mánudagur, janúar 31, 2005
|
Skrifa ummæli
Sófi
Keypti mér sófa um daginn, bar hann upp með flutningamanninum og var með harðsperrur í nokkra daga - laugardagurinn var frekar slæmur hvað þetta varðar.
En fór í sund á sunnudag og henti mér í pott og gufu og leið betur.
En sófinn uppsettur, keyptur í Seating Concept - mjög góður sófi.

Í framhaldinu get ég sagt frá því að ég færði hátalarann alveg upp að sjónvarpinu til að koma sófanum fyrir, svo gleymdist að færa hann og Elín horfði á sjónvarpið um kvöldið, daginn eftir vaknaði ég og var með sjónvarpið í gangi og sá þá að sjónvarpið var farið að verða grænt og blátt við endann þar sem hátalarinn var, nú ég hélt myndlampinn væri farinn að gefa sig en ákvað að færa hátalarann þar sem mig grunaði segulsvið hans væri að hafa áhrif.
Nú ég fór út, slökkti á sjónvarpinu og þegar ég kom til baka þá sá ég að sjónvarpið í lagi enda hafði ég fært hátalarann frá.
Niðurstaða: Miðhátalari minn er með segulvörn, en hliðarhátalararnir ekki.
    
|
Skrifa ummæli
Bók #2
Ekki gengur hratt að ná að lesa 52 bækur á þessu ári, einungis 2 búnar á 5 viku. Þó er ég með nokkrar í takinu þ.a. ég vona að þetta takist.
Nú kláraði ég bók eftir leikstjórann Tim Burton, en bókin heitir The Melancholy Death of Oyster Boy & Other Stories.Þetta er hálfgerð ljóðabók, ef hægt er að kalla, gamanvísur með teikningum. Þessi bók er alger snilld, svarti húmorinn í þessari bók er alveg frábær og má nú alveg segja að þetta sé svolítið týpískt Tim Burton. Erfitt er lýsa nánar bókinni, en til að útskýra nánar þá get ég nefnt helstu persónurnar sem koma við sögu, svo sem:
Oyster Boy
Stain Boy
Mummy Boy
Roy the Toxic Boy.
Þessi bók er skyldulesning fyrir alla aðdáendur Tim Burtons og ekki er þetta löng lesning, ein kvöldstund.
Gef þessari bók 5 stjörnur af 5, en bókina verður maður að taka eins og hún er og dæma hana út frá þeirri kategoríu.
Sjáið hana á Amazon
    
|
Skrifa ummæli
Tæknivæðingin
Nú er ég kominn með nýtt sjónvarp (28" United") og búinn að tengja tölvuna við það og get nú horft á dvd í sjónvarpinu í gegnum tölvuna eða spilað tölvuleiki eða eitthvað. Svo get ég núna líka tekið upp hljóðið úr sjónvarpinu, svosem ekkert sérstaklega gagnlegt en það er samt hægt að gera þetta. Næst á dagskrá er að fá sér breiðbandsafruglara og nettengjast, sem verður væntanlega ADSL, þar sem að breiðbandsnetið er í skralli sem stendur og reyndar í frekar slæmum málum þar sem að samstarfsaðili símans í því máli hætti bara við og er síminn því nú staddur á byrjunarreit hvað þetta varðar. Bara verst hvað þetta kostar mikið, en mér er sagt að það sé þess virði og verður maður ekki bara að trúa því.
Ég þyrfti líka að fá mér tölvuborð, en nú er aðstaðan til tölvuiðkanna frekar erfið hjá mér, en lyklaborðið verður bara að vera á lærunum og músin er upp á hátalaranum.
Sjáum til hvort að maður verði ekki ríkari á morgunn.
    
|
Skrifa ummæli
ST
Burkni: "Tígrisrækja lifir á um 20 metra dýpi."
Jói: "Komdu bara með mér inn á klósett og ég skal sýna þér tígrisrækju!"
    
|
Skrifa ummæli
Bowfinger - Steve Martin
"Do you love Smashing Pumpkins?"
"Are you kidding, I love to do that!"
    
sunnudagur, janúar 30, 2005
|
Skrifa ummæli
DPChallange - Lights
Ákvað á síðustu stundu að senda inn mynd í lights keppnina á DPChallange og er nú reyndar ekkert rosalega ánægður með útkomuna því hún er eiginlega of dökk en þetta verður að duga.


The light from the monitor

Jæja, ætla að fara að horfa á Lilja 4 Ever á RÚV.
    
Myndin er með 5.83 eftir að 36 eru búnir að gefa einkunn sem er svona lala.
10:13   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Gagnauga
Spurning að kíkja á einhverjar af heimildarmyndunum sem gagnauga mun sýna á kvikmyndahátíð í lok febrúar.

Þeir bjóða líka upp á það á síðunni að "downloada" ýmsum fræðslumyndum: Check it!

Við Sonja og Hjölli fórum á Meet the Fuckers í gærkvöldi og hún er fín, sennilega ekki jafn góð og fyrri myndin en nokkuð góð samt.
    
föstudagur, janúar 28, 2005
|
Skrifa ummæli
Athugun
Ég gerði smá könnun og svaraði prófinu aftur en breytti ekki miklu, en samt þó nokkru, en reyndi að svara svona eins og ég hélt að jói mundi svara (giska á öll efni og myndir eða merkja við veit ekki og er alveg sama þegar það var hægt og saga var ábyggilega uppáhalds grrein í skóla og hann sat ábyggilega fyrir miðju) og fékk þessa niðurstöðu:


I am nerdier than 7% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!


Ég hef sennilegast verið aðeins of, en samt ekki svo mikið.
    
Ég fékk 29% - svaraði með sannfæringu og gat m.a. svarað flestum Efnafærðinördaspurningum.
10:29   Blogger Árni Hr. 

Ég svindlaði ekkert og nenni ekki að ræða þetta meira nördarnir ykkar!!!
11:05   Blogger Joi 

Að mínu mati er þetta ekki gott próf, þetta fer alveg eftir því hvernig maður svarar spurningunum. Hægt er að fá lágt og hátt eftir því hvaða pól maður tekur.
13:43   Blogger Árni Hr. 

Árni:
Er þetta próf semsagt ólíkt öðrum prófum að því leyti að útokoman er háð svörunum? :D
14:52   Blogger Burkni 
|
Skrifa ummæli
hmmm...

I am nerdier than 62% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!


Er þetta ekki bara svona venjulegt fyrir hversdags Íslendinginn?
    
ætli Unix/Linux svarið mitt hafi ekki gert útslagið í þessu, hefur eflaust gilt mikið í testinu
10:43   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Nörd
    
Nei, ég svaraði öllum spurningum af heilindum.
09:58   Blogger Joi 
fimmtudagur, janúar 27, 2005
|
Skrifa ummæli
THS
Fyrsti fundur í 6 vikna reglunni, þ.e. 6. hver fundur (eða þar um bil) verði haldinn á pöbb á föstudagskvöldi er á morgunn, föstudaginn 28. janúar 2005.

Staður og tími ákveðinn hér í athugasemdum.
    
I'm in!
Ætli ég, þú og Árni verðum ekki 3 á þessum fundi ... það er eitthvað sem segir mér það.
17:53   Blogger Joi 

Ég mæti - spurning um að PP komi með hugmynd af tíma og stað.
21:54   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Veður
Mæli með að menn næli sér í ForecastFox extension-ina í Firefox (þeir sem eru með þann browser) því þetta er sniðug viðbót. Maður velur þá staðsetningu sem maður er staddur á (t.d. Reykjavík) og þá er niðri í statusbarnum skýjamynd af veðrinu núna, á morgun og hinn (spá) og ef maður fer með bendilinn yfir þá sýnir hún vindhraða, vindátt og hitastig. Magnað tól mfkaaaa.
    
Búinn
17:39   Blogger Hjörleifur 

ekki hugmynd, en þetta er samt cool
10:03   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Samtal
Sett inn að ráði Burkna:

Jói:
Hvað ætlar þú að gera um helgina, verður þú blindbeyglaður einhverstaðar?
Burkni:
Ég efast alveg stórlega um það, verð líklegast að vinna.
Jói:
Af hverju ferðu ekki með Hlyni á einhvern hommabar?
Burkni:
Af því að okkur finnst nóg að hitta þig í vinnunni.
    
miðvikudagur, janúar 26, 2005
|
Skrifa ummæli
Rokk
Skemmtileg síðasta málsgreinin, Robbie fær nokkur rokkprik!

Robbie Williams
Port Vale, England
Now one of the world's most successful solo artists, the ex-Take That singer's love of his football and his local club, Port Vale, is well-known to all his fans. Robbie often performs his concerts dressed in his team's home kit and still attends Port Vale matches whenever he returns to visit his parents in Stoke-on-Trent.

It's not a surprise that he is such a devoted fan of Port Vale when you learn that his mother used to own a pub next to the club's training ground and as a child, used to watch his beloved team practising there every day. He often tells the story of how, when he couldn't sleep as a boy, "I would dream of running down the left wing and putting the goal in the net at Port Vale FC. And I still have that dream now".

Robbie is still a very keen footballer, and recently made the news when he startled some children playing football in Manchester by landing his helicopter next to their pitch and asking if he could join in!
    
|
Skrifa ummæli
Slétt
Við Haukur skelltum okkur í World Class í hádeginu og brunuðum síðan á Hamborgarabúlluna í hádegismat og komum því út í sléttu, eða tæplega það, úr hádeginu!
    
Ætli það sé einhver grundvöllur fyrir líkamsræktarstöð þar sem hægt er að borða djúpsteiktan og pönnubrasaðan mat og rjómatertur, þá kemur fólk amk út á sléttu og getur því alltaf réttlætt fyrir sjálfu sér að hafa fengið sér óhollan mat.
13:26   Blogger Hjörleifur 

Já, þetta er frábær hugmynd. Fólk byrjar á því að velja sér mat á matseðlinum og síðan er útbýr tölva til æfingu sem samsvarar því sem maður ætlar að borða (+ kaloríur fyrir samviskuna) og síðan æfir maður og getur að lokum borðað án þess að hugsa um afleiðingarnar.
13:29   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Árshátíð Tippklúbbs Hjörleifs Sveinbjörnssonar
Þá held ég að við getum fest það að árshátíðin verður 25. feb!
    
|
Skrifa ummæli
Mexíkó
Við Hjölli kíktum í gær og fengum okkur að borða hinum rómaða Mexíkanska stað Mama Tacos. (í húsnæðinu sem Skalli var í á árum áður niðri á Lækjargötu).
Þetta er ágætis staður og skemmtilegt mexíkanskt yfirbragð og verðið er ekki of hátt.
Þegar við vorum búnir að panta tilboð af stráknum sem talaði bara ensku þá fengum við pappaglös og ætluðum að fá okkur úr kókvélinni kók en kókið reyndist þá búið. Það var miði á fantanu að það væri bilað og því bara diet kók og sprite eftir sem við vorum ekkert mjög spenntir fyrir. Ég benti afgreiðslustráknum á þetta og hann ypti bara öxlum og sagði "I don't know" og fór að gera eitthvað annað. Nú voru góð ráð dýr og við fengum okkur því bara Sprite (goslaust).
Maturinn var mjög góður og vel útilátinn og borðuðum við báðir yfir okkur. Það er ekki oft sem ég hef borðað á íslenskum skyndibitastað þar sem hundur eigandans hleypur um og skemmtir gestum en það gerði stemminguna bara betri. Tónlistin inni var salsatónlist og voru þarna 2-3 lög sem ég hef dansað við í salsatímum. Eigandi staðarins var eitthvað að vesenast þarna inni og er hann gaur klipptur beint út úr bíómyndum, svart sítt hár, dökkur, herðabreiður og svona mean looking. Við Hjölli þorðum því ekkert að láta dólgslega þarna inni (Hjölli þekkir hann líka ágætlega þar sem hann spjallaði töluvert við hann síðast þegar hann borðaði þarna).
Gef þessum stað 5 af 5 stjörnum.

Við fórum síðan upp í Súfó og fengum okkur kaffi og lásum tímarit.
    
...annars var ég að spá í það að skella mér á Súfó eftir vinnu og lesa grein í Uppeldi, jafnvel að maður gluggi í best of Laxnes ef stemming er fyrir því.
Ég er fullorðinn!
10:42   Anonymous Nafnlaus 

Er það ekki bara Raul sjálfur? (sá sem á sumsjé mömmuna sem titill staðarins vísar í)
13:23   Blogger Burkni 
þriðjudagur, janúar 25, 2005
|
Skrifa ummæli
Tennis
Í gær fór fram 3. umferð tennismótsins, þar sem að ég og Jói tókum Sigga og Hauk í bakaríið. Unnum við fyrri leikin 6-2, en sá síðari var heldur jafnari, enda slökuðum við Jói töluvert á í þeim leik, þar sem að við óttuðums um andlega heilsu mótherjanna, en við höfðum beitt töluverðum sálfræðihernaði sem gekk alveg ljómandi vel upp. Það fór svo þannig að Siggi missti stjórn á sér og eftir að hann hitti ekki boltann eitt skiptið þrusaði hann tennisspaðanum sínum í gólfið og beiglaði hann verulega og var ekki hægt að rétta hann, enda úr þrælsterku grafíti. Hann þurftið því að skipta um spaða og sætta sig við eitthvert drasl í eigu sporthússins.
Mér þótti þetta hin besta skemmtun og réð hreinlega ekki við mig og hló þarna eins og kelling frá Akranesi, en Jói skynjaði ákveðna hættu samfara þessu og hélt sig aðeins til hlés.
Eftir tímann var þetta atvik rætt og Sigurður spurður að því hvort þetta nú borgað sig (man reyndar ekki spurninguna orðrétt) og svaraði hann á þá leið að honum hafi nú liðið betur á eftir.
Ekki náðist að klára seinni leikinn, en tímanum lauk í stöðunni 5-5 og því vorum við Jói sigurveigarar dagsins.

Staðan í heildarkeppninni er því þannig að við Jói höfum fengið 3 stig en Siggi og Huakur 0 stig, enda hafa þeir ekki unnið neinn dag og skulda okkur reyndar bikar frá síðasta tímabili, því VIÐ unnum það mót taplaust og stefnir allt í það að við munum endurtaka leikinn á þessu tímabili.
    
Frábært blogg - til hamingju!
18:16   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Árshátíð Tippklúbbs Hjörleifs Sveinbjörnssonar
Árshátíðarnefnd hefur komið á alla meðlimi hugmynd að dagskrá og væri gott ef allir gætu samþykkt með athugasemd hérna dagskrán (frá A til fucking Ö) og dagsetninguna.

Nefndin
    
Samþykki bæði dagskrá og dagsetningu!
17:01   Blogger Joi 

Árni er upptekinn þá og þá spurning að hafa þetta 25. feb eða jafnvel á laugardeginum (þó ég sé fylgjandi föstudegi í svona þannig að maður hafi helgi til að jafna sig).
17:10   Blogger Joi 

Shit hvað þetta commentakerfið er hægt í dag!
Erum við þá að tala um föstudaginn 25. febrúar?
17:21   Blogger Joi 

ég er ekki á neinum vöktum þá og held að þetta gangi alveg fyrir mitt leiti
17:53   Blogger Hjörleifur 

Engar athugasemdir frá mér
10:14   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Finding Neverland
Frábært að sjá Johnny Depp tilnefndan til óskarsverðlaunanna og bara vonandi að hann vinni þessi verðlaun. Við sáum þessa mynd í bíó á laugardaginn og er hún ansi góð og skemmtileg ... mæli með henni.
    
|
Skrifa ummæli
Kaup
Við Sonja skruppum í hádeginu í Elko og keyptum okkur Sony DVD spilara (sá gamli spilar ekki skrifaða diska á 12900 kr., hvort sem það eru tónlistadiskar eða DVD myndir), ryksugu (1800w á 9500 kr.) og hárþurrku á 900 kr. Ágætis kaup held ég.
    
|
Skrifa ummæli
Ást
Já, hann hlýtur að vera ansi ástfanginn af henni:

Úr mbl:
Rokkarinn Pete Doherty hefur viðurkennt að hann og hin fagra fyrirsæta Kate Moss eigi í ástarsambandi. Segir Doherty, sem áður var forsprakki sveitarinnar Libertines, að hann sé jafnvel reiðubúinn að hætta neyslu vímuefna fyrir hana.
    
Spurning hvort hún sé ástfangin af honum vegna þess að hann er dóphaus
14:21   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Fréttatilkynning
Spurning hvort við Slembibræður sendum líka frá okkur fréttatilkynningu að við séum tilbúnir að vinna með Britney og fleirum?

Úr mbl:
Fyrrum Kryddpían Victoria Beckham segist vilja semja lög fyrir aðrar poppstjörnur, að því er Ananova skýrir frá.

Victoria segist vilja hjálpa söngkonum á borð við Britney Spears og Christinu Aguilera að komast í efsta sæti vinsældalista. ?Ég myndi vilja heyra lögin mín leikin í útvarpinu, þrátt fyrir að ég syngi þau ekki sjálf, gæti ég tengst þeim með þessum hætti,? segir hún í nýlegu viðtali.

?Ég væri jafnvel til í að syngja bakraddir, ef það væri fyrir söngkonu á borð við Britney Spears.?
    
Voðalega er hún eitthvað desperat þessi fyrrverandi stjarna, hún er eiginlega eins og bara smástirni í dag eða bara loftsteinn sem er brunninn upp. Ég veit nú ekki hversu góð hún er í laga og textasmíðum, en ætli hún sé ekki að reyna að vera eins og Emiliana Torrini, en hún hefur gert betri hluti síðustu ár heldur en kryddpían.
12:10   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Gorillaz
Ég er á því að Gorillaz sé eitt sniðugasta "concept" í tónlistinni síðustu ár - skapaðist frábær stemming í kringum þessa plötu, og þá ekki síst í gegnum myndböndin. Eitt lag á nýju Chemical Brothers disknum minnir mig ansi mikið á Gorillaz.
    
|
Skrifa ummæli
Snilldardjókur
Þetta er sennilega úr einhverri falinni myndavél - en brandarinn er þannig:

Maður gengur inn í klámbúð - um leið og hann er farinn inn þá kemur allt staffið hlaupandi og upp er settur borði þar sem hann er milljónasti viðskiptavinurinn og eru komnar myndavélar og gaur til að taka viðtal og lúðrasveit og rosalegt húllumhæ.

Að sjálfsögðu þegar greyið maðurinn labbar út grunlaus og lúðrasveitin byrjar að spila og sjónvarpsvélar mættar osfrv þá gerir hann það eina rétta og skundar í burtu. Ég gat nú ekki annað en vorkennt greyinu - vondur hrekkur en skemmtilegur.

Ég sá þetta á netinu um daginn.
    
mánudagur, janúar 24, 2005
|
Skrifa ummæli
Hagur stærðarinnar
Í dag var ég og Jóhann að ræða stuttlega um hví lyfjaverð gæti verið hærra á Íslandi en í t.d. Danmörku. Ég sagði í stuttu máli að þetta snérist allt um hag stærðarinnar þar sem kostnaður dreifist betur þegar framleitt er á stærri markaði. En ekki meira um það, í kvöld horfði ég svo á fréttir þar sem ein fréttin var um hvernig Ikea á Íslandi væri miklu dýrari en í USA (sem er fáránlega samlíking í ljósi þess að við erum 300 þús en Bandaríkjamenn 300 milljónir give or take). Til útskýringar sagði talsmaður Ikea á Íslandi að ástæða fyrir auknu verði væri, já hagur stærðarinnar.

En svona rétt til að benda á fáránleika fréttarinnar þá voru þeir með nokkur verð, þ.e. USA, þýskaland, Svíþjóð og Ísland. Það munaði að sjálfsögðu mikill munur á milli Ísl og USA, en mun minni mismunur á milli Svíþjóðar og Íslands (en þó nokkur samt). Að mínu mati hefði fréttin verið mun betri ef þeir hefðu ekki verið að bera saman Davíð og Golíat, já léleg fréttamennska að mínu mati en skemmtilegt að heyra að fleiri notast við sömu afsakanir.
    
Sammála, þetta var frekar fáránleg frétt og maður skildi ekkert alveg hvert var verið að fara með þessari rannsóknarblaðamennsku, hvort það var verið að reyna að "fletta ofan af" IKEA fyrir að vera með of hátt verð eða eitthvað annað. Mér fannst liggja beinast við fyrir IKEA-gaurinn að segja bara "þetta er Ísland"! Hér er vöruverð einfaldlega hátt, og ekki bara út af smæðinni.
08:52   Blogger Burkni 

Já, þetta er að mörgu leiti rétt en í mörgum vöruflokkum virðist Ísland ekki vera hærra en önnur lönd, t.d. í raftækjum ef miðað er við norðurlönd. Auðvitað er hagkvæmt að selja í stærri lönd en spurning hvort menn verði ekki að skýra þetta nánar, en auðvitað ráða t.d. IKEA sínu verði sjálfir.
Vonandi er þetta samt ekki 13x hærra verð ;-)
09:01   Blogger Joi 

Úti á Ikea yfirleitt sjálft verslanirnar en verslunin hér er ekki í eigu Ikea heldur Hagkaupsfjölskyldunnar og þarf því að kaupa inn á hærra verði.
Fúsi
13:09   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Jói og styrjaldirnar
Er Jói aristókrati, eða spjátrungur, eða nær hann að blanda þessu saman í einum og sama manninum. Hann hefur haldið hvorutveggja fram og ýmist koma frá honum heimspekileg og listræn og djúp blögg, en einnig þessi skrítnu spjátrungslegu blögg.
Á einu ári hefur hann breyst frá því að vera bara svona eins og við hinir, þ.e. mæta í vinnuna, fara heim, glápa á imbann eða dvd eða tölvast eitthvað (ég er reyndar bara nýliði í þeim málum) og skreppa á pöbbalinginn um heldgar, þ.e. allt sem að venjuleg miðbæjarrotta gerir. En eftir A-Evrópu ferðina kemur hann til baka sem nýr maður og greinilegt að ferðin hefur haft mikil áhrif á mannin. Aldrei hefur hann verið jafn þenkandi og nú um styrjaldir og þann hrylling sem að fylgir þeim eins og eftir þessa ferð.
Þarna spilar ljósmyndunin stórt hlutverk, en áhrifamestu ljósmyndir sem teknar eru, eru frá styrjöldum og öðrum hörmungum.

En hvað veldur því að menn eru að hugsa svona mikið um þetta núna?
Skýringuna má eflaust finna í því að myndir frá styrjöldum og hörmungarsvæðum berast okkur nær daglega í fréttum, en áður fyrr var mun erfiðara fyrir fréttamenn á þessum svæðum að koma fréttunum frá sér, nema löngu síðar. En með tölvupóstinum hefur þetta breyst (eins og glögglega kemur fram í bókinni 101 dagur í Bagdad).

Þetta verður vonandi til þess að vitundarvakning almennings um hörmungar stíðs vaxi og leiði til betri heims. Þetta er í rauninni sama hugsun og hipparnir voru með á sínum tíma, en þar sem að þeir voru alltaf svo uppdópaðir þá tók enginn mark á þeim, en friðarboðskapurinn var þó fyrir hendi. Nú hefur boðskapnum verið komið áleiðis til almennings og má segja að nýtt hippatímabil sé að hefja sitt skeið. En hippar nútímans klæðast ekki mussum með blómum á, heldur eru vopnaðir myndavélum og internetinu.

Skálum fyrir heimsfriði í krafti internetsins
Amen
    
Hvað veldur þessum umskiptum á þér Pálmi? Áður en þú veist af verðuru genginn í Vinstri Græna á leið í Sjálfstæðisflokkinn. Gengur hringinn sumsé ;)

Kv.
Robbi
13:48   Anonymous Nafnlaus 

Skilgreining á oflæti
13:58   Anonymous Nafnlaus 

Það er æskilegt að menn setji nafnið sitt undir athugasemdirnar!
17:51   Blogger Hjörleifur 
sunnudagur, janúar 23, 2005
|
Skrifa ummæli
Auschwitz
Við fengum í dag eitt comment í viðbót á Auschwitz galleríið okkar og ég ætla því að birta þau hérna þar sem ég er nokkuð stoltur af þessu:

Guest : Oct 21, 2004 9:42pm PDT /span>
Fantastic gallery here, wonderful collection of shots so well done! >

Schakow Family : Oct 31, 2004 10:51pm PST
These are outstanding photos. I recently visited Auschwitz as well, and tried to document as you did. But mine pale in comparison. >

Rob Aleksander : Dec 29, 2004 8:47am PST
The silence in my office seemed deafening as I viewed your stunning photos. My uncle Joseph and his wife Johanna are survivors of Auschwitz and I have heard his stories of the cruelty as well as documentaries during my school years in Skokie IL. I hesitate to send the news of these photos to him as they may stir some unnecessary emotions at his age. Your commentaries awaken my angers at the former Nazi Germany and bring to mind atrocities taking place right here and now and remind me we must never be complacent against the Hitlers of our own ages.

Bravo.
>
Jeremy Horne, Ph.D. : Dec 04, 2004 12:28am PST
My students in logic and critical thinking will be looking at your photos this next Monday morning as evidence of what happens in the absence of critical thinking. I have been looking over your EXCELLENT gallery, and I think everyone needs to see these scenes as a "wake-up" call, especially in light of the traumatic events that have happened since 2 November 2004 in the US.

I, as a professor of philosophy, appreciate your willingness to share with the rest of the world civilized community, images of "what could" be in the absence of a world aware of the need to preserve itself. I am sorry; I hardly cannot look at much more, as I cry in despair at our human condition.

Warm regards,

Jeremy Horne, Ph.D.
jhorne18@earthlink.net

Peter : Jan 22, 2005 7:44pm PST
Thank you for this moving portrayal. I lost ancestors here. Your photos have inspired me to see this place someday. Thank you. >
    
Til hamingju með þessi góðu viðbrögð. Fer ekki að verða spurning um að þýða allt gallerýið yfir á ensku, nú eru bara kaflar úr bókum á ensku, en þitt innlegg á íslensku. Svo væri nú e.t.v. ekki svo galið að ræða þetta við umboðsmanninn þinn (Árna) upp á það að halda sýningu.
11:49   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Night eftir Elie Wiesel
Pantaði þessa bók fyrir tæplega ári síðan af Amazon og las hana núna í vikunni. Hún er ekki nema 110 bls. og því var þetta fljót lesning.
Höfundurinn Elie Wiesel er vel þekktu og virur, hann hefur skrifað mikið um helförina og önnur mál tengd stríði og hann fékk árið 1985 friðarverðlaun Nóbels fyrir þessi störf sín.
Bókin segir frá því þegar hann sem 12 ára drengur (1944) var tekinn með fjölskyldu sinni úr smábæ í Ungverjalandi og fluttur í útrýmingabúðir nasista í Auswitch. Systir hans og móðir voru aðskildar frá honum og föður hans við komuna í búðirnar og sá hann þær aldrei aftur, hann náði ekki einu sinni að kveðja þær. Það er ótrúlegt er að lesa lýsinguna á því þegar þau komu í búðirnar, þetta hefur verið eins og hreinasta helvíti. Lestin kom að kvöldi til og ofnarnir voru á fullu við að brenna lík, stromparnir spúðu eldi og lykt af brenndu holdi lá yfir öllu svæðinu. Farið var með fangana eins og skeppnur, það fyrsta sem drengurinn sá þegar hann gekk inn á svæðið var vörubíll að sturta fullum farmi af börnum í pytt sem var notaður til að brenna lík (ofnarnir í gasklefunum höfðu ekki undan á þessum tíma).
Stór hluti bókarinnar fer í að lýsa daglegu lífi í fangabúðunum, hann lýsir t.d. því þegar ungur drengur (11 eða 12 ára) var hengdur fyrir framan allar búðirnar en hann var svo léttur að snærið náði ekki að þrýsta nægilega að hálsinum svo hann hékk og kvaldist í 30 mínútur. Mörg slík atvik áttu sér stað sem Elie segir frá í bókinni en ég ætla ekki að fara í hérna.
Þegar Sovétmenn síðan voru að nálgast Auswitch var öllum föngum smalað saman og látnir hlaupa alla nóttina að lest sem flutti þá síðan til Buchenwald búðanna. Frá þessari göngu er líka sagt í bókinni "I was dr. Mengele's assistant" og er ótrúlegt hvað lagt var á fangana þessa nótt. Farið var yfir 50 km án þess að stoppa og náði aðeins lítill hluti þeirra sem lögðu af stað á áfangastað, eða um 10%. Þeir sem hægðu á sér eða gáfust upp á leiðinni voru skotnir. Þegar hlaupunum loks lauk voru þeir settir í opna lestarvagna og tók við þriggja sólarhringa ferð til Buchenwald búðanna. Tvisvar á leiðinni var stoppað og þeir sem höfðu dáið á leiðinni var hent úr lestinni. Á einum stað henti bóndi brauðmola inn í vagninn sem Elie og faðir hans voru í og hófst þá dauðastríð um þennan mola þar sem menn slógust með hnefum, kjöftum, bitu og klóruðu hvor annan til að ná molanum. Sonur eins manns nánast klóraði úr föður sínum augun og drap hann til að ná í molann. Aðeins lítill hluti þeirra sem lögðu af stað í lestarferðina lifði af og voru menn orðnir eins og lík þegar henni lauk, hinir eftirlifandi voru nær dauða en lífi. Faðir Elie lést nóttina eftir að þeir komu í búðirnar. Bókinni lýkur síðan þegar Elie er kominn á sjúkrahús eftir að bandamenn náðu búðunum og hann lítur í spegil í fyrsta skiptið í marga mánuði, hann sá aðeins lík í speglinum.
Þessi bók lýsir vel þessum hræðilegu atburðum og hefur fengið frábæra dóma og mörgum þykir þetta vera skyldulesning til að þessir atburðir gleymist ekki. Bókin er mjög vel skrifuð og er nánast ljóðræn á köflum án þess að vera neitt tilgerðaleg eða reynt að gera mikið úr hlutunum. Elie ákvað að segja ekkert um þessa atburði í 10 ár eftir að hann losnaði úr búðunum því hann gat engan veginn unnið úr þeim enda var hann illa farinn eftir þessa atburði. Ég get ekki annað en gefið henni fullt hús því hún er eiginlega hafin yfir gagnrýni.
    
Vel skrifaður bókardómur - fær mann til að vilja lesa bókina.
11:45   Blogger Árni Hr. 

Sammála Árna, fínn bókardómur.
11:59   Blogger Hjörleifur 

Ég get lánað ykkur bókina - hún er það stutt að það ætti að vera hægt að klára hana á 1-2 kvöldstundum.
12:28   Blogger Joi 

Það má ekki vera lengri lesning fyrir mig til að ég nái að klára hana :)
12:58   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Skype
Eru menn almennt farnir að nota þetta?

Skilst að um 40 milljónir manns eru þegar farin að nota þetta í heiminum.
    
Nei, ég hef aldrei prófað þetta en held að þetta sé sniðugt fyrir piparsveina því mér skilst að menn fái reglulega hringingar frá stúlkum í Austur Evrópu sem vilja giftast manni.
19:13   Blogger Joi 

Hvað er SKYPE?
19:15   Anonymous Nafnlaus 

Jú það er rétt, en þær hafa lítið látið á sér kræla undanfarið. En þetta tól er frábært og er sambandið nánast gallalaust og mikill munur á msn og þessu. Mæli hiklaust með þessu tóli.

Kv.
Robbi
09:09   Anonymous Nafnlaus 

Spurning hvort Hjölli fái sér svona, hann er nú piparsveinn og einnig er hann fróður um A-Evrópu eftir skóladvöl þar.
09:54   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Kárahnjúkar
Áfram með "pólitík"
En ég heyrði um daginn að ASÍ var að kvarta yfir því að Impregilo væri ekki að borga samkvæmt íslenskum samningum osfrv. Um leið voru þeir að kvarta yfir því að þeir vildu flytja inn 200 Kínverja í vinnu.

1. Ég er sammála því að fara skal eftir öllum reglum varðandi laun og samninga - ekki á að fara út fyrir þá ramma sem eru almennt notaðir á Íslandi.
2. Ég skil ekki hvernig hægt er að vera á móti innflutning erlents vinnuafls, samkvæmt ströngustu samningum þá eru lágmarkslaun svo lág að ekki nokkur íslendingur myndi vilja vinna eftir því og hvað þá uppi á Kárahnjúkum og því skil ég vel að verið sé að skoða erlent vinnuafl.

Hver hefur ekki séð innflutning á Pólverjum í fiskinn og hafa heyrst raddir um að Pólverjar séu að "stela" starfi frá Íslendingum, en come on ástæðan fyrir þessum innflutningi er ekki bara að lækka launakostnað heldur líka vegna þess að í dag vilja íslendingar almennt ekki vinna í fiski - Bubba kynslóðin er að hverfa.
    
Ég er svo yfir mig bit ... allt í einu stekkur Árni fram á sjónvarsviðið sem fullmótaður stjórnmálaskríbent, bjóst ekki við þessu! Meira svona!
19:09   Blogger Joi 

Að eitthvað sé fishy?? Dude, wake up and smell the coffee!! Impregilo á eftir að vera hér í e-n tíma
í viðbót, halda áfram að brjóta á starfsfólki sínu
og halda áfram að þverbrjóta íslenska vinnulöggjöf
og enginn á eftir að gera neitt í því. Skólabókar-
dæmi um hvað gerist þegar maður tekur tilboðinu sem
er grunsamlega mikið lægri en öll hin.
09:52   Blogger Burkni 
|
Skrifa ummæli
Samfylking
Undanfarna daga hef ég verið að fylgjast með rifildi innan samfylkingunnar (eitthvað sem ætti að kæta Sjálfstæðismenn). En þar berjast Össur og Ingibjörg um formennsku flokksins og er greinilegt að mikið gengur á þarna, Össur kvartar sáran yfir ljótum skotum að sér og er flokkurinn þegar að skiptast í tvennt í þessu máli. Ég verð að segja það að þó að ég sé ekki mikil pólitíkus þá fannst mér þetta allt hið skemmtilegasta mál að fylgjast með, ég er á því að menn hefðu nú getað farið betur að þessu máli en ætla ég ekki að setja mikið út á hvor þeirra ætti að vera formaður, mér er svo sem alveg sama, en aðal málið í mínum huga er hvers konar aðferð er notuð í þessa baráttu, þarna virðist í uppsiglingu barátta sem er harðari en góðar kostningar á milli Samfylkingar og Sjálfstæðismanna.

forvitnilegt væri að heyra frá mönnum þeirra skoðun á þessu máli, þ.e. ef menn hafa skoðun á þessu.

Ég tek sérstaklega fram að ég sá viðstal í Ísland í dag um daginn þar sem Guðmundur Árni og Valgerður voru til viðtals og skil ég ekki hvernig svona manneskja eins og Valgerður getur komið sér áfram í stjórnmálum, hún var bara brandari að mínu mati á meðan GÁ var rólegur og mjög hnitmiðaður, tek fram að Valgerður er Ingibjargar kona og GÁ er meira fyrir Össur, amk vill hann ekki að skipt er um knapa í miðri á eins og hann orðaði það svo elegant í Silfur Egils í dag.
    
Ég hef svosem ekki mikla skoðun á þessu en mér finnst Samfylkingin eiga við erfiðleika að stríða vegna þess að þeir eru að skipast í tvær fylkingar og Össur hefur ekki fengið þann stuðning í flokknum sem hann ætti að fá til þess að geta sinnt þessari stöðu sem skyldi. Hefur haft það á bakinu að Ingibjörg ætlar að fara fram á móti honum og því væntanlega erfitt að vinna með henni að stefnumótun o.flr. en það verður gaman að sjá hvað gerist í þessu máli.
Mér finnst Silfur Egils mjög vel heppnaður þáttur og gaman að horfa á hann þegar maður kemur því við (og Gunnlaugur Þór er ekki einn viðmælenda).
19:12   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Mynd

Var í smá tilraunamennsku í að taka andlitsmyndir í gærkvöldi eftir ferð Johnny Depp klúbbsins á Finding Neverland (Sonja var gestur með okkur Hjölla í bíóferðinni). Við Sonja fórum áður á hamborgarabúlluna sem er ansi góður staður verð ég að segja og skemmtileg stemming inni á þessum litla stað, minnir mann á lítinn stað í bretlandi eða eitthvað slíkt. Tekin með 35mm f/1.4L linsunni á f/1.6.
    
föstudagur, janúar 21, 2005
|
Skrifa ummæli
THS reikningadúllerí
Það er meira hvað maður getur dundað sér í Excel. Nú er ég búinn að vera að fara yfir reikninga THS síðan um 17:30 í dag og fylla inn í eyður og bæta skráningarkerfið og svona hitt og þetta dundur í þessu sambandi, enda eins gott að þetta passi nú allt saman. Ég komst t.d. að því að...tja...best að segja ekkert fyrr en eftir fundinn á morgunn.

best að kíkja á minn leik áður en ég fer heim. Púff þetta er Plymouth - Preston. Ekki auðveldur sá.
    
|
Skrifa ummæli
Bók
Var að panta mér bók á Amazon:

Auschwitz: A History in Photographs

Þetta er nokkuð stór og dýr bók með safni af myndum sem teknar voru af föngum í búðunum og einnig af bandamönnum þegar þeir náðu yfirhönd yfir búðunum ásamt nokkrum myndum frá því í dag.

Það er von á bókadómi frá mér fljótlega, en það er ekki nema 100 síðna bók.
    
Skrítið, ég er með rétta klukku í tölvunni minni.
13:55   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Office
Seinni jólaþátturinn af Office í gærkvöldi var ansi magnaður, á ekki orð yfir hvað þetta eru góðir þættir.
    
já þetta var helvíti fínn þáttur, verst að ég missti af fyrri þættinum
13:18   Blogger Hjörleifur 
fimmtudagur, janúar 20, 2005
|
Skrifa ummæli
Jæks
Klukkan orðin svona margt og ég ekki farinn heim. Hvað á þetta eiginlega að þýða að vinna svona eins og brjálæðingur (já ég var að vinna). En ég er amk orðinn helvíti svangur og ætla sko barasta bara að gera eitthvað í því hvað sem hver segir um það. En það var ekki enn búið að ganga frá breiðbandstengingunni í gær, eins og nágranninn sagðist ætla að gera svo ég er enn að nota blessaða vír herðatréið sem loftnet. Verst við að vera svona breiðbandslaus að ég hef þá bara ríkissjónvarpið til að horfa á þetta fær mann bara til að lesa meira, svo það er e.t.v. ekki alslæmt að vera svona hálf sjónvarpslaus.
    
|
Skrifa ummæli
Koffínfíkn
Caffeine is thought to act on the brain by blocking adenosine receptors. Adenosine, when bound to receptors of nerve cells, slows down nerve cell activity; this happens, among other times, during sleep. The caffeine molecule, being similar to adenosine, binds to the same receptors but doesn't cause the cells to slow down; instead, the caffeine blocks the receptors and thereby the adenosine action. The resulting increased nerve activity causes the release of the hormone epinephrine, which in turn leads to several effects such as higher heart rate, increased blood pressure, increased blood flow to muscles, decreased blood flow to the skin and inner organs, and release of glucose by the liver. In addition, caffeine, similar to amphetamines, increases the levels of the neurotransmitter dopamine in the brain.

Caffeine is quickly and completely removed from the brain and, unlike other CNS stimulants or alcohol, its effects are short lived. In many people, caffeine does not negatively affect concentration or higher mental functions, and hence caffeinated drinks are often consumed in the course of work.

Continued consumption of caffeine can lead to tolerance. Upon withdrawal, the body becomes oversensitive to adenosine, causing the blood pressure to drop dramatically, leading to headache and other symptoms. Recent studies suggest that caffeine intake (in coffee) may decrease the risk of developing Parkinson's disease, but additional study is needed.

Too much caffeine can lead to caffeine intoxication. The symptoms of this disorder are restlessness, nervousness, excitement, insomnia, flushed face, diuresis, and gastrointestinal complaints. They can occur in some people after as little as 250 mg per day. More than 1 g per day may result in muscle twitching, rambling flow of thought and speech, cardiac arrhythmia or tachycardia, and psychomotor agitation. Caffeine intoxication can lead to symptoms similar to panic disorder and generalized anxiety disorder. The LD50 is estimated to be about 192 mg/kg of body mass, or about 72 cups of coffee for an average adult, while the half life ranges from 3.5 to 100 hours. In adults the half life is generally around 5 hours. However contraceptive pills increase this to around 12 hours and for women over 3 months pregnant it varies from 10 to 18 hours.
    
Spurning að fara að skera kaffidrykkju sína niður, held ég standi í c.a. 5-6 bollum á dag og 0-1 bolli um helgar.
11:14   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Þreyttur
Í dag er ég þreyttur, virðist ekki ná einni eðlilegri svefnnótt þessa dagana. Ekki bætir það úr skák að koma heim úr fótbolta klukkan 12 að miðnætti.
    
miðvikudagur, janúar 19, 2005
|
Skrifa ummæli
Baghdad Diaries eftir Nuha Al-Radi
Ég keypti þessa bók á útsölu í haust á tæpar 900 krónur ef ég man rétt. Þetta er dagbók Nuha Al-Radi, íraskrar konu, sem hefst í fyrra stríði USA á Írak og fram að seinni árásum á Írak.

Þessi bók heillaði mig ekki mjög mikið því mér fannst hún sundurlaus og fann ég ekki mikið í henni sem höfðaði til mín. Oft er hún bara að segja frá hversdagslegum hlutum eins og hundinum sínum eða öðrum daglegum hlutum og fullt af vinum sínum og ættingjum sem ekkert eru kynntir fyrir lesendanum því þetta er jú dagbók.
Fyrsti þriðjungur bókarinnar segir frá þeim tíma sem fyrri árás Bandaríkjamanna á Írak stóð yfir, hvað líf almúgans var erfitt og miklar hörmungar. Eftir það stríð flutti hún frá Írak og þá verður dagbókin sundurlaus, oft líða nokkrir mánuðir á milli þess sem hún skrifar.
Hún er heldur ekkert mjög góður rithöfundur, bókin oft þurr og stundum leiðinleg þó hún eigi ágætis spretti. Ég ætla að hafa hérna eftir nokkuð skemmtilega dagbókarfærslu aftarlega í bókinni:

14-15 September
The Herald Tribune this weekend has an article about an Icelandic conceptiual artist, Hlyner Hallsson, invited to have an exhibition by the Chinati Foundation in Marfa, Texas. It consisted of four graffiti-style sentences in English and Spanish:
'The real axis of evil are Israel-USA and the UK';
'Ariel Sharon is the top terrorist';
'George W. Bush is an idiot';
'Iceland is Banana Republic No. 1.'
It caused such an uproar that they were threatening to close down the institute. He answared that he had read all these things in the newspapers and that everyone in the USA, everyday, says that George W. is and idiot. So he proposed a sequel. In the second and new part of the exhibition, he wrote:
'The axis of evil is North Korea, Iraq and Iran;'
'Osama Bin Laden is the top terrorist;'
'George W. Bush is a good leader;'
'Iceland is not a banana republic.'
He added, 'I just wrote now what people want to read.'


Höfundur er mjög harðorður í garð Bandaríkjamanna og gagnrýnir mikið árásir þeirra á Írak og bandarískan hugsunarhátt. Ég hugsa að hún sýni á ágætis hátt hvernig líf fólks var í stríðinu og eins þegar viðskiptabannið var við líði því þá hafði fólk engu úr að moða.

    
Fín grein, thumbs up.
09:46   Blogger Árni Hr. 

Bíddu ... afhverju dregur hún það til baka að Ísland sé bananalýðveldi?
10:08   Blogger Burkni 
|
Skrifa ummæli
Tilboð í íbúð
Við Sonja buðum í íbúðina í gær hálfri milljón undir uppsettu verði og það kom víst tilboð á uppsett verð á sama tíma (hvað sem er til í því) og við bökkuðum því útúr þessu og leitin heldur áfram. Ákveðin vonbrigði samt en svona er þetta bara.
    
Þið hafið ekki viljað henda tilboðinu upp um eina milljón og grípa íbúðina, milljón til eða frá í svona pakka hefur nú ekki úrslitaáhrif á greiðslubyrði er það.
13:02   Blogger Árni Hr. 

Gallinn við kerfið hérna á Íslandi er sá að maður veit aldrei hvenær fasteignasalar eru að segja satt um hvort annað tilboð hafi borist. Ég er ekki viss um að hann hafi verið að segja okkur satt um hitt tilboðið en það getur alveg verið ... ætla ekki að láta hann draga mig áfram heldur að bíða aðeins og sjá til. Ef íbúðin selst þá verður bara að hafa það.
13:36   Blogger Joi 

Voru ekki fleiri íbúðir lausar í blokkinni sem þig getið þá boðið í í staðin?
13:40   Blogger Hjörleifur 

Ja, engin íbúð sem hentar okkur held ég ... aðeins tvær aðrar á 1. hæð og þær eru ekki nægilega skemmtilegar og síðan eru íbúðir á 2. hæð sem við höfum ekki áhuga á.
13:42   Blogger Joi 

Áður en ég keypti íbúðina sem ég bý í núna bauð ég í aðra íbúð sem var í sölu hjá Hraunhamri (hafnfirsk fasteignasala). Ég kom með tilboð sem var aðeins undir uppsettu verði, skilaði því inn á fasteignasöluna klukkan hálf sex og átti það að gilda til fimm daginn eftir. Þegar fer að líða á næsta dag fer mig að lengja eftir svari og reyndi því að hringja í fasteignasalan en það var aldrei hægt að ná í hann, svo klukkan fimm hringir hann og seigir að einhver annar hafi boðið uppsett verð í íbúðina, en ef ég sé snöggur geti ég boðið hærra, en verði að flýta mér áður en hann gangi að hinu tilboðinu. Þetta fannst mér nú frekar undarlegt og leið eins og það væri verið að hafa mig að fífli og sagði fasteignasalanum að troða þessari íbúð upp í r..... (þessi íbúð hafði verið í sölu í nokkrar vikur).
16:04   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Árshátíðarnefnd
Jæja, það er orðið nokkuð ljóst að árshátíðarnefnd (Hjölli og Siggi) THS er ekki að standa sig og ekkert er að gerast í þeirra málum. Þeir fengu frest fram að síðasta tippfundi og ekki hefur heyrst múkk frá þeim um þessi mál. Ég hef því ákveðið að leysa upp nefndina og stofna hér með nýja nefnd sem samanstendur af mér og Árna. Við munum láta heyra í okkur innan skamms með dagskrá og dagsetningu.

Formaður
    
Ok
11:04   Blogger Hjörleifur 
þriðjudagur, janúar 18, 2005
|
Skrifa ummæli
Arcade Fire
Sú hljómsveit sem bloggarar hafa skrifað mest um á Internetinu heitir Arcade Fire og er ansi góð að mínu mati. Mæli með að menn kíki á hana!
    
|
Skrifa ummæli
Breiðbandið
Nú er ég að fara heim að tengjast umheiminum í sjónvarpsmálum. Breiðbandið er komið til að vera.

bæó
    
Dude!
19:42   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Íbúð
... við Sonja erum að fara að gera kauptilboð á eftir ...
    
Ég hlakka til að mæta í írskt kaffi og kleinur í nýju íbúðinni.
11:42   Blogger Hjörleifur 

Sjálfur hlakka ég mest til að sjá vélbyssuhreiðrið sem Jóhann hyggst innrétta í einu stofuhorninu ...
14:49   Blogger Burkni 
|
Skrifa ummæli
Tottenham
Það er nógu erfitt að halda með liði eins og Tottenham þessa síðustu og verstu, en að þeir skulu líka lenda í hverju dómarahneykslinu á eftir öðru er óafsakanlegt.

Á móti UTD misstu þeir sennilega 2 stig þar sem þetta var fullkomlega löglegt mark, en það sem verra var að þeir fengu á sig víti á móti Chelsea sem allir segja að hafi ekki átt að vera víti.

Já lífið hjá Tottenham manni er ekki auðvelt..
    
Það hefur alltaf verið erfitt að halda með Tottenham og mun alltaf verða erfitt. Þessir erfiðleikar eru komnir til að vera og menn verða bara að læra að lifa með þeim.
11:39   Blogger Hjörleifur 

Jafn erfitt og West Ham!
12:35   Blogger Joi 

Ég mun nú samt ekki skipta um lið eins og aðrir hafa gert, nudge nudge, hint hint
13:37   Blogger Árni Hr. 

Mitt lið er og verður Tottenham, þó maður hafi lið nr. 2 sem vara þá er ekkert að því.
Held að ekki sé hægt að bera það saman þegar maður hættir að halda með lélegu liði og svissar í besta liðið..:)
14:58   Blogger Árni Hr. 
mánudagur, janúar 17, 2005
|
Skrifa ummæli
Perlan 2004


Setti inn nokkrar myndir frá árlegu jólahlaðborði okkar félaganna í Perlunni .... Check it!
    
|
Skrifa ummæli
Google
Sá í 60 Minutes í gærkvöldi þátt um Google veldið, mjög merkilegt að sjá hvað þeir eru búnir að gera og sérstaklega hvert þeir stefna. Þeir eru að sjálfsögðu með leitarvélina frægu, en einnig eru þeir með svolítið sem heitir Desktop Google sem ég hef notað undanfarið og er alger snilld í svona stóru fyrirtæki eins og ég er hjá. Meira að segja Microsoft eru búnir að búa til samskonar leitarvél til að sporna við Google. Núna eru um 3000 manns sem vinna þar og er enn svona smá fyrirtækja fílingur þarna hjá þeim, mjög flott að sjá.
En það sem var nú merkilegast fannst mér var hvert menn eru að stefna, notkun gervihnatta sem leitarvélar í gegnum GSM síma. Leitarvélar á hreyfimyndum og sjónvarpi osfrv, þeir eru með vél sem kemur til með skanna inn allar bækur í Oxford og Stanford og þá komum við til með að geta lesið og leitað í öllum bókum. Einnig er talað um að mögulega verður hægt að þýða greinar þar sem netið er þegar með það mikið af upplýsingum að hægt sé að þýða heilu greinarnar þar inni.

Einnig var talað um að Google hefur aldrei verið í beinni samkeppni við Microsoft, en nú er Microsoft farið að snúa sér að Google þar sem þeir eru nú farnir að vinna aðeins inn á þeirra svið með tæki eins og Desktop Google.

Ef þessi grein hafi verið smá incoherent þá er það vegna þess að ég var að horfa á Guðna Bergs um leið...
    
Já, ég hef mikla trú á því að Google verði mjög stórt fyrirtæki á næstu árum og Microsoft má fara að passa sig því Google er að fikra sig í ýmsar áttir!
12:35   Blogger Joi 

Ég held nú samt að hættan sé að Microsoft valti yfir þá, mjög mikilvægt að þeir haldi sér í sama geiranum, því um leið og þeir fara að dreifa sér þá munu þeir tapa að mínu mati.
En þeir eru bestir í leitargeiranum og eiga að halda sér í því, þá eru þeir heldur ekki að troða MS um tær of mikið.
13:37   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Hátíðarfundur og pöbbarölt
Best að skella inn nokkrum línum um hátíðarfund MOBS (Meteorological Office Beer Society).
En hann hófst að venju klukkan 17:00 annan föstudag janúarmánuðar og var haldinn að þessu sinni í Skólabæ. Um klukkan 18 hófust vejubundin hátíðarfundarstörf, en þar er m.a. farið yfir peningamálin og svo skoðuð töluleg úttekt á neyslu fundargagna síðastliðið ár. Einnig voru tónlistaratriði, en innan félagsins er hámentað tónlistarfólk og að þessu sinni var boðið upp á píanóleik og voru 2 verk flutt og var spilað fjórhent. Að loknum tónlistaratriðum var haldið til borðs og snæddur kvöldverður og er ekki annað hægt að segja um hann, nema að hann hafi verið frábær, en meðal þess sem boðið var upp á voru smokkfiskar. Þeir sem hafa smakkað smokkfisk og fundist hann bara hafa verið eins og að éta gúmmí, vita ekkert um það hvernig góður smokkfiskur bragðast, en þetta var gjörólíkt og var hann mjúkur og góður og einnig var bragðið af honum mjög gott, enda er kokkurinn vanur að elda smokkfisk á marga vegu. En nóg um mat. Nú var ekkert eftir nema að slappa af og neyta fundargagna til miðnættis, en þá þurftum við að fara út úr húsinu.

Fólk kom sér saman um að byrja bara á því að skella sér á Vínbarinn, enda var það næsti staður sem hægt var að fara á. Ég ákveð að vera svolítið skynsamur og skrapp á salernið áður en ég fór út, en þá var fólk svona að ganga út úr dyrum. Er ég kom út þá var ég einn eftir ásamt konunni sem að vann á staðnum (fylgdi leigunni á salnum), en svo sá ég að fólkið var nú ekki komið mjög langt á undan mér og náði ég bara aftasta manni og rölti með honum áleiðis.
Þegar við áttum um ca 200m á staðinn þá ákvað hann að skreppa aðeins út í sjoppu og ætlaði bara að hitta okkur á staðnum. Ég greikkaði því sporið og náði næstu 2 og nú var meginhópurinn ekki mjög langt frá. Svo komum við að Vínbarnum og þá kom í ljós að þau 2 sem ég rölti með voru bara á leiðinni heim, við spjölluðum því lítið eitt og kvöddumst, en ég fór inn.
Þegar inn var komið þá var þar bara enginn sem ég þekkti. Hmmmm....hvert fóru allir eiginlega. Ég dríf mig út, en sé engann, er ég nú doldið hissa á þessu því þau voru nú ekki langt undann. Ég álykta því sem svo að þau hafi bara farið á næsta pöbb, sem er kaffibarinn og rölti ég nú þangað. En þar fór á sömuleið á þeim staðnum.

Ég dey nú ekki ráðalaus og ákveð þá bara að hringja í einhver í hópnum. Sá fyrsti var með slökkt á símanum og sá næsti líka. Ég prófa að hringja í símaskránna og reyni að fá upp númerin hjá einhverjum öðrum, en þá eru einhverjir bara ekki í skránni, en svo var svarað. Þá var það kokkurinn, en hún var ekkert í hópnum og maðurinn hennar var ekki með símann á sér þar sem að hann var bilaður.
Á meðan ég er að þessu símaveseni þá rölti ég inn á Dubliners, þar sem að mér þótti það nú líka líklegur staður, en þar var enginn. En þegar ég var að ræða við kokkinn þá datt henni í hug að þau hefðu kannski farið á Næsta bar og fannst mér það nú ágætis hugmynd, enda höfum við oft farið þangað. Ég rölti þí á Næsta bar (sem var þó ekkert voðalega mikið næsti bar).
Það var nú bara stutt heimsókn þar, þar sem að þau voru ekki þar.
Og þar sem að fólk getur ekki álpast til að vera í skránni þá hringdi ég bara í vinnuna og fékk númer þar hjá einum í hópnum. Hann svaraði, loksins hugsaði ég, nú er þessu rölti lokið. En hann var þá bara líka farinn heim (og ég sennilegast að vekja hann, en fæ nú samt ekkert slæmt samviskubit, enda farinn að herðast eftir mikið Black Adder áhorf að undanförnu).

Nú fara góð ráð að verða dýr. Þar sem að ég var nú búinn að rölta þetta þennan tíma þá ætlaði ég nú ekki að fara að gefast upp á leitinni. Næstu líklegu staðir voru því teknir út með sama árangri og áður, en það voru Grandrokk, Celtic Cross og Nellies.

Hmm...Nú eru góð ráð orðin það dýr að ég hef bara ekki efni þá þeim lengur, en prófa samt að hringja aftur í einn hópmeðlim. Jibbí hann svaraði, en hann var á leiðinni heim. En hann var nú bara tiltölulega ný lagður af stað svo hann gat leiðbeint mér á staðinn sem þau voru á og þó að ég hefði gengið alla nóttina hefði ég aldrei fundið þau án leiðsagnar.

Þau höfðu farið á Litla ljóta andarungann. Ég vissi ekki einusinni að það væri opið þarna svona langt fameftir.

Þegar ég geng inn, enn að tala í símann, kom fólk auga á mig og svo fóru þau öll að klappa, en þau höfðu verið frekar hissa á því að ég skuli ekki hafa komið með þeim á staðinn, þar sem að ég talaði um það rétt áður en við fórum út að ég ætaði með (ég var bara doldið hissa á því að það hafi enginn hringt í mig þar sem að planinu hafi verið breytt og þar að auki sá fólk úr hópnum mig fyrir utan vínbarinn, en hvað um það ég var amk kominn).

Þetta pöbbarölt tók mig á annan klukkutíma og er þetta sennilegasta mesta pöbbarölt sem ég hef farið á án þess að kaupa mér svo mikið sem einn einasta drykk (ekki einusinni vatnsglas)
    
Já, Black Adder er góður!
12:34   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Kæra dagbók ...
... helgin var alveg ágæt hjá mér en ég er ennþá frekar þreyttur eftir flúbbið á laugardaginn. Á föstudagskvöldið fórum við Sonja í göngutúr kl. 17.30 og gengum framhjá væntanlegri íbúð okkar í Suðurhlíð og endaði þetta í 2,5 klst göngutúr. Mamma Sonju náði síðan í okkur og skutlaði okkur í Nóatún þar sem keyptir voru hamborgarar sem við þrjú borðuðum síðan um 22 leitið um kvöldið og síðan var horft á dvd mynd sem Sonja fékk að velja.
Á laugardaginn vaknaði ég kl. 8:30 og fékk mér smá morgunmat og fór síðan aftur upp í rúm (trikk til þess að losna við hausverk) og svaf ég til kl. 11 og vaknaði þá án þess að fá minn vikulega hausverk, þannig að þetta trikk virðist virka nokkuð vel. Við strákarnir hittumst síðan á Players og var þar tippað og síðan horft á 3 leiki í röð. Eftir það var haldið í Öskjuhlíð (Árni með viðkomu heima hjá sér) og þar teknir nokkrir leikir og síðan var kíkt á Rex þar sem allt þotuliðið var (Eiður Smári, Hemmi Hreiðars, 70 mínútna gengið, Logi Bergmann og kona hans, Tóti Samskipari o.flr.).
Sunnudagurinn var erfiður framan af enda voru við lengi að og við Sonja fórum upp á Kjalarnes kl. 14 leitið í afmælisboð og um kvöldið aðstoðaði Pabbi hennar mig við að skipta um bremsuklossa en það gekk ekki vel því Bílanaust lét mig fá ranga klossa og því gistum við uppfrá í nótt og fengum far með systir Sonju í morgun.
Tennis í kvöld þar sem verða fullskipuð lið í fyrsta skipti í langan tíma.
    
Ég tek undir það að sunnudagurinn var frekar erfiður, en ég er nú allmiklu hressari í dag. Þetta var mjög góður dagur og féllum við vel í kramið á Rex með þotuliðinu...
Ég hefði nú viljað vita hvaða DVD mynd þetta var Jóhann.
15:55   Blogger Árni Hr. 

Laws of Attraction hét hún og var rómantísk gamanmynd/drama með James Bond í aðalhlutverki - Sonju fannst hún ágæt en mér fannst hún ekki nógu góð.
15:57   Blogger Joi 

Já, ég sagði það!
16:45   Blogger Joi 
föstudagur, janúar 14, 2005
|
Skrifa ummæli
Laugardagur
Hvenær er mæting á morgun - minni á að við þurfum að klára að tippa áður en fyrsti leikur hefst...
    
Hvenær byrja leikirnir? Er ekki ágætt að mæta bara 12:15 eins og við höfum gert undanfarið? Hafa menn almennt úthald í 3 leiki í röð?
16:43   Blogger Joi 

Þar sem fyrsti leikurinn byrjar 12.30 og er enginn smá leikur þá held ég að best væri að mæta svona 11.45-12.00 til að ná toppsæti.
Já ég ætla amk að horfa á alla leikina - eru menn að bakka út :)
16:45   Blogger Árni Hr. 

Neinei, ég er ekkert að bakka út - ég er bara að reyna að fá ykkur stráklingana til að gera ykkur grein fyrir hvað er fyrir höndum ;-)
Ok, mætum 11:45 ... er PP búinn að beila ?
16:47   Blogger Joi 

já hvar er PP, maður heyrir ekkert frá honum, ég reikna nú með að verði með í fyrsta leiknum og tippinu, amk fyrsta hálfleiknum.
Annars ef menn þreytast eftir langa setu þá pökkum við bara saman og höldum til okkar heimahaga - sjáum hvernig leikirnir þróast líka.
16:50   Blogger Árni Hr. 

En hvað gerist ef við "get to excided" og endum haugafullir á einhverri knæpu með öl í höndinni og hlustandi á graðhestarokk? Hvað gerum við þá?
16:52   Blogger Joi 

Verðum við ekki bara að hafa Hjöllann okkar til að hafa hemil á veislunni...
16:54   Blogger Árni Hr. 

Annars á nú PP að boða fund - ætli hann hafi gleymt því?
16:56   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
www.luminous-landscape.com
Þessi síða er ansi góð fyrir þá sem hafa áhuga á ljósmyndun (eins og t.d. Hjölli) og vilja lesa skemmtilegar og vandaðar greinar sem eru ekki fyrir algjöra byrjendur (eins og t.d. Sigga). Þarna efst á síðunni eru Combo-box með allskonar valmöguleikum þar sem hægt er að lesa skemmtilegar greinar. Ég fékk senda 6 dvd diskar frá þessum köppum fyrir skömmu og ætla ég að borga með því að splæsa bjór og ákavíta á þá þegar þeir koma næst til Íslands. Þessir dvd diskar koma reglulega út (3ja mánaða fresti eða mánaðarlega, man það ekki alveg) og fjalla um ljósmyndun frá mörgum hliðum og er t.d. sýnt frá ferðum eins og til Íslands. Áhugasamir geta samið við mig um að fá þá lánaða við tækifæri en Hjölli ætlar fyrst að fá þá lánaða.
Hérna er stutt myndbrot frá einni ferð þeirra til Íslands sem er á einum disknum og þar segir frá því hvað maður þarf stundum að vera fljótur til að ná rétta augnablikinu:

Stutt vidjó
    
|
Skrifa ummæli
?

    
Þetta er einhver úr vinnunni. Hmmm... þetta er erfitt, því það eru svo margir alltaf í einhverju líkamsræktar-át-tökum (sem er blanda af hreyfingu og áti i hæfilegu magni) á þessum vinnustað, en ég mundi halda að þetta væri þá Pálmi.
10:13   Blogger Hjörleifur 

Tja, þú ert tvisvar í viku í fótbolta og svo spilarðu golf!
11:09   Blogger Hjörleifur 
fimmtudagur, janúar 13, 2005
|
Skrifa ummæli
meira ruglið
Það er meira hvað tíminn flýgur, klukkan að verða miðnætti og ég að leika mér á netinu og hlusta á útvarpið. Jæja, þetta gengur nú ekki lengur og best að koma sér heim.
    
|
Skrifa ummæli
Office
Fyrri jólaþátturinn af Office er í kvöld kl. 22:20, allir að horfa á þessa snilld!
    
Nei, svosem ekki - þetta gerist nokkrum árum eftir hina þættina þegar aðalgaurinn er orðinn nokkuð þekktur í UK fyrir veruleikastjónvarpið frá vinnustaðnum og er í málaferlum við fyrirtækið fyrir ólöglega uppsögn en kemur samt reglulega í heimsókn mfkaaaaaaaaaaa.
14:48   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Myndavél
Lítur út fyrir að ég fái loksins 20D vélina í dag eftir 2ja mánaða viðgerð hjá Beco. Þeir náðu að stilla fókusinn og síðan reyndist 35 1.4L linsan líka vera með afbakaðan fókus og töldu þeir að þeir gætu lagað hana líka. Núna er bara að sjá hvort ábyrgðaskírteinin haldi ekki ... vona það.
    
Búinn að fá allt úr viðgerð, ábyrgðin á vélinni (frá Amsterdam) coveraði viðgerðina en hinsvegar var linsan ekki í ábyrgð enda keypt í USA og sú viðgerð kostaði 14þ krónur ... ég er nokkuð sáttur og veit núna að allt er í 100% lagi.
14:43   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
X-mas 2005
Já, það virðast vera miklar sviptingar á útvarpsmarkaðnum hjá Norðurljósum og hlutirnir gerast hratt. Í gær tilkynntu Tvíhöfðinn minn að þeir væru að hætta en það yrðu nokkrir þættir í viðbót. Kl. 21 í gærkvöldi var síðan slökkt á X-inu, Stjörnunni og Skonrokk þannig að Tvíhöfði virðist vera allur.
Verra mál er hinsvegar að Halti Björn og félagar hans fá að hafa þátt á Sýn en það góða er að ég er ekki með Sýn og líkurnar minnka á því að ég fái mér þá stöð.
    
Já hvaða rugl er þetta - trúi því ekki að ekki sé hægt að reka útvarpsstöðvar sem ekki spila froðupopp eða eru fyrir eldri en 70 ára.
Mér skilst nú reyndar að Jóhann komi nú ekki til með að sakna þeirra mikið, var hann ekki alveg búinn að svissa yfir í Rás 2 og gufuna.
14:25   Blogger Árni Hr. 

Jú, rétt - ég sakna þeirra ekki mikið, vona bara að Bylgjan hætti líka!
14:44   Blogger Joi 
miðvikudagur, janúar 12, 2005
|
Skrifa ummæli
Blogg
Ég las um daginn að starfsmenn geta verið reknir frá fyrirtæki sínu ef þeir skrifa eitthvað "slæmt" um það á bloggið.
Þ.a. nú get ég ekki sett fram fleiri hernaðarleyndarmál á bloggið þar sem ég gæti lent í því að vera rekinn héðann.
Spurning hvort maður þurfi að lesa í gegnum alla póstana...
    
|
Skrifa ummæli
Steypa
Þar sem sjónvarpsmyndavélar verða ekki leyfðar í salnum þegar réttarhöldin yfir Michael Jackson fara fram ætla breskar og bandarískar sjónvarpsstöðvar að setja réttarhaldið á svið og leika daglega það sem fram fer. Verða leikarar ráðnir til að fara með hlutverk í réttarhaldinu en notast verður við handrit ritara í réttarsal.
Er þetta svona merkilegt?
    
Þetta er ekki spurning um merkilegheit, heldur vinsældir og svona ruslsjónvarpsefni (já og meina það, ruslsjónvarpsefni) verður eflaust mjög vinsælt og á eftir að raka inn peningum (spurning hvort að kallinn fái ekki prósentur af þessu sem hann getur svon notað til að borga lögfræðikostnaðinn)
17:56   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Leikmenn United á þessari leiktíð
Ég hef ákveðið að gera smá samantekt á því hvernig lykilleikmenn United hafa staðið sig á leiktíðinni:

Howard
Hefur ekkert fengið að spila að ráði en ég tel hann besta markmann sem United hefur upp á að bjóða í dag og framtíðarmarkmaður liðsins.

Carroll
Hefur staðið sig sæmilega en þetta er ekkert spes markmaður og sennilega 15 markmenn í úrvalsdeildinni sem eru betri. Hefur gert 2 stór mistök og ég vill hann út.

Neville
Hefur ekki verið áberandi vegna veikinda.

P. Neville
Hin Neville systirin hefur staðið sig ágætlega og er traustur leikmaður.

Heinze
Leikmaður tímabilsins hjá United að mínu mati, ótrúlega sterkur og öflugur leikmaður - frábær kaup.

Ferdinand
Hefur staðið sig mjög vel og er klettur í vörninni.

Brown
Hefur sýnt góða takta þegar hann er inná en virðist skorta smá einbeitningu og gerir ennþá of mörg mistök.

O'Shea
Hefur verið skugginn af sjálfum sér miðað við síðustu leiktíð.

Silvestre
Oftast er hann frábær en virðist gera 1-2 mistök í leik sem menn mega ekki leyfa sér í þessum flokki.

Ronaldo
Fyrri hluta leiktíðar var hann besti maður liðsins og var nánast alltaf maður leiksins, hefur verið frekar slappur undanfarið og skorar ekki nægilega mörg mörk. Frábær skemmtun að horfa á þennan listamann.

Giggs
Er í fanta formi og hefur ekki spilað jafn vel í fjölda ára. Er meiddur núna en er algjör lykilmaður fyrir liðið.

Kleberson
Hefur ekkert sýnt.

Keane
Kletturinn hefur verið frábær á þessari leiktíð og hefur sjaldan verið sterkari.

Miller
Veit ekki alveg af hverju þessi leikmaður var keyptur (var reyndar ókeypis) því hann hefur verið mjög slakur í öll þau skipti sem ég hef séð hann leika.

Scholes
Frábær leikmaður sem hefur verið í frábæru formi á þessari leiktíð - er lykilmaður og drifkrafturinn á miðjunni í sóknaruppbyggingu.

Djemba-Djemba
Hann var Djemba-Djemba góður á síðasta tímabili en nú er hann varla Djemba góður. Hélt að þetta væri mikið efni en nú er ég ekki lengur jafn viss - virðist ekki ná sér upp úr meðalmennskunni þó að ég hafi trú á að hann eigi að vera langt yfir meðallagi og jafnvel í heimsklassa.

Fletcher
Ekkert spennandi að mínu mati og er svipaður og P. Neville en hefur átt sæmilega leiki.

Fortune
Ansi góður á vinstri kantinum en er of oft meiddur.

Rooney
Hefur ekki alveg staðið undir væntingum en þegar hann er góður þá er hann GÓÐUR ... þarf bara að vera oftar. Þarf líka að læra að hafa stjórn á skapi sínu því hann hefur oft verið í vandræðum með það á vellinum. Það er reyndar skapið sem gerir hann að þessum leikmanni en hann þarf að læra að beita því rétt.

Saha
Hefur verið ágætur þegar hann hefur verið með en hann hefur lítið spilað vegna meiðsla.

Nistelrooy
Spilað nokkra leiki og var góður í þeim (sérstaklega í evrópukeppninni þar sem hann virðist ætla að slá öll met) en er í erfiðum meiðslum.

Bellion
Getur hlaupið hratt en lítið meira en það.

Smith
Nauti í flagi og frábært að horfa á baráttuna í honum - hefur átt góða leiktíð og er frábær liðsmaður.
    
Í fljótu bragði segi ég:
Góður: Ferdinand, Heinze, Giggs, Scholes, Nistelrude og Smith
hvorki né: keane, Howard, Neville systurnar, Brown, Silvestre, Fletcher og Fortun - margir hafa ekki getað sýnt mikið sökum meiðsla og eru því á þessum lista aðrir finnst mér ekki hafa staðið sig.
undir væntingum: Carroll, Miller, Kleberson, Djembax2, Saha, Rooney
Tek fram að mér finst Heinze hafa komið mest á óvart ásamt Ferdinand, en það er vegna þess að ég vissi að hann var góður en hann er bara helvíti góður..

Ronaldo tók góða spretti fyrst en er ekki nógu stabíll
Bellion - ha ha ha ha ha ha ha
17:22   Blogger Árni Hr. 

Get ekki sagt að ég sé sammála eða ósammála, þar sem ég hef ekki hundsvit á efninu. Hins vegar finnst mér þessi pistill afar fræðandi og býst við samsvarandi umfjöllun um öll hin liðin í ensku úrvalsdeildinni, ágætt væri að taka t.d. WBA fyrir næst!
09:01   Blogger Burkni 
|
Skrifa ummæli
Ske - Feelings are great
Svona til að byrja með er hægt að segja að þessi diskur sé nú beint framhald af hinum disknum, ekki finnst mér mikill munur á þessum diskum, ekki mikil þróun í raun. En mér fannst hinn diskurinn góður og því get ég ekki kvartað yfir disknum sjálfum, mjög skemmtilegur til áheyrnar. Hápunktar disksins eru að mínu mati lög eins og:
1. Beautiful flowers sem Ragnheiður Gröndal syngur í smá duói,
2. Girl at Work ? einnig RG, kannski vegna þess að ég er svolítið skotinn í þessari rödd, svona hrjúf kvenmannsrödd, djössuð.
3. Standing ? létt og skemmtilegt lag, er í miklum Stranglers anda, svona léttari Stranglers útgáfan sbr Golden Brown ofl. Einnig er þetta skemmtilega taktmikið, þ.e. maður finnur löppina fara af stað þegar maður hlustar á lagið (la la la er dead giveaway).
4. Happy in a sad way ? ljúft lag, snertir það litla af hjartanu sem ekki er orðið steinrunnið. Gítartónarnir eru ansi flottir í þessu lagi, svona fínni útgáfa af Albatross tónunum sem komu frá Fleetwood Mac 1970 eða þar um bil. Þó finnst mér seinni hluti lagsins aðeins deyja út.
5. Lokalagið Vagga er einnig mjög skemmtilegt lag, fyrri hluti lagsins er svona rólegur instrumental lag með elektrónísku ívafi, skemmtileg tilbreyting en mér skilst nefnilega að Ske vilji nota elektróník meira á hljómleikum á næstunni. Seinni hluti lagsin kemur svo skemmtilega inn með smá ?rokki? og enn er þetta instrumental. Að mínu mati mjög sterkt lag, vel gert og alger óþarfi að hafa söng með þó að söngurinn hjá Ske sé nú einmitt eitt af því sem einkennir hana og þetta mjúka sound.

Ég veit að mörg önnur lög á disknum eru góð, Julietta 4 er alveg í anda hinna Juliettanna og er skemmtilegt lag og er svo sem ekkert lag slakt á þessum disk. Þau halda greinilega áfram ótrauð og hafa þau alveg mjög einkennandi hljóm sem ég er gríðarlega ánægður með, en oft er erfitt að fylgja á eftir meistaraverki og tel ég að vissu leyti að það sé að trufla hér, sérstaklega mig sem gagnrýnanda þar sem ég ber þetta alltaf við fyrri disk.

Lokaniðurstaða er 4 stjörnur af 5 og er ég enn stoltur af því að íslendingar geta verið svona fjölbreyttir í öllu sem þeir gera, þ.e. semja tónlist sem er að mínu mati á heimsmælikvarða.
    
Já, ég er einmitt að hlusta á plötuna núna.
Er að flestu leiti sammála þessum dóm, við vissum að það yrði erfitt að fylgja fyrri plötunni eftir því að hún var ekki aðeins frábær heldur kom líka með ferska strauma og hljómsveitin hafði líklegast verið að vinna þessi lög í mörg ár áður en þeir gáfu þetta út. Þessi nýja plata er fínt framhald og þeir eru áfram með sitt sound sem er mjög gott en þó líklegast ekki alveg jafn sterk og sú fyrri en samt mjög sterkt framhald. Ég gef henni líka 4 stjörnur og þetta er á heimsmælikvarða.
10:57   Blogger Joi 

Hvað er eiginlega í kaffinu hjá AGR í dag, bæði Jóhann og PP eru búnir að vera sammála mér í dag. En eins og margir vita þá erum við JG oftast ósammála um hlutina og til að mynda þá sagði ég nú við hann og Hjölla í gær að ég myndi nú sennilega halda með UTD í kvöld á móti Chelski, þá svaraði Jóhann strax, "já ég held með Chelski".
12:55   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Tvíhöfðinn minn
Jæja, Tvíhöfði var að tilkynna áðan að þátturinn er að hætta og aðeins nokkrir þættir eftir. Ég var einmitt að segja við Pálma og Burkna í hádeginu í gær að þeir væru orðnir þreyttir og þyrftu að fara að hætta þessu og þeir hafa sennilega heyrt í mér. Þeir vita ekki hvað þeir eru að fara að gera en sögðu að það gæti verið að þeir færu í önnur verkefni innan Norðurljósa.
    
Já ég er alveg sammála því að það sé kominn tími á þá, að mínu mati verða þeir að taka þetta í styttri "campaignum" þar sem menn fá stundum leið á þessu. Ef þeir myndu taka sér reglulega frí þá væri einfaldara að koma aftur. Fáum við þá Freysa klikk aftur á morgnanna.
09:34   Blogger Árni Hr. 

Úff campaign ...
15:51   Blogger Burkni 
|
Skrifa ummæli
Chelski vs. United
Lítur út að Chelski verði með mun sterkara lið í kvöld en United:

Hér eru hópar liðanna fyrir leikinn í kvöld:
Chelsea: Cech, Cudicini, Johnson, Ferreira, Gallas, Terry, Lampard,Smertin, Jarosik, Cole, Geremi, Tiago, Kezman, Eiður Smári, Drogba, Duff,Makelele, Morais, Watt.
Man Utd: Howard, Ricardo, P Neville, O'Shea, Brown, Fortune, Pique, Spector, Fletcher, Djemba-Djemba, Miller, Ronaldo, Richardson, Scholes, Jones, Eagles, Rooney, Saha, Bellion.
    
Ég held að nú sé tími Ferguson kominn, hvers konar framkvæmdarstjóri er hann, ef hann lætur valta yfir sig í kvöld þá dreg ég í efa hans ákvarðanir, eins og Jóhann sagði um daginn þá getur það ekki verið gott fyrir sjálfstraustið að gera jafntefli við Exeter og skíta svo á sig á móti Chelski. Þessi leikur má tapast með einu marki og þá myndi ég segja að utd komi út sem sigurvegarar kvöldsins. En í þetta sinn vil ég leggja ábyrgðina í skaut Sir Ferguson....
09:36   Blogger Árni Hr. 

Já, ég er að mörgu leiti sammála, veit ekki alveg hvað honum gengur til en hann sagði reyndar í byrjun að hann myndi láta óreyndari leikmenn klára þessa keppni og hann ætlar sér greinilega að standa við það. Það væri hinsvegar mjög slæmt að láta Chelski valta yfir óreyndari leikmenn og slæmt fyrir sjálfstraustið - sjáum til hvort Fergi viti hvað hann er að gera, a.m.k. verður þetta spennandi.
09:38   Blogger Joi 
þriðjudagur, janúar 11, 2005
|
Skrifa ummæli
Nefndarstörf
Ég sem formaður tippklúbbsins hef átt nokkra óformlega fundi með félagsmönnum og skynja mikla óánægju með störf nefndarmanna í árshátíðarnefnd. Hafa fjölmargir menn hreinlega viljað að ég leysi upp nefndina og skipi nýja en ég held að það sé í þágu klúbbsins að leyfa þessari nefnd að klára þetta verkefni í staðin fyrir að skipta þeim alveg út. Hvað finnst mönnum um það?
Ég lét nefndina líka taka að sér skipulagningu á föstudagstippklúbbum sem grasrótarhreyfing innan klúbbsins bað um og er hugmyndin að hittast í 6. hvert skipti á föstudagskvöldi og tippa og kíkja í krús og kannski pool Ég held að nefndarmenn ættu að hafa einhverjar tillögur um báða liði á næsta fundi.

Kveðja,
Formaður
    
|
Skrifa ummæli
Erfiður morgunn
Þegar ég vaknaði um morguninn
er kisa kom inn til mín
hörundið eins og teppi
og andlitið eins og teppalím

En þannig var það nú ekki alveg, en hljómaði bara betur svoleiðis. En ég upplifði það að líkaminn er greinilega ekki alveg kominn í eðlilegt form, því þegar ég stóð upp og gekk 2 skref og var í því þriðja, þá fékk ég aðsvif og bara datt kylliflatur og lenti ofaná óhreinatauskörfunni. Ég áttaði mig ekki alveg strax á þessu, en þegar ég stóð upp aftur, þá var ég að drepast í bakinu, en ég hruflaði mig töluvert við þetta og svo fór mig að svíða mjög mikið og þegar ég kíkti í spegilinn var þetta töluvert meira en ég hélt í fyrstu. ég lagði mig bara aftur og jafnaði mig á þessu í smá stund því ég var alveg að drepast í þessu.
Nokkrum mínútum síðar fór ég í fyrstuhjálparkassann, en í honum voru allskonar sárabindi fyrir stærri sár og tók ég það næst stærsta sem er u.þ.b. 15x30 cm breið grisja með rúmlega meters löngu sárabindi útfrá og setti þetta yfir sárið, enda var farið að blæða aðeins úr þessu. Grisjan náði næstum því að hylja þetta alveg og mun betra að hafa þetta á sér og örugglega líka betra að hafa þetta til að minnka sýkingu, enda örugglega ekkert gott að hafa bara bolinn beint á þessu.

Ég finnn enn sviða í þessu og verð að vera frekar beinn í baki og ekkert snúa upp á mig eða teygja mig neitt mikið.

    
mánudagur, janúar 10, 2005
|
Skrifa ummæli
Brot úr samræðum
18:12:41] Hjölli (bah) segir:
já og hitler var ekkert að reyna að vera vondur, bara misskilinn
[18:12:47] Árni Hr. segir:
enda ætla ég ekki að rökræða þetta meira - bara svona þannig að þetta sé ekki einstefna
[18:12:53] Árni Hr. segir:
þetta var GJÖRNINGUR!!!!
[18:12:57] Árni Hr. segir:
hjá Hilla
[18:12:57] Hjölli (bah) segir:
einmitt
[18:13:02] Hjölli (bah) segir:
eða dolla
[18:13:12] Árni Hr. segir:
ja
[18:13:51] Hjölli (bah) segir:
eftir 100 ár munu krakkar svara spurningum um þá og þá verður til nafnið Saddam Hitler sem boðaði kommúnismann
    
Jahá.
20:52   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Hmmm
Hvaða þátt ætli sé verið að auglýsa með þessari mynd.


    
|
Skrifa ummæli
Skilaboð frá yfirgagnrýnanda
Siggi says:
Sko ef ég hefði áhuga á að vera að lesa bókadóma daginn út og daginn inn þá mundi ég kaupa Tímarit Máls og Menningar en ekki vera að lesa þessa blöggsíðu
Siggi says:
viltu hætt þessum djöfulsins bókadómum og fara að blögga eins og maður
Siggi says:
andskotinn hafi það
Siggi says:
Það er eins og að vera kennari í 6 ára bekk að vera að gagnrýna þessa síðu en ekki eins og maður sé að leiðbeina fullorðnum mönnum
Jói says:
Er þetta ekki ágætis lesning að hafa smá umsagnir ?
Siggi says:
ekki ef það er á kostnað góðs blöggs
    
Sjá nánar á www.siggi_yfirtudari.blogspot.com
13:03   Blogger Burkni 
|
Skrifa ummæli
State of Fear
Bókadómur eftir Burkna gestagagnrýnanda:


Bókarýni: State of Fear eftir Michael Crichton

Höfundur ætti að vera flestum að góðu kunnur, en hann hefur skrifað bækur á borð við Júragarðinn, Congo, Sphere og Lestarránið Mikla. Í seinni tíð hafa komið frá honum stórgóð ritverk eins og TimeLine og Prey. Hann má að ósekju teljast einn fremsti vísindaskáldsagnahöfundur samtímans (ef ekki allra tíma) því yfirleitt tekur hann yfir eitthvert fræðasvið og gerir því góð skil með nýjum heimildum og grípandi atburðarás. Persónusköpunin og tilfinningablæbrigðin eru kannski ekki alveg á borð við það sem rómantísku meistarar 19.aldar hripuðu á bókfell, en það er heldur ekki það sem sóst er eftir í svona sögum.

Söguþráðurinn er þannig úr garði gerður að afar litlu er hægt að ljóstra upp án þess að skemma fyrir tilvonandi lesendum. Sögusviðið er með því breiðara sem gerist, nær frá Suðurskauti í suðri til Íslands í norðri. Bókarkápan ljóstrar aðeins upp nokkrum atburðum sem eiga sér stað í ólíkum heimshornum:
  • eðlisfræðingur deyr eftir náin kynni við fagra konu í París
  • neðansjávarkafbátur er leigður í Vancouver
  • kröftug hljóðbylgjutæki eru keypt í Kuala Lumpur
Við þetta er ekki mörgu að bæta, öðru en eftirfarandi:
  • Rauði þráðurinn í bókinni er "global warming" (ísl. heimshlýnun?)
  • Ógnin í bókinni stafar af umhverfishryðjuverkamönnum
  • Titill bókar vísar til þess hræðsluástands sem leiðtogum ríkja hættir til að reyna að skapa til að þegnarnir láti betur að stjórn. Ekki ósvipað og Michael Moore veltir upp í 'Bowling for Columbine'.
Á heildina litið er um spennandi og mjög áhugaverða lesningu að ræða. Eins og venjulega getur maður gert ráð fyrir að höfundur sé með mjög góðar heimildir fyrir því sem hann (eða persónurnar) setja fram, og jafnvel enn frekar en venjulega, því nú birtir hann raunverulegar tilvísanir neðst á blaðsíðum! Málefnið er "heitt" og ýmsar áleitnar spurningar sitja eftir í lesanda að meginmáli og tveimur viðaukum loknum. Mæli semsagt eindregið með bókinni.
    
Crichton er svona Stephen King spennusagnanna, virðist prumpa út úr sér fjöldann allann af bókum, margar hverjar góðar hefur maður heyrt, en svo þegar á að kvikmynda þetta þá er nú misjafn sauðurinn. Ég hef séð ansi margar myndir úr smiðju Crichtons og má þar nefna Timeline sem mér fannst frekar slök.
Crichton er snillingur í formúlubókum og myndum og fær hann credit fyrir það, en frekar innihaldslítill að mínu mati. Bestur er hann þegar hann heldur sér við lögfræði tryllana, margir hverjir fínir enda skilst mér að hann sé nátengdur því fagi
13:00   Blogger Árni Hr. 

Þú ert að rugla saman Crichton og John Grisham, sem er lögfræðingur. Crichton er læknismenntaður frá Harvard, en ákvað að hann hefði of gott ímyndunarafl til að vera læknir!!

Grisham er einmitt frekar formúlukenndur, en það verður varla sagt um Crichton, enda töluvert meiri intellektúr þar á ferðinni (hef m.a.s. tekið í spaðann á honum!)
Hef ekki lagt í myndir á borð við TimeLine og The 13th warrior, enda get ég ekki ímyndað mér að þær skili sér almennilega á hvíta tjaldið.
15:16   Blogger Burkni 

Einmitt eins og ég sagði :)
17:15   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar