fimmtudagur, júní 30, 2005
|
Skrifa ummæli
Stafrænn Jóhann
Það er farið að vera ansi lítið hillupláss heima eftir allar búddastytturnar sem við keyptum í Asíu og því höfum við verið að pæla aðeins hvernig má breyta heima til að búdda og annað fái að njóta sýn. Ég hef sagt þvert NEI við því að færa geisladiska, DVD diska og VHS spólur úr hillum þar sem þessir hlutir eru í augnsýn mér og gestum til yndisauka. Ég er hinsvegar aðeins farinn að bakka með þessa sýn og langar helst núna til að gera eins og Kiddi félagi minn og rippa bara alla CD diskana og henda þeim síðan niður í geymslu, enda er þetta að verða úreltur hlutur. Ég á um 600 diska og því taka þeir ansi mikið pláss og liggja síðan út um allt eftir góð partý og maður fer að vera orðinn þreyttur á þessu. Önnur hugmynd er að fá sér bara stórar möppur undir þá og hafa hvern disk þar með bókinni en henda hylkjum í geymsluna (eða jafnvel á haugana en ég held ég sé ekki tilbúinn í það). Original VHS spólurnar hafa þjónað hlutverki sínu og höfum við varla snert þær síðustu ár og allur sá fjöldi af VHS spólum sem ég hef tekið upp á í gegnum árin taka bara pláss, þó ég myndi nú halda snilld eins og radius, fóstbræðrum o.flr. uppi við. DVD diskarnir standa enn fyrir sínu en ég býst nú við að þeir fari sömu leið eftir 4-5 ár þegar maður er með allar sínar myndir í tölvuboxi við sjónvarpinu (eða inni í sjónvarpinu). Þetta er allt á hugmyndastigi og ég er ekki búinn að sannfæra sjálfan mig ennþá um hvað skal gera (ég veit samt að Sonja myndi vilja losna við CD diskana og VHS spólurnar niður í geymslu).
    
Eru menn farnir að tilbiðja Búdda?
16:41   Anonymous Nafnlaus 

Maður getur alveg verið með plakat af Eiði Smára eða Clint Eastwood uppá vegg án þess að tilbeiðsla komi málinu við ...

Annars er ég hlynntur þessari rip-hugmynd, stjúpi minn gerði þetta við e-r hundruð diska sem hann á og herlegheitin komust öll á 3 DVD diska.
20:14   Blogger Burkni 

Er síðasta vígið að falla?
14:23   Blogger Árni Hr. 

Maður skildi nú við plakötin þegar maður var 15 ára.
Búdda er kannski meira fullorðins.
16:23   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Tinni
In Tintin in the Congo, one of his earliest adventures, our intrepid reporter hunts down both criminals and wild game. The story was written in 1930 and first appeared in book form in 1931, and some of the parts are so dated that for years the book was unavailable in English. This edition reprints on black-and-white newsprint the original 1931 version. In one scene, Tintin tells a group of African children "Today, I'm going to talk to you about your country: Belgium!" When the story was updated and colorized (but not translated into English) in 1946, this became a simple lesson in addition. In addition to the colonial attitude, the Africans are portrayed as primitive, simple-minded folk ("He doesn't look very bright," Snowy opines about their guide), and Tintin reveals a brutal side by slaughtering half the wildlife on the continent (including blowing up a rhinoceros with dynamite!) and declaring while pursuing an enemy, "Sure as my name's Tintin, I'll get rid of him once and for all." Herge himself was embarrassed by much of Tintin in the Congo, and it's not a part of the regular canon, but fans who can accept it as a product of its time will enjoy seeing their hero in one more adventure, one that provides a jumping-off point for the much-better-known Tintin in America. --David Horiuchi
    
Og hvað með það?
12:48   Anonymous Nafnlaus 

Já, ég veit svosem ekki mikið um þýðinguna, en ég man eftir atriðinu þar sem hann slátrar heilli dýrahjörð er í henni og var það frekar skrítið. Fyrsta Tinnabókin hefur hinsvegar ekki komið út í Íslenskri þýðingu og hét hún Tinni í Sovétríkjunum og það væri gaman að kíkja í þá bók.
15:25   Blogger Joi 
miðvikudagur, júní 29, 2005
|
Skrifa ummæli
Fer í fríið
Jæja þá er komið af fyrsta fríi mínu - ég fer í flug seinni partinn í dag og mun ég því reyna að blogga næst frá Roskilde, en ferðaáætlun mín er eftirfarandi:
29 júní - flug til DK
30 júní - 3 júlí Roskilde Festival
4 júlí - 7 júlí ferðalag til Jótlands að hitta bróðir og fjölskyldu
7-10 júlí heima hjá mömmu og pabba í ró og næði.
10 júlí - Heimferð
11 júlí - mætt í vinnu aftur.

Bróðir minn og systir verða með á Roskilde Festival þ.a. ég verð í fínum hópi þar.

Annars mun ég reyna að henda inn nokkrum bloggum á leið minni.
    
Bon Voyage!
12:19   Blogger Joi 
þriðjudagur, júní 28, 2005
|
Skrifa ummæli
IKEA og tennis
Ég fór að ráði Hauks, Hjölla og Sigga og keypti mér félagskort í tennisfélagi Víkings og kostaði það 5000 kr., og má maður spila á útivellinum þegar maður vill án þess að borga meira fyrir það. Ég er meðlimur nr. 9 en Haukur er nr. 1, Siggi nr. 2 og Hjölli 3. Við spiluðum úti í gærkvöldi í um 2 klst í roki og rigningu og var það bara ansi hressandi - liðin gerðu jafntefli, Siggi og Haukur mörðu jafntefli í oddalotu.

Við Sonja fórum í IKEA í gær og ætluðum að kaupa náttborð þar og borðið sem okkur leist best á var ekki til og ætluðum við þá að kaupa annað borð og var það líka búið og einnig þriðja borðið sem við gerðum tilraun til að kaupa - þá gengum við bara út.

Það virðist vera almennt bloggleti yfir mannskapnum, veit ekki hvað það á að fyrirstilla, fyrsta blögg Pálma í dag í 2 vikur og Árni hefur bara bloggað 1x síðustu 3 vikurnar, verðum að vera duglegri við þetta.

Núna er ég að hlusta á System of a Down, nýja diskinn og er hann ansi þéttur .... rokkið lifir!
    
|
Skrifa ummæli
Sumarveður
Burkni gerði fyrir okkur smá tölfræðilega úttekt á veðri yfir sumartímann á Íslandi og er notast við gögn frá 1949. Notast var við gögn á brúðkaupsvef vedur.is og það sem kom á óvart þegar tekið var meðaltöl niður á dag að góðviðri er áberandi minnst um verslunarmannahelgi, þannig að það er greinilega ekki bara goðsögn.


Ekki þótti ástæða til að birta raungögnin (prósentutölur hvers dags) því þar er heldur mikið flökt (suð). Þess vegna voru reiknuð tvenns konar meðaltöl. Fyrra grafið sýnir hlaupandi vikumeðaltöl, sem þýðir í raun að 7 daga glugga er rennt samfellt yfir gögnin. Þar sést einna helst greinileg uppsveifla í "góðviðri" eftir því sem líður á sumarið, og að ágúst og júli eru mun votviðrasamari en júní.




Hér eru vikurnar teknar beint, þ.e. meðaltal 1. 2. .... osfrv viku sumars. Hér sést í raun það sama og á efra grafinu en með minni sveiflum.
    
mánudagur, júní 27, 2005
|
Skrifa ummæli
D
Art Brut - Bang Bang Rock and Roll
System of a Down - Mesmerize
Coldplay - X&Y
The White Stripes - Get behind me Satan
    
|
Skrifa ummæli
Bubbi
Það verður viðtal við Bubba í Íslandi í dag í kvöld þar sem hann mun svara fyrir sig vegna umfjöllunar fjölmiðla um skilnaðinn.
    
Ef Eiríkur Jónsson verður með í því viðtali, þá kannski fáum við að sjá hnefaleika ;)
09:43   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Helgin
Á fimmtudaginn fórum við vinnufélagarnir í gönguferð upp á Ingólfsfjall og var það erfiðari ganga en við bjuggumst við en það hafðist. Þegar upp var komið skutum við nokkrum golfboltum af brúninni og er óhætt að segja að þeir hafi verið ansi langt. Síðan var farið í bústaðinn hans Hauks og grillað og farið í pottinn ... ágætis kvöld.
Á föstudaginn fórum við Sonja á Batman eins og ég hef áður sagt frá og síðan útskrifaðist stúlkan úr Íslensku frá HÍ og var útskriftin í Egilshöll. Við Hjölli fórum í grill upp á Kjaló seinnipartinn og fórum heim til mín um kvöldið og sötruðum bjór og Árni og Mathew kíktu á okkur þar. Á sunnudaginn var ég með einhvern flensuskít fyrri part dags en um kvöldið fórum við í mat upp á Kjaló og horfðum á Melinda and Melinda (í bíóaðstöðunni í kjallaranum uppi á Kjaló) eftir snillinginn Woody Allen og var hún bara nokkuð góð.

Í dag er planið að fara og kaupa náttborð og síðan ætla ég að kjöldraga Sigga og Hauk í tennis.

Ég hef miklar áhyggjur af United þessa dagana - hræddur um að það sé verið að rústa liðinu og þessi Park frá Suður Kóreu er líklegast í svipuðum klassa og Kleberson, Djemba Djemba, Fletscher, Bellion o.flr. meðalmenn sem Ferguson hefur keypt síðustu ár.
    
föstudagur, júní 24, 2005
|
Skrifa ummæli
Batman
***1/2 Þrusu góð.

Og ekki orð um það meir þar sem að ég er enn með hausverk eftir skotið sem ég fékk í eyrað í hádegisboltanum.
    
Batman var ágæt en mér leiddist samt á henni - hef sennilega ekki nægilega gaman af slagsmálamyndum.
18:13   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Siggi
Siggi says:
settu á síðunna að fjölmiðlafulltrúi minn hafi lekið því í þig að jafnvel sé von á psitli á næstunni frá mér
    
hmmmm...
15:37   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Comment
Skrítið comment á mynd á smugginu okkar.
    
Mér finnst þetta nú bara skemmtileg athugasemd :) (SONJA)
13:34   Anonymous Nafnlaus 

Og er búið að svara athugasemdinni?
15:36   Blogger Hjörleifur 
fimmtudagur, júní 23, 2005
|
Skrifa ummæli
Jæja
Ekki mikið að gerast þessa dagana, en Jói er kominn heim og því ætti almennt og eðlilegt félagslíf að hefjast að nýju og er strax stefnt á eitthvert skrall á laugardagskvöldið. Annars þá var ég að horfa á teiknimyndina Robots, sem er alveg ágætis skemmtun, en samt bara í meðallagi. Þessi mynd er eiginlega meira fyrir börnin er foreldrana (og þá sem að stelast til að horfa á myndina án þess að vera í fylgd barna).

Í kvöld er svo stefnt á "Leðurblökumaðurinn byrjar" og reikna ég með dúndrandi slökun þar.
    
Það er lítil slökun ef þú ætlar að sjá þá mynd. Hörkumynd.
Verður hengdur upp á herðablöðunum á þessari ;)

Kv.
Robbi
09:22   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Kínaferð - Myndir og uppgjör
Jæja, þá erum við komin heim eftir langa og stórkostlega ferð þar sem við sáum margt skrítið og skemmtilegt. Ferðin gekk ótrúlega vel og ég (Jóhann) vil meina að það hafi verið einhver verndarengill sem vakti yfir okkur - mamma heldur því fram að öll ættin hafi bara vakið yfir okkur. Þrátt fyrir að ferðin hafi verið skemmtileg þá er nú samt mjög gott að koma heim,fást við vinnuna og annað daglegt bras, að koma lífinu aftur á réttan kjöl.

Síðasti viðkomustaður okkar var Tæland sem er mesta túristalandið sem við heimsóttum í ferðinni. Á hverju horni bíður lygamörður eða annað hyski sem reynir að plata mann til þess að fara eitthvað annað en gönguförinni er heitið, yfirleitt í verslanir til að kaupa og allt þetta áreiti verður frekar þreytandi eftir smá tíma. T.d. er klassískt að maður eða kona gefi sig á tal við mann, byrja á því að kynna sig með nafni og starfi (eru yfirleitt lögfræðingar, læknar, kennarar eða eitthvað álíka) og spjallar um daginn og veginn. Síðan spyr það okkur hvað við ætlum að gera um daginn og þegar maður segist t.d. vera að fara á markaðinn þá segir það að maður ætti ekki að fara í dag því það sé lokað/of mikið fólk/ekki réttur klæðnaður o.s.frv. og maður ætti frekar að nýta daginn í að versla. Síðan sýnir það okkur á kortinu hvar besta verslunarhverfið er og segir að þar sé ein búð sem sé betri en aðrar og maður ætti bara að skella sér strax og reyna síðan að senda mann með leigubíl eða tuk tuk (gefa m.a.s. upp hvað ferðin muni kosta).
Eins reyna tuk-tuk (mótorhjól með vagni aftaná) ökumennirnir að segja manni að staðurinn sem maður sé að fara á sé lokaður og maður ætti frekar að fara annað og það er allt eftir þessu.
Tæland var samt skemmtilegt land og flest fólkið virðist vera gott þar en það er mikið af svikarhröppum, ágengum sölumönnum og fátæku fólki.

Við byrjuðum í norður-Tælandi í borg sem heitir Chang Mei og þaðan fórum við í tveggja daga ferð nyrst í landið og heimsóttum þar t.d. fílagarð,fjallafólk, kíktum yfir til Burma og aðeins aftur inn í Laos því ég gleymdi að kaupa BeerLao fyrir Hjöllann minn.

Síðan héldum við til Bangkok og vorum þar í tvo daga og heimsóttum m.a. fljótandi markaðinn,skoðuðum annað í borginni ásamt því að versla (án afskipta nokkura hjálpsamra tælendinga þó!).

Annars má segja að þetta hafi verið aðalviðkomustaðirnir í ferðinni:

* Rússland
- Moskva
- Lake Bakal í Síberíu (vorum í litlum bæ við vatnið)
- Irkutsk (einnig í Síberíu)
* Mongolía
- Vorum í 3 daga í gert tjaldi út á sléttunum
- Ulaan Baatar
* Kína
- Peking
- Xi'an
- Nanjing
- Suzhou
- Hangzhou
- Guillin
- Yangshuo
- Lusang
- Hong Kong
* Laos
- Vientene
- Luang Prabang
* Tæland
- Chiang Mei
* Burma
- Landamærabær
- Chiang Rai
- Bangok

Það sem mér fannst skemmtilegast í ferðinni var Kína, ótrúlega fjölbreytt land með skemmtilegu fólki og fallegri náttúru. Þar sá maður öðruvísi hluti en maður er vanur og stefni ég á að fara þangað aftur, jafnvel á næsta ári. Ef við förum í svipaða ferð að ári eru þetta þeir staðir sem ég hef áhuga á að heimsækja:

Indland
Nepal
Tíbet
Meira um vestur Kína
Bhutan
Bangladesh
Burma
Indonesíu
Balí

Við Sonja komumst að því að stórborgir á við Bangok, Moskvu, Hong Kong og Nanjing er ekki það sem okkur finnst skemmtilegast að skoða, þó þær séu skemmtilegar og stundum nauðsynlegar, heldur höfum við meira gaman af bæjum og þorpum, og myndum við sennilega stíla upp á það næst.

Nú tekur við að vinna úr þessum 10.000 myndum sem við tókum og reyna að henda eins miklu og við tímum og setja svona 500-1000 mynda úrval á netið. Eftir það ætla ég að búa til geisladisk með bestu myndunum og senda eintök af honum út um allan heim og reyna að koma myndunum á framfæri, maður tapar engu á því og aldrei að vita nema eitthvað komi útúr því þó maður búist ekkert endilega við því.
Síðan væri gaman að hafa myndasýningu á myndvarpa einhverstaðar fyrir þá sem hafa áhuga á því en ég hef ekkert pælt í því og veit ekki alveg hvernig best væri að framkvæma það ... eru einhverjar hugmyndir?

Hérna koma myndir frá seinasta hluta ferðarinnar og því verður þetta síðasta myndablöggið sem ég set svona margar myndir inn í einu úr ferðinni:


Börn uppi í Phousi-fjallinu í miðri Luang Prabang í Laos. Það voru rúmlegar 300 tröppur til að komast upp og skoða búddahof og annað skemmtilegt.


Kona að koma af markaðnum í Luang Prabang (LP).


Ungur heimsmaður að slaka á á kaffihúsi, drekkur mjólkursjeik og bjór og les bók um sögu Sony.(LP)


Reykingar mjög heilla rafta ... sjúgðu í þig kosmíska krafta. Lítill strákur að reykja.(LP)


Lítill strákur að leika sér fyrir framan búddahof. (LP)


Maður sá ekki oft gamla munka því flestir drengir hætta þessum meinlætalifnaði um 20 þegar þeir hafa lokið háskólaprófi og hefja lífsgæðakapphlaupið með okkur hinum. (LP)


Þetta hof er uppi í Phousi-fjallinu í Luang Prebang í Laos.


Sonja að versla lítið handsaumað hliðar-veski á kvöldmarkaðnum í Luang Prabang.


Heimsmaðurinn að fá sér ananassafa. Þarna erum við komin til Chiang Mai (CM) í Tælandi og erum stödd á þjóðlegri dans- og söngsýningu.


Tæland er mjög "gay friendly" og þarna erum við á sýningu "lady-boys" sem var ansi flott og skemmtileg. Þetta eru ekki beint klæðskiptingar því flestir þeirra hafa tekið kvenhormón og farið í sílikon en ekki þó allir farið í skurðaðgerðina sem endanlega breytir þeim úr kk í kvk. Þeir eru alltaf klæddir eins og kvk og vilja vera kvk. Þetta eru því heldur ekki hommar og því erfitt að flokka þá, eðlilegast væri að flokka þá sem "þriðja kynið" eða "karlkonur".


Hittum þessar fyrir utan sýninguna.(CM)


Fallegt fiðrildi.(CM)


Fílagarðurinn í Tælandi (Elephant Camp) var ansi skemmtilegur. Fyrst gáfum við fílunum banana, síðan horfðum við á þá baða sig, þá voru þeir með sýningu og að lokum fórum við á bak.(CM)


Gott að komast í bað.


Fórum í klukkustundar reiðtúr á fíl og var helmingurinn á þeirri leið upp á þar sem þeir óðu c.a. 1,5m dýpt.


Þessi sölustúlka var að selja minjagripi í litlu þorpi sem við fórum í og hún kunni sko að selja karlmönnunum. Ég keypti allskonar dót af henni ;-) (CM)


Þessar stúlkur setja þessa hringi á sig í tveimur hlutum, yngri stúlkan er komin með fyrri hlutann á sig en sú eldri er með báða. Þetta lengir ekki hálsinn heldur hindrar eðlilegan vöxt á búk og herðum og er það ástæðan fyrir því að hálsinn virðist langur. Margar ástæður eru taldar fyrir því að þetta er gert, fyrir utan að þetta þyki fallegt og er t.d. nefnt að þetta hindri að villidýr býti þær á háls, ef þær vilji strjúka eru hringirnir teknir af og þá geti þær ekki komist í burtu og auk þess vilji þær enginn o.s.frv.


Eldri kona með stórt gat í eyranu. (CM)


Þessi kona var með kolsvartar tennur eftir að hafa japlað eitthvað svart tóbak alla sína tíð.(CM)


Lítið barn í einu þorpinu.(CM)


Þarna erum við á leið yfir landamærin til Burma og við vorum þar inni í c.a. 2 klst og skoðuðum aðeins borgina (með bílstjóra á tuK-tuK) og markaðinn. Þar keyptum við okkur Discovery dvd pakka með 25 diskum (4 þættir á hverjum) og National geographic einnig með 25 diskum (og 4 þáttum á hverjum), og kostaði það saman 3500 kr.


Á tuk-tuk í Burma.


Þessi strákur var með bróður sinn í aftaná sér og var að betla.(BURMA)


Gullni þríhyrningurinn - þarna erum við í Tælandi, Burma sést til vinstri og Laos til hægri.


Skutumst aðeins til Laos til að kaupa 2 bjóra fyrir Hjölla og þessi börn voru þar við einn skúrinn.


Sölukona sem var að selja fisk.(CM)


Það skall á hellidemba og þessi búddakall er að hlaupa í skjól.(CM)


Ekki beisið plássið sem þessi fjölskylda býr í.(BANGKOK=BK)


Í "sky train" í Bangok en þessar lestar eru í talsverði hæð yfir götum Bangok og eru mjög nýtískulegar.


Þessi búddastytta í Wat Poe í Bangok er um 50 metrar að lengd.


Sölukona á fljótandi markaðnum.(BK)


Ansi mikið af bátum á fljótandi markaðnum en því miður var stór hluti þeirra fullir af bölvuðum túristum veifandi myndavélunum sínum. Við lögðum af stað kl. 5:30 um morguninn og tókum rútu sem var um 2 tíma á leiðinni.(BK)


Bátamaður.(BK)


Eitthvað er þessi stúlka sorgmædd.(BK)


Komin heim eftir frábæra ferð og þarna erum við búin að rífa allt upp úr töskum og mikið drasl eins og sést.


Við þökkum þeim sem lesið hafa blöggin okkar úr ferðinni og vonandi hafa einhverjir haft gaman af.

Jói og Sonja
    
Takk fyrir að hafa skotist til Laos til að kaupa bjórinn handa mér (og bolinn og hrísgrjóna/kóbra-slöngu vínið).
Og takk fyrir allar myndirnar og ferðasögurnar.
Sendirðu ekki slatta af myndunum í Nordic Photo eða hvað það nú heitir?
16:17   Blogger Hjörleifur 

Stórglæsilegar myndir úr ferðinni - þetta hefur greinilega verið frábær ferð og hlakkar mér til að fá ferðasögu og "slideshow".
22:50   Blogger Árni Hr. 

Ég held að þú ættir að athuga stað með myndvarpa þar sem hægt er að sötra bjór og skella myndum upp á vegg. Þarf ekki að vera bar, gæti verið salur eða eitthvað sem hægt er að leigja.
Ég gæti athugað í vinnunni minni hvort þau viti um staði sem hægt er að leigja, þar er alltaf verið að leigja einhverja sali osfrv.
22:55   Blogger Árni Hr. 

Já, það væri sniðugt að finna einhvern góðan stað með góðum myndvarpa og halda þetta þar ... pælum í 'su.
09:59   Blogger Joi 
þriðjudagur, júní 21, 2005
|
Skrifa ummæli
Hádegismatur á morgun
Á morgun ætlum við að hitta Guðjón Karl í hádegismat þar sem hann hefur ekki mikið af lausum tímum.
Endilega látið vita slembarar hvort þið viljið koma og ef þið hafið uppástungur með staði þá er það í góðu lagi að koma með þær.
Ég mæti amk.
    
Ég læt mig ekki vanta!!!
12:40   Blogger Joi 

mæti líka
13:47   Blogger Hjörleifur 

Mæting á Café Adesso klukkan 11.57 - tímanleg mæting er æskileg :)
16:26   Blogger Árni Hr. 

Þetta er nú meiri korktaflan...
12:33   Anonymous Nafnlaus 
sunnudagur, júní 19, 2005
|
Skrifa ummæli
Sunnudagsbíltúrinn
Sunnudagsbíltúrinn var farinn í gær, Laugardaginn 18. júní. Við (ég og Matthew) höfðum svosem ekkert sérstakt fyrir stafni, svo við ákváðum bara að skreppa í smá bíltúr þar sem að við nenntum eiginlega ekki að gera neitt, en samt að gera eitthvað.
Byrjuðum á því að skoða hjól í Smáralind, en svo var stefnan tekin út úr bænum. Haldið var á Suðurlandsveginn, en fljótlega var beygt til vinstri á Nesjavallaleiðina til Þingvalla. Þegar komið var að gatnamótunum við Nesjavelli, var beygt til hægri og keyrðum við norður, austan megin við vatnið (sem var óhjákvæmilegt þar sem að vig beygðum til hægri).
Við áðum svo við þjónustumiðstöðina í þjóðgarðinum og fengum okkur þar ís í boxi. Eftir ísinn tók ég svo beygju til hægri rétt eftir að maður keyrir frá þjónustumiðstöðinni í átt að Reykjavík, þ.e. Uxahryggjarveginn og héldum við áfram eftir þeim veg í allangan tíma, eða þar til að við komum að gatnamótum rétt við Skjaldbreið. En þá gátum við valið að fara í Kaldadalinn eða Borgarnes (59km). Við beygðum til vinstri í áttina að Borgarnesi.
Við tók frekar jafn leiðinlegur vegur og við vorum búnir að vera á allan tíman, en þetta var nú samt nýtt fyrir okkur, svo það gerði ekki svo mikið til, en það versta var að sólin var alveg að steikja okkur inn í bílnum og ekki var hægt að keyra með opna glugga því þá kom svo hrikalega mikið ryk inn í bílinn.
En á endanum komumst við í Borgarnes og vorum við þá farnir að verða frekar svangir enda kominn kvöldmatartimi. Ég var ekkert sérstaklega spenntur fyrir að stoppa á bensínstöðinni til að éta svo ég keyrði því aðeins inn í bæinn og sáum við þar litlu vinalegu krá, sem jafnframt var hinn ágætasti veitingastaður.
Þarna inni fékk maður það virkilega á tilfinningunni að maður væri staddur út á landi, en þegar við gengum inn þá stóð (að mér virtist) eigandinn og bauð okkur góðan daginn og við sögðum honum að við ætluðum að fá okkur eitthvað að borða og brást hann fimlega við og rétti okkur samstundis matseðla. Þarna var ýmislegt á boðstólnum, en Matthew fékk sér hamborgara og franskar, en ég stóðt ekki mátið og fékk mér nautasteik (200g) með frönskum. Svo bað ég líka um appelsín, en hann átti bara til fanta, svo ákvað ég því að fá mér bara fanta í staðinn. Þá spurði hann mig hvort ég vildi venjulegt eða "læt" og svaraði ég "bara venjulegt". Þá sagðist hann að honum finndist "læt" vera miklu betra, væri ekki eins súrt og það væri mun frískara á bragðið. Ég skipti því um skoðun og ákvað að prófa það, en hann sagði að ég mætti alveg fá hitt, en þetta var bara það sem honum fannst. En ég treysti honum og fékk mér "læt" og sá ég ekki eftir því.
Saddir og sáttir héldum við nú heim á leið, með "langa sela og skuggana" í græjunum.
Svo um kvöldið var horft á smá DVD, nánar tiltekið myndina "Elektra" og var hún arfaslök, en samt var hægt að hafa smávegis gaman af henni á köflum, en í heildina séð var hún frekar léleg.

Í dag er ég nú búinn að horfa á Alien vs Predator eins og komið hefur fram nú þegar hér neðar á síðunni.

Og nú þegar ég skrifa þetta þá er ég að hlusta á finnsku hljómsveitina "Elekeläiset" þar sem hún tekur þekkt lög úr poppgeiranum og flytur þau í finnskum polka stíl með harmonikku sem aðalhljóðfæri og er jafnframt búið að snúa næstum öllum textum yfir á finnsku og er þetta hin besta skemmtun og minnir doldið á Geirfuglana, þ.e. þegar þeir taka lög eins og "Niðurtalning" og þessháttar.

Jæja það er komið vínarbrauð og te á borðið svo ég læt þetta gott heita.
    
Heimasíða hljómsveitarinnar er hér Eläkeläiset
11:01   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Bíltúr
Er að fara að horfa á Alien vs Predator svo ég segji frá þessum bíltúr bara seinna
    
þriðjudagur, júní 14, 2005
|
Skrifa ummæli
Angelo - veitingahúsastrump
Borðaði á laugardagskvöldið á veitningastaðnum Angelo, en það er tiltölulega nýr veitingastaður á Laugavegi 22a.

Staðurinn er skemmtilega innréttaður, með blöndu af spænskum kastalastíl með nútímalegum blæbrigðum.
Pantaði ég mér svínasteik og köku og kostaði rétturinn 2900 kr. Aðeins 3 tegundir af bjór voru til sölu og var ég ekki í stuði fyrir neina þeirra og fékk mér því bara vatn með matnum. Á meðan beðið var eftir matnum kom inn einhver gaur með 2 kellingar með sér og settust á næsta borð. Á meðan þau voru að hugsa málið tókst þeim að kveikja í matseðlinum og var því svolítil brunalykt þarna inni í smá stund en hún dofnaði sem betur fer á nokkrum mínútum.
Þegar maturinn loksins kom, þá var hann ekki mjög heitur og verður að segjast að ég held að ég eldi nú yfirleitt betra svín sjálfur og kann ég þó ekkert að elda, en ég borðaði það nú samt. Þetta var ekkert slæmt, en heldur ekkert spes, miðað við að steikin kostar 2650 kr á matseðli. Eftir langa mæðu kom svo loks eftirrétturinn, en það var aftur á móti mjög ljúffeng súkkulaðikaka, með ís og rjóma og var hún hverrar krónu virði, enda hafði þjónninn sagt mér að hún væri mjög góð.

Það verður víst að segjast að þjónustan var með allra slakasta móti, enda aðeins 2 þjónar að vinna þarna og staðurinn nánast fullur. Þeir misstu mjög oft hluti í gólfið og þar sem að þarna er flísalagt gólf þá heyrðist út um allt í hvert skipti sem gaffall datt. Annað varðandi þjónustuna þá einbeittu þjónarnir sér svo rosalega mikið að þjóna fólkinu á næsta borði (var sennilegast eitthvert merkikerti úr stjórnmálageiranum) að þeir hreinlega flýttu sér í burtu og snéru yfirleitt í mann baki svo næsta ómugulegt var að ná einhverju sambandi við þá og komu þeir t.d. aldrei og spurðu hvort að mann vantaði eitthvað eða hvort að það væri hægt að bjóða manni eitthvað meira, t.d. kaffi eða eitthvað slíkt, því öll sú orka fór í næsta borð.

Í stuttu máli sagt um þennan stað: Flott innrétting, léleg þjónusta og of dýr matur miðað við gæði.

Þar sem að ég fer nú ekki út að borða til að dást að innréttingum, heldur til að njóta matarins og góðrar þjónustu þá get ég ekki gefið þessum stað meira en 1 stjörnu fyrir góðan eftirrétt og flotta innréttingu (þjónustan hefði gefið 1 í viðbót og betri matur líka og 4 stjarnan hefði komið ef að allt væri meira en hægt er að ætlast)

En þetta er nú nýr staður og vonandi á hann eftir að bæta sig því það væri örugglega gaman að koma þangað aftur og njóta góðrar þjónustu og borða góðan mat.

Á sunnudagskvöldið fór ég svo á Ruby Tuesday og verður að segjast að þar var þjónustan hröð og liðleg og maturinn kom fljótt og bragðaðist mjög vel og gef ég þeim stað hiklaust 3 stjörnur, enda hef ég aldrei orðið fyrir vonbrigðum þar.
    
Hver fór með þér þessi tvö kvöld, var þetta rómantískur kvöldverður eða var þetta vinnugigg? Svona detail verða að sjálfsögðu að fylgja góðu bloggi.
22:00   Blogger Árni Hr. 

Í bæði skiptin var Matthew með mér. Og þar sem að ekki var neitt minnst á tennis í blogginu þá set ég hér inn smá klausu um það líka.

Fyrsti útitíminn var á mánudagskvöldið og gerðust Sigurður, Haukur og Ég félagar í Tennisklúbbi Víkings og borguðum fyrir það 5000 kr. Það er skemmst frá því að segja að Sigurður átti mjög góða leiki um kvöldið og vann hann Hauk tvívegis og mig einu sinni. Ég sigraði Hauk 7-5, en Sigurð 6-1.
13:26   Blogger Hjörleifur 
mánudagur, júní 13, 2005
|
Skrifa ummæli
Skordyr
Herna i Asiu er eins og flestir vita mikid af skordyrum og hafa thau verid ad hrella okkur adeins. I Kina er alveg otrulegur fjoldi af drekaflugum sem geta verid ansi storar, einhverjir nokkrir cm ad lengd, lita ut eins og litlir fuglar. Thegar vid vorum a hrisgrjonaokrunum og forum upp a toppinn a fjallinu var svo mikid af thessum flugum ad thaer eiginlega thoktu loftid og madur skilur ekki alveg hvernig thae geta ekki flogid a hvora adra. Moskito flugurnar hafa verid duglegar ad stinga okkur og er eg med ansi morg bit a fotum og handleggjum en Sonja hefur ekki verid stungin jafn oft, enda liklegast duglegri ad setja a sig moskitovorn. Kongulaer eru ansi algengar og eru oftast i theim herbergjum sem vid erum i. A hrisgrjonaokrunum hefur madur sed kongulaer labba ofana grasinu sem eru hatt i 10cm a breidd og lengd med loppum og eru thad frekar ogedsleg kvikindi. Madur hefur lika osjaldan labbad inn i konguloavefi a klosettum og slikum stodum og eru oft feitar kongulaer sem hlaupa tha i burtu. I herberginu sem vid hofum herna er edla sem felur sig a bak vid skapa sem sennilega bordar allar kongulaernar en hun er um 15cm a lengd en vid hofum bara sed hana thegar hun skist a milli stada.

Vid erum nuna i Luang Prubang i Laos og fljugum eftir 3 klst til nordur Tailands og verdum thar i nokkra daga thangad til vid komum heim. Laos er mjog skemmtilegt land, folkid herna yndislegt og gaman ad skoda thorp og annad herna.

Herna kemur sma skammtur af myndum:


Burðarkona á hrísgrjónaökrunum í Lusang sem er lengst uppi í fjöllum í Kína.


Séð yfir akrana sem eru ansi magnaðir eins og sést.


Það var þoka eða ský þegar við gengum á toppinn. Vorum þarna eina nótt og gengum upp kl. 6 um morguninn til að sjá morgunsólina en það var bara þoka sem var kannski ennþá betra fyrir myndatökur.


Herbergið okkar á kránni.


Hrísgrjónabóndi með uxann sinn að plægja akurinn.


Hérna er komið aðeins betra veður. Þetta er í um 800m hæð þannig að þetta eru ský.


Gönguferð um sveitir Yangshou með þessum leiðsögumanni sem var bara 159cm á hæð.


Gömul kona sem bjó í einu þorpinu sem við gengum í gegnum. Hún bauð okkur að koma inn og borða en við höfðum ekki tíma því við vorum að verða of sein á matreiðslunámskeið.


Hittum líka þessa konu sem var hálf skrýtin á svipinn.


Matreiðslunámskeiðið byrjaði á því að við gengum um matarmarkaðinn.


Ég að sýna snilli mína í eldamennsku. Eins og sest e eg utitekinn a hondunum en Sonja vildi meina ad eg vaeri brunninn en eg skil ekki hvad hun er ad tala um ;)


Þarna er hópurinn sem var á námskeiðinu að njóta afrakstursins.


Við tókum næturrútu að landamærum Kína og Hong Kong.


Sonja í Hong Kong.


Hong Kong er ansi flott nútímaborg.


Í þessu musteri í Laos eru 10000 búddastyttur.


Við ána í Vientane í Laos er grillað fyrir heimamenn.


Þessi betlari gekk á milli borða og betlaði mat. Á síðasta borði var fólkið hætt að borða og hann greip afganginn og forðaði sér.


Um 5.30 á morgnana labba munkar borgarinnar um götur og þiggja mat frá borgarbúum sem vilja gera góðverk til að komast í paradís.


Búddakallar.


Þarna erum við komin upp á fjallið í Luang Prubang og erum að fara að setja kerti við styttu búdda í hofinu þarna uppi.


Maður getur óskað sér og lyft þessari styttu þrisvar yfir höfuð sér og ef manni tekst það rætist óskin.


Gamall munkur.


Þessi fallega kona og sonur hennar urðu á vegi okkar í litlu og fátæku þorpi sem við heimsóttum.


Fjölskylda að baða sig í Mekong.


Börn í þorpi í Laos.


Stúlka í sama þorpi.


Börnin voru mjög feimin en forvitin um okkur.


Þorpsbúar nota bandarískar sprengjur sem blómapotta.


Fjölskylda.


Stelpa að moka stóra holu.


Munkar að fá mat hjá borgarbúum í Luang Prubang.

Gott i bili.
    
Frábærar myndir og góðir myndatextar!
08:53   Anonymous Nafnlaus 

Flott mynd af S í HK
14:22   Blogger Árni Hr. 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar