sunnudagur, júlí 31, 2005
|
Skrifa ummæli

klikkad


    
|
Skrifa ummæli

jebb


    
|
Skrifa ummæli

brjàlad stud


    
föstudagur, júlí 29, 2005
|
Skrifa ummæli
Jim Rose
Í gær fór ég að sjá Jim Rose Circus Side Show, gaman að sjá þetta en ég varð fyrir vissum vonbrigðum. Kannski er maður orðinn svona sjóaður að manni finnst þetta ekkert rosalegt eða kannski var þetta bara ekkert merkilegt miðað við það sem er í gangi í dag.
En þetta var nú gaman og fróðlegt og maður er nú fróðari fyrir vikið.
    
Maður kíkir nú frekar í Lifandi vísindi eða stillir á Discovery Channel í leit að vísdómi. Skilst að pervertismi hafi komið við sögu í þessari sýningu. Það má svo sem fræðast um það líka.
00:04   Anonymous Nafnlaus 
fimmtudagur, júlí 28, 2005
|
Skrifa ummæli
Blöð
Gekk í National Geographic Society í gær með því að gerast áskrifandi af blaðinu og þá stefnir í að ég verði áskrifandi af þessum tímaritum í vetur:

1. National Geographic
2. EOS Magazine (kemur út á 3ja mánaða fresti)
3. Time (kemur út vikulega)
4. Digital Photographer
5. Mogginn (helgaráskrift)

Það er nokkuð ljóst að maður kemst ekki yfir að lesa nema brot af þessu en það er allt í lagi.
    
Þú nærð amk að velja bestu greinarnar úr. Svo má ekki gleyma að þú færð inn um lúguna Blaðið og Fréttablaðið daglega :)
11:12   Blogger Árni Hr. 

$37
£27
4200 kr
£55
1500 kr. á mánuði
12:19   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Lexar
Ég verð að segja að ég er ansi ánægður með Lexar Media:
Í desember pantaði ég mér Lexar 2gb CompactFlash minniskort frá BHPhoto í USA og hef tekið á það um 30þ myndir. Fyrir um tveimur vikum síðan bilaði það þannig að þegar ég var búinn að taka nokkrar myndir þá gat myndavélin ekki lengur skrifað á kortið. Ég talaði við Lexar í bandaríkjunum og þeir sögðu mér að senda kortið út og þeir myndu senda nýtt kort í staðin og gáfu mér upp FedEx tilvísunarnúmer svo ég þyrfti ekki að borga sendingarkostnaðinn út. Ég hringdi í FedEx á Íslandi og gaf upp númerið og þeir sögðu að þeir myndu ná í kortið til mín og ég þurfti ekki að borga fyrir það. Í gær kom nýtt kort inn um lúguna hjá mér og núna er ég með nýtt kort og þurfti ekki að borga krónu fyrir sendingarkostnað né annað ... ansi góð þjónusta verð ég að segja!
    
Gott að heyra að þjónusta er á háu plani hjá sumum fyrirtækjum enn.
11:12   Blogger Árni Hr. 
miðvikudagur, júlí 27, 2005
|
Skrifa ummæli
Summer in the City
The Lovin´Spoonful
Butthole Surfers
    
|
Skrifa ummæli
Scrobbler
Verð nú að segja að þessi Audioscrobbler er að gera snilldarhluti, aldrei verið eins gaman að hlusta á tónlist eins og eftir að scrobblið byrjaði.

Frábært framtak hjá honum Bjarna.

Annars er það að frétta að Innipúkinn er uppseldur og því þarf að fara yfir í backupplanið fyrir helgina, verst að það var ekki til þ.a. ég verð að búa til backupplan.

Fyrir útlendingana sem lesa þetta þá er hér sól og sumar aðra vikuna í röð.
    
|
Skrifa ummæli
Svefnleysi
Hringdi í gær í lækni vegna svefns míns eða svefnleysis sem er kannski réttara. Ég sagðist nú ekki vilja fara í einhverjar pillur osfrv og var hann svo sem sammála því, kom með nokkur ráð sem ég ætla nú að deila með slemburum.
1. Kamillute með Hunangi
2. Kaupa svefngleraugu til að losna við birtu
3. Göngutúr fyrir svefn eða heit sturta
4. Baldrian - náttúrulyf sem er notað til að slaka á
5. Flóuð mjólk með hunangi.

Já nokkur góð ráð, eitt bættist svo við en það var að drekka sig til svefns á hverju kvöldi, en það kom reyndar ekki frá lækni og er ég ekki viss um að morgunmaðurinn yrði sáttur við það.

En eitthvað verður prófað og sjáum hvort þetta lagist ekki eitthvað, reyndar veit ég að þetta lagast með myrkrinu, ég er vanur að sofa lítið á sumrin en nú vakna ég reglulega 3-4 sinnum yfir nóttina og finnst mér það fullmikið.
    
Við settum álpappír í gluggann til að myrkva svefnherbergið algerlega - þú gætir kannski prófaða það :)
17:32   Anonymous Nafnlaus 

Pottþétt ráð til að sofna, notaðu öll í einu!

Blandaðu þér Kamillute með hunangi og helltu flóaðri mjólk út í það
Settu á þig svefngleraugu og skelltu þér út með te-bollan og pilluglas af Baldrian í reykvíska sumarrigningu og sturtaðu herlegheitunum í þig.
08:27   Anonymous Nafnlaus 

Fyrsta sem ég prófaði var að myrkva herbergið alveg og virkaði það að hluta til - nú svar ég amk til 5 non stop þ.a. þetta er allt að koma :)
08:37   Blogger Árni Hr. 
þriðjudagur, júlí 26, 2005
|
Skrifa ummæli
Linsa og bíó
Áhugaverð grein um linsuna sem Stanley Kubrick notaði í myndinni Barry Lyndon, en hún er hraðvirkasta/bjartasta linsa sem gerð hefur verið: VERBA.chromogenic.net: Speed Demon
    
Já þetta er nú ein af þeim myndum sem ég hef alltaf ætlað að sjá en hef ekki fundið tíma.
Spurning um að hinn sívirki vídeóklúbbur slembara taki sig saman og kíki á þetta meistaraverk þegar það fer að hausta
13:19   Blogger Árni Hr. 

Já, væri það ekki við hæfi?
13:25   Blogger Joi 

... reyndar hef ég heyrt að þessi mynd er svo hæg að það er ómögulegt að horfa á hana alla í einu.
13:25   Blogger Joi 

Já ég hef heyrt það líka að þetta sé frekar hæg mynd, en stundum verður maður að gera hluti sem maður almennt nennir ekki, t.d. að horfa á flottar myndir sem skipta máli í sögunni...:)
13:32   Blogger Árni Hr. 

rétt!
13:33   Blogger Joi 

Ég man að ég sá Citizen Kane í Háskólabíói um árið, og fannst erfitt að horfa á svona hæga mynd, en þegar upp var staðið var það þess virði. Var samt viss um, að ég myndi varla hafa haldið hana út á myndbandi.

Áhugaverð grein um linsuna, samt skrítið að hraðasta filman var bara 100 ISO...
13:38   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Veður
Já það gengur erfiðlega að vinna þessa dagana, veður er bara of gott til að hanga í vinnunni sérstaklega þegar verksmiðjan er lokuð. Amk í dag næ ég að klára nokkur útistandandi mál áður en haldið er heim í blíðuna.
Mér verður títt hugsað til 3 vinnufélaga minna sem eru á Kanarí núna, sérstaklega um helgina þegar ég lá í sólbaði eða í potti alla helgina.
Þegar ég fór út til DK var meira og minna rigning allan tímann, núna er bara sól sól og sól. Ég kvarta alls ekki, þetta er búið að vera mjög fínt og ef allt gengur eftir þá verður sennilega rigning um verslunarmannahelgina.

Í gær fór ég úr vinnu um og upp úr 16.00, fór heim náði í Guttann okkar og stefnan tekin út á hvaleyrarvatn þar sem við leyfðum honum að synda aðeins og svo var farið í smá fjallgöngu í gegnum lúpínur og furutré á leið niður. Ég valdi leiðina og var þetta svo sem ekki vinsæl leið en ég er nú vanur að fara bara eitthvað í göngum og sjá hvernig hlutir þróast. En það var mjög fyndið að sjá Gutta í lúpínunum þar sem hann hoppaði eins og kanína þar til að hann sæi hvert hann væri að fara inn á milli.

Í gærkvöldi var svo tekið rólega, grillað pulsur, maís og kartöflur. Síðan var slappað af yfir Constantine, nýjustu mynd keanu reeves, þetta var hin fínasta afþreying og mjög mikið um flottar brellar og flott hljóð, surroundið fékk að njóta sín vel. Myndin skilur ekkert mikið eftir, en var fín afþreying og gef ég henni hiklaust 3,5 af 5 en þeir sem hafa gaman af baráttu hið illa við hið góða ættu að kíkja á þessa mynd.
    
mánudagur, júlí 25, 2005
|
Skrifa ummæli
Bloggidíblogg
Fádæma rólegt hérna á blogginu núna og spurning hvort það verði ekki bara að taka frí í einn mánuð á sumrin eins og á sjónvarpinu í gamla daga.

Helgin var mjög fín, fórum vestur í Arnarfjörð á föstudaginn og tókum okkur góðan tíma í að keyra vestur. Við lögðum af stað kl. 14 og vorum komin í sveitina um hálf tvö um nóttina. Daginn eftir var byrjað á því að sýna Sonju útihúsin í Feigsdal og síðan farið í jarðarför á Bíldudal. Seinnipartinn fengum við lánaðan Subaru Impreza bílinn hennar Særúnar og keyrðum út í Selárdal enda var ótrúlega ljósmyndavænt veður úti, skuggar, ljós og þoka. Um kvöldið var grillað í Feigsdal og voru ansi margir þar og seinna um kvöldið farið í Hvestu að skoða gamla bæinn og stífluna. Jón bóndi og sonur hans ferjuðu hópinn upp fjallið og var á pallbílnum hans Jóns 11 manns og 6 í jeppanum. Daginn eftir fórum við síðan að veiða með Ægir litla og síðan heim með Gubba litla og Grétu.


Ég ætla að láta eina mynd fljóta með en þessa tók ég á leiðinni vestur af gömlu eyðibýli sem er ekki langt frá þjóðveginum. Við þurftum að klifra yfir hlið og fara inn á land bóndans til að komast að því en það var þess virði því þetta var ansi flott hús og skemmtilegir hlutir inni í því, t.d. gamall plötuspilari með plötu á.
    
|
Skrifa ummæli
Helgin
Um helgina var farið á ættarmót á Minniborg í Grímsnesinu. Þetta var hin besta ferð og ætla ég að lýsa nokkrum skemmtilegum atriðum.
Á föstudeginum þá var tekið meira og minna frí í vinnunni, mætti 8.30 og var búinn um 10.00, þá var undirbúin ferðin og ákvað ég að taka mótorhjólið með mér. Nú um 13.00 vorum við tilbúin að fara og rúlluðum við af stað, fyrsta stopp var við Rauðhóla þar sem ég tók hjólið mitt af og keyrði meðfram upp að Litlu Kaffistofu. Þar var hjólið tekið aftur á og við keyrðum af stað í Grímsnesið. Þar sem við vorum langt á undan flestum öðrum þá var ákveðið að koma við í Reykholti og skella sér í laugina í þessu frábæra veðri sem var þá.
Nú þegar við komum á staðinn þá voru þetta 7 bústaðir sem voru í hring og girt af, í miðjunni var grill, 3 pottar og bekkir til að borða á osfrv. Þetta var snilldarsvæði og fyrsta sem við gerðum var nú bara að slappa af, leyfa hundinum að hlaupa um og borða eitthvað.
Nú föstudagskvöldið var nú frekar rólegt, að sjálfsögðu var skellt sér í pott og 2-3 bjórar kláraðir en svo ekki meira þar sem ég ætlaði að vera tilbúinn að fara á hjólið á laugardeginum.
Nú á laugardeginum var byrjað á því að vera með einhverja leiki og kynningar osvfrv. Að sjálfsögðu vann undirritaður og hans hópur keppnina.
Nú um 14.00 þá ákvað ég að skella mér á Selfoss í braut, þetta var frekar erfið braut og var ótrúlega heitt þ.a. ég átti erfitt með að keyra þarna, en náði þó 2 tíma workouti þ.a. þetta var bara fínt. Til að byrja með var ég nú bara einn í brautinni og var nú að monta mig við EE hversu stökkin mín væru nú orðin löng osfrv, síðan koma 16 ára grislingur með spangir og við vorum að tala um nokkuð aðra hluti, hann hefði getað stokkið yfir bílinn minn ef hann hefði viljað. Nú sem betur fer var ég að hætta svo ég varð mér ekki til mikillar skammar.
Eftir þetta var haldið í bústaðinn og gert tilbúið fyrir grill kvöldsins, ég var með úrvals nautakjöt sem var grillað og borðað um kvöldið.
Um kvöldið var svo minglað við ættingja, bjór drukkinn, smá rauðvín og já eitt whisky glas meira að segja (12 ára chivas). Einnig var farið í pottinn amk 2 og allt í allt var þetta bara fínt.
Á sunnudeginum vaknaði ég bara nokkuð frískur, við keyrðum heim í hitanum, tókum Þingvallaleiðina og var mikil traffík á þeirri leið.
Í þessari ferð fékk hundurinn okkar hann Gutti mikla útrás, þarna var annar hundur og því var mikið stuð og mikil hlaup. Hann var svo þreyttur að þegar við komum heim um 17 í gær þá lagðist hann niður og svaf þangað til í morgun, færið sig bara reglulega til og svaf - já hið ljúfa líf.
    
Greinilega fín helgi hjá þér, hvenær koma myndir inn?
11:19   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Svefn
Undanfarna mánuði hef ég átt erfitt með svefn, skil ekki alveg af hverju það er. Til dæmis í nótt fer ég að sofa um miðnætti, vakna aftur klukkan 1.30, fer að sofa og vakna enn og aftur um og upp úr 4.
Sofna svo aftur og vakna um 7, ég get ekki sagt að ég sé alltaf mjög frískur á morgnana þar sem ég vakna ávallt upp úr 7.
Ég hef velt fyrir mér hvort ég eigi að fara til læknis eða hvort þetta sé eitthvað sem mun lagast, ég hef svo sem alltaf sofið mjög létt og þarf lítið til að ég vakni en mér finnst þetta fullmikið.
Um helgar næ ég aldrei að sofa út og mér finnst ég ekki hafa sofið út almennilega í ansi langan tíma.

En nú er það kaffibolli til að koma sér í gang.
    
föstudagur, júlí 22, 2005
|
Skrifa ummæli
Tickle: Tests, Matchmaking and Social Networking
Tickle: Tests, Matchmaking and Social Networking: "What Color Is Your Aura?
We don't need a psychic to tell us that you're giving off a Gold vibe. You couldn't ask for a better color - a glistening gold aura is as good as it gets. A lively blend of yellow and orange, gold people are happy, playful, energetic, sensitive, and generous. Always up for adventure, you'd give a friend in need the shirt off your back. You're spiritual, too - all those halos in old paintings aren't colored gold by coincidence. Almost childlike in the carefree, joyful way you live your life, you're popular and outgoing with your large circle of friends. Chances are you're so full of light and energy that you sometimes find it hard to sit still and chill out. Instead, you're constantly looking for excitement, no matter how risky or impulsive the occasion. Happy-go-lucky and always laughing, you truly are as good as gold."
    
|
Skrifa ummæli
Tickle: Tests, Matchmaking and Social Networking
Tickle: Tests, Matchmaking and Social Networking: "Hjörleifur, you're a Wild Night Owl

Wild thing! An energetic and fun-loving soul, you know just how to get the party started...and you stay until the sun comes up. A lover of late nights, you've got an energetic personality that keeps you dancing, socializing, or romancing into the wee hours.

Whatever the occasion, you know how to take any soirée from alright to dyn-o-mite. You're happy chatting up strangers, moving from one club to another, and keeping the dance floor going. Sound like a good time? You make sure it will be.
Want a drink that´s as exciting and enticing as you? Go to Absolut.com and take the Find your Flavor quiz to get great cocktail recipes and more! "
    
|
Skrifa ummæli
Farinn í frí (vonandi)
NoHomers.net | Fun Features | Which Simpsons Character Are You?: "I
I'm Lisa, who are you? by NoHomers.net "

Eins og sés þá er ég Lísu típa (kemur kannski ekki á óvart).

En nú er ég vonandi kominn í frí, en ég er bara með bakvakt fram til kl. 8 á mánudagsmorguninn og þá hefst fríið almennilega.

Nenni ekki að skrifa neitt meira núna
    
Já já allir eins og Lísa Simpson, enda eina heilbrigða persónan í þáttunum. Væri nú skemmtilegra ef þið mynduð líkja ykkur við Hómer eða Boso.
19:12   Anonymous Nafnlaus 

Me Homer....
08:34   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
NoHomers.net | Fun Features | Which Simpsons Character Are You?
    
ég ætla að vera hér fyrstur til að óska Jóhanni rúsínubollu til HAMINGJU MEÐ DAGINN!!!
09:20   Blogger Burkni 
fimmtudagur, júlí 21, 2005
|
Skrifa ummæli
Er að flýta mér
Svo ég hef engan tíma til að henda inn bloggi núna
    
|
Skrifa ummæli
Stutt frí
Jæja eftir 1-2 tíma þá er ég farinn í langt helgarfrí, í dag verður nú bara slæpst og kíkt í bæinn osfrv. Ætla í sund núna um 11 sennilega og reyna að ná úr mér meiðslum eftir crashið.
Á morgun verður svo haldið af stað um hádegisbil á ættarmót, fyrst munum við versla svolítið, svo stefni ég á að ná í hjólið og taka það með mér ef heilsan er í lagi. Síðan mun ég eyða helginni í sumarbústaðalandi við Minniborg og vonandi get ég smellt mér á hjólið í braut á Selfossi á laugardag og jafnvel sunnudag.
Næsta vika verður svo tekin með trompi í vinnu nema að frábært veður verði.
    
miðvikudagur, júlí 20, 2005
|
Skrifa ummæli
fall er fararheill
Á sunnudag fór ég á mótorhjólið, fór ég í Sólbrekkubraut en hún er við Grindarvíkurafleggjara (í Sólbrekku sem sagt). Var þar í 2 tíma og keyrði á fullu og var helvíti gaman. Engin slys þann daginn.
En vegna þess að það var svo gaman þá var ákveðið að taka stuttan dag í vinnunni í gær og var ég mættur klukkan 16.00 á sama stað. Byrjaði þetta allt vel en þegar ég var orðinn full sprækur þá fór ég á stökkpall, snéri hjólinu örlítið til hliðar í loftinu og man ég að ég hugsaði með mér að þetta endar illa, já og viti menn það gerði það. Ég flaug á hausinn á töluverðri ferð, þ.e. þegar ég lendi þá small ég duglega í brautina. Strax fann ég að öxlinn hafði skollið illa í en ég stóð þó upp labbaði nokkra hringi í kringum sjálfan mig á meðan sjokkið var að renna af mér. Tók svo hjólið og færði það út úr brautinni.
Nú vegna þess að adrenalínið var á fullu og ég í hálfgerðu sjokki þá ákvað ég að fara aftur til að venja mig við aftur upp á næsta skipti, svo ég myndi bara hugsa um þetta næst þegar ég ætlaði að fara og myndi því hætta við. Ég tók nokkra hringi í viðbót, í síðasta hringnum datt ég næstum tvisvar í beygju og þá ákvað ég að nú væri nóg komið og farið heim.
Ég vissi svo sem að dagurinn eftir yrði slæmur í líkamanum og stendur það fyllilega, ég er helvíti slappur í dag og sérstaklega í vinstri öxl. Sem betur fer er ég bara að fara að horfa á fótbolta í kvöld...
Já enginn sagði mér að þetta væri hættulaus íþrótt.
    
Tja, þú ert þó óbrotinn sem betur fer
10:13   Blogger Hjörleifur 
þriðjudagur, júlí 19, 2005
|
Skrifa ummæli
Bráðum kemur blessað fríið ...
Nú fer að styttast í að maður taki sér sumarfrí, en það hefst ekki formlega fyrr en kl. 8 næsta mánudagsmorgunn, þar sem að ég er með bakvakt þangað til. Það er nú ekki búið að plana það alveg út í ystu æsar, en það verður amk keyrt út úr bænum á mánudaginn og komið heim fyrir verslunarmannahelgina en þá er stefnan tekin á Innipúkann, sem að þessu sinni verður haldinn á NASA.
Svo verður gert eitthvað eftir þá helgina og jafnvel farið eitthvað meira eða eitthvað, en það er ekki ákveðið enn hvað eigi að gera þá.
Ég mæti svo aftur galvaskur í vinnuna 15. ágúst, en staldra stutt við eða bara í rúma viku, því 25. ágúst er Hjólamassinn og á þá að hjóla upp um fjöll og firnindi í 4 daga og er andlegur undirbúningur þegar hafinn, en nákvæmt plan er ekki enn komið inn á borð til mín (Burkni hefur þar verið minn aðaltengiliður).
Enski boltinn byrjar ekki fyrr en 13. ágúst, en stefnan var líka að kíkja á leik í ensku með haustinu, sem verður þá ekki fyrr en í fyrsta lagi í september.
Í Nóvember er svo stefnan tekin í afmælið hans Halla, sem verður haldið í Danaveldi.
Tja þá fer nú sennilegast frídögunum eitthvað að fækka, en það er alveg makalaust hvað hægt er að teygja þetta, en ég hef tekið nokkra daga út nú í sumar (einn og einn dag og sofið út og tekið því rólega) sem hefur verið mjög þægilegt.

Jæja, ég er farinn út í góða veðrið að gera eitthvað.
    
Engan helvítis ANDLEGAN undirbúning ... út að hjóla drengur!
12:27   Blogger Burkni 
mánudagur, júlí 18, 2005
|
Skrifa ummæli
Bréf
Ég verð nú bara að setja hérna inn tölvupóst sem ég fékk um helgina (tók út nafn og heimilisfang sendanda neðst á síðunni):

Joe,

Hello, my name is Jessyel Ty Gonzalez. I am a 21-year-old photography
student who is trying to learn as much as possible. I recently
discovered your portfolio at photo.net and am amazed at what you've
photographed.

In particular, I am MESMERIZED by this shot:

http://www.photo.net/photodb/photo?photo_id=3534367

I haven't been able to get it out of my head for the last couple of
days. It's breathtaking and this is seriously something I want to aim
to achieve one of these days. I sometimes feel unworthy of even
holding a camera.

Anyway, would you mind letting me know how you achieved this? I really
want to know how you got that dark gloomy feeling? The contrasts are
just so deep and vivid all the same. And more importantly, what
process did you use to make it look like a painting? Or some sort of
drawing? I am just amazed overall.

Any help would be greatly appreciated and I would be forever grateful.
Thanks again!

--
Jessyel
    
Hvaða mynd er hann að tala um - settu link á myndina inn
11:11   Blogger Árni Hr. 

mynd
11:21   Blogger Joi 

Ég verð nú bara að fá að skjóta inn orði. Ég skil ekki hvert þessi er að fara með þessu, en það eru til mun betri myndir frá þér en þessi.
10:12   Anonymous Nafnlaus 
sunnudagur, júlí 17, 2005
|
Skrifa ummæli
Patti Smith
Áfram heldur tónlistar sumar og haust - nú er Patti Smith að koma á klakann og spilar á NASA 6 sept. Ég keypti mér miða áðan fyrir mig og Elínu og það væri gaman ef einhver vill koma með okkur.
Það styttist í að það verður uppselt og því verða menn að hafa hraðar hendur ef menn vilja koma með.
Hægt er að kaupa miða á þessari síðu "www.midi.is"
    
Metur hr. Árni það þannig að ég og Hjölli munum hafa gaman af þessum tónleikum?
13:16   Blogger Joi 

Já ég held það nú bara, þið hafið ábyggilega gaman af þessum tónleikum. Gott að kynna sér tónlistina fyrir tónleikana og þá verðið þið ábyggilega ekki fyrir vonbrigðum.
Guðjón Karl er nú líka aðdáandi.
13:34   Blogger Árni Hr. 

ok, ætlar hann á tónleikana?
14:03   Blogger Joi 

Nei ekki í þetta sinn - hann sá þá með mér á Hróarskeldu fyrir nokkrum árum.
Nú er það bara ég, EE og ?
14:52   Blogger Árni Hr. 

Get skrifað undir það sem Árni segir, mjög góðir tónleikar. Mæli líka með því að undirbúa sig undir tónleikana með því að hlusta vel á diskana. BTW: Mike Stipe og Mike Mills nefna Patti sem einn helsta áhrifavald sinn í tónlist. Keypti REM safndiskinn á Spáni um daginn og var gaman að lesa það sem þeir skrifuðu um Patti (sem syngur bakraddir í laginu E-bow the letter:) "I first saw Patti Smith perform in 1976, and I remember thinking that I would gladly give ten years off my life to be the bass player for her group" ... " It was such an incredible experience watching Patti sing this song-a song we wrote! I had all the cliché reactions: chills ran up and down my spine, the hair stood up on the back of my neck, etc. My life did not flash before my eyes, but it was a close thing." (Mike Mills skrifar)
18:25   Anonymous Nafnlaus 

Ég kaupi þetta - skelli mér á tónleikana!
18:29   Blogger Joi 
laugardagur, júlí 16, 2005
|
Skrifa ummæli
IFW
Icelandic fashion Week í kvöld, boðsmiðar ON ON, motherfuckers!
    
Ég er bara ekkert að botna í þessu bloggi
21:30   Blogger Hjörleifur 

Hvað meinar þú?
09:30   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
SIN CITY
Fór á myndina í gær og var mjög ánægður með útkomuna. Drullu mikið ofbeldi og bara allt svo frábært. Myndin er jú eftir teiknimyndasögu og var stíllinn á henni eftir því. Atriði í myndinni eru eins og tekin beint úr teiknimyndasögu, t.d. þegar að rignir þá eru droparnir ekki eins og maður sér venjulega, heldur mjög ýktir og þegar bílar eru að keyra mjög hratt þá eru þeir oft í loftköstum eftir veginum. Skemmtilega öðruvísi mynd og segi ég bara eins og Árni, gef henni nálægt fullu húsi fyrir frumleika og skemmtilegt ofbeldi osfrv.
    
fimmtudagur, júlí 14, 2005
|
Skrifa ummæli
Dudes
Jamm, ekki mikið að frétta hérna - mjög mikið að gera í vinnu og utan vinnu sem er gott. Pálmi þotinn á rútunni út á lat með fjölskylduna á vit ævintýranna og kemur ekki aftur fyrr en eftur mánuð í vinnu. Ég tek við hans málum á meðan og Haukur er líka frá þannig að ég þarf að sinna öllu sem kemur upp á á meðan og því mikið að gera.

Í gær fór ég eftir vinnu og hitti Dóra niðri í bæ en hann er vinur Hauks og kenndi honum aðeins á nýju myndavélina sína (350D) og grunnatriði ljósmyndunnar og síðan vorum við bara að taka myndir og kjafta og tókum við tæpa 4 fjórar klukkustundir í þetta. Gerði smá tilraunir í að taka myndir af brettastrákunum niðri í bæ og ég hendi einhverju af því inn á netið við tækifæri. Við erum varla byrjuð að vinna myndirnar frá Asíu og við það hefur bæst helgarferðin á snæfellsnes á síðustu helgi þannig að það liggur fyrir mikil myndvinnsluvinna framundan sem við Sonja skiptum sennilega með okkur.

Ég er á fullu að rippa CD diskana mína í MP3 og ætla síðan að henda diskunum ofaní geymslu. Þetta er töluverð vinna enda um 600 diskar en media jukeboxið verður ansi magnað með allri þessari tónlist. Ég hef síðan í huga að prenta út upplýsingar um alla diskana sem ég á á MP3 og búa til lítið hefti með því ásamt upplýsingum um hvern disk, mynd af "coverunum" og jafnvel lögin. Ég hef aðeins verið að pæla í því hvernig ég geri þetta og er búinn að finna forrit sem keyrir draslið út í Access grunn og síðan ætla ég að taka við og gera einhverjar skýrslur eða eitthvað til að þetta líti sæmilega út. Ég er síðan með eitt gæluproject í gangi í viðbót sem ég ætla ekki að segja hvað er núna en vonandi kemur það í ljós síðar.

Helgina fyrir verslunarmannahelgi förum við Sonja í jarðarför í sveitina (Arnarfjörður) og síðan vorum við strákarnir að gæla við að fara á Innipúkann en það er allt á hugmyndastigi. Um helgina næstu förum við Sonja sennilega með vinnunni hennar á Esjuna og síðan verður eitthvað grill eða eitthvað slíkt.

Later dutes (eins og maður segir stundum)
    
|
Skrifa ummæli
Andleysi enn og aftur
Já ég get nú ekki sagt annað en að það er visst andleysi yfir manni þessa dagana. Ég hef nú ekki gert mikið síðan heim var komið, en náði þó að skella mér á Sin City í gær og fannst mér hún mjög góð, gef henni nálægt fullu húsi fyrir frumleika og skemmtilegt ofbeldi osfrv.
Þegar heim var komið ákvað ég að gera tilraun, fór með Gutta út að hjóla. Ekki gekk það betur en að þegar ég tók út hjólið þá uppgötvaði ég að pedalinn var laus. Ég fór upp og náði í verkfærakistuna og kom í ljós að rétt stær á toppi var ekki til.
Nú ég ákvað að labba/renna mér út að bensínstöð og þegar þangað var komið með herkjum þar sem Gutti skildi ekki alveg þetta með hjólið og flæktist mikið fyrir og mesta furða að enginn slasaði sig.
Nú þegar ég kom út á bensínstöð þá var mér tilkynnt að ekki væru til toppar. Nú ég ákvað því að labba til systur Elínar og uppi á Ölduslóð (gaman fyrir gamla Hfj að rifja upp) og labbaði ég upp kinnarnar og endaði þar. Mikil lukka því réttur toppur var til.
Nú eftir stutt stopp þar ákvað ég að hjóla heim með Gutta og gekk það ágætlega og gaf ég nú í inn á milli svo hann fengi nú almennilega hreyfingu.

Í lokin get ég sagt eins og Sveppi segir oft, þetta var tilraun dagsins og stóðst hún bara nokkuð vel og verður prófað aftur við tækifæri.

Er annars búinn að vera að reyna að drífa mig á mótorhjólið þessa dagana en andleysið sér til þess að það er ekki gert, tékkaði þó á hvort það væri enn inni í húsi og mér til mikillar gleði þá var það þar.
    
|
Skrifa ummæli
Endajaxl
Mætti í morgunn til tannlæknisins og kom ég mér þar fyrir í þægilegum en samt ógnvekjandi stólnum. Byrjað var á því að taka röntgen mynd af tönninni. Því næst var ég sprautaður við endajaxinn vinstra megin í efri góm og svo var ég sprautaður aftur og byrjaði að dofna. Læknirinn skrapp svo bara aðeins fram og ég lá þarna og dofnaði bara meira og meira. Þegar hún kom aftur þá sprautaði hún mig einu sinni enn og hófst svo handa við að koma tönninni úr kjaftinum. Notaði hún til þess 2 tangir og eitthvað annað tól og tók þetta nú aðeins nokkrar mínútur og leið mér ekkert vel á meðan. Þegar þetta var af staðið þá lá ég þarna í nokkrar mínútur til viðbótar og fékk banana á meðan ég var að jafna mig en mér leið vægast sagt mjög illa og svitnaði og var með náladofa út í hendurnar og ná fölur. Þegar ég var kominn með doldinn lit aftur og var farinn að skána stóð ég upp og borgaði fyrir þessa meðferð 7500 kr.
En ég er semsagt einum endajaxli fátækari í dag, en ég fékk þó að eiga tönnina, en ég er ekki alveg viss um hvað ég á að gera við hana.
Nú ligg ég bara heima og glápi á imbann og ætla mér að gera það næstu klukkutímana því ég er ekki í neinu stuði til að gera neitt meira en það núna.
    
Sendi þér kveðjur með von um skjótan bata!
13:32   Blogger Joi 

Býrðu ekki til hálsmen úr tönninni, það telst flott í einhverjum heimsálfum.
Ógnvekjandi lýsing...
13:38   Blogger Árni Hr. 
mánudagur, júlí 11, 2005
|
Skrifa ummæli
Torrini
Við Sonja erum að spá í að kíkja á þessa tónleika, hvað segja Árnmundur og Hjörlsveinn um að kíkja?

Fimmtudagurinn 21.júlí Emiliana Torrini efnir til stórtónleikaásamt hljómsveitinni Nixe NolteForsala hefst í 12 tónum og á miði.is 9.júlíMiðaverð kr.2500Húsið opnar kl.20Aldurstakmark 20 ára
    
Ég væri jafnvel til í að kíkja, ætla að sjá hvort EE vilji ekki koma með.
13:20   Blogger Árni Hr. 

ok - stefnum á að kaupa miða seinnipartinn í vikunni eða í byrjun næstu.
13:21   Blogger Joi 
laugardagur, júlí 09, 2005
|
Skrifa ummæli
Miðar
Miðar á Antony and the Johnsons og Sonic Youth komnir í hús.
Annars þá er ég búinn að vera að vinna og vinna og vinna og vinna frá því klukkan 8 í morgunn og er bara orðinn ansi þreyttur, enda ekki búinn að fá mér neitt að borða, nema eina samloku og 2 súkkulaði stykki allan þennan tíma.

Nú undir lokin er ég að hlusta á The Cramps, en ég var einmitt að taka eftir því á heimasíðunni þeirra að það er komin út ný plata með þeim "How to make a monster", en þar segir t.d.

"THE CRAMPS have reached back into the clammy womb of their prehistoric past to release HOW TO MAKE A MONSTER, a 2- disc 143 minute frightfest of previously unreleased rare tracks"

Og því alveg ljóst að maður verður að eignast þessa.
    
|
Skrifa ummæli
Danske dynamite
Jæja nú styttist í heimför, búið að dunda mér eitt og annað síðan síðasta blogg var sett inn. Fór til Kolding á mánudag og var til fimmtudags í ró og næði með litlu frænku minni sem kallaði mig alltaf "manden" sem var nú bara gaman en ég hefði nú viljað að hún myndi muna nafnið mitt, en þegar maður mætir árlega á svæðið þá er lítið við því að gera. Ég var nú í rólegheitum með þeim allan tímann, markverðasta var að taka Umu litlu í sund en það fannst henni alveg frábært og sérstaklega stóra rennibrautin.
Á fimmtudeginum fór ég svo í köben, kíkti aðeins í bæinn um kvöldið en allt frekar rólegt. Föstudagur var svo mjög pródúktífur, fór að versla, fór á Islandsbryggju "ströndina" en það er tilbúin strönd í miðri köben, var þar í 2 tíma og náði bara smá tan - er þó aðallega með bóndabrúnku og Hannes er bara rauður. Fór svo aftur í bæinn um kvöldið, skellt mér á bjórbar, skoðaði kaffihús pabba og fór á Heidis beerbar og endaði svo á The Rock og sá þar einhverja rokktónleika.
Í kvöld verður svo tekið rólega, fer þó og grilla í kvöld og á morgun ætla ég að njóta veðursins áfram en hér er 30 stiga hiti og sól - ekki slæmt það.
Kem svo heim á miðnætti á morgun, mæti í vinnu á mánudag og síðan á tónleika um kvöldið.
Hlakka þó til að komast heim eins og alltaf, gaman að fara út og gaman að koma heim.
    
föstudagur, júlí 08, 2005
|
Skrifa ummæli
Ussssssumsussumsía
Vinna, vinna, vinna og vinna og nú er ég að fara heim og svo að sækja miðana á Antony and the Johnsons, en tónleikarnir eru jú eins og allir vita núna næstkomandi mánudagskvöld. Annars þá er ég á bakvakt um helgina og verð því bara svona tiltölulega rólegur í djamminu í þetta sinn, reyndar verið tiltölulega rólegur í djamminu á þessu ári, með nokkrum undantekningum sem hafa sannað það, hvernig svosem að það nú virkar, en maður verður víst að sanna það stöku sinnum að maður sé rólegur í djamminu með því að djamma hressilega svona öðru hverju.

Púff og púff, ekkert svosem að frétta, svo best að koma sér bara í burtu áður en maður skrifar bara eintómt bull hér í hæperspeisinu.

Og úr því að ég setti nú þennan skrítna titil þá varð mér hugsað til Usssíunar góðu sem enn hefur ekki litið dagsins ljós og því orðið Usssía enn ólöglegt í skrabblinu.
    
fimmtudagur, júlí 07, 2005
|
Skrifa ummæli
Síðustu dagar
Tja, svosem ekkert merkilegt hefur gerst hjá mér í vikunni, en á Mánudagskvöldið sigraði ég Sigga 6-3 í tennis og Hauk 6-2, en tapaði svo fyrir Hauki 6-1. Jói tapaði fyrir Hauki líka, en eftir kvöldið var hann samt búinn að vinna af honum 3 kippur af bjór, 2 sem hann vann sjálfur og svo eina sem hann vann með því að veðja á að ég ynni Hauk, en þá var staðan 5-2 fyrir mér og kláraði ég dæmið bara strax og þar með var Jói búinn að vinna 3 kippur af bjór um kvöldið.

Annars þá er ég bara búinn að vera að vinna eins og vitleysingur í vikunni og gert óskup lítið eftir vinnu. Fór reyndar í gærkvöldi í smá bíltúr til að taka myndir fyrir DPChallenge og ljosmyndakeppni.is, fann ekkert fyrir DPChallenge, en er kominn með kandidat fyrir ljosmyndakeppni.is, þessa vikuna er viðfangsefnið vatn og tók ég mynd af litlum fossi í Elliðaárdalnum. Svo reyndi ég að finna eitthvað sportlegt fyrir DPChallenge, en án árangurs, það virðist sem svo að allt sportfólk hafi bara verið inni í gær.

Nú er ég að gera það sama og Jói er að gera, þ.e. að færa geisladiskana mína yfir á tölvu svo þeir taki aðeins minna pláss. Ætli það fari ekki að styttast í það að menn hætti bara að gefa út diska, þeir taka svo mikið pláss og menn spila allt nú orðið með einhverjum mp3 spilurum eða notast við einhveskonar vielen-spieleranen tæki, eins og krakkarnir segja.
    
Foss í Elliðarárdalnum, been there done that.

Kv,
Robbi
08:33   Anonymous Nafnlaus 
mánudagur, júlí 04, 2005
|
Skrifa ummæli
Boo Radleys | Find The Way Out
Maður verður að næla sér í þessa vel röðuðu tónlistarbita við tækifæri: BR

Hérna er síða tileinkuð 10 árum frá því að ein af mínum uppáhalds plötum var gefin út. Check it!
    
|
Skrifa ummæli
Earache: Extreme Metal, Death Metal, Grindcore...
Eitthvað fyrir Árna myndi ég halda: Earache: Extreme Metal, Death Metal, Grindcore...
    
Ég þekki nú þetta útgáfufyrirtæki, en þetta er nú varla ég - full þungt fyrir minn smekk
ÁHH
22:20   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
L8
Dagur útbreiðslu ófrumleika í almenningstónlist er liðinn. Þetta var eins og að sjá sveitafólk koma út úr dalalæðu og heyra það syngja endalaust Vertu hjá mér Dísa á útihátíð. Dísa samtímans fékk þó hærri glym, heimsathygli, hjúpuð ljósadýrð: Björgum Afríku! Hverju getur frægðarsjúkt, sjálfsánægt fólk bjargað, týnt í tilfinningavell, svo hræðilega miðaldra að það hefur enga hugmynd um hrukkur sínar á sál og líkama? Það gæti ekki einu sinni dáið fyrir geisladiskana sína. Tvær nunnur og ein hjúkrunarkona gerðu meira gagn í Afríku en milljónirnar sem hefðu bara átt að vera heima og reyna að runka sér í frjálsum takti fyrir framan sjónvarpið.
Guðbergur Bergsson
    
sunnudagur, júlí 03, 2005
|
Skrifa ummæli
Roskilde
Jæja tha er eg kominn heim af Roskilde og er nokkud sattur, hatidin er ekki enn buinn en i minum huga. Ég var búinn að fá alveg nóg í bili, steikjandi hiti alla ferðina og er ég rauður og sæll. En þetta var mikið stuð og ætla ég nefna nokkrar grúppur sem ég náði að sjá.
Fimmtudagur - Sáum hluta af Velvet Revolver en við fórum af þeim til að sjá Sonic Youth og voru það snilldar tónleikar og hlakkar mér mikið til Nasa í sumar. Síðan sáum við Le Tigre, Mastodon, Kent, Armand van Helden (flottir teknó tónleikar).
Fór að sofa um 1 um nóttina alveg búinn eftir skemmtilegt fyrsta kvöldið.
Föstudagur - Byrjað á flottum Mugison klukkan 13.00, síðan var rúllan á þungarokktónleika Enslaved og SunnO)) sem var svona drón rokk en helvíti flott. Þaðan var hoppað á Snooparann og var hann ágætur kallinn. Þá var klukkan orðin 18 og ég rauður og heitur.
Ég kíkti svo á Audioslave sem voru nokkuð nettir en ég og Hannes svindluðum okkur í röð fremst á Black Sabbath og var ég fremstur þegar Ozzy steig á svið og er hægt að segja að hápunktinum hafi verið náð.
Í lok nætur kíkti ég svo á Autechre og Death from above 1979 og voru það flottir tónleikar. Þaðan skellti ég mér upp í tjald en Haraldur fór á Maldoror sem er hliðarprojekt hjá Mike Patton.
Laugardagur - byrjað var á Fantomas klukkan 16.00 enda lengi gang gamli kallinn, þ.e. ég - þeir voru frábærir og rokkuðu vel. Eftir þetta fórum við á Foo Fighters sem var ágætt, svona eins og ég bjóst við svo sem. Eftir FF fórum við á nokkra tónleika stutt, m.a. Dresden Dolls, Royksopp, Green Day, Patton/Rahzel, Four Tet og Alter Ego. Í lok kvölds var svo farið á Duran Duran en þá var klukkan 1.00, fóru þeir í gegnum alla slagaran og fílaði bróðir minn þá í tætlur en ég var svona nokkuð sáttur, fannst full fáir á þeim tónleikum. Í lok kvölds var tjúttað til hálf fimm á Carl Cox en það er teknódude sem var nokkuð þéttur. Þetta voru svo lokatónleikar okkar á Roskilde Festival og hananú.

Veit að þetta er smá upptalning en amk vita menn hvað ég var að dunda í hitanum og já það vor nokkrir bjórar kláraðir :)
    
Sounds good!
09:03   Blogger Joi 
föstudagur, júlí 01, 2005
|
Skrifa ummæli
Tja
Við Sonja fórum á Prikið í kvöld og þar fengum við snilldar mat eins og vanalega. Ég tók þessa mynd þar af manni sem var að koma inn á veitingastaðin og ég hef sennilega verið í einhverjum listrænum pælingum.

Ég er eiginlega hættur við að kaupa tækið sem ég nefndi í síðasta eða þarsíðasta bloggi og er að spá í að kaupa þetta frekar og 200gb disk.
    
It is mine!
19:28   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Bílavika
Tja, eitthvað lítið bloggað í vikunni og best að bæta aðeins úr því.
Best að byrja á bílamálunum, en í síðustu viku fór ég að heyra einkennileg hljóð í bílnum og stoppaði ég þá strax bílinn til að athuga hvað væri að, en sá ekki neitt og datt helst í hug að það væri bara einhver steinn að skrölta um einhverstaðar. Hljóðið fór svo, en kom aftur og fór og kom aftur og svo á mánudagskvöldið þegar ég var að fara að sækja Jóa í tennisinn þá var þetta hljóð mjög slæmt, en ég sótti nú samt Jóa og við fórum í tennis og eftir tennisinn kíktum við á bílinn, en sáum ekkert að. Við skrúfuðum hægra framdekkið undan, því hljóðið virtist koma þaðan, en það var bara ekkert að sjá. Ég keyrði því Jóa heim og lagði svo bílnum heima hjá mér.
Á þriðjudaginn kíkti ég betur á bílinn og eftir dágóða stund komst ég að þeirri niðurstöðu að lega væri farin á hægra framhjóli, en það var örlítið skrölt þar, sem ekki var á vinstra hjóli. Ég hringdi því á bílaverkstæði og sagði þeim fréttirnar og fékk ég tíma hjá þeim í gærmorgunn.
Síðar þann sama dag hringdi viðgerðarmaðurinn af verkstæðinu í mig og sagði mér að legan hefði verið handónýt og viðgerðin kostaði 23000 krónur (sem var nokkuð nálægt því sem þeir voru búnir að segja mér að þetta kostaði). En vinnuþátturinn var stærsti hlutinn af þessu, eða rúmlega 16000 krónur með virðisaukaskattinum.

Í gærkvöldi fórum við Matthew á War of the worlds (Innrásin frá Mars) og var hún bara þrusugóð og mjög flottar tæknibrellur í myndinni, enda Steven Spielberg mynd. Ætla ég ekkert að segja neitt meira um hana til að skemma ekki fyrir ykkur sem eiga eftir að sjá hana, en ég gef henni alveg ***1/2

Ekkert spes plan fyrir kvöldið, en á morgunn verður farið í afmæli til Steinars Sindrasonar, en hann verður 1 árs þá.
    
|
Skrifa ummæli
Diskaflúbb

Elsa og Sonja að útskrifast síðustu helgi, Elsa úr lögfræði og Sonja úr Íslensku.

Annars hrundi hjá mér 120gb utanáliggjandi diskurinn í gær en hann innihélt allar myndirnar úr ferðinni ... ekki gott! Á nú reyndar slatta af þeim á öðrum stöðum og mér tókst reyndar að sækja innihald disksins með ákveðnu forriti.

Í dag er ég að plana að kaupa mér svona tæki fyrir tónlist og myndir og 200gb disk fyrir backup af myndum.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar