þriðjudagur, janúar 31, 2006
|
Skrifa ummæli
Shoah
Ég væri til í að kaupa mér þennan DVD pakka en þetta eru 9 klst af viðtölum við þá hermenn og fanga í útrýmingabúðum nasista. Ekki er notaðar neinar gamlar myndir heldur eru þetta bara viðtöl og staðirnir sýndir eins og þeir eru í dag.

Voðalega eru menn latir við að blögga - Árni hefur ekki bloggað í tvær vikur og aðrir lítið skárri.
    
|
Skrifa ummæli
What is your Perfect Major?
You scored as Mathematics. You should be a Math major! Like Pythagoras, you are analytical, rational, and when are always ready to tackle the problem head-on!

Mathematics

75%

Philosophy

75%

Dance

58%

Anthropology

50%

Engineering

50%

Theater

42%

English

42%

Sociology

42%

Psychology

42%

Journalism

33%

Biology

33%

Art

33%

Chemistry

17%

Linguistics

17%

What is your Perfect Major? (PLEASE RATE ME!!<3)
created with QuizFarm.com
    
mánudagur, janúar 30, 2006
|
Skrifa ummæli
Georgie Boy
Blessed: The Autobiography: Ég keypti þessa bók í Manchester í ferðinni okkar síðustu helgi og var að klára hana um helgina. Hún heitir Blessed og er skrifuð af Best og einhverjum félaga hans (sem er blaðamaður) fyrir um 3 árum síðan þegar hann var að bíða eftir nýrri lifur sem síðan dró hann til dauða.
Þetta er skemmtileg bók og maður fær aðeins meiri innsýn í það hversu erfitt líf þessi snillingur átti og hversu langt leiddur hann var af drykkju. Dæmi um það er t.d. þegar hann gekk frá heimili sínu í USA peningalaus (því konan hafði falið peningana) um 10km leið til að fara á bar og sat þar og vonaði að einhver myndi splæsa drykk á hann. Kona á næsta borði fer á klósettið og hann stelur úr veskinu hennar 10 dollurum og fer á næsta bar og eyðir peningnum. Eins er magnað að bróðir hans (sem er um 15 árum yngri en Georgie Boy) var ansi efnilegur knattspyrnumaður og það mikið efni að hann var talinn vera með svipaða hæfilega og George. Hann spilaði sinn fyrsta leik 15 ára og eftir leikinn ákvað hann að spila aldrei aftur knattspyrnu því hann vildi ekki lenda í fjölmiðlum og slíku eins og bróðir sinn og stóð við það.
Það skín aðeins í gegnum lesturinn að George hefur aldrei í raun gert sér grein fyrir hversu miklum vandræðum hann átti með drykkjuna og taldi hana í raun aldrei vera vandamál. M.a.s. þegar líkaminn var farinn að gefa sig taldi hann það ekki vera vegna drykkjunnar. Hann hafði svo sterka þörf fyrir sopann að hann gat aldrei sagt nei við því þegar honum var boðið og hafði ekki mikinn vilja til að berjast á móti fíkninni. Eins gat hann aldrei tekist á við vandamál heldur var alltaf hlaupandi burt frá þeim eins og hann segir sjálfur.
Eftir að hann varð Evrópumeistari með United 22 ára og knattspyrnumaður evrópu sama ár gerði hann í raun ekkert í knattspyrnunni nema flakka á milli meðalliða og spilaði m.a. í 3 deild á Englandi, utandeild á Englandi (að vísu bara 1-2 leiki) og í USA og Kanada. Lið United hrundi í raun eftir titilinn og liðið fylltist af meðalmönnum þegar stjörnurnar hættu hverjar á eftir öðrum vegna aldurs.
Bókin er bæði mjög skemmtileg og auðveld aflestrar og einnig sorgleg og synd að þessi snillingur hafi skemmt feril sinn eins og hann gerði.
    
|
Skrifa ummæli
The DAM book
Ég kláraði loksins The DAM Book eftir Peter Krogh um helgina. Þessi bók fer í gegnum það hvernig maður á að skipuleggja myndasafnið sitt og er eftir einn fremsta "fræðimann", ef svo má kalla, um þessi mál í dag. Ég er komin með skýrari mynd af því hvernig á að skipuleggja safnið eftir þennan lestur og hef ég einnig verið í smá tölvupóstsamskiptum við höfundinn í sambandi við ýmis mál og er hann ansi hjálplegur. Nú þarf ég að gjörsamlega umbyllta því hvernig ég hef skipulagt safnið mitt og það er væntanlega nokkra mánaða verk þangað til allt verður komið í gott horf. Ég stefni reyndar að því að lesa hana aftur fljótlega, eða a.m.k. renna yfir aðal kaflana því það er margt sem hefur farið framhjá manni. Ég mæli með þessari bók sem vilja taka þessi mál föstum höndum.
    
sunnudagur, janúar 29, 2006
|
Skrifa ummæli
Joe Bob
Fann fyrsta handritið í gær þegar ég var að blaða í gegnum fullt af drasli heima í gær þegar ég var að pakka. Og svo fann ég líka umsóknarblaðið til að fá að taka þátt í myndinni, en það voru nokkrar síður með ýmsum spurningum. Svo á Oprah Winfrey 52 ára afmæli í dag.
    
laugardagur, janúar 28, 2006
|
Skrifa ummæli
Bono
Úr vísir:
Bono, söngvari U2, ætlar með hjálp nokkurra fyrirtækja að setja á markað vörur undir heitinu Red.

Eitt prósent ágóðans mun renna til baráttunnar gegn alnæmi, berklum og malaríu í Afríku. Þetta er mjög svalt, sagði Bono. Það er svalt að vilja breyta heiminum.

Á meðal þeirra fyrirtækja sem taka þátt í verkefninu eru American Express, Converse, Gap og Giorgio Armani.


Eitt prósent finnst manni frekar lítið til að gefa til góðgerðamála. Ég held að með flestar vörur, og þá merkjavörur, þá sé um 20%-50% smurt ofaná og ef 1% fer til góðgerðamála þá stendur ansi stór hluti eftir sem þessi stórfyrirtæki hirða og græða á því að fólk kaupir þessar vörur til að styrkja gott málefni. Ullabjakk segi ég!
Af hverju var t.d. ekki hægt að stofna fyrirtæki sem heitir RED og t.d. gera fatalínur og ALLUR hagnaður rennur til góðgeramála? Ég held að margir myndu vilja vinna hjá slíku fyrirtæki.
    
Já, það hljómar betur.
22:22   Blogger Joi 
föstudagur, janúar 27, 2006
|
Skrifa ummæli
Filmur
Núna er ég búinn að biðja Pálma um það í um 2 ár að koma með filmur sem hann á af okkur á unglingsaldri til að skanna og setja þær hingað inn - ætli maður verði ekki bara að sætta sig við það að hann mun ekkert finna þær og koma með þær.
    
|
Skrifa ummæli
Bannerinn
Flottur nýi bannerinn og til hamingju Bjarni.
    
En þú vilt samt ekki vera Pamela í Dallas
00:07   Blogger Hjörleifur 
fimmtudagur, janúar 26, 2006
|
Skrifa ummæli
PhysioRoom.com Injury League Table | Injury News | PhysioRoom.com: Sports Injury Shop, News & Advice
PhysioRoom.com Sports Injury Shop, News & Advice gæti hjálpað okkur eitthvað í tippinu. Verst að úrvalsdeildin er bara þarna - næsta deild fyrir neðan hefði hjálpað okkur meira held ég.
    
Það mætti bæta mér á listann, en ég snéri mig á löppinni í gær í boltanum og er ég enn smá bólginn og skakklappast bara um
10:10   Blogger Hjörleifur 

Það voru fleiri sem slösuðust í gær, ég skakklappast hér í vinnunni vegna meðsla á legg. Verð þó tilbúinn í slaginn um helgina vonandi.
11:57   Blogger Árni Hr. 

Týpiskt að sjá að Chelski eru með alla sína menn í lagi nema einn á meðan önnur lið eru með upp í 8 leikmenn meidda.
11:58   Blogger Árni Hr. 
miðvikudagur, janúar 25, 2006
|
Skrifa ummæli
Brokeback Mountain
Við Sonja fórum á Brokeback Mountain og drógum Hjölla með. Þetta er frábær mynd sem ég mæli eindregið með. Hún er mannleg og um fólk og með frábæra persónusköpun ef svo má segja.
    
Sammála
13:04   Blogger Burkni 

Já, hún var eiginlega betri en ég bjóst við og var bara mjög ánægður með hana
16:57   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
We hate scousers!

... og þetta var mitt sjónarhorn.
    
|
Skrifa ummæli
ManU - Liverpool


Þetta var sjónarhorn mitt á leikinn.
    
þriðjudagur, janúar 24, 2006
|
Skrifa ummæli
Slembibullsbraedur
Setti inn tvö stutt video úr ferðinni - það fyrra sýnir hversu skakkir við vorum og það seinna stemminguna á lokamínútum United leiksins: Check it!
    
|
Skrifa ummæli
Jóla hvað?
Ég er líka kominn heim.
Jólabannerinn er ennþá uppi hérna og spurning hvort það verði jól allt árið á þessari síðu. Ég stefni nú samt að því að taka þetta út en það verður sennilegast ekki næstu dagana.

Getur Hjölli sett upp FTP svæði eða eitthvað slíkt sem við getum sett inn myndirnar okkar og video í ferðinni þannig að allir ferðalangarnir hafi allar myndir sem voru teknar?
    
Getum líka notað http://www.yousendit.com
08:57   Blogger Hjörleifur 

Jamm, við skulum allir zippa myndunum okkar og senda hinum með yousendit ... hvað segið þið um það?
09:27   Blogger Joi 

já gerum það bara
11:21   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Kominn heim
Var að koma í hús, eftir u.þ.b. 11 klukkutíma ferðalag.
    
fimmtudagur, janúar 19, 2006
|
Skrifa ummæli
Pökkun og allt
Þar sem að það var ljóst að ég yrði ekkert í vinnunni næstu daga þá varð maður jú að klára það sem fyrir lá og var ég því í vinnunni til kl. 21:50 (og var ekki búinn að borða kvöldmat). Þá skundaði ég heim og sótti fótboltadótið og dreif mig í boltann alveg glorhungraður. Strax eftir bolta brunaði ég beint á BSÍ og keypti mér hamborgara og franskar og gaf kisu litlu líka.
Því næst var hægt að fara að hugsa um morgundaginn (en hann er einmitt núna) og fór ég að leita að passanum mínum sem ég hélt að væri í skúffunni þar sem ég hef alltaf geymt passann minn. En svo var nú ekki í þetta sinn og þá rifjaðist það upp fyrir mér að auðvitað var hann ekki þarna, því ég tók hann með mér til Danmerkur í haust. Þá var ekkert annað í stöðunni en að leika bínulítið við kisu litlu og fara svo heim á Fálkagötuna. Eftir þó nokkra leit fann ég passann, en hann hafði lent undir einhverju blaðadrasli í lítilli kistu í jólatiltektinni (eða öllu heldur gamlárskvöldstiltektinni).
Þá var hægt að hugsa um hvað ég ætla að taka með mér og setja í þvottavélina og var klukkan nú orðin 1:30. Svo straujaði ég skyrtu og pressaði buxur og fann eitthvað meira til að vera í og nú er ég að fara að taka út úr þvottavélinni og setja í þurkarann svo þetta verði nú allt orðið þurt og gott í fyrramálið. Og ég held að ég skelli í eina vél bara svona til öryggis.
    
þriðjudagur, janúar 17, 2006
|
Skrifa ummæli
Innlit / útlit
Þið voruð rétt í þessu að missa af frábærum Innlit/útlit þætti. Sorrý.
    
|
Skrifa ummæli
Rauða hafið
Þá er maður búinn að klára að borga köfunarferðina fyrir utan flug til og frá Englandi og gistingu í London. Gerði ég þetta með mjög öruggri leið í gegnum netið, en ég sendi visakortsnúmerið mitt í tölvupósti og svo bað ég konuna sem sá um greiðsluna að eyða póstinum strax og sendi hún mér til baka að hún hafi gert það, en ég held að hún sé mjög heiðarleg kona :)
    
|
Skrifa ummæli
Tennis
Haukur og Siggi höfðu ekkert í okkur Hjölla að gera í tennisnum í gær og við unnum þá 6-3 og 6-1.
    
|
Skrifa ummæli
Fundur á Nings í gær
Dagskráin lítur þá svona út:

Fimmtudagur - ferðalag og frjáls tími. Mæting um 13.00 á völlin, verið er að skoða hvernig við förum uppeftir, en best er að allir komi á sama tíma svo hægt sé að tékka sig inn á sama tíma og sitja saman. PP er að skoða ferðamöguleika. á vellinum verður svo tippað og því þurfa PP og Hjölli að muna að koma með blöð um leikina.
Föstudagur - Tími Sigga verður um daginn, um kvöldið verður svo farið út að borða á fínan stað, helst með sterkan mat svo við getum fengið okkur nokkra öllara með, eftir það er farið á Casino og eytt restinni af ferðapeningnum. Eftir að allur peningur er horfinn þá er haldið á klúbb og eru 2 sem koma til greina, Electric Dreams og Electric Ballroom.
Laugardagur - ÁHH er búinn að finna tottenham pöbb fyrir leik, svo er leikur, svo er ferðalag til Manchester og svo er pub crawl eða pub golf eða almenn drykkja.
Sunnudagur - pöbb, leikur, pöbb og hola Satans þar sem við ætlum að uppgötva nýjar hljómsveitir.
Mánudagur - almenn þynnka og ferðalög.

Þetta er svona í fljótu bragði hver stefnan er, auðvitað getur allt breyst en munkið að vera með snyrtilegan klæðnað fyrir klúbbarölt og Casino osfrv. Bretar eru mjög strangir með dress code.
    
mánudagur, janúar 16, 2006
|
Skrifa ummæli
Er enginn áhugi á því að hittast í vikunni og ræða ferðina??? Pálmi, Siggi, Hjölli og Oddgeir?
    

13:29   Blogger Hjörleifur 

Þriðjudagur er erfiður fyrir mig - hefði viljað klára þetta þá í kvöld eða hádegi á morgun.
13:31   Blogger Árni Hr. 

Eigum við að hittast í kvöld kl. 19 eða á morgun kl. 19 ?
13:31   Blogger Joi 

Ok - komast menn kl. 19 í kvöld?
Jói - já
Hjölli - já
Árni - já
Siggi - ?
Pálmi - ?
Odd - ?
13:33   Blogger Joi 

ég kemst ekki kl 19
en kemst kl 20

Oddgeir
13:52   Anonymous Nafnlaus 

Hádegi á morgun er líka ok.

Oddgeir
13:54   Anonymous Nafnlaus 

Ja, það er kannski ekkert voðalega mikið sem þarf að ræða. Nokkur atriði kannski: Tímasetningar á hlutum (fara út á völl, fara á leikina o.s.frv.), negla niður verkefni fyrir hvern og einn, klæðnaður, setja stefnu við hvert eigi að fara á kvöldin (gæti líka verið betra að láta það bara ráðast), gera gróft plan (veit ekki hvort menn vilji vera að hafa þetta of niðurneglt). Þetta eru svosem ekkert krítísk atriði til að hittast en það er sjálfsagt ekkert verra.
14:02   Blogger Joi 

Pálmi kemur með Pub Crawl reglurnar!
14:07   Blogger Joi 

Það verður hefðbundinn tipffundur á Leifsstöð á fimmtudaginn.
14:10   Blogger Joi 

Stórhöfði er úti í rassgati, ég kemst ekki á þessum tíma út í rassgat, af hverju var ekki hægt að hafa þetta meira miðsvæðis eins og Nings í Kópavoginum, það eru 3 sem búa í Hfj sem dæmi. Ég kemst í Kópavoginn klukkan 20.00
16:02   Blogger Árni Hr. 

Sagði Pálmi ekki síðar Nings Smáranum?
16:08   Blogger Joi 

Þetta var svo mikil langloka að ég missti af því - sá það eftir þitt comment og staðfesti því mætingu mína.
16:10   Blogger Árni Hr. 
sunnudagur, janúar 15, 2006
|
Skrifa ummæli
Tottenham krár
Þá er ég búinn að skoða hvert við eigum að fara fyrir Tottenham leikinn, 4 barir koma til greina, þið kíkið á þetta og við ákveðum síðan í framhaldi hver hentar best.

Spursbarir
    
Þetta virðast allt vera mjög fínir staðir nema þessi síðasti hljómar síst að mínu mati.
18:38   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Pubs
Ég sendi þeim sem svaraði póstinum mínum á umræðuþræðinum einkapóst og spurði hvenær best væri að mæta á pub fyrir leik og hvað hann mæli með að við gerum eftir leik og þetta var svarið:

Hi. I´d be there as soon as it opens around 11 o´clock. The sing-song usually doesn´t start until Boylie gets there, and that´s about 12-13 pm. Sometimes there´s about 10meter queu to get in so I suggest you get there as early as possible. After the game I suggest you go in to Deansgate. Have a great trip!

Deansgate er gata með mörgum fínum stöðum virðist vera og spurning að kíkja bara þangað strax eftir leikinn en hún er í miðbæ Manchester og er hægt að lesa um hana hér. Mér líst einnig vel á að vera mættir á Bishops Blaze kl. 11 og ná stemmingunni (hann er er á Chester Road nr. 708).

Ég bjó til excel skjal sem ég ætla að prenta út og hægt verður að krota inn á það planið úti ... þið getið séð það hérna (henti inn grófum atriðum er ég er ekki viss um tímasetningar á þessu öllu): Get it!
    
Já er það ekki fínt plan að mæta þarna snemma, við verðum jú að ná inn almennilegri stemmningu fyrir svona stórleik eins og þetta er, þetta er jú einn stærsti leikur ársins í bretlandi. Vakna snemma og fara á staðinn og fá sér enskan morgunmat og einn öl með til að vakna almennilega.
18:13   Blogger Árni Hr. 

Já, ég er sammála því - stefnum á það.
18:13   Blogger Joi 

Spurning hvort við þurfum ekki bara að vera mættir á mínútunni 11 til að ná borði?
18:14   Blogger Joi 

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
18:16   Blogger Árni Hr. 

Skoðaði Excel skjalið og líst vel á að plana amk eitthvað af kvöldunum, t.d. föstudagskvöldið
18:17   Blogger Árni Hr. 

Einnig bíðum við spenntir eftir pub crawl leiknum þínum..
18:41   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Fótboltaferð
Við ættum að hittast allir í vikunni og ræða aðeins og jafnvel skipuleggja ferðina. Hvenær komast menn til að funda? Vilja menn hittast í hádeginu eða eftir vinnu? Við Árni komumst nánast hvenær sem er og því þurfa Hjölli, Pálm, Odd og Sigg að segja hvenær þeir komast.

Hérna er ágætis síða yfir topp 10 staði eftir tegundum: Check it!
    
|
Skrifa ummæli
Leikur
Maður hefur oft séð myndir frá ferðum íslendinga á leiki úti og oft virðast þeir hitta leikmenn fyrir eða eftir leiki - veit einhver hvernig menn hafa komist í slíkt? Er einhver áhugi á því að reyna að hitta leikmenn ef það er mögulegt?
    
Aðallega Edgar Davids :)
18:12   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Búð
Þó við ætlum ekki að vera í einhverju helv... búðarrápi í London þá væri ég til í að kíkja í þessa búð ef tækifæri gefst. Þetta er ansi stór ljósmyndabúð (líklegast ein sú stærsta í London) með miklu úrvali. Hún er nálagt Euston lestarstöðinni.
    
föstudagur, janúar 13, 2006
|
Skrifa ummæli
illy caffè: caffè espresso, illy bar, illy collection. Illy, la cultura del caffè
Við Sonja kíktum í kringluna í gær til að ná í myndir úr framköllun og versla aðeins fyrir gjafakort sem ég fékk í jólagjöf. Ég keypti mér kaffikvörn í Hagkaup sem kostaði bara 2900 krónur og keypti mér Illy kaffibaunir sem margir telja þær bestu sem til eru. Nú ætti kaffið mitt að vera í heimsklassa (já, ég veit að ég þarf alltaf að fara út í öfgar með flest sem ég tek mér fyrir hendur).

Ég var líka að gæla við að kaupa mér allt Far Side safnið í lit í tveimur stórum bókum og kostaði það tæplega 9þ kall - það er ansi magnað og er ég enn að gæla við það að kaupa það.
    
gældu við það í smá stund lengur því ég var líka að spá í að kaupa það
05:24   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Audioscrobbler
Fékk þessi skilaboð áðan:

You haven't made any friends.

Ég veit ekki hvernig þeir hafa grafið þetta upp.
    
|
Skrifa ummæli
Einn heima og allt

Nú er ég búinn að vera einn heima síðan á Þriðjudaginn, en þá skutlaði ég Matthew út á flugvöll, en hann var að fara í rannsóknarleyfi til Englands næsta hálfa árið.

Og þrátt fyrir að ég sé ekki enn búinn að auglýsa íbúðina mína til leigu, þá hef ég samt fengið 3 fyrirspurnir, en íbúðin leigist með öllu og kisu litlu líka.

Svo á morgunn (sem er reyndar í dag því það er kominn nýr dagur) þá verður haldinn hátíðarfundur MOBS og á Sunnudaginn á að labba á fjall. Gönguferðin er liður í nokkrum göngum sem farnar verða nú í vetur og á að labba á nokkur fjöll og enda svo á hæsta fjalla landsins, en það mun samkvæmt nýjustu mælingum vera Ásfjall og samkvæmt nýjustu mælingum þá er það líka fallegasta fjall á landinu, en fallegasta tjörn landsins er við rætur fjallsins en hún heitir Ástjörn og hef ég m.a. synt í þeirri tjörn og veitt fjöldann allan af hornsýlum.

Hér átti að vera mynd af Ásfjalli og Ástjörn, en ég átti bara enga, svo ég set því mynd af Sigga að spila tennis í staðin.
    
miðvikudagur, janúar 11, 2006
|
Skrifa ummæli
United
Ég sendi inn fyrirspurn á umræðuþráð um Manchester United um hvað sé best að gera fyrir/eftir leik. Gaman að sjá hvort eitthvað komi úr því.
    
Þetta líst mér á!!
10:24   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
DV
Ég skora hérmeð á Pálma að segja upp áskrift sinni að DV!
    
Já alveg merkilegt að borga fyrir ruslpóst, eins og það sé ekki nóg af honum fyrir.
13:20   Blogger Hjörleifur 

Pálmi hlýtur að geta styrkt eitthvað annað málefni.

Oddgeir
14:14   Anonymous Nafnlaus 

Þú hlýtur að vera að grínast með að hann sé áskrifandi ...
12:34   Blogger Burkni 

Neibb!
13:54   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Músin Magnús
Músin Magnús er tónlistarblogg sem Eyjó vinnufélagi minn og félagar hans halda úti.
    
|
Skrifa ummæli
Plötur ársins
Tók saman (svona til gamans) þær plötur sem ég á af lista yfir 30 bestu plötur ársin að mati Zýrðs Rjóma (feitletraðar):



Flytjandi Plata
1
WOLF PARADE Apologies To The Queen Mary
2
SUFJAN STEVENS Illinois
3
FOUR TET Everything Ecstatic
4
DEERHOOF The Runners Four
5
CLAP YOUR HANDS SAY YEAH! Clap Your Hands Say Yeah!
6
THE DECEMBERISTS Picaresque
7
ANIMAL COLLECTIVE Feels
8
WILDERNESS Wilderness
9
OKKERVIL RIVER Black Sheep Boy
10
LCD SOUNDSYSTEM LCD Soundsystem
11
LOW The Great Destroyer
12
CARIBOU The Milk Of Human Kindness
13
SMOG A River Ain't Too Much To Love
14
SLEATER KINNEY The Woods
15
ARCHITECTURE IN HELSINKI In Case We Die
16
JUAN MACLEAN Less Than Human
17
BROKEN SOCIAL SCENE Broken Social Scene
18
GORILLAZ Demon Days
19
ART BRUT Bang Bang Rock and Roll
20
CLOR Clor
21
THE CRIMEA Tradegy Rocks
22
SPOON Gimme Fiction
23
TEST ICICLES For Screening Purposes Only
24
THE DOVES Some Cities
25
JACKSON AND HIS COMPUTER BAND Smash
26
ROGUE WAVE Descended Like Vultures
27
BLACK MOUNTAIN Black Mountain
28
THE RUSSIAN FUTURISTS Our Thickness
29
FRANZ FERDINAND You Could Have It So Much Better
30
BONNIE PRINCE BILLY & MATT SWEENEY Superwolf
    
mánudagur, janúar 09, 2006
|
Skrifa ummæli
Ketildalir
Ég fékk þá hugmynd um helgina að gera bók með myndum frá Ketildölum í Arnarfirði. Þetta er ótrúlega fallegt og ljósmyndavænt svæði og sennilega ekkert rosalega margir sem koma þangað þó það sé einhver slæðingur af ferðamönnum og síðan þekkir maður náttúrlega fólkið eitthvað þarna. Magga frænka mín sagði í einhverri jeppaferðinni inn á Bíldudal að ég ætti að koma dölunum á kortið með ljósmyndum því það þyrfti að vera innanbúðarmaður og það fékk mig til að pæla meira í þessu.

Ég ætla að setja hérna inn 4 myndir svona til að gefa forsmekkinn af myndunum sem koma vonandi síðar í vikunni:

Víðir frændi að keyra úr fjárhúsunum eftir að vera búinn að gefa (hann býr á næsta bæ og því keyrandi).


Fólk að horfa á ljósmyndarann í stofuglugganum í Feigsdal. Frá vinstri: Sonja, Ægir litli, Særún, Alexandra, Bjarki, Baddí, Melkorka, Gréta og Gessa.


Fjárhúsin í Feigsdal.


Feigsdalur.

Eins langar mig til þess að safna saman gömlum myndum úr sveitinni og þá aðallega af mömmu og systkinum hennar frá því þegar þau voru börn og skanna þetta inn og setja í bók þannig að allir ættingjarnir geti notið þessara mynda. Hef nefnt þetta aðeins við mömmu og hún ætlar að hjálpa mér að finna myndir hjá ættingjum. Held að þetta gæti verið skemmtilegt verkefni bitz.
    
|
Skrifa ummæli
Sápa
Verst að maður er að vinna á þessum tíma:
Ný sápuópera hefur hafið göngu sína á Stöð 2 og verður framvegis á dagskrá alla virka morgna kl. 10.20.

My Sweet Fat Valentina er einhver allra vinsælasta sápuóperan í heiminum í dag en þessir s-amerísku þættir fjalla um ástir og örlög Valentínu, ungrar og lífsglaðrar stúlku. Valentína er svolítið sver og þykir í fyrstu ekki allra fegurst fljóða en hún bætir það upp svo um munar með sinni innri manngerð og er lifandi dæmi um að fegurðin komi innan frá.
    
já, enn leiðinlegt, en þú getur altlaf styllt vídeótækið þitt er það ekki, til að taka þetta upp á réttum tíma.
14:05   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Forrit
Ég er kominn heim eftir jarðaför frænda míns á vestfjörðum og mun ég gera þeirri ferð betri skil síðar í máli og myndum.

Það er allt að gerast í myndvinnslu- og utanumhöldshugbúnaðarmjöglangtorðpökkum* þessa dagana. Apple kom með á markaðinn Aperture fyrir um mánuði síðan sem lofaði ansi góðu en hefur kannski ekki alveg staðist væntingar en þeir eru á réttri leið og þetta verður magnaður hugbúnaður í framtíðinni því þeir eru það sterkir (sbr. FinalCut Pro).
Núna er risinn Adobe að vakna af blundi og voru að kynna nýjan hugbúnað sem heitir Adobe Lightroom sem virðist vera svipaður og Aperture en þetta er beta útgáfa sem Mac notendur geta sótt sér að kostnaðarlausu en loka útgáfan kemur út í vor og mun þá kosta eitthvað. Adobe er greinilega að koma svona snemma með þetta út (og það ókeypis) til að Aperture nái ekki jafn mikilli fótfestu og verður þetta því spennandi ár fyrir svona hugbúnað myndi ég halda.
Ég fékk um daginn tölvupóst frá ACDSee en þeir eru að fara að setja á markað Pro útgáfu af hugbúnaði sínum sem er alveg nýr hugbúnaður og kemur á markað í lok vikunnar. Þeir báðu mig að skoða forritið (ég fæ semsagt ókeypis útgáfu) og koma með athugasemdir hvernig mér finnst það og það lofar svona ágætu en ég er ekki viss um að þetta forrit hafi eitthvað í hin tvö að gera. Ýmislegt ágætt í þessu en margt sem ég myndi vilja sjá öðruvísi - ég ætla að búa til litla skýrslu og senda þeim í vikunni eins og þeir báðu um.
Önnur forrit sem taka kannski ekki allt vinnuflæðið eru líka sterk, IView kom með nýja útgáfu í lok síðasta árs sem er ágæt og IMatch (forritið sem ég hef notað síðasta árið) er að koma með útgáfu á næstu dögum en þeir hafa verið seinir með uppfærslu þó að þetta sé sennilega eitt sterkasta forritið í dag og ég hef verið að gæla við að skipta og fara yfir í IView eða jafnvel ACDSee Pro ef það lofar góðu. Já, spennandi tímar framundan. 8)

* Þessir forritunarpakkar sjá um allt vinnuflæði fyrir myndir, þ.e. flokkun niður í Keywords og hópa, RAW vinnslu, setja á vefinn, afritun o.s.frv.
    
|
Skrifa ummæli
Fótboltaferðin mikla frh
Jæja nú eru allir búnir að ganga frá kaupum á þessari stórferð slembara til Englands þar sem þeir munu leggja England í rúst eins og sönnum íþróttabullum sæmir. Við þurfum að skipta á milli okkar verkefnum svo við getum nýtt tímann sem best - ég ætla að leggja fram smá hugmynd varðandi hvað menn þurfa að gera og svo eru allar athugasemdir mjög velkomnar:

Jóhann - Man UTD barinn fyrir leik og eftir leik ef þeir vinna. Einnig væri gott ef Jóhann væri búinn að skoða næturlíf Manchester líka.
Árni Hr - Tottenham bar fyrir leik, einnig ætlar ÁHH að athuga hvort eitthvað spennandi sé að gerast í tónleikum á föstudagskvöldi í London.
Hjölli - ætlar að kanna næturlíf í London fyrir fimmtudagskvöld og föstudag.
SiggiÓ - ætlar að búa til ítarlega spurningakeppni í fótbolta - stefnt verður að nýta ferð okkar í lestinni í þennan skemmtilega leik. Auk þess ætlar Siggi að vera tilbúinn með ferð á föstudeginum þar sem markverðir staðir (eða barir) verða skoðaðir og hvaða gæðabjór við eigum að smakka osfrv.
Pálmi - skoða fínan restaurant fyrir föstudagskvöldið í London, auk þess að kíkja á lestarferðir á milli london og manchester, hef heyrt að það sé best að fara með business class þar sem þar er frítt að drekka, gott væri að PP myndi aðeins skanna þetta ef mögulegt er.
Oddgeir - Soho

Endilega komið með athugasemdir um þetta - ef þið hafið eitthvað meira spennandi að bjóða þá er það velkomið.
    
Ég vil bæta við þetta að best væri að menn væru komnir með drög af þessu á næsta tippfund.
13:50   Blogger Árni Hr. 

Þá held ég að það borgi sig fyrir okkur að taka Business Class!
13:59   Blogger Joi 

Ef við ætlum að spila okkur stóra og drekka campavín og koníak á leiðinni er þetta fljótt að borga sig! Business Class takk!
14:07   Blogger Joi 

miðað við verðið þá gæti nú verið ódýrara að fljúga (reyndar mjög líklegt). Að vísu bætist þá ofaná leigubílakostnaður og sennilegast er einfaldara að taka bara lestina, jájá gerum það bara og verum á lúðaklassa og tökum bara með okkur nesti ;)
14:39   Blogger Hjörleifur 

Er einhver áhugi á að heimsækja besta jassstað bretlands?
Athugið að það þarf að panta borð fyrir fram.
E.S. staðurinn er í Soho.
http://www.ronniescotts.co.uk/

Oddgeir
17:08   Anonymous Nafnlaus 

Já mér líst vel á þennan djassstað - gæti verið skemmtileg reynsla.
17:19   Blogger Árni Hr. 

Mér líst helvíti vel á þennan djassstað - spurning hvort við sendum ekki pöntun út og bókum borð á föstudeginum - hvað segja menn við því. Það kostar 25 pund inn og svo er það matur og vín, en þetta er skemmtileg stemning örugglega
17:23   Blogger Árni Hr. 

Ja, ég er nú ekkert voðalega hrifinn af jazz og ég er ekki viss um að það verði gott fyrir stemminguna ef við erum búnir að vera að sötra að fara á rólegan jazzstað og hlusta á einhverja gamla konu syngja.
09:26   Blogger Joi 
fimmtudagur, janúar 05, 2006
|
Skrifa ummæli
Fótboltaferðin mikla
Þá er maður búinn að græja fótboltaferðina og að sjálfsögðu sett á VISA rað og byrja að borga eftir tæpa 2 mánuði. Væri nú ekki galin hugmynd að tékka sig inn snemma og taka svo taxa í Keflavík og fara á pöbb og fá sér hamborgara og bjór þar. Svo skutlast maður bara aftur upp á leifsstöð rétt fyrir brottför.
    
miðvikudagur, janúar 04, 2006
|
Skrifa ummæli

Ég er núna að hlusta á hnattvæðingaumræður í speglinum á rás 1 og drekka espresso og skrifa blogg.
    
þriðjudagur, janúar 03, 2006
|
Skrifa ummæli
"Ég hef oft eldað og vaskað upp allsber og oft fengið heitar slettur út um allt og þ.m.t. á félagann."
Burkni Helgason, 3.1.2006
    
jæja já. Það er nebbla það.
13:41   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Er þetta kannski málið?
    
tja, væri samt ábyggilega skemmtilegra að fara til Durgadurkistan
13:46   Blogger Hjörleifur 
mánudagur, janúar 02, 2006
|
Skrifa ummæli
Espresso

Espresso Machines, Espresso/Coffee Grinders, Coffee Brewing Equipment & Parts

Hérna er hægt að kaupa allskonar aukahluti fyrir espresso vélar. Það sem ég þarf að kaupa mér er tól til að þrýsta kaffinu í síuna og kaffikvörn en hún má væntanlega bíða. Held að þetta sé ágætis vél sem ég keypti mér.
    
Takka - nei ætlaði ekkert sérstaklega að fá mér rauða, hún kom samt alveg til greina. Okkur fannst þessi eiginlega flottari og verður líklegast ekki þreytt á þessu útliti jafn fljótt og ef hún hefði verið rauð því hún er mjög áberandi.
13:16   Blogger Joi 

Mér líst bara vel á þessa vél - flott vél.
14:37   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar