fimmtudagur, janúar 19, 2006
|
Skrifa ummæli
Pökkun og allt
Þar sem að það var ljóst að ég yrði ekkert í vinnunni næstu daga þá varð maður jú að klára það sem fyrir lá og var ég því í vinnunni til kl. 21:50 (og var ekki búinn að borða kvöldmat). Þá skundaði ég heim og sótti fótboltadótið og dreif mig í boltann alveg glorhungraður. Strax eftir bolta brunaði ég beint á BSÍ og keypti mér hamborgara og franskar og gaf kisu litlu líka.
Því næst var hægt að fara að hugsa um morgundaginn (en hann er einmitt núna) og fór ég að leita að passanum mínum sem ég hélt að væri í skúffunni þar sem ég hef alltaf geymt passann minn. En svo var nú ekki í þetta sinn og þá rifjaðist það upp fyrir mér að auðvitað var hann ekki þarna, því ég tók hann með mér til Danmerkur í haust. Þá var ekkert annað í stöðunni en að leika bínulítið við kisu litlu og fara svo heim á Fálkagötuna. Eftir þó nokkra leit fann ég passann, en hann hafði lent undir einhverju blaðadrasli í lítilli kistu í jólatiltektinni (eða öllu heldur gamlárskvöldstiltektinni).
Þá var hægt að hugsa um hvað ég ætla að taka með mér og setja í þvottavélina og var klukkan nú orðin 1:30. Svo straujaði ég skyrtu og pressaði buxur og fann eitthvað meira til að vera í og nú er ég að fara að taka út úr þvottavélinni og setja í þurkarann svo þetta verði nú allt orðið þurt og gott í fyrramálið. Og ég held að ég skelli í eina vél bara svona til öryggis.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar