þriðjudagur, september 30, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæjja, búið að vera nóg að gera undanfarna daga og var ég í rauninni rétt í þessu að klára að ganga frá vaktinni minni (skjálftavaktinni).
Getraunir helgarinniar fóru frekar illa þrátt fyrir að hafa fengið 11 rétta bæði á ítalska og enska seðlinum, en þar sem að þetta var allt svo fyrirsjáanlegt að þá voru vinningarnir eftir því, en 11 réttir gáfu mér 120 kr í vinning á ítalska seðlinum (seðillinn kostaði 240 kr) og ekki var borgað út fyrir 10 rétta en ég var með 4 slíkar raðir. Seinast þegar ég keypti mér seðil í ítalska boltanum (15. nóv 2002) þá þá fékk ég 12 rétta og var vinningurinn 790 kr, en ekki var borgað út þá fyrir 11 rétta (7 raðir) né 10 rétta (21 röð) og sá seðill kostaði 1440 kr. Svo það virðist vera beint samband á milli verðs á seðli og vinninga, þ.e. maður fær ca helminginn endurgreiddann.
Annars er ég bara eitthvað svo andlaus núna, er eitthvað að næla mér í kvef aftur og var hálf slappur í vinnunni í gær, en samt ekki þannig að maður hangi heima og fór svo í tennis um kvöldið (gleymdi mér aðeins yfir óveðurssjónvarpsþættinum og kom 10 mín of seint) og þegar ég mætti þá var Jói bara einn þarna og Oddgeir kom ekki (engin útskýring á því fengist, en hann lét okkur ekkert vita) svo ég og Jói spiluðum í tæplega klukkutíma og átti ég bara nokkuð góðan tíma, en Jói var óvenju slakur, enda þjáður af næringarskorti þar sem að hann hafði ekki borðað neinn kvöldmat og fóru leikar því eftir atvikum.

Jæja, best að hætta þessu skrifiríi (enda algjörlega poíntless og knúið áfram af andleysi) og fara að lesa aðeins til í bráðarvámöppunni en það á að fara í nokkra hluti úr henni á sviðsfundi á morgunn.
    
|
Skrifa ummæli
Allir að skoða myndasíðuna mína og Sonju.
    
|
Skrifa ummæli

Tilkynning:

Pálmi og Erla eignuðust Sölku í nótt kl. 2:30 og gekk það hratt og vel.
    
mánudagur, september 29, 2003
|
Skrifa ummæli
Atvinnuljósmyndararararnir hjá mbl þurfa greinilega að sækja í smiðju snillinga til að fá innblástur. Ég sendi myndina sem ég tók inn á ljósmyndakeppni mbl í sumar.

Mín mynd:


Þeirra mynd:


Ánni er að glöggur að spotta þetta.
    
sunnudagur, september 28, 2003
|
Skrifa ummæli
Gleymdi einu - var að skoða haustmyndir mbl og sá þar eina mynd sem hét rigning.

Er nánast alveg eins og myndin hans Jóa af Sonju í gegnum bílrúðuna í rigningunni. Skemmtileg tilviljun það, sýnir að strákurinn hefur auga fyrir þessu - jahh eða bara að hann á digital myndavél og smellir duglega af. :)
    
|
Skrifa ummæli
Annars verð ég að halda áfram að segja frá einu af nýjustu idolum mínum, honum Sigga Pönk sem er að blogga sem punknurse. Ég er farinn að lesa bloggin hans reglulega og er mjög gaman að fylgjast með ferðum hans ásamt ritsnilld hans, já ég kalla það ritsnilld.
En hann er mjög einlægur og öfunda ég hann nokkuð, ég gæti aldrei verið svona einlægur á netmiðli, eða bara almennt sennilega.
Þegar ég les bloggið hans hugsa ég mikið til þess að þarna er maður að gera það sem honum finnst skemmtilegt, hann lifir lífinu til fullnustu og lifir eftir sinni sannfæringu og ekki sannfæringu þjóðfélagsins. Sumir segja að heimskur maður nýtur betur lífsins þar sem hann hugsar passlega mikið um kosti og galla þjóðfélagsins og sjálfs síns, en þarna er maður sem er vel þenkjandi en virðist samt mjög sáttur á sínum stað, stendur á sínum skoðunum án þess að vera róttækur og leiðinlega predikandi.

Þetta fær mann til að hugsa um þá leið í lífinu sem maður valdi og hvort hún sé rétt, ég get hugsað um margt annað sem mig langar til að gera núna, en eins og mínir nánustu vita þá er nú eitt af því sem ég hef alltaf elt uppi og er það fjárhagslegt jafnvægi, eitthvað sem ég er svo sem með núna, en samt er ég ekki að njóta lífsins til fullnustu þar sem það er svo margt sem mig langar að gera áður en ég verð stór.

En við mig var nú mælt einu sinni að ég sæi ekki skóginn fyrir trjánum og hefur það setið svolítið fast í mér og er það kannski rétt.
Jæja nóg með þetta - svona hugleiðingar eiga rétt á sér inn á milli - eftir hálft ár þá les ég þetta og brosi.
    
|
Skrifa ummæli
Fékk þetta sent frá samstarfsmann mínum - hann veit svo sem lítið um mína knattspyrnuhagi, en þetta hitti vel á:

Q: How do you confuse a Man U fan?
A: Show him a map of Manchester.

Q: What's red and white and funny?
A: A bus load of Man U fans going over a cliff.

The Post Office have just recalled their latest stamps The special set of commemorative stamps had pictures of Man United players on them... but people couldn't figure out which side to spit on.

What's the difference between a Man United supporter and a bucket of cow manure?
The bucket.


Ég veit að þeir eru misgóðir, en gott að gera þetta ódauðlegt.
    
laugardagur, september 27, 2003
|
Skrifa ummæli
Fór inn á Chelsea heimasíðuna og þar var spurning um hverjir væru besta striker parið hjá þeim - þetta lítur ekki vel út hjá Eiði okkar:

Our best striker pairing?
Crespo & Mutu 56% (2496)
Crespo & Hasselbaink 9% (410)
Crespo & Gudjohnsen 2% (105)
Mutu & Hasselbaink 24% (1079)
Mutu & Gudjohnsen 4% (195)
Hasselbaink & Gudjohnsen 4% (159)


Eins og sést þá er hann hæst 4% sem er ekki mjög gott.

Annars var ég á leiknum áðan, FH-ÍA (for the history records). Ekki endaði það vel, ég vorkenni FH-ingum, þeir eru að fara uppskeruhátíð í kvöld, þar verður nú ekki drukkin gleðiskál.

FH-ingar voru óheppnir að tapa þessum leik, áttu ekki skilið að tapa honum en einhverjir þurftu að tapa og það endaði með að við töpuðum, tough luck.

Tek það líka fram að Jói og Hjölli voru eiginlega of seinir, við vorum í boðsmiðastúkunni og hefði nú verið kurteisi að mæta á réttum tíma - Jói baðst nú reyndar afsökunar og er það honum til framdráttar. Aðrir hefðu nú átt að fylgja þessu fordæmi.

Einnig reyndi Hjölli að draga athygli okkar frá leiknum með sínum skemmtisögum, en eftir fimm mínútna móðu náðum við að koma athyglinni aftur að leiknum - sem betur fer.
Hjölli verður bara að halda áfram með sínar sögur seinna!

Í lokin ætla ég að segja frá nýju tölvunni sem ég er mjög pirraður út í, kannski meira pirraður út í tölvustrákana sem settu hana saman, í fyrsta lagi er netið í skrýtnum málum, annað er að ég get ekki tengst vinnunni og þegar ég gat það í 10 mín í gær þá gat ég ekki nýtt mér það neitt þar sem það annað hvort hrundi út eða var ekki uppsett.

Að svona menn skuli fá mörg þúsund krónur fyrir að vinna við þetta og geta ekki gengið frá þessu - nú þar ég að fara með hana uppeftir aftur til að biðja þá að laga tengingar - já sveiattan.

Í lokin ætla ég að benda á að það er Brimklóarball á Nasa næstu helgi og hvet ég menn til að mæta - ég sjálfur er orðinn mikill stuðningsmaður Brimklóar og stefni á að setja bóhall í stalker bókina á næstunni.
    
föstudagur, september 26, 2003
|
Skrifa ummæli
Þetta er búin að vera allt of löng vika og hún er ekki búin enn. Fékk mér einn bjór áðan og hélt svo áfram að vinna. Held ég fari bara heim og leggi mig eða slappi bara af fyrir framan sjónvarpið. Mæti svo í vinnuna í fyrramálið og geri það sem gera þarf og svo er bara að skella sér á bikarúrslitaleikinn FH-ÍA.
Nú er Laufskálaréttin um helgina og ég kemst ekki í þetta sinn, en ég verð bara að taka þessa helgi frá næst upp á vaktaplanið að gera. Svo er það nú skjálftinn í Japan, helvíti magnaður og fyrir þá sem ekki vita þá er hægt að sækja upplýsingar um þennan skjálfta hjá IRIS, en ein af stöðvunum er hér á Íslandi, nánar tiltekið í Borgarfirðinum og svona leit skjálftinn út þar:

    
|
Skrifa ummæli
4 kringlur
1l fjörmjólk
1l kók
4 drykkjarjógúrt (melónu)
1 pakki tortillas pönnukökur
1 dolla GUAGEMOLE
sósa
1 papríka
sveppir
1 poki af kálblandi
tómatar
agúrka
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, annasöm helgi framundan: Salsa námskeið, uppsetning á sjónvarpshillu, bikarúrslitaleikur, sumarbústaður og lærdómur fyrir stærðfræðipróf.
    
fimmtudagur, september 25, 2003
|
Skrifa ummæli
Þetta Arsenal - Utd mál er komið út í öfgar að mínu mati. Hversu oft höfum við ekki séð fjöldaslagsmál á velli fyrir og eftir leik, að sjálfsögðu er þetta ekki eitthvað sem á að viðgangast en nú er þetta komið út í öfgar. Í fyrsta lagi hefði þetta aldrei gerst ef dómarinn hefði stýrt nokkrum atvikum á réttan máta, en burtséð frá því þá hefði þetta aldrei orðið svona mikið mál ef þetta hefði verið t.d. Aston Villa - Birmingham.
þetta eru high profile lið sem lenda í hremmingum vegna stöðu þeirra, það sem undirstyður mál mitt best er að 2 utd menn voru kærðir sem er alveg út í hött að mínu mati, einnig eru menn eins og Cole og Viera sem eru kærðir og eru þær kærur fáránlegar.
Keown, Lauren, Parlour og jafnvel Lehman er skiljanlegt, en hitt er fáránlegt. Hversu oft hafa menn ekki mótmælt því að vera reknir út af, eða að fá á sér víti sem er ekki víti og það á 92 mínútu, er ekki hægt að horfa aðeins til þess hvað er að gerast í leiknum áður en menn taka upp á kærum.
Þessi dómari er nú meira en lítið skrýtinn, hann fór nú illa út úr góðgerðarskildinum og að mínu mati hefur hann gert hlutina hér mun verri en oft áður.
Já ég er ansi hissa og pirraður á að lesa um þetta, Arsenal kom sér í vond mál en það er verið að setja þá í enn verri mál að óþörfu. Hver man ekki eftir atvikinu þegar nokkri utd menn eltu dómarann út í horn, hann hljóp í burtu af hræðslu, þá var ekkert gert, ef Arsenal hefði gert þetta þá hefði sennilega allir fengið bann eftir leikinn.
Ég skil vel að Wenger er pirraður á þessu þrátt fyrir að vita að þeir byrjuðu nú á að grafa holuna sjálfir.

Varðandi Viera þá fannst mér harður dómur að hann skildi fá rautt spjald, en ok þetta hefur verið gert áður og því ekki við því að kvarta. En að kæra hann að auki fyrir að vilja ekki fara af vellinum, hvað er orðið í gangi með þetta.

En eins og ég og Jói vorum búnir að sjá fyrir þá lýkur þessum ritdeilum á föstudag í síðasta lagi þar sem ný umferð kemur og ný vandamál til að rökræða.



    
miðvikudagur, september 24, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, keypti mér aðgang að síðu til að geyma myndirnar mínar, og borgaði ég 3600 kr. fyrir þetta fyrir heilt ár. Það er ótakmarkað pláss fyrir myndir, en 4gb gagnaflytningur á mánuði sem er alveg slatti. Mjög ánægður með þessa síðu.

Myndasíða
    
|
Skrifa ummæli
Svar við Ánna: Ég las þessa grein og hann er nú ekki mikið að tala um þetta atvik sem gerðist í leiknum, en talar réttilega um að Ruud sé ekki alltaf góði kallinn. Það er líklegast alveg rétt, hann er ekkert betri en margir í boltanum.
Hinsvegar gerði Ánni lítið úr látalátum Arsenill manna eftir leikinn, og talaði eins og United hefðu verið vondu kallarnir, og ég held að það séu flestir sammála um að það hafi verið öfugt. Ruud braut á Vieira og gult spjald var alveg við hæfi þar, alls ekki rautt. Það sem Vieira gerði á síðan að vera beint rautt, samkvæmt knattspyrnudómurum, en hann fékk gult. Mér fannst Ruud ekki gera neitt annað en að bakka frá þegar Vieira gerði sig líklegan til að sparka í hann og varð undrandi. Arsenill menn sýndu síðan mjög, mjög leiðinlega framkomu þegar þeir nánast réðust á Ruud strax eftir vítaspyrnuna og eftir leikinn. Ótrúlegt að hann hafi haldist rólegur í þessum látum.

En bottom line: Þetta er það sem gerir fótboltann skemmtilegan :)
    
þriðjudagur, september 23, 2003
|
Skrifa ummæli
Jóhann lét þau orð falla að hann hefði réttara fyrir sér varðandi deilur okkar með utd og Arsenal, en ég vil þó undirstrika að ég hef aldrei sagt að það sem Arsenal leikmenn gerðu hafi verið rétt, hins vegar benti ég á að Ruud er nú ekki allur sem hann er séður og vil ég benda Jóhanni að lesa grein á Soccernet eftir óháðan skríbent eins og hann orðaði þetta sjálfur,

greinin heitir Ruud the Riot act.

Þar fá mín orð vissa uppreisn æru þar sem ég hef margsinnis bent á þetta í gegnum tíðina og gaman að sjá að fleiri eru sammála.

Einnig sagði Jóhann að enginn hefði bent á að Utd hefði verið vondu kallarnir, en nú hefur þú það, sumir kalla Ruud vonda kallinn :)
    
|
Skrifa ummæli
Er að fá mér nýja tölvu:
DVD/skrifari combo
512 MG innra minni
80 GB HD
hljóðkort og skjákort venjuleg, þ.e. 64 MB skjákort skilst mér.
Flatur 15 tommu skjár (er eins og 17 tommu venjulegur skjár).

Verð að láta þetta duga í bili.

Annars er svo klikkað að gera í vinnunni að ég hef varla tíma til að vinna, fundir og uppákomur og allt annað hefur verið að koma upp á. Þó hef ég ekki verið í útvarpi, sjónvarpi og netvarpi eins og sumir. Skilst að Hjöllurinn sé að verða celebrity með allt sitt skak þarna uppi á veðurstofu, kannski kominn tími á að einhver taki jarðskjálftatakkana frá honum, hann hefur fengið sína skemmtun núna.

Getur hann ekki komið með betra veður í staðinn fyrir miniskjálfta.
    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Já, það er rétt að við Ánni erum ekki sammála um þessi atvik í Arsenill leiknum, en ég tel að ég hafi nú réttara fyrir mér í þessu máli því bæði stjórnarformaður Arsenill og aðrir óháðir fótboltaskríbentar hafa gagnrýnt Arsenill. Hef ekki neitt sé skrifað um að United séu vondu kallarnir í þessu máli og hananú.

Annars fóru stig þannig í tennis í gær:
Jói 13 stig
Ánni 12 stig
Oddur 4 stig
    
|
Skrifa ummæli
Ekki fór vel í gær, 4 maðurinn lét ekki sjá sig og hafa gömlu meiðslin tekið sig upp aftur hjá mér. Er mjög slappur í aftanverðu læri í dag, veit ekki hversu alvarlegt þetta er. Vona að ég verði tilbúinn í slaginn von bráðar, en greinilegt er að ég hef tekið of vel á, á löppinni.

Annars er gaman að fylgjast með þessari umræðu með Arsenal og Utd, þetta gefur okkur krydd í tilveruna hvort sem við erum gulir eða rauðir.
Ég veit að ég og Jói erum ekki alveg sammála um gang mála, en það var svo sem ekki við að búast - en það er nú bara heilbrigt að hafa skiptar skoðanir.

Brjálað að gera í vinnunni, var til 9 í gær í vinnunni, fór í Tennis og kom svo aftur í vinnuna og var til 00:30. Var svo mættur um 8:30 í morgun. Já það er nóg að gera hér.
    
mánudagur, september 22, 2003
|
Skrifa ummæli
Er þessi hugmynd ekki stolin???
Þjófnaður
    
|
Skrifa ummæli

Ég held að Keown sé djöfullinn sjálfur. Mjög leiðinleg hegðun hjá honum í leiknum í gær!
    
|
Skrifa ummæli
Þetta var nú meira kvöldið á laugardaginn. Ég og Hjölli ákváðum að fara á Brimklóarball og enduðu með 2 stúlkum úr Delta sem fengu 3 tíma frest að gera sig tilbúnar.
Nú þegar við mættum var okkur troðið á stjórnarborðið og var okkur tjáð að við mættum fara á barinn og láta skrifa á Þóri Jóns og stjórnina. Nú það var gert ótæpilega og drukkið vel fyrir mat, svo var borðaður Nings matur (sponsor) og drukkið rauðvín sem Guðmundur Árni var duglegur að sjá til þess að ekki vantaði á borðið hjá okkur.
Nú áfram hélt drykkja og matur og var undirskrifaður orðinn vel í glasi þegar leið á kvöldið, svo ölvaður að hann fór á barinn og keypti kaffi og koníak og hélt vitleysunni áfram.
Nú eftir það var nú hætt að drekka þar sem maður var nú farinn að vera eilítið þröngsýnn og átti erfitt með að fókúsera. Nú til að gera langa sögu stutta þá fór Hjölli heim um 1 og ég um 2, gekk ég heim frá kapla og var það ágætt.

Sunnudagurinn var svo í anda laugardagsins, þ.e. slappur og þreyttur. Frítt brennivín er stundum erfitt að neita, næst verður nú tekið aðeins rólegra á því þegar brennsi er í boði.

Mér skilst þó að gestir okkar hjölla hafi skemmt sér mjög vel og var umtalað hvernig Delta fólkið hélt uppi fjörinu á borðinu.

Ég gæti haldið áfram að segja stuttar sögur af þessu kvöldi, en ég held að geymi það betri tíma. Kannski í kvöld í Tennisnum þá rifjum við eitthvað upp.
    
|
Skrifa ummæli
Merkilegt að vesturbjæjarstórveldið (knattspyrnufélag reykjavíkur) hafi tapað 7-0 á móti fimleikafélagi hafnarfjarðar.
    
föstudagur, september 19, 2003
|
Skrifa ummæli
Skemmtilegt að sjá pistilinn hjá Sigga, verður gaman að fylgjast með drengnum í vetur. Annars stefnir í risadag á morgun, vakna snemma til að fara í ræktina, vinna, horfa á fótbolta í sjónvarpi, horfa á fótbolta í Kaplakrika, slappa af heima, fara í mat í kapla, fara á ball með brimkló og öllum öðrum hafnfirðingum.

Já ég og Hjölli ætlum að skella okkur sem heiðursgestir Delta í matinn á uppskeruhátíð FH - sannir Hafnfirðingar þar á ferð. Er líklegast að fá nýja tölvu í næstu viku - á eftir að heyra hversu mikið ég á að spekka hana upp, redda því á mánudag.

Nú er líka lagt í stórverkefni, baðherbergið verður tekið í gegn, ætla ég að rífa það niður sjálfur og jafnvel byggja það upp, þ.e. flísaleggja og gera það snyrtilegt.
Þetta verður fróðlegt, en byrjað verður strax á sunnudagskvöld eða í síðasta lagi á mánudag. Nú verður maður skítugur í viku á meðan þetta er lagað.

Í lokin vil ég segja að það er ótrúlegt að vera með bíórásina, Stöð 2, rás 1, skjá 1 og sýn og ekki geta fundið sér neitt að horfa á á föstudagskvöldi - ég þarf greinilega að fara að kaupa mér 40 rása breiðbandspakkann.

Einnig er EE að spá í að skella sér út til DK með vinkonum sínum - líst ágætlega á það, ég held að hjón hafi gott á stuttum fríum í sundur ef það er mögulegt, við erum jú barnlaus enn.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja þá er það enn ein tilraunin til að verða ríkur á "ódýrann" hátt (S-kerfi 3-3-24), en það hefur gengið frekar
hægt fyrir sig undanfarin ár og ef allt er talið saman þá er þetta ekkert neitt svakalega ódýrt, en gaman.

1 Portsmouth - Blackburn........1
2 Fulham - Man.City................X2
3 Liverpool - Leicester..............1
4 Leeds - Birmingham.............1X
5 Tottenham - Southampton....1
6 Aston Villa - Charlton...........1X
7 Newcastle - Bolton................1
8 C.Palace - W.B.A.................1X2
9 Reading - Coventry...............1
10 Gillingham - West Ham........2
11 Derby - Sunderland..........1X2
12 Crewe - Nott.Forest..........1X2
13 Ipswich - Wimbledon...........1
    
|
Skrifa ummæli
Veðurathugunarmaðurinn á Blöndósi hefur óskað eftir starfslokum, en hann er elsti starfsmaður Veðurstofunnar, fæddist árið 1912.
En hann hefur einnig séð um veðurþáttinn "eins og elstu menn muna" á rás 1 síðastliðin 10 ár.
    
|
Skrifa ummæli
Nýjasta ljóðið sem kom á ljóðasafn Hjölla er svona (mig grunar að Álákur sé listamannanafn)

Það er uppi óróaandi í okkar göfugu sveit,
menn fleygja burt fornhelgum venjum og fara út í kvennaleit.
Á Áslák er dansað og duflað,og drukkið hið görótta vín,
með flöskuna framan á brjósti þeir falla í rot eins og svín.
Meyjarnar merkin bera af munaðardrýgðri synd..............

Höfundur: Áslákur......

Hvað ætli Arnaldur mundi segja um þetta, hvað er höfundurinn í rauninni að reyna að segja okkur.
Hvað á hann við með "Meyjarnar merkin bera af munaðardrýgðri synd...............". Hvaða meyjar
eru þetta og hvaða synd hafa þær drýgt eða erum við e.t.v. öll meyjar sem syndum um í göfugri sveit.
Svörin við þessum spurningum fáum við sennilegast aldrei svarað, en samt.....hver veit hvað
framtíðin ber í skauti sér.
    
|
Skrifa ummæli
Búinn að panta jólahlaðborð fyrir 6 manns á Perlunni, 20. desember kl. 21. Þeir slembarar sem ætla ekki láta vita!
    
|
Skrifa ummæli
Fyrsti pistill Sigga var mjög fínn og kryddaður. Leiðinlegt að sjá að hann notar þetta tækifæri til að hrauna yfir mig, en ég er með breitt bak. Gaman verður að sjá hvernig hann nær að fylgja þessum pistli eftir, en það kemur í ljós eftir tvær vikur.

Fórum í gær á Magdalene Systers sem er mjög góð og áhrifarík mynd ... mæli með henni.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, það hefur verið ákveðið að Sigurður Óli ofurgagnrýnandi verði með pistil á tveggja vikna fresti og hér er hans fyrsti pistill:

Pistill

Ég vil byrja á að þakka fyrir þann gríðarlega heiður sem mér er sýndur að fá að vera með pistil á hjá ykkur blogg fallbyssum annan hvern föstudag og telja þar með inn í helgina.
Í þessum pistlum mínum mun ég reyna að koma á framfæri skoðunum dyggra lesenda lesenda bloggsins auk þess sem ég mun halda upp faglegri gagnrýni á bloggið í heild sinni, þetta gefur mér einmitt tækifæri á að skoða þetta ofan frá og líta á þetta sem eina heild í stað þess að gagnrýna einstaka bloggara. Hins vegar mun ég heldur ekki láta hjá líða að halda pressu á ykkur fallbyssurnar bæði hér á blogginu í daglega lífinu sem einstaklinga. Auk þessara hluta kunna að koma almennar hugleiðingar sem ég tel passa inni í pistilinn á hverjum tímapunkti og hæfir tíðarandanum einnig getur vel verið að ég noti þennan miðil til að stunda skítkast jafnt á ketti og fólk.

Smá um fallbyssurnar (í stafrófsröð)

Árni
Á góða spretti á blogginu en mér hefur virst hann á köflum dáldið pennalatur. Hitti hann í sporthúsinu í gær og ræddi hann alvarlega um að koma með mér í spinning næstkomandi þriðjudag. Legg ég til að haldin verðu uppi pressa hér að hann mæti í spinning.

Hjölli
Skemmtilegur og góður drengur og bloggari, á góða spretti á blogginu og duglegur líka, hans bestu stundir á blogginu er þegar hann reynir að rifja upp föstudags og laugardagsnætur sem hann man oft ekki allveg. Ég spila einnig með honum knattspyrnu á miðvikudögum og hfur honum farið fram sem knattspyrnumanni .

Jóhann
Þetta er svarti sauðurinn í hópnum, hefur oft á tíðum gengið ansi langt í að ögra lesendum bloggsins með einhverju sem hann kallar leik að forminu. Hann á það til að vera hrokafullur blogginu gagnvart lesendum kallar sjálfan sig listamann og ég veit ekki hvað og hvað. Hann er samt ágætis drengur fyrir innan grjótharða töffaraskelinu, já eiginlega lítill mömmudrengur fyrir innan skelina. Ég hef ekki orðið þess heiður aðnjótandi enn að hitta konurnar í lífi hans, þ.e. Sonju unnustu hans og Guðbjörgu móður hans en vona að það verði þó sem fyrst. Jóhann er enn í skóla þó hann sé 31 árs, en gengdarlaus saurlifnaður kom í veg fyrir að hann lyki B.S prófi á árunum milli 20 og 30. Í dag er hann í tímum hjá vini sínum og jafnaldrfa Pálma í Háskólanum í Reykjavík og segir Pálmi að hann sé ódæll nemandi fylgist ekki með í tímum og hringi í kennarann á ókristilegum tímum til að reyna að fá lausnir á heimadæmum sem hann á að gera sjálfur.

Pálmi
Að öðrum ólöstuðum er Pálmi blogg perla slembibullsbræðra. Nær að ná fram ótrúlegum hughrifum lesanda með lýsingum sýnum á heimilislífinu og ýmsu sem á daga hans drífur. Ólíkt Jóhanni lauk Pálmi hákólaprófi á réttum tíma og er ástæðan sennilega sú að Pálmi er stakur bindindis og fjölskyldumaður. Flestir forstjórar bæarins hafa jeppa sem stöðutákn, Pálmi hefur gert mun betur en þeir í lífinu og hefur heila rútu sem stöðutákn, enda er fjölskylda hans að fara að talja 5 einingar núna í lok september.

Jæja ég læt þessum fyrsta pistli mínum hér með lokið og þakka fyrir mig í bili

Siggi Óli
    
fimmtudagur, september 18, 2003
|
Skrifa ummæli
Fyrra blöggið hans Ánna í gær er verðlaunablögg og fær hann 9,1 frá mér fyrir þetta úrvalsblögg!

Veit ekki með laugardagskvöldið ... var að gæla við að gera eitthvað smá með Sonju þetta kvöld, þar sem það lýtur út fyrir að hún hafi, aldrei þessu vant, einhvern smá tíma fyrir mig. Hún þarf síðan að mæta á hjálparsveitaræfingu kl. 8 á sunnudagsmorguninn. En þar sem þessi mikla stemming fyrir Brimkló hefur myndast, þá skiptir varla máli þó að ég verði kannski ekki þarna.
    
miðvikudagur, september 17, 2003
|
Skrifa ummæli
Annars stefna nú menn á Brimklóarball um helgina - mikil stemning hefur magnast upp vegna þess. Undirritaður hefur boðið öllum slembihópnum á þetta skemmtilega ball í kaplakrika - til að fagna að FH ingar hafa amk komist í InterToto keppnina, já ekki slæmt hjá þessum fræknu köppum sem spáð var falli.
En mér skilst að þeir ætli nú að koma sér beint í UEFA með því að vinna ÍA í úrslitunum.

Svo er spurning hvort KLÚBBÚRINN verði virkur annað kvöld.
    
|
Skrifa ummæli
Ekki ætlar þessi blessaða champ league að byrja vel, Man Utd vinnur, Arsenal tapar. Leiðinlegir leikir í gær og aftur í dag, eini ljósi punkturinn er kannski að BM er að tapa á móti Celtic.

Annars er lífið lítið annað en vinna þessa dagana, reyndi að plata fyrirtækið að láta mig fá laptop, en gekk ekki, þeir buðu mér þó heimilistölvu og sagði ég að ég myndi spá í málin. Ég var nú eiginlega búinn að stilla mig inn á Laptop þ.a. þetta voru viss vonbrigði.

Þó verð ég að hrista það af mér. Bíð eftir greiðslu til að borga upp skuldir mínar og þá mun ég íhuga sumarfrí (á enn inni um 17 daga). Reyndi að plata Jóa út í helgarferð, helst í sól og sumaryl, en hann hummar það nú bara af sér, virðist vera mikið að gera hjá honum í lífinu þessa dagana.
Já nú styttist í að PP verður orðinn jafn barnaður og pabbi, 3 stykki takk fyrir. Frjósamur maður þar á ferð.

Annars las ég á bloggið hjá honum Atla Tý eftirfaranid:

Ég fæ alltaf pínulítið samviskubit þegar ég labba framhjá kirkjum þar sem jarðarför er í gangi. Sérstaklega þegar gestirnir eru fyrir utan kirkjuna.
Fannst þetta soldið skondið.

Í sumar hef ég náð að vera í stuttermaskyrtu nánast upp á hvern einasta dag, þetta þýðir að gróðurhúsáhrifin eru greinilega að virka og gera fína hluti hér. En ég finn að á morgun ætla ég í síðerma skyrtu eða peysu.

Hitti Aron um daginn - en hann var í DTU með mér og sagði hann mér að síðan við hittumst síðast þá hefði hann náð að giftast stelpu frá nicaragua, fengið vinnu sem umhverfisverkfræðingur hjá sorpvinnslustöð suðurnesja og var að bíða eftir barni. Já tíminn líður hraðar hjá sumum en öðrum. Einnig sagði hann mér að hann hefði haldið brúðkaup á ströndinni í nicaragua - ekki líklegt að maður haldi brúðkaupið sitt á strönd..
Ætli mitt verði ekki í Las Vegas með sveittum Elvis sem prest - kannski bara The Elvis.
Jói giftir sennilega á suðrænum slóðum þar sem Salsa verður skyldudans, því er nú tími fyrir aðra að koma sér í dansskóla líka.

Jói nefndi það reyndar að það væri ekkert nema stelpur þarna og stungum við því upp á að Hjölli myndi mæta í stúdaranum og veiða nokkrar stúlkur í flókin vef lífs hans. Hver veit nema að hann hitti lífsförunautin þar, amk meiri líkur á því en á bólakafi í Þingvallavatni..

Í lokin ætla ég að segja frá að ég hef verið að lesa mjög skemmtilega bloggdagbók, nánar tiltekið hans Sigga Pönk. Hann er merkilegur maður þar sem hann lifir fyrir pönkið, anarkismi er hans trú. Skemmtilega við hann er að hann er mjög vel skrifandi, fróður og skemmtilegt að lesa hans pælingar. Einnig er hann í pönkhljómsveit - sem er nú líkari dauðarokki en nokkru öðru. Þess má geta að hann er nú með eitt flottasta tattú sem íslendingur hefur - en það þekur meginpart baks hans. Já ekki má alltaf dæma menn af útliti þeirra, þessi kappi lifir amk af einlægni.
    
mánudagur, september 15, 2003
|
Skrifa ummæli
Jæja, róleg helgi að baki. Á föstudagskvöldið fórum við Sonja á Salsa námskeið í Kramhúsinu og tjúttuðum þar í 5 korter. Við fórum síðan á 22 og fengum okkur einn bjór fyrir svefninn.
Á laugardaginn tók ég því bara rólega og kíkti á Players með Ánna og Hjöllanum. Á sunnudagskvöldið var síðan smá matarboð heima hjá mömmu og pabba því Pabbi er aldrei þessu vant í bænum og Ægir litli á afmæli í næstu viku. Við gáfum honum 3 Simpsons spólur (kóperaðar) og fjarstýrðan bíl. Sem betur fer gáfum við honum líka bílinn því hann spurði mig, eftir að hann opnaði pakkann með spólunum: "Er þetta það eina sem þú ætlar að gefa mér?".
Særún fékk nýju tölvuna sína og næsta verkefni er að koma henni á netið.
    
|
Skrifa ummæli
Vinningarnir mínir fyrir síðustu helgi í 1X2 í enska boltanum:

13 0 454440
12 0 2600
11 1 210
10 5 0

Þetta er nú hálf sorglegt, ef Arsenal hefði unnið þá hefði sennilegast ekki verið borgað út fyrir 11 rétta heldur, en seðillinn
minn núna kostaði bara 540 kr og ég fæ 210 til baka þ.a. tapið er ekki nema 330 kr, sem er svona ásættanlegt. Dýrari seðill
hefði sennilegast ekki gefið mér neitt meira, þar sem að ég hefði alveg örugglega sett heimasigur á Arsenal og hinir föstu
leikirnir voru allir réttir, en ég var með 6 þrítryggingar í S kerfi, en 6 þrítryggingar í opnum seðli kosta 7290 kr, svo það er
nokkuð ljóst að þessi kerfi eru að gera góða hluti, ég held að ég skipti um taktík núna og fari að setja einhverjar tryggingar
á "öruggu" leikina, því það er eina aðferðin til að ná í einhverja góða vinninga (að vísu vinnur maður þá sennilegast sjaldnar)
en smávinningarnir eru farnir að verða svolítið þreytandi.
    
laugardagur, september 13, 2003
|
Skrifa ummæli
Við Hjölli fórum áðan á aktu taktu og þar á matseðlinum var það sama og var á boðstólnum í Prag: "Heitar beyglur með smurosti".

Horfðum síðan á tvær svipaðar myndir í röð þar sem setningin: "Is that all you've got" kom fyrir. Þessar myndir voru: The Truman Show og Muppets from Space.
    
föstudagur, september 12, 2003
|
Skrifa ummæli
Nú er ég búinn að liggja í flensu í vikunni, en náði þó rétt áður að klára skriflega prófið í köfuninni og á á þá eftir að busla svolítið í sjónum og þá er það komið. En ég er semsagt búinn að liggja í flensu síðan aðfaranótt þriðjudagsins (var að vísu hnerrandi eins og vitleysingur í mánudagstennisnum) og hef nýtt (og snýtt) þann tíma mjög vel í lestur (og svefn), en ég kláraði Frankenstein eftir Mary Shelley og verð að segja að myndin Frankenstein (1993) fylgir sögunni býsna vel (en bókin er frekar dramatísk, en t.d. þá er enginn kastali og engar lýsingar á skrímslinu aðrar en þær að það sé stórt og ljóttl og fari hratt yfir og heldur eru engar lýsingar á tækjunum sem notuð voru til að búa til kallgreyið)

    
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Pálmi segir að hógværð sé merki um mikilmennsku. Ég er mjög hógvær og hlýt því að vera mikið mikilmenn!!! Kannski er ég bara mesta mikilmenni norðan alpafjalla!
    
|
Skrifa ummæli
Sheringham bestur í ágúst
Teddy Sheringham framherji nýliða Portsmouth var í dag útnefndur leikmaður ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sheringham, sem er 37 ára gamall og gekk í raðir Portsmouth frá Tottenham í sumar, skoraði 4 mörk fyrir Portsmouth í mánuðinum.

Hvað var Tottenham að hugsa, á meðan hann er valinn besti maðurinn þá erum við að tapa 0-3 á heimavelli fyrir Fulham - rugl og bull og út með Glenn Hoddle.
    
|
Skrifa ummæli
Acocdrnig to an elgnsih unviesitry sutdy the oredr of letetrs in a wrod
dosen't mttaer, the olny thnig thta's iopmrantt is that the frsit and lsat
ltteer of eevry word is in the crcreot ptoision. The rset can be jmbueld
and one is stlil able to raed the txet wiohtut dclftfuiiy.
    
fimmtudagur, september 11, 2003
|
Skrifa ummæli
Já, FH leikurinn var mjög góður og vorum við Ánni í heiðursstúku með öðrum mikilmennum knattspyrnunnar. Í leikhlé var síðan farið niður þar sem snittur, bjór og hvítvín var á boðstólnum og sjónvarp með Þjóðverjaleiknum.

Síðan horfi ég á Two weeks notice vegna ábendingar frá Ánna og þessi mynd var slöpp og skil ég ekkert hvað strákurinn er að mæla með þessu dóti. Ætli hann sé ekki bara að linast með aldrinum og ég verð alltaf harðari og harðari nagli eða eitthvað.
    
miðvikudagur, september 10, 2003
|
Skrifa ummæli
Af hverju ætli öll forrit séu ferköntuð? Maður myndi halda að forrit kæmust miklu betur fyrir á t.d. geisladiskum ef þau væru kringlótt og þá jafnvel með gati í miðjunni!
    
þriðjudagur, september 09, 2003
|
Skrifa ummæli
Káttarfár!
    
mánudagur, september 08, 2003
|
Skrifa ummæli
Svar við athugasemd Sigga: Keypti diskinn í tölvulistanum og hann var á 31.900 krónur. Mér finnst ekkert sérstaklega vænt um hann ennþá en geri ráð fyrir að það komi með tíð og tíma og auknu innihaldi.
    
|
Skrifa ummæli
Já, fín helgi að baki. Afslöppun á föstudagskvöldinu og síðan var laugardagurinn mjög fínn og frábær landsleikur (og ég fékk 12 rétta í getraununum). Enduðum síðan á djammi um kvöldið, en ég drakk ekkert rosalega mikið og var því nokkuð sprækur á sunnudeginum. Við Hjölli hjóluðum niður í bæ og ég skilaði bókum á borgarbókasafnið. Síðan fórum við á Grillhúsið og á Kaffi París. Síðan kíktum við í bókabúðir og í Japis og Skífuna. Í Skífunni keypti ég 4 DVD myndir á útsölunni og fékk þær á 3500 kr.:

- Simpson - At the Movies
- Bridges Jones Diary
- Rocky Horror Picture Show (tvöfaldur)
- Me, myself and Irene


Síðan gerði ég einhver heimadæmi, horfði á sjónvarpið og Sonja kom síðan seint um kvöldið.

Búinn að kaupa mér 120GB utanáliggjandi harðan disk (USB2) og er núna að ryksuga alla tónlist og kvikmyndir inn á hann sem ég kemst yfir. Ætli ég verði ekki fljótur að fylla hann.
Prentarinn minn (Canon i950) er líka að gera góða hluti og snilldargæði úr þessu töfratæki.

Á föstudaginn fer ég líklegast á dansnámskeið að læra Salsa og ég stefni að því að verða besti tjúttarinn af Slemburum.

Tennis í kvöld þar sem Jói, Ánni, Hjöllllli og Oddur munu etja kappi.

Fyrir Sigga: Annars líður mér bara ansi vel þessa dagana og er bjartsýnn og jákvæður og andleg og líkamleg líðan er bara í góðum málum.
    
föstudagur, september 05, 2003
|
Skrifa ummæli
Þetta set ég hér því ég er svo óeigingjarn og nú geta aðrir hermt eftir.
nr.
leikur

Ú-merki
1
Svíþjóð - San Marínó
1

2
Lettland - Pólland
1x2
1
3
Slóvenía - Ísra
12

4
Bosnía/Herz. - Noregur
1x2
2
5
olland - Austurríki
1

6
Hv.Rússland - Tékkland
1x2
x
7
Ísland - Þýskaland
1x2
2
8
Úkraína - N.Írland
1

9
Makedónía - England
x2

10
Búlgaría - Eistland
1

11
Ítalía - Wales
1

12
Azerbaijan - Finnland
x2

13
Írland - Rússland
1x2
1
    
|
Skrifa ummæli
Í dag var fótbolti, á morgunn er fótbolti og "fagnaður" hjá hr. O, en ekki hefur verið tilkynnt nákvæmlega hverju er verið að fagna, spurning hvort verið sé að fagna sigri íslenska landsliðsins, á sunnudaginn er frí, á mánudaginn er frí og þá tek ég loksins skriflega prófið í köfuninni og dútla eitthvað í bílnum mínum. En ég er einnig alvarlega að spá í að kaupa mér kafarabúning upp á 275 þús kall og ég sem var svona næstum því búinn að koma yfirdrættinum í gott lag, en svona er lífið, pakkað af skuldum til bankanna. En ég er alveg búinn að sannfæra sjálfan mig um að þetta sé mjög skynsamleg fjárfesting svo þetta hlýtur að vera í lagi. Svo er líka svo gaman að kafa, þó að maður sé að sökkva sér í skuldir, en só vott, maður er nú vanur slíku. Best að gleyma ekki að kaupa sér getraunaseðil (verst hvað það verða margir með 13 rétta og því vinningarnir eftir því).
    
|
Skrifa ummæli
Siggi, þetta að neðan er engin frétt og ég er fórnarlamb þess að aðal gagnrýnandi bloggsins skilur ekki bloggin mín. Er að lenda í því sama og margir mestu snillingar sögunnar.
    
fimmtudagur, september 04, 2003
|
Skrifa ummæli
Þetta er mikill áfellisdómur fyrir hæfileikana og einnig þessa fjárfestingu!
Þetta er mikill áfellisdómur fyrir hæfileikana og einnig þessa fjárfestingu!
Þetta er mikill áfellisdómur fyrir hæfileikana og einnig þessa fjárfestingu!
Þetta er mikill áfellisdómur fyrir hæfileikana og einnig þessa fjárfestingu!
    
|
Skrifa ummæli
Best að blogga aðeins áður en Siggi verður online.
    
miðvikudagur, september 03, 2003
|
Skrifa ummæli
Hér er listinn sem átti fyrir löngu að vera kominn á tölvutækt form og birtist hann hér eins og hann var ritaður upphaflega á einum góðum sólskinsdegi síðastliðið vor í miðbænum.

Felix Bergsson x2
Egill Silfur
Mörður Árnason
Paolo Turci
Skotsilfur x2
Freyr x2
Ingólfur - Ferðamál
Sævar Ciselski
Sveppi
Birgir í Maus
Finnur Smárason
    
|
Skrifa ummæli
Já, ætli það fari ekki eins fyrir honum og Chaplin, en USArar hafa nú verið duglegir við að henda leikurum og öðru listapakki út í kuldann.
    
|
Skrifa ummæli
Ég er sammála Depp!
    
þriðjudagur, september 02, 2003
|
Skrifa ummæli
Vaknaði í morgun rúmlega 7 og kveikti á sjónvarpinu og styllti á popp tíví. En einmitt klukkan 7 á morgnanna er þátturinn 70 mínútur endursýndur, en þessa dagana er Sveppi í barneignarfríi og því eru þjóðþektar persónur sem að mæta í staðinn fyrir hann og í morgunn var Guðni Bergsson. Var þetta bar helv fínn þáttur og ræddu þeir slatta um fótboltann og svona ýmislegt í kringum hann. Einnig þurfti hann að drekka þennan landsfræga ógeðlsegadrykk, en hann samanstóð af mjólk (sem Guðni fékk ógeð á fyrir rúmlega 30 og eitthvað árum þegar hann var í sveitinni), piparsósu, sinnepi og haframjöli og leit þetta vægast sagt frekar illa út, en hann lét sig nú samt hafa það. Svo hélt þetta bara áfram svona eins og venjulega, en það sem skein í gegn þarna var hvað Guðni er fínn nágungi góður grínari.
Eftir að þátturinn var búinn þá fór ég bara í vinnuna og það er ekkert búið að vera neitt svakalega gaman í dag, svo ég ætla ekkert að skrifa um það hér.

Annars er bíllinn minn svona aðeins að lagast, en ég gerði við handbremsuna um daginn (þurfti að vísu bara að herða eina skrúfu, en samt ...)

Svo er ég búinn að vera voða duglegur heima og steypa gólf og lakka og lakka aftur svo nú er þetta orðið allt voðalega fínt og nú tími ég varla að nota geymslurnar mínar undir drasl, og er bara að spá í að setja þar inn hægindastól og hafa þetta fyrir lesherbergi eða skammarkrók (gæti reyndar verið bæði).
    
mánudagur, september 01, 2003
|
Skrifa ummæli
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar