mánudagur, janúar 31, 2005
|
Skrifa ummæli
Sófi
Keypti mér sófa um daginn, bar hann upp með flutningamanninum og var með harðsperrur í nokkra daga - laugardagurinn var frekar slæmur hvað þetta varðar.
En fór í sund á sunnudag og henti mér í pott og gufu og leið betur.
En sófinn uppsettur, keyptur í Seating Concept - mjög góður sófi.

Í framhaldinu get ég sagt frá því að ég færði hátalarann alveg upp að sjónvarpinu til að koma sófanum fyrir, svo gleymdist að færa hann og Elín horfði á sjónvarpið um kvöldið, daginn eftir vaknaði ég og var með sjónvarpið í gangi og sá þá að sjónvarpið var farið að verða grænt og blátt við endann þar sem hátalarinn var, nú ég hélt myndlampinn væri farinn að gefa sig en ákvað að færa hátalarann þar sem mig grunaði segulsvið hans væri að hafa áhrif.
Nú ég fór út, slökkti á sjónvarpinu og þegar ég kom til baka þá sá ég að sjónvarpið í lagi enda hafði ég fært hátalarann frá.
Niðurstaða: Miðhátalari minn er með segulvörn, en hliðarhátalararnir ekki.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar