakk mjólk og át súkkulaði.
Í gær byrjaði ég svo á því að sópa glerbrotunum úr sætinu, keyrði á næstu bensínstöð og ryksugaði bílinn. Keypti mér nýja rúðu og setti hana í. Þegar ég var að klára verkið, hitti ég nágranna minn og hún sagði mér að það hafi verið brotist inn í 8 bíla í götunni og gaurinn hafi náðst og var þetta bara einhver aumingi sem átti engann pening. Hún sagði mér einnig að í einum bílnum hafi allar rúðurnar verið brotnar og miðað við það þá slapp ég frekar vel.
Ég hringdi í tryggingarnar og þar fékk ég þær upplýsingar að hliðarrúður eru ekki tryggðar í innbrotum og heldur ekki bílútvörp (jafnvel þó að bíllinn hafi verið í kaskó). Sniðugar þessar tryggingar, tryggja allt, nema það helsta sem getur gerst. En ef ég hefði verið með einhverja innanhúsmuni í bílnum þá hefðu þeir verið tryggðir (fjölskyldutryggingin).
Áðan hringdi ég svo í lögguna og ræddi við manninn sem sá um "Freyjugötu málið", eins og það var kallað hjá þeim. Hann sagði mér að þetta hafi verið maður á hjóli og á enga peninga, gistir oft í gistihúsinu á Skólavörðustígnum, þetta þarna þar sem að fólk gistir í þegar það á hvergi heima. Ég spurðist fyrir um útvarpið mitt, en það kom ekki í leitirnar, en mitt var með kasettutæki í, og það var ekkert svoleiðist útvarp sem gaurinn var með, en samt sást hann ekki henda neinu frá sér, svo það getur vel verið að einhver annar hafi tekið það á þeim tíma sem bíllinn er búinn að standa þarna (eða sami gaur að klára verkið).
|
Þú ættir a.m.k. að tala við neytendasamtökin um þetta tryggingamál - óþolandi hvað þau koma sér alltaf undan öllu!
13:02 Joi
Já, ég sendi þeim póst á eftir og sjáum hvað þau hafa að segja um málið. Maður er nú ekki í samtökunum bara upp á punt.
13:06 Hjörleifur
|
|
|
Joi |
10:23
|
Bloggleysi
Nú er málið þannig að bloggið sem sést er styttra heldur en tenglalistinn hægra meginn á síðunni ... spurning að minnka hann eða að fara að blogga meira?
|
|
Joi |
09:20
|
Tippfundur
Ég fer út á land snemma í fyrramálið þannig að annaðhvort þarf ég að sleppa tippfundi eða skipuleggjandi finnur tíma í dag.
|
|
|
|