Var kallaður út og er nú búinn að leysa málið. Búinn að ganga frá getraunaseðlunum og því ekki eftir neinu að bíða og best að fara að koma sér í bólið. Veðrið var svo gott að ég hjólaði hingað, en bestu skilyrðin til að hjóla í í Reykjavík eru einmitt um miðjar nætur og umferðin lítil sem engin og veðrið líka mun betra.
Annars þá var ég aðeins að leika mér í gömlu ISLAND tölvunni (var keypt í ACO í skipholtinu, en það var við hliðiná Radíóbæ, skipholti 17).
Gróf ég þar upp gamla getraunaforritið og dustaði ég aðeins rykið af því og bætti það aðeins, en núna er hægt að setja inn hlutföll á einstaka leiki og tölvan reiknar út 29 raðir (var ekki pláss á disknum til að hafa fleiri raðir, en harði diskurinn er 21Mb). Það er ákveðinn slembifaktor í þessu sem tekur þó mið af þeim hlutföllum sem sett eru inn í upphafi. Í aftasta dálki er svo tekið saman hvernig raunveruleg hlutföll eru svo í þessum 29 röðum, en það fittar ekki alveg við það sem maður setur í upphafi þar sem að það er smá slembifaktor í þessu sem að gefur smá frávik frá upprunahlutföllunum. Jæja, nóg af þessu rugli ég er farinn heim
|