sunnudagur, febrúar 29, 2004
|
Skrifa ummæli
Jæja það kom að því að það varð uppfærsla á myndasíðunni minni. Setti inn 4 foldera:
Möltuferð gerð upp
DK ferð gerð upp
Hafnarfjörður - myndir héðan og þaðan úr Hafnarfirði fyrir Danina.
Ýmislegt - bara svona hitt og þetta sem mér dettur í hug að dunda mér við

Jói er búinn að vera skamma mig lengi varðandi það að uppfæra ekki myndasíðuna og nú ætti ég að kaupa mér smá tíma þangað til hann fer að skamma mig aftur.
    
|
Skrifa ummæli
Gleymdi að nefna að við hittum Hjölla og vinnufélaga hans, enda voru þau að koma af árshátíð. Hittum þau eftir tónleikana og fórum með þeim á Café List, þar voru þau í góðum fílíng og ákváðum við Jói að yfirgefa þau og gefa þeim tækifæri að vera ein. Enda var nú Hjöllinn ekkert rosa hrifinn að hafa okkur með sér þarna :)
    
|
Skrifa ummæli
Kíkti í bjór og tónleika í gær og er vaknaður klukkan 10.00 í morgun - virðist lítið geta sofið þessa dagana. En ég er nokkuð hress miðað við að koma heim í gær um klukkan 4.00 í nótt.

Skellti mér til Jóa þar sem við sátum og drukkum bjór, spjölluðum, spiluðum tónlist og kíktum á nokkra fóstbræður sketcha. Einnig var þetta kvöld ekki fullkomið án smá rökræðna um fótbolta, ávallt skemmtilegt og að vanda vorum við kannski ekki alveg sammála um hlutina - en það er einmitt það sem gerir þetta skemmtilegt.

Síðan skelltum við okkur á Grand Rokk og sáum þar Úlpu spila og síðan Singapore Sling, ég var búinn að gleyma hvað er gaman að fara á góða tónleika á Grand Rokk og skemmti ég mér stórvel og voru tónleikarnir stórgóðir og tóku þeir meira að segja lag með Suicide sem mér fannst magnað.

En gott kvöld í gærkvöldi og já við hittum Bjössa sem var að hlusta á Úlpu en félagar hans eru einmitt í þeirri grúppu.
    
laugardagur, febrúar 28, 2004
|
Skrifa ummæli
Opið bréf til BjaKK:
Spurning hvort nýjasti limurinn taki ekki saman 5 daglegar vefsíður og 5 uppáhalds síður og sendi á mig þannig að ég geti sett það á valröndina hægra megin á síðunni?

Síðan legg ég til að Hjöllinn útvegi honum gallerí á SmugMug-inu sínu til að hann geti sett inn myndir líkt og við hinir.

Var Óli búinn að skoða myndasíðuna mína?
    
|
Skrifa ummæli
Henti í dag inn mynd af Sonju úr sumarbústaðarferðinni og einnig nýtt gallerí frá Salsadjammi.

Annars erum við Ánni að spá í að kíkja á Slingalíngarann í kvöld og jafnvel pool eða eitthvað á undan. Ég er núna í vinnunni að reyna að vinna aðeins því það er mjög mikið að gera á þeim vígstöðvum.
    
|
Skrifa ummæli
Þar sem ég hef ekki póstað lag dagsins í ca. mánuð þá ákvað ég að velja lag sem myndi dekka mánuðinn og heitir það lag:

DSMO og er þetta remix af lagi Front 242 og remixað af hljómsveitinni VNV.

Þetta er lag hef ég hlustað á í ca. 12 ár og finnst alltaf jafn gott - en það var vanalega í upprunalegri útgáfu Front 242, seinna uppgötvaði ég remix útgáfuna og er hún ekki af verra taginu og setur meira partý sound í lagið.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Front 242 Belgísk industrial hljómsveit sem hefur verið að spila í amk 20 ár núna og átti blómaskeiðið í kringum 1982-1986 sennilega, en í mínum huga hafa þeir bara batnað þar sem þeir nýta þyngri takta sem fylgir nútímatónlistinni og þar með setur flottari takt í þetta. Einnig má taka fram að einn af forsprökkum Front 242 spilaði einmitt með Al Jourgensen úr Ministry í hljómsveitinni Revolting Cocks en þeir gerðu einmitt garðinn frægann með tökulögum eins og Physical (Olivia Newton John) og Do Ya think I´m Sexy (Rod Stewart).
    
|
Skrifa ummæli
Til hamingju með að vera kominn yfir á dökku hliðina Bjarni - þ.e. blogghlið slembara.

Annars er ég búinn að vera duglegur í morgun - fór að æfa klukkan 9:30. Kíkti í smárann til að skipta DVD og keypti mér í staðinn:
Woodstock - Directors Cut - DVD
Ace Ventura 1 og 2 - DVD - fyrir EE
Black Eyed Peas - CD - fyrir EE
Mínus - CD með aukadisk með sem inniheldur 4 vídeó frá þeim, þetta er ný útgáfa af Halldóri Laxness.

Nú er ég í vinnunni og ætla að græja ýmislegt fyrir 15 en þá stefni ég á að kíkja á Arsenal leikinn.

Annars er ég með 3 diska af bókasafninu:
Mínus - Jesus Christ Bobby
Kimono - mineour aggressif
Brain Police - nýji diskurinn.

Já íslensk tónlist heldur áfram að vera með því skemmtilegra sem maður heyrir.

Einnig heyrði ég að það væri borin von að fá miða á Korn þar sem menn búast við enn meiri látum en þegar Muse var og það seldist upp á 2 klst þar þ.a. maður getur rétt ímyndað sér. Þ.a. því miður verður ekki farið á þessa tónleika.
    
föstudagur, febrúar 27, 2004
|
Skrifa ummæli
Þetta var nú meiri dagurinn - úff og púff. Hljóp á milli funda á mill þess sem ég var að redda hinu og þessu, hringja í þennann og hinn osfrv.
Vel tættur eftir þennan dag - verður fínt að komast heim og slappa af. Stefni þó á vinnu í fyrramálið, horfa á Arsenal leikinn í sjónvarpinu um 15.00 og svo ætlaði ég kannski að hitta Jóa um kvöldið ef hann hefur tíma og við finnum eitthvað spennandi til að leika okkur að eða með.

Annars var þessi helgi mjög viðburðarík - rosalega mikið að gera, enn að klára að sópa upp 2 vikna útlandsför. En um helgina klárasta halarnir og þá lítur þetta nú betur út - einnig er ég kominn með mjög spennandi verkefni á borðið hjá mér sem mun taka í heildina út árið svo að segja.
Þetta verkefni er ég að vinna með góðum mönnum sem verður spennandi að vinna með.

Nú er Hjölli að undirbúa fyllerí á morgun, sennilega fer hann í æfingabúðir í kvöld ef ég þekki hann rétt - eða kannski ekki.

    
|
Skrifa ummæli
Ég er búinn að vera í árshátíðarundirbúningsslembibulli og er orðinn doldið þreyttur og ætla að fara að sofa núna, enda kominn tími til. Held svei mér þá að ég sé bara farinn að gera einhverja vitleysu.
    
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
|
Skrifa ummæli
Til hamingju Bjarni með að vera kominn í slembið bull.

Ég er bara búinn að drekka 2 bolla af kaffi í dag, en ég drekk ekki kaffi nú orðið daglega, en fæ mér einn og einn bolla við og við. Á tímabili drakk ég jafnvel 10 bolla á einum degi og var það nú bara rugl. 1-2 bollar er fínt fyrir mig núna og svo er líka svo gott kakó hérna sem ég fæ mér alltaf í kaffitímanum.
    
|
Skrifa ummæli
Býð BjaKK velkominn í hópinn.

Annars er ég búinn að fdsakdajs drekkkajjfjka alltof mikið kaffjffffi í dag njaaaaaaaa!
    
|
Skrifa ummæli
Einnig ætlaði ég að nefna að stundum sparar maður hlutina vegna þess að maður veit að það verður svo gott þegar maður loksins gerir hann og maður vill bíða fram á réttu stundina.
Svoleiðis var það þegar ég setti Killing Joke - Alchemy remixes á í gær - ég er búinn að vera bíða með að hlusta á hann þangað til ég ætti eintak sjálfur. Í gær sat ég og hlustaði á diskinn og horfði á fótbolta í leiðinni (á mute) og var þetta snilldardiskur.
Þetta eru Trance remix af Killing Joke (ef það segir einhverjum eitthvað) og sat ég og hlustaði á þessa stöku snilld og hugsaði með mér að þetta var worth the wait.

Þegar EE kom heim í gær og heyrði tónlistina, þá spurði hún hvort ég væri að horfa á einhvern gjörning - þið getið púslað þessu eins og þið viljið, ég veit ekkert hvernig henni datt það í hug.

Einnig hef ég verið að skoða mjög mikið NY underground listamenn, svokallaðir DIY (doityourself) listamenn. Einn af mínum uppáhalds listamönnum er Richard Kern, hann er afbrigðilega skemmtilegur og keypti ég um daginn safn stuttmynda frá honum á DVD og er þetta einn af demöntum mínum í safninu. Ég ætla nú ekki að fara út í myndir hans nánar en þær eru ansi merkilegar sumar og er t.d. Lydia Lunch að leika í sumum þeirra og SY og Foetus eiga mikið af tónlistinni og má nefna að RK samdi myndbandið við Deathvalley 69 með SY en það er nefnilega eitt af snilldarlögum þeirra af Bad Moon Rising.

Annar listamaður sem ég hef verið að skoða heitir Nick Zedd og er svipaður og RK, þó með sinn stíl. Ég er rosalega hrifinn af þessum myndbandsgjörninga listamönnum virðist vera. Ég á enn eftir að kaupa mér safnið hans, en það mun ég gera.

Í lokin ætla ég að nefna konu að nafni Kembra Pfahler en hún er einnig söngkonan í Kevorkian Death Cycle og mikill gjörningalistamaður.

Þetta var fróðleiksmoli dagsins frá mér.
    
|
Skrifa ummæli
Þetta er svo græjan sem að getur gert allt þetta dæmi (nánari upplýsingar á www.simi.is - verslun - GSM - tilboð símans)
    
|
Skrifa ummæli
Stutt fótboltablogg:

Í gær ákvað ég að horfa á Stuttgart-Chelsea leikinn og ég var að velta fyrir mér hvers konar leikur þetta yrði og þá var mér hugsað til tvennt:
Stuttgart náði að loka markinu í 11 leiki í röð í Bundesligunni
Chelsea náði að vinna 1-0 ansi marga leiki á þessu tímabili.

Nú ég dró þá ályktun að þessi leikur yrði nú frekar varnarsinnaður og leiðinlegur og viti menn hann endaði 0-1 fyrir Chelsea - er þetta ekki magnað.

Annars skemmti ég mér mjög vel yfir United leiknum og var mjög gaman að sjá flippið hans Keano :)
    
|
Skrifa ummæli
Þetta er útsýnið sem ég hef úr skrifstofunni minni, tekið á mestu upplausn sem síminn minn hefur. Þetta er engin sony, en gott flipp.
    
|
Skrifa ummæli
Keypti mér síma í gær og hér er ég nýbúinn að læra að taka myndir á símann. Upplausnin er kannski ekki mikil, enda kostaði síminn rétt tæpar 17000 kr.(Reyndar er þetta tekið á lægstu upplausn)
    
|
Skrifa ummæli
Salsafréttir:
Á þriðjudagskvöldið gekk okkur Sonju ekkert að dansa saman og urðum við bæði frekar pirruð og ekkert virtist ganga upp. Hlutirnir fóru hinsvegar að ganga vel í gær og getum við nú dansað saman flest sporin en þurfum síðan bara að pússa þetta aðeins til. Í kvöld er síðan síðasti salsatíminn og stefni ég á að mæta fullur eða rakur.
    
miðvikudagur, febrúar 25, 2004
|
Skrifa ummæli
Best að rífa sig upp úr þessu bloggleysi og gera tilraun í smá blögg:

Allt ágætt að frétta af mér nema að ég er alveg svakalega andlega þreyttur í dag og veit ég ekki hvað veldur því, ekkert sérstakt held ég. Það er mikið að gera í vinnunni og margir spennandi hlutir að gerast. Um helgina fórum við Sonja í bústað á Flúðum og var það mjög fínt og afslappandi. Ánni, EE og Hjöll kíktu síðan í mat á laugardagskvöldið og var það hið fínasta kvöld. Sunnudagurinn fór síðan í almenna afslöppun og farið var heim snemma á mánudaginn. Ég hef hug á því að setja inn nokkrar myndir frá helginni (ættu að vera einhverjar góðar því við tókum um 400 myndir) við tækifæri en veit ekki nákvæmlega hvenær það verður. Með í för voru 3 stafrænar myndavélar, þ.e. Sony 717 vélin mín, nýja Sony T1 vélin og síðan Canon 300d sem Sonja fékk lánaða. Þetta er nokkuð mögnuð vél og ég held að við endum á að kaupa hana eða sambærilega vél. Í raun er það eina sem 717 vélin hefur framyfir er að fókusa í myrkri, í öðru virðist Canon vélin hafa vinninginn þ.m.t. í myndgæðum.

Ég kíkti í afmæli um miðjan daginn í gær til ömmu og varð hún 80 ára og Gubbi litli varð 23 ára og óska ég þeim til hamingju.

Annars er ég líka búinn að drekka yfir mig af kaffi eins og flestir aðrir í fyrirtækinu og kaffivélin hefur ekki verið snert í tvo tíma en sótastrímtækið er að gera góða hluti þessa stundina.

Í kvöld ætla ég að horfa á leikinn og Sonja ætlar að elda nautakjöt og síðan er Salsa kl. 21:30.

Á morgun ætlum við vinnufélagarnir að fá okkur að borða eftir vinnu og skella í okkur nokkrum bjórum og síðan ætla ég að mæta í lokatímann í salsa og reyna að dansa fullur (sennilega nauðsynlegt á hverju dansnámskeiði).

Jæja, vantar allan húmor í mig núna vegna andlegrar þreytu og ætla ég því ekki að segja meira í bili .... chao!
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, þá höfum við blöggað í rúmlega ár og blöggið hefur líklegast ekki verið lélegra hjá okkur en akkúrat núna á þessum tíma. Menn virðast ekki nenna að blögga lengur og mér sýnist þetta að vera að leggjast útaf og spurning að gera eitthvað í málunum eða bara að skjóta þetta niður strax.

Siggi says:
ER ÉG EINI LESANDI BLOGGSINS

Jóhann says:
Já, ég held það ... lesning hefur hrapað og þetta er bara að leggjast niður held ég
Siggi says:
hvað eru miklar heimsóknir á viku
Jóhann says:
183 í síðustu viku
Siggi says:
Ég, Þú, Pálmi Hjölli og ánni eru reglulegir gestir
Siggi says:
þetta eru ábyggilega lunginn af öllum heimsóknum
Siggi says:
þetta er talsvert alvarlegt mál
Siggi says:
og það þarf að grípa til einhverra aðgerða tel ég
Jóhann says:
Já, ertu með hugmyndir?
Siggi says:
Já ég er með hugmdynir
Siggi says:
BETRA OG VANDAÐRA EFNI Á SÍÐUN
Siggi says:
a
Siggi says:
SÍÐUNA

Siggi says:
Grunnblogg, jaðarblogg, meistarblogg, myndablogg, skálblogg
Siggi says:
skáldblogg
Siggi says:
sitt lítið af hverju og eitthvað spennandi
Jóhann says:
    
|
Skrifa ummæli
Fyrir Sigga: T1 vélin er nýkomin á markaðinn og er pínulítil (9cm x 6cm x 2cm) og er rúmlega á stærð við kreditkort. Hún er með Carl Zeiss Vario Tessar linsu sem er með 3x optical aðdrætti og vélin sjálf er 5 mp. Skjárinn á vélinni er mjög góður og mun stærri en á öðrum digital vélum sem ég hef séð á markaðnum. Video er mjög öflugt en það er 640x480 dílar með 30 römmum á sekúndu sem eru sjónvarpsgæði.
Nánar og dómur um vélina er t.d. hérna: Check it!
    
þriðjudagur, febrúar 24, 2004
|
Skrifa ummæli


Siggi skipaði mér að blögga þannig að ég hendi bara inn mynd sem ég tók um helgina með nýja undratækinu mínu Sony T1. Tekin af Sonju í sumarbústaðnum og föndruð af mér í Photoshop.
    
|
Skrifa ummæli
Saltkjöt og baunir
túkall
    
mánudagur, febrúar 23, 2004
|
Skrifa ummæli
Ágætis helgi búin og hressileg vinnuvika tekin við.
Heimsótti (ásamt Árna og Elínu) Jóa og Sonju í sumarbústað á Flúðum. Vorum þar í kvöldmat og kjöftuðum svo kvöldið í burtu ásamt því að leika okkur með allar myndavélarnar sem þau komu með.
Keyrðum svo heim á nokkuð kristilegum hraða og á kristilegum tíma og vorum komin heim akkúrat þegar Mission Impossible var að byrja á Skjá einum og horfði ég því bara á hana.
Á sunnudeginum gerðist ekki mikið, en ég gerði þó við eina tölvu og horfði á eina vídeómynd með bróður mínum. Sá einnig þennan sorglega þátt "Heimsins besti" eða eitthvað álíka. Nafnið er alls ekki lýsandi fyrir gæðin á þættinum. En Popppunktur er kominn á full og sá ég endurtekninguna í gær þar sem að Budrýgindi tóku Rokkbræður í bakaríið. Það væri nú gaman að sjá einhverntíman "Del Credere" eða "Rastillian Flame" í Popppunktinum.
    
|
Skrifa ummæli
Mér finnst Arnar besti lýsandinn ... hann hefur bara mikla réttlætiskennd.
    
sunnudagur, febrúar 22, 2004
|
Skrifa ummæli
Nú get ég ekki þagað lengur - er búinn að horfa á Arnar Björnsson lýsa tveimur skemmtilegum leikjum á 2 dögum og hann er gjörsamlega óþolandi lýsandi.

Ef ég réði þá myndi þessi maður ekki fá áð lýsa einun einasta leik í viðbót og ætti að finna sér eitthvart annað viðurværi. Arnar er formlega kominn á listann minn.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja þá er það Ferðasaga 3 (2 kemur seinna) - Danmörkuferðin.

Ákveðið var að fresta DK ferðinni um 1 dag og því var farið þar síðasta föstudag til Köben, ég fór af stað um 13 frá Möltu og flaug til Frankfurt, þar var mjög stutt stopp og hélt ég áfram til Köben og var kominn til foreldra minna um 19.00. Þetta gekk amk mun betur en ferðin niður eftir - einnig fékk ég mjög gott sæti í fluginu til Frankfurt og fínan mat.

Nú strax á föstudagskvöldi var ég farinn að finna fyrir smá hálsbólgu, en ég ákvað að vanda að þetta væri ekki neitt og fór í heimsókn til Guðjóns Karls, þar var setið og spjallað og drukkið captein í kók. Nú við ákváðum að vera rólegir í þessu og var ég kominn heim um miðnætti enda var förinni ætlað til Kolding daginn eftir (klukkan 11.30). Nú á laugardeginum tókum við þrjú lestina til Kolding (ég, gkth og systir mín) og var það hin ágætasta ferð þar sem ég og gkth spjölluðum af okkur ferðina, en Guðjón var einmitt á leiðinni til Noregs að sýna skíðahæfileika sína þar.

Nú þegar komið var til Kolding hittum við bróðir minn og fjölskyldu hans, auk Hreiðars. Var þetta mjög rólegt hjá okkur, við borðuðum gott lasagne sem Linda eldaði og sátum við og spjölluðum til miðnættis en þá voru allir búnir að fá nóg og farnir að sofa. En kannski ekki allir þar sem ég og HÖH sátum og drukkum bjór, spiluðum golf og spjölluðum til 5 um nóttina. Daginn eftir spratt ég upp eins og stálfjöður og horfði á Arsenal-Chelsea bikarleikinn og skemmti mér vel enda vann Arsenal. Svo var haldið heim um miðjan dag með lest. Tek það fram að kvöldið áður hafði ég verið að versna í hálsbólgu og á sunnudeginum var ég enn verri en þó í lagi.

Nú á mánudeginum hafði ég ákveðið að vera heima og var það eins gott þar sem ég var bara fárveikur, lá fyrir allan daginn og horfði á 50 þætti í sjónvarpinu (flesta var ég búinn að sjá áður þegar ég bjó þar þ.a. þeir eru duglegir að endursýna þar).
Þriðjudagurinn og ég var örlítið hressari, en þó hundveikur enn. Ég ákvað þó að fara í bæinn og versla smá og má segja það að ég náði að powershoppa í Köben þar sem ég náði að kaupa DVD, CD og föt á 3 klst. Keypti föt á mig og EE og náði að kaupa 4 frábæra diska (KMFDM, Front Line Assembly, Bile og Pigface). Einnig keypti ég 3 DVD í Köben og þar á meðal hinu stórkostlegu Ford Fairlane mynd og 5 klst Moby DVD (18). Áður hafði ég keypt mér DVD á Möltu, þar keypti ég safn sem innihélt 4 Airport myndir frá 8 áratugnum - frábært safn.

Nú ekki var mikið meira gert í þessari DK ferð, en náði ég þó að gera það sem ég ætlaði að gera þrátt fyrir veikindi og fleiri uppákomur. Ég kom svo heim á miðvikudegi og má segja að það hafi beðið ansi mikið eftir mér í vinnunni, í raun allt sem ég hafði skilið eftir var enn ógert mér til mikillar mæðu.

En þannig var þessi ferðasaga.
    
föstudagur, febrúar 20, 2004
|
Skrifa ummæli
Jæja, búinn að vinna nógu mikið í dag. Við hjölli ætlum að kíkja á pélsubarinn (borið fram smeðjulega) og ég ætla að láta Inga frænda fá tölvuna sem ég var að kíkja á fyrir hann.
    
|
Skrifa ummæli
Er að fara að kaupa þetta dæmi hér: Köfunargræjur
Búinn að pannta og borga svo í næsta mánuði. Með því þá ætti ég að ná sama skuldahalanum og ég var í fyrir einu ári síðan þ.e. ca 200 þús í mínus, en einum köfunarbúningi ríkari. Annars þá er klósettið enn hálf stíflað, allavega þá lekur ekkert of hratt úr því eftir nokkrar niðursturtanir. Þá kemur sér nú vel að vera búinn að læra að kafa. Þegar ég fæ svo búninginn ætti ég að geta losað almennilega um þessa stíflu. Ég var að lesa um þennan kafarabúning í tímaritinu DIVE (sem ég er áskrifandi af) og fékk hann bestu einkun í blaðinu þegar bornir voru saman neoprene þurrbúningar.

Af öðrum málum. Nú er ég að læra á helling í sambandi við tölvurnar hjá veðursviðinu og gagnagrunnsdótinu og öllu sem máli skiptir hér því ég er að byrja á bakvöktum á tölvudeildinni, sem heitir reyndar ekki tölvudeild en er það samt (sennilegast er þetta svona svo að það þurfi ekki að borga yfirmanni tölvudeildarinnar eins há laun, en ég sagði þetta ekki). Þetta ætti að hífa aðeins upp launin hjá mér, enda veitir ekki af þegar maður er að kaupa sér eitthvað sem maður hefur ekki efni á.

Annars þá hefur maður haft það svona frekar gott, nágrannalega séð. Að vísu var bankað á gluggann hjá mér um daginn (ca 8 um kvöldið) og það var konan í næstu íbúð alveg á perunni. Ég fór nú til dyra en hleypti henni ekkert inn enda var hún svo dauðadrukkin að hún vissi örugglega ekki mikið hvað hún var að gera. Hún tók þó eitt skref inn í anddyrið og faðmaði mig og sagði eitthvað á þessa leið: "Ég vildi bara segja hæ". Svo hélt ég að hún ætlaði ekkert að sleppa, en akkúrat þá, þá sleppti hún og fór að tala um að hún hafi komið inn í ganginn í dag til að líta á rafmagnstöfluna, því það hafði slegið út hjá henni (merkilegt að það skulu enn vera einhver rafmagnstæki í húsinu, sennilegast nennir enginn að stela ísskápnum eða þvottavélinni). Svo kynnit hún mér fyrir frænda sínum sem stóð fyrir aftan hana. Hann var sennilegast drukknari en hún og óskup ræfilslegur. Hann ætlaði að labba niður þessar tvær tröppur sem eru fyrir framan hurðina og var næstum dottinn. Hann ætlaði svo að æða inn til að líta á rafmagnstöfluna en ég passaði bara að hann færi ekkert lengra. Hann var svo fullur að hann gat ekki veitt neina mótspyrnu. Svo sagði ég bara bless við þau og þau fóru (skildu greinilega að ég var ekkert að fara að hleypa þeim inn).
Daginn eftir bankaði frændinn upp á og var þá með baseball kylfu og réðst á mig og ég tók þá bara karatespart í hausinn á honum og hann kastaðist aftur um ca 5 metra, en hann reis þá á fætur aftur og opnaði munninn og þá sá ég að hann var vampíra. Neinei bara að plata. Hann var bara að tékka á rafmagnstöflunni. Hann var ekkert fullur og beið bara eftir að ég fór inn og sló rafmagninu inn aftur fyrir þau. Hann var bara sáttur við það og fór og hef ég ekki séð hann síðan.
Annars þá hefur ekki verið neitt partýstand þarna í sumarbústaðinum síðastliðinn mánuðinn þrátt fyrir stöðugt fylllerí hjá húseigendum, enda held ég að þau séu alltaf dauð upp úr klukkan 9 á kvöldin og vinirnir því alveg hættir að mæta, þar sem að það svarar enginn.

Jæja, ég ætla að vona að ég hafi bætt eitthvað upp bloggleysið undanfarna daga, hef bara verið í einhverju andblogglegus stuði, veit ekki alveg hvers vegna, en það er vonandi gengið yfir.
    
|
Skrifa ummæli


Sennilega besta myndin sem við Sonja tókum af laserljósasýningunni í gær. Frekar erfitt að taka góðar myndir af þessu og eins var þetta ekkert það merkilegt.
    
|
Skrifa ummæli
Hjölli hefur ekkert blöggað í tvær vikur ... er hann hættur?
    
|
Skrifa ummæli


Tók þessa mynd í kvöldgöngu í nóvember 2003 við tjörnina. Notaði litla þrífótinn minn (ekki misskilja) og tók myndina á nokkrum sekúndum. Ég var aldrei ánægður með þessa mynd en ákvað að prófa aðeins að vinna úr henni og þetta er útkoman. Ekki mjög ánægður með hana heldur en það verður bara að hafa það.
    
|
Skrifa ummæli
Af hverju hringdi Michael Jackson í Boyz II Men?
Hann hélt það væri heimsendingarþjónusta.
    
|
Skrifa ummæli
Sugababes
Damien Rice x
Incubus ?
Placebo x
Korn
Kraftwerk x
    
|
Skrifa ummæli
Borðaði hamborgara og franskar á grillhúsinu og skolaði því niður með 0,5 l af bjór á Grillhúsinu kl. 20 í gær. Mætti síðan galvaskur í fótbolta síðar um kvöldið og var helv... þungur á mér þó ég hafi nú sett ófá mörkin.
Kíkti líka á lasersýningu niðri á höfn í gærkvöldi og var hún allt í lagi, ekkert spes samt.
    
|
Skrifa ummæli
Hótelið sem ég var á á Möltu var svo flott að einn morguninn fékk ég mér Kampavín og jarðaber í morgunmat.
    
fimmtudagur, febrúar 19, 2004
|
Skrifa ummæli
Þetta lag hefði líklegast passað vel við þessa auglýsingu!

Úr mbl:
Fjölskylda bandaríska söngvarans, Johnny Cash, hefur stöðvað áform auglýsanda um að nota vinsælt lag söngvarans, Ring of Fire, til þess að auglýsa lyf við gyllinæð, að því er fram kemur í frétt BBC. Merle Kilgore, sem samdi lagið ásamt eiginkonu Cash, June Carter Cash, hafði lagt blessun sína yfir að lagið yrði notað í auglýsingunni.
    
|
Skrifa ummæli
Ég er að fara á eitt salsa námskeiðið í viðbót í næstu viku og er það framahald af síðasta námskeiði sem Séð og Heyrt gerði ágætis skil. Missi því af tennis á mánudaginn en það verður bara að hafa það.
    
|
Skrifa ummæli


Mynd dagsins. Tekin í þjórsárdal af fossi sem mig minnir að heiti Hjálparfoss.
    
|
Skrifa ummæli
Jæja, ætli sé ekki best að blögga svo Siggi verði ekki vælandi og tuðandi.

Allt ágætt að frétta af mér svosem - var samt hálf slappur og pirraður í gærkvöldi ... spyrjið bara Sonju :-). Í lok síðustu viku fór ég í jarðaför og fór síðan út að borða um kvöldið, með Sonju, á Nordica. Mjög flottur og góður matur og ekki skemmdi fyrir að kokkurinn er vinur Sonju og fengum við því ýmislegt í boði eldhússins. Enda borðuðum við bæði yfir okkur og þurftum að taka leigubíl heim og gerðum ekki mikið eftir þetta enda var klukkan orðin margt.
Daginn eftir horfði ég á United leikinn og BjaKK og Hjölli komu í heimsókn og síðan fórum við saman í kringluna og keyrðum síðan BjaKK í hfj. og við Hjölli þömbuðum síðan bjór heima hjá mér eins og við ættum lífið að leysa. Síðan kíktum við á Grand Rokk með BjaKK og ég fór síðan heim en þeir voru aðeins lengur í bænum. Þeir vöktu mig síðan morguninn eftir og við fórum saman á Grillhúsið og síðan fór ég upp á kjalarnes í sund og hjálpa Sonju að þrífa laugina. Ágæt helgi bara verð ég að segja.

Við Sonja byrjuðum síðan að horfa á myndina Lost in Translation og náðum við ekki að klára hana. Þetta er mjög sérstök og hæg mynd og ég myndi alls ekki segja að hún sé fyndin. Mér finnst samt flottur stíll yfir henni en Sonja beið eftir að eitthvað myndi gerast í henni.

Næsta laugardag ætlum við Sonja að fara upp í sumarbústað og chilla fram á mánudagsmorgun og væntanlega taka slatta af myndum.
    
miðvikudagur, febrúar 18, 2004
|
Skrifa ummæli
    
þriðjudagur, febrúar 17, 2004
|
Skrifa ummæli
Johann has become one of my favorite posters here with his excellent pictures. Here is one he posted not too far back in case you missed it....and one of my favorites. Thanks Johann!
    
|
Skrifa ummæli
Jóhann says:
b
Siggi says:
takka
Siggi says:
A
Jóhann says:
takk
Siggi says:
ég er með tillögu að orðalagsbreytingum á msn
Siggi says:
í stað þess að segja takk segir maður Þakk
Jóhann says:
ok
Siggi says:
og í stað þess að segja Þakka þá segir maður takka
Jóhann says:
ok
Siggi says:
en ertu búinn að lesa A
Jóhann says:

Siggi says:
og hvað fanst þér
Jóhann says:
ágætt bara
Siggi says:
en væri ekki spurning um að þú byggir upp smá spennu fyrir uppskriftina mína sem er á leiðinni
Jóhann says:
Hvernig?
Siggi says:
ég er sko að spá í að hafa hana í formi pistils næsta föstudag
Siggi says:
þá gætir t.d. farið að telja niður
Siggi says:
og ég gæti kanski lekið í þig efni pistilsin og þú segir frá því í blogginu svona sem að heyrst hafi
Jóhann says:
Nei, það er eins og að byggja upp spennu fyrir ekki neitt því pistlasaga þín er blóði drifin!
Siggi says:
láttu ekki svona
Jóhann says:
b
Jóhann says:
Hvernig fannst þér annars séð og heyrt blöggið?
Siggi says:
mjög gott
Siggi says:
er þetta í nýjasta blaðinu
Jóhann says:
held það já
Siggi says:
ég er mjög ánægður með þetta
Jóhann says:
Sérðu hvað ég er svalur á myndinni?
Siggi says:
Já það gustar um þig á myndinni
Siggi says:
greinilegt að þarna fer maður með krafta í kögglum og viðmót sem bræðir kvennfólk eins og smér
Jóhann says:
jebb
Jóhann says:
sammála!
Siggi says:
er eitthvað meira í gangi hjá þér í sósjallífinu með fallega og fræga fólkinu
Jóhann says:
Nei, svosem ekki - ég er þannig gerður að ég reyni eftir fremsta megni að halda mig fyrir utan þetta enda yfir þetta hafinn. Maður er bara alltaf dreginn fram í sviðsljósið af útlitsþyrstum pöbblinum.
Siggi says:
já það er gaman að sjá hvað þú tekur frægðina af miklu æðruleysu og hvað þú höndlar athyglina gríðarlega vel
Jóhann says:
takk
Siggi says:
ég var að spá í hvort lesendur bloggsins mættu ekki lesa þetta samtal okkar og commentað kansk aðeins á það
Jóhann says:
tja, ég er eiginlega búinn að loka á textann ... sendu mér hann í tölvupósti og þá skal ég setja hann inn.
Siggi says:
já bíddu
    
mánudagur, febrúar 16, 2004
|
Skrifa ummæli


Tók þessa mynd á leiðinni úr sveitinni síðasta sumar. Man ekkert hvar þetta var tekið en myndin er sveitaleg.
    
|
Skrifa ummæli
Heyrst hefur að Siggi ætli að senda frá sér matseldarpistil næsta föstudag.
    
|
Skrifa ummæli


Jæja, strákurinn bara orðinn einn af ríka og fræga fólkinu og farnar að koma myndir af honum í Séð og Heyrt. Hérna er hann í Salsa námskeiði og er svalur og chillar á meðan aðrir horfa á kennarana.
    
laugardagur, febrúar 14, 2004
|
Skrifa ummæli
Hér kemur eitthvað fyrir hann Jóhann - fundum þetta á netinu þegar við vorum að browsa í DK.

http://www.cynthiapcaster.org/casts/_breasts/breasts_sadier_page/sadier_page.htm
    
föstudagur, febrúar 13, 2004
|
Skrifa ummæli
Sigg bað mig um að setja eftirfarandi athugasemd á blöggið en neitar að útskýra mál sitt frekar:

"Eig sér stað mannréttindabrot á bloggsíðu slembibullsbræðra og er réttur hins almenna lesanda fótum troðin?"
    
fimmtudagur, febrúar 12, 2004
|
Skrifa ummæli
Tine (konan hans Gudda) virðist eiga metið ... 26 lönd og hellingur af prósentum.

    
|
Skrifa ummæli
Lönd sem Sonja hefur ferðast til (13 lönd og 5%):


    
|
Skrifa ummæli
Er ég þá með vinninginn, þ.e. 16 lönd and still counting. Stefni á að bæta við amk einu í sumar.
    
|
Skrifa ummæli
Nokkrar línur varðandi mína heimsferðir - 7% og takið eftir að Malta er þarna inni (pínulítill depill) en ég er einmitt þar núna, síðasti dagur minn.
Ég er búinn að borða sama hádegismat síðan ég kom, einhver langloka með grænmeti (gúrka, kál og gulrætur) og túnfiskssalat. Ágætt svo sem, en komið nóg í bili.
Borðaði reyndar Kengúru í gærkvöldi, leið hálf illa fyrir hönd Skippy en gómsæt var hún.



create your own visited country map
    
|
Skrifa ummæli
Er þetta andskotans blögg að breytast bara í myndasíðu???
    
|
Skrifa ummæli

Mynd dagsins




Mynd tekin í nóvember í kvöldgöngu í Reykjavík. Myndin er mikið breytt frá upprunamyndinni.

Setti til gaman upprunamyndina fyrir "framköllun" í Photoshop að beiðni Pálma.
    
|
Skrifa ummæli
Halli bað mig um að setja inn þau lönd sem hann hefur farið til (9 lönd 4%):

    
miðvikudagur, febrúar 11, 2004
|
Skrifa ummæli

Mynd dagsins



Jæja, ég var að spá í að hætta þessu mynd dagsins projecti mínu vegna þess að mér var bent á að þetta væri að skyggja á annað hérna á blögginu, en ég hendi samt inni einni í dag og sé svo til.

Lítill foss einhverstaðar uppi í fjalli fyrir ofan Feigsdal. Mynd tekin í júní 2003 í göngutúr míns og Hjölla lengst upp í fjall sem endaði með því að við gengum upp á fjallgarðinn sjálfan sem er ansi mikið afrek. Þess má geta að við vorum fáklæddir og ég í inniskóm, þunnur eftir drykkju kvöldið áður á Bíldudals grænum baunum og auk þess ekki búnir að borða neinn morgunmat. Þessi göngutúr tók í heildina um 6-7 tíma og það rigndi aðeins á okkur efst uppi á fjallinu og vorum við því votir og MJÖG svangir þegar heim var komið. Við ákváðum að borða ekkert heima heldur bruna í Bíldudal og borða þar hamborgara en það endaði með því að við keyrðum alla leið á Patreksfjörð og borðuðum þar ágætis pizzu. Síðan kíktum við aðeins á hafnarball sem var haldið úti á Bíldudal og fórum snemma heim aftur í Feigsdal og í háttinn. Góður dagur.
    
|
Skrifa ummæli
Pálmi borðar ekki grjónagraut!
    
|
Skrifa ummæli
Við Sonja kíktum í bíó í gær á franska kvikmyndahátíð og sáum myndina Óhappadagur. Þetta var ekkert spes mynd, og rann svona í gegn en átti samt ágætis punkta. Ég gef henni 1,5 drulluköku.
    
þriðjudagur, febrúar 10, 2004
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins


Fjárhúsin í Feigsdal. Þegar fjárhúsin standa auð á sumrin lítur oft út fyrir að þetta sé í niðurníslu en svo er ekki að mínu mati ... þetta er bara heimilislegt. Tekin í ferðinni í sveitina sumarið 2003.
    
mánudagur, febrúar 09, 2004
|
Skrifa ummæli


Mynd dagsins: Tekin í Selárdal sumarið 2003. Rekaviður rétt hjá Sambastöðum og spurning hvort kallinn hafi safnað þessu saman og aldrei notað.
    
|
Skrifa ummæli
Ágæt helgi að baki. Á föstudaginn tókum við því bara rólega og elduðum góðan mat. Á laugardagseftirmiðdaginn fórum við síðan í heimsókn til vinahóps Sonju upp í sumarbústað, en hún gat ekki verið alla helgina því hún er að læra undir próf. Þarna voru um 12-15 manns og það fengu 3 far með okkur uppeftir á Laugarvatn. Við lögðum af stað um 19 leitið og fórum á bíl foreldra Sonju og ég tók að mér aksturinn uppeftir. Kjartan kokkur sá um eldamennskuna en hann er líklegast með betri kokkum á landinu og víst mjög eftirsóttur. Hann eldaði lambakjöt með sveppa- og berneisósu og síðan var sallad. Ég ver að segja að þessi matur var alveg MAGNAÐUR og hef ég líklegast ekki bragðað jafn gott lambakjöt á minni stuttu æfi. Við fórum síðan heim aftur um kl. 00:30 og þá keyrði Sonja því ég var búinn að sturta í mig kippu af bjór. Daginn eftir var ég alveg búinn á því en náði samt að drattast framúr seint um síðir og hjálpa Sonju að skúra uppi í Sorpu.
Það eru komnar inn myndir úr sumarbústaðnum á myndasíðunni.
    
sunnudagur, febrúar 08, 2004
|
Skrifa ummæli
Pixies a Roskilde Festivalen!!

Nu verdur hopferd a Roskilde Festivalen.
    
laugardagur, febrúar 07, 2004
|
Skrifa ummæli
Frétt úr mogganum:

Innlent| 6.2.2004 | 22:12
Stórhríð og ekkert ferðaveður á Norður- og Austurlandi
Mikið óveður er á Norðurlandi. Að sögn lögrelgunnar á Akureyri hefur björgunarsveitin Súlur verið kölluð út til að aðstoða fólk í föstum bílum á vegum út frá Akureyri. Kinnin og Víkurskarð eru ófær að sögn lögreglunnar á Húsavík og er fólki eindregið ráðlagt að leggja ekki í nein ferðalög. Þá eru Möðrudalsöræfi ófær. Samkvæmt upplýsingum varðstjóra hjá lögreglunni á Sauðárkróki er ekkert ferðaveður í Skagafirði og vildi hann brýna fyrir fólki að hreyfa sig hvergi
    
|
Skrifa ummæli
Þorrablótsferðalag

Keyrði norður í land í gær. Lagði af stað klukkan 11:12 frá Freyjugötunni og var kominn á Krókinn klukkan 16:15. Var semsagt ekkert að flýta mér, enda fljúgandi hálka alla leiðina, en færið samt mjög gott og veðrið alveg frábært. Fór í smá heimsókn í FNV og hitti þar nokkra kennara, þrátt fyrir að komin væri helgi þá var fólk enn að vinna, enda hætta kennarar aldrei að vinna. Hitti svo BjaKK í nýju fiskarannsóknaraðstöðunni út á eyri. þetta er bara ofsa fínt, en lítið komið inn í húsið annað en nokkur veggspjöld og í kjallaranum eru nokkrar fötur með seiðum í.

Eftir þessa skoðunarferð þá fórum við í KS og keyptum í matinn, en til stóð að elda pizzu um kvöldið. BjaKK (og fleiri) fóru svo í leikfimi klukkan 18:00, en ég keyrði heim að Hólum með matinn. Til stóð að elda þegar leikfimisfólkið væri komið heim og var áætlaður tími klukkan 20:30.

Þegar ég var á leiðinni var rétt að byrja að snjóa smávegis, en ekkert sem olli neinum vandræðum. Ég kom mér svo bara fyrir heima hjá BjaKK og setti Spaceballs í DVD tækið og fékk mér bjór. Klukkan 20:30 var myndin búin, en ekkert bólaði á leikfimisfélögunum. Ég setti því næst Simpsons disk í tækið. Þegar ég var búinn með tvo Simpson þætti af disknum (klukkan orðin 21:20) kom stelpan af neðri hæðinni til að láta mig vita að því að þau hefðu farið útaf á leiðinni, en voru kominn í annan bíl og það ætti að vera svona ca 20 mínútur í þau. Svo fór hún og ég hélt áfram að horfa á Simpsons. 20 mínútur liðu en enginn kom. Aðrar 20 mínútur liðu og enginn kom. En þegar klukkan var að verða hálf ellefu þá og Simpson diskurinn búinn þá kom hersingin loksins. Veðrið var bara orðið svo brjálað að það sást ekki neitt í bókstaflegri merkingu og allt orðið ófært. Broddi var orðinn kaldur enda þurfti hann að vera með hausinn út um gluggann á bílnum á leiðinni því bílstjórinn sá ekki neitt.

Eftir að Broddi var búinn í sturtu og fá smá hita í sig og opna einn bjór þá tók hann til við að elda. Á miðnætti sátum við svo og borðuðum þessa líka fínu pizzu, en það var nú ekki nóg og eftir þessa pizzu þá gerði hann aðra, en nú var klukkan orðin 1. Við átum nú næstu pizzu líka, fengum okkur meiri bjór og horfðum á Cat Ballou.

BjaKK er nú í björgunarleiðangri (að bjarga bílnum sínum sem fór útaf), en ég og Broddi ætlum svo á eftir að skjótast á krókinn (þegar það verður orðið fært, en það er allt ófært ennþá samkvæmt vegagerðisvefnum) og sækja þorrabakkann fyrir þorrablótið og kaupa meiri bjór, en eftir svaðilfarir gærkvöldsins þá gekk aðeins á bjórlagerinn.
    
|
Skrifa ummæli
Damien Rice að koma til Íslands og spila á Nasa upp úr miðjum mars. Ég ætla að fara en ætla einhverjir með mér?
    
föstudagur, febrúar 06, 2004
|
Skrifa ummæli
Lönd sem ég hef heimsótt:


Prófaðu!
    
|
Skrifa ummæli
Er commentakerfið bilað???
    
|
Skrifa ummæli
Lazarus decided to rise

Er að hlusta núna á Christie Malry's Own Double Entry með snillanum Luke Haines.

Lenny Valentino
    
|
Skrifa ummæli


Mynd dagsins. Tekin við fagradalsfjall sumarið 2003 í gönguferð með Hjölla og Sindra (aka Sundrungur).
    
|
Skrifa ummæli


Mynd gærdagsins.
    
|
Skrifa ummæli
Ferðasaga Árna Hrannars - Hluti 1

Sagan hófst klukkan ca. 7.00 þegar samstarfsmaður minn kom og sótti mig heim, hann var á leið til Zurich en ég átti einmitt að millilenda þar eftir að ég hafði millilent í London.
Uppsett ferðalag var þannig:
9.00 – 12.00: Flug frá Keflavík til London
13.55 – 16.45: Flug frá London til Zurich
17.40 – 20.00: Flug frá Zurich til Malta

Nú ferðalagið til London gekk eins og í sögu, vorum komnir á réttum tíma og ákváðum að fara og fá okkur einn kaldan og fara svo í flugið til Zurich. Nú þegar á hólminn var komið þá sáum við að það var 1 klst seinkun á fluginu og þýddi það bara að ég myndi aldrei ná fluginu til Möltu og þetta var eina flugið til Möltu fra Zurich. Já nú voru góð ráð dýr, ég hringdi heim í ferðamálagúrú Delta og sagði hún mér að það væri flug frá Heathrow beint til Möltu klukkan 20.30. Við mér blasti að vera á Heathrow í tæpa 9 klst og hryllti mig við en þetta var það eina sem hægt var að gera og fór ég í það að redda þessu. Það tók 1 klst að fá starfsmenn British Airwaves til að græja þetta, eftir að hafa sagt mér að fara hingað og þangað en til að bæta mér upp gáfu þeir mér 10 punda úttekt á matsölustöðum svæðisins og þegar þetta er ritað er ég búinn að eyða 5 pundum í Burger King, já ég segi Burgeros Kingos.

Nú sit ég á kaffihúsi og skrifa þetta með bjór um hönd, er búinn að tékka mig inn og fékk að vita að það var seinkun á Möltufluginu sem þýðir að ég mun ekki fara í loftið fyrr en um 21.30 og þýðir það að ég mun lenda 00.30 á Möltu, sem þýðir 1.30 á Maltneskum tíma.
Síðan verður náð í mig klukkan 8.15 að Maltneskum tíma sem þýðir stuttur svefn í nótt og ekkert barhopp.


Rétt á eftir að ég var búinn að skrifa þetta þá fór fólkið við hliðina á mér að spjalla við mig, þau Murray og Alison frá Aberdeen Skotlandi. Þau styttu mér stundir þar sem ég sat og drakk bjór með þeim og spjallaði um heima og geima um leið og ég frétti að vélinni hafði seinkað til 22.30. En þá var ég búinn með nokkra bjóra og leiddist ekki og tók því bara vel.
Loksins náði ég upp í flugvél og svaf smá á leiðinni og var ég kominn um 03.00 að nóttu upp á hótel.
Þá var ég svo þreyttur að ég nennti ekki að vera pirraður og þegar ég sá svítuna sem ég fékk þá hvarf allur pirringur – a walk in closet...
Nú ég svaf í 3 klst og var mættur upp í vinnu um 8.30 og er ég búinn að taka túrinn, mæta á fundi, svara emailum (þurfti að redda mér sjálfur varðandi tengingu þar sem tölvudrengirnir á Möltu voru non-existent). Nú styttist í að dagurinn minn er búinn og haldið verður heim á leið.

Einnig hitti ég Bob og bauð hann mér með sér og hópi út að borða á föstudag og ætlaði ég að taka því þar sem ég hef nú ekki mikið að gera hér í veðurblíðunni um helgina.

Fyrsti dagurinn kláraðist án nokkurra áfalla og líkami minn heldur þessu vel þrátt fyrir mikla þreytu. Nú við ákváðum að kíkja út að borða með Arne (yfirmaður operations á Möltu), ég náði að leggja mig í 30 mín áður en út var haldið og náði ég upp orku þannig fyrir kvöldið.
Ákveðið var að skella sér á Brasilískt steikhús, þetta var með því versta sem ég hef fengið, en amk getur það bara batnað héðan af. Þetta var svona steikarbuffet þar sem þeir komu með 8 mismunandi kjötrétti:
Pulsa sem skreið um á disknum - pass
Kjúklinga drumstick – ágætt svo sem
Lambalæri – ekki gott
Kjúklingavængir – ekkert kjöt á þeim en annars ok
Kjötbollur – pass, enda voru þær síðastar
Pork Ribs – pass, leist ekkert á það.

Ég man ekki einu sinni hvað það var fleira sem ég sagði nei við. En amk var borðað og eftir það var haldið á Hilton og kíkt í einn bjór – sá bar var ótrúlegur, flottur, frábær staðsetning (maður sá yfir litla höfn þar sem snekkjurnar lágu við). Um 23.00 var haldið heim og í háttinn og var það kærkomið, en að vanda sofnaði ég ekki fyrr en um 01.00.
    
fimmtudagur, febrúar 05, 2004
|
Skrifa ummæli
Er að hlusta núna á diskinn O með Damien Rice .... alveg magnaður diskur sem ég mæli með.

Annars fékk ég símtal frá Ánna slembibróður í gær, kl. c.a. 20, frá Heathrow flugvelli. Þar var hann að bíða eftir flugi en hann missti af fluginu sem hann átti að taka og var búinn að bíða þarna frá hádegi. Ekki gaman það.
    
miðvikudagur, febrúar 04, 2004
|
Skrifa ummæli
Pistill frá Halla í DK:


Jæja, þá er kominn tími að reporta frá DK, svosem ekki það mikið að segja frá héðan annað en að allt gengur bara ágætlega.
Lindu líkar vel í vinnunni og ég er byrjaður á lokaönninni í skólanum eftir ágætis gengi í prófum.
Eftir þessa önn útskrifast ég og fer væntanlega svo beint í áframhaldandi nám, tek viðbót til að fá BA gráðuna, vonandi ætti það að vera hægt hér í Kolding svo við þurfum ekki að vera að flytja.

Er nú ekki mikið að gerast hénna í bænum, þ.a. það er fátt um heitar fréttir, kannski vert að minnast á tónleika sem ég fór á síðasta laugardag, Speaker Bite Me heitir hljómsveitin og hefur nú verið starfandi í um 10 ár hér í dk, og ég verð nú að segja að eftir að hafa lesið mig til um hana þarsem stóð að hún væri undir áhrifum frá Sonic Youth og P.J.Harvey þá var það ekki langt frá sannleikanum, en einna helst má kannski minnast á að þau líkjast mest Blonde Redhead, enda var hitað up með að spila það, ásamt Sophia (nýja diskinn) sem kom MJÖG skemmtilega á óvart, enda kemur sú plata ekki út fyrr en í lok þessa mánaðar... En semsagt mjög vel heppnaðir tónleikar og ekki nema um 40-50 manns á staðnum, (var á local skemmtistað í bænum), sem gerði reynsluna bara enn betri.

Næst á dagskrá er bara meiri lærdómur, og jú, reyndar tónleikar í mars í köben, Sophia verður að spila í litla Vega og við Linda bíðum mjög spennt eftir því.

Dóttir mín Uma hefur það líka bara mjög fínt, hefur bara gaman af lífinu og tilverunni, stundum of mikið, sérstaklega þarsem hún er farin að hlaupa útum allt og missir ansi oft stjórn á sér.......

Annars er maður bara enn og aftur farinn að horfa til Hróaskeldu með eftirvæntingum, bíð eftir að þeir seti inn Janes Addiction þá þarf maður ekki að hugsa lengur út í það.

Jæja, þetta var allavega eitthvað til að segja, set inn eina mynd hénna af mér og Lindu tekna með nýju camerunni okkar......
    
|
Skrifa ummæli
Horfði á þátt á RUV í gær um Elie Wiesel sem hefur barist fyrir friði í heiminum frá því hann var í fangabúðum nasista í Auscwich. Fínn þáttur sem sýndi vel grimmdina sem átti sér stað í fangabúðunum og eins pælingar manna um frið og hatur í heiminum í dag. Þessi þáttur fékk mann til að hugsa.

Kíkti líka upp á landspítala í gær í heimsókn.

Annars virðist ég hafa unnið fullnaðarsigur í tölvulistamálinu, með hjálp neytendasamtakanna, því ég þarf ekkert að greiða fyrir viðgerðina og fæ þessi nýju blekhylki að kostnaðarlausu. Yfirmaðurinn þarna segir að þetta mál hafi farið vitlausa leið alveg frá byrjun og baðst afsökunar á þessu. Það er víst búið að taka þetta fyrir á fundum hjá þeim og slíkt þannig að eitthvað gott hefur leitt af þessu veseni. Hann lofaði mér líka góðum afslætti á einhverri vöru ef ég væri að spá í því.

Hvað er Pálmi að kvarta yfir aðsókn og vinsældum á blögginu okkar, desember var sá mesti hingað til og janúar sló hann síðan út!
    
þriðjudagur, febrúar 03, 2004
|
Skrifa ummæli
Ussussuss, allt of langt frá síðasta bloggi. Ég man bara ekki hvenær það var, sennilegast einhverntíman í síðustu viku.
En annars þá er allt gott að frétta, hef fengið ágætis svefnfrið undanfarið og liðið af Kaffi Austurstræti hefur ekki látið sjá sig í langan tíma. Nú hef ég bara verið að vinna og vinna og leggjast svo í leti þar á milli. Leigði mér meiraðsegja vídeótæki og 3 spólur á föstudagskvöldið, en var svo þreyttur að ég sofnaði í miðri mynd nr. 2 sem var Kung Pow. Annars þá byrjaði ég á að horfa á Core. En það er eiginlega skyldumynd fyrir mig, þar sem að ein af aðalpersónunum er jarðskjálftagúrú og svo heldur vel skipuð sveit niður í jörðina til að koma kjarnanum af stað aftur, en hann hafði víst stöðvast og þar af leiðir var allt á leið til andskotans. Þessi mynd gerði sitt gagn, því ég var bara í stuði til að horfa á einhverja algjöra dellu sem ekki þyrfti að einbeita sér neitt að og söguþráðurinn mátti alls ekki vera neitt flóknari en þetta. Næsta mynd var eins og áður segir Kung Pow. Hreint út sagt frábær mynd, en ég vissi lítið um myndina, en hafði þó séð eitt bardagaatriði úr myndinni þar sem að aðalgaurinn var að berjast við kung fu belju (í bókstaflegri merkingu). Síðasta myndin (sem ég horfði bara á á laugardagsmorgninum) var xmen 2. Algjör steypa og fellur alveg í sama flokk og Core, þ.e. gerir sitt gagn og maður getur bara slappað af og ekki pælt í neinu (þar sem að það þarf ekki að pæla neitt þegar horft er á svona myndir).

Á Sunnudeginum fór ég í bíltúr (Jói vildi ekki koma með, var að fara að drekka kaffi niðrí bæ). Ætlaði nú bara að fara upp á Rauðavatn og prófa skautana og athuga hvort það væri einhver vindur svo ég gæti notað fjallhífina (það er í laginu eins og pínulítil fallhlíf, en notuð til að draga mann áfram á skíðum, en ég ætlaði að prófa þetta á skautum). Á Rauðavatni var enginn vindur svo ég keyrði aðeins lengra og svo fór að ég keyrði hringinn í kringum Þingvallavatn og var alveg frábært að vera þar í þessu algjöra logni og allt hvítt og barastabarabara. Svo endaði þessi bíltúr í Hafnarfirði og var ég alveg búinn að gefast upp á því að finna nokkurn vind hér á landi á. Lagði því bílnum á bílastæðinu við Haukahúsið á Ásvöllum og fór á skauta á Ástjörn og ég datt ekkert. Var að vísu frekar þreyttur í löppunum, enda komin 2 ár síðan ég fór síðast á skauta.

jæja, nú er ég bara orðinn svangur og ætla að gera eitthvað í því (í kaffinu var einhver dularfull kaka sem bragðaðist eins og spritt í föstu formi og fékk ég mér bara einn bita og afgangurinn fór í ruslið, sennilegast hefur þetta verið einhverskonar þorrakaka).
    
|
Skrifa ummæli
Er ekki eðlilegra að lesendur borgi fyrir aðgang að fjölmiðlum?
    
|
Skrifa ummæli
Manni verður hugleitt um það hvert mannkynið og jörðin stefnir þegar maður horfir á fréttir. Alltaf koma upp nýir og nýir faraldar eins og AIDS, fuglaflensa o.flr. upp og mannkynið nær alltaf að drepa þessar pestir í fæðingu eða halda þeim í skefjum. Maður hlýtur að spyrja sig hvort þetta sé ekki vopn náttúrunnar til að halda jafnvægi á jörðinni og mannskepnan er orðin of gáfuð og þróuð fyrir jörðina og þetta er sennilega slæmt frá öllum hliðum. Samt virðist þessi umræða aldrei koma upp því maður vill að sjálfsögðu láta lækna sig þegar maður veikist eða einhver sem maður þekkir. Á meðan heldur mannkynið áfram að fjölga sér og jörðin er fyrir löngu síðan orðin alltof lítil fyrir þennan fólksfjölda og þessu fylgir náttúrlega mengun og annað óæskilegt fyrir móður náttúru. Spurning hvort niðurskurður í heilbrigðiskerfinu sé ekki bara af hinu góða :-).
    
mánudagur, febrúar 02, 2004
|
Skrifa ummæli
Jæja, róleg helgi að baki. Á föstudagskvöldið fórum við S á myndina Evrópugrautur á franskri kvikmyndahátíð og keypti ég 6 miða kort fyrir okkur, þannig að við þurfum að kíkja á tvær myndir í viðbót á þessari hátíð. Þessi mynd fjallar um unga námsmenn sem koma til Barcelona frá ýmsum stöðum í evrópu og leigja saman íbúð. Myndin fjallar síðan um samskipti þeirra og vandamál aðalpersónunnar sem er frakki. Mjög skemmtileg og fín mynd og gef ég henni þrjár drullukökur af fjórum.

Á laugardaginn ætluðum við að fara út að borða en S var slöpp um kvöldið og ákváðum við því að vera bara heima og horfðum á Big Fish. Þetta er nýjasta mynd Tim Burton og fær hún 8.1 á IMDB. Ég varð fyrir smá vonbrigðum með þessa mynd því ég bjóst við miklu. Hún á góða spretti en í heild er hún hálf sundurlaus og ég er ekki viss um að ég hafi skilið hana fullkomlega.

Á sunnudaginn fór ég síðan á súfistann á laugarveginum (efsta hæð í bókabúðinni) og sat þar í rúmlega 1,5 klst og drakk kaffi og skoðaði tímarit (Hjölli vildi ekki koma með) ... ótrúlega fínt að geta setið þarna og skoðað nýjustu blöðin og drukkið eins mikið kaffi og maður getur í sig látið.

Ég fór síðan upp á Kjalarnes og hjálpaði S við að skúra og fór síðan í 2 klst göngutúr með henni og litlu frænku hennar í fjörunni og voru nokkrar myndir teknar. Ágæt helgi!

Það lítur síðan út fyrir að ég og Hjölli verðum tveir í tennis í kvöld og verður væntanlega hart barist.

Ég bætti annars við nokkrum myndum í dag og lesendur ættu að skoða þær: Check it!
    
|
Skrifa ummæli
Langur dagur í dag - verið að vinna sér í haginn fyrir Möltuferðina. Verð eitthvað frameftir í kvöld og þurfti einnig að skrópa í Tennis vegna Oddgeirsveiki - en vona að 3 vikna pása geri mig bara kröftugri.

Lag dagsins í dag er í boði Sonic Youth, en eins og flestir slembarar vita þá er þetta besta hljómsveit í heimi. Lagið sem er á fóninum í dag heitir Trilogy og er af hinni þrælgóðu Daydream Nation plötunni, að margra mati besta plata þeirra. Þetta er sérstök live útgáfa sem ég náði mér á ónefndum stað. Lagið tekur hátt á 15 mín og þeir sem þekkja mig vita að ég er mikill sucker fyrir langloku lögum og er hægt að nefna þar Ministry symfóníuna sem ég bíð enn þann dag í dag eftir að komi út.

Hvað væri betra en The Fall í 60 mínútna útgáfu.
    
|
Skrifa ummæli


Windows 1907
    
|
Skrifa ummæli


Windows 2004
    
sunnudagur, febrúar 01, 2004
|
Skrifa ummæli
Nokkrar Random hugsanir á sunnudegi:

Hef verið að velta fyrir mér hversu mögnuð tæknin er orðin, nú er ég að tala við bróðir minn, Guðjóns og foreldra mína í gegnum netið með hljóði og mynd. Maður hefur séð þetta oft í myndum sem fjalla um framtíð okkar, en við erum greinilega miklu nær þessu en okkur grunar. Með aðeins betri bandvídd þá fer þetta að verða mjög einfalt, ég borga ADSL greiðslur og þar með enga símreikingar. Einnig var EE að tala við stelpu um daginn sem sat á kaffihúsi í Köben og setti ég webcameruna í gang hjá okkur og gat hún því séð EE heima á Íslandi sitjandi og drekkandi bjór eða kaffi á kaffíhúsi. Magnað helvíti.

Einnig skellti ég mér út að borða í gær á Grillhúsi Guðmundar, mér líkar sá staður nokkuð vel. Ég fékk mér lambalundir sem voru gómsætar, en bernusósan var mjög smjörkennd og var ég ekki alveg að fíla hana, en lundirnar voru góðar. EE fékk sér grísalundir fylltar með Camembert - einnig mjög gott, en Camembertinn yfirgnæfði þó sósuna aðeins og mikið að mínu og hennar mati.
En allt þetta + forréttur á 5000 kr - ég kvarta ekki og hef yfirleitt verið mjög ánægður með matinn þarna og þjónustuna.

Þriðja sem ég ætlaði að koma á framfæri er lag dagsins en það er í boði Electric Hellfire Club en þeir taka lagið Land of Rape and Honey eftir Ministry á plötunni Another Prick in the Wall - a tribute to Ministry.
Þetta er töff útgáfa og er mjög kröftugt og er það gítarinn sem ég er mjög hrifinn af í þessu lagi auk skemmtilegra innslaga. Mæli með þessum diski fyrir alla Ministry aðdáendur en það var einmitt hann Jóhann nokkur sem kom þessari hljómsveit á framfæri í fyrsta sinn hjá slemburum.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar