mánudagur, júní 27, 2005
|
Skrifa ummæli
Helgin
Á fimmtudaginn fórum við vinnufélagarnir í gönguferð upp á Ingólfsfjall og var það erfiðari ganga en við bjuggumst við en það hafðist. Þegar upp var komið skutum við nokkrum golfboltum af brúninni og er óhætt að segja að þeir hafi verið ansi langt. Síðan var farið í bústaðinn hans Hauks og grillað og farið í pottinn ... ágætis kvöld.
Á föstudaginn fórum við Sonja á Batman eins og ég hef áður sagt frá og síðan útskrifaðist stúlkan úr Íslensku frá HÍ og var útskriftin í Egilshöll. Við Hjölli fórum í grill upp á Kjaló seinnipartinn og fórum heim til mín um kvöldið og sötruðum bjór og Árni og Mathew kíktu á okkur þar. Á sunnudaginn var ég með einhvern flensuskít fyrri part dags en um kvöldið fórum við í mat upp á Kjaló og horfðum á Melinda and Melinda (í bíóaðstöðunni í kjallaranum uppi á Kjaló) eftir snillinginn Woody Allen og var hún bara nokkuð góð.

Í dag er planið að fara og kaupa náttborð og síðan ætla ég að kjöldraga Sigga og Hauk í tennis.

Ég hef miklar áhyggjur af United þessa dagana - hræddur um að það sé verið að rústa liðinu og þessi Park frá Suður Kóreu er líklegast í svipuðum klassa og Kleberson, Djemba Djemba, Fletscher, Bellion o.flr. meðalmenn sem Ferguson hefur keypt síðustu ár.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar