miðvikudagur, maí 31, 2006
|
Skrifa ummæli
HM
Núna eru 9 dagar í HM ... hvað áttu eftir að útlista mörg lið Pálmfróður?

Þarf ekki að fara að skipuleggja tippfundi THS á HM tímabilinu? Vorum við ekki að tala um tvo fundi í viku? Ég skipa Árna og Pálmfróð í skipulagsnefnd.
    
Árni er búinn að skoða gmailið sitt og koma með athugasemdir til PP, hann ætlar að senda út tilkynningu. THS er í skoðun og verður komin niðurstaða í málið í vikunni.
23:10   Blogger Árni Hr. 
þriðjudagur, maí 30, 2006
|
Skrifa ummæli
tónlist
Gaman að segja frá því að ég ákvað að taka smá retro flipp á tónlistina í dag, hlustaði á ýmist gamalt og áhugavert. Meðal annars fann ég fram lagið I fear Satan með Mogwai í remix útgáfu "mu-zig" - en þetta er ansi mögnuð útgáfa. Svo henti ég smá Marilyn Manson og hlustaði m.a. á mobscene - flottur kallinn...

Síðan ákvað ég að gerast smá adventures og setti Optimum Wound Profile á og Skinlab - en þetta eru báðar lítt þekktar rokkhljómsveitir frá 10 áratugnum (199x), þetta er doldið svipað og Gravity kills þannig að þetta er þétt rokk með trommuheilum og smá effektum, nær þó ekki að vera industrial en jaðrar við þá grensu kannski - í víðasta skilningi.

Nú er ég að testa Tomahawk en það er í miklu uppáhaldi hjá litla bró enda Mike Patton þar á ferð. Þetta er þétt gott rokk, lítið annað hægt að segja um það nema að þetta er nokkuð flott, en too early að dæma strax..
    
mánudagur, maí 29, 2006
|
Skrifa ummæli
Púki
Nýjasti fjöldkyldumeðlimurinn heitir Púki og flutti hann á Leifsgötuna í dag. Hann er svokölluð Loop smákanína og er með lafandi eyru. Hann er 8 vikna gamall og verður víst aðeins stærri. Sonja fékk hann í afmælisgjöf frá mér og var hún rosalega ánægð með hann enda er hann víst ósköp sætur.

Myndin sem ég setti inn virkaði ekki og því nota ég bara þessa mynd sem ég tók á símann hennar Sonju.
    
Já rétt - ég mun setja inn fleiri myndir af villidýrinu næstu daga.

Þetta er ekki hugsað sem gæludýr heldur frekar til að ráðast á innbrotsþjófa og slíkt enda er þetta með eindæmum grimmt dýr eins og sést kannski á augnsvipnum á honum.
12:09   Blogger Joi 

Já til hamingju með púkann, góð æfing fyrir næsta skref, ha ha.

Til hamingju með afmælið Sonja...
12:23   Blogger Árni Hr. 

Takk takk - spurning að setja upp skilti "VARIÐ YKKUR Á KANÍNUNNI"
12:43   Anonymous Nafnlaus 

Til hamingju Sonja með afmælið og þið bæði með "afkvæmið" ... er Jói ekki alltaf fyrir utan búrið að segja:

"Who's your daddy, who's your daddy, who's your daddy ... " ??
14:49   Blogger Burkni 
sunnudagur, maí 28, 2006
|
Skrifa ummæli
    
Alveg ótrúlegur kappinn og frábærar myndir af þessari sögufrægu persónu.
10:14   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
lean six sigma
Hér kemur smá skilgreining á því hvað ég er að gera í nýja starfinu mínu, margir spyrja hvað ég geri og er er minn starfstitill í raun: Black Belt í Lean Six Sigma. En þetta skýrir ekki neitt og því hendi ég inn smá fræðilegum útskýrinum á Lean six sigma sem við notum til að útskýra í vinnunni.

Í Lean Six Sigma sameinast tvær gerðir aðferðafræði sem saman stuðla að úrbótum á hraða og gæðum ? Lean og Six Sigma

Lean er notað til að stytta gegnumstreymistíma með því
að útrýma sóun (mílu breið, tommu djúp)

Six Sigma er notað til að tryggja að ferlar skili
gallalausri útkomu með því að útrýma breytileika
innan ferlanna (tommu breið, mílu djúp)

Hvað er lean?
Safn grunnreglna, hugtaka og tækni sem eru hönnuð til að eyða sóun á róttækan hátt
Við búum til kerfi sem virkar, sem mun færa viðskiptavinum okkar:
Nákvæmlega það sem þá vantar
Þegar þá vantar það
Í umbeðnu magni
Í réttri röð
Án galla
Og með sem lægstum tilkostnaði


Hvað er six sigma?
Eyðir göllum og minnkar breytileika

Beinir sjónum að ferlum og viðskiptavinum
Kemur jafnvægi á starfsemina og eykur áreiðanleika afhendinga til viðskiptavinarins
Sníður gæði inní ferla
Styðst við D-M-A-I-C ferilinn og mjög agaða notkun gagna
og greininga við ákvarðanatöku
Beinir kastljósinu að stjórnun, bætingu og endurnýjun viðskiptaferla
    
Sé að kerfið notast við mílur og tommur. Hvernig fer það saman við SI-einingarkerfið, gerir það ekki bara allt flóknara?
14:18   Blogger Hjörleifur 
laugardagur, maí 27, 2006
|
Skrifa ummæli
FH
Gaman ad sja ad FH er buid ad taka KR, Val og IA i bakariid og med 3 stiga forystu.

Annars tha er allt gott ad fretta fra Mykonos. Buid ad vera doldid mikid rok i gaer og i dag og ofnaemid kom allt i einu upp en buinn ad redda mer Clarityni svo thetta er allt ad lagast. Drakk 2 kokteila i gaer - Cosmopolitan og White Russian a bara seim heitir Kastro og er eins og nafnid gefur til kynna Kubverskur bar. Svo er eg ekki fra thvi ad Kastro bui her a Mykonos en eg er buinn ad sja hann 3 sinnum sitjandi a troppum i midbaenum blindfullan og roflandi einhverja vitleysu, aetla ad reyna ad na af honum mynd naest thegar eg se hann.

Eg er nuna i frekar haegu upphringisambandi, bara modem af gomlu gerdinni og er thvi ekkert ad upploda neinum myndum, thid verdid bara ad bida thar til ad eg kem heim.
    
|
Skrifa ummæli
Bókadómur: Bringing down the house
Vinnufélagi minn lánaði mér þessa bók um daginn og var ég að klára hana í kvöld. Þetta er sönn saga af MIT nemendum sem komu sér upp kerfi til að vinna í BlackJack (21) í Vegas og unnu milljónir dollara á 3-4 árum þangað til spilavítin náðu að stoppa þá. Kerfið er ekki flókið en það þarf mjög snjalla menn til að ná að nota það undir pressu og þegar hraðir gefarar og margir spilarar eru að spila. Ég ætla ekki að fara meira útí það hvernig þetta kerfi hjá þeim var en get gert það ef áhugi er fyrir því.
Bókin er skemmtileg og heldur manni við efnið og eins fannst mér áhugavert að fræðast aðeins um innviði Vegas og spilavítanna og þetta er ansi stór iðnaður, stærri en ég held ég hafi gert mér grein fyrir. Slefar upp í fjórar stjörnur.
    
föstudagur, maí 26, 2006
|
Skrifa ummæli
    
|
Skrifa ummæli
Líf húsbyggjandans ...
... er svo sannarlega enginn dans á rósum.

Núna er Sonja að horfa á Aðþrengdar Eiginkonur og ég hef ekkert betra að gera en að blogga aðeins. Lítið er að gerast á blögginu, Pálmi dælir inn HM póstum (sem allir eru ekki hrifnir af en ég hef gaman af þeim), Hjölli sendi loksins frá sér pistil um Grísku eyjarnar og Árni er þögull eins og gröfin og Bjarni er sennilega net og tölvulaus. Ég ætla því að setja inn nokkrar myndir af okkur hérna á Leifsgötunni undanfarna daga en við höfum verið á kafi við að lagfæra í íbúðinni og erum loksins búin með svefnherbergið okkar núna og getum því farið að snúa okkur að stofunum, en það er minna sem þarf að gera í þeim. Það sem við höfum gert í svefnherberginu var að rífa alla gólflista frá, sparsla og pússa upp í göt, setja upp gifsvegg, veggfóðra (sem gekk vægast sagt illa), mála, laga undir hluta af parketinu og setja upp nýja gólflista. Auk þess höfum við rifið niður falskan vegg í stofunni og pælt mikið í málningu og slíku. Jæja, hérna koma myndir:


Vinnustofan og svalirnar fyrir aftan - sérst ágætlega draslið sem er þarna, t.d. steinull úr falska veggnum úr stofunni og allskonar dót. Dýri litli situr uppi í glugga og horfir dreymandi út.


Spýtur úr falska veggnum og inngangur úr ganginum inn í stofurnar.


Sögin góða og tölvan er með tímabundið heimili þarna í horninu.


Ég komin hálfa leið ofaní límfötu.


Úti á svölum að saga gólflista.


Sonja að mála skrautlista.


Árni kíkti í heimsókn á laugardaginn og þarna erum við að snæða grillkjöt.


Er þetta ekki einhver star wars kveðja?


Sonja að kítta skrautlistana.


Ég að pússa vegginn í stofunni.


Uppgefinn með sparsl í annarri og borvél í hinni.


Ægir litli kom í heimsókn í dag og ég hlýddi honum aðeins yfir fyrir próf og hann sýndi tilþrif á svölunum í staðin.


Og reif í burtu gólflista.


Svefnherbergið tilbúið og Sonja hvílir sig í horninu og dáist af handbragðinu.


Við förum vonandi langt með stofurnar um helgina en þar þurfum við að sparlsa upp í veggina, mála, setja gólflista og eitthvað annað smálegt. Við höfum síðan keypt stóran bókaskáp sem nær næstum upp í loft sem verður í vinnustofunni og einnig skrifborð/borðstofuborð sem verður hægt að hækka og lækka sem verður sem vinnuborð og borðstofuborð þegar það koma gestir.

Við höfum nú ekki gert mikið undanfarið nema vinna á daginn og vinna í íbúðinni á kvöldin. Fórum reyndar á Da Vincy Code með systur Sonju í gærkvöldi, húsfund í fyrradag og okkur er boðið í tvö partý á laugardaginn.

Jæja, læt þetta duga í bili og læt kannski inn myndir þegar komin verður mynd á stofurnar.
    
fimmtudagur, maí 25, 2006
|
Skrifa ummæli
Frétt
Slembibullið fyrstir með fréttirnar:

Schevchenko fer til Chel$ki
Nistelrooy til AC Milan
Trezugeue til United
    
miðvikudagur, maí 24, 2006
|
Skrifa ummæli
Mykonos
Nu er eg staddur i baenum Mykonos a eyjunni Mykonos. Thetta er mjog skemmtilegur baer, en oll husin a eyjunni eru hvit og goturnar hafa verid maladar med hvitum oreglulegum marghyrningum. I baenum er otrulegur fjoldi af kirkjum og eru thaer allar pinu litlar, golffloturinn er bara svipadur og i medal bilskur, en lofthaedin svona ca 3-4 metrar.

Hef nu i heila viku bara verid a rafi i baenum, etid og drukkid bleika kokteila og buslad i sundlauginni og for einu sinni ad snorkla. Vedrid er buid ad vera mjog gott, en fyrsta daginn var okkur sagt ad thetta hafi verid fyrsti heiti dagurinn, en vikunni fram ad thvi var buid ad vera rigning og rok. En nuna er hitinn a bilinu 20-30 gradur og er alltaf sma gjola her sem er mjog gott thvi i skjoli er hitinn allt of mikill og hafgolan thvi mjog kaerkomin.

Thetta er mjog vinsaell stadur og koma hingad skemtiferdaskip a hverjum degi og i dag var baerinn fullur af bandariskum gamalmennum. Sidustu helgi var baerinn fullur af studentum, en tha byrjudu sumarfriin hja haskolastudentum, en their eru farnir nuna sem betur fer.

Umferdarmenningin her er vaegast sagt mjog unarleg og virdast engar reglur gilda her. Stundum er loggan a adal gatnamotunum en thad fer engin eftir thvi sem hun er ad gera og keyra bara allir yfir a sama tima og thar ad auki eru engar gangstjettir svo thad er ekkert grin ad ganga thar sem umferdin er. Thar ad auki er ekkert sjukrahus a eyjunni svo madur verdur bara ad passa sig. Her eru lika mikid af bilaleigum og skuteraleigum, en eg haetti mer ekkert ut i thad ad reyna ad keyra herna. Svo er enginn med hjalm a motorhjolunum sem mer finnst frekar skritid midad vid umferdina, en sennilegast er thad bara ekki naegilega svalt ad vera med hjalm.

Planid fyrir naestu daga er ad halda afram ad vera latur og slappa af og svo aetlum vid til eyjunnar Delos. Svo einhverntiman i naestu viku aetlum vid i jeppaferd i kringum eyjuna og skoda hin thorpin, en eitt af theim er yfirgefid eftir jardskjalfta sem eg held ad hafi hrist eyjuna arid 1955 en eg kemst betur ad thessu ollu saman i naestu viku, en thangad til aetla eg ad halda afram ad drekka bleika kokteila, eta og lesa og busla i lauginni.
    
|
Skrifa ummæli
NC
Nick Cave & the Bad Seeds munu halda tónleika á Íslandi í September - nú verður maður að ná miðum.
    
Sendu honum bara sms
11:04   Anonymous Nafnlaus 

Vidic vs. Heinze
15:18   Blogger Joi 
miðvikudagur, maí 17, 2006
|
Skrifa ummæli
England
Jæja, þá er ég sestur við tölvu í fyrsta skipti síðna ég fór til Englands. En förin byrjaði með nokkuð eftirminnilegum hætti. Og hefst nú frásögnin.

Jói skutlaði mér út á völl 3 tímum fyrir flug, því ég var að fara að fljúga með Iceland Express og þar er alltaf svo þröngt og því vildi ég fá sæti fremst í vélinni. Ég fékk sæti 1A og hafði nóg pláss fyrir lappirnar og gott útsýnir og það sat enginn við hliðiná mér. Vélin var aðeins hálf full en sumir í vélinni voru alveg fullir og átti það sérstaklega við nokkra Íslendinga sem voru frá Þórlákshöfn og voru í einhverskonar vinnustaðaferð og ferðuðust eins og alvöru Íslendingar og fengusér nokkra bjóra og létu dólgslega (samt ekkert allir, eiginlega bara einn sem ég held að hafi verið verkstjórinn eða eitthvað svoleiðis). En svona í heildina þá var þetta mjög fín flugferð. Eftir lendingu greip ég töskuna mína, keypti miða í lestina og fór í lyftunni niður á brautarpallinn. Í lyftunni var kona sem heilsaði mér og spurði mig hvort að þetta væri ekki örugglega lyftan í lestina og játti ég því.
Lestin fer með 15 mín. millibili og hoppaði ég upp í 3. vagninn setti töskuna í töskugeymsluna og fékk mér sæti. Stuttu síðar kom konan sem var með mér í lyftunni og settist við hliðina á mér. Við heilsuðumst aftur og hún byrjaði að skoða bækling með lestarkerfi Lundúna. Svo spurði hún mig hvort að þessi lest stoppaði ekki örugglega við Tottenham stöðina og gat ég sagt henni að hún gerði það örugglega, en héldi svo áfram á Liverpool street. Henni létti við það, en hún var á leiðinni að heimsækja vini sína. Hún hét Leila og var frá Eþjópíu en hafði búið á Írlandi síðastliðin 5 ár. Hún giskaði á að ég væri frá Svíþjóð eða Finnlandi en þegar ég sagði henni frá því að ég væri frá Íslandi þá spurði hún mig hvar Ísland væri. Þegar ég sagði henni það þá sá ég að hún var ekkert að koma landinu fyrir sig og reyndi ég ekkert að útskýra það frekar hvar Ísland væri. En hún spurði mig að sjálfsögðu hvort að það væri ekki kalt þar og gat ég sagt henni eins og það var að í rauninni var veðrið þar nú mun betra en hér (11°C, rok og rigning). Hún fór svo úr við Tottenham stöðina og við kvöddumst.

Frá Liverpool stöðinni tók ég leigubíl á hótelið mitt, en það var Travelodge Kings Cross, sem er alveg við Kings Cross lestarstöðina, en þaðan ætlaði ég að taka lestina daginn eftir til Northallerton. Hótelið var alveg ágætt svona miðað við þriggja stjörnu enskt hótel. Ég var kominn upp á hótelið um klukkan 21:30 og byrjaði ég á því að fara út á stöð og kaupa mér lestarmiða. Því miður gat ég ekki keypt miða alla leið því það var verið að vinna við lagfæringar á teinunum milli York og Northallerton. Ekkert við því að gera og keypti ég því miða til York (og með rútu restina). Því næst gekk ég yfir götuna og fékk mér "toasted twister", franskar og gos á KFC. Keypti mér svo Fanta og kex og 1 lítra af vatni og hélt svo aftur upp á hótel og horfði á bíómyndir fram til u.þ.b. 1 um nóttina. Sá m.a. helstu atriði úr bikarúrsleitaleiknum þar sem að Liverpool vann West Ham í vítaspyrnukeppni eftir að hafa verið 2-0 undir og 3-2 en náð að jafna í síðustu mínútu og knýja fram vítaspyrnukeppni þar sem að markvörðurinn fór á kostum og varði 3 spyrnur. Þennan dag var ég í Liverpool bol og tók lest á Liverpool stöðina svo þetta var sannkallaður Liverpool dagur fyrir mig.

Klukkan 3:30 um nóttina byrjaði reykskynjarinn að væla. Ég var rétt kominn í djúpann svefn var ekki alveg að átta mig á hvað ég ætti að gera og byrjaði að athuga hvort ég gæti ekki slökkt á helvítinu, en það var ekki hægt og var alveg vonlaust fyrir mig að reyna að sofna í þessum háfaða svo ég ég klæddi mig, greip veskið og rölti út. Þá sá ég að allir á hótelinu voru að fara út á sama tíma og ég og rölti fólkið í rólegheitum eftir göngunum og horfði á hvort annað, en sagði ekki neitt, enda vissi enginn hvað var í gangi. Svo þegar við komum út var slökkviliðsbíllinn kominn og slökkviliðsmennirnir voru komnir inn.
Það var nú samt ekkert mikill asi á fólkinu og stóðu allir þarna fyrir framan hótelið og voru eiginlega bara að bíða eftir að fá að komast aftur inn. Sumir höfðu ekki alveg búist við því að þurfa að fara út og stóðu þarna út á gangstéttinni berfættir. Sem betur fer var veðrið ágætt og virtist engum vera neitt mjög kalt. Við biðum þarna úti í u.þ.b. 20 mínútur á meðan slökkviliðið kannaðai málið og var okkur svo bara sagt að allt væri í lagi og mættum fara inn. Enginn vissi hvað hafði gerst en voru bara sáttir við að geta farið aftur að sofa.

Þegar ég tékkaði mig út morguninn eftir spurði strákana í afgreiðslunni hvað hefði eiginlega valdið þessu. Einhver bjálfi hafði verið að reykja inn í herberginu í herbergi þar sem að reykingar voru bannaðar. Frekar fúlt, en svona var þetta bara. En þessi gaur hlýtur að hafa verið búinn að reykja mikið, því yfirleitt dugir nú ekki ein sígó til að koma reyksynjara af stað, nema að þetta sé eitthvað næmara á hótelum.

Ég rölti svo á lestarstöðina og fékk mér gott sæti og hélt af stað til York þar sem að Matthew tók svo á móti mér og röltum við um bæinn í smá stund og keyrðum svo til Northallerton.

Á morgunn leggjum svo í hann áleiðis til Grykklands en flugið er á föstudagsmorguninn (eða öllu heldur aðfaranótt föstudags).
    
|
Skrifa ummæli
Eitt og annað
Snilld að geta séð hvað hver er að hlusta á, t.d. sá ég að PP var að hlusta á Spice Girls og mun hann seint fá að gleyma því þar sem ég mun nú minnast á það nokkrum sinnum - economic girlieman...

Í gær gerði ég stórverk á mótorhjólinu mínu en ég skipti um kúplingsbarka sjálfur þar sem ég náði að slíta hann á sunnudaginn var þegar ég var að taka risastökkin í mosógryfjunum.
Ég er búinn að vera að preppa hjólið fyrir klaustur þar sem það mun taka þátt fyrir mína hönd - en Bubbi fékk það lánað að minni beiðni, amk mun hjólið mitt taka nokkra hringi þó ég náði því ekki þar sem ég er að koma heim á miðnætti aðfaranótt laugardags og næ því ekki að taka þátt því miður, er þó að spá í að keyra um nótti á klaustur - en sé til.
    
Tíðkast nú breiðu spjótin.
12:32   Blogger Joi 

Ég er nú búinn að koma með langar athugasemdir við alla hm pósta þína þ.a. menn skulu nú bara slaka á og setja Spice Girls eða Nylon á fóninn..
14:00   Blogger Árni Hr. 
mánudagur, maí 15, 2006
|
Skrifa ummæli
Google Reader
Er þessi virki lesari ekki nokkuð sniðugur?
    
Spurning hvort þú takir ekki test run á þessu áður en við hendum okkur í þetta
17:38   Blogger Árni Hr. 

Ég er að nota þetta og sé ekki fram á að hætta því - helv. sniðugt. Ég sýndi Pálmfróði þetta og ég held að hann sé einnig byrjaður að nota þetta og líki vel.
17:42   Blogger Joi 
föstudagur, maí 12, 2006
|
Skrifa ummæli
Sumarfrí
Ég er kominn í sumarfrí og held strax af landi brott á morgunn og kem ekki aftur fyrr en 4. júní. En eins og alþjóð veit (amk núna) þá fer ég fyrst til Englands þar sem ég mun flakka um sveitir og elta gamlar geitir (þetta er ekki stafsetningarvilla heldur kallast þetta skáldaleyfi)

Nana nana nana og ligga ligga lá!!!
    
|
Skrifa ummæli
Búx
Ég breytti aðeins dótinu hérna fyrir ofan þar sem maður sér það sem við erum að hlusta á þessa stundina. Ef maður fer með músina yfir þá sér maður hvaða kassi á við hvern. Eins er spurning að hafa vikulista yfir spilun (svipað og myndin er með þessi blöggi) hægra megin á blogginu í staðin fyrir uppáhalds síður því það er enginn að skoða það og við uppfærum það ekkert. Hvað segja menn um það?

Ég virðist vera sá eini sem er með tónlist í þessu núna og ég veit ekki hvort það er eitthvað tilfallandi eða hvað. Menn verða að stilla hjá sér spilarann til að hann sendi inn þessar upplýsingar á Last.fm. Það væri kannski ágætt ef þið gætuð látið mig vita með commenti við þessa færslu hvort þið viljið að þið séuð þarna inni eða ekki því annars kippi ég mönnum út.

Mikið að gera hjá mér þessa dagana - var í gær og fyrradag mikið að þvælast með sænskri blaðakonu og var hún að taka viðtöl við fólk og ég að taka myndir. Hún er að gera grein fyrir tímarit í svíþjóð um fæðingaorlof og kemur þetta tímarit út í tæplega 400þ eintökum.

Við erum líka að vinna á fullu í íbúðinni og við Hjölli hentum upp gifsveggjum í gær og um helgina verður svefnherbergi okkar Sonju veggfóðrað, settir gólflistar og listar í loftið.

Ég er ekki enn komin með ADSL samband heim, eitthvað vesen hjá OGVodafone en vonandi kemst það í lag fyrir helgi þannig að ég geti farið að henda inn einhverju myndum.

Hjölli ætlar aðeins að hjálpa mér á morgun og síðan mun ég skutla honum út á flugvöll því hann er að fara á Eurovision.

Ég vill líka óska litla bróðir til hamingju með að vera búinn með stjórnmálafræðina.
    
Já þetta er bara tilfallandi með tónlistina, en ég var t.d. að hlusta í gær, en hef ekkert hlustað í dag.

Ég óska Guðbergi líka til hamingju með að vera búinn með stjórnmálafræðina. Hvenær getum við kosið hanná þing?
12:09   Blogger Hjörleifur 

Já það er kominn tími á breytingar og held að það sé alveg tilvalið að taka út linkana okkar því maður notar þá aldrei og setja inn lagalistann í staðinn. Jafnvel að hafa lagalistann efst
12:15   Blogger Hjörleifur 

Já, ég held það væri sniðugt að hafa lagalistann efst og linka á eldri blögg fyrir neðan þá.

Ef ég man rétt þá skrifaði Pálmi stutta pistla um hvert lið á HM og sendi á okkur í tölvupósti fyrir síðustu keppni. Ég skora á hann að gera það hérna á blogginu núna - þetta voru skemmtilegir pistlar enda Pálmfróður góður penni.
12:17   Blogger Joi 

Já það væri gaman að fá þessa pistla frá honum á blöggið
12:19   Blogger Hjörleifur 

Þetta er nú eitt mesta framtak á þessari síðu í langan tíma - ég er mjög hrifinn af þessu og það er nú bara tilfallandi að ég sé ekki með þetta inni. Einnig er ég sammála því að henda út linkunum og bæta hinu inn, ég er alltaf að skoða þetta reglulega og gaman að fá þetta inn á síðuna. Kýldu á þetta bara sem fyrst.

til hamingju Guðbergur
12:35   Blogger Árni Hr. 

Líst vel á þessa áskorun líka - maður þarf að fara koma sér í gírinn núna hvort sem er.
12:37   Blogger Árni Hr. 
miðvikudagur, maí 10, 2006
|
Skrifa ummæli
Mammút
Er að hlusta á nýjasta eintak Mammúts, hljómsveitin sem sigraði Músíktilraunir í fyrra. Þetta er afar flott plata og mjög metnaðarfull, allt sungið á íslensku og vel spilandi. Minnir óneitanlega á Kolrössu Krókríðandi, sérstaklega fyrstu plötuna en það er líklega vegna þess að söngkonan líkist henni nokkuð í söng.

Ég er amk sáttur við að heyra að í þessari flóru rokkhljómsveita þá eru nokkrir gullmolar.

Ég held að ég geti mælt með þessari plötu enda gef ég henni 3,5 af 5 stjörnum, jafnvel alveg upp í 4 stjörnur, en ég efast ekki um að með meiri hlustun þá eigi þetta sennilega bara eftir að aukast.

Þessi hljómsveit er sem sagt sett á tónleikalistann minn - við þurfum að skella okkur á tónleika með þeim við tækifæri í sumar.
    
þriðjudagur, maí 09, 2006
|
Skrifa ummæli
Dr. Spock og Propé
Horfði á þátt um Dr. Spock í gær og var þar tekið viðtal við grúppuna. Í viðtalinu sagði Óttar Propé eftirfarandi: "Dr. Spock er ekki hljómsveit, heldur ástand", einnig sagði hann að það væri í rauninni Dr. Spock sem væri að tala í gegnum þá. Eins og mörgum hljómsveitum þá eru einhverjir sem hafa sín eigin project. Var sýnt smá myndbrot frá tónleikum þar sem Óttar söng af mikilli innlifun þegar hann hitti gamlann mann (já þetta hljómar klisjukennt) og svo hélt hann áfram með textann sem var einhvernvegin svona (doldið umorðaður því ég man þetta ekki nákvæmlega) "og mér leist vel á hann / og ég faðmaði hann / og ég kissti hann / og hann kissti mig / og ég fór í sleik við hann / og stakk tungunni upp í hann....." Lagið var ekki spilað til enda í sjónvarpinu og var klippt aftur yfir í viðtalið. En ég verð að segja að eins og hann söng þetta þá var ég alveg að sprynga úr hlátri yfir þessu enda er maðurinn einn mesti skemmtikraftur samtímans, hvort heldur sem litið er á tónlistarhæfileika eða kýmni eða bara hvað sem hann tekur sér fyrir hendur það virðist allt leika í höndunum á honum.
    
Ég gleymdi að taka það fram að Jói horfði á þetta með mér og byðst ég velvirðingar á þessum mistökum.
13:10   Blogger Hjörleifur 

Ég horfði einnig a þetta - fínn þáttur, skemmtilegir strákar :)
14:59   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Árni í USA
Já um daginn smellti ég mér til USA og náði nú að gera ýmislegt. Fyrstu vikuna var ég nú aðallega í vinnunni í New Jersey, þar voru langir dagar og stundum einn-tveir bjórar á kvöldin. En ég náði nú að vera farinn að sofa klukkan 11 á hverju kvöldi og iðulega út frá skemmtilegu HBO sjónvarpi.
Á föstudeginum kom EE út og var nú ekki mikið gert það kvöldið sökum þreytu beggja vegna ferðalaga.
Á laugardeginum fórum við til Coney Island og skoðuðum tívolíið þar, einnig fórum við í risa rússíbana þar sem hét The Cyclone og má nefna það að Woody Allen ólst þar upp í myndinni Annie Hall. Einnig röltum við um hverfið þarna sem heitir Brighton Beach og Litla Odessa en það er rússneska hverfið í NY. Við borðuðum á Tatianas síðbúinn hádegismat og fékk ég mér rússneskan bjór. Fór eiginlega allur dagurinn í þetta, við kíktum aðeins í bæinn á Times Square um kvöldið en farið var snemma í háttinn þar sem þetta var dágott ferðalag og náðum við að villast á leiðinni heim vegna lestarvandamála, þ.e. við þurftum að taka strætó og fengum við scenic route í gegnum Brooklyn (eða Crooklyn eins og Spike Lee kallaði þetta). Þetta var ágætis túr en ansi langur á leiðinni heim.
Sunnudagurinn fór þannig að ég hafði keypt mér nýja skó til að ganga í og byrjuðum við að fara upp í Harlem og skoða þar Apollo Theater sem mig langaði að sjá með eigin augum, einnig fórum við í Marcus Garvey park og Harlem Market ásamt því að rölta aðeins í kringum Harlem. Það var nú mjög merkilegt og enduðum við í norður Central Park. Þá var ákveðið að rölta niður í miðjann garðinn þar sem við áttum heima mjög nálægt. Við röltum og röltum og röltum og röltum og ég var orðinn ansi þreyttur í nýju skónum, náði þó að setjast niður og horfa á Hornaboltaleik sem var mjög gaman að sjá, þetta var greinilega keppnisleikur og menn í búningum osfrv. Við röltum áfram í góða veðrinu og var ansi fínt.

Jæja læt þetta duga í bili - sendi fleiri ferðasögur fljótlega.
    
laugardagur, maí 06, 2006
|
Skrifa ummæli
Gærkvöldið
Ég, Jói og Árni fórum út að borða í gærkvöldi á Rossopomodoro. Fyrst hittumst við heima hjá Jóa í nýju íbúðinni og var hún skoðuð gaumgæfilega. Þetta er hin besta íbúð og er Jói nú að undirbúa hana undir sumarið og er að setja saman risa stórt grill sem hann kemur svo fyrir á svölunum. Eftir "5 minutes of fame" í u.þ.b. klukkutíma héldum við á veitingastaðinn, en við áttum pantað borð kl. 9.

Þegar við komum á staðinn þá voru nú greinilega flestir búnir að borða, því nóg var af lausum borðum, en sennilegast fengum við ekki það borð sem átti að taka frá fyrir okkur, því okkur var holað út í horni (sem var reyndar alveg ágætis borð, því það skiptir ekki miklu máli hvar maður situr þarna inni þetta er allt alveg ágætt).

Eins og Jói og Árni þá fékk ég mér stóran bjór með matnum, en þeir fengu sér líka tópas staup og svo grappa eftir matinn, en ég fékk mér bara kaffi, enda keyrandi þetta kvöldið þar sem að ég var á bakvakt.

Eftir matinn fórum við á Óliver (gamla Kaffi List). Þar var biðröð til að komast inn og var klukkan þó bara rétt rúmlega 11. Mikið stuð var þar inni, en þar hafði augljóslega verið eitthvert einkapartí fyrr um kvöldið. Tónlistarvalið var einstaklega skemmtilegt en 9. áratugurinn réð þar ríkjum. Verður að segjast að staðurinn hefur breyst mikið til hins betra frá því að ég kom þar inn síðast (held að það séu að nálgast 2 ár frá því án þess að muna það nákvæmlega enda man maður ekkert alltaf hvert maður fór af einhverjum óskiljanlegum orsökum).

Eftir að hafa verið þarna inni í ca 3 tíma þá var þetta farið að verða nokkuð gott og ég farinn að hugsa mér til hreyfings. Jói stakk upp á að við færum inn á einn stað áður en ég færi heim og hélt þrenningin því út í ferska loftið og stefnan tekin á Ölstofuna. Þar var komin frekar löng biðröð og var ég ekki alveg að nenna því að standa í henni, enda var ég ekki á leiðinni að fá mér bjór og var bara orðinn frekar þreyttur. Ég skildi því við strákanna í röðinni og hélt heim á leið.
Ég var svo kominn heim rétt um 3 leitið. Lagðist upp í rúm og kveikti á sjónvarpinu og sofnaði sennilegast u.þ.þ 1 mínútu síðar.
    
Gleymdi alveg að nefna það að við spiluðum pool á búllunni á hverfisgötunni þar sem að ég vann Jóa tvisvar og árna einu sinni. Árni vann Jóa einu sinni og mig einu sinni og Jói vann bara Árna einu sinni. Semsagt ég vann.

Og eftir poolið kíktum við á Kaffi Kúltúr (Alþjóðahús) þar sem að Jói og Árni fengu sér sitthvorn bjórinn og sungu "You are my Solskær..." aftur og aftur og aftur og aftur og aftur en þeim var samt ekki hent út.
Það var ekkert frægt fólk á staðnum.
Og svo fórum við á Óliver.
01:41   Blogger Hjörleifur 
föstudagur, maí 05, 2006
|
Skrifa ummæli
Ský


Tók nokkrar skýjamyndir út um gluggann á leiðinni heim frá Edinborg (allar myndir frá Edinborg eru á tölvunni hans Matthews í Englandi svo þetta verður bara að duga að sinni)
    
Þú ættir kannski að kaupa þessa bók: Þessi bók
09:41   Blogger Joi 
fimmtudagur, maí 04, 2006
|
Skrifa ummæli
Deep Sea World
Fór í Deep Sea World í North Queensferry sem er við Edinborg. Skemmtilegt sædýrasafn sem sýnir sjávardýralífið í kringum bretlandseyjar, einnig eru þarna nokkur fiskabúr eins og algeng eru hér í dýrabúðunum og ekki eins spennandi, en allt í lagi samt sem áður. Aðal aðdráttaraflið eru 112m löng göng í gegnum aðal fiskabúrið, en í því búri eru nokkrar hákarlategundir, skötur og aðrir flatfiskar og í rauninni bara mikið af fiskum, kröbbum og hitt og þetta áhugavert.
Einnig er hægt að fá að kafa í þessu fiskabúri en það kostaði 148 pund og verð að segja að mér fannst það heldur dýrt, maður sér mjög vel í göngunum.

Mæli með þessu ef menn eiga leið til Edinborgar. Best er að kaupa bara lestarmiða frá lestarstöðinni við Princess street í Edinborg beint í Deep Sea World því sá miði gildir líka inn og er ódýrast að gera þetta svona. Einnig var um 2 klst röð í miðasöluna sem maður labbaði bara framhjá og beint inn (reyndar var enginn þarna til að tékka á miðanum).
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar