miðvikudagur, maí 10, 2006
|
Skrifa ummæli
Mammút
Er að hlusta á nýjasta eintak Mammúts, hljómsveitin sem sigraði Músíktilraunir í fyrra. Þetta er afar flott plata og mjög metnaðarfull, allt sungið á íslensku og vel spilandi. Minnir óneitanlega á Kolrössu Krókríðandi, sérstaklega fyrstu plötuna en það er líklega vegna þess að söngkonan líkist henni nokkuð í söng.

Ég er amk sáttur við að heyra að í þessari flóru rokkhljómsveita þá eru nokkrir gullmolar.

Ég held að ég geti mælt með þessari plötu enda gef ég henni 3,5 af 5 stjörnum, jafnvel alveg upp í 4 stjörnur, en ég efast ekki um að með meiri hlustun þá eigi þetta sennilega bara eftir að aukast.

Þessi hljómsveit er sem sagt sett á tónleikalistann minn - við þurfum að skella okkur á tónleika með þeim við tækifæri í sumar.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar