mánudagur, maí 30, 2005
|
Skrifa ummæli
Indlandsforset, Abdul Kalam
Stuttur vinnudagur í dag, en ég er nú á leiðinni út í Öskju að heilsa upp á Abdul Kalam Indlandsforseta en hann er hér sérstaklega til að fræðast um jarðskjálfta og svoleiðis dótarí. Upphaflega planið var að hann kæmi í heimsókn á Veðurstofuna, en hún var bara allt of lítil fyrir hann og hans 80 manna fylgdarlið svo við tökum bara á móti honum í Öskju í staðinn.
    
Hann hefur greinilega áhuga á lyfjum líka þar sem hann var hér að leggja "hornstein" af nýja rannsóknarhúsi okkar. Rauður dregill og allur pakkinn...
16:26   Blogger Árni Hr. 

Hann hafði engan áhuga á fiski, en hann var samt hinn hressasti og spurði Ragnar mikið um jarðskjálfta og eldgos og var greinilega alveg með á nótunum. Greinilegt að Indverjar hafa ekki kosið eihvern vitleysing yfir sig eins og þeir fyrir vestan gera alltaf.
14:39   Blogger Hjörleifur 

Hvað var hann á Ricther skala?
17:59   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Sonja
Sonja á afmæli í dag og við ætlum að reyna að klæðskerasauma daginn að hennar óskum ... til hamingju með daginn Sonja mín.

Pálmi: Ég stillti bloggið þannig að ég fæ athugasemdirnar sendar í tölvupósti þannig að ég get séð þær þó ég komist ekki inn á bloggið vegna þess að Kínastjórn lokaði fyrir bloggsíður vegna þess að fólk var að gagnrýna stjórnina þar.

Heyrði það að fyrir c.a. tveimur árum síðan brann netkaffihús einhverstaðar í kína og nokkrir brunnu inni og Kína lokaði öllu internetsambandi í landinu í 4 mánuði á meðan á rannsókn málsins stóð.

Bjarni: Já, það væri kannski gaman að kíkja í þessa bók, virðist hafa ríkt algjör skálmöld þarna og myndirnar sumar hverjar ansi ógeðfeldar. Mér fannst samt aðeins skína í gegn á safninu að þeir voru að reyna að sýna fram á það hvað Japanir voru vondir og að þetta hafi í raun gerst en það er kannski skiljanlegt. Safnið er byggt á stað sem fjöldagrafir voru uppgötvaðar fyrir ekki svo löngu síðan og er hægt að sjá beinagrindur í kringum holræsi og annað sem hefur verið afgirt með glergirðingu.

Jæja, við ætlum að fara að kíkja í bæinn og reyna að finna bát sem á víst að sigla frá þessari borg yfir í þá næstu.

Bless.
    
Vegna tímabelta þá veit ég ekki nákvæmlega á hvaða degi Sonja á afmæli en til hamingju með það. Einnig var mjög gaman að sjá þessar myndir frá ykkur.
10:21   Blogger Árni Hr. 
sunnudagur, maí 29, 2005
|
Skrifa ummæli
Myndir frá ferðinni
Jæja, við erum í netsambandi hérna á hótelinu, reyndar bara í gegnum símalínu á hótelherberginu þannig að við settum inn á netið nokkrar myndir og eru þær hérna fyrir neðan (þeir sem eru viðkvæmir fyrir því að það séu of margar myndir hérna verða bara að fyrirgefa mér í þetta sinn).
Við erum núna stödd í Suzhou sem virðist við fyrstu sýn vera nokkuð falleg, fallegri en Nanjing sem var síðasti viðkomustaður okkar. Við vorum aðeins í einn dag í Nanjing og fórum þar á minjasafn til minningar um fjöldamorð Japana á Kínverjum í borginni árið 1937 en þá voru 300.000 borgarar drepnir. Við skoðuðum síðan bara borgina og röltum um miðbæinn, fengum okkur að borða og fórum í smá siglingu. Við komum að hótelinu okkar í Nanjing um 22 leitið og þegar við gengum upp götuna svona 20m frá hótelinu okkar heyrðum við allt í einu í næstu verslun brot og braml í svona 30 sekúndur og síðan læti í manni og konu öskra og var löggan komin á staðin nokkrum mínútum síðar. Greinilega ekki alltaf dans á rósum að vera Kínverji. Þetta er frekar háfaðasöm borg og mikið stress í umferðinni og drifum við því okkur bara í burtu daginn eftir. Við reyndar keyptum 16 DVD myndir og kostaði hver þeirra 45 kr. en þær eru samt með ágætis covery og vonandi er hægt að horfa á þær. Keypti t.d. Team America, Star Wars III o.flr.
Ég er mjög hrifinn af Kína og kínverskri menningu og er þetta ótrúlega skemmtilegt og þægilegt fólk. Fólkið virðist ekki vera vant því að sjá vestrænt fólk og starir mikið á okkur og spyr hvort það megi taka myndir af okkur með einhverjum vinum þeirra á og er það bara gaman. Sonja vekur líklegast meiri athygli en ég og er búið að segja við hana margoft að hún sé falleg. Ætli ég fari ekki bara að stúdera búddatrú og Kínverska matargerð þegar ég kem heim ... kemur í ljós.

Hérna koma nokkrar myndir úr ferðinni:


Neðanjarðarlestastöð í Moskvu og lest að koma inn.


Þessi kerling var stórfurðuleg, klædd eins og miðaldarkona og með klút fyrir augunum og var eitthvað að öskra á mann.


Töffari fyrir framan blómaskrúða. Þarna erum við fyrir framan háskólann í Moskvu en við enduðum þar eftir langa gönguferð þegar við vorum að leita að einhverju allt öðru.


Ég pantaði mér stórann bjór.


Já, m.a.s. stríðshetjur verða að nota neðanjarðarlestirnar.


Þarna erum við stödd í einni af flottari neðanjarðarlestastöðvum Moskvu. Olga, leiðsögumaður okkar fyrri hluta ferðar er eitthvað að segja okkur frá þessu.


Eitt kvöldið í lestinni sátum við Sonja inni í klefanum okkar með Kate og Tim og Olgu en hún var að segja okkur frá Siberíu þegar maður kemur að klefanum og segir eitthvað við Olgu og hún segir við mig að maðurinn hafi beðið hana að segja við mig að ég ætti að koma með honum í klefann hans. Sonja bað mig um að fara ekki en ég ákvað að fara og þar vildi hann og vinur hans gefa mér vodka og sat ég með þeim í 2-3 klst og talaði fingramál og drakk vodka og við urðum allir haugafullir :-) Þeir reyndust vera öryggisverðir á leið í frí heim til sín.


Gatan sem við bjuggum við þegar við vorum í heimagistingu við Lake Bakal í Síberíu.


Markaður.


Þarna erum við Sonja með Olgu leiðsögumanninum okkar og konunni sem við vorum í heimagistingu hjá. Hún eldaði ofaní okkur 3 máltíðar á dag og vorum við aldrei svöng.


Dæmigert hús í bænum sem við vorum í. Mjög mörg hús voru miklu ljótari en þetta og voru nánast að hruni komin.


Fyrir utan húsið sem við gistum í. Þetta er sonur konunnar að vinna í garðinum.


Það var lítill kofi í garðinum með dæmigerðri Síberískri saunu sem kallast Banja. Við fórum tvisvar í hana.


Þarna er hópurinn búinn að troða sér í einn klefa í lestinni. Frá vinstri: Eldklerkurinn, Sara, Paul besti leiðsögumaður í heimi held ég bara, Emmanuel frá Þýskalandi, Monika líka frá Þýskalandi, Mike frá Ástralíu, Adrian maður Söru frá UK, Tim og Kate einnig frá UK.


Útimarkaður í Síberíu.


Fjölskyldan sem við Sonja bönkuðum upp á í Mongólíu. Ég bað um að taka mynd og mennirnir stilltu sér upp. Fórum inn í gert-ið (Mongólskt tjald) þeirra og fengum þar veitingar.


Partý í einu tjaldinu sem við vorum með.


Ég að sýna fólkinu hvernig á að skjóta af boga á sléttum Mongólíu.


Ulaan Baatar.


Fórum á skemmtilega þjóðlega sýningu í UB.


Bær í Gobi eyðimörkinni.


Morgunmatur í Peking.


Torg hins himneska friðar í bakgrunni.


Ég keypti þessa sólhlíf fyrir prinsessuna og þarna erum við uppi á hæðinni fyrir ofan Tineman square í Peking.


Menn spila á hverju horni í borgum Kína.


Kokkurinn að spyrja hvort þetta hafi örugglega verið það sem við vorum að biðja um.


Kínamúrinn.


Prinsessan og durturinn á múrnum.


Terracotta hermennirnir. Þetta eru salur 1 af þremur sem eru yfirbyggðir og þessi er þeirra stærstur. Hermennirnir eru í fullri stærð og allir með mismunandi andlit og voru þeir smíðaðir fyrir um 2000 árum síðan og fundust árið 1974. Ef ég man rétt eru þeir um 6000 talsins.


Skemmtilegur útimarkaður í Xi'an.


Hnetur á markaðnum.


Þetta er algeng sjón á hliðargötum í Kína, fólk að elda og allstaðar er fólk að borða - mjög mikil matarþjóð.


Þarna er verið að undirbúa mat á veitingahúsi sem við borðuðum á.

Jæja, ég vona að menn verði ekki svekktir með að ég setti þetta allt hérna inn, en ég hef bloggað það lítið undanfarið og bloggið verið það dautt að ég vona að menn fyrirgefið þetta. Ég er orðinn svo þreyttur að ég veit ekki lengur hvað ég er að skrifa þannig að ég segi bara góða nótt.

p.s. ég óska Liverpool til hamingju með þennan glæsilega sigur!
    
Frábærar myndir og greinilega mikil ævintýraferð, verður gaman að sjá þetta allt þegar þig komið heim.Og til hamingju með afmælið Sonja.
13:23   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Vinnuhelgi og DVD
Vinna í gær og vinna í dag líka. Hef verið að hlusta meira á Pixies, en setti svo The Cramps í tækið í dag og enda vinnudaginn með The Cure. Er ekki búinn að hjóla neitt um helgina, en ég horfði á Team America í gærkvöldi. En þar er á ferðinni alveg fyrirtaks splatter klám með blöndu af hryðjuverkum og ástarsorg. Er hægt að byðja um meira. En myndin lýsir á raunsæann hátt hvernig Bandaríkjamenn sjá heiminn og opna augu almennings fyrir þeirri ógn sem stafar frá öllum þessu vondu ríkjum í heiminum. Óhætt að segja að þessi mynd er í hópi klassískra mynda, eins og Bad Taste, Braindead og Titanic.
    
|
Skrifa ummæli
Erum ì rùtu à leid frà Nanjing til Souzhou.


    
|
Skrifa ummæli
Erum ì rùtu à leid frà Nanjing til Souzhou.


    
föstudagur, maí 27, 2005
|
Skrifa ummæli
Tónleikar og afslöppun
Nú er búið að kaupa miða á Antony and the Johnsons (11. júlí) og Sonic Youth (16. ágúst). Liverpool lang bestir og FH heldur áfram að vinna og vinna og er nú með markatöluna 11:1 og fullt hús stiga (FH vann t.d. keflavík í keflavík, en KR tapaði þar, hí hí hí).

Ég er bara í vinnunni að vinna og vinna, svo er ég á bakvakt og skjálftavakt um helgina svo helgin verður bara tekin rólega út í góða veðrinu.

Kannski að maður skelli sér bara á hjólið og rúnti um öskjuhlíðina og kaupi sér svo ís (jafnvel bragðaref með jarðaberjum, bláberjum og kíví), tylli sér svo á bekk og lætur sólina baka sig á meðan maður lætur magann sjá um að bræða ísinn. Já það er fátt sem jafnast á við það að borða góðan ís út í sólinni og slappa af, nema þá að drekka ískaldan bjór út í sólinni og slappa af eða bleikt hanastél og slappa af.

Tja amk ætla ég að slappa af með einum eða öðrum hætti, en maður þarf víst að mæta í vinnuna á morgunn og sunnudaginn.
    
|
Skrifa ummæli
Til Sigga:
Siggi, eg er buinn ad komast ad einu a ferdalogum minum: Leave only footprints, take only photos!
    
|
Skrifa ummæli
Xi'an
Erum maett til Xi'an og forum i dag og skodudum hina storfenglegu Terragotta Soldiers og var thad ansi gaman. Vid hofum bara tekid thvi rolega seinnipartinn og erum nu ad fara fljotlega upp i herbergi ad sofa. A morgun aetlum vid ad skoda muslimahverfid herna i borginni og annad ef timi gefst til en vid fljugum til Nanjing seinnipartinn a morgun.

Eg keypti mer c.a. 30cm eftirlykingu af Terrgotti hermanni fyrir utan stadinn og nadi ad prutta hann nidur ur 230Y nidur i 10Y (x8 til ad fa islenska upphaed) og kalla eg thad ansi gott.

Herna er allt frekar odyrt, eda nanast allt en thad er haegt ad fara a ansi dyra stadi. Vid forum t.d. a adal turista gotuna i Beijing (mjog falleg gata vid tjorn thar sem sofasett eru vid tjornina og mjog gaman ad sitja thar) og keyptum okkur tvo kinverska bjora 0,3l og borgudum fyrir tha 70Y (vissum alveg ad vid vorum ad borga faranlega mikid en vid vildum setjast nidur tharna). Vid gengum sidan um 300m og forum inn a litinn matsolustad og keyptum thar nokkra retti og tvo 0,5l bjora og borgudum fyrir thad 29Y thannig ad thad er haegt ad fa hlutina ansi odyra herna.

Jaeja, komid gott nuna, laet kannski heyra fra mer aftur fljotlega.
    
Gaman að ferðin er að takast vel. Skemmtilegt ævintýri að fara til skrítinna staða í Kína og prútta niður úr öllu valdi, en ég er nú nokkuð viss um að Jói sé besti prúttari sem til er (amk þekki ég engan betri).
17:12   Blogger Hjörleifur 
fimmtudagur, maí 26, 2005
|
Skrifa ummæli
Thad er fallegt i Kina ...
Yo - erum i Peking og forum eftir um klst til Xi'an og verdum thar eina nott. Peking er mjog skemmtileg borg og mjog margt framandi herna ad skoda. I gaer forum vid i 3 klst akstur ad stad a kinamurnum sem er ekki fullur af ferdamonnum og gengur um 13km eftir murnum og oll su leid var upp og nidur troppur thvi murinn liggur uppi a haesta punkti i landslaginu til ad verjast sem best. Vid vorum alveg buinn a thvi thegar vid komum til baka, Sonja sagdi ad thetta vaeri thad erfidasta sem hun hefur gert um aevina og lappirnar a mer skulfu og var eg frekar threyttur eftir thennan hita og allar troppurnar.
Maturinn herna er frabaer og hofum vid farid a litlar rottuholur i litlum hlidargotum sem kinverjar sjalfir borda til ad fa okkur mat. Madur fer bara inn i eldhus og bendir a thad sem madur vill fa, thad virkar vel.

Laet thetta duga i bili.
    
Hræddur um að það yrði nú eitthvað sagt ef maður gerði þetta hér á landi á, þ.e. að ganga inn í eldhúsið í á veitingastaðnum á
10:03   Blogger Hjörleifur 
miðvikudagur, maí 25, 2005
|
Skrifa ummæli
Veðrið
Það er góða veðrið úti núna og ég sit inni og hlusta á Pixies, Surfer Rosa og Doolittle búnar að renna nokkrum sinnum í gegn frá því í gær, enda um eðaltónlist hér að ræða. Verst að ég er með þetta á spólu svo að Audioscrobblerinn uppfærist ekki neitt. Andlegur undirbúningur fyrir kvöldið fer að hefjast, en þá mun Liverpool verða Evrópumeistari eftir stórsigur á AC Milan og það mun koma öllum á óvart hversu stór sigurinn verður í raun og veru.
    
Puh, ég hræki nú bara á svona hrakspár og best að ná sér í tusku og þurka af skjánum.
16:17   Blogger Hjörleifur 
þriðjudagur, maí 24, 2005
|
Skrifa ummæli
TENNIS
Síðasti tennistíminn (líklegast) í vetur var í gær. Spilaði ég einliðaleik á móti Sigga og Hauki. Fyrirkomulagið var þannig að ég spilaði allan tímann en þeir skiptust á að spila einliðaleik á móti mér. Náðum við að taka 2 heila leiki, sem ég vann báða (6-4 og 6-0, sem í rauninni endurspeglaði yfirburði okkar Jóa í vetur, en spilamennska var oft á tíðum ómannleg í rauninni var engu líkara en að það væru guðir að spila og er ég þó mjög hógvær hvað spilamennsku okkar varðar). Svo þegar við hættum þá var reyndar staðan 5-4 fyrir þeim í síðasta leiknum (en ég var orðinn svo hræddur um að Siggi myndi henda nýja spaðanum sínum í gólfið að ég leyfði þeim að vinna nokkra leiki), en það skipti mig svosem engu máli.
Haukur var aftur á móti alveg hættur að hugsa um tvíliðaleikinn og einbeitti sér nú orðið bara að vinna mig í einliðaleik, en hann byrjaði mun betur þar og komst í 2-0 strax í upphafi. Ég jafnaði í 2-2, en þá komst hann í 4-2. Ég jafnaði í 4-4. Svo var jafnt á tölum upp í 6-6 og þurfti því oddalotu til, sem hann sigraði 7-3. Á þessum tíma var ég farinn að hafa verulegar áhyggjur af geðheilsu hans, en þetta skipti hann greinilega miklu máli svo ég gat nú ekki annað gert en að létta hans geð örlítið og gefa honum síðustu lotuna, en eins og skáldið sagði forðum daga: "Guð er miskunsamur".
    
|
Skrifa ummæli
Andleysi III
Síðast þegar ég bloggaði þá var það 12 maí og var sagan um slysin mín tvö á reiðhjóli og mótorhjóli.
En þar sem ég vil nú læra seint þá ákvað ég að taka þátt í keppni á Klaustri þar sem um 400 vélhjólamenn munu bruna um svæðið.
Já það er rétt ég ætla að keppa, reikna nú ekki með medalíu í þetta sinn en gaman verður.
Annars er lítið að frétta af mér, ég fór nú ekki í júróvisíon partý í raun, heldur í sjávarréttaveislu hjá fjölskyldu EE, þar var ótrúlega góður matur á boðstólum eins og pipartúnfisksteik, lax af öllum gerðum (hunangslegin, koníakslegin osfrv). Einnig var bleikja, rækjur og humar til að nefna eitthvað. Var borðað mikið þarna og drukkið vel líka, sérstaklega koníakið með kaffinu (var þó farinn að hætta að drekka kaffi og drakk meira koníak í staðinn).

Ég er líka búinn að bóka ferð út til DK í sumar, verð í 10 daga þar og mun m.a. kíkja á Roskilde Festivalen í 8 sinn en ég fór 1993 í fyrsta sinn og sá þar Sonic Youth meðal annarra og í ár er einmitt SY að spila aftur á Roskilde og hver veit nema að þetta verði síðasta sinn sem ég mæti þangað.

Guttinn minn (hundurinn minn sem sagt) er allur að braggast og hættur að bíta mann eins mikið og áður, en hann er nú enn smá nartari. Hann er greinilega að nálgast puberty þar sem hann hefur verið að læra ýmis dirty trick sem ég fer nú ekki nánar út í hér.

Ég mun ekki ná að fara á Queens of the Stone Age tónleikana þar sem ég verð í DK, gat ekki fengið far heim fyrr, mikil vonbrigði þar sem QotSA eru í miklu uppáhaldi hjá mér.

Einnig er ég að plana ferð til Sauðárkróks með EE, Gutta og Hjölla um 17 júní helgina, en þá er einhver mótorhjólaveisla með meiru þar - við sjáum hvernig það þróast.
Þ.a. ekki mikið merkilegt að frétta en þó eitthvað, vinnan er mikil þessa dagana og ofan á bætist að ég þarf að mæta á húsfund í kvöld - mikið að gera en ekkert merkilegt.
    
Ég hef verið að lesa um einhverja Skagfirska heimasíðu og þar segja þeir að allt sé að fyllast af mótorhjólum í firðinum - meira að segja sveitastjórinn var búinn að fjárfesta í götuhjóli
08:56   Blogger Árni Hr. 
mánudagur, maí 23, 2005
|
Skrifa ummæli
Helgin búin
Þá er enn ein helgin búin og vinnuvikan tekin við. En það er helst að frétta af helginni að á Laugardagskvöldið fór ég í Júróvisjónpartý og var undirbúningurinn til fyrirmyndar á staðnum, en búið var að hengja upp myndir af öllum keppendum um alla veggi og meiraðsegja á innanverðri klósetsetunni var andlitsmynd af Selmu. Held að almenn sátt hafi verið um úrslitin, en gestirnir fylgdust með keppninni af misjöfnum áhuga.
Á Sunnudeginum fór ég svo í smá afmæliskaffi til Sindra, en hann er fertugur í dag (23. maí). Um kvöldið var svo haldið á nýjustu Stjörnustríðsmyndina og var hún bara ekki sem verst, eiginlega bara alveg ágæt og töluvert betri en hinar 2 sem komu á undan (sem voru bara frekar leiðinlegar). Hér var verið að berjast næstum alla myndina og töluvert margir drepnir og tæknibrellurnar mjög vel gerðar. Gef ég henni alveg 3 vetrarbrautir af 5 mögulegum (Þetta er svo mikil stórmynd að stjörnur duga ekki).
    
|
Skrifa ummæli
Peking
Erum maett til peking og klukkan er nuna rumlega 16 og vid erum a leid seinnipartinn med hopnum a veitingahus thar sem afmaeli einnar stulkunnar i hopnum verdur fagnad. Borgin virdist vera mjog hrein og storbrotin en mikid um laeti og t.d. voru slagsmal um einn leigubilinn thegar vid komum af lestarstodinni og margir leigubilastjorar i kringum okkur til ad plata okkur i bilinn. Thetta er nu samt litil borg a Kinverskan maelikvarda, ekki nema 12 milljonir manna en t.d. eru 30 milljonir i borginni Guillin. Skipulagda ferdin endar a morgun og tha erum vid ein a spytur og getum ekki treyst lengur a Paul sem er magnadur guide og eg efast um ad thad se haegt ad fa betri enda er hann einn sa reyndasti i bransanum og otrulegur personuleiki.
Mongolia var frabaer ... gistum thar i gers (tjoldum eins og hirdingjar) uti i obyggdu og vid sonja fengum okkur gongutur og forum i heimsokn til fjolskyldu en hirdingjar i Mongoliu eru mjog gestristnir og bjoda manni alltaf inn i tjold sin og var thad skemmtileg lifsreynsla. Ulaan Baatar er MJOG skrytin borg, erfitt ad lysa henni en thad er mikid um trekofa og tjold innan um steinbyggingar og sandrok a gotunum og mikid um drykkjumenn og annan prumpulid (um 50% atvinnuleysi i borginni). Jaeja, aetla ad leyfa Sonju ad blogga adeins.

Balacha.
    
Þó að Jóhann sé í Kína þá virðist hann samt vera duglegasti bloggarinn.
13:56   Blogger Árni Hr. 
föstudagur, maí 20, 2005
|
Skrifa ummæli
Andleysi II
Búið að vera meira andleysið á manni þessa dagana, Jói má greinilega ekki fara af landinu þá leggjast bara allir í dvala. Ekki svo að það hafi neitt mikið gerst um dagana. En það er nú samt það að frétta af húsamálunum að borgin er (held ég) búin að kaupa skúrinn út í garði og við (restin af íbúunum) erum búin að undirrita afsal þar sem við afsölum okkur öllum kröfum um vangreiddar greiðslur í hússjóð af hálfu fyrrum nágranna. Svo erum við byrjuð á því að rífa pallinn í kringum skúrinn og gengur það ágætlega (þar sem ég hef ekki gert handtak í þeim málum, nema þá að skaffa verkfæri, en annars þá er ég bara búinn að vera svo voðalega upptekinn við eitthvað annað í vikunni).

En helsta afrekið var að hjálpa Beren Robinson (líffræðingur frá Kanada sem Bjarni þekkir og ég núna) og fjölskyldu að kaupa bíl og gekk það svona stóráfallalaust fyrir sig og endaði hann á að kaupa Volvo station árgerð 1995, keyrðan 244þús, rauðan að lit.

Í kvöld er stefnt á að fara í keiluhöllina með MOBS og jafnvel fá sér smá í litlutánna.
    
þriðjudagur, maí 17, 2005
|
Skrifa ummæli
Siberia > Mongolia
Yo - erum stodd i borginni Irkutsk i austur-Siberiu og erum a leidinni i kvold til Mongoliu thar sem vid munum gista hja einhverjum tjaldbuum fjarri sidmenningu. Vid hofum verid sidustu daga i litlum bae herna i Siberiu sem er mjog frumstaedur og bjuggum hja gamalli konu sem eldadi ofani okkur 3 maltidir a dag af miklum mod. Skemmtilegt ad profa ad sofa i husi sem er med utikamar ekki osvipadann i gamla daga a Islandi. Allt hefur gengid vel og thetta er buid ad vera mikil lifsreynsla, skemmtilegur hopur sem vid erum med og vid hofum tekid margar skemmtilegar myndir.

Laet sennilega vita af mer naest i Kina thvi vid verdum liklegast fjarri interneti i Mongoliu nema ad vid naum ad kikja adeins i Ulaan Baatar.

Bless.
    
föstudagur, maí 13, 2005
|
Skrifa ummæli
Mojito partý
Er á leiðinni í Mojito/Tequila vinnupartý í kvöld, en mun að sjálfsögðu vakna eldhress snemma í fyrramálið til að komast á síðasta tippfund þessa tímabils.
    
fimmtudagur, maí 12, 2005
|
Skrifa ummæli
Slysablogg
Allar fréttir á blogginu verða nú hálf marklausar miðað við síðasta blogg - en ég ætla nú samt að skella einu slysabloggi fram.
En þannig var málið að ég skellti mér í sund á föstudaginn var, tók hjólið fram og brunaði af stað. Ætlaði mér of mikið uppi við Ölduslóð og steinlá á hliðinni. Úr þessu kom mjög bólgið og blátt hné, skaddaður olnbogi og mjög bólginn leggur. Þetta þýddi að ég komst ekki á Mótorhjólið síðustu helgi mér til mikilla ama.
Nú vikan leið og ég var allur að koma til, er enn bólginn og hruflaður en lét það nú ekki stoppa mig í kvöld og skellti mér á mótorhjólið, fór upp í Kaldárssel og tætti þar um fjalllendið.
Enn og aftur ætlaði ég mér aðeins og mikið og var að rúlla upp steinalagða hlíð og lá kylliflatur aftur og aftur á vinstri hliðina, en ég slapp nú nokkuð vel nema hnúarnir á vinstri hendi bólgnuðu vel eftir að hafa orðið undir hjólinu.

Náði þó að rúlla heim í góðu standi en er frekar aumur núna.
    
Algjört grundvallaratriði að kunna að hjóla áður en byrjað er á því!
08:08   Anonymous Nafnlaus 

Maður lærir nú bara með því að prófa.
15:30   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
loksins loksins frétt eða ekkifrétt
Eftir langt blogghlé hjá mér kemur núna smá bútur sem dregur kannski svolítið saman hvað ég hef verið að fást við síðustu dagana. En eins og all margir vita nú (og þeir sem ekki vissu það áður vita það þá núna) að ég hef verið að bardúsast við að segja frá því að ég sé byrjaður með strák og ætlaði ég nú að vera fyrir löngu búinn að setja það hér á bloggið, en vildi nú samt segja þeim frá því sem stæðu mér hvað næst svona fyrst og svo þegar ég var búinn að því þá fannst mér þetta eiginlega ekki vera neinn frétt lengur sem væri vert að blogga um, þar sem að þetta er ekki beint neitt opinberunarblogg lengur. En hvað um það þá er því hér með komið á framfæri fyrir ykkur sem ekki voru búin að frétta þetta frá mér eða einhverjum öðrum.
En ég er semsagt búinn að vera að stússast í því að segja fólki frá þessu svona þegar ég hitti það á förnum vegi og hefur bara verið gaman af því og verða menn ýmist skrítinir í framan (eiga doldið erfitt með að trúa þessu upp á mig) eða bara hissa, en allir hafa bara verið ánægðir yfir því að ég sé bara kominn í samband og búinn að létta þessu af mér (þótt fyrr hefði nú verið). Það hafa semsagt bara verið mjög ánæjulegir og skrítnir dagar sem hafa liðið undanfarna viku og ekkert nema bara gott um það að segja.

Um helgina skrapp ég svo vestur á Snæfellsnes til Hildar systur að kenna smá stærðfræði sem að ég held að hafi borið tilætlaðan árangur (en það kemur bara í ljós síðar í mánuðinum). Svo fórum við í smá göngutúr eftir fjörunni við Ósakot (rétt við Hótel Búðir) og sáum þar einn stærsta sel sem ég hef nokkurntíman augum litið (held að það hafi því verið úthafsselur eða prins í álögum, en ég þorði ekki að kyssa hann til að komast að því). þegar við nálguðumst þá kom hann sér út í sjóinn aftur, en fór nú samt ekki langt og hefur ábyggilega farið aftur upp í fjöruna um leið og við værum komin í burtu, en við vorum með 2 hunda sem honum var ekkert sérlega vel við.

Meira markvert hefur nú ekki gerst, enda finnst mér þetta nú bara vera alveg nógu markvert og í rauninni ekkert við þetta að bæta að svo stöddu.
    
sunnudagur, maí 08, 2005
|
Skrifa ummæli
Moskow
Maett til Moskvu og erum i faranlega storu hoteli sem er hluti af olympiuthorpinu sem var reist herna. Thad var urhellis rigning i dag og thvi gatum vid ekki skodad mikid thegar vid maettum en aetlum snemma a faetur i fyrramalid og sja einhvern hluta af hatidarholdunum tho vid megum ekki fara a kreml vegna allra thodhofdingjanna. See you laters motherfuckers!

ps. sonja er med itarlegri ferdalysingu a synu bloggi.
    
Hvurslags orðbragð er þetta. Gættu þín maður!
09:32   Anonymous Nafnlaus 
föstudagur, maí 06, 2005
|
Skrifa ummæli
Ferðalag
Þá er komið að ferðalaginu mikla hjá okkur Sonju en við förum út í fyrramálið og komum ekki heim fyrr en um miðjan júní. Ég ætla að stikla hérna á stóru um tímasetningar í ferðalaginu þannig að lesendur viti svona nokkurn vegin hvar við verðum á hvaða tíma (það eru þrír linkar í dagskránni á skipulagðar ferðir sem við munum fara í).

7.maí
Fljúgum til Köben
8.maí
Fljúgum til Mosvku
10.maí
Síberíulestin byrjar
16.maí
Irkutsk - Lake Baikal
17.maí
Lake Baikal
18.maí
Irkutsk
20.maí
Ulaan Baatar
21.maí
Ger Camp
22.maí
Ulaan Baatar
24.maí
Beijing
28.maí
Xian


Ferðast suður í um 10 daga
8.jún
Morgunflug frá Hong Kong til Bangkok


og þaðan til Vientine
9.jún
Ferð í Laos
13.jún
Frá Luang Prabang til Chiang Mai
17.jún
Næturlest til Bangkok
18.jún
Miðnæturflug frá Bangkok
19.jún
Flug frá London til Íslands


    
Svekktur að fá ekki að vera með í Amazing Race? Er það málið?
21:34   Anonymous Nafnlaus 

Indiana Jói myndi nú koma við í Kabúl!
08:27   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Hátíð
Ég er að spá í að kíkja á þetta:

Úr mbl:
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, verður viðstaddur sérstök hátíðarhöld í Rússlandi á mánudag í tilefni þess að 60 ár eru frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Fara hátíðarhöldin fram á Rauða torginu í Moskvu og lýkur um miðjan dag á mánudag. Meðfylgjandi mynd var tekin af hermönnum i dag við æfingar fyrir hátíðina. Eru hermennirnir klæddir einkennisbúningum frá tímum síðari heimsstyrjaldar og bera sovéska herfána.
    
miðvikudagur, maí 04, 2005
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli

Sídustu Moretti bjórarnir sem Hornid mun selja.


    
|
Skrifa ummæli
Sensor
Tók mig til í gær og þreif sensorinn á Canon vélinni og það virðist hafa tekist nokkuð vel, a.m.k. tekur hún ennþá myndir og mesta drullan er farin. Við strákarnir kíktum á local fótboltapöbb minn og horfðum á Liverfools taka Chelski í rassg... í mögnuðum leik. Við reyndum að fá sæti á Players en það var ekki pláss fyrir einn rass og þurfum við því að kíla á Plan B. Í kvöld er planið hjá okkur strákunum að fara á Hornið og síðan í pool eða eitthvað skemmtilegt.
    
þriðjudagur, maí 03, 2005
|
Skrifa ummæli
Samsæri
Ég er með samsæriskenningu í sambandi við Rio. Ég held að Fergi vilji losa sig við hann, er orðinn þreyttur á honum og vill selja hann og kaupa 2-3 góða menn í staðinn. Hvernig fer hann að því spyr Árni kannski? Jú, hann býður honum nýjan samning sem er undir því sem þeir hefðu annars gert en ágætur samt og Rio er það mikill peningapúki og er með umboðsmann og ráðgjafa sem hafa beina fjárhagslegan hagsmuna að gæta að hann fái há laun og jafnvel að hann sé seldur sem oftast á milli liða að þeir fara að þreifa fyrir sér hjá t.d. Chelski og reyna að láta Rio færa sig um set.
    
Auk þess er ég pirraður á því hversu hann tefur að skrifa undir og sást auk þess tvisvar sama kvöldið tala við stjórnarformann Chelski og það átti víst að vera tilviljun. Ég er pirraður því United stóð ótrúlega vel með honum þegar hann fékk langt bann fyrir að gleyma dóptesti og fékk laun allan tímann og núna er hann að tefja undirskrift því hann vill meiri pening ... skammarlegt EF satt er!
13:19   Blogger Joi 

Þetta er ansi fín samsæriskenning. Ég er alveg sammála því sem skrifað er hér og finnst mér ótrúlegt að hann hafi ekki skrifað undir strax, en ég efast þó ekki um að hann skrifar undir og málið er dautt. Sýnist á öllu að Chelski séu ekkert rosa spenntir yfir honum
13:33   Blogger Árni Hr. 
mánudagur, maí 02, 2005
|
Skrifa ummæli
    
Ég býð þig velkominn í Hitlersæskuna!
21:40   Blogger Burkni 

Bara svona til að láta þig vita. Þetta er ekki flott. Myndi allavega taka restina í burtu. Bara uppástunga.

Dýri
23:10   Anonymous Nafnlaus 

Bara svona til að láta þig vita. Þetta er ekki flott. Myndi allavega taka restina í burtu. Bara uppástunga.

Dýri
23:10   Anonymous Nafnlaus 

Bara svona til að láta þig vita. Þetta er ekki flott. Myndi allavega taka restina í burtu. Bara uppástunga.

Dýri
23:10   Anonymous Nafnlaus 

Bara svona til að láta þig vita. Þetta er ekki flott. Myndi allavega taka restina í burtu. Bara uppástunga.

Dýri
23:10   Anonymous Nafnlaus 

Bara svona til að láta þig vita. Þetta er ekki flott. Myndi allavega taka restina í burtu. Bara uppástunga.

Dýri
23:11   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
    
Martin í Simpsons.
14:35   Blogger Joi 

Er þetta ekki pósa fyrir Gay Pride auglýsingu?
23:12   Anonymous Nafnlaus 

Er þetta ekki pósa fyrir Gay Pride auglýsingu?
23:12   Anonymous Nafnlaus 

Er þetta ekki pósa fyrir Gay Pride auglýsingu?
23:12   Anonymous Nafnlaus 

Er þetta ekki pósa fyrir Gay Pride auglýsingu?
23:12   Anonymous Nafnlaus 

Er þetta ekki pósa fyrir Gay Pride auglýsingu?
23:12   Anonymous Nafnlaus 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar