Patti Smith
Áfram heldur tónlistar sumar og haust - nú er Patti Smith að koma á klakann og spilar á NASA 6 sept. Ég keypti mér miða áðan fyrir mig og Elínu og það væri gaman ef einhver vill koma með okkur. Það styttist í að það verður uppselt og því verða menn að hafa hraðar hendur ef menn vilja koma með. Hægt er að kaupa miða á þessari síðu "www.midi.is"
|
Metur hr. Árni það þannig að ég og Hjölli munum hafa gaman af þessum tónleikum?
13:16 Joi
Já ég held það nú bara, þið hafið ábyggilega gaman af þessum tónleikum. Gott að kynna sér tónlistina fyrir tónleikana og þá verðið þið ábyggilega ekki fyrir vonbrigðum. Guðjón Karl er nú líka aðdáandi.
13:34 Árni Hr.
ok, ætlar hann á tónleikana?
14:03 Joi
Nei ekki í þetta sinn - hann sá þá með mér á Hróarskeldu fyrir nokkrum árum. Nú er það bara ég, EE og ?
14:52 Árni Hr.
Get skrifað undir það sem Árni segir, mjög góðir tónleikar. Mæli líka með því að undirbúa sig undir tónleikana með því að hlusta vel á diskana. BTW: Mike Stipe og Mike Mills nefna Patti sem einn helsta áhrifavald sinn í tónlist. Keypti REM safndiskinn á Spáni um daginn og var gaman að lesa það sem þeir skrifuðu um Patti (sem syngur bakraddir í laginu E-bow the letter:) "I first saw Patti Smith perform in 1976, and I remember thinking that I would gladly give ten years off my life to be the bass player for her group" ... " It was such an incredible experience watching Patti sing this song-a song we wrote! I had all the cliché reactions: chills ran up and down my spine, the hair stood up on the back of my neck, etc. My life did not flash before my eyes, but it was a close thing." (Mike Mills skrifar)
18:25
Ég kaupi þetta - skelli mér á tónleikana!
18:29 Joi
|
|