mánudagur, apríl 07, 2003
|
Skrifa ummæli
Ég er að spá í að sleppa því bara að blogga nokkuð í dag.

Annars var helgin (amk föstudagurinn) bara helv. fín. Eftir vinnu var arkað niður á 22 og þar á þriðju hæð var bjórsmökkun á vegum nýs tímarits um veitingar af ýmsum toga og er ekki enn komið nafn á þetta blessaða tímarit. Smakkaðar voru 15 tegundir. Menn vissu ekkert hvaða tegund þeir fengu í glasið, en reyndu þó oft að geta sér til um það og sennilegast hefur það aðeins tekist í eitt skipti (enda var það hveitibjór). Til að koma í veg fyrir ofurölvun eftir 15 tegundir af bjór þá var skammtað mjög lítið í glösin (1-2 sopar) enda væri lítið að marka þetta ef menn drykkju hálfan lítra af bjór og ætla sér að drekka 15 slíka væri aðeins of mikið. En þetta tókst semsagt bara ljómandi vel.


Eftir Smökkunina fóru nú flestir heim, nema ég og Fúsi (en hann var þarna aðeins sem viðmiðun, þar sem að hann drekkur ekki, en hamborgarinn hans leit mjög vel út og gæti ég alveg hugsað mér að fá mér hamborgara á 22 einhverntíman) sem ætluðum að taka nokkrar skákir á Grand Rock, en þar var allt pakkað af skákgúrúum (og klukkan var bara rétt um 9), svo við fórum bara aftur upp á 22, en þar er eitt borð, að vísu engin klukka, en það varð bara að hafa það. Eftir ca 2-3 skákir kom einhver kona (einhverstaðar á fimmtugsaldri) og spurði hvort hún mætti ekki setjast hjá okkur og horfa á og við vorum svo kurteisir að við sögðum bara "jú jú alveg sjálfsagt", að vísu var það ég sem sagði það, enda búinn með 16 tegundir af bjór um kvöldið (keypti mér einn á staðnum sem ekki var í bjórsmökkuninni). Þessi kona fór svo að segja af sér ýmsar raunasögur og sagðist hún t.d. heita eitthvað sem ég er búinn að gleyma, en hún var greinilega mjög merkileg því hún sagðist hafa gert nokkrar bíómyndir og taldi upp m.a. Stellu í Orlofi og Skilaboð til Söndru ásamt ca 4000 sjónvarpþáttum (sem hún að vísu taldi ekki upp) og átti krakka með Bubba og eignaðist fyrsta barnið þegar hún var aðeins 14 ára.
Ég og Fúsi héldum bara áfram að tefla á meðan hún var að segja okkur allt þetta, en þá kom þar aðvífandi glæsileg stelpa og spurði hvort hún mætti tefla við annanhvorn okkar og Fúsi sagði bara "Jú telftdu bara við hann" sem ég og gerði. Hún var greinilega nokkuð vel að sér í skáklistinni, því þegar ég var að leika einhverju sem að virtist ekki vera neitt sérstakur leikur þá bað hún um rökstuðning með leiknum og krafðist þess að ég tæki alltaf leikinn til baka, en ég lét mig ekki og eftir smá stund var hún komið með unnið tafl, en svo lumaði ég á einni fléttu í lokin og þá varð hún bara skrítin í framan og gaf skákina eiginlega áður en að fléttan byrjaði, enda var hún greinilega enginn viðvaningur. Eftir að hafa setið þarna í smá stund og spjallað við hana þá var allt ónýtt, því að kærastinn hennar kom svo og hún skipti um borð. Stuttu síðar fórum við Fúsi (eftir að hafa neitað bíómyndakonunni um að taka með henni leigubíl heim, en það var eitthvað dularfullt í boði að vísu áttum við að splæsa, þar sem hún átti engan pening og svo áttum við reyndar líka að splæsa á hana bjór, en við ákváðum bara að labba út).


Eftir þetta röltum við á Búlluna og tókum í nokkra kjuða, þar sem Fúsi hafði sigur í flestum leikjunum, hann fór svo heim í strætó. Ég skaust aftur upp á 22 og borgaði kaffið og bjórinn sem við gleymdum að borga, því við vorum svo mikið að drífa okkur út þarna rétt áður og þegar ég kom þangað þá var bíómyndakonan þar enn, en að vísu ekki með neinn bjór og komst greinilega ekki heim.

Á leiðinni heim sá ég að Bjakk hafði sent mér sms skilaboð og ég hringdi í hann og þá var hann á leiðinni á Celtic Cross, ég snéri því bara við með dí samme og þegar ég kom þangað var hann þar ásamt fríðu föruneyti. Þar var stoppað í einn bjór og svo haldið á Grand Rock á Megasukk (fyrir þá sem ekki vita þá er það Megas og Súkkat) og voru þeir tónleikar bara ágætir og skemmtum við okkur bara vel þar.




Laugardagurinn: apúff.....Vaknaði að vísu við að Jói hringdi í mig um klukkan hálf ellefu eða eitthvað svoleiðis og svo kom hann og sótti mig og Árna og var svo haldið á Players að glápa á einhvern helvítis fótboltaleik. Fór svo bara aftur heim og lagði mig og horfði bara á sjónvarpið um kvöldið.



Sunnudagurinn: Helvíti sprækur og fór í vinnuna um klukkan 11 um morguninn og var þar til klukkan að verða 9 um kvöldið, en ég var að vesenast heilmikið í jarðfræðafélagsmálagjaldkerastörfum og reyna að botna eitthvað í hlutabréfamarkaðinum þar sem að ég var að fara á fund í dag og þurfti að gera einhverja smá grein fyrir stöðu mála í hlutabréfainneingninni.
Fór svo heim og eldaði mér 2 Tröllatúlla hamborgara (ca. 140gr hvor) með kartöflusallati og át þá báða. Eftir það var ekki hægt að gera neitt annað en að horfa bara á tékkneska bíómynd og fara svo að sofa.



Dagurinn í dag hefur verið frekar tíðindalítill og því tekur því ekkert að vera neitt að blogga í dag, er bara farinn heim að pæla í skattskýrslunni.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar