miðvikudagur, apríl 30, 2003 Hjörleifur |
16:31
|
Búið er að ráða nýja manneskju í staðin fyrir Bjarna tölvukall. Hún heitir Krístín. Kemur til starfa eftir prófin í vor, en hún er að klára BS-inn í tölvunarfræði frá HÍ. Greinilega öflugur bloggari .
|
|
Joi |
15:12
|
Iii, einn ógeðslega klár í að taka myndir!
|
|
Joi |
14:21
|
Spurning hvort við verðum ekki að ná leiknum á laugardagsmorguninn?
|
|
Joi |
14:04
|
From the book of famous quoutes
"Maður þarf að vera í góðu formi til að spila golf"
Pálmi Pétursson 2003
|
|
Árni Hr. |
11:50
|
EE var rænd lyklum, debet og kreditkorti, ökuskírteini.
Er búinn að skipta út á húsi, er að skoða með bílinn - allt í tómu rugli.
Búið að skipta út í vinnunni, kalla eftir nýju debet og kreditkorti. Búinn að panta nýtt ökuskírteini - úfffff ömurlegt.
Já ekki er öll vitleysan eins.
|
|
þriðjudagur, apríl 29, 2003 Árni Hr. |
08:40
|
Væri lífið ekki skrýtið?
Tilgangurinn?
Upphafsstundin!
|
|
mánudagur, apríl 28, 2003 Joi |
20:36
|
|
|
Hjörleifur |
18:03
|
allt í grænum sjó og hjólið komið á götuna og bíllin kominn af götunni (enda var hann á nagladekkjum og því varð ég bara að taka númerin af). Nú er ég að leita mér að bíl á sumardekkjum fyrir hæfilegt verð.
|
|
Joi |
11:29
|
Já, ágætis helgi að baki. Rómeo og Júlía var bara fjandi gott leikrit og við Sonja vorum bæði mjög ánægð með það.
Á laugardaginn fórum við Ánni svo á sveitt djamm. Byrjuðum á einum bjór á Ara í Ögri og fórum síðan á kaffibrennsluna þar sem við drukkum 3 bjóra hvor. Síðan fórum við á kosningagrill hjá Samfylkingunni (ekki vegna stjórnmálaskoðana) og borðuðum eina pylsu og keyptum bjór á evrópuverði sem var 200 kr. Þaðan var haldið á búlluna þar sem við spiluðum 17 leiki og drukkum c.a. 4 bjóra á mann. Leikar fóru þannig að ég vann 9 leiki og Ánni 8 ... mjög jafnt. Þaðan héldum við á Vegamót þar sem var pakkað af norsurum og góð stemming. Við kíktum síðan aðeins inn á staðinn við hliðina á Vegamótum, sem ég man ekki hvað heitir. Við enduðum síðan á mexíkanska staðnum, sem hét áður Tres Locos og vorum þar slatta lengi enda var þetta stalkers paradise og mjög skemmtilegt og fjörugt fólk þarna inni.
Ég tók um 160 myndir þetta kvöldið og eru þær helv.... skemmtilegar.
|
|
sunnudagur, apríl 27, 2003 Árni Hr. |
19:58
|
Mér skilst að við séum á leið í bústað um næstu helgi, spurning hvort Hjölli verður kominn í bæinn.
|
|
föstudagur, apríl 25, 2003 Joi |
16:01
|
Samkvæmt Google er 50 ára afmæli DNA í dag. Maður hlýtur að spyrja sig að því hvað menn notuðu áður!
|
|
Joi |
15:53
|
Rómeo og Júlía í kvöld í Borgarleikhúsinu í kvöld og matur heima áður seinnipartinn í kvöld.
|
|
mánudagur, apríl 21, 2003 Joi |
22:05
|
Fín helgi. Var boðið í mat heima hjá Ánna og EE á föstudaginn og hjá foreldrum Sonju á sunnudaginn. Síðan var bara fínasta djamm á laugardaginn þar sem hópurinn fór á Si Senor og síðan á dauða bar og að lokum í pool á búllunni.
Ánni að elda á föstudaginn:
Djamm um kvöldið (Jói og Ánni):
Si Senor (Jói, EE og Guddi):
Hárið eitthvað að stríða stráknum:
Á leiðinni í poool (Tine, Jói, Ánni og EE):
Búllan, Ánni að spila sig stóran:
|
|
miðvikudagur, apríl 16, 2003 Joi |
15:12
|
flækjufótarferðaflugufarteskisflísafúgufeyki
|
|
Joi |
13:46
|
Var að fá mér Parkodin Forte og er að skola því niður með bjór.
|
|
Joi |
09:08
|
Aðsókn á síðuna okkar hefur stóraukist eftir að Ánni skrifaði um Berglind Icey. Það virðast vera margir útlendingar sem leita að henni í gegnum leitarvélar. Ég veit að þetta er desperate en here we go: Pamela Anderson Nude, Jenny McCarthy nude, Jennifer Lopez nude, Britney Spears nude, Christina Agulera nude, Vala Matt nude og Björk nude.
This should spice it up a bit!!!
|
|
þriðjudagur, apríl 15, 2003 Hjörleifur |
19:55
|
Skák í kvöld. Hingað til hefur ekki gengið nógu vel. Hef alltaf verið í 2. eða 3. sæti, nema síðast þá var ég í 5. sæti (af 11). Ég er farinn að halda að ég kunni bara ekkert að tefla, ég er bara að ýta köllunum fram og til baka og vona að það komi eitthvað gott út úr því. Annars er bara gott að vera ekkert of góður í skák, því annars gæti maður bara endað eins og ROBERT JAMES "BOBBY" FISCHER
|
|
Árni Hr. |
17:48
|
Heyrst hefur að Guðjón Partýanimal sé mættur til landsins og sé ólmur í að veislast. Stefnt er á að kynna hann fyrir helstu veitingastöðum bæjarins. Vitað er að Tine sé mikil skemmtanadrottning og mun hún fylgja honum hvert fótmál (eða öfugt).
Stofna þarf skemmtinefnd fyrir páska - byrjað er að hittast á miðvikudegi og horft á UTD tryggja sér titilinn sumum til ánægju og öðrum til gremju.
|
|
Joi |
09:41
|
|
|
Joi |
09:22
|
|
|
Joi |
09:19
|
Laugardagurinn var mjög skemmtilegur og sátum við á besta stað í Reykjavík og nýttum hvern sólargeisla.
|
|
mánudagur, apríl 14, 2003 Hjörleifur |
17:49
|
Daglegt mál:
Orðasérfræðingurinn: Það er orðið "framorðið"
Aðstoðarkonan: Já, það er orðið áliðið
Orðasérfræðingurinn: Nei, það er orðið "framorðið"
Aðstoðarkonan: framorðið, áliðið, er það ekki það sama?
Orðasérfræðingurinn: Æi, þetta er orðið gott
Aðstoðarkonan: "GOTT"
|
|
Árni Hr. |
14:42
|
Hitti Hreiðar í gær og sagði hann mér frá skemmtilegri heimasíðu sem er heimili British Conservative Catholics. . Þar er hægt að finna skemmtileg verkfæri svo sem "the blanket":
- AM04: Anti-nocturnal emission blanket - £49.99
- delivers electric shock when fibres in blanket become damp
- 100% effective in curing bed-wetting and wet dreams
Einnig er hægt að finna the helmet of pure thoughts:
This deluxe item is used to eradicate lustful thoughts from the wearer. The helmet monitors brain waves and emits a nausea-inducing low frequency when sexual thoughts are detected. The wearer can be "tempted" with images of a sexual nature by looking into a visor (sold separately).
The perfect item to test whether your child is pure in thought.
Það er greinilegt að ekki er öll vitleysan eins.
Annars var Hreiðar hress að vanda, var að fylla í skarð í Skífunni í Smáranum, notaði tækifærið og keypti mér nýjasta Ministry diskinn ásamt smáskífunni Go with the Flow með QoTSA.
Ég var svo helvíti aktífur í gær að ég fór og verslaði leðurlíkisskrifborðsstól, ljós ofl. í Ikea, fullt af mat fyrir vikuna í Bónus, all in all um 20.000 kr. sem fóru á þessum ágæta degi.
|
|
Árni Hr. |
13:54
|
|
|
sunnudagur, apríl 13, 2003 Joi |
19:29
|
Sveitt eyðumerkurpunk!
|
|
Joi |
19:28
|
Þessir menn eru greinilega í guðatölu!
|
|
Joi |
19:28
|
Er þetta flottasti rokkari í heimi???
|
|
föstudagur, apríl 11, 2003 Hjörleifur |
10:34
|
Í gærkvöldi, rétt eftir að ég var kominn heim, var bankað á dyrnar. Ég fór til dyra og fyrir utan stóð maður með gráan sívalingslagaðan pakka. Hann sagði: "Hjörleifur" og ég sagði "Já, það er ég" og þá sagði hann: "Ég er með pakka til þín" og þá sagði ég (algjörlega grunlaus): "Nú, takk fyrir" og tók við pakkanum og maðurinn fór. Þessi pakki virtist vera óskup meinlaus, en nú lifum við á stríðstímum og maður skal aldrei vera of varkár. Ég fór því með pakkan til lögreglunnar og eftir ýtarlegar rannsóknir á pakkanum þá var talið öruggt að ekki var um miltisbrand að ræða og því var þetta hugsanlega einhver ný sprengjutegund og því var gripið til þess ráðs að sprengja pakkan svona í öryggisskyni. Og þar með var flísteppið sem ég fékk sent frá líftryggingafélaginu ónýtt.
|
|
Hjörleifur |
09:45
|
1. 50% U
2. 36% F
3. 29% B
4. 29% S
5. 14% D
Framsóknarflokkur (xb).
Sjálfstæðisflokkur (xd).
Frjálslyndi flokkurinn (xf).
Samfylking (xs).
Vinstri grænir (xu).
|
|
Joi |
09:28
|
Ég er svona: - Sjálfstæðisflokkur - 71%
- Framsóknarflokkur - 64%
- Samfylking - 50%
- Frjálslyndi flokkurinn - 36%
- Vinstri grænir - 29%
|
|
Joi |
09:16
|
|
|
fimmtudagur, apríl 10, 2003 Hjörleifur |
20:57
|
Í kaffitímanum hér um klukkan 15:15 í dag sáum við út um gluggan á kaffistofunni sjúkrabíl keyra aftan á annan bíl hér á brúnni á Bústaðarveginum. Sjúkrabíllinn endaði á umferðaljósaskilti, en hinn bíllinn snérist og endaði utan vegar (báðir bílarnir voru rétt að verða komnir yfir brúna og voru að keyra í áttina að miðbænum). Eftir smá stund kom einhver út úr litla bílnum (en það var einmitt bíllinn sem keyrt var á) og það var farþegamegin. Sá fór eitthvað að athuga með ökumanninn. ca 1 mínútu síðar komu mennirnir út úr sjúrkabílnum og byrjuðu á því að athuga hvort bíllinn væri skemmdur. Svo fóru þeir að tékka á ökumanni hinnar bifreiðarinnar. Nokkrum mínútum síðar var löggan komin og svo kom annar sjúkrabíll. Þá var sjúklingnum úr umferðaslysasjúkrabílnum skutlað yfir í þennan sem var að koma og keyrði hann svo bara í burtu. Eftir aðrar nokkrar mínútur kom tækjabíll frá slökkviliðinu til að losa ökumann litlu bifreiðarinnar út úr prísundinni, svo fór ég nú bara að vinna og veit ekki hvað gerðist í framhaldinu.
Í útvarpinu var þessu lýst einhvernvegin á þessa vegu í stuttu máli:
Bíll keyrði á sjúkrabíl svo hann valt, en ekki var vitað um hvort nokkrir hefðu slasast.
Ég verð nú að segja það að fréttin hefur brenglast töluvert á þessum 300 m sem eru frá slysstað og upp í útvarpshús og hvernig ætli fréttirnar séu þá orðnar þegar þær koma einhverstaðar lengra frá og það jafnvel frá útlöndum.
|
|
Joi |
15:32
|
Þetta er stríðsfyrirsögn.
|
|
Joi |
15:31
|
Hvað, ekkert blogg í dag?
|
|
miðvikudagur, apríl 09, 2003 Hjörleifur |
19:05
|
I dag taler jeg aðeins dansk og skrifer ogso aðeins po dansk. Og de som ikke forstor min dansk kan bare snakke det som ude fris og ikke et ord um det meir. Men til at slutte dagen vil jeg bare sige det:
Min farfar drikker södmælk
og södmælk drikker han
og drikker han ikke södmælk
spiser han ærter med flesk.
|
|
Joi |
16:09
|
What if god was one of us
Just a slob like one of us
Just a stranger on the bus
Trying to make His way hooooooommmme
|
|
Joi |
12:40
|
Það er kannski spurning að byrja á þessu á laugardaginn, t.d. heima hjá mér: Kl.11.15 Enski boltinn (Newcastle - Man. Utd.)
Bein útsending frá leik Newcastle og Manchester United.
|
|
Árni Hr. |
10:48
|
Gleymdi að nefna það að djöfull var UTD tekið í görnina í gær, þeir voru heppnar að tapa bara 3-1
|
|
Árni Hr. |
10:48
|
Ég eyddi klukkustund í símanum með Tölvudeild að pæla í því að klukkan í tölvukerfi Delta er 3 mínútum og fljót, sem þýðir það að ég er alltaf of seinn á fundi (og margir aðrir). Ég sagði honum að þetta væri mikilvægt mál sem þyrfti að leysa sem fyrst.
Sendi update eftir nokkra daga um hvernig tölvudeildin hefur staðið sig, þetta er mjög stór liður í tímastjórnun einstaklinga..
Annars ætla ég að skella mér á ráðstefnu á morgum með Paul Niven (sennilega frændi Davids) um balance scorecard. Ætti að vera fróðlegt.
Annars er þetta gott framtak hjá sumarfrísstráknum...
|
|
Joi |
08:48
|
And Roy Keane?
The same Roy Keane who single handedly beat Juventus in Turin in 1999.
The same Roy Keane who has been the best midfielder in Europe for the best 10 years.
The same Roy Keane who, at times against Real, resembled the kid picked last in a playground kickabout whose only thought was "when is this all going to end?"
|
|
þriðjudagur, apríl 08, 2003 Hjörleifur |
18:26
|
Þetta er búið að vera meira ruglið, búinn að vera að vesenast í litlu C forriti í dag, en það hefur ekki virkað síðan 9. september 2001. Ég hélt að það væri eitthvað að þessum tíma, en á þeimi tíma breyttist unix tíminn úr því að vera 999999999 (Sun Sep 9 01:46:39 2001) í 1000000000 (Sun Sep 9 01:46:40 2001), en svo reyndist ekkert vera að þessum tima (fyrir utan að vera helv. flottur) heldur var harðkóðað í því á einum stað, þar sem að það les eina línu úr einni skrá að línan ætti akkúrat að vera 25 stafir, en með þessum nýja tíma þá var hún orðin 26 stafir svo ég þurfti bara að breyta "==" í ">=" og þar með var málið leyst. Þessi saga segir manni ekki nokkurn skapaðan hlut og var alveg tilgangslaus.
Næsti flotti tími, þ.e. þegar hann breytist úr því að verða 9999999999 í 100000000000 er ekki til, en hæsti unix tími sem til er í dag er 2147483647 (Tue Jan 19 03:14:07 2038) og þá er tíminn búinn og því næsta víst að þá mun koma heimsendir. Og til gamans þá má einnig geta þess að tíminn 0 var klukkan 00:00:00 þann 1. janúar 1970.
|
|
Joi |
18:09
|
Slembibullsrugl SlembibullsbræðraVið erum að spá í að taka næsta laugardag bara á ruglinu, þ.e. að skella okkur á Kaffibrennsluna snemma dags og panta okkur STÓRAN bjór hver, þ.e. c.a. 3 lítrar á mann. Síðan ætlum við bara að taka daginn eins og við erum í útlöndum og pöbbalíngast fram eftir kvöldi.
Stúdari not optional!
|
|
Joi |
13:50
|
Búinn í prófum og þá er bara allt stress að baki lalalalalalala.
Ég er líka búinn með skattskýrsluna, á bara eftir að skila henni.
Væntigildi:
Stærðfræðileg reiknirit: 7,5
Ný tækni: 8,5
|
|
Hjörleifur |
09:44
|
Var að skila skattframtalinu, tralalalalala
|
|
mánudagur, apríl 07, 2003 Árni Hr. |
22:01
|
Annars las ég að Ferguson var að setja út á UEFA dráttinn, segir hann riggaðann (dró þetta til baka þó). Já þetta verður spennandi á morgun!!
|
|
Árni Hr. |
21:59
|
Vaknaði klukkan 6 í morgun og fór í workout - duglegur strákurinn!!
Fór svo á námskeið í dag og var alveg að sofna á köflum, erfitt að vakna svona snemma já. Annars fékk ég nett áfall í kvöld, sjónvarpið fór í hnút og fékk ég ekki vita fyrr en 1 klst seinna að þetta hefði verið vegna smá fikts annars manns í blokkinni, en nú er búið að laga það og Árni er glaður aftur :)
Fór að sjá Shanghai Knights í gær, fín mynd, þ.e. fín afþreying ekkert annað.
Annars fór ég á stórkallakvöld hjá FH á föstudag, þar sat ég og snæddi með ekki minni mönnum en Loga Ólafs, BoHall, Grétar Örvars og já Þóri Jóns (reyndar var henson líka þarna og þekkti hann mig frá skotlandi).
Þetta kvöld var nú samt stutt og laggott því ég var kominn heim upp úr miðnætti, en EE mætti nú ekki á svæðið fyrr en um 5, úr einhverju frænkupartýii!!!
Stefni á að vakna í fyrramál aftur, en þessi helv... löpp er að gera út af við mig, ég virðist bara ekkert ætla að lagast... Já þungt í loft.
Annars er ég að gera mig andlega tilbúinn á Steve-O um næstu helgi..
|
|
Hjörleifur |
20:25
|
Ég er að spá í að sleppa því bara að blogga nokkuð í dag.
Annars var helgin (amk föstudagurinn) bara helv. fín. Eftir vinnu var arkað niður á 22 og þar á þriðju hæð var bjórsmökkun á vegum nýs tímarits um veitingar af ýmsum toga og er ekki enn komið nafn á þetta blessaða tímarit. Smakkaðar voru 15 tegundir. Menn vissu ekkert hvaða tegund þeir fengu í glasið, en reyndu þó oft að geta sér til um það og sennilegast hefur það aðeins tekist í eitt skipti (enda var það hveitibjór). Til að koma í veg fyrir ofurölvun eftir 15 tegundir af bjór þá var skammtað mjög lítið í glösin (1-2 sopar) enda væri lítið að marka þetta ef menn drykkju hálfan lítra af bjór og ætla sér að drekka 15 slíka væri aðeins of mikið. En þetta tókst semsagt bara ljómandi vel.
Eftir Smökkunina fóru nú flestir heim, nema ég og Fúsi (en hann var þarna aðeins sem viðmiðun, þar sem að hann drekkur ekki, en hamborgarinn hans leit mjög vel út og gæti ég alveg hugsað mér að fá mér hamborgara á 22 einhverntíman) sem ætluðum að taka nokkrar skákir á Grand Rock, en þar var allt pakkað af skákgúrúum (og klukkan var bara rétt um 9), svo við fórum bara aftur upp á 22, en þar er eitt borð, að vísu engin klukka, en það varð bara að hafa það. Eftir ca 2-3 skákir kom einhver kona (einhverstaðar á fimmtugsaldri) og spurði hvort hún mætti ekki setjast hjá okkur og horfa á og við vorum svo kurteisir að við sögðum bara "jú jú alveg sjálfsagt", að vísu var það ég sem sagði það, enda búinn með 16 tegundir af bjór um kvöldið (keypti mér einn á staðnum sem ekki var í bjórsmökkuninni). Þessi kona fór svo að segja af sér ýmsar raunasögur og sagðist hún t.d. heita eitthvað sem ég er búinn að gleyma, en hún var greinilega mjög merkileg því hún sagðist hafa gert nokkrar bíómyndir og taldi upp m.a. Stellu í Orlofi og Skilaboð til Söndru ásamt ca 4000 sjónvarpþáttum (sem hún að vísu taldi ekki upp) og átti krakka með Bubba og eignaðist fyrsta barnið þegar hún var aðeins 14 ára.
Ég og Fúsi héldum bara áfram að tefla á meðan hún var að segja okkur allt þetta, en þá kom þar aðvífandi glæsileg stelpa og spurði hvort hún mætti tefla við annanhvorn okkar og Fúsi sagði bara "Jú telftdu bara við hann" sem ég og gerði. Hún var greinilega nokkuð vel að sér í skáklistinni, því þegar ég var að leika einhverju sem að virtist ekki vera neitt sérstakur leikur þá bað hún um rökstuðning með leiknum og krafðist þess að ég tæki alltaf leikinn til baka, en ég lét mig ekki og eftir smá stund var hún komið með unnið tafl, en svo lumaði ég á einni fléttu í lokin og þá varð hún bara skrítin í framan og gaf skákina eiginlega áður en að fléttan byrjaði, enda var hún greinilega enginn viðvaningur. Eftir að hafa setið þarna í smá stund og spjallað við hana þá var allt ónýtt, því að kærastinn hennar kom svo og hún skipti um borð. Stuttu síðar fórum við Fúsi (eftir að hafa neitað bíómyndakonunni um að taka með henni leigubíl heim, en það var eitthvað dularfullt í boði að vísu áttum við að splæsa, þar sem hún átti engan pening og svo áttum við reyndar líka að splæsa á hana bjór, en við ákváðum bara að labba út).
Eftir þetta röltum við á Búlluna og tókum í nokkra kjuða, þar sem Fúsi hafði sigur í flestum leikjunum, hann fór svo heim í strætó. Ég skaust aftur upp á 22 og borgaði kaffið og bjórinn sem við gleymdum að borga, því við vorum svo mikið að drífa okkur út þarna rétt áður og þegar ég kom þangað þá var bíómyndakonan þar enn, en að vísu ekki með neinn bjór og komst greinilega ekki heim.
Á leiðinni heim sá ég að Bjakk hafði sent mér sms skilaboð og ég hringdi í hann og þá var hann á leiðinni á Celtic Cross, ég snéri því bara við með dí samme og þegar ég kom þangað var hann þar ásamt fríðu föruneyti. Þar var stoppað í einn bjór og svo haldið á Grand Rock á Megasukk (fyrir þá sem ekki vita þá er það Megas og Súkkat) og voru þeir tónleikar bara ágætir og skemmtum við okkur bara vel þar.
Laugardagurinn: apúff.....Vaknaði að vísu við að Jói hringdi í mig um klukkan hálf ellefu eða eitthvað svoleiðis og svo kom hann og sótti mig og Árna og var svo haldið á Players að glápa á einhvern helvítis fótboltaleik. Fór svo bara aftur heim og lagði mig og horfði bara á sjónvarpið um kvöldið.
Sunnudagurinn: Helvíti sprækur og fór í vinnuna um klukkan 11 um morguninn og var þar til klukkan að verða 9 um kvöldið, en ég var að vesenast heilmikið í jarðfræðafélagsmálagjaldkerastörfum og reyna að botna eitthvað í hlutabréfamarkaðinum þar sem að ég var að fara á fund í dag og þurfti að gera einhverja smá grein fyrir stöðu mála í hlutabréfainneingninni.
Fór svo heim og eldaði mér 2 Tröllatúlla hamborgara (ca. 140gr hvor) með kartöflusallati og át þá báða. Eftir það var ekki hægt að gera neitt annað en að horfa bara á tékkneska bíómynd og fara svo að sofa.
Dagurinn í dag hefur verið frekar tíðindalítill og því tekur því ekkert að vera neitt að blogga í dag, er bara farinn heim að pæla í skattskýrslunni.
|
|
Joi |
09:21
|
Þetta væri magnað þar sem Steve er einn af mínum uppáhalds leikurum og líka Hjölla:
Veröld/Fólk | Morgunblaðið | 7.4.2003 | 5:30
Maðurinn með syfjulegu augun, Steve Buscemi, er orðaður við hlutverk í sjónvarpsþáttunum Sopranos sem segja frá ítalskættuðum glæpaforingja í Bandaríkjunum og leikinn er af James Gandolfini.
Buscemi hefur getið sér gott orð fyrir að leika taugatrekkt og verulega vanstillt illmenni og er skemmst að minnast frammistöðu hans í Pulp Fiction og Reservoir Dogs. Ekkert hefur enn verið gefið upp hvaða hlutverk Buscemi fær að túlka, en tæpast má reikna með að hann leiki góðmenni.
|
|
sunnudagur, apríl 06, 2003 Joi |
20:19
|
|
|
Joi |
16:31
|
|
|
föstudagur, apríl 04, 2003 Joi |
16:12
|
Þetta er mjög jákvætt:
SAMmyndbönd, umboðs og dreifingaraðili fyrir kvikmyndafyrirtækin Warner, Disney, Universal og Paramount hafa boðað að heildsöluverð á sölumyndbanda og DVD söludiskum lækki um 28-60% frá og með mánudeginum 7. apríl. Segir fyrirtækið að ástæðuna megi fyrst og fremst rekja til hagstæðara gengis Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni og hagstæðum samningum við kvikmyndafyrirtækin.
|
|
fimmtudagur, apríl 03, 2003 Joi |
22:56
|
Nikolai Tesla virðist hafa verið aðal töffarinn!
|
|
miðvikudagur, apríl 02, 2003 Hjörleifur |
18:16
|
Það er naumast að Sir Alex er vinsæll
|
|
Joi |
10:01
|
Vélin mín:
Vélin hans Ánna (ég ákvað að kaupa mér minni því ég geri ráð fyrir að kaupa mér stærri seinna á árinu):
|
|
Joi |
09:35
|
Loksins er ég orðin svona sæmilegur eftir helgina
|
|
þriðjudagur, apríl 01, 2003 Joi |
21:13
|
Vá, þetta er sniðugt (Ánni sendi mér þetta)!!
|
|