mánudagur, febrúar 28, 2005
|
Skrifa ummæli
Þátturinn
Fyrir þá sem að misstu af Bjarna á laugardeginum þá er útvarpsþátturinn hér
    
|
Skrifa ummæli
Filter
Ég fann í gær polarizing filterinn minn sem ég hélt að ég væri búinn að týna ... hann var á náttborðinu mínu, veit ekki alveg hvað hann var að gera þar.
    
|
Skrifa ummæli
Blögg
Hjölli: Hvernig gengur sportblöggið þitt?
Ég ætla að prófa svipað concept og búa til ljósmyndablögg sem ég set inn alla linka, fróðleik og annað sem ég finn á netinu tengt ljósmyndun því maður er alltaf að bookmarka og skoðar síðan aldrei. Ég laga útlitið á síðunni síðar og hérna er linkur á hana: Check it!
    
Sportblöggið er í smá dvala sem stendur.
17:22   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Árshátíð
Árshátíðin heppnaðist ansi vel og Sigurður stjórnaði henni af mikilli röggsemi. Hver ætlar að skrifa annál kvöldsins? Ég skal finna til bestu myndirnar og laga þær til til að myndskreita málið.
    
|
Skrifa ummæli
Ein mynd
Sérkennilegt ský sem að skar fjallið eftir endilöngu, tók þessa mynd þegar ég var að fara að kafa í gær.
    
Er þetta ekki bara dalalæða? Flott mynd!
09:37   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Við Sonja fórum í gær á Blönduós í afmæli til ömmu hennar og komum aftur heim núna í kvöld. Ég er búinn að setja inn 4 myndir úr þessari ferð og það koma væntanlega fleiri á næstu dögum ... hægt er að skoða myndirnar hérna: Check it!



p.s. ég lenti í 3ja sæti á ljósmyndakeppni vikunnar á ljosmyndakeppni.is og vinn þá væntanlega stækkun á ljósmynd í Dikta.
    
Til hamingju með 3. sætið, alltaf gaman að fá verðlaun (þó að ég viti nú annars ekkert um hvað ég er að tala).
09:46   Blogger Hjörleifur 

Nei, hún er ekki skyld honum - pabbi hans er kærasti ömmu sonju.
00:24   Blogger Joi 
sunnudagur, febrúar 27, 2005
|
Skrifa ummæli
Köfun
Kafaði í gjánni Silfru í Þingvallavatni í dag. Við vorum 6 saman og gekk allt eins og í sögu. Frábær köfun (held að annað sé ekki hægt á þessum stað) í ísköldu vatni, en þurrbúiningurinn bjargar þessu alveg og eini kuldinn var bara aðeins á puttunum, en annars er manni bara mjög hlýtt. Köfunin tók um 40 mínútur, en um helmingur hennar var bara rétt undir yfirborði (ca 2 metrum) þar sem að það var einfaldlega ekki hægt að fara mikið dýpra.

Þetta er því búinn að vera fínn dagur. Nú er ég að bíða eftir að pizzan verði tilbúin og svo ætla ég að reynda að snara einhverjum myndum fyrir DPChallenge og ljosmyndakeppni.is, en er nú ekkert vongóður um að það takist að taka í báðar keppnirnar.

Í gær var ég svo heppinn að finna 3 bjóra sem ég hafði bruggað fyrir ca 2 árum síðan. Þeir stóðu þarna upp í hillu hjá öllum tómu fjöskunum. Ég skellti þeim bara í ísskápinn og nú er ég að drekka þann fyrsta af þeim og verð ég bara að segja að hann er ekki sem verstur, reyndar er hann bara alveg ágætur.

Nú er ég að ná í pizzuna

Vegna netvandamáls þá náði ég ekki að senda þetta blögg út á réttum tíma og því kláraðist bara pizzan í millitíðinni og nú er ég að drekka bjór númer 2 og er hann líka bara alveg ágætur. Í sjónvarpinu er þátturinn Örnininn og er hann líka ágætur.

Ekkert smá ágætur dagur dagurinn í dag.
    
föstudagur, febrúar 25, 2005
|
Skrifa ummæli
Rokk púnktur is
Er búinn að hlusta á tónlist af rokk.is og verð bara að segja að þetta er nú helvíti fínn tónlistarstaður, en öll tónlist sem ég hef hlustað á núna eftir hádegi hefur verið í boði þessa ágæta vefmiðils.

en nú þýðir ekkert að sitja bara hér og skrifa bara út í bláinn því nú er bara árshátíðin alveg að skella á og ég á alveg eftir að púðra á mér nefið.
    
|
Skrifa ummæli
Árshátíð
    
Ég var með hugmynd um að við myndum jafnvel kíkja eftir keiluna á NASA og sjá þar skemmtilega tónleika:
Franska Elektró Jazz sveitin No-Jazz, skrautfjöður franskrar danstónlistar í boði Alliance, ásamt gleðisveitinni Jagúar, sem rakaði að sér verðlaunum á íslensku tónlistarverðlaununum nýverið. Búast má við magnaðri stemmningu og ætti enginn tónlistarunnandi að missa af þessum tónleikum.
Húsið opnar kl 23 og er miðaverð aðeins 1000 kr
Forsala hefst á Nasa mánudaginn 21. feb og er opið milli kl 13 og 16. Miðaverð eru litlar 700 kr.
13:30   Blogger Árni Hr. 

Árshátíðarnefnd samþykkir þessa breytingatillögu og síðasti liðurinn á dagskránni skiptist út fyrir þessa tónleika. Rock on!
13:32   Blogger Joi 

Ein fyrirspurn héðan - hvernig er æskilegur klæðnaður?
13:33   Blogger Árni Hr. 

Ég segi eins og BjaKK frændi sagði einu sinni við einn félaga okkar þegar hann var að bjóða í afmæli sitt: "Og xxxxx, snyrtilegur klæðnaður ÆSKILEGUR!"
13:36   Blogger Joi 

Dans, söngur og knattspyrna eru bundin órjúfanlegum böndum!
13:36   Blogger Joi 

Mér lýst stórvel á prógrammið og mun gera mitt besta til að vera í æskilegum klæðnaði
14:23   Blogger Hjörleifur 

Ágætt, verða menn þá að mæta bæði með lakkdansskó og takkaskó?
13:03   Blogger Joi 

Hvað með bjór, ætlar Árni að redda því ?
13:34   Blogger Joi 

Spurning að taka í hjólið hans Árna eftir nokkra kalda, verð að hafa einhverja afsökun fyrir því að hjóla upp í tré.
13:47   Blogger Hjörleifur 

Breytt plan: Ekki er hægt að panta borð fyrir færri en 10 á Hard Rokk og því verðum við bara að vona að það sé laust (þau bjuggust ekki við að það væri löng bið). Eins er allt upppantað í bjór og bowling, stór hópur á allan salinn pantaðann til kl. 1 og því ætlum við að skella okkur í pool!
15:26   Blogger Joi 

Hvar ætlum við í pool?
16:20   Blogger Hjörleifur 
fimmtudagur, febrúar 24, 2005
|
Skrifa ummæli
Mannlíf
Hvernig er fólk að fíla þessa mynd sem ég tók á tippfundi í Hafnarfirði síðasta laugardag af mannlífinu á Skútunni (hét staðurinn það ekki?)?
Ég er ekkert sérstaklega ánægður með hana, finnst t.d. glugginn vinstra megin trufla hvernig hann kemur niður en það er eitthvað við þessa mynd samt finnst mér.



Við fórum í afmæli til Gubba litla í kvöld með myndavélatöskuna með öllum linsum, flössum og aukabúnaði sem maður getur hugsanlega notað en þegar ég ætlaði að fara að taka fyrstu myndina kom gamalkunnur texti á skjáinn á myndavélinni: "No CF card", þá hafði ég gleymt kortinu í tölvunni heima og enginn mynd var því tekin í kvöld :(

Áfram FH!!!
    
Staðurinn heitir Kænan
23:47   Blogger Hjörleifur 

Mér finnst myndin alveg mega við því að þú croppir meira vinstra megin sérstaklega ef glugginn er að trufla þig. Annars bara nokkuð góð mynd. Spurning hvort glugginn hefði ekki verið minna áberandi ef þú hefðir haldið í litinn en jú FH er svarthvítt ;)

kv
Cartier-Bresson
00:13   Anonymous Nafnlaus 

Já ég er alveg sammála Cartier-Bresson

kv.
Jass gaurinn sem var í viðtalinu í LL
00:21   Anonymous Nafnlaus 

Er þetta ekki hin frægi Hafnfirðingur Viddi
01:28   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Danir og blóð
Nú er ég búinn að laga hjá mér xmms, en það er spilarinn minn hér í vinnunni. Vegna einhverja höfundarréttarmála í USA þá hefur mp3 styllingin verið tekin út úr Fedora Core 3 (sem er nýjasta linux kerfið frá Red Hat) svo maður verður að laga það bara sjálfur, en þetta eru bara plugin sem maður bætir við og þá virkar allt eins og það á að virka. Doldið skrítið mál, en hvað um það nú er allt að virka bæði hér í vinnunni og heima hvað varðar audioscrobblerinn.

Tók á moti nokkrum dönskum kennaranemum í dag og fræddi þá í ca hálftima um jarðskjálfta, eldgos og skjálftakerfið okkar og voru þeir hinir áhugasömustu og bara gman af því. Strax á eftir brunaði ég niður í Þjónustumiðstöð rannsókna, þar sem að tekið var úr mér fullt af blóði til að gefa Kára, en hann var víst orðinn ansi þyrstur og með þessu hef ég örugglega afstýrt einhverju hræðilegu.

Í frahaldi af þessari blóðtöku þá býðst mér að fara í beinþynningarrannsókn mér að kostnaðarlausu og ætla ég bara að skella mér í þetta, enda hafa beinin í mér verið frekar brotagjörn á lífsleiðinni og spurning um að fá einhver svör, já ég heimta bara svör.
    
lEIÐRÉTTING: hér fyrir ofan hefur misfarist orðið framhaldi, en það var ritað frahaldi. Er þessari leiðréttingu hér með komið á frafræri.
20:50   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Ferð í morgunblaðið
Við Sonja fórum ásamt c.a. 15 öðrum myndanörrum í heimsókn til ljósmyndadeildar Morgunblaðsins á vegum ljosmyndakeppni.is seinni partinn í gær. Einar Falur myndstjór morgunblaðsins tók á móti okkur og fór með okkur inn í aðstöðu þeirra. Þeir eru flestir saman í bás þar sem 6 tölvum er raðað í hring og síðan eru 2-3 í skrifstofum, sem eru vaktstjórar og slíkt.
Hann byrjaði á því að segja okkur frá deildinni, þ.e. hvernig hún varð til og hvernig vinnuflæðið er hjá þeim, og ætla ég að reyna að segja frá þessum hlutum í nokkrum orðum:

Ljósmyndarar blaðsins eru um 10 talsins (ef ég man rétt) og eiga þeir allir sínar græjur sjálfir (þurfa að eiga 2 stafræn body ásamt linsum) og er það vegna þess að þá eru menn að vinna á tækjum sem þeir vilja vinna á og eins fara menn betur með sín eigin tæki (mbl borgar síðan leigu eða eitthvað slíkt fyrir tækin). 95% mynda blaðsins eru tekin á stafrænar vélar og eru það lang mest Canon tæki sem þeir vinna á (ástæðan er aðallega sú að Beco er með öfluga viðgerðaþjónustu).

Vinnuflæðið á deildinni er nokkurn vegin svona: Vaktstjóri tekur við beiðnum um þá atburði sem þarf að mynda og þarf það mikla skipulagningu því að ef menn mæta of seint þá verða ekki til neinar myndir. Fréttamenn geta skrifað fréttir eftir á en ljósmyndarar geta það að sjálfsögðu ekki. Vaktstjóri úthlutar þessum verkefnum á ljósmyndarana sem fara á vettvang og taka slatta af myndum og einnig þurfa þeir að taka eina "creative" mynd á dag, og koma síðan upp á skrifstofu og tæma myndirnar inn á vélarnar. Þá tekur við ferli í tölvunum sem hver ljósmyndari sér sjálfur um en hann byrjar á því að taka myndirnar inn í FotoStation og henda þeim sem eru ónothæfar og síðan skrifar hann inn í myndirnar (í IPTC svæði) ýmsar upplýsingar sem þarf til að hægt sé að finna og þekkja myndirnar síðar svo sem, dagsetningu, ljósmyndara, staðsetningu, lýsingu o.flr. Þessu næst vinnur hann myndirnar í Photoshop sem koma til greina í blaðið sjálft eða á myndaborð Morgunblaðsins, þ.e. laga birtu og liti og slíkt ásamt því að "crop"-a myndina en algjörlega bannað er að taka út hluta úr mynd í þessum bransa, þ.e. að taka t.d. út manneskju í bakgrunni sem skemmir heildarsýnina o.s.frv). Þegar þessu er lokið færir hann bestu myndirnar á myndborðið en þangað fara þær myndir sem starfsmenn myndborðsins geta valið úr í blaðið.
Inn í hugbúnaðinn hlaðast einnig myndir frá Reuters sem notaðar eru í blaðinu en þeir fá að meðaltali 500 myndir á dag frá þeim í gegnum áskrift og er frjálst að nota myndirnar í blaðið eftir þörfum án þess að borga sérstaklega fyrir hverja birtingu. MBL er samstarfsaðili Reuters á Íslandi og sendir út þær myndir sem Reuters gætu hugsanlega haft áhuga á af fréttatengdum málum frá Íslandi og fær þá Morgunblaðið umboðslaun ef Reuters notar myndina, en ljósmyndarinn fær greidd höfundarlaun. Höfundarréttarlög eru mjög skýr á Íslandi og ekki er hægt að framselja höfundarrétt þannig að Morgunblaðið gerir samning við hvern ljósmyndara um að nota myndirnar í blaðinu og er ekkert greitt fyrir hverja birtingu en ljósmyndarinn fær síðan greitt fyrir ef myndir eru seldar á netinu eða af erlendri fréttastofu.

RAX var þarna á svæðinu og heilsaði upp á okkur en hann er andlit þessarar deildar út á við enda þeirra reyndasti ljósmyndari (hefur starfað hjá blaðinu síðan hann var 16 ára og var lengi með stofnanda deildarinnar sem kennara en hann þykir einn af allra bestu ljósmyndurum sem Ísland hefur gefið af sér). RAX vinnur ekki að daglegum verkefnum eins og hinir heldur sér um að fanga land og þjóð í gegnum myndir sínar en vinnur einnig að sérverkefnum. Hann sagði einmitt að það hafi verið gaman að fylgjast með rifrildi á vefnum um það hvort hann væri ofmetinn en einn á umræðuþráðunum vildi meina að hann væri ekkert betri ljósmyndari en hann sjálfur en hefði það framyfir að hafa flugvél og jeppa til umráða sem skapaði mikið rifrildi, sem tveir af ljósmyndurum blaðsins tóku m.a.s. þátt í.

Einar sagði okkur að til þess að bæta sig í ljósmyndun væri mjög gott að taka mynd af íþróttaviðburðum og nota manual fókus. Eins er mjög gott að velja sér einhvern "mentor" til þess að þroska sig sem ljósmyndara en þá finnur maður einhvern sem maður lítur upp til og reynir að stæla hans myndir og vera mjög gagnrýninn á bæði aðrar myndir og sínar eigin og þegar maður hefur masterað að taka myndir eins og þessi fyrirmynd þá getur maður farið í að þróa sinn eigin stíl. Cartier-Bresson er t.d. ágætis fyrirmynd en hann dó nýlega en er að mati margra besti ljósmyndari allra tíma.

Einnig kom í ljós (sem ég vissi ekki) að iðnskólinn býður upp á einu viðurkenndu gráðuna á Íslandi í ljósmyndun og er ágætis undirbúningur að frekara námi. Eftir það nám þurfa nemar að fara í starfsnám hjá t.d. morgunblaðinu og sýndist mér margir þarna í hópnum hafa þann draum að komast að hjá þeim (eitt laust pláss ef menn hafa áhuga á að sækja um).

Þetta var fróðleg og skemmtileg ferð en við Sonja þurfum því miður að fara áður en heimsóknin var búinn því við þurftum að snúa okkur að íþróttum, Sonja að spila badminton en ég að horfa á fótbolta og drekka bjór :-)
    
|
Skrifa ummæli
Siggi
Siggi er vinur minm (Siggi skipaði mér að setja þetta inn).
    
miðvikudagur, febrúar 23, 2005
|
Skrifa ummæli
Birta II
Lagaði aðra mynd sem ég tók í morgun og þessi er líklegast betri en sú sem ég setti fyrr í dag.

    
Ójá....

PP
23:50   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Strengir
Er með strengi í aftanverðum lærunum eftir að einkaþjálfari minn tók mig í snerpuæfingu í hádeginu í WC ... hressandi!
    
|
Skrifa ummæli
Leica
Það lítur út fyrir að hinn gamalgróni og virti myndavélaframleiðandi Leica sé að fara á hausinn og verður ákveðið um örlög fyrirtækisins á hluthafafundi í vor. Leica er goðsögn í myndavélaheiminum og framleiddi fyrstu 35mm myndavélina árið 1924 og hafa vélar þeirra verið vinsælar hjá áhugamönnum og pjúristum. Fyrirtækið Hasselblad sem er svipuð goðsögn lenti í svipuðum vandræðum en Fuji keypti þá og er Hasselblad víst bara deild innan Fuji í dag. Stafræna byltingin í þessum geira hefur farið illa með þessi rótgrónu fyrirtæki því fólk er ekki tilbúið að borga $3000 fyrir góða filmuvél því það veit að þessi tækni er að syngja sitt síðasta. Leica hefur verið að gera stafrænar vélar síðustu ár en þær hafa verið of dýrar og eru ekkert betri en meðal vélar frá öðrum fyrirtækjum. Ætli þetta styðji ekki kenningu mína að eftir 100 ár verði bara til 4 fyrirtæki, þ.e. Microsoft, Sony, Coca Cola og BYKO.
    
Ja, gæti líka verið Canon.
13:47   Blogger Joi 

BYKO á eftir að kaupa Canon eftir um 90 ár
14:23   Blogger Hjörleifur 

Ætli eitthvað stórfyrirtæki kaupi ekki framleiðsluna og haldi Leica merkinu á vörunum eins og oft gerist, þ.e. ef þeir fara í raun á hausinn.
15:02   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Emir
Ekki ónýtt að þessi frábæri leikstjóri leikstýri mynd um besta knattspyrnumann allra tíma.

Úr mbl:
Argentínska goðsögnin Diego Maradona hefur beðið hinn lofsamaða balkanska leikstjóra Emir Kusturica um að búa til heimildarmynd um litríkt líf sitt.

"Þetta er mynd sem þarf mjög flókna hugmyndavinnu á bakvið, hugmyndin er að varpa ljósi á sífellda ósk Maradona að ná samhljómi innan fjölskyldu sinnar," sagði Kustorica við dagblaðið Vecernje Novosti.

"Ætlun mín er að finna og endurskapa á næstu fimm mánuðum raunverulegan persónuleika Maradona," bætti Kursturica við.

Kusturica hefur unnið tvo gullpálma í Cannes kvikmyndahátíðinni fyrir Underground árið 1995 og When Father was away on Buisness árið 1985. Hann er fæddur í Bosníu. Síðasta mynd hans í fullri lengd var Life is a Miracle sem var tekin í Serbíu í fyrra.

Upptökur á heimildarmyndinni um Maradona munu hefjast 18. mars næstkomandi og fara fram á Ítalíu, Kúbu, Ítalíu og Spáni.
    
|
Skrifa ummæli
Mbl
Ég og Sonja erum að fara með fríðum hópi af fólki í heimsókn í ljósmyndadeild Morgunblaðsins seinna í dag og það verður væntanlega fróðlegt. Þetta er á vegum ljosmyndakeppni.is þannig að það verða sennilega nokkrir ljósmyndanörrar eins og við þarna.

Hvenær ætlum við annars að mæta á Players í kvöld? Spurning að mæta 18:25 svo við náum rétt á undan öllum þeim sem stefna á að mæta 18:30, getum bara fengið okkur að borða og slíkt á meðan við bíðum eftir leikjunum.
    
|
Skrifa ummæli
Utanlandsferð Slembara
Já menn héldu kannski að utanlandsnefndin væri dauð en það er nú langtí frá, við erum búnir að vinna hörðum höndum að þessu máli og ætla ég að leggja fram nokkrar hugmyndir hér sem ég hef verið að vinna í og væri gott að fá ykkar hugmyndir inn.

1. Úrslitaleikur Champ league - þetta er einn möguleiki sem hægt væri að kanna, hef ekki skoðað hann nánar en vildi skella þessu amk fram
2. Úrslitaleikur FA CUP - ég þekki einn sem fór fyrir nokkrum árum og var þetta upplifun, þetta er reyndar í Cardiff, en það gæti nú bara bætt stemninguna.
3. Leikur Chelsea og Arsenal 20 apríl, vor í lofti, London baby osfrv. 20 apríl er miðvikudagur en sumardagurinn fyrsti er á fimmtudegi og því hægt að lengja jafnvel ferðina eitthvað og jafnvel ná laugardagsleik.
Verð (án flugs) frá Frá 44.500.-kr.
Tvær gistinætur á 4ra stjörnu hóteli ásamt miða á stórleik ársins 2005 sem getur ráðið úrslitum um það hver hampar Englandsmeistaratitlinum 2004-2005.
VIP pakkar í boði.
Flug frá kr. 27.500 með sköttum

4. Tveir leikir í norðri í mars:
Man. Utd. - Fulham 19. mars
Liverpool - Everton 20. mars
Ferð 18.-21. mars; morgunflug til London föstudag, gisting á Novotel í Manchester, þrjár nætur, einn eða tveir leikir, kvöldflug heim mánudag.

Verð: Báðir leikir kr. 73.900 á mann miðað við gistingu í 2ja manna herb; flug, gisting með morgunmat, miðar á báða leikina og flugv.skattar.


Mér finnst reyndar mjög spennandi option í apríl og jafnvel að lengja ferðina í laugardagsleik (Arsenal-Tottenham er t.d. að spila).

Hvað segja menn, er ekki kominn tími á að taka ákvarðanir og kýla á þetta.
    
Það væri gaman að kíkja á United-Fulham og Liverfools-Everton en Champs League kæmi vel til greina ... opinn fyrir öllu!
13:10   Blogger Joi 

Hvað segir rest - PP og Hjölli, já svo var Sigurður að skoða það hvort hann kæmist.
13:14   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Birta
Það var ansi mögnuð birta í morgun í Hvalfirðinum og skemmtilegt útsýni hérna af efstu hæðinni við Sæbrautina. Fékk lánaðan bílinn hans Hauks og brunaði heim og náði í myndavélina og tók nokkrar myndir. Ég á eftir að vinna þær betur (geri það kannski um eða eftir helgina því ég efast um að ég hafi tíma fyrr), en hérna er dæmi um hvernig þetta var:


Þessi mynd er tileinkuð Hauki vegna þess að hann lánaði bílinn.
    
þriðjudagur, febrúar 22, 2005
|
Skrifa ummæli
Online tímarit
Ég vill benda þeim lesendum sem hafa áhuga á að lesa um ljósmyndun, og þá kannski helst um Canon DSLR vélar á þetta mánaðarlega online tímarit: Check it!
    
|
Skrifa ummæli
EMail
Sniðug síða: Ef maður þarf að senda mjög stórar skrár (upp í 1GB) í tölvupósti og pósturinn ræður ekki við að senda skjalið getur maður notað þessa síðu til að senda: Check it!
    
|
Skrifa ummæli
Fræðslumyndir
Núna er komin dagskrá á heimildamyndaviku Gagnauga, margar áhugaverðar myndir þarna og spurning að kíkja á eitthvað .... hvað segja menn við því?

Check it!
    
Gleymdi að segja að það kostar 300 kr. inn á hverja mynd og 1500 kr. kort fyrir allar myndirnar mofokaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa!
11:41   Blogger Joi 

er ekki bara kort á allar myndirnar bráðnauðsynlegt, ég mæli með því að taka menningarlega bíóviku.
11:44   Blogger Hjörleifur 

Hmmmm ... ég var að skoða dagskrána betur og þessu lýkur á sunnudaginn og það þýðir að ég get nú sennilega ekki séð margar myndir. Í kvöld ætlum við að horfa á leiki og á morgun eru ennstærri leikir, þ.e. Barca-Chelski, United-Milan og ekki förum við í bíó þá (auk þess þarf hjölli að fara í fótbolta kl. 22). Á fimmtudaginn er afmæli hjá Gubba litla kl. 20, en maður gæti kannski náð einni mynd á undan. Á föstudaginn er árshátíð tippklúbbsins og ekki förum við í bíó þá, á laugardaginn er útskrift Sonju í HÍ og síðan förum við í afmæli ömmu hennar á Blönduósi og verum þar um nóttina og eitthvað fram eftir á sunnudaginn þannig að maður gæti kannski náð einni á sunnudagskvöldið :(
12:21   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Bolti
Spurning með að kíkja í kvöld á bolta á Players? Góðir leikir í gangi t.d. Liverfools vs. Liverkúsen, Gallaticos vs. Gamla kerlingin, Kahn vs. Lélegurmann og síðan einn draslleikur. Ætti kannski tippklúbburinn að kaupa sér lengjuseðil til að auka spennuna?
    
Málefnalegt svar. Svarar ekki hvort þú ætlir að horfa með okkur á leikina og hvort þú ætlir að taka fyrir það að klúbburinn kaupi lengjuseðil.
11:30   Blogger Joi 

Eigum við þá ekki bara að veðja á leikina í gegnum betfair.com ?
14:51   Blogger Joi 

Breytt plan: Við Hjölli höfum ákveðið að fara á O'Brians í kvöld til að horfa á leikina þar sem við verðum líklegast bara tveir.
15:54   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Skautar og tónleikar
Fór á föstudagskvöldið á skauta með Bjórvinafélaginu. Á eftir var farið að borða á Kaffisetrinu, sem er alveg ágætis staður. Ódýr matur, en mjög góður. Á matseðlinum voru tælenskir réttir ásamt nokkrum hefðbundnum íslenskum réttum. Eftir matinn var farið á Nasa, en þar voru tónleikar í gangi á vegum vetrarhátíðar í Reykjavík. Þegar við komum var Súkkat að spila, en svo tók við hljómsveitin DCS, en það er Bresk hljómsveit, en allari hljómsveitarmeðlimir eru af indvereskum ættum og spiluðu þeir einskonar Indverskt rokk (eða eitthvað svoleiðis). Þetta voru alveg frábærir tónleikar og allt öðruvísi en maður er vanur að hlusta á.
Þetta var semsagt alveg ágætis kvöld og setti ég inn nokkrar myndir frá kvöldinu á smugmugið mitt
    
mánudagur, febrúar 21, 2005
|
Skrifa ummæli
Áfram Hjól
Það styttist óðum í að ég get farið að nota hjólið, í dag náði ég að skipta um olíu á hjólinu, einnig taka út olíusíu og hreinsa hana og setja nýja síu í. Langt síðan ég hef gert eitthvað í líkingu við þetta, sennilega síðan ég var 16 ára. Nú þarf ég bara að tappa af bensíninu og setja nýtt á hjólið og þá er hjólið good to go.
Á föstudag er áætlað að fara að kaupa búninginn og því gæti ég jafnvel ef vel viðrar farið um næstu helgi á hjólið, amk ætti ég að geta farið í næstu viku ef veður leyfir.
Tek fram að ég fékk góða hjálp frá félaga mínum þegar ég var að þessu, annars hefði ég nú sennilega ekki getað gert þetta.
Náði að koma því í gang og gekk það mjög vel, enda lét ég skoða það í síðustu viku og var það í fínu lagi.
Já eitt í viðbót, ég tryggði hjólið í dag og náði í númer á það.
    
|
Skrifa ummæli
Tæknibyltingar gerast enn
Nú er ég nettengdur heima og er þetta mitt fyrsta heimablögg.
Það er smá saga á bak við þessa tengingu og ætla ég að rekja hana hér í stuttu máli.

Ég var um daginn með fartölvu hér heima hjá mér sem var líka svona splunku ný og með þráðlausu netkorti, enda gert ráð fyrir að hún væri notuð í framhaldsskóla, en það er eins og allir vita algert skilyrði nú orðið að allir nemendur gangi um með skóladót upp á annað hundrað þúsund (og manni fannst það mikið þegar maður var að kaupa skólabækur í flensborg fyrir 10 þús kall). En þegar ég kveikti á tölvunni hér heima hjá mér þá fann hún strax eitthvert net hér í loftinu. Mér datt strax í hug að fólkið á efri hæðinni væri með þráðlaust net, en svo kom í ljós að módemið var 2 hæðum fyrir ofan mína íbúð.
Eftir húsfund í dag þá komst ég að því hvar módemið var og spurði þau hvort það væri ekki sniðugt að samnýta netið og ég borgaði bara helminginn af verðinu og þeim leist ljómandi vel á það.

Ég fór því í dag og keypti mér þráðlaust netkort og skellti því í tölvuna. Eftir þvílík vandræði, sem ég rek nú til PCI raufar á móðurborði og 7 eða 8 klukkutímum síðar við að reyna að fá netkortið til að virka var ég loksins orðinn nettengdur og skrifa nú mitt fyrsta blögg heiman frá mér.

PS. Í gærmorgunn talaði ég við einn af aðalrónunum (gamla kallinn) úr myndinni Hlemmur, en hann gaf sig á tal við mig þar sem að ég stóð fyrir utan húsið mitt og gluggaði í Fréttablaðið á meðan ég beið eftir að Jói kæmi askvíðandi á tryllitækinu sínu og pikkaði mig upp á THS fund sem haldinn var á hinum rómaða stað: Kænunni.
    
Til hamingju ... nú eru komnar upp aðstæður til að fara að spila Ages of Empires V á netinu og berjast við Pálma eins og í gamla daga.
12:18   Blogger Joi 

Bíðum spennt eptir skautamyndum...
14:21   Anonymous Nafnlaus 

Já kominn tími til þótt fyrr hefði verið, enda verður enginn óbarinn byssumaður
14:55   Blogger Hjörleifur 

Skautamyndirnar koma vonandi á netið í kvöld ásamt nokkrum tónleikamyndum
14:56   Blogger Hjörleifur 

Sælir drengir og til hamingju Hjölli með netið! Þorði ekki öðru en kommenta hérna á audiocrobbler bloggið hérna fyrir neðan en ég bjó til grúppu sem þið getið joinað ef þið viljið, væri gaman að sjá hvað þið eruð að hlusta á þarna á klakanum. Grúppan heitir bad taste group en ef þið finnið það ekki þá er ég 4eyes og þið finnið þetta þá í gegnum þann user. Live frá Kolding. Hreiðar kveður að sinni.
22:56   Anonymous Nafnlaus 

nú er ég líka kominn inn, skráður sem Hjolli.
01:30   Blogger Hjörleifur 

Búinn að bæta mér við þessa grúppu og skora á aðra að gera hið sama.
09:38   Blogger Joi 
sunnudagur, febrúar 20, 2005
|
Skrifa ummæli
Raw converter
Hef verið að pæla mikið í forritum til að vinna RAW myndir sem koma úr myndavélinni minni og hef verið að nota Adobe Camera Raw og Capture One Pro, en ekki verið 100% ánægður með þau. Adobe er ágætt þegar maður er að vinna eina mynd en það er of tímafrekt til að vinna margar myndir. Capture One er ágætt þegar maður þarf að vinna margar myndir en kostar mikið og virðist ekki hafa gott "support". Núna var að koma út útgáfa 1.0 af nýju forriti sem virðist vera ansi öflugt og hef ég mikla trú á því og ætla að nota það áfram, það heitir RawShooter. Þeir sem hafa áhuga á þessu forriti geta kíkt á það hér.
    
|
Skrifa ummæli
3 myndir

Canon 20D, Canon EF24-70 f2.4L - f/5.0, ISO 200, 20mm, 1/40s

Skrapp í smá göngutúr í morgun og tók nokkrar myndir og hérna eru 3 bestu.
    
föstudagur, febrúar 18, 2005
|
Skrifa ummæli
Hlaup
Innsti maður á mynd (lengst til hægri) er Gauti Jóhannesson úr UMSB, en hann setti nýtt íslandsmet í 800m hlaupi innanhúss á þriðjudaginn var, þegar hann hljóp 1:51.89 á hinu sterka GE Galan móti í Stokkhólmi. Gauti verður eini keppandi Íslands á EM innanhúss í Madríd nú í mars og slembibullsbræður senda honum baráttukveðjur!
    
|
Skrifa ummæli
Bækur
Álpaðist inn í bókabúð í gærkvöldi og lenti þar á útsölu og lenti í því að kaupa nokkrar bækur:

Það voru 3 veglegar bækur á 99 krónur (hardcover m.a.s.) þannig að ég keypti þær þó ég hafi ekki haft mikinn áhuga á þeim:

Karlmannahandbókin - Kostaði 99 krónur og er nokkuð vegleg bók.
Tantra fyrir elskendur - Til að skoða myndirnar ;-) (kostaði líka bara 99 kr. og er nokkuð vegleg bók en annars keypti ég hana bara útaf verðinu).
350 stofublóm - Kostaði 99 krónur og er nokkuð flott en ég hef ENGAN áhuga á blómum þannig að ég veit ekki alveg hvað ég geri við þessa bók.
Undarleg hegðun hunds um nótt - Skáldsaga sem mig langar að lesa en kostaði samt um 2000 krónur (50% afsláttur).

Enskar bækur:
Circles - Pælingar um vísindi, uppáhalds höfundur Bill Gates stendur aftaná bókinni.
War Stories - Flott mynd um stríðsfrétamenn og ljósmyndara (kostaði 1000 kr.).

Nú verð ég að vera duglegur að lesa en ég er núna að lesa bókina Píslarvottar Nútímans sem er mjög fróðleg og ættli ég lesi ekki hundabókina næst.
    
Risinn er vaknaður og skríður út úr helli sínum með snilldar gagnrýni og ætlar greinilega að fara að taka sig á því blöggið er eins og stjórnlaus skúta þegar hann er ekki að hamast við að sökkva henni.
Soldið rætið samt en maður fyrirgefur það nú og ég vill benda á að ég er búinn að lesa allar Ævintýrabækurnar oftar en einu sinni og veit ekki hvort ég hafi áhuga á að lesa Bond.
20:58   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Herman
Er að hlusta á Herman and the Hermits - No Milk Today, man alltaf þegar þetta lag hljómaði á öllum útvarpsstöðvum í mjólkurverkfallinu í gamla daga.

Þetta blogg er tileinkað Pálma Péturssyni og hans mönnum.
    
|
Skrifa ummæli
Ský
Glitský á lofti núna, allir að fara út að horfa.
    
fimmtudagur, febrúar 17, 2005
|
Skrifa ummæli
350D
Jæja, Pálmi - spurning hvort þú verðir ekki að skoða þessa vél og meta hvort það sé sniðugra að kaupa hana eða 10D vélina sem þú ert að spá í: Check it!

þetta er 8mp og stendur að flesti leiti framar eða svipað og 10D vélin þó að hún sé reyndar ekki jafn skemmtilega byggð myndi ég halda. Hún kemur út í mars og er listaverðið 999 dollarar þannig að maður getur fengið hana á B&H í USA á svona 850-900 dollara sem er 60þ krónur eða svo.
    
miðvikudagur, febrúar 16, 2005
|
Skrifa ummæli
Signal
Horfði á nokkuð skemmtilegan þátt í nótt (andvaka) á Discovery sem fjallaði um áróðursmaskínu Nasista. Ótrúlega flott hvernig þeir unnu þetta, þ.e. samkomurnar voru ansi magnaðar, plagötin mjög flott og áhrifarík og kvikmyndirnar sem hefðu fengið marga til að trúa að þeir væru ósigrandi.
Eitt sem mér fannst merkilegt var að þeir gáfu út alveg helling af tímaritum á meðan stríðinu stóð og hét eitt af þeim Signal og var það gefið út í öllum löndum sem þeir náðu á sitt vald, og á viðkomandi tungumáli. Þetta var mjög flott tímarit og eitt af þeim fyrstu sem var að stórum hluta í lit, og voru stórar heilsíðu ljósmyndir í lit frá stríðinu.

    
Ekki laust við vott af aðdáun í þessum greinaskrifum. Tengill sem gæti hjálpað -->Þráhyggja<--
22:58   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Dolli
    
|
Skrifa ummæli
Leikir
Everton - Man. Utd. í bikarnum í beinni á sýn á laugardaginn kl. 17:20. Eru menn spenntir fyrir því að kíkja á hann?

Síðan er allt að gerast í næstu viku. Ég held að United-AC Milan og Chelski-Barca séu á sama tíma á Sýn1 og Sýn2, hvernig ætla menn eiginlega að tækla það? Spurning að kíkja á Players um 17:30 leitið og tjóðra sig þar niður?
    
Ég er til í hvað sem er.
17:09   Blogger Árni Hr. 
þriðjudagur, febrúar 15, 2005
|
Skrifa ummæli
Apúff
Hef verið að drukna í vinnu síðan á laugardaginn og því ekkert meira að segja, nema vinna vinna vinna vinna vinna. tennis, vinna vinna vinna vinna vinna.
    
|
Skrifa ummæli
Tennis
5-1

Við Hjölli áttum ekki í erfiðleikum með kjúklingana í gær þrátt fyrir að ég væri að stíga úr veikindum og Hjölli hafi ekkert borðað fyrir tímann. Við vorum smá tíma að komast af stað en unnum fyrri leikinn 7-5 og þann seinni 6-1. Þeir eru nú samt eitthvað að koma til því að við þurftum aðeins að hlaupa í gær en höfum varla þurft því hingað til.
    
|
Skrifa ummæli
Hjól
Jæja þá verður ekki aftur snúið - búinn að kaupa hjólið, peningurinn farinn út af bókinni og inn á aðra bók. 2004 hjól keypt nýtt í apríl 2004 og lítið notað. Búinn að fara með það í geymslurýmið og nú er bara að fara að lesa manualinn :)

Verð reyndar ekki löglegur eigandi fyrr en seinni part vikunnar þ.a. ég tek því nú rólega á næstunni, enda þarf að setja það á rauð númer og tryggja hjólið áður en lengra er haldið. En tryggingin kostar sennilega um 50 þús á ári.
    
Til hamingju. Ekki ónýtt að þekkja mótórhjólatöffara!
10:26   Blogger Joi 

Til hamingju. Máttu alveg keyra hjólið á götum bæjarins, eða er þetta bara fyrir roffærubrautir.
16:49   Blogger Hjörleifur 
sunnudagur, febrúar 13, 2005
|
Skrifa ummæli
Skák
Var að dunda mér við þessa mynd af taflmönnum:


Þetta er táknræn mynd og táknar hún stríð Bandaríkjanna við hryðjuverk. Bush er kóngurinn, Blair er drottningin, lönd á lista hinna staðfestu þjóða eru peðin (Ísland er litla peðið til hægri) og síðan er óvinurinn ógreinilegur í fjarska enda nánast ósýnilegur og oft óskilgreindur :-)
    
Þetta er nú meiri áróðurinn :-)
20:25   Blogger Árni Hr. 

Elín segir...oj oj oj, mikið eru menn pólitískir og listrænir allt í senn :)
21:57   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Robert Plant
Mig langar til að fara á tónleika Roberts Plants, eru einhverjir aðrir sem hafa áhuga að skella sér með mér.

MBL
    
Ég væri líka til í að sjá þessa tónleika.
18:23   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Vikan sem leið
Þetta er nú búinn að vera meiri vikan, rosalega mikil vinna, vann alltaf frá 8.30 til amk 18.00 svo á hverju kvöldi ca 2 tíma. Tek nú fram að þetta var samt mjög fín vika, bara mikið að gera, næsta vika verður mun rólegri og verður hún notuð í að vinna í nýju framleiðslustýringarkerfi sem við ætlum að setja á koppinn.
Fór svo á föstadag á vinnufund þar sem framtíðarstefna fyrirtækisins var rædd ofl, eftir það var farið á La Primavera og borðað og drukkið smá bjór fram eftir kvöldi. Ég var svo kominn heim um miðnætti saddur og sáttur.
Ætlaði svo að ná í hjólið á laugardeginum eða sunnudeginum og kom þá í ljós að Sparisjóður Hafnarfjarðar á Strandgötunni sveik mig, greinilegt að maður á aldrei að treysta þessum blessuðum bönkum. Vegna þessa get ég ekki gengið frá hjólakaupum fyrr en á mánudag, en þá verður náð í hjólið og það greitt.
Annars fór laugardagurinn í það að slappa af, ég horfði á smá bolta, aðallega Tottenham leikinn en hann unnu þeir. Ég náði ekki að fara á tippfund vegna bílsleysis þar sem EE var í vinnunni. Um kvöldið horfði á The Village eftir M. Night shamalamlamalmlann, sú mynd var mjög fín og góð skemmtun.
Í dag vaknaði ég svo snemma, keyrði EE í vinnuna, fór í sund þar sem ég synti 0 metra, ef þessi eini meter sem ég þurfti að svamla í pottinum telst ekki með. Var aðallega í potti og gufu. Mætti svo í vinnuna í 2 klst, dundaði mér þar við að undirbúa mánudaginn og klára upp föstudagshalann sem hafði myndast.

Annars er lítið að gerast þessa dagana hjá mér, bíð spenntur eftir árshátíð tippfundarins, en þar reikna ég með að sjá hversu vel við höfum staðið okkur undanfarið ásamt stórskemmtilegri dagskrá
    
Þar sem mér hefur nú ekki verið spáð háum aldri þá held ég að ég sé akkúrat á miðjum aldri núna...
15:45   Blogger Árni Hr. 

Spurning hversu mikið ég get drukkið á árshátíðinni því ég fer í útskrift Sonu daginn eftir og síðan í afmæli á Blönduósi ... þetta hlýtur samt að reddast.
18:28   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Vinna og vinna
mætti í vinnuna rétt um hádegisbil og er hér enn. Um það leiti sem ég var að fara að hugsa um að fara heim úr vinnunni þá tók ég eftir því að ein tölvan var með einhverja stæla og svo fór að ég er búinn að vera að reyna að laga hana eins og hægt er, en það er bara ekki alveg að ganga nógu vel og nú er ég orðinn þreyttur og ætla bara heim að sofa.
    
laugardagur, febrúar 12, 2005
|
Skrifa ummæli
Myndakeppnir
Tók smá egó myndasessíon áðan af sjálfum mér því keppni þessarar viku á DPChallange er sjálfsmynd. Á ljósmyndakeppni.is er keppni þessarar viku Neikvætt rými (þegar stór hluti myndar er ekki með neitt áhugavert, og kannski er bara öll mín mynd þannig) og ákvað ég að nota aðra sjálfsmynd af mér í þá keppni, hérna eru myndirnar:

Keppnin Sjálfsmynd: Glassman


Keppnin Neikvætt rými: Sjálfsmynd

Lítið að frétta af mér, fékk smá hita seinnipartinn á fimmtudaginn og var með hita allt kvöldið. Á föstudaginn var ég smá slappur ennþá og var bara heima að gera ekki neitt nema leika mér í tölvunni og lesa smá. Í dag hef ég haldið mig að mestu innandyra en mætti samt á tippfund þar sem Árni og Siggi voru fjarverandi (Siggi var að kenna og því skrítið að hann bað ekki um að við myndum hafa annan tíma á þessum fundi), og síðan var mamma og tvær frænkur Sonju í heimsókn hérna í dag. Núna er ég bara að sötra bjór og myndanördast og Sonja er að skrifa ritgerðina.
    
Mér finnst þessar myndir góðar.
14:38   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Gyðingur
    
föstudagur, febrúar 11, 2005
|
Skrifa ummæli
Reyes
'I wish I was playing for Real Madrid. If I'm not, I'm going to have to carry on playing with some bad people,'
Reyes
    
miðvikudagur, febrúar 09, 2005
|
Skrifa ummæli
Samtal
B: Ég væri nú alveg til í að vera að hjóla einhverstaðar úti í rassgati núna.
J: Komdu bara með mér inn á klósett og ég skal sýna þér hvernig hjólað er í rassgati.

Stuttu síðar:
B: Ég sé fyrir mér hvernig það væri og ætla að teikna mynd af því.

    
|
Skrifa ummæli
Mótorhjól
Jæja þá er ég loks búinn að láta að því, er búinn að kaupa hjól, á reyndar eftir að ganga frá því formlega en það ætti að vera búið á morgun.
Keypti mér fjórgengishjól, Yamaha 250 cc 2004 árgerð.

More details to follow....

Stefnt er að því að ná í hjólið á morgun og þá er það bara að bíða eftir góða veðrinu.
    
Til hamingju með fjórgengisrennireiðina!
22:32   Blogger Joi 

Góður!!
HS
10:10   Anonymous Nafnlaus 

Jebb, góður.
10:02   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Eftir að hafa sofið vært og geta breitt aðeins úr mér í nótt í nýja rúminu mínu (gamla hans Jóa), en það er 120 cm breitt, en gamla mitt aðeins 90 cm og komið til ára sinna og fékk það bara sendingu beint í sorpu þá hefur dagurinn bara verið hinn ágætasti og ekkert svosem meira um það að segja.
Næst á dagskránni er að fara í Mexíkóskan mat til Jóa og svo er bolti í kvöld eins og venjulega.

Nú er allt á fullu hjá þeim sem eru að vinna í skjálftavefsjánni, en hún verður opnuð opinberlega með viðhöfn á föstudaginn með tveimur ráðherrum og allt. Hægt að lesa um þetta á moggavefnum (ef maður kafar nógu djúpt í innlendum fréttum, er ekkert að linka á þetta því það læsi það hvort eð er enginn).
    
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
|
Skrifa ummæli
Jamms og Jæja
Tannlæknir í dag, bara sama gamla píningin og ekkert meira um það að segja. Er að fara heim til Jóa núna að rúmast þar og svo rúmast hjá mér og ætti þá að vera nóg rúm allstaðar.
    
Hjölli er kominn til mín og stendur við hliðina á mér þegar ég skrifa þetta!
17:37   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Rúm
Við Sonja skruppum í hádeginu og keyptum okkur nýtt rúm í Betra Bak og kostaði það ásamt öllum aukahlutum 195þ krónur. Þetta eru tvær 90x200 cm Tempur heilsudýnur með grindum undir, pívum, yfirdýnu, tveimur umgöngum af lökum og einum þunnum heilsukodda.

Núna verðum við Hjölli að redda flutningi á gamla rúminu mínu heim til hans ... kannski getum við samið við bílinn sem kemur með rúmið heim til okkar seinnipartinn að skjótast með það til Hjöllans.
    
|
Skrifa ummæli
Ljosmyndakeppni.is
Setti þessa mynd inn á Lífsgleði keppnina á Ljosmyndakeppni.is og hún er að standa sig mjög vel þar, rúmlega 6,4 í meðaleinkunn (lenti í 5. sæti í jólakeppninni með meðaleinkunn 5,9 þannig að maður gæti lent í einu af fyrstu 3 sætunum).


Kisuprinsessa

Myndin á DPChallenge er hinsvegar ekki að gera góða hluti og er með 5,1 og bjóst ég við mun hærra fyrir þá mynd, en ég verð a.m.k. fyrir ofan Pálma og Hjölla :-)

p.s. staðan er 4-1 í tennis.
    
mánudagur, febrúar 07, 2005
|
Skrifa ummæli
Helgin
Smávægileg tækniviðbót var gerð um helgina, en þá fékk ég mér breiðbandið og áskrift fyrir tæpar 2600 kr. Það var að sjálfsögðu nýtt um daginn og fylgdist ég með 3 leikjum í einu í ensku. Um kvöldið var farið á Hamborgarabúlluna, eins og Jói er búinn að greina frá í máli og myndum. Svo var bara horft meira á sjónvarpið, enda er nú í fyrsta skipti sem ég get svissað á milli svona margra stöðva og það með fjarstýringu (en ég hafði aldrei átt nothæfa sjónvarpsfjarstýringu fyrr en ég keypti mér sjónvarpið um daginn).

Á sunnudeginum fór ég út að leita mér að myndefni fyrir keppni vikunar á DPChallenge. Viðfangsefnið var bleikur og átti ég í frekar miklum erfiðleikum að taka góða mynd af einhverju bleiku. Sjálfur á ég bara ekkert sem er bleikt, svo ég fór á stúfana að leita að bleikum hlutum.
Ég keyrði fyrst til Hafnarfjarðar, en sá ekkert bleikt þar, svo ég fór því næst í Smáralindina og sá þar fyrst búð sem heitir hreinlega Pink og var öll í bleiku, en mér fannst það bara ekki vera gott myndefni, en smellti þó af nokkrum þar. Svo voru hangandi risastór auglýsingaskillti niður úr loftinu sem voru bleik og tók ég mynd af þeim (sem ég sendi svo í keppnina, en var nú samt ekkert mjög ánægður með þá mynd). Ég gekk svo áfram og hjá Debenhams sá ég allt í bleiku inn í búðinni svo ég stóð þar fyrir utan og tók nokkrar myndir þar. Þegar ég var að því, þá kom þar að mér starfmaður Debenhams og spurði mig hvort ég væri að taka mynd af öryggishliðunum. Ég sagði svo ekki vera, ég hefði einfaldlega séð mikið af bleiku þarna inni og væri að taka mynd sem passaði fyrir ákveðna ljósmyndakeppni þar sem umfjöllunarefnið væri bleikur. Ég held að hún hafi ekkert skilið hvað ég var að segja, því hún sagði mér að það væri alveg bannað að taka myndir í búðinni, því Debenhams er með einkarétt á þessum uppstyllingum og alveg bannað að taka myndir af þeim. Ég sagði bara ok, ég vissi það ekki og ítrekað þetta með keppnina. Þá virtist hún átta sig á því að ég var greinilega bara einhver lúði út í bæ að taka bjánalegar myndir, en benti mér á að spyrja þær í Expo (eða eitthvað svoleiðis, en það er einhver lítil fatabúð þarna rétt hjá). Ég sagði bara að þetta skipti engu máli og hún kvaddi mig með bros á vör og afsakaði sig meiraðsegja svo það voru allir sáttir í lokin.
Ég keyrði svo eiithvað smávegis um í viðbót og tók mynd af bensínstöð (sem var bleik) en annars var þetta bara ekkert að virka.
Ég fékk reyndar ágætis hugmynd sem ég gat bara ekki framkvæmt þrátt fyrir nokkrar tilraunir, en það var að taka mynd af kisunni minni því hún er bleik á þófunum, svo ætlaði ég að kalla myndina "pink as a ... cat". Sú myndi hefði ábyggilega ekki skorað hátt, en samt sniðugt. Það var bara þannig að þegar ég var að reyna að taka þessa mynd þá var kötturinn bara alltaf á svo mikilli hreyfingu að þetta gekk bara ekki upp.

Í gærkvöldi styllti ég á Animal Planet og var verið að sýna þátt um ketti í afríku, allt tekið að næturlagi þegar þeir voru að veiða. Þetta vakti mikinn áhuga hjá sömu dýrategund á heimilinu og horfði hún alveg stjörf á þá hluta þáttarins þegar kettirnir voru á skjánum, en var svo alveg sama um bambana og hérana. Greinilegt að hún er ekki alveg að fatta hvernig sjónvarpið virkar, því þegar kettirnir hlupu út af skjánum þá kíkti hún stundum fyrir hornið til að athuga hvort þeir kæmu ekki út úr kassanum. Já kisur eru skemmtileg dýr, svo eru þær líka svo vitlausar, en það er bara betra.
    
HJÖRLEIFUR!!! Hvernig dettur þér í hug að segja að kettir séu vitlausir! Ég á bara ekki orð, það mætti halda að þú ættir ekki kött. Fussum svei, segi ég!!!
14:21   Blogger Sonja 

jú, þær eru víst vilausar. Ég er t.d. búinn að reyna að kenna minni að tala nokkur einföld orð, t.d. opnaðu gluggann, en hún segir alltaf ofnaðu uggann. Ég er viss um að páfagaukur gæti alveg lært þetta.
15:57   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Once, when he lost his dog, he put an advertisement in the local paper ... all it said was; "Here boy!"
    
sunnudagur, febrúar 06, 2005
|
Skrifa ummæli
OST
Var að næla mér í soundtrackið úr myndinni Danny the Dog með Massive Attach. Virðist vera rólega og ljúf tónlist en þekki kannski ekki Massive Attach takta í þessu, a.m.k. ekki á 5 fyrstu lögunum sem ég er búinn að hlusta á.
    
|
Skrifa ummæli
DPChallenge
Tók í gær mynd fyrir "Pink" keppnina á DPCHallenge og hérna er afraksturinn:


Standing Duck

Við Hjölli og Pálmi ætlum allir að taka þátt í keppninni og Pálmi er búinn að senda inn og Hjölli er að pæla í þessu ennþá. Skemmtilegt með keppni eins og þessa að maður fer að pæla á mismunandi hátt í umhverfi sínu og vorum við Hjölli sammála um það að við erum búnir að pæla í bleikum litum í okkar nánasta umhverfi síðustu vikuna með það að leiðarljósi að finna myndefni. Við komumst að því að bleikur litur er bara mjög sjaldgæfur en ég held að það sé þroskandi að pæla svona öðruvísi í hlutunum en maður er vanur (er ég farinn að tala út um rassgatið á mér?).
    
Ég heyrði í Hjölla rétt áðan og hann er að keyra út um allan bæ að leita að ljósmyndaefni í keppnina. Hann var staddur í Smáralind þar sem hann lenti í útistöðum við starfsmenn Debenhams en þeir héldu að hann væri að stunda iðnaðarnjósnir með því að vera að taka myndir af uppstillingum þeirra. Gaman verður að sjá útspil Hjölla í keppninni.
15:08   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
1x2
Tippklúbburinn kom saman í gær og voru tveir seðlar smíðaðir sem komu reyndar ekkert sérstaklega út. Við erum frekar stefnulausir í vali á kerfum og er sennilega ástæðan fyrir því að við höfum ekki nægilega þekkingu á þessum kerfum og kostum og göllum hvers kerfis fyrir sig.
Það sem vakti athygli sumra félagsmanna var það að annar meðlimur tölfræðideildarinnar, sem hefur það verkefni (og hefur haft í ár) er að meta kosti og galla hvers kerfis ásamt því að koma með betri aðferðir í að tippa, hefur ekki hugmynd um hvernig mismunandi kerfi virka og hefur EKKERT kynnt sér þessi mál. Ég og aðrir félagsmenn beinum því því til tölfræðideildarinnar (Siggi og Pálmi) að fara að skoða þessi mál af meiri festu því það er akkúrat EKKERT að gerast í þessari deild.

p.s. sami aðili var ekki búinn að skoða leikinn sinn frekar en í fyrri skipti og er algjört áhuga- og metnaðarleysi hjá sumum innan klúbbsins. Pálmi mætti síðan ekki á fundinn og er mæting tölfræðideildarinnar ekki nægilega góð.

Nefndin.
    
laugardagur, febrúar 05, 2005
|
Skrifa ummæli
Hamborgari
Setti inn nokkrar myndir frá Hamborgarabúllunni sem við Sonja og Hjölli fórum á fyrr í kvöld, soldið heimilislegar og persónulegar myndir þannig að Siggi ætti að vera ánægður. Þessar myndir eru nú ekkert sérstakar en þær eru allar tektar innandyra að kvöldlagi án flass og með ISO 800 á vélinni og þær sýna ágætlega hvað vélin er mögnuð :) ... check it!


Hjölli að panta sér kaffiís.
    
Ja, ég fór reyndar ekki út á lífið og þessi myndasería á nú að standa ein án einhvers texta (og ég veit ekki hvernig ég gaf í skyn að ég væri miðbæjarrotta).
11:42   Blogger Joi 
föstudagur, febrúar 04, 2005
|
Skrifa ummæli
Slembibullsbraedur
Er ekki í neinu spes stuði, en nú er ég búinn að vera að velta mér upp úr skjálftum alla vikuna og farinn að verða doldið þreyttur, en ég er nú á bakvakt þessa stundina svo ætli það sé ekki bara best að koma sér vel fyrir, fyrir framan imbann og glápa á það sem hann býður uppá, eða leigja sér bara DVD á 250 kr í krambúðinni á skólavörðustígnum, ekki trash díll það mofokaaaa (eins og Jóarnir segja, ég kann að vísu ekki að fara með þetta alveg rétt, en samt)

Annars þá var ég að gera mitt óreglulega ljóðatékk, þ.e. tékka á því hvort að eitthvað hafi komið inn á ljóða- og smásagnasíðu Hjölla og þar var búið að bætast ein við um Pálma og er hún eftir Tiger Woods.

BAKKAKOTSVÍSUR
Fyrr var oft í koti kátt
Pálma fannst oft gaman
Skolli, skrambi í norðanátt
vindbarinn í framan
Sjaldan fékk hann örn og par
en setti niður fugla
honum loks svo leiddist þar
er aðrir fóru að rugla

Höfundur: Tiger Woods
    
jájá hún er enn aðgengileg http://hraun.vedur.is/~hs eða http://www.vedur.is/starfsmenn/hs
En þar sem að það skilar sér ekkert mjög mikið af ljóðum þarna inn þá útvíkaði ég þetta í smásagnasafn líka, en það hefur ekki enn komið nein saga þarna inn.
19:02   Blogger Hjörleifur 
fimmtudagur, febrúar 03, 2005
|
Skrifa ummæli
Utanumhald
Jæja Árni, loksins fann ég forrit til að halda utanum diskana þína og bíómyndir (tekur m.a.s. upplýsingar frá IMDB): Check it!
    
Ég hélt að Jói ætlaði að smíða forrit sem að gerði þetta, en ekki bara finna það á netinu.
10:58   Blogger Hjörleifur 
miðvikudagur, febrúar 02, 2005
|
Skrifa ummæli
United
Jamm, United vann glæsilegann sigur á Arsenill í gær þrátt fyrir að Arse hafi sýnt leiðinleg atvik í leiknum. T.d. lét Cole sig falla fáránlega í teignum í byrjun leiks og var það með því augljósara sem ég hef séð lengi og síðan reyndi Vieira að fiska Roona útaf .... ussussuss. Hinsvegar átti Silvestre rauða spjaldið skilið, ekki gáfulegt hjá honum.
    
Þá er þessi helv.. deild búin, ég er sammála Jóhanni að Cole gerði sig sekan um leiðindaatvik. Einnig var þetta ekki mjög prúðmannlegt hjá Viera en ég skil gremjuna hjá Arsenal þar sem þeir eru nú enn fúlir yfir að Rooney svindlaði á þeim í síðasta leik.

En Utd vann þennann leik og ekki meira um það að segja svo sem nema að þetta var víti á Silvestre... En ég er samt ekki viss um að það hefði skipt neinu máli fyrir leikinn og úrslitin.
En nú nenni ég ekki að horfa á fleiri leiki í bili í þessari deild, bara bikar og Evrópa - Tottenham tapaði líka og það virðist ekki duga að kaupa leikmenn í tugatali fyrir þetta skítalið.
13:32   Blogger Árni Hr. 

En það er alltaf eins með púlarana, þeir púla og púla og uppskera á endanum alltaf sitt evrópusæti, en það er þó spennandi að fylgjast með því hvort þeir nái þessu.
10:57   Blogger Hjörleifur 
þriðjudagur, febrúar 01, 2005
|
Skrifa ummæli
Kosningaspá fyrir kvöldið
2-0
    
Sennilegast endar þetta með jafntefli og deildin er búin.
15:53   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Hjölli á aðalfyrirsögn mbl í dag
Úr mbl:

"Allt glóandi hér í gærkvöldi"

Allmargir smáir eftirskjálftar hafa mælst eftir að öflugur jarðskjálfti af stærðinni 5,2 á Richter varð klukkan 20:29 í gærkvöldi, um 200 kílómetra austur af landinu, að sögn Hjörleifs Sveinbjörnssonar, jarðfræðings á Veðurstofu Íslands. Hann segir að fyrsti skjálftinn hafi fundist greinilega, einkum í Neskaupstað. Þá hafi menn í flugturninum á Egilsstöðum fundið fyrir skjálftanum og látið vita. "Það var allt glóandi hérna í gærkvöldi," segir Hjörleifur.

    
glæsilegt Hjölli!

gkth
15:42   Anonymous Nafnlaus 

Þetta útskýrir hví Hjölli er alltaf að djamma með þotuliðinu, Eið Smára og Hemma á Rex, Kiefer á Thorvaldsen.
Þessir menn þekkja allir að vera reglulega í blöðunum.
15:42   Blogger Árni Hr. 

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
15:47   Anonymous Nafnlaus 

Já, ætli þetta sé ekki fullnægandi sönnun fyrir því að hann hafi ekki komist í tennis í gær 8)
15:47   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Tennis
Já eins og Hjölli sagði frá hér að neðan þá komst hann ekki í tennis og ég þurfti að etja einn kappi við Sigurð McEnroe og Hauk trash, og skiptust þeir á að spila einliðaleik við mig. Ég byrjaði af það miklu kappi að þeir skildu ekkert í því hvað ég var öflugur og voru farnir að spyrja mig hvort ég hafi verið hjá kennara.
Ég vann fyrri leikinn 6-3 og þann seinni 5-3 og mega þeir vera ánægðir með að ná þó þetta mörgum stigum.

p.s. Siggi braut ekki spaðann í þetta skiptið.
    
Já, staðan er 4-0 og strákarnir eru ekki búnir að borga bikarinn frá síðasta tímabili.
10:34   Blogger Joi 

Gott hjá þér Jói og má ég þá spyrja, hvað fékkstu þér í kvöldmat?
14:42   Blogger Hjörleifur 

Ég borðaði um 18:30 leitið og fékk mér þá kjúklingapastabakka frá Sóma og prins póló og skolaði því niður með kóki.
14:51   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Tennisskjálfti
Rétt eftir að Jói var búinn að bjóða mér far í tennis þá hringdi síminn frá veðurstofunni. Þar var mér tjáð að fullt af fólki væri að hringja frá Neskaupsstað og Egilsstöðum. Ég var bara eins og spurningamerki í framan og sá ekki alveg í hendingu hvernig þetta tengdist mér, þó að mig grunaði nú að eitthvað hafði nú gerst þarna fyrir austan. Ég hringi strax í Jóa og segi honum að ég verði að rjúka upp á veðurstofu og kæmi líklegast ekkert í tennis (en ég lifði þó enn í voninni um að komast). Þegar ég kom uppeftir og settist við tövuna sá ég þetta líka fína úslag á öllum mælunum. Og til að gera langa sögu stutta þá er hér það sem var að gerast og kom í veg fyrir tennisiðkun mína í þetta sinn.
    
Ég heyrði í morgunútvarpinu að þetta hefði nú verið töluverður skjálfti, hlutir hefðu verið á reiðiskjálfi í dágóðann tíma án þess þó að skemmileggja mikið.
08:51   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar