Til hamingju með að vera kominn yfir á dökku hliðina Bjarni - þ.e. blogghlið slembara.
Annars er ég búinn að vera duglegur í morgun - fór að æfa klukkan 9:30. Kíkti í smárann til að skipta DVD og keypti mér í staðinn:
Woodstock - Directors Cut - DVD
Ace Ventura 1 og 2 - DVD - fyrir EE
Black Eyed Peas - CD - fyrir EE
Mínus - CD með aukadisk með sem inniheldur 4 vídeó frá þeim, þetta er ný útgáfa af Halldóri Laxness.
Nú er ég í vinnunni og ætla að græja ýmislegt fyrir 15 en þá stefni ég á að kíkja á Arsenal leikinn.
Annars er ég með 3 diska af bókasafninu:
Mínus - Jesus Christ Bobby
Kimono - mineour aggressif
Brain Police - nýji diskurinn.
Já íslensk tónlist heldur áfram að vera með því skemmtilegra sem maður heyrir.
Einnig heyrði ég að það væri borin von að fá miða á Korn þar sem menn búast við enn meiri látum en þegar Muse var og það seldist upp á 2 klst þar þ.a. maður getur rétt ímyndað sér. Þ.a. því miður verður ekki farið á þessa tónleika.
|