föstudagur, október 01, 2004
|
Skrifa ummæli
Pistill frá yfirgagnrýnanda

Skilgreiningar

Oft hefur gætt misskilnings í samskiptum okkar Jóhanns og svör við fyrirspurnum mínum hafa oft verið loðin og órökrétt. Til að fyrirbyggja þennan misskilning hef ég ákveðið að skilgreina ýmis hugtök sem iðulega koma upp í okkar samskiptum til að tryggja öruggt og hraðvirkt upplýsingaflæði.

Fyrsta spurningin sem ég ætla að svara skellti Jóhann á mig í gær þegar og spurði hvort hann hefði verið mikið fullur í ferðinni til Króatíu. En svar hans við fyrirspurn minni var

Hvernig skilgreinir þú fullur?

Kæru lesendur hér kemur skilgreiningin á því að vera fullur.

Skilgreining: Að vera fullur skiptist í eftirfarandi flokka:

flokkur 1: Lítið fullur, c.a. 5-6 bjórar drukknir á þriggja klukkustunda tímabili, viðkomandi verður hress og kátur og á það til að segja fyndna hlut, morgun eftir eru örlítil þyngsli yfir höfðu sem hverfur eins og dögg fyrir sólu eftir c.a. 2-3 klst eftir að vaknað er

flokkur 2: miðlungsfullur, c.a. 6-8 bjórar viðkomandi er á mörkum þess að vera skemmtilegur og leiðinlegur og stekkur auðveldlega á milli þeirra póli. Minni getur verið örlítið gloppótt en yfirleitt man viðkomandi flesta hluti þegar minnst er á þá, viðkomandi er svona frekar tussulegur daginn eftir en kemst samt klakklasut yfir daginn

flokkur 3 Mikið fullur 9 bjórar og meira, viðkomandi meira leiðinlegur heldur en skemmtilegur en getur þó brugðið fyrir sig betir fætinum, menn láta hlut eins og feimni félagslega viðmið lönd og leið því hvatir eins og kynhvötin ræður nær eingöngu gjörðum manna, morgun og dagurinn eftir geta verið martröð og minn getur farið frá því að ver mjög gott í nánast ekki neitt allt eftir stemmingu og stuði þess drukkna.

<>

Ég vil biðja lesendur að lesa þess skilgreiningu með gagnrýnu hugarfari og koma með athugasemdir þannig að skilgreiningin sé sem allra meitluðust og skilgreind

    
Næst þegar þú sendir inn pistill ættir þú fyrst að spyrja þig hvort hann sé hæfur til að vera birtur í Morgunblaðinu og ef ekki þá ættir þú að endurskrifa hann og laga hann. Stuttaralegt, óhnitmiðað, óvandað en ágætir punktar inn á milli.
3,5
14:07   Blogger Joi 

Þetta er greinilega mjög persónubundið hvernig flokkarnir skiptast. Þetta fer að sjálfsögðu eftir líkamsþyngd og einnig breytast magntölur ef menn hefa drukkið daginn áður, en þá verða menn yfirleitt ekki mjög fullir heldur virka allir drykkir bara eins og afréttarar og menn verða léttir, en afleiðingarnar geta orðið þær að menn verða þunnir í 2-3 daga á eftir í stað 1 dags.

Í ferð eins og þessari þar sem að það var drukkinn bjór daglega án þess að um fyllerí væri að ræða, þar sem að bjórinn var iðulega drukkinn með mat og svo Grappa í eftirrétt og nokkrir bjórar eftir það. Svo var í rauninni allt djammið búið, enda vorum við yngsta fólkið á öllu svæðinu (fyrir utan smábörn í fylgd foreldra, sem þó var ekki mikið af).
14:19   Blogger Hjörleifur 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar