Vinnuhelgi og DVD
Vinna í gær og vinna í dag líka. Hef verið að hlusta meira á Pixies, en setti svo The Cramps í tækið í dag og enda vinnudaginn með The Cure. Er ekki búinn að hjóla neitt um helgina, en ég horfði á Team America í gærkvöldi. En þar er á ferðinni alveg fyrirtaks splatter klám með blöndu af hryðjuverkum og ástarsorg. Er hægt að byðja um meira. En myndin lýsir á raunsæann hátt hvernig Bandaríkjamenn sjá heiminn og opna augu almennings fyrir þeirri ógn sem stafar frá öllum þessu vondu ríkjum í heiminum. Óhætt að segja að þessi mynd er í hópi klassískra mynda, eins og Bad Taste, Braindead og Titanic.
|