Ekki ætlar þessi blessaða champ league að byrja vel, Man Utd vinnur, Arsenal tapar. Leiðinlegir leikir í gær og aftur í dag, eini ljósi punkturinn er kannski að BM er að tapa á móti Celtic.
Annars er lífið lítið annað en vinna þessa dagana, reyndi að plata fyrirtækið að láta mig fá laptop, en gekk ekki, þeir buðu mér þó heimilistölvu og sagði ég að ég myndi spá í málin. Ég var nú eiginlega búinn að stilla mig inn á Laptop þ.a. þetta voru viss vonbrigði.
Þó verð ég að hrista það af mér. Bíð eftir greiðslu til að borga upp skuldir mínar og þá mun ég íhuga sumarfrí (á enn inni um 17 daga). Reyndi að plata Jóa út í helgarferð, helst í sól og sumaryl, en hann hummar það nú bara af sér, virðist vera mikið að gera hjá honum í lífinu þessa dagana.
Já nú styttist í að PP verður orðinn jafn barnaður og pabbi, 3 stykki takk fyrir. Frjósamur maður þar á ferð.
Annars las ég á bloggið hjá honum Atla Tý eftirfaranid:
Ég fæ alltaf pínulítið samviskubit þegar ég labba framhjá kirkjum þar sem jarðarför er í gangi. Sérstaklega þegar gestirnir eru fyrir utan kirkjuna.
Fannst þetta soldið skondið.
Í sumar hef ég náð að vera í stuttermaskyrtu nánast upp á hvern einasta dag, þetta þýðir að gróðurhúsáhrifin eru greinilega að virka og gera fína hluti hér. En ég finn að á morgun ætla ég í síðerma skyrtu eða peysu.
Hitti Aron um daginn - en hann var í DTU með mér og sagði hann mér að síðan við hittumst síðast þá hefði hann náð að giftast stelpu frá nicaragua, fengið vinnu sem umhverfisverkfræðingur hjá sorpvinnslustöð suðurnesja og var að bíða eftir barni. Já tíminn líður hraðar hjá sumum en öðrum. Einnig sagði hann mér að hann hefði haldið brúðkaup á ströndinni í nicaragua - ekki líklegt að maður haldi brúðkaupið sitt á strönd..
Ætli mitt verði ekki í Las Vegas með sveittum Elvis sem prest - kannski bara The Elvis.
Jói giftir sennilega á suðrænum slóðum þar sem Salsa verður skyldudans, því er nú tími fyrir aðra að koma sér í dansskóla líka.
Jói nefndi það reyndar að það væri ekkert nema stelpur þarna og stungum við því upp á að Hjölli myndi mæta í stúdaranum og veiða nokkrar stúlkur í flókin vef lífs hans. Hver veit nema að hann hitti lífsförunautin þar, amk meiri líkur á því en á bólakafi í Þingvallavatni..
Í lokin ætla ég að segja frá að ég hef verið að lesa mjög skemmtilega bloggdagbók, nánar tiltekið hans Sigga Pönk. Hann er merkilegur maður þar sem hann lifir fyrir pönkið, anarkismi er hans trú. Skemmtilega við hann er að hann er mjög vel skrifandi, fróður og skemmtilegt að lesa hans pælingar. Einnig er hann í pönkhljómsveit - sem er nú líkari dauðarokki en nokkru öðru. Þess má geta að hann er nú með eitt flottasta tattú sem íslendingur hefur - en það þekur meginpart baks hans. Já ekki má alltaf dæma menn af útliti þeirra, þessi kappi lifir amk af einlægni.