föstudagur, apríl 30, 2004 Árni Hr. |
18:14
|
Já þessi vika er búinn að vera skrýtin - í raun er tímarnir frá páskum búnir að vera mjög skrýtnir. Í stuttu máli þá fór ég á námskeið í Access vikuna eftir páska og var það alla morgna í viku, svo þurfti ég að vinna til 19-20 hvert kvöld og því var alveg brjálað að gera og lítið annað gert enn að vinna. Helgina eftir það hitti ég aðeins Jóa og Hjölla í veislu til heiðurs systur hans Jóa, var það fínt bara og ágætis skemmtun. Vikuna á eftir var enn jafn mikið að gera og á miðvikudeginum - síðasta vetrardegi sagði starfsmaður hjá mér upp og síðan þá hefur álagið aukist frá degi til dags þar sem ég vinn orðið 1,5 stöðugildi, náði að dreifa 0,5 stöðugildi á aðra aðila.
Nú til að jafna mig á þessu áfalli þá ákvað ég og Hjölli að spila fótbolta um kvöldið (HS drakk 5 stóra bjóra áður en spilað var) og eftir það var farið á smá skrall, pool, grandarinn og endað á pressuballinu þar sem ég hitti nokkra samstarfsmenn mína og auk þess "gamlann" kennara að nafni Arne.
Nú mikið var skrallað og drukkið og náðum við að skralla til 5 um morgunin og var því sumardagurinn fyrsti eftir þeim atvikum. En góð skemmtun var það.
Nú helgina eftir var skellt sér á árshátíð (gleymdi að nefna að ég fór á Violent Femmes tónleika á fimmtudeginum og voru þeir miklir og góðir) - fór ég á Hótel Ísland og var því miður einn þar sem EE var að læra undir próf. Þetta var svo sem ágætt, en þetta er alltaf að verða ópersónulegra og ópersónulegra með hverri hátíðinni, enda um 600 manns á svæðinu.
Nú þessi vika er bara búin að vera undirlögð vinnu og sé ég fram á það sama út maí því miður - en gaman er í vinnu samt. Næsta vika ætti að vera rólegra þar sem öll stjórnin fór til London þ.a. mýsnar fá að leika sér og ég mun leika einvald hér hjá Delta, amk eins mikið og ég kemst upp með.
Er nú að leita að nýjum starfsmanni í logistic stöðu og vonast til að auglýsa eftir helgi.
Já nú er ég búinn að summera upp það litla sem hefur gengið á í mínu lífi undanfarið, en nú er komið sumar og tími til að fara að leika sér.
|
|
Hjörleifur |
17:57
|
Hringdi í gærkvöldi (um 10 leitið) í lögguna þar sem að nágraninn minn var að viðra konuna sína út í garði. Kastaði henni út á blett og datt reyndar við það sjálfur, en stóð svo upp með erfiðleikum, enda frekar valtur og staulaðist inn og lokaði á eftir sér. Konan lá út í garðinum með buxurnar niður fyrir rass og var frekar drullug og ílla útlítandi. Svona lá hún grátandi í grasinu í nokkrar mínútur, en á meðan hringdi ég í lögguna. Löggan var nú ekkert mikið að flýta sér en það tók hana ca 10 mínútur að koma, enda var hún aðeins að villast í hverfinu, en ég beið eftir henni upp á götu og sá þá þar sem að hún beygði í vitlausa átt, en kom svo. Þegar hún var komin þá var granninn búinn að fara út og hugga konugreiið og leiða hana aftur inn (þetta er svo mikið ljúfmenni). Löggan stoppaði samt sem áður í ca 10 mínútur inni hjá þeim, svona til að athuga hvort hann hafi verið að gera eitthvað meira en að viðra konuna.
Þegar loggan kom til baka ræddi ég aðeins við hana og þeir sögðu mér að ástandið á íbúðinni hafi bara verið nokkuð gott og bjuggust við að konan myndi sofna fljótlega, en hann gæti sennilegast verið að fram eftir öllu.
Ég reiknaði þá bara með partýi um nóttina, en rétt eftir að löggan var farin þá fór gaurinn líka, sennilegast fúll út í mig fyrir að hafa hringt og eyðilagt stemmarann.
Stuttu eftir það þá kom einn af "vinunum" í heimsókn með plastpoka og virtist vera þessi plastpokamaður sem syngur plastpokablús af og til. En þar sem að það svaraði enginn þá fór hann bara aftur.
þegar klukkan var farin að ganga eitt um nóttina kom gaurinn aftur heim til sín og byrjaði að taka aðeins til í íbúðinni sinni. Amk heyrðist það nokkuð vel og virtist hann vera mjög afkastamikill í tiltektinni. Konan vaknaði við þetta og einu sinni heyrði ég hana segja "ég skal drepa þig". Hann hélt samt ótrauður áfram við að taka til. Hann þurfti samt ekki að viðra konuna neitt aftur út á bletti, enda búinn að því. Þessi tiltektarárátta stóð yfir í ca klukkutíma, en eftir það var þögn og svaf ég vært það sem eftir var nætur.
|
|
Joi |
14:03
|
Upprunalega myndin:
|
|
Joi |
12:09
|
Mynd dagsins
Þarna er verið að rífa húsið við Snorrabrautina til að rýma fyrir breytingum á miklubrautinni. Ég tók þessa mynd á ferð og var að keyra í sömu andrá þannig að þetta var mikið áhættuatriði. Frummyndin var ekki góð og því framkallaði ég frekar mikið í Photoshop. Ég gæti kannski póstað frumgerðinni hérna ef menn hafa áhuga á að bera þær saman.
|
|
Joi |
10:14
|
Burkni um að Pálmi er að borða remúlaiðssamloku og sprite í morgunmat: "Ég held að Pálmi sé svo leiður á lífinu að hann sé að reyna að éta sig til dauða!".
|
|
Joi |
09:26
|
Skellti mér á Joaquin Cortés í gær með Sonju, mömmu hennar og frænku. Fín sýning og drengurinn er helv... góður og flottur. Skemmtilegt að hafa séð þetta.
„Áhorfendur klöppuðu og stöppuðu svo mikið að ég hélt að þakið myndi rifna af húsinu," sagði Sif Aðils þegar hún gekk út af sýningu Joaquín Cortés í Laugardalshöll í gærkvöld. Hún var dauðþreytt eftir upplifunina. "Sýningin var svo stórkostleg að það var eins og ég hefði verið að dansa allan tímann sjálf."
Fólk stóð mörgum sinnum upp til að fagna og stappa í gólfið, segir Sif. Stígandi var mikil í sýningunni sem Cortés bar uppi ásamt hljómsveit og söngvurum. "Það var rífandi stemning."
|
|
Joi |
09:22
|
Tippfélag HS
Næsti fundur er laugardaginn 31. apríl kl. 10 og er fundarstaður BSÍ.
|
|
fimmtudagur, apríl 29, 2004 Joi |
15:49
|
Hjölli er veikur heima og ritstjórn Slembibullsbræðra sendir honum baráttukveðjur.
|
|
Joi |
15:16
|
|
|
Árni Hr. |
12:48
|
Er kveðjuhádegismatur á morgun?
|
|
Joi |
12:47
|
Ég tók niður Pálma myndasíðuna mína um daginn því ég frétti út í bæ að þetta var orðin vinsæl síða hjá nemendum í HR og ég held að hann megi nú ekki við því að missa virðingu hjá nemendum.
Siggi hefur oft spurt mig um það hvenær ég uppfæri myndasíðuna af Pálma og ég hef trassað það. Spurning hvort ég komi upp nýrri síðu á SmugMug tileinkuð Pálma. Spurning hvort við ættum að hafa skoðanakönnun í athugasemdakerfinu um það. Líka gaman að fá frá fólki aðrar hugmyndir um ljósmyndagallerísþema. Hjöllamyndasíða kæmi kannski sterk inn.
|
|
Joi |
11:50
|
Mynd dagsins
Mynd dagsins er einföld og friðsæl. Æðarkollur á sundi í sjónum við sæbraut um kvöld í apríl. Mynd tekin í kvöldgöngu okkar Sonju.
|
|
Joi |
11:15
|
Er einhver með hugmynd að næsta tippfundarstað? Þetta verður væntanlega minn síðasti fundur áður en ég held út til Austur Evrópu.
|
|
Joi |
09:21
|
Keypti mér í gær bók um gönguleiðir á Hornströndum og langar mig mikið að fara þar í nokkra daga göngu og taka flottar myndir. Held að það gefist ekki tími í sumar en þá verður bara farið næsta sumar.
Keypti mér líka bókina Davinci Lykilinn (eða hvernig sem það er skrifað) sem ég ætla að taka með mér út.
|
|
Joi |
08:56
|
Já, góð hugmynd að fara að ræða EM og byggja upp spennu fyrir sumarið. Ég er byrjaður að saga sperrurnar og er byrjaður að bolta þær saman. Þegar það er búið fer ég svona að teikna HM hornið upp og skipuleggja (extreme building).
Annars er lið frakka ekki árennilegt, það verður að segjast. Silvestre er líka þarna, ekki gleyma honum og þeir eiga líka góða sóknarmenn fyrir utan Henry sem er gjörsamlega ofmetinn ;-). Þeir voru nú með ansi sterkt lið á pappírnum á síðasta HM en skoruðu ekki mark, þannig að það er spurning hvernig þeir verða stemmdir ... kannski hjálpar það þeim núna að vera ekki of hrokafullir.
Ég held að portúgal verði líka sterkir, og ekki skemmir að þeir eru á heimavelli og hafa marga öfluga leikmenn í sínum hópi en ekki þannig að þeir byggja liðið upp á einstaklingum heldur getur liðsheildin orðið sterk, sem ég er ekki viss um að frakkarnir nái. Ítalir eru líka alltaf öflugir og gætu hæglega skotið öll þessi lið niður og síðan veit maður ekki hvernig England mun standa sig, en ég hef nú ekki of mikla trú á þeim. Ítalía vs. Portúgal í úrslitum og Frakkar hirða 3ja sætið.
Annars munu Litháenar varla geta mikið því Íslendingar voru í raun ekkert verri en þeir á útivelli í gær án Eiðs Smára.
|
|
Árni Hr. |
08:46
|
Hvernig ætlar nokkurt lið að vinna Frakka í sumar:
Miðjan samanstendur af ZZ, Patrick Viera og Pires til að nefna nokkra.
Sóknin er með Henry
Vörnin em með Lizarazu og Thuram til að nefna nokkra.
Er hægt að vinna þetta lið spyr ég...
Veiki hlekkurinn er kannski markmaður.
|
|
miðvikudagur, apríl 28, 2004 Joi |
16:26
|
Við Sonja fórum í bólusetningu í gær og fengum við sprautur í báðar axlirnar og vorum sprautuð við þessu:
- Mænusótt
- Stífkrampa
- Barnaveiki (já, greinilega þurfa öldungar líka þessa sprautu)
- Lifrabólgu A
Þegar ég síðan ætlaði að borga (6300 kr. á kjaft) þá tóku þeir bara við debetkorti og þá kom í ljós að debetkortið mitt rann út í janúar. Greinilegt að maður er ekkert að nota það mikið. Ég þurfti því að fara í hraðbanka til að geta borga brúsann.
Ég er ennþá með verki í öxlinni, þ.e. í öllum axlarvöðvunum sem mér finnst skrítið.
Sæll Siggi.
|
|
Joi |
10:58
|
|
|
Hjörleifur |
10:33
|
Búinn að vera veikur í vikunni og er eiginlega enn. Er að drepast í hálsinum og með haus og eyrnaverki, en er samt skárri (held ég) en ég var í fyrradag. Gat bara ekki legið lengur undir teppi og látið mig batna. Að vera veikur er jafnvel leiðinlegra en að vaska upp.
|
|
Joi |
08:03
|
Myndir dagsins
Frábær mynd, þó ég segi sjálfur frá, af Stebba Hilmars sem ég tók þegar stemmingin var í hámarki í Eyjum 1995. Ég ætti kannski að senda honum hana.
Hérna er Pálmi að fagna því að United vann Barcelona í evrópukeppninni. Kampavínið flaut um gólf íbúðarinnar minnar því Pálmi missti stjórn á sér í gleðinni.
|
|
þriðjudagur, apríl 27, 2004 Joi |
10:34
|
Við Sonja sendum í dag passana okkar til Úkraínu og vonandi verða þeir komnir heim í tæka tíð því við förum út í lok næstu viku.
|
|
Joi |
10:15
|
Síðasta kvöld Hressó í den. Við Ánni svalir að leita okkur að kellingum!
|
|
Joi |
09:58
|
Jóhann says:
rsss
Siggi says:
takk þetta er meira í áttina við það sem ég á að venjast
Jóhann says:
takk
Siggi says:
er eitthvað að gerast á blogginu
Jóhann says:
neibb, all quiet on the western front!
Siggi says:
spurning hvort síðan hefði ekki gott að sumarfríi og 1. sept væri hún opnuð að nýju
Siggi says:
þá væri spenningur í loftinu og svona
Jóhann says:
já, settu þetta spurningu fram á blögginu
Siggi says:
Geturðu smellt þessu samtali á bloggið þannig að allir sjái þetta
Jóhann says:
búinn að loka því, sendu mér það og ég skal setja það inn
Siggi says:
það er líka hægt að búa til móment úr því að nýtt season sé að byrja o.s.frv.
Siggi says:
já ég geri það
|
|
Joi |
08:35
|
Hmmmm .... Árni hefur ekkert blöggað frá 4. apríl og eru það 3 vikur! Er hann hættur að blögga?
|
|
sunnudagur, apríl 25, 2004 Joi |
15:26
|
Ætli menn sem tala oft út um rassgatið á sér séu ekki oft andfúlir?
|
|
Joi |
10:15
|
Ég er á fullu að smíða EM hornið heima fyrir knattspyrnusumarið og er búinn að kaupa nokkrar sperrur og 12" bollta og er að fara að setja þetta upp.
|
|
laugardagur, apríl 24, 2004 Joi |
17:01
|
Stóðum okkur fáránlega ílla í tippinu. Fengum 6 rétta á tæplega 3000 króna seðil. Arfaslakt verð ég að segja og Siggi og Pálmi fá skömm í hattinn fyrir að skrópa á fundinn. Þegar menn komast ekki á laugardagsmorgunn þá eiga þeir bara að færa fundinn fram á fimmtudag eða föstudag andsk... hafi það!
|
|
föstudagur, apríl 23, 2004 Hjörleifur |
20:44
|
Þegar kemur að því að velja ljótasta plássið á landinu, það er helst að hafnarsvæðin geti verið helvíti ljót, en Patró skánaði heilmikið um daginn þegar turninn með húsinu ofaná var felldur. Krókurinn er í svo góðu umhverfi að það vegur doldið upp á móti, þó að blokkrnar á bakvið kaupfélagið séu helvíti ljótar og verknámshús FNV. Ætli ég velji ekki frekar bæ af suðurnesjunum, en nú heitir þetta víst allt saman Reykjanesbær fyrir utan Grindavík. En til að vera nákvæmari þá vel ég herstöðina í Keflavík sem ljótasta bæinn og ef það telst ekki bær þá fær Keflavík mitt atkvæði, fyrir að hýsa herstöðina.
|
|
Joi |
16:27
|
Var að veðja við Hauk um United vs. Liverpool á morgun:
United vinnur: Ég fæ tvær kippur.
Jafntefli: Haukur fær eina kippu.
Liverfools vinna: Haukur fær tvær kippur.
|
|
Joi |
15:19
|
Hmmm ... getur verið að við séum að endurtaka okkur?
|
|
Joi |
13:53
|
Tippfélag HS
Tippfundur verður í Múlakaffi laugardaginn 24.4 kl. 11.00. Tölfræðideild ætlar að fara yfir það hvaða kerfi er best að nota og leggja línurnar með það til lengri tíma litið. Annars verða venjuleg fundarstörf á dagskránni að vanda.
|
|
Joi |
13:51
|
Sonja var að finna á netinu að það eru skipulagðar ferðir (á lödum) frá Kiev að Chernobyl kjarnorkuverinu. Spenndi að kíkja á staðinn og athuga hvernig stemmingin er.
|
|
Hjörleifur |
12:32
|
3 miðar á Deep Purple tryggðir, verða sendir heim til mín. Byrjaði að hringja klukkan hálf, en svo var alltaf á tali svo náði ég loksins inn klukkan 12:06 og beið svo í símanum í ca 10 mínútur og þá fékk ég loksins samband við sölumann.
|
|
Joi |
10:39
|
Ég segi Búðardalur sem ljótasta "pleis" á landinu.
|
|
miðvikudagur, apríl 21, 2004 Hjörleifur |
19:12
|
um siustu helgi heima hjá særúnu va ánni svo latur að ég þurfti að senda mömmu jóa til sækja handa me bjór.
|
|
Hjörleifur |
19:10
|
binn me 4 bjorz og finn ekk á mer. best a faa o hofa a leikinn og svo þaf maur a gera sig tilbúinn fyir boltann á ettir.
|
|
Joi |
14:50
|
Greinilega mikið að gerast í borginni á morgun: Check it!
|
|
Joi |
13:19
|
Ætla í staðin fyrir mynd dagsins að setja inn þrjár myndir teknar á þjóðhátíð í eyjum fyrir 7-8 árum síðan sem ég hef verið að skanna.
Þetta er mikil stemmingsmynd. Þarna má sjá Hilmar, Bjössa, mig, einhvern strák sem ég man ekki hvað heitir og hallar sér að mér og Hlyn.
Verðlaunamynd. Þessi strákur var að reyna að tala við mig og eina svarið sem hann fékk var skrítinn svipur frá mér og ég var með kínverskt skegg.
Ég að reyna að snyrta og laga Hjölla aðeins til.
|
|
þriðjudagur, apríl 20, 2004 Joi |
14:31
|
Þetta er skratti gott en kannski ekki fyrir viðkvæma:
Check it!
|
|
Joi |
13:16
|
Mynd dagsins
Þessi mynd var tekin sunnudaginn eftir útskrift Særúnar þegar Sonja fór með mig út til að viðra mig.
|
|
mánudagur, apríl 19, 2004 Hjörleifur |
16:47
|
Fór í útskriftarveislu Særúnar á laugardagskvöldið og svo þegar leið á kvöldið þá var haldin salsa sýning og náðust nokkrar myndir af því, en það var mjög erfitt að ná góðum myndum þar sem að dansparið þeyttist um á gólfinu með leifturhraða.
|
|
föstudagur, apríl 16, 2004 Joi |
11:08
|
Var að skoða gamallt blögg frá 28 nóvember 2002. Þá skrifaði ég þetta:
Hvernig gengur annars Pálma að finna videospólur og Ánna að koma GG Gunn spólum á geisladiska?
Það gengur eitthvað ílla að koma þessum helvítis G.G. Gunn upptökum á diska!!!
|
|
Joi |
09:51
|
Tippfundur tippfélags HS:
Tippfundur verður kl. 10 á morgun laugardag í tæknigarði.
|
|
Joi |
09:39
|
Var hún eftir Grimms ævintýri?
|
|
fimmtudagur, apríl 15, 2004 Hjörleifur |
18:21
|
Jæjja rólegir páskar búnir hvað varðar allt skemmtanahald og vitleysu, en ég var á bakvakt alla páskana og var nóg að gera á þar. Var kallaður út nokkrum sinnum og einu sinni gat ég leiðbeint í gegnum síma. Nágrannarnir voru mjög rólegir um páskana og virðist sem svo að rónar fari líka í páskafrí. En strax og þeir voru afstaðnir þá voru þeir aftur komnir í "vinnuna" sína og halda uppi gamla tempóinu, þ.e. að vera fullur allan sólarhringinn. Í nótt fékk ég lítinn svefnfrið og reyndi íbúinn í "sumarbústaðinum" að brjótast inn í íbúðina fyrir ofan mig, en dóttirin í íbúðinni (ca 10 ára) var að fara inn til sín þegar maðurinn kom og ýtti henni frá og ætlaði bara að fara inn, en mamma hennar og bróðir mömmunnar ýttu manninum aftur út og hann ráfaði svo með flöskuna sína inn til sín, en missti hana á leiðinni svo hún brotnaði. Hún hringdi á lögguna sem kom með de samme og talaði við kallinn, en kom svo aftur og sagðist ekkert geta gert þar sem að hann væri með lögheimili þarna. Mamman vildi helst að honum yrði bara stungið inn, en það var nú ekki gert.
Eftir þetta var svo haldið partý fram eftir nóttu í "sumarbústaðinum" (en þau voru 3 í því) og spiluðu tónlist og voru með einhver læti og öskruðu stundum á hvort annað ýmsum ókvæðisorðum. Þegar klukkan var eitthvað farin að ganga 4 eða 5 var bankað á gluggan hjá mér af einhverjum sem býr ekki þarna, en kom út úr þessu húsi og sagði eitthvað sem ég skildi ekki. Þá heyrði ég manninn sem býr þarna að hann ætti að láta mig í friði. Spurning hvort hann vilji ekki bara hafa mig góðan áfram, enda hef ég ekkert kvartað persónulega við hann. Þessi sem bankaði á gluggan fór þá aftur inn, þau virðast svo hafa sofnað með útvarpið í gangi, því ég heyrði ekki múkk í neinum stuttu eftir þetta.
Ég flutti mig svo um nóttina inn í stofu og svaf þar í sófanum það sem eftir var nætur, þar sem að ég gat ómugulega sofnað undir tónlist frá "létt 95,7" eða hvað þessi stöð heitir.
Við í húsinu ætlum nú að taka okkur verulega á að hringja í lögguna og kvarta yfir minnstu tilefnum. Sjálf ætlum við ekkert að hætta okkur þangað.
Jæja, best að fara heim að kanna ástandið og gera sig tilbúinn fyrir fótboltann í kvöld.
|
|
Joi |
16:27
|
Þessi gæti líka komið til greina sem Guddi benti á:
Canon EF 85mm f/1.2L USM ($1270)
Mjög björt linsa.
|
|
Joi |
16:03
|
Menn eru alveg hræðilega latir hérna á blögginu!!! Pálmi, Hjölli, BjaKK og Ánni hvernig væri nú að fara að sinna þessu betur?
|
|
Joi |
09:19
|
Horfði á hina mögnuðu mynd The Pianist eftir Roman Polanski í gær. Þetta er mjög góð mynd sem ég mæli með og held ég að ég gefi henni fullt hús af drullukökum. Hún gerist í Warsjá í seinni heimstyrjöldinni en ég flýg einmitt þangað í byrjun ferðar. Grimmd nasistana áttu sér engin takmörk og þessi mynd er ekkert að skafa af því.
|
|
Joi |
09:17
|
Svar við fyrirspurn gkth um linsur:
Gott að heyra að þú ert ánægður með aðdráttarlinsuna.
Nei, þessi 17-40mm er ekki gerð sérstaklega fyrir digital vélar. Sú vél sem ég mun kaupa hefur líklegast minni sensor heldur en 36mm filmur og því mun hún ekki verða jafn víð og á stórum sensor. Hlutfallið er 1,6 "crop factor" og reiknaðu nú (60% af stærð venjulegst sensors eða filmu). Þetta er talin ein besta linsan á markaðnum í dag og fær frábæra dóma og ég held að þetta gæti orðið mín aðal linsa.
Ja, ég held að ég þurfi eina bjarta linsu og þær verða ekki mikið bjartari en þessi. 17-40mm linsan er f/4L en þessi er aðeins f/1.4 og því mun bjartari og hægt í mörgum tilfellum að nota án flass innanhúss og því held ég að hún kæmi sterk inn sem svona innanhús "portret" linsa.
|
|
miðvikudagur, apríl 14, 2004 Joi |
15:57
|
Er búinn að vera að hlusta á diskinn Long gone before Daylight með Cardigans síðstu tvo daga - hann er ágætur.
|
|
Joi |
15:28
|
Ég er svona nokkurnvegin búinn að ákveða hvaða linsur ég ætla að kaupa mér þegar ég er kominn með Canon EOS-10D eða eitthvað svipað því:
Canon EF 50mm f/1.4 USM ($320)
Föst linsa sem er mjög björt og ágæt þegar maður notar ekki flass.
Canon EF 17-40mm f/4L USM ($760)
Víð súmlinsa með L gleri sem fær frábæra dóma og ætti að duga í flesta hluti.
Canon EF 75-300mm f/4-5.6 III USM ($215)
Aðdráttarlinsa sem Sonja á nú þegar þannig að hún kemur sterk inn.
Síðan þarf maður að kaupa sér flass og þetta er ansi líklegt:
Canon Speedlite 550EX TTL ($360)
Nokkuð ljóst að þetta mun kosta nokkuð og líklegast fer þetta upp í kafarabúningsverð þegar maður er búinn að kaupa linsurnar, flassið og myndavélina.
|
|
Joi |
13:29
|
Mynd dagsins
Emý Sara frænka Sonju.
|
|
Joi |
09:51
|
Búin að kaupa flugmiða:
Fö. 7.5.2004 kl. 07:40 - 11:30 KEF - LON IcelandExpress
Fö. 7.5.2004 kl. 14:40 - 18:10 LON - PLN AirPolonia
Fö. 11.6.2004 kl. 11:00 - 12:05 GOA - LON Ryanair
Fö. 11.6.2004 kl. 19:50 - 21:40 LON - KEF IcelandExpress
|
|
Joi |
09:42
|
Ronaldo að gera frábæra hluti:
For the third game in succession, Ronaldo was Manchester United's outstanding offensive player, running Leicester ragged as the Foxes eventually succumbed to a 1-0 Premiership defeat at Old Trafford.
|
|
þriðjudagur, apríl 13, 2004 Joi |
13:43
|
Þetta voru fínir páskar og aðeins minni drykkja en um páskana fyrir 5 árum síðan þegvar við Hjölli djömmuðum alla páskana á laugarveginum þegar ég þar bjó. Svona var þetta annars:
Mið: Húsfundur og síðan afmæli hjá systur mömmu Sonju og við vorum komin heim um miðnætti.
Fim: Var með hálsríg og hausverk þegar ég vaknaði og eyddi fyrri helming dagsins í rúminu og Sonja hjúkraði mér. Seinnipartinn fór ég út að hjóla með Hjölla og fórum við niður í bæ og fengum okkur að borða á grillhúsinu og bjór á Sólon. Við fórum síðan heim til hans og fundum þar gamlar myndir af okkur félögunum sem ég ætlaði að fá lánaðar. Ég eyddi síðan því sem eftir lifði kvölds í að skanna en ég held að ég birti þessar myndir ekkert hérna, enda vorum við 20 ára á þeim og ekki mikið fyrir augað.
Fös: Við Sonja kíktum í kaffi til Dóra og kærustu hans og fengum ferðasögu þeirra um austur evrópu og góð ráð. Kíktum síðan á L.A. Kaffi og Ánni og Hjölli kíktu á okkur þar. Borgari og bjór. Kvöldið fór síðan í afslöppun.
Lau: Var að vinna fyrri hluta dags og fór síðan í badmintonmót seinnipartinn og síðan í sund (Kjalarnes). Um kvöldið var matur og bingó uppi á Kjalarnesi.
Sun: Fórum í góðan göngutúr uppi á Kjalarnesi og fengum vöflur þegar heim var komið. Við lögðum okkur fyrir matinn en mamma Sonju bauð upp á gómsætan kjúkling. Um kvöldið var horft á Amadeus og farið að sofa eftir þá sýningu (í kjallaranum er góð bíóaðstaða, risatjald og góðar græjur).
Mán: Fór í bæinn um hádegi og var að vinna fram undir kvöld og fór þá í tennis.
Já, ég myndi segja að þessir Páskar hafi bara verið nokkuð góðir fyrir sál og líkama og ég kíkti í ræktina í hádeginu í dag og hafði ég lést um hálft kíló yfir helgina þrátt fyrir að hafa borðað mikið af góðum mat og sælgæti.
|
|
Joi |
13:23
|
Var að veðja við Hauk um að Nistelrooy verði seldur frá United fyrir 1. október nk. upp á tvær kippur. Ég segi að hann fari.
|
|
Joi |
09:20
|
Við Hjölli mættum galvaskir í tennis í gær en það vantaði aðra slembara, annar er veikur en hinn fann sér enn eina afsökunina til að mæta ekki og erum við löngu hættir að gera ráð fyrir honum. Hjölli mætti með félaga sínum, reyndum spilara sem hefur reyndar ekki spilað lengi og saman biðu þeir afhroð gegn mér og töpuðu 6-0, 6-0, 6-1 og 2-1. Síðan vann ég líka badmintonmót á laugardaginn svo ég haldi áfram að monta mig.
|
|
mánudagur, apríl 12, 2004 Joi |
14:31
|
Mynd dagsins
Tekin í göngutúr á páskadag uppi á Kjalarnesi.
|
|
Joi |
12:47
|
Siggi bað mig um að setja eftirfarandi yfirlýsingu frá sér á blöggið:
"David er fórnarlamb aðstæðna og leiksoppur vondra kvenna sem annars vegar sinna honum ekki taka hann sem gefinn hlut og hins vegar nýta sér einmanaleik hans sér til framdáttar. Væri ekki nær að Viktorya hugsaði um Davíð og drengina í stað þess að gleyma sér í eigin framapoti"
|
|
föstudagur, apríl 09, 2004 Joi |
20:52
|
Mynd dagsins
Ánni og Hjölli að virða fyrir sér kistu Tut-Ank-Amon í Egypska safninu í Cairo sumarið 2002.
|
|
Hjörleifur |
03:55
|
Var kallaður út og er nú búinn að leysa málið. Búinn að ganga frá getraunaseðlunum og því ekki eftir neinu að bíða og best að fara að koma sér í bólið. Veðrið var svo gott að ég hjólaði hingað, en bestu skilyrðin til að hjóla í í Reykjavík eru einmitt um miðjar nætur og umferðin lítil sem engin og veðrið líka mun betra.
Annars þá var ég aðeins að leika mér í gömlu ISLAND tölvunni (var keypt í ACO í skipholtinu, en það var við hliðiná Radíóbæ, skipholti 17).
Gróf ég þar upp gamla getraunaforritið og dustaði ég aðeins rykið af því og bætti það aðeins, en núna er hægt að setja inn hlutföll á einstaka leiki og tölvan reiknar út 29 raðir (var ekki pláss á disknum til að hafa fleiri raðir, en harði diskurinn er 21Mb). Það er ákveðinn slembifaktor í þessu sem tekur þó mið af þeim hlutföllum sem sett eru inn í upphafi. Í aftasta dálki er svo tekið saman hvernig raunveruleg hlutföll eru svo í þessum 29 röðum, en það fittar ekki alveg við það sem maður setur í upphafi þar sem að það er smá slembifaktor í þessu sem að gefur smá frávik frá upprunahlutföllunum. Jæja, nóg af þessu rugli ég er farinn heim
|
|
miðvikudagur, apríl 07, 2004 Hjörleifur |
19:57
|
Jæja, þá getur maður loksins farið að drulla sér heim. Missti meiraðsegja af bjórfundi áðan þar sem ég var bara á fullu að vinna. Fyrst þarf maður nú samt að safna saman gögnum fyrir fundinn í fyrramálið. Nú fer æfingatímabilinu í 1x2 að ljúka og því hægt að fara að tippa til að vinna og græða milljónir. Enda veitir víst ekki af.
Þetta er nú hætt að vera fréttaefni, en síðastliðin nót var í einhverju rugli hjá nágrönunum, en þetta næturbrölt og gestagangur fram eftir nóttu virðist ekkert ætla að dala neitt. Þetta er bara eymd og volæði eins og það gerist verst á Íslandi. Fyrir vikið er maður alltaf frekar þreyttur á morgnanna. En það er lítið við þessu að gera nema að bíða eftir að þau hröklist út úr húsinu, en leiðinlegt að segja svona, en allir vona að bankinn taki þetta af þeim og þetta verði bara selt á nauðungaruppboði. Þau eru jú ekki í neinni vinnu og afborganir lána af húsinu eru um 70 þús á mánuði og eiginlega alveg furðulegt að þau skuli vera þarna enn.
Jæja, best að fara að snúa sér að einhverju uppbyggilegu, þ.e. fara að vinna í fundargögnum fyrir fundinn í fyrramálið.
|
|
Joi |
16:56
|
Tippfundur
Fundurinn verður haldinn kl. 11.00 í Kaffivagninum 8. apríl. Múlakaffi er lokað.
|
|
Joi |
15:44
|
Mynd dagsins
Hérna er ég svona aðeins að gæla við formið ;-). Sonja tók stærri myndina og það er líklegast augljóst hver tók þá minni. Kaldársel mars 2004.
|
|
Joi |
13:49
|
Siggi says:
ertu til í að gera mér greiða
Jóhann says:
já
Siggi says:
Fara með bæn þar sem þú biður fyrir heimsfriði, góðri heilsu aðstandanda þinna og vina, og þegar þú ert búinn að því að íhuga vandlega tilgangsleysi veraldlegra hluta og mikilvægi hlýju og vináttu milli fólks óháð húlit og kynþáttum
Jóhann says:
Nei!
Siggi says:
af hverju ekki ég gerði þér greiða og er þá ekki komin tími til að þú gerir mér greiða
Jóhann says:
Ok, ég skal þá gera þetta við tækifæri.
Siggi says:
værirðu til í að setja þetta á bloggið líka
Jóhann says:
já, ég skal gera það
Siggi says:
þá sýnir þetta annars vegar hvernig ég hugsa sem guðleg vera og þú hins vegar í fyrra blogginu sem handbendi hans í neðra
Jóhann says:
Ég er búinn að komast að því að ég er enginn blöggari, aðeins strengjabrúða fyrir þig!
Siggi says:
láttu ekki svona, bestu skáldin hafa það öll sammerkt að segjast vera ófeimnar við að fá lánaðar frásagnir frá ótýndri alþýðunni
|
|
Joi |
13:41
|
Jóhann says:
Gætir þú gert mér einn greiða?
Siggi says:
já
Jóhann says:
Staðið upp frá skrifborðinu, dregið skrifborðsstólin til hliðar svo þú slasir þig ekki, farið úr skónum svo þú eyðileggir ekki hringvöðvana og stokkið upp í rassgatíð á þér?
Siggi says:
já ég skal gera það
Jóhann says:
takk
Siggi says:
má ég spurja hver er ásætaðn fyrir þessari upphefð sem þú sýnir mér
Jóhann says:
Bara sína hvað ég er beittur og óvæginn penni ... svona sambland af Halldóri Laxness, Ílluga Jökuls og Johnny Depp!
Siggi says:
værirðu nókkuð til í að skella þessu samtali á bloggið
Siggi says:
svona til að sýna fólki hvað þú ert mikill ruddi sem forseti tippfélagsins
Jóhann says:
Ég er enginn ruddi ... þú ert ruddi! En ég skal setja þetta á blöggið fyrir þig.
Siggi says:
takk
|
|
Joi |
12:25
|
Full blown mígreni ... vonandi hættir það sem fyrst :(
Annars er ég að fara á húsfund í kvöld, tvo fundi á föstudaginn, badminton mót á laugardaginn og mat á sunnudaginn.
|
|
Joi |
11:25
|
Siggi sendi eftirfarandi á Öldungaráð Tippfélags Hjörleifs Sveinbjörnssonar:
Tölfræðinefnd óskar eftir fjárveitingu upp á 3000 krónur fyrir næstu helgi
Rannsóknarverkefni á vegum félgasins og Háskóla Íslands er nú lokið og er ætlunin að kaupa 300 raðir fyrir peninginn og byggja niðurstöður á rannsóknarverkefninu.
TIl að það sé hægt þurfa félagsmenn að koma með stuðla fyrir öll úrslit á næsta seðli og munu þessir stuðlar vera inntak í það módel sem rannsóknarverkefnið skilaði af sér.
|
|
Joi |
10:40
|
Maður verður að fara að kíkja á þessa:
|
|
Joi |
09:45
|
Jenet veldur uppþoti í US og alveg magnað hvað eitt brjóst er litið miklu meira alvarlegum augum þar en sundurskotinn lík í fréttum. Skrítinn heimur.
Janet Jackson segist vera með dónalegt húðflúr á leyndum stað á líkamanum. Hafa ummæli söngkonunnar vakið mikið uppþot en stutt er síðan hún hneykslaði fólk með því að bera brjóst sitt í beinni útsendingu í hléi á úrslitaleik bandaríska fótboltans,
|
|
þriðjudagur, apríl 06, 2004 Joi |
17:28
|
Keypti mér lengjumiða upp á 4000 krónur áðan fyrir leiki kvöldsins og ef ég hitti á rétt á ég von á 122.000 króna ávísun. Giskaði reyndar á mjög ólíkleg úrslit þannig að það eru frekar litlar líkur.
|
|
Joi |
16:40
|
Við Sonja kíktum áðan á söluskrifstofur Flugleiða og IcelandExpress til að athuga með flug. Núna erum við að spá í þessum möguleikum:
Möguleiki 1:
FL: Fljúga KEF-COP-MOS og til baka MIL-KEF ... c.a. 55þ á mann.
Möguleiki 2:
FL: Fljúga KEF-COP-WAR og til baka MIL-KEF ... c.a. 47þ á mann.
Möguleiki 3:
IE: Fljúga KEF-LON-POZ og til baka ITA?-KEF ... c.a. 30þ á mann.
POZ=Poznan í Póllandi
MIL=Milano
MOS=Moskva
|
|
Joi |
13:38
|
|
|
Joi |
13:03
|
Rakst á nokkuð athyglisverða myndasíðu (og sögu) frá ferð konu nokkurrar til draugabæjar nálagt Chernobyl: Check it!
Svona var um að líta um 1980:
Svona er þetta núna:
|
|
mánudagur, apríl 05, 2004 Joi |
23:51
|
Það gekk ekki nægilega vel í tippinu síðasta laugardag enda var tölfræðideildin ekki með á fundinum. Vonandi gengur bara betur næst!
Sú hugmynd kom upp á síðasta fundi að hækka vikugjaldið upp í 600 krónur þannig að við getum tekið 2880 kr. seðilinn í hverri viku. Hvað segja menn um það?
Vika | Fundarstaður | Fundartími | Mættir | Seðlar | Kostn. | Vinningur | #12 | #11 | #10 | Mest | 11 | Heima hjá Jóa | Lau 11:00 | Á, H, J, P | S-7-2-486 (10), S-7-2-486 (9), Ú-7-3-384 (7) | 13.560 kr. | 1.000 kr. | | | 2 | 10 | 12 | Kaffivagninn | Lau 11:00 | Á, H, J, P, S | S-5-5-288 (9) | 2.880 kr. | 0 kr. | | | | 9 | 13 | Kænan | Lau 12:00 | Á, H, J, P, S | S-5-5-288 (10) | 2.880 kr. | 2.940 kr. | | | 6 | 10 | 14 | Players | Fös 18:00 | Á, H, J | S-7-2-486 (9) | 4.860 kr. | 0 kr. | | | | 9 |
|
|
Joi |
17:50
|
Þetta líst mér vel á:
Úr mbl:
Tólf þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem gerir ráð fyrir því að einkasala Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins með annað áfengi en sterkt áfengi verði aflögð en miðað er í frumvarpinu við að að sterkt áfengi hafi meiri vínandastyrk en 22%. Þá segjast flutningsmenn frumvarpsins jafnframt telja, að taka þurfi til skoðunar áfengisgjald sem lagt er á allt áfengi, til dæmis með því að lækka áfengisgjald í þremur áföngum, um allt að 50%, fram til ársins 2007.
|
|
Joi |
10:34
|
BROWN: Euro 2004 beckons. The magnificent cornerstone of United's heroic defending 8
Brown er að fá frábæra dóma fyrir leikina gegn Arsenal og menn tala um að hann sé að spila sig inn í landsliðið. Vonandi helst hann núna frá veikindum því hann hefur verið ótrúlega óheppinn með þau.
|
|
sunnudagur, apríl 04, 2004 Joi |
22:45
|
Mynd dagsins (mánudagur)
Blómamynd sem ég tók með litlu T1 vélinni minni fyrir páska 2004.
|
|
Árni Hr. |
13:59
|
It was Scholes' tackle from behind which injured Reyes after he came on as a substitute, earning the Manchester United midfielder a yellow card.
Usss - hann hefði átt að fá rautt fyrir þetta - Reyes frá í 3 vikur út af þessu - fáránlegt...
|
|
Joi |
09:39
|
Vaknaður óvenju snemma á sunnudagi, vissi ekki að það væri til kl. 8, fyrir hádegi á sunnudegi. Ég er búinn að vera að lesa í klukkutíma í bók sem ég gaf Sonju í gær en hún heitir The complete Maus. Þetta er teiknimyndasaga sem hlaut Pulitzer verðlaunin fyrir nokkrum árum síðan og er sannsöguleg og fjallar um líf manns í Auswitsch fangabúðunum og virðist vera nokkuð skemmtileg. Skemmtilegt að lesa um þessa tíma áður en við förum til Póllands og víðar í maí.
Annars hef ég verið að sanka saman drassli í "Cart"-ið mitt hjá Amazon og er ég að spá í að fara að panta fljótlega, það sem ég er að spá í er þetta: - Auschwitz: True Tales from a Grotesque Land - Sara Nomberg-Przuytyk; Paperback
- The Drowned and the Saved - Primo Levi; Paperback
- Survival In Auschwitz - Primo Levi; Paperback
- Temps Des Gitans Et Kuduz (Soundtrack) - Goran Bregovic; Audio CD
- Ederlezi - Goran Bregovic; Audio CD
- Music for Films - Goran Bregovic; Audio CDc
- Rick Sammon's Complete Guide to Digital Photography: 107 Lessons on Taking, Making, Editing, Storing, Printing, and Sharing Better Digital Images - Rick Sammon; Paperback
- Dead Man - Jim Jarmusch; DVD
- Lost in La Mancha - Keith Fulton; DVD
- What's Eating Gilbert Grape - Lasse Hallström; DVD
- Don Juan DeMarco - Jeremy Leven; DVD
- Exit into History: A Journey Through the New Eastern Europe - Eva Hoffman; Paperback
- Europe by Eurail 2004: Touring Europe by Train LaVerne Ferguson-Kosinski
- The Thomas Cook Rail Map of Europe (Travel Essentials S.)
- Night - Elie Wiesel; Mass Market Paperback
Ég segi nú bara: "Somebody stop me!". Ég á nú eftir að grisja eitthvað út af þessu og spurning hvort ég hafi t.d. eitthvað með Dead Man að gera á DVD þegar ég á hana original á VHS?
Annars er ótrúlega gaman að vera með allar þessar Discovery stöðvar (er með 4 og auk þess 2 aðrar fræðslustöðvar). Maður getur alltaf horft á góða fræðslumynd og núna er t.d. þáttur um einhvern egypskan farao, mjög skemmtilegt. Annars þarf ég fljótleg að far að vekja Sonju því hún þarf að fara að læra.
Helgin hefur bara verið nokkuð góð fram að þessu. Eftir vinnu á föstudaginn fór ég á Players (um 18 leitið) og hitti Hjölla og Ánna en þetta var fundur Tippfélags Hjörleifs Sveinbjörnssonar. Við settum saman dýrasta seðilinn og það fór því miður þannig að við náðum bara 9 réttum. Það gengur bara betur næst. Ég brunaði síðan heim og við Sonja borðuðum saman pottrétt sem var mjög ljúffengur.
Við skelltum okkur síðan á Passion of Christ kl. 22:30 í Smáranum. Sat einhver feit kelling við hliðina á mér sem samkjaftaði ekki allan tímann við kærastann sinn og fólk í kring var orðið mjög þreytt á henni (þetta var ekki Sonja heldur konan sem við sátum við hliðina á). Myndin var verulega hrottaleg og verð ég að segja og seinni helmingur myndarinnar er bara misþyrmingar á aumingja manninum. Þetta er mjög áhrifamikið en ofbeldið kannski fullmikið og spurning hvort þessi mynd hafi bara átt að sjokkera og þá til hvers? Ætli tilgangurinn sé að fólk sjái hvað hann þurfti að ganga í gegnum og ef svo er þá er þetta bara túlkun á þessum atburðum því þessar blóðugu lýsingar eru ekki í bókinni (hef reyndar ekki lesið hana). Sonja var ekki að fíla myndina en mér fannst hún ágætt, en ég hef verið á því frá því Mel Gibson lék Hamlet um árið (betur en margir lærðir Shakesphere leikarar) að hann sé mikill snillingur.
Í gær byrjaði ég daginn á því að fara á Players með Gubba litla, Hjölla og Ánna og var mæting kl. 10:20 stundvíslega. Við horfðum á United taka Arsenill í kennslustund og fengum okkur pizzu að borða. Ánni var nú ekki sáttur með úrslitin og líklegast jafn fúll og ég hefði verið ef úrslitin hefðu farið á hinn veginn. Þegar ég kom síðan heim lagði ég mig í smá stund og kíkti síðan með Hjölla á Súfistann, þar sem við sátum í 2 klst og borðuðum kökur, kaffi og kakó og lásum blöð. Ég var kominn heim kl. 18:30 og þá fórum við Sonja upp á Kjalarnes í mat en það var ljúffengur kjúklingur á borðstólnum. Við fórum síðan að skúra í Álfsnesi (ég vaskaði upp) og pikkuðum Hjölla upp um 22 leitið og kíktum í Videohöllina. Þar tókum við Analize that sem þau tvö voru ánægð með en mér fannst ekkert spes. Ég skutlaði síðan Hjöllanum mínum heim um kl. 1.
Í dag ætla ég að taka því rólega, Phótóshoppast aðeins, vinna aðeins, fara í göngutúr aðeins og kannski borða aðeins. Óþarfi að skrifa meira því það eru allir löngu hættir að lesa.
Chao.
|
|
föstudagur, apríl 02, 2004 Joi |
21:28
|
The sun shioning off the rocks in the foreground is what makes this photo special. It gives it loads of texture. And the toning is great too.
You are one hell of a photographer Johann
|
|
Joi |
16:24
|
Mynd dagsins
Við Sonja í göngutúr við Kaldársel í mars 2004.
|
|
Hjörleifur |
14:24
|
Er búið að ákveða fundartíma og fundarstað í Tippfélagi Hjörleifs Sveinbjörnssonar?
Og hverjir koma með fundargögn í stað þeirra sem geta ekki mætt?
Nú virðist allt benda til þess að tölfræðideild félagsins muni ekki mæta og því allt í uppnámi.
|
|
fimmtudagur, apríl 01, 2004 Joi |
13:27
|
Við Sonja höfum ákveðið að flytja til Spánar í lok ársins eða byrjun þess næsta, sennilega til Malaga eða á þær slóðir. Ég mun sennilega selja húsið og gæti verið að ég vinni ennþá hjá AGR þar, en það er ekki komið í ljós ennþá.
|
|
Joi |
13:17
|
Mynd dagsins
Hjölli og Sindri stóri bróðir hans að spá í hvar Fagradalsfjall er í ágúst 2004.
|
|
Joi |
10:30
|
... heyrst hefur að Siggi hafi tapað öllum leikjunum í fótboltanum í gær.
|
|
Joi |
09:42
|
Tippfélag Hjörleifs Sveinbjörnssonar:
Hugmyndin var að hittast á Múla Kaffi næsta laugardag en Arsenill-United er þá kl. 11. Spurning hvort við höfum fundinn eftir leik eða hittumst og horfum á hann og spáum í spilin?
p.s. Siggi kemst ekki þessa vikuna og mun væntanlega láta okkur vita með formlegum hætti hvort hann ætli að vera með í þetta skiptið.
|
|