föstudagur, júlí 30, 2004
|
Skrifa ummæli
Tónlist
Hef verið að hlusta undanfarið á þessa hljómsveit sem er nokkuð góð:


    
Hi Friend! You have a great blog over here!
Please accept my compliments and wishes for your happiness and success!
If you have a moment, please take a look at my 16 8 dvd new release site.
Have a great day!
21:17   Anonymous Nafnlaus 
fimmtudagur, júlí 29, 2004
|
Skrifa ummæli
Fótbolti
Skellti mér í bolta í hádeginu þrátt fyrir rigningu og smá vind.  Mætti galvaskur klukkan 11.30 og hitti þar 3 frá AGR (Hlyn, Burkna og Jóa), einn félaga Hlyn skildist mér (Ingó að held að hann heiti) og svo mætti einn beint úr rúminu en það var Hjöllinn okkar.
Nú við skiptum liði þar sem Túnhvamms elítan var saman á móti Burkna, Hlyn og Ingó.  Ekki hófst þetta vel, einn liðsmaður kvartaði yfir eimslum hjá okkur og einn var enn hálfsofandi.  Nú þetta byrjaði rólega hjá okkur, mikið um óreiðu í varnarleik en við vorum óheppnir að tapa fyrsta leik, en Burkni ætlaði aldrei að hætta að hlaupa - en sem betur fer notuðum við bara taktík í staðinn fyrir hlaup, þ.e. biðum eftir andstæðingnum, hirtum boltann og skoruðum.  Nú við töpuðum fyrsta leiknum, fórum í leik nr. 2 og töpuðum þar, enda held ég að Hjölli hafi nú dottað inn á miðju nokkrum sinnum og ef hann dottaði ekki þar þá var hann steinsofandi í markinu.  Nú eftir 2 töp var farið í úrslitaleik og þá fór þetta að ganga og unnum við sætan 7-5 sigur eftir mjög taktískan leik og var Jói meiddur í marki seinni hluta leiksins, en þá vaknaði Hjölli aðeins og spilaði eins og engill og við drituðum inn  mörkunum og lékum á þá eins og köttur leikur sér að mús (ekki Tommi og Jenni).
Sem sagt Túnhvammsfélagar unnu þessa rimmu þar sem við unnum úrslitaleikinn og fórum við kampakátir í burtu þaðan með bros á vör.

ps.  Ég fór svo í Sporthúsið í sturtu og meðan ég var að teygja þá sátu 2 píur úr stúlknabandinu Nylon og horfðu á mig með aðdáunaraugum, enda mikill knattspyrnumaður þar á ferð í Brazzabolnum.
    
miðvikudagur, júlí 28, 2004
|
Skrifa ummæli
Spurning að kíkja á þetta ef maður verður í bænum á sunnudaginn:

23:05
Radiohead á tónleikum í Montreux
Tom Yorke og félagar hans í bresku hljómsveitinni Radiohead hafa verið fádæma vinsælir á undanförnum árum og eru eitt stærsta nafnið í nútímarokki. Sjónvarpið sýnir í kvöld upptöku frá tónleikum sem Radiohead hélt í Montreux í Sviss.

    
þriðjudagur, júlí 27, 2004
|
Skrifa ummæli
Nuna er eg heima hja Arna ad horfa a hann og Hjolla horfa a Cramps tonleika a gedveikrarhaeli.
    
|
Skrifa ummæli
Uppáhalds bíómyndir
Núna ætla ég að hafa smá könnun og bið alla sem lesa bloggið að telja upp 7 (5 er of lítið og 10 of mikið) uppáhalds bíómyndirnar sínar. Sínum samstöðu núna og ég ætla að byrja (breyti samt kannski þessu blöggi síðar ef ég man eftir einhverri mynd sem ætti kannski frekar að vera þarna inni).

1. Arizona Dream (Depp og tónlist mögnuð og þetta var fyrsta myndin sem ég og S horfðum saman á).
2. Annie Hall (Woody Allen er snillingur og þetta er hans besta mynd).
3. Princess Bride (Eitthvað sem gerir það að verkum að þessi "litla" mynd hittir bara nákvæmlega í mark).
4. Groundhog Day (Get horft á hana aftur og aftur og aftur og aftur og ....).
5. Pee Wee's big Adventure (Yndisleg mynd, maður hlær mikið af í hvert sinn sem horft er á hana).
6. Cable Guy (Stórkostleg gamanmynd sem verður betri með hverju skipti sem maður horfir á hana).
7. Scarface (Ein besta ofbeldismynd allra tíma).

Maður er náttúrleg að sleppa fullt af góðum myndum eins og KingPin, The Shining, Hvað er í matinn gilbert Greipaldinn?, Raising Arizona, Indiana Jones, Lord of the Rings, Shawshank Redemption, Dead Man, To be or not to be, Unforgiven, Silance of the Lambs, Aliens, Das Boot, Seven, Með allt á Hreinu o.flr. o.flr. en ég er a.m.k. búinn að koma þeim að núna ;-)
    
1.arizona dream (engin orð)
2.lord of the rings trilogy (allur pakkinn bara hrein snilld, ekki hægt að gera uppá milli)
3.dead man (engin orð)
4.princess bride (það sem jói sagði)
5.hellraiser (besta hrollvekjan)
6.stand by me (bara góð)
7.orgazmo (ekkert fyndnara)
og svo það sem komst ekki á listann: the unforgiven,kill bill vol.1,henry: portrait of a serial killer,alien quadrology sem dæmi....

og Linda segir:

1. Lord of the rings trilogy
2. fifth element
3. sleepers
4. fight club
5. zoolander
6. natural born killers
7. kill bill vol.1
21:10   Anonymous Nafnlaus 

Minn topp7 - listi byrjar á 2 besserwissunum:
* Jói: Uppáhaldsbíómyndir er skrifað í einu orði
* Siggi(Jói): Talað er um að hlæja aÐ einhverju ...

allavega, minn listi gæti verið e-n veginn þannig, reyni að hafa hér fulltrúa fyrir ólíkar kvikmyndagerðir:

1: Amadeus - engin önnur kemst nálægt henni
2: Chariots of Fire - maður er jú frjálsíþróttamaður
3: Hero - svalara gerist það ekki
4: Groundhog Day - sjá hjá Jóa
5: Farinelli, il castrato - reyni ekki að útskýra
6: Indiana Jones-pakkinn - sígilt
7: Mambo Kings - Mjög sterk alhliða drama
09:43   Blogger Burkni 

Hér koma 10 góðar myndir í stafrófsröð:
- Aliens
- Arizona Dream
- Army Of Darkness
- Edward Scissorhands
- Monty Python & The Holy Grail
- Platoon
- Ringu (japanska útgáfan)
- Star Wars V - The Empire Strikes Back
- Twelve Monkeys
- Usual Suspects
Til að fá 7 bestu má bara velja einhverjar 7 af handahófi, ég get ekki gert á milli.
-eyjo-
09:48   Anonymous Nafnlaus 

1.Touching the Void
2.Enlar Alheimsins
3.La Vita e bella
4.FightClub
5.Leitin að Rajeev
6.Back To The Future
7.Clockwork Orange

HLYNUR
16:45   Anonymous Nafnlaus 

Hér koma mínar myndir:
1. Scarface - "say hello to my little friend"
2. Ford Fairlane - ein fyndnasta mynd sem ég hef séð, hef náð að sjá hana yfir 10 sinnum.
3. Groundhog Day - Bill Murray er að sjálfsögð snillingur
4. The Killings of America - er búinn að sjá þessa mynd nokkuð oft, alltaf merkilegt að horfa á þetta, Michael Moore hefði getað notað mörg atriði úr þessari í Colombine mynd sína.
5. Cable Guy - Kingpin - my tribute to the Farrelly brothers.
6. Pee Wee myndirnar - þó var fyrri myndin enn meiri snilld en seinni.
7. James Bond myndirnar - sammála Sigurði með að þetta voru mótandi myndir, þegar ég var um 10 ára þá var ég að horfa á þessar myndir eina og eina og var þetta miklar myndir þá.

Ég veit að ég er að gleyma mjög mörgum myndum, t.d. Man Bites Dog, Henry Portrait of a Serial Killer, Indiana Jones, Die Hard 1, Stone Cold, Rocky Horror, Dog Day afternoon, Straw Dogs ofl. ofl.
Þegar ég er búinn að hugsa þetta betur þá mun ég pósta nýjann lista en þó held ég að þessi listi sýni svona nokkuð vel hvernig þetta hefur verið undanfarin 6 ár amk.
10:01   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Chelski
Hvaða vitleysa er þetta orðið - er enginn endir á þessari geðveiki.

Chelsea agree ?30m dealRicardo Carvalho has visited London to have a medical after Porto reluctantly agreed to cave in to Chelsea's financial power.
    
Já, útrúlegt hvað þeir eyða í leikmenn ... þeir eru í öðrum klassa en öll önnur lið í heiminum hvað þetta skiptir. Gerir þetta ekki bara boltann skemmtilegri?
15:03   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Vinnan
Jæja þá er maður mættur í vinnu aftur.  Hér er hálfgert einskismannaland - fáir í vinnu og verksmiðja lokuð.
Ætla að reyna að komast yfir nokkur verkefni áður en hún opnar aftur því þá byrjar þetta með hasar.
Annars ætlaði ég nú að taka því rólega næstu daga, ef veður væri gott þá ætlaði ég að taka stutta daga og gera eitthvað, svo er verslunarmannahelgin ógurlega framundan, maður gerir kannski eitthvað, skellar sér á Egó í eyjum osfrv.

    
|
Skrifa ummæli
Sími
Síminn minn:


    
mánudagur, júlí 26, 2004
|
Skrifa ummæli
Fyrsta bloggid ur nyja sony ericsson T630 si­manum sem Sonja gaf mer :-)
    
|
Skrifa ummæli
Hjólasunnudagurinn ógurlegi (sönn saga)
I.

Það er nú það, hvar er best að byrja. Ég byrja bara á Laugardeginum.

Laugardagurinn var tiltektardagur. Ég fór meir að segja í sorpu með gömlu tölvuna, sem var margsundurrifin og margsettsaman aftur, en gat nú ekki meir. Svo skipti ég um dekk á hjólinu og tók nagladekkin undan og setti sumardekkin á. Miklu betra að hjóla svona án nagglanna. Skrapp svo suður í Hafnarfjörð í heimsókn til mömmu og pabba og gróf þar 2 holur í garðinn, borðaði kvöldmat og horfði smá á sjónvarpið, en fór svo heim þegar "Dead poets society" byrjaði í sjónvarpinu, enda séð hana sennilegast þrisvar áður.

Þegar ég kom heim, hringdi ég í Jóa. Spurði hann hvort hann vildi koma í hjólatúr í nótt. Hann var doldið hissa, en ég sagði honum að á nóttunni væri alltaf besta veðrið og næstum enginn á ferli og því í raun lang besti tíminn til að fara út að hjóla. Svona reyndi ég að sannfæra hann í smá stund, en hann sagði bara: "Ég kem bara næst". En þetta segja menn bara sem vita ekki hverju þeir eru að missa af.

Eftir að hafa horft á sjónvarpið fram yfir miðnætti, fór ég að gá til veðurs, en fannst það vera svolítið þungbúið og svo var farið að dimma svolítið. Ég ákvað því að bíða aðeins lengur. Kveikti því á tölvunni og fór í "Max Payne". Það gekk svo vel í leiknum að ég tók ekkert eftir því hvernig tímanum leið, en skyndilega var klukkan orðin 5 um nóttina.

Ég stóð þá upp frá tölvunni, slökkt' á'enni og leit út um gluggan. Það var komið þetta fína veður og orðið bjart og gott. Ég dreif mig því út á hjólið og brunaði af stað eitthvert út í buskann, því ég var ekki enn búinn að ákveða hvert ég ætlaði.

II.

Ég tók stefnuna niður að sjó, en þar er alltaf gott að byrja. Hugsaði svo með mér í smá stund hvort ég ætti að fara Seltjarnarneshring eða skreppa niður í Elliðaárdalinn. Elliðaárdalurinn varð fyrir valinu. Það voru fáir á ferli og skemmtileg þögn í bænum, heyrðist meiraðsegja fuglasöngur og svo var einn og einn leigubíll á ferli.

Eftir smá túr innan um fuglasöng í Elliðaárdalnum, ákvað ég að skreppa aðeins lengra og hjólaði upp í Árbæ. Sama sagan þar, enginn á ferli og dettur manni helst í hug sagan af honum Palla sem var einn í heiminum. En það var smá lífsmark þarna, ég kom auga á eina þreytta konu sem var að loka hurðinni út í garðinn, ætli það hafi ekki verið svaka veisla þarna, eða ég held það að minnsta kosti.

Úr því að ég var nú kominn alla þessa leið og var enn í góðu hjólastuði ákvað ég að skreppa upp á Grafarholtið. Ég kom fyrst við á Essó stöðinni og fékk mér samloku og orkudrykk áður en ég hélt af stað. Í Grafarholtinu var sama sagan, alger þögn og dalalæðan skreið yfir holtið og gaf öllu þarna dularfullan blæ, eins og það væri einhver galdrakall sem gengi um svæðið og þokan umvafði hann og gerð'ann ósýnilegan. Þarna efst upp á holtinu naut ég útsýnisins í smá stund og kom þá auga á veg, meðfram stóru vatnslögninni og lá upp í óbyggt holtið. Ég hugsaði mig ekki lengi um og tók stefnuna á veginn. Neðst í brekkunni sat rjúpa, sem flaug af stað þegar ég nálgaðist, ekki oft sem maður sér rjúpur í Reykjavík. Þetta var mjög brött brekka og varð ég að kasta mæðinni í miðri brekku og fá mér sopa af orkudrykknum áður en ég hélt áfram. En þetta hófst og þarna efst uppi sá ekki fyrir endann á veginum heldur hvarf hann bara inn í þokuna. Ég var ekki búinn að hjóla langt, þegar ég kom auga á hliðarveg og sá ég þar stutt frá byggingarkrana. Best að skoða það aðeins betur og í rauninni var ég eiginlega að vona að þessi vegur lægi aftur að byggðinni, því nú var þetta farið að verða gott og tími til að fara að huga að heimför. Þessi vegur lá að kaldavatnsbrunni og var verið að byggja þarna stöðvarhús, eða eittthvað slíkt. En hann hélt áfram og eftir smá stund var ég kominn á æfingasvæði skotfélagsins. Ég hjólaði því í gegnum svæðið, enda sá ég á skiltinu að það voru aðeins æfingar þarna milli 19 og 22 virka daga svo mér var óhætt að fara í gegn núna, enda klukkan aðeins rétt um hálf 7. Þegar ég var kominn í gegnum svæðið, fór vegurinn að versna töluvert. Eiginlega var þetta ekki neinn vegur lengur, heldur bara gamall, stórgrýttur slóði. Ég hugsaði mig aðeins um, en lét svo vaða þarna niður stórgrýtta brekkuna. Alltaf gaman að fara í svolitlar torfærur og taka smá áættu. Þarna stökk ég á milli steina á fleygiferð og var í góðu stuði og þá skyndilega sprakk afturdekkið. Á augabragði var það orðið algjörlega flatt. Hér var ég staddur einhverstaðar í langtíburtistan, orðin doldið þreyttur og með sprungið dekk.

III.

Ég bölvaði mér í smá stund að hafa gert þetta og ekki með neinar hjólabætur á mér eða varaslöngu, eða nokkurn skapaðan hlut, en ég hefði nú átt að vera búinn að læra af reynslunni, þegar dekkið sprakk á bak við Helgafell. Þetta var nú ekki alveg jafn slæmt, en samt svekkjandi.

Ég tölti því af stað með hjólið og eftir nokkrar mínútur var ég kominn inn í íbúðabyggðina þaðan sem ég fór úr henni. Þegar ég var kominn á gott malbik, lét ég mig renna rólega niður götuna til að flýta fyrir. Labbaði svo méð hjólið upp á höfða og inn á Skeljungs bensínstöðina (bensínstöðin sem er fjær, þegar maður er á leiðinni út úr bænum). Klukkan var nú rétt rúmlega 7.

Eftir smá leit að bótum fundust nokkrar pakkningar. Ég keypti einn poka og hófst nú viðgerðin.

Eftir að hafa kippt dekkinu af og slöngunni úr dekkinu, dældi ég smá lofti í slönguna til að sjá hvort ég sæi ekki gatið. Jújú það fór ekki á milli mála, ca 3 mm rifa á slöngunni. Ég kíkti á leiðbeiningarnar með bótunum, tók upp meðfylgjandi sandpappír og pússaði dekkið í kringum gatið, þ.e. á allt það svæði sem bótin límist svo á. Í pakkanum voru sex bætur, ágætt að eiga smá vara þegar þetta gerist næst. Fyrsta bótin skemmdist þegar ég var að taka hana af bréfinu, en jæja, 5 bætur eftir, það ætti að duga fyrir eitt gat. Bótin komin á og nú þurfti bara að bíða í 5 mínútur eftir að límið væri að þorna og þá var hægt að dæla lofti aftur í dekkið. Þegar ég var að setja loft í dekkið heyrði ég enn lekahljóð úr dekkinu. Hmmm... annað gat. Jú beint á móti fyrra gatinu var annað gat, alveg eins. Grjótið hafði greinilega farið í gegnum dekkið og slönguna líka. Jæja, þetta var ekki flókið, bara að bæta þetta gat líka. Pússa, líma, bíða. Þegar ég var að dæla loftinu í eftir seinni viðgerðina, heyrði ég enn eitthvert lekahljóð. Það fór ekki á milli mála að 3. gatið var á dekkinu og fann ég það fljótlega. Oggulítið gat, en nóg samt til að það lak töluvert enn.. Þegar það gat var bætt og ég var að dæla lofti í heyrði ég enn lekahljóð. 4. gatið var staðreynd. Þetta ætlaði ekki að ganga alveg eins og í sögu, en var það nú samt. Ég skellti bót á 4 gatið og á meðan ég beið eftir líminu, fékk ég mér smá morgunmat og skoðaði í hillur. Jæja, best að halda þessu áfram og nú voru tilskyldar 5 mínútur liðnar og dældi ég lofti í dekkið. Enn heyrðist lítið hviss úr dekkinu og 5. gatið reyndist vera þarna líka. Ég var nú farinn að verða svolítið þreyttur á þessum eylífu götum út um allt dekk, en við þessu var aðeins eitt að gera og það var að bæta gatið. Eftir að 5. gatið var bætt og var ég viss um að ég væri staddur í "The Twilight Zone" . 6. gatið kom í ljós og nú var mér alveg hætt að lítast á blikuna. Klukkan orðin hálf 10 og ég enn hér á bensínstöðinni, búinn að bæta 5 göt og búinn með allar bæturnar. Ég hefði átt að passa 1. bótina aðeins betur. En við þessu var ekkert hægt að gera annað en að kaupa nýan pakka af bótum og gera við síðasta gatið, sem vonandi var þá síðasta gatið. Á meðan ég beið eftir líminu, keypti ég mér kaffi. 6. gatið bætt og ég dældi lofti í slönguna. Enn heyrðist hviss úr slöngunni. Nú var mér nóg boðið. Ekki var það 7. gatið, heldur voru bæturnar farnar að leka og láku nú á þrem stöðum. Gaaaarg, ætlar þetta engan endi að taka. Ég fór því inn í bensínstöðina aftur og keypti "Tvöfalt Grettistak". Átti að líma allt og þar á meðal gúmmí (það fellur greinilega undir flokkinn "allt"). Ég sullaði því slatta af lími á bæturnar og reyndi að halda þessu saman og var nú búinn að sulla lími út um alla slöngu og farinn að festa olíusvörtu puttana mína á slöngunni og í öllu sem ég snerti í rauninni. Og þegar ég sat þarna með hjólið í bútum, með drulluga putta fasta á slöngunni og farinn að verða frekar pirraður á þessu ástandi, þá hringdi síminn.

IV.

Veðurstofan kallar. Prentari sem vill ekki prenta og ég þarf að koma og laga málið, en ég var jú á bakvaktinni núna. Límið virtist halda bótunum niðri og ég dældi lofti í slönguna og heyrði ekkert lekahljóð. Jibbí, loksins komið í lag. Ég skellti hjólinu saman og brunaði af stað. Þegar ég var kominn í gegnum Elliðaárdalinn tók ég eftir því að dekkið var farið að verða grunsamlega lint. Og þegar ég var kominn um hálfa leið upp Bústaðaveginn, var eiginlega allt loft komið úr dekkinu. Og eftir smá spöl í viðbót, var það orðið gjörsamlega flatt. Jæja, það var þó ekki langt í næstu bensínstöð og teymdi hjólið á Essó stöðina rétt hjá útvarpshúsinu. Þar dældi ég í dekkið og brunaði svo af stað og dugði þetta til að koma mér næstum því alveg að veðurstofunni, en dekkið var orðið alveg flatt þegar ég kom þangað kófsveittur og með blöndu af olíu og tvöföldu grettistaki á höndunum og var að fara að pikka á tölvu. Eftir snöggan handþvott hófst ég handa og tók þetta ca 10 mínútur að kippa þessum prentaramálum lag, a.m.k. virtist allt vera í lagi. Ég spjallaði svo í dágóða stund við Elínu og Garðar upp á spádeild og horfðum við á "heimsmeistaramótið í 9 ball 2003" á Skjá 1 fram að fromúlúnni, en þá var skipt um stöð. Formúlan byrjaði brösulega, en eftir að allir voru komnir af stað og Shumacher var fremstur gat þetta nú ekki orðið spennandi og ég undirbjó ferðina heim, með því að dæla smá lofti í dekkið og hélt af stað heim á leið. Ég komst næstum því niður að næstu bensínstöð (í Skógarhlíðinni), en þá var orðið flatt aftur og dældi ég smá í viðbót og komst næstum því alla leið heim, teymdi hjólið síðasta spölinn, lagði því fyrir utan, gekk inn, fór í sturtu og lagðist svo upp í rúm, leit á klukkana, 13:01 og steinsofnaði.

V.

Ta dadda radda da damm

Ta radda dadda da ramm

Da radda radda da damm

Da radda dadda da ramm

Opnaði augun og leit á klukkuna, 16:23. Veðurstofuhringingin í símanum, ég varð að skríða á fætur og svara þessu, ég var jú enn á bakvaktinni. Prentarinn var aftur bilaður. Það tók aðeins meiri tíma að laga þessa bilun í þetta sinn, en hófst fyrir rest. Þegar ég var þarna upp á 3. hæðinni kom Rikki inn og lét mig vita að ljósin væru á bílnum. Þar sem að ég var nú rétt að verða búinn að þessu, þá ákvað ég að bíða aðeins með að slökkva þau og klára bara það sem ég var að gera, en svo bættist smá við og smávegis eftir það. Þegar ég svo loksins var sestur inn í bílinn og ætlaði að starta honum, gerðist nákvæmlega ekkert annað en að lykillinn snérist í svissinum. Jæja, ég var nú ekki í svo slæmum málum, því Friðjón var með ferðaaflgjafa og gat gefið mér start úr honum, helvíti sniðugt tæki. Ég komst svo klakklaust heim, en lagði samt bílnum í brekku svo að ég get látið hann renna í gang, betra að vera viss, þó að maður hafi verið alveg viss um að hafa slökkt ljósin, maður veit aldrei hvað getur gerst.

VI.

Eldaði mér svínagúllas og sauð með því hrísgrjón í kvöldmatinn. Einfalt og þægilegt, bara steikja bitana á pönnu og hella einni krukku af indverskri sósu yfir og láta það krauma í nokkrar mínútur. Eftir matinn hringdi Jói. Spurði mig hvort ég vildi kíkja á leik í kvöld, Man Utd. - B. Munchen. Ég var vel til í það og kom hann að vörmu og brunuðum við á Players. Á leiðinn sagði ég honum sólarsöguna og var hann bara feginn að hann ákvað bara að "koma með næst" þegar ég ætlaði út að hjóla svona um miðjar nætur. Það voru ekkert of mörg sæti laus, en við komum okkur fyrir við hliðiná manni sem sat einn og sötraði bjór, en hin tvö sætin voru laus.

Leikurinn var ný byrjaður. Á sama tíma var úrslitaleikurinn í S-Ameríku bikarnum, Argentína - Braselía. Það væri nú ágætt ef Argentínu tækist að sigra Brassana, þeir eru búnir að vera meistarar svo oft og svo var nú Maradonna líka frá Argentínu og því best að halda aðeins meira með þeim.

Ekki var nú mikið að gerast í Man. Utd. leiknum og eftir að við höfðum setið þarna í smá stund, slökknaði á leiknum. Tæknin eitthvað að stríða þeim á Players. Það gerði nú ekki mikið til, þar sem að leikurinn var með eindæmum leiðinlegur. Maður horfði þá bara á hinn leikinn í staðinn. Argentína virtist vera betri aðilinn og átti ágætis takta og komst yfir með vítaspyrnu, en Brassarnir jöfnuðu. Jæja, hinn leikurinn var kominn í lag og horfðum við á hann þangað til að það slökknaði á honum aftur og ekkert hafði gerst í leiknum annað en að leikmennirnir spörkuðu boltanum sín á milli lengst frá mörkum hvors annars. En hann komst nú í lag aftur og horfðum við á hann til loka og gerðist nákvæmlega ekkert meira í þessum leik. Þegar aðeins nokkrar mínútur voru eftir af Argentínu - Braselíu leiknum skoraði Argentína. Það kom ekki beint á óvart því þeir voru búnir að vera mun betri í seinni hálfleik heldur en Brassarnir og lágu í sókn allan seinni hálfleikinn. Þegar komið var um einni og hálfri mínútu fram yfir þessar venjulegu 90 mínútur sem leikurinn á að taka, sagði ég svona við Jóa: "Alveg væri það dæmigert fyrir Brassana að skora núna" og Jói svaraði: "Hvers vegna" og ég svaraði til baka: "Æi, bara Braselía er svoleiðis". Um leið og við sleppum orðinu skora þeir og staðan var nú 2-2 og leikurinn var flautaður af um leið.

Allt varð vitlaust á leiknum og var óeirðalögreglan komin í málið til að aðskilja leikmenn og dómara og ýmsa aðra aðila sem voru komnir út á völlinn. Sennilegast er þetta eitthvað sem gerist reglulega á leikjum í S-Ameríku, því það virtist svo enginn kippa sér neitt upp við þetta og nokkrum mínútum síðar hófst vítaspyrnukeppni. Keppnin varð ekki mjög spennandi, þar sem að Argentína klúðraði fyrstu tveim vítunum, en Brassarnir skoruðu úr öllum sínum og urðu þar með S-Ameríkumeistarar. Enn ein útgáfa af því hvernig á að stela sigrum. Það ætlaði ekki margt að fara vel í dag, en dagurinn var nú ekki alveg búinn.

Við vorum ekki komnir langt frá Players, þegar við keyrðum fram hjá manninum sem sat við hliðiná okkur. Löggan var búin að stoppa hann og hann fékk sér bara einn bjór. Álögunum hafði verið létt af mér og greyið maðurinn átti nú örugglega ekki góðan sólarhring fyrir höndum.

Ég sofnaði svo eins og steinn þegar ég kom heim og svaf ljúfum svefni alla nótina.

    
Þetta er nú meiri vitleysan.
21:38   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Ferðasaga - Kolding
Hér kemur næsti bútur af ferðasögu minni, ég og EE keyptum miða á föstudeginum eftir að við komum út til Kolding, fórum svo af stað á laugardagshádegi og var það hin besta ferð.  Fínt að ferðast með lestum, rólegt og gott og ekkert stress.  Einnig verður maður lítið ferðaveikur og situr bara og sötrar kaffi osfrv.
Nú við vorum mætt til hjónanna (Lindu og Haralds og að sjálfsögðu Umu) um 16.00 á laugardeginum.  Fyrst um sinn var því tekið rólega, setið var og spjallað og við þurftum smá tíma að kynnast Umu aftur en það er dóttirin sem verður 2 ára í nóvember.  Linda og HÖH elduðu dýrindis kalkúnabringur og var fengið sér hvítvín og bjór með matnum.   Nú öll vorum við að hressast, góður matur, vín ofl.  Þegar klukkan var 20, þá var dóttirin sett í háttin (að vanda) og var haldið áfram að spjalla og sötra og færðum við bræðurnir okkur í g og t-ið.  Nú haldið var áfram eftir kvöldina að sötra, spjalla, spila smá golf í tölvunni og náði ég að sigra tvo krokket leiki með glæsibrag og bar mig að vanda vel þar sem ég er mjög góður sigurvegari.  Nú ekki voru allir eins sáttir við sigurvegarann (EE tapaði spectaculary bæði skiptin) en það lagaðist nú með næsta gt.  Nú áfram var haldið, allir ferskir, ég, EE og HÖH mættum í bæinn.  Fórum á Crazy Daisy þar sem tónlistin var frá 1980 og svo virtist að liði þar væri það nú líka.  EE ákvað að fara heim en við bræðurnir ákváðum að halda áfram og fórum á stað sem hét Pit Stop en þar vara "svala" liðið, þar sátum við og lookuðum töff og drukkum meira og meira og meira.  Nú eftir rosalegt kvöld skakklöppuðumst við heim, þó ótrúlega ferskir.
Sunndudagur - ÞYNNKA - lítið gert þann daginn, fórum í labbitúr með ungu dömuna og lítið annað.
Mánudagurinn rann upp, enn smá þynnka í mér en þá leigði ég bíl og var haldið til Legolands.  Keyrðum við þangað með hele familien og skoðuðum það hátt og lágt.  Þetta var ótrúlega skemmtilegur garður og var hægt að sjá heilu landsvæðin gerð úr kubbum, en það merkilegasta af kubbunum var þó Nyhavn, en tók ég mynd af stað sem hét Hong Kong og þeir sem hafa verið þar þekkja þann stað, sleazy en góður (ekki satt Hjölli).  Nú áfram héldum við um parkinn og var það bara fínt, settumst út á gras í góða veðrinu og ákváðum að skella okkur í rússíbanann, það eina sem var fyrir fullorðna svo sem.  Nú fyrst fóru stelpurnar þar sem einhver þurfti að passa stúlkuna og voru þær í 1 klst í burtu, svo fórum við og vorum eina klst í burtu - þ.a. að við biðum í 2 klst fyrir 30 sekúndna ride.
Nú þegar klukkan var 18.00 var haldið heim og náðum við að Supersize okkur áður en haldið var í kotið.
Á þriðjudeginum ákváðum við að vera fram á miðvikudagsmorgun í Kolding og því var haldið niður í bæinn þar, EE náði að sjoppa soldið og ég náði að skoða í CD/DVD búðir með bróðir mínum þ.a. allir voru hamingjusamir.
Um kvöldið ákváðum við að spila svolítið og fá okkur smá bjór, ég og bróðir fengum okkur smá gt, enda nauðsynlegt að vinna sig neðar í flöskuna sem keypt var í fríhöfninni. 

Allt í allt var þetta eðal ferð, náðum að gera fullt af hlutum í Kolding og meira að segja að ferðast um Jótland smá og fara alla leiðina í Legoland (by the way þá er til Legoland í London og Berlin amk).
    
|
Skrifa ummæli
Fyrirspurn frá Burkna
You asked for it, you got it .... TOYOTA!
Á því miður bara þessa mynd en "hárið" ætti nú samt að sjást:

    
Er þetta Helgi Sigurðsson, knattspyrnugoð hjá AGF í DK.
16:21   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Ferðamyndir
Ég er búinn að setja inn nokkrar myndir frá ferðalaginu í Skaftafell fyrir 2 vikum síðan. Ansi góðar myndir þarna inni á milli þó ég segi sjálfur frá: Check it!
    
Skaftafell: gott stöff.

En: Hvenær fá flakkarar alnetsins að berja augum myndir af þér með nýju klippinguna, Jói?
12:09   Blogger Burkni 
sunnudagur, júlí 25, 2004
|
Skrifa ummæli
Partur af ferðasögu
Hér kemur smá hluti af ferð minni til DK:
Skelltum okkur á hótel um helgina, þ.e. fórum á föstudagskvöldi og vorum um helgina.  Gistum við Ráðhústorgið í DK, í herbergi þar sem Marilyn Monroe hafði áður gist, því get ég krossað það af lista mínum um things to do.  Nú á föstdeginum fórum við á Jensens Böfhus, fengum okkur steik og horfðum upp á greyið strákinn sem kom einn inn og sat við hlið okkar.  Hann keypti sér ís (sem var ókeypis vegna úrklippu sem hann kom með með sér), kom fyrst niður með 2 glös af ís, enn kom enginn og settist hjá honum, síðan fór hann upp aftur og fyllti á ísinn, svo aftur og aftur og aftur, í allt át hann 6 glös af ísum sem hann borgaði ekkert fyrir og var einn.  Þetta væri eins og maður færi á Hereford með úrklippu fyrir frían ís og maður sæti þar einn og æti tíu ísa.  Hvað lærir maður af þessu, jú ís er góður.
Nú eftir matinn var ég búinn að fá mér g og t, írskt kaffi og bjór, klukkan að verða 23 og við vissum ekki alveg hvað við áttum að gera, enduðum svo með að skella okkur á Hellboy á miðnætursýningu.  Þegar við komum út, þá var grenjandi rigning og hlupum við upp á hótel í grenjandi rigningu.
Nú við pöntuðum roomservice, fengum morgunmat upp á herbergi, vorum þar uppi til hádegis að slappa af.  Fórum í bæinn, kíktum í búðir og vorum bara í ró og næði niður í bæ, enda hótelið í miðbænum.
Nú við fórum síðan á matsölustað sem heitir Degas um kvöldið og ætluðum að hafa það rosalega huggulegt, enda 8 ára afmæli okkar EE.  Borðuðum eina bestu máltíð sem ég hef á ævinni fengið, fengum okkur sjávarrétti svo sem humar, hörpudisk og skötusel.  Ég var svo ánægður þarna að ég tippaði þjóninn um 1000 kr þegar ég labbaði út.
Já þessi helgi var bara helvíti fín, fengum gott að borða, náðum að fá sól, versla og nánast allt sem maður gerir í góðri helgarferð.
Í dag er maður bara að slappa af, enda á leið heim í fyrramál, kominn í faðm fjölskyldunnar aftur.
Á eftir að lýsa Kolding ferð minni nánar seinna, þ.e. þegar ég fór í heimsókn til bróðir míns.
    
Til hamingju með ágætis blögg og greinilegt að það hefur verið gaman úti. Núna er bara að halda dampi í blögginu og fara að skrifa reglulega.
09:22   Blogger Joi 
föstudagur, júlí 23, 2004
|
Skrifa ummæli
Cavepartei
Elskulegur bróðir minn gaf mér DVD tónleika með Nick Cave í afmælisgjöf í gær og krafðist þess síðan að ég myndi blögga um það sem ég er að spá í að gera.

Annars datt mér í hug að halda Nick Cave partý við tækifæri þar sem menn þyrfti að mæta í dökkum aðsniðnum jakkafötum, vera með fitu í hárinu og frekar sveittir (góð hugmynd kannski að skella sér í ræktina í jakkafötunum fyrir partíið til þess að ná rétta útlitinu). Síðan yrði horft á DVD diskinn og drukkið whiskey með ... hvernig hljómar það? Eyjó, Hlynur og Burkni hafa líst yfir áhuga með að mæta þannig að aðrir áhugasamir mættu bara skrifa athugasemd.
    
Þú verður örugglega frekar ógeðslegur með fitu í hárinu, þar sem að þú ert eiginlega ekki með neitt hár núna. Annars hljómar þetta ekkert svo illa
13:16   Blogger Hjörleifur 

Líst vel á þetta - einnig verður Cramps DVD bjórkvöld fljótlega.
Segi nú ekki nei við Whiskýi og tækifæri á að líta út sem Cave eða Slingalingarinn.
12:32   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Súpermann
Smá prentaravesen hér í vinnunni, en ekkert alvarlegt og er komið í lag núna. Sem er ástæðan að ég er að skrifa þetta á svona ókristilegum tíma.

Annars þá keypti ég mér Súpermann (semsagt bíómyndina frá 1978) í Bónus í kvöld. Þessi mynd er órjúfanlegur hluti af minni æsku, enda farið í ófáa súpermannleiki og Bjössi vinur minn átti líka nokkra súpermann-aksjónkalla og allt liðið þar í kring. Það var nú bara nokkuð gaman að sjá þessa mynd aftur, en það var orðið þó nokkuð langt síðan ég sá hana síðast. En fyrst sá ég hana þegar hún var ný fersk í Háskólabíói, minnir að ég hafi setið vinstramegin, fyrir neðan miðju í sal 1, rétt orðinn 7 ára gamall. Tæknibrellurnar hreint út sagt ótrúlegar og hvernig það var hægt að láta manninn fljúga svona var alveg ótrúlegt (enda mjög mjög mjög mjög margar slíkar senur í myndinni). En í þessari myndinni koma fyrir nokkrir frægir leikarar, þ.á.m. Marlon Brando (Jor-El, pabbi súpermanns), Gene Hackman (Lex Luthor, vondi kallinn) og Larry Hagman (Major, sem varð að taka munn við munn aðferðina við "slasaða" stelpu og var það það eina sem hann gerði í myndinni) eða eins og það var orðað í myndinni:

[Miss Teschmacher is posing as the victim of a car wreck]
Sergeant Hayley: She's having trouble breathing sir. What do you think? (á þessum tíma var enginn búinn að snerta hana og lá hún hreyfingarlaus á götunni, óskrámuð, en bíllinn í rúst við hliðiná'enni)
Major: Well, I suggest a vigorous chest massage, and if that doesn't work, uh, uh, uh, mouth-to-mouth.
Sergeant Hayley: [Enthusiastically] Yes, sir!
[Bends to the task]

Major: [The Major pulls him to his feet] Sergeant, I won't have one of my men doing anything I wouldn't be prepared to do myself.
Sergeant Hayley: [Disappointed] Yeah, but, sir!
Major: Get an ambulance. All right, men. Gather around. About face! (og hermennirnir mynduðu hring utanum þau og snéru í þau baki)

Svo voru líka í myndinni leikarar sem að enginn þekkir, eins og Larry Lamb, Rex Reed (sem lék sjálfan sig), Ro Rucker sem var pimp, Roy Stevens, Norman Warwick, John Cassady og margir fleiri sem enginn þekkir, en þeir stóðu sig allir ágætlega.

Myndin var aðeins rétt um 145 mínútur, þar af ca 70 mínútur í flugtíma, enda gaman að fljúga.
Þetta er ekki mynd sem maður gefur stjörnur enda er hún ómetanleg og því ekki hægt að meta hana í neinum stjörnum, en það var mjög gaman að horfa á hana og ýmislegt sem að rifjast upp eftir svona mynd.
    
Það hefði nú passað að láta Rex Reed leika Lex Luthor!

PS: Til hamingju með ammælið Jói!
13:08   Blogger Burkni 
fimmtudagur, júlí 22, 2004
|
Skrifa ummæli
Skulda Hjölla eitt blögg.
    
|
Skrifa ummæli

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ JÓI

    
Takk fyrir.
16:49   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Zooropa
Var að skella Zooropa með U2 á fóninn ... þvílík gleði!
    
|
Skrifa ummæli
Sportblöggið
Hér hefur litið dagsins ljós ný blöggsíða. Fyrsta útgáfa hennar er nú komin, en hún á eftir að taka ýmsum breytingum útlitslega séð og er þessi útgáfa sett fram til að byrja með. Ég mun svo senda tilkynningar hér inn til að láta vita af sportframkvæmdum.
Sportblöggið
    
Í framtíðinn verða öll stríð háð með svona ljótum blöggsíðum.
15:58   Blogger Joi 

Það getur verið meira en líklegt, enda mun ég leggja hendur í bleyti og breyta þessari síðu áður en það skellur á stríð eða blogger.com verður fyrir hryðjuverkaárás.
16:00   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Hereford
Við Sonja kíktum á Hereford steikhúsið í gærkvöldi og fengum okkur þar gómsætar nautasteikur og humarsúpu í forrétt. Mjög góður matur og hef ég bara ekki yfir neinu að kvarta. Ég spratt síðan upp eins og stálfjöður kl. 4:30 í nótt og keyrði hana og Elsu vinkonu hennar út á flugvöll en þær ætla að tjútta í Köben yfir helgina.
Ég fer síðan í grill í kvöld til Særúnar en þar verða Ægjarnir (beyging komin frá íslenskufræðingi) tveir, mamma, Gubbi litli og Gréta.

p.s. Siggi er að fara til Boston í dag á fyllirí.
    
Ég hélt að maður ætti að kvarta þegar maður hefur fengið sér að borða á Hereford, en kannski að kvartanir hafi verið teknar til greina og staðurinn skánað.
11:21   Blogger Hjörleifur 

Já, okkur fannst maturinn a.m.k. mjög góður - kannski fullmikið koníaksbragð af súpunni en annars bara mjög gott.
11:22   Blogger Joi 
miðvikudagur, júlí 21, 2004
|
Skrifa ummæli
Reykjanesskagi
Hrinan byrjuð aftur, þrusu flott lína þarna útfrá. Þetta eru nú samt ekki stórir skjálftar, sá stærsti 2,3 á Richter.


Veðurstofan sér um þessi mál.
    
Og hvað?
16:20   Blogger Joi 

hvurslags spurning er þetta?
16:23   Blogger Hjörleifur 

Hverskonar blögg er þetta?
16:23   Blogger Joi 

Fréttablögg
16:24   Blogger Hjörleifur 

ok
16:30   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Hjólið
Hjólaði út í Kringlu eftir vinnu í gær og keypti mér hraðamæli, en sá gamli var bilaður. Þessi er miklu betri og áreiðanlegri og flottari og heitir líka SIGMA SPORT 800, en þetta var besti hraðamælirinn í Útilífi. Þessi mælir er líka stylltur eftir dekkjastærðinni, en sá gamli var það ekki, svo er klukka í þessum, en mig vantaði líka klukku svo það er ágætt að fá þetta djúnks.
Nú er ég búinn að prófa mælinn einu sinni, svona almennilega (tel ekki þessa litlu hjólatúra sem ég fór í í götunni heima í gærkvöldi) og eru tölur sem hér segir:
Hjólatúr í vinnuna
Vegalengd
2,55 km
Tími00:10:40
Meðalhraði
14,38 km/klst
Hámarkshraði
34,5 km/klst


    
þriðjudagur, júlí 20, 2004
|
Skrifa ummæli
Dagur
Byrjaði morguninn að labba frá Ármúla í vinnuna og hjóla síðan strax upp í Sundaborg og til baka.
    
Hvaða snilldargóða hjóli varstu á?
16:00   Blogger Burkni 

Hjólinu mínu og já, það er ansi flott.
17:19   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Nágrannar
Vaknaði upp í morgunn um 8 leitið við það að Kallinn var að henda Kellingunni út. Fyrst henti hann henni, svo henti hann húsgögnunum hennar og svo kom hún aftur, en þá henti hann henni aftur út, en hún þrjóskaðist við og kom aftur til að geta amk farið í skó og sótt veskið sitt. Hann var nú ekkert á þeim buxunum að hún fengi það eða að nota símann hans, hún gæti bara reddað sér sjálf. Svo fór hann. En kom aftur um 15 mínútum síðar, en hún var þá enn í húsinu og húsgögnin enn fyrir utan. Þessu fylgdi tilheyrandi heimiliserjulæti og töluðu þau eins og það væri kílómetri á milli þeirra, amk hafa lætin örugglega heyrst í kílómetra radíus út frá heimilinu.
Já það er nú leiðinlegt þegar svona brestir koma á í þessu annars rólegheitar sambandi, svona er miðað er við samband USA og Íraks.
Ég nennti nú ekki að fylgjast með framhaldinu og fór bara í vinnuna. Ég hef nú aldrei verið gefinn fyrir sápuóperur, en þessi er ekki sem verst, þ.e. ef ég þyrfti ekki að vera í henni sjálfur.
    
mánudagur, júlí 19, 2004
|
Skrifa ummæli
Fótbolti - hjól og sund.
Fer á FH - Fylkir á eftir, ætla mér að hjóla í fjörðinn til þess, enda mjög gott hjólaveður núna, hjólaði líka í vinnuna. Spilaði fótbolta í hádeginu og borðaði eina litla skyrdós í hádegismat. Í gær hjóluðum við Jói í Laugardalslaugina og þar synti ég 100000 cm. Nú ætla ég að hjóla heim og hlaða símann, en hann varð rafmagnslaus í dag, en ég gleymdi einhverri skjámynd á honum í gær sem eyddi eiginlega öllu rafmagninu af honum í gær. Ég er nebbnilega á bakvakt núna og verð því að vera með símann á mér þegar ég fer út úr húsi.
    
|
Skrifa ummæli
Gagnvirkur pistill frá Sigga eins og hann kallar "þetta"
Blogg og blogg já blogg og blogg er ekki allveg það sama. Það er eins og sumir haldi að það sé bara nóg að senda frá sér nokkrar línur með einhverju hrafnasparki og þá teljist það bara blogg. Annars er nú komin tími á lítin pistil, langt síðan ég hef sent frá mér einn slíkan.

Nú er hásumar og hálft ár enn í jól eins og segir í laginu ég hef því ákveðið að hafa pistilinn í formi spurningkeppni og hugleiðinga og vonast til að lesendur taki þátt í þessum gagnvirka pistli, því gagnvirkni er jú lykilorð 1. áratugur nýrrar aldar sem brátt er hálfnaður.
Vindum okkar þá í spurninga og hugleiðingakeppnina.

spurning 1. Í hvaða íslenska dægurlagi kemur eftirfarandi textabrot: "Sumarið í algleymi og hálft ár enn í jól"

Hugleiðing 1. Stúlknakvartetinn NYLON

Spurning 2. Veiddi Sigurður Óli þorsk um síðustu helgi

Hugleiðing 2. Pálmi Pétursson

Spurning 3. Hvað er langt frá Reykjavík til tunglsins

Hugleiðing 3. Verðlagning á hamborgurum á landsbyggðini

Ég óska nú eftir að menn skrifa stutta greinargerð um um hugleiðingarnar og svari svo spurningunum.

    
spurning 1. 17. Júní, skrítið að minnast á jólin í svona lagi, en gott flipp og svínvirkar.

hugleiðing 1. Ekki hrifinn af þessum útsetningum á lögunum, bara svona sætar og saklausar stelpur, ekki verri sumarvinna en hvað annað, etv. eru þær ekki til, heldur bara misheppnað tölvuforrit, það myndi skýra margt.

spurning 2. Það gæti hugsast, það fer eftir ýmsu

Hugleiðing 2. Sonur Péturs og Steinunnar, alinn upp í í Njarðvík, en fluttist svo til Hafnarfjarðar. Var mikill djammari á yngri árum og átti það til með að framkvæma hina ýmsustu gjörninga þegar tunglið var fullt og allt það. Í dag eru ýmis tungl ekki framkvæmd í fullum gjörningum, en þess í stað er hann orðinn 3 barna faðir, en þó virðist nú golfið hafa heltekið hann. Þessi íþrótt djöfullsins gengur út á það að láta fólk vafra um stefnulaust í nokkra klukkutíma og bölva og ragna í leiðinni yfir óförum sínum.

spurning 3. það er alveg að minnsta kosti 19 km. gæti ég best trúað. eða hundraðhundraðfjörtíuogtvoþúsund en það er víst breytlegt eftir dögum, enda tunglið á sporbraut um jörðu og því ekki hægt að segja til nákvæmlega, því um leið og maður sleppir orðinu þá hefur það breyst.

hugleiðing 3. Gott verð, það er komin hefð á að það sé allt of hátt og er bara hluti af því að ferðast út á landi að þurfa að borga doldið mikið fyrir borgarann, enda í flestum tilvikum ágætis borgari.
11:45   Blogger Hjörleifur 

S1: Hjölli hefur svarað þessu vel og skilmerkilega. Reyndar vissi ég ekki svarið þannig að ég hefði nú ekki getað svarað þessu og er stoltur af því!
H1: NYLON er svona Bylgju froða sem fer afskaplega í taugarnar á mér. Ég get ekki séð að það sé neitt skemmtilegt eða frumlegt frá þessum ágætu stúlkum en þær syngja sennilega allt í lagi, hef ekki skoðun á því. Þetta er bara svona iðnaður sem er til þess gerður að græða peninga og þau fá hann ekki úr mínu veski.

S2: Ég efast um að Sigurður hafi veitt nokkuð um helgina nema að hafa verið staddur í togara og hann kallar það að hann hafi veitt að þorskur kom í veiðarfærin.
H2: Mér finnst Hjöll hafa svarað þessu ágætlega. Pálmi er fjölskyldufaðir í breiðholtinu sem vinnur og fer síðan heim til sín og vill helst ekki fara út nema að hitta foreldra eða sinna skyldum sínum sem faðir og í golf á sumrin. Að hitta vini sína og fá sér bjór og slíkt forðast hann sem heitan eldinn :). Svosem allt gott um það að segja en maður saknar nú stundum gamla Pálmans sem Hjölli sagði svo skemmtilega frá en Pálmi í dag er allt annar maður og ekki hægt að líkja því saman.

S3: Ég hefði giskað á 500þ km. og hefði þá líklegast ekkert verið fjarri lagi.
H3: Tja, mér hefur nú þótt lítill munur á milli verðlags á þeim og hérna í höfðuborginni. Ég get nú ekkert kvartað yfir því hvernig þeir verðsetja borgarana sína en þetta er líklegast allt háð framboði og eftirspurn og þeir vilja bara græða sem mest. Þegar ég er staddur úti á landi er ég svo ánægður að fá minn borgara að ég myndi borga 2000 kr. fyrir máltíðina ef það væri það verð sem sett er upp.
17:58   Blogger Joi 
föstudagur, júlí 16, 2004
|
Skrifa ummæli
Flöskudagskvöld
Kláraði vinnuskýrsluna (en samt þó ekki, þar sem að fylla út vinnuskýrslu hér er alveg fáránlega tímafrekt og væri nær fyrir stofnunina að ráða sér manneskju í þetta til að spyrja hvern og einn daglega hvað hann gerði þann daginn frekar en að notast við þennan helvítis Tímon sem er nú því miður fyrir Trackwell sameinað í eitt fyrirtæki, þ.e. Grunnur og Trackwell) klukkan 16:30 og hætti bara að vinna og stóð bara upp frá tölvunni þar sem að ég var ekki alveg að átta mig á hvernig ég átti að leysa þann vanda sem ég var að glíma við og hugurinn var farinn að leita annað og ég farinn að horfa út um gluggann og ég veit ekki hvað, svo ég hætti bara snemma í dag. Rölti niður í kjallara og spjallaði við Elvar sem var líka búin að stimpla sig út og spjölluðum við um heima og geima þar til klukkan var orðin fimm en þá opnuðum við ísskápinn og fengum okkur bjór. Stuttu síðar bættist einn bjórvinur í hópinn og þá vorum við orðinr 3. Um hálftíma síðar vorum við orðnir 8 og var mjög góðmennt á þeim fundi og töluðu menn digurbarklega um hver góðmennt var á fundinum, en þá bættist við 9. manneskjan, en það var kona og þar með var friðurinn úti. Að vísu var hún í miklum minnihluta, en ein kona er á við 9 karlmenn, svo það hafði engin áhrif, en við höfðum ekki aðeins fengið okkur bjór, heldur var komin upp japönsk stemmning og drukkum við Saki úr rosa flottri flösku sem keypt var í Tokyo og hafði mig aldrei grunað að Saki væri svona góður drykkur, en það er eins og með Saki að það er svo margbreytilegt. Að segja Saki er eins og að Segja Rauðvín, þetta er hópur af vínum, en ekki bara eitt vín, eins og íslensk brennivín. Þetta Saki var mjög ljúft og sá maður fyrir sér hrísgrjónaakrana þegar það rann ljúflega niður í magann eins og hið fínasta konfekt. Ekki til neitt í því sem hét rammleiki eða neitt þvíumlíku, frekar en að tala um að jarðarber séu römm. Þetta var svo teigað úr saki staupum sem keypt voru í Japan fyrir nokkrum árum (af einum starfsmanni hér sem því miður er í fríi núna og missti því af þessu tækifæri), mjög flottum og var hvert og eitt handmálað, með mynd af Gheisu á hverju þeirra.
Eftir þetta menningarsjokk þá fékk ég mér 1 epplasnafs og 3 bjóra til viðbótar til að ná mér niður á jörðina, en í staðinn þá sveif ég bara hærra og hærra og er nú í þriggja metra hæð þegar ég skrifa þetta, að vísu er fysta hæðin í ca 3 m hæð og því ekkert óeðlilegt við þetta.
Svo var nú flaskan seld á uppboði hér og fór hún á 500 kr. þótt að hún værui tóm, enda var þessi flaska mjög flott og er þar vægt til orða tekið. Eigandi flöskunnar gaf okkur hins vegar innihaldið, þar sem að hann hafði fengið hana gefins frá Japana sem kom hingað til Íslands til að heimsækja hann.
Já, ég verð bara að segja það að allir þeir Japanir sem ég hef heyrt af (þá er ég ekki að tala um eitthvað sem maður heyrir um í fréttum) eða kynnst eru besta fólk.
    
Snilldarblogg Hjölli!
gkth
08:43   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Sportkafarafélagið
Fór í smá hjólatúr út í sportkafarafélag í gærkvöldi, en á fimmtudögum eru pressukvöld og þá koma félagar saman og pressa lofti á kútana sína. Þetta virðist vera nokkuð hress hópur (amk þau sem að voru þarna í gær). Þar sem að ég er farinn að verða doldið þreyttur á þessu köfunarleysi þá ætla ég að skrá mig í félagið til að koma mér útí og fara í einhverjar ferðir hingað og þangað. Félagsgjöldin eru ca 11 þús fyrsta árin en svo 8000 á ári eftir það eða þar um bil. En inn í því er líka ágætis aðstaða og aðgangur að pressu.
    
|
Skrifa ummæli
Blögg
Það er óhætt að segja að Árni og BjaKK séu ekki að standa sig í blögginu. Árni er nánast hættur og BjaKK bloggar alltof, alltof sjaldan. Það er gengið útfrá því að blogga nánast daglega og þið eruð alls ekki að ná því. Hættið nú að afsaka ykkur og finnið ykkur 1-2 mínútur á dag til að henda inn bloggi, það hlýtur að vera tími til þess andskotinn hafi það.
    
Já þetta hefur alls ekki verið nógu gott, Þegar menn eru með nettengingar heima hjá sér þá á ekkert að vera því til fyrirstöðu að henda inn einu blöggi svona áður en maður fer að sofa. Væri jafnvel hægt að gera þetta á meðan maður er að skíta.
10:41   Blogger Hjörleifur 
fimmtudagur, júlí 15, 2004
|
Skrifa ummæli
Boðið upp í dans
Spurning að kíkja á þetta heima hjá mér og fá sér kannski 1-2 bjóra með (laugardagur):

31st July United v AC Milan - 17:30
    
|
Skrifa ummæli
Tennis
Jæja, svona lítur málið út með tennis næsta vetur:

Jói - Verður með
Árni - Hefur ekki svarað
Pálmi - Verður kannski með, fer eftir tímasetningu (hefur ekkert skilgreint það frekar)
Hjölli - Verður með
Siggi - Verður með
Haukur - Verður með

Held að við þurfum þá ekki fleiri og það verður tennis næsta vetur. Líklegast höldum við bara sama tíma, þ.e. á mánudagskvöldum kl. 22 (eða var það 21:30?).
    
|
Skrifa ummæli
Veðmál
Jæja, okkur Hauki tókst loks að ná samkomulagi okkar á milli um hið árlega veðmál okkar um enska boltann. Það hljómar svona:

Ef United verður meistari fær Jói kassa af bjór, ef Liverpool verður fyrir ofan United fær Haukur kassa af bjór. Ef Liverpool er bara einu sæti fyrir ofan United og United hefur skoðað fleiri mörk þá fellur veðmálið niður nema að Liverpool sé meira en einu sæti fyrir ofan þá heldur það og Haukur fær kassa.
Hinsvegar ef United nær að komast 2 skrefum eða lengra áfram í Champions League (t.d. í undanúrslit og Liverpool nær bara í 16 liða úrslit) þá má Jói ráða hvort veðmálið um deildina falli úr gildi eða haldi. Ef eitt skref er á milli liðana í CL þá hefur sú keppni ekki áhrif á veðmálið en annars ræður Haukur hvort veðmálið að ofan haldi. Hinsvegar ef United vinnur CL þá vinnur Jói kassa og enska deildin hefur ekki áhrif, og einnig ef Liverpool kemst í úrslitaleikinn eða vinnur CL vinnur Haukur kassa. Ef United og Liverpool spila til úrslita í CL og United vinnur þá vinnur Jói þó að Liverpool hafi náð í úrslitaleikinn


Veðjað er um kassa af Budweiser Budwar flöskubjór í 0,5 umbúðum. A.m.k. ein kippa verður drukkin af okkur saman og mun Siggi aðalgagnrýnandi drekka hana með okkur.
    
Hvað gerist ef United og Liverpool spila til úrslita í CL og United vinnur, en þá hefur enska deildin ekki áhrif og sömu skilyrði eru sett til vinnings þar, þ.e. United vinnur og Livurpool þarf bara að komast í úrslit. Er þetta kannski of fjarlægur möguleiki, en Grikkir urðu Evrópumeistarar svo að allt getur gerst.
14:03   Blogger Hjörleifur 

Ef United og Liverpool spila til úrslita í CL og United vinnur þá vinnur Jói þó að Liverpool hafi náð í úrslitaleikinn
14:04   Blogger Joi 

sorrý, skil ekki hvernig þetta fór framhjá mér. Þetta er gott veðmál og ætti ekki að koma upp nein vafaatriði. Og skrifa ég undir þetta.

Hjörleifur Sveinbjörnsson
14:10   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Kóngulóarmaðurinn
Fór á Kóngulóarmanninn í gær. Alveg ágætis mynd, að vísu var Peter Parker (sem er kóngulóarmaðurinn í daglega lífinu, svona eins og Klark Kent hjá Súpermann) gerður að full miklum aula í myndinni og svo hefði hún mátt vera doldið styttri og kippa ömmuna aðeins meira í burtu, þjónaði eiginlega engum tilgangi að hafa hana þarna með svona mikið. Það hefði mátt vera minna af einhverju ástarkjaftæði, en það var bara verið að koma því rækilega inn í hausinn á manni að Peter Parker var rosalegur auli (og jafnvel meira en góðu hófi gegnir) og þau skilaboð gátu svo sannarlega ekki farið fram hjá manni. En svo var fullt af jákvæðum punktum í henni og voru tæknibrellurnar alveg frábærar og mjög raunverulegar. Sérstaklega fannst mér vondi kallinn vera vel gerður með alla þessa arma sem hreyfðust mjög eðlilega. Semsagt öll hasaatriðin voru mjög vel gerð, en maður fer jú á svona mynd til að sjá þau, en aðeins of mikið af dramadrullu, en mér finnst það megi alveg sleppa svoleiðslöguðu í svona mekkanómyndum og ættu kvikmyndaframleiðendur að taka Judge Dred með Sylvester Stallone í aðalhlutverki til fyrirmyndar í þeim málunum, en hann hafði ekki hugmynd um neitt annað líf en að drepa vondu kallana. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum fær sú mynd aðeins 4,5 á IMDB.
    
Mér fannst hún líka fín en mér fannst spædó sjálfur frekar tölvugerður en vondi kallinn var ótrúlega flottur. Ánægður með þessa mynd.
13:43   Blogger Joi 
miðvikudagur, júlí 14, 2004
|
Skrifa ummæli
Framtíðarspá
Eftir nokkur ár verða bara þrjú fyrirtæki ráðandi í heiminum: Coca Cola, Microsoft og BYKO.
    
Það fer að styttast í að þetta rætist
11:48   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Myndasafn á ensku
Fékk þessa athugasemd á myndasafnið frá Auschwitz:

i think it is important to pass on these memories to the future so that hopefully they are not forgotten and allowed to repeat.

your pictures were very nice but i would have liked to understand more of the descriptions. Maybe you could post english translations?
thanks

gk


Spurning hvort maður ætti að hafa allar útskýringar bara á ensku eða er það alltof mikið? Hvað finnst ykkur?
    
Kannski þegar þú ert með eitthvert ákveðið þema í gangi, en myndir sem eru mjög persónulegar ættirðu bara að hafa á íslensku, svo gætirðu líka haft bara textann á íslensku og haft bara eitthvað smávegis á ensku, t.d um viðkomandi gallerí í heildina svo útlendingar skilji eitthvað smá hvað um er að ræða á þessum myndum.
18:12   Blogger Hjörleifur 

Já, ég held samt að það sé of mikið að hafa skýringu á tveimur málum þegar allir íslendingar sem skoða myndirnar kunna ensku. Austur evrópu myndirnar ættu kannski bara að vera allar á ensku?
18:13   Blogger Joi 

já það er ekki auðvelt að ákveða þetta, væri ágætt að fá hugmyndir annarra
18:17   Blogger Hjörleifur 

Hræðilegar undirtektir og annaðhvort les enginn þessa helvítis síðu eða þá að fólk hefur enga skoðun á þessu.
09:58   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Hádegisboltinn
þetta var frussu góður bolti í hádeginu, en ég og Jói tókum fyrsta leikinn nokkuð létt (vorum 2 á móti 3), en við vorum að vinna þetta þegar Haukur kom. Eyjólfur slaðaðist svo í í næsta leik svo Jói skipti því yfir í hitt liðið þar sem hann var líka slasaður og vorum við Haukur því 2 á móti 2,5 síðustu 2 leikina og var síðasti leikurinn æsi spennandi, sem endaði með 11-9 sigri okkar Hauks, en leikurinn var upp á 7, en það þurfti að vinna með 2 stigum svo það var jafn á tölum upp í 9-9.
Eftir leikina var maður orðinn dauð þreyttur og sveittur eins og rokkari úr Singapore Sling og er ég ekki búinn að fara í sturtu eftir herlegheitin og hef því setið eins og saltsólpi hér fyrir framan tölvuna í dag og reyni að vera doldið gáfulegur, en miðað við aðstæður þá er það ekki auðvelt og held því að ég fari bara að koma mér heim í sturtu áður en ég geri einhverja vitleysu. (síðasta setning var allt of löng og með allt of mörgum og-um, en það er ekkert hægt að gera við því).
    
Já ég meiddist á læri í síðasta bolta fyrir nokkrum dögum síðan og fékk skerandi verk við fyrsta spark í dag. Spilaði í gegnum sársaukamúrinn og hélt mig bara aftast og hljóp lítið.
17:01   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Ég hef ekki tíma til að blögga því ég er að fara í fótbolta!
    
þriðjudagur, júlí 13, 2004
|
Skrifa ummæli
Auschwitz/Birkenau
Auschwitz/Birkenau myndasafnið úr evrópuferðinni er vel á veg komið og þið getið séð það hér. Bæti líklegast við svona 10 myndum í þennan folder.
    
Já þetta eru góðar myndir og með myndatextunum er þetta enn betra
16:27   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Tennis
Hvernig verður með tennis í vetur? Ég er til en hvað segja Hjölli, Árni og Pálmi?
    
Get alveg hugsað mér að kíkja í tennis á þeim dögum sem ég er ekki að spila við Pete Sampras...
11:21   Anonymous Nafnlaus 

Kannski vilja Burkni eða Haukur vera með okkur í þessu í vetur?
11:23   Blogger Joi 

... og Siggi kannski líka?
11:25   Blogger Joi 

Testing ... attention please
11:34   Blogger Burkni 

til er ég
15:51   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Nýjasta nýtt - tölvurnar eru framtíðin.
Tékkaði aðeins á Commandos 3 og Max Payne í gær. Ekki slæmir leikir það. Að vísu gengur mér ekkert of vel í Commandos og er ég bara í fyrsta verkefninu, en þar sem að þetta er svo flottur leikur þá er það allt í lagi, maður er bara svona rétt að læra á þetta. Max Payne er ótrúlega flottur og maður er eiginlega bara að stjórna einni persónu í bíómynd og maður fylgir ákveðnum söguþræði. Flott líka að sjá þetta sýnt hægt þegar persónurnar eru drepnar. Svo var ég aðeins byrjaður á Rise of Nations og er búinn með 1. borðið þar, sem er eiginlega bara svona kennsluborð og fer maður í gegnum öll stig í því borði og framleiðir allt og nær svo að lokum heimsyfirráðum, en þetta gerir maður á tiltölulega skömmum tíma, miðað við þennan leik, eða á u.þ.b. 2,5 klukkutímum.
    
Þarna sjáiði hvað gerist ef ég er skilinn eftir einn inn í tölvubúð. En þetta er allt í lagi, við sjáumst bara þegar þið eruð tilbúnir til að tengja tölvurnar ykkar við mína og ég dreg ykkur í svarthol Rise of Nations.
10:49   Blogger Hjörleifur 

Ótti okkar Árna um að tölvan myndi éta þig til agna, eða allan tímann þinn réttara sagt, er að rætast. Ég held að ég verði að stoppa þig og ætla að kaupa mér sleggju á eftir og rústa tölvunni þinni. Þú munt þakka mér fyrir seinna.
10:49   Blogger Joi 

Keyptir leikir eru alltaf læstir
14:53   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Myndasafn
Setti inn nokkrar myndir frá Krakow í Krakow folderinn úr ferðinni: Check it!
    
Fínar myndir, nokkrar stavseddningavyllur, en það er bara heimilislegra.
09:26   Blogger Hjörleifur 

Ég verð víst að éta ofan í mig síðustu athugasemd. En blögghöfundur var ekki alveg sáttur og lét mig benda á þessar villur og fann ég bara 2, en þær höfðu stungið svo í augu að ég taldi þær vera fleiri. Svo þetta var ekki alveg eins heimilislegt og ég taldi í fyrstu. Ætla ég ekkert að vera að benda á þessar villur, því það er ekkert víst að aðrir sjái þær, því oft tekur maður ekki eftir hlutunum fyrr en manni er bent á þá. Í framtíðinni skal ég passa mig á hvað ég set í athugasemdirnar, til að valda ekki tilfinningalegri röskun blöggara.
10:06   Blogger Hjörleifur 
mánudagur, júlí 12, 2004
|
Skrifa ummæli
Man show
Er að horfa með öðru auganu á þátt á Popp Tíví sem heitir The Man Show og ég verð að segja að þeir eru ansi grófir en samt fyndnir. T.d. voru þeir að tala um Barböru Streisand og tóku viðtal við fólk fyrir utan síðustu tónleika hennar ever. Í lok atriðisins var klippt aftur í sjónvarpsal þar sem umsjónamennirnir tveir sögðu:

Gaur 1: I'm gonna miss that long nosed bitch!
Gaur 2: Shell be back, as long there is a devil she'll be back!
    
|
Skrifa ummæli
Ofnæmi
Búinn að vera frekar slæmur í dag af ofnæminu og nokkuð ljóst að júlí mánuður ætlar að verða doldið erfiður ef það fer ekki að rigna meira, pannta hér með rigningu næstu 2 vikurnar. Ætla að athuga hvort ég get ekki ýtt á einhverja rigningartakka hér.

Fór í bíó í gær með Árna og Elínu. Ætluðum á Kóngulóarmanninn en það var bara uppselt svo við létum Elínu ráða og fórum í staðinn á Vin Diesel myndina um Riddick. Hún var ágætis afþreying og engin hætta á að maður fái hausverk af flóknum söguþræði eða heimspekilegum pælingum.
    
|
Skrifa ummæli
Helgin
Helgin var mjög fín hjá okkur Sonju og hérna ætla ég að stikla á stóru um það hvað var gert:

Föstudagur:
Hætti í vinnunni upp úr hádegi og við fórum í Bónus og keyptum nesti fyrir ferðina og fórum síðan heim og hentum dótinu í bílinn. Við lögðum síðan af stað um 16 leitið og tókum okkur góðan tíma í að keyra til Skaftafells (tókum myndir og fengum okkur að borða) enda vorum við ekki komin fyrr en kl. 23 um kvöldið ef ég man rétt. Við tjölduðum og fórum snemma að sofa.

Laugardagur:
Vöknuðum kl. 8 og brunuðum á Núpstað en þar fer rútan í Núpsstaðarskóg. Við skoðuðum fyrst aðeins bæinn og um kl. 9 var lagt af stað, en við Sonja vorum bara tvö í þessari ferð og fannst Höskuldi það greinilega ekkert mál. Það var notast við stóra rútu frá 1950 og þurftum við að keyra yfir stóra á og því er þessi leið bara jeppafær (og rútufær). Fyrst var keyrt í c.a. klukkustund og þaðan var gengið í Núpsstaðarskóg. Ég held að í heildina hafi gangan verið í 6 tíma eða svo og síðan var ekið til baka. Við vorum því ekki komin til baka fyrr en kl. 18 og Höskuldur var með okkur allan tímann, þ.e. gekk með okkur og sýndi okkur staðinn. Þetta var mjög skemmtileg ferð og við þurftum m.a. að príla upp járnkeðju c.a. 8-10 metra til að komast að fossunum tveimur, en annar þeirra er með fersku fjallavatni en hinn með jökulvatni og hylurinn undir þeim er því tvílitur. Mér finnst Hannes leiðsögumaður ótrúlega fórnfús að fara þessa ferð með okkur því tímakaupið hefur verið ansi lágt hjá honum í þessari ferð en hann hefur greinilega mjög gaman af því að sýna þetta svæði enda er þetta í hans eigu. Gönguskórnir virkuðu mjög vel og ég fann ekki fyrir því að labba þetta lengi í þeim og fékk ekkert hælsæri eða blöðrur.
Eftir þetta ferðalag fórum við í sund og enduðum síðan daginn á því að grilla og heppnaðist það með afbrigðum vel og hef ég ekki smakkað svona gott kjöt lengi.

Sunnudagur:
Vöknuðum kl. 10 og fórum í ferð á Ingólfshöfða. Farið er yfir sandana á vagni aftan á dráttarvél og er nokkuðmagnað að sjá landslagið þarna. Á kafla er farið yfir sjóinn á stóru svæði sem er c.a. 20 cm á dýpt og er eins og maður sé að keyra á á miðjum rúmsjó. Síðan er farið yfir mikla sanda og á tímabili sást aðeins sléttir svartir sandar í allar áttir og ekkert annað (var reyndar smá rok og því var smá sandfok og því ekki mikið skyggni). Síðan var tekinn göngutúr um höfðann og teknar margar flottar myndir af fuglalífinu þarna. Þessi ferð tók í heildina um 4 klst.
Við brunuðum síðan austur í Jökulsárlón og fengum við okkur þar fiskisúpu og síðan í siglingu.
Eftir þetta tókum við saman tjaldið og ég lagði af stað heim um kl. 19 og Sonja fór að vinna.

Myndirnar sem við tókum í ferðinni eru víst á tölvunni hennar Sonju í Skaftafelli og því koma þær bara síðar.
    
Já maður á alveg eftir að fara þetta, en ég gekk einu sinni upp á Kristínartinda (minnir að þeir heiti það) þarna fyrir ofan Skaftafell og var það alveg frábær göngutúr og útsýnið þarna uppi var alveg frábært, enda var sól og logn þarna efst uppi.
16:32   Blogger Hjörleifur 

Tja - Höskuldur eða Hannes, það skiptir ekki öllu máli ;)
22:12   Blogger Sonja 
|
Skrifa ummæli
Ölmu og Sindrason
Hér er stóri guttinn viku gamall.
    
Það er svipur með feðgum.
13:54   Blogger Joi 
föstudagur, júlí 09, 2004
|
Skrifa ummæli
Morgunblaðið á Netinu
Að þetta skuli vera á forsíðu moggans....tja, er gúrkutíð í gangi?

Kona sneri sig á ökkla við Eilífsvötn
Björgunarsveitin í Aðaldal kom konu til hjálpar við Eilífsvötn, í Mývatnssveit, seinnipartinn í gær, en hún hafði snúið sig á ökkla. Var konan á gönguför með manni sínum, en þau höfðu lagt upp frá Laugum í Reykjadal. Eftir að búið hafði verið um ökklann var hjónunum ekið í Laugar, þar sem þau höfðu skilið eftir bíl sinn, að sögn lögreglunnar á Húsavík."
    
Hló með sjálfri mér þegar ég las þetta. Ég fékk blóðnasir í fyrradag, hefði átt að hringja í Fjarðarpóstinn ...

Ágústa
22:55   Anonymous Nafnlaus 
fimmtudagur, júlí 08, 2004
|
Skrifa ummæli
Tónlist
Já nú eru Metallicu tónleikar að baki hér á Íslandi, ekki fór ég og fannst mörgum það skrýtið, en einhvers staðar verður maður að draga mörkin, kostaði mikið. Hef reyndar séð þá amk 2 þ.a. ég lifi það af svo sem.
Er reyndar með þá á phoninum þegar ég skrifa þetta þ.a. ég get nú ekki neitað því að ég hefði alveg viljað fara á tónleikana, en sá á kvölina sem á völina.
Er núna að skoða gömul excel skjöl sem ég hef verið að dunda mér við að gera í gegnum síðasta ár, framlegðartímar, afköst, söluáætlanir osfrv. Ef ég væri mældur í excel skjölum þá væri ég sennilega orðinn ansi ríkur - en svo er ekki því miður.

Er núna að setja upp campaigns út árið og helst fram á næsta ár, með þessu er ég að skoða álagið lengra fram í tímann. PP ætlaði líka að senda á mig nafnið á bókinni sem hann var að kenna í aðgerðargreiningu og láta mig vita hvar ég get nálgast hana. Ég hef verið að skoða nefnilega hvort ég get nýtt mér simulation, bestun eða þess háttar í afkastagreiningu hjá mér, þ.e. flöskuhálsagreiningu ofl.

Lífið er svo alltaf ljúft þegar margir eru í fríi í vinnunni hjá mér, mín vinna tengist mikið öðru fólki og leið og það fer í frí þá kemst ég í rólegri heim þar sem tölvupóstssamkskiptum fækkar.

Á morgun ætla ég að byrja daginn á því að klára að senda af mér skjöl sem ég skulda þ.a. einhverjir hafi eitthvað að gera um helgina :)
    
|
Skrifa ummæli
Helgin
Við Sonja erum að fara í Skaftafell á morgun föstudag og er planið að leggja af stað um hádegi. Á laugardaginn ætlum við að fara í Núpsstaðarsskóg og í siglingu í Jökulsárlónum á sunnudeginum. Ég keypti mér áðan gönguskó sem ég fékk á 14þ krónur og ætti því að vera til í tuskið.
    
|
Skrifa ummæli
Tilgangsleysi
Sniðugur vefur þar sem hægt er að fletta upp gömlum og úreltum heimasíðum, þá var t.d. google svona árið 1998

Hægt er að fletta upp gömlum síðum hér á waybackmachine

og já, ég er frekar latur núna, enda ekkert markvert að gerast. Sennilegast ekki til neitt tilgangslausara en að fletta upp gömlum heimasíðum og botninum í tilgangsleysinu því náð. En það er bara jákvætt að geta náð botninum því þá er allt uppá við tilgöngum héðan í frá.
    
|
Skrifa ummæli
Ekkert markvert gerst í dag
    
|
Skrifa ummæli
Sumarfrí ofl.
Jæja nú styttist í fyrsta part sumarfrís míns, fer á miðvikudag en er á fundi allan þriðjudag og fram á hádegi á miðvikudegi.
Þ.a. eiginlega lýkur minni endanlegri veru á þriðjudag þar sem fyrirlestrarfundurinn tekur við. Þetta er fundur um Sölu og Oper. planning skilst mér.

Veit nú ekki mikil deili á þessu en þetta verður spennandi - svo er það bara fríið góða. Annars horfði ég mynd sem hét Good Boy í gær og fjallaði um lítinn strák sem gat talað við hunda, lítil sæt mynd með miklu gríni, þó misgott.
Ekki ætla ég nú að mæla með henni - tók hana aðallega fyrir EE sem er mikill hundaaðdáandi.

Stefni á útileigu um helgina, veit ekki enn hvert verður farið, en reynt verður að elta sólina eitthvað.

Annars er mjög gaman að fylgjast með öllu þessu fári í kringum fjölmiðlafrumvarpið þar sem þetta ætlar engan endi að taka, þ.e. umræðan.

Jæja þá eru það bara "2" dagar eftir þar til sumarfrí hefst.
    
Ég ætla með í útileguna
18:11   Blogger Hjörleifur 
miðvikudagur, júlí 07, 2004
|
Skrifa ummæli
Garðurinn heima og DVD slembibull
Nú er búið að saga niður fullt af trjám heima og er m.a. farið stóra ljóta grenitréið í garðinum og fullt af risastórum öspum.

Annars þá er það með mig og það sem ég helli mér útí að þá vill það oft verða doldið mikið því ef ég byrja á einhverju á annað borð þá er ég ekkert að spara í því, en ég keypti mér DVD spilara í gær, eins og fram hefur komið og úr því að ég var kominn með DVD spilara þá þurfti ég að sjálfsögðu að eiga einhverja DVD skrifanlega diska, svo ég keypti nokkra slíka, nánar tiltekið 100 slíka og kostuðu þeir bara rétt tæpar 20 þús kall eða tæpar 200 kr diskurinn. Nú hef ég sett stopp á allt sem við kemur tölvukaupum í bili. Nú fer í hönd sparnaðartímabil og verður peningunum nú eytt í ferðalög og sumarfrí, en þegar við förum út í september þá er stefnan sett á að kaupa digital myndavél og jafnvel köfunartölvu, en það fer bara eftir því hvernig gengur að spara hvað verður keypt í haust.
    
|
Skrifa ummæli
Golf
Golfmót hjá fyrirtækinu í kvöld og ég og húsfreyjan verðum líklegast í sama liði, en hann hefur staðið sig illa í þessum árlegu mótum og ég þurft að draga vagninn. Sjáum hvað setur í kvöld.
    
Vonandi gengur ykkur vel í húsfreyjustörfum dagsins
15:07   Blogger Hjörleifur 

Vaselínið verður að sjálfsögðu með, golfholurnar eru jú ekki sérlega stórar!

-undrabarn-
15:30   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Kvöldið
Í gær fór ég á FH-KR, leikurinn endaði 1-1 og var gaman að því að maður labbaði mjög svekktur út af leiknum vegna þess að FH hefði í raun átt að vinna leikinn. Gaman að sjá unga FH-inga slást um alla bolta og gera vel.
Ég trúi ekki öðru en að við lendum í topp 3 þetta árið og þar með Evrópa aftur - sad að sjá KR þessa dagana.

Síðan fór ég heim og horði á myndina Secondhand Lions og var hún mjög góð, þetta var mynd um samband tveggja eldri frænda (Caine og Duvall) og ungs frænda (Haley Joel Osment). Lítil falleg og góð mynd sem ég mæli eindregið með, mjög fyndin en einnig skemmtilega dramatísk og mjög skemmtilegar persónur auk þess er frásagnarstíllinn á köflum mjög skemmtilegur.

Mæli með að þið kíkið á þetta: http://www.imdb.com/title/tt0327137/
    

15:49   Blogger Hjörleifur 
þriðjudagur, júlí 06, 2004
|
Skrifa ummæli
megapunks
hmmm...

megapunks
    
|
Skrifa ummæli
Íslenskan
Ótrúlegt hvað íslenskan hefur breyst mikið undanfarin 10 ár eða svo, enda og má þar örugglega kenna um öllum nýju útvarpsstöðvunum því nú hlusta svo fáir á rás 1, þar sem eingöngu er töluð góð og kjarnyrt íslenska. Núna hlusta menn bara á skonrokk og x-ið, blögga og bögga og dissa og eru bara með attitjút, en er það ekki bara framtíðin, Ísland er bara að verða meira og meira svona sósíalt kosmó fyrirbæri með nýtískulegum húsum í bland við gamla tíma þar sem allir geta fílað sig vel og eru bara í gúddí geimi.
    
Fucking a!
16:40   Blogger Joi 

Groovy game hjá Hjöllanum
18:09   Blogger Árni Hr. 

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
18:10   Blogger Árni Hr. 

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
18:10   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
DVD djúnxspúnx
Var að kaupa þetta núna rétt í þessu á computer.is

MSI DR4-A DVD+RW/-RW DVD skrifari, innpakkaður í smásöluumbúðir

Helstu eiginleikar
# Framleiðslunúmer: DR4-A
# 4x DVD+R skrifhraði / 2.4x DVD+RW skrifhraði fyrir endurskrifanlega diska
# 4x DVD-R skrifhraði / 2x DVD-RW fyrir endurskrifanlega diska / 12x DVD-ROM leshraði
# 24x CD-R skrifhraði / 10x CD-RW skrifhraði fyrir endurskrifanlega diska / 40x leshraði á geisladrifi
# BURN-Proof? kemur í veg fyrir "buffer underrun" og lágmarkar diskaskemmdir við brennslu
# ABS (Anti-Bumping System) tækni
# HD-BURN (High Density Burn)
# Styður "over-burn" eiginleika
# Styður 99 (870 MB) eða 90 mínútna (800 MB) skrifanlega geisladiska (CD-R)
# Styður 8 cm eða 12 cm diskaþvermál
# 8 MB innbyggt biðminni (buffer)
# Uppfæranlegt "Firmware"
# Aukinn IDE/ATAPI tengibúnaður
# PIO Mode 4, DMA Mode 2 og UDMA Mode 2
# Virkar bæði í láréttri og lóðréttri stöðu
# Styður DVD+R skrifhraða á 2.4x og 4x
# Styður DVD+RW skrifhraða á 2.4x
# Styður DVD-R skrifhraða á 1x, 2x og 4x
# Styður DVD-RW skrifhraða á 1x og 2x
# Styður CD-R skrifhraða á 4x, 8x, 16x, 20x og 24x
# Styður CD-RW skrifhraða á 4x og 10x
# Styður HD-BURN CD-R skrifhraða á 6x, 12x, 16x og 24x
# Innihald pakkningar: DR4-A skrifarinn, ísetningarleiðbeiningar á mörgum tungumálum, Ahead Nero brennaraforrit á geisladiski + CyberLink PowerDVD 4.0 hugbúnaður á geisladiski, Sonic MyDVD + ShowBiz hugbúnaður á geisladiski, hljóðkapall og fjórar festiskrúfur.
    
Hvað er hann mörg megapúnks?
14:10   Blogger Joi 

Geisladrifið sem ég var með á tölvunni var frekar lélegt og höktandi á diskunum svo ég varð að skipta því út (það var gamalt og slitið 32 hraða geisladrif, sem kunni ekki að skrifa).
14:27   Blogger Hjörleifur 

Þú ert alveg að tapa þér í tækninni þessa dagana og spurning hvort ég verði ekki bara að fara að stoppa þig ;-)
Hvað kostar annars svona djúnx?
14:28   Blogger Joi 

þetta kostaði 10.972 kr
14:35   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Blogg
Heyrst hefur að undirritaður hefur ekki verið duglegur að blogga undanfarið - get svo sem ekki mótmælt því.
Reyni nú að taka mig á, sjáum hvað setur.

Annars er nú lítið að gerast hjá mér annað en vinna, þó keypti ég ferð til DK þar sem farið verður 14 júlí og komið heim 26 júlí. Ætla að skoða nýja barnið hans Gudda og auk þess ætla ég að skella mér til Jylland og kíkja á frænku og fjölskyldu.

Að sjálfsögðu eftir að ég var búinn að bóka ferðinina þá bauðst mér að fara á fund í Dublin og hver veit nema að ég brjóti upp ferðina og skelli mér þangað - ætla að skoða það á eftir.

Annars hefur EE verið að reyna að draga mig á suðurland um helgina, þ.e. þar sem Fosshótel er. Nú er hún að ýja að því að dragi Hjölla með - heyri kannski í honum á eftir með það, en er nú svona so so spenntur.

Jæja látum þetta duga í bili - má ekki fara of hratt af stað.
    
|
Skrifa ummæli
Mynd dagsins 6/7/2004


Þar sem við misstum af gyðingakirkjugarðinum í Warsaw þá fórum við í kirkjugarðinn í Krakow og tókum þar ansi mikið af myndum, enda mjög flott myndefni. Það er ótrúlegt að labba í gegnum þennan garð því maður fyllist einhverri innri ró vegna þess að þarna er mjög friðsælt.
    
Flott mynd
11:51   Blogger Árni Hr. 

Ótrúlega flott mynd það er mikill friður á myndinni, hvað skyldi standa á steininum??
bleik
12:29   Anonymous Nafnlaus 

Glæsileg mynd, enda gyðingagrafreitir gott myndefni
14:41   Blogger Hjörleifur 

Jamm, það er sennilega rétt að myndirnar taki of mikið pláss. Þessvegna spurði ég í bloggi um daginn hvort ég ætti að halda áfram að pósta hérna myndum og fékk bara eitt svar og það var frá Pálmfróði þar sem hann sagði mér að halda áfram að setja inn myndir!
Tja, skrítið að þú sért að benda mér á að ég bloggi ekki nægilega mikið því að ég hef sennilega blöggað 5x meira en þú undanfarna tvo mánuði þegar myndabloggin mín eru ekki tekin með ;-) Ég skal samt reyna að bæta mig ef BjaKK og Árni fara líka að blögga reglulega og hananú!
16:22   Blogger Joi 
mánudagur, júlí 05, 2004
|
Skrifa ummæli
Ekkert, en samt þó eitthvað smá
Ekki mikið að gerast núna, en ég er nú aðallega að tölvast eitthvað heima. Í gær bönkuðu uppá einhverjar 2 kellingar og spurðu hvort að einhver byggi hérna sem ég man ekki hvað heitir en er líklegast kellingin í skúrnum og ég sagði bara nei hún býr ekki hér og þá spurðu þær hvort að hún byggi þarna á bakvið og ég sagði bara með þurrum tón "það getur vel verið, hef ekki hugmynd um það". Þær voru greinilega í glasi og hafði ég ekki minnstan áhuga á að ræða við þær og lokaði svo bara hurðinni.

Í kvöld er það svo fótbolti í Kapplakrikanum, enda frábært veður til þess.
    
laugardagur, júlí 03, 2004
|
Skrifa ummæli
Fréttir
Nú er ég orðinn föðurbróðir, en Sindri og Alma eignuðust strák í gær. Ætla að kíkja á guttann á eftir.

Var í fríi í gær og var eitthvað að basla við að koma hinu og þessu upp í tölvunni með misjöfnum árangri, en Jói ætlar að hjálpa mér á eftir, en mig vantaði m.a. winzip, en það er nú frekar mikilvægt forrit svona í þjöppumálunum.
    
föstudagur, júlí 02, 2004
|
Skrifa ummæli
Myndir dagsins 2/7/2004

Palac Kultury I Nauki (Palace of Culture and Science) er stærsta bygging Warsaw (231m fyrir utan stöng) og lengi vel Póllands og var gjöf frá Stalín árið 1955 og var mikið tákn um kommúnistan og klukkuturninn er víst sá hæsti í heiminum. Margir Pólverjar hata þessa byggingu enda var hún ónotuð í 10 ár því Pólverjar vildu ekkert með húsið hafa. Núna er það notað í ýmsum tilgangi og við Sonja kíktum upp á útsýnissvalir á efstu hæðinni og sáum ansi víða.


Við fórum á stórann myndavélamarkað í Warsaw og vorum líklegast einu ferðamennirnir þarna inni því þetta virtust bara vera heimamenn. Þarna var til sölu nánast allt sem hægt er að fá í sambandi við myndavélar, gamalt og nýtt og skemmtilegt að skoða dótið þarna inni. Við keyptum þarna eina gamla "large format" myndavél, batterí í stóru stafrænu vélina okkar og eitthvað smádót.


Ef glöggt er skoðað má sjá Sonju standa fyrir aftan grindverkið ofarlega á myndinni. Gamli miðbærinn er c.a. 100m hægra megin við Sonju og þarna vorum við að koma úr strætóferð þar sem við smygluðum okkur um borð án þess að borga.
    
fimmtudagur, júlí 01, 2004
|
Skrifa ummæli
Nágrannar
Nágranarnir eru fullir núna, voru á leiðinni heim til sín þegar ég var að labba út í bíl og voru það 2 fullir á labbinu og annar þeirra var að reyna að segja eitthvað, en hinn nennti ekkert að hlusta á hann og svona gengu þeir í hlykkjum eftir gangstéttinni og þegar þeir voru alveg að koma að húsinu sagði annar þeirra bara "Æi hættu þessu og fáum okkur bara í glas" og eftir það var bara þögn og þeir gengu inn í garðinn og ég settist inn í bíl.
    
Og jafnvel myndir...
Kv. Robbi
18:56   Anonymous Nafnlaus 
|
Skrifa ummæli
Ósigur knattspyrnunnar
Þessi leikur var nú ljóta vitleysan og beið knattspyrnan ósigur í kvöld þar sem að lélegra liðið komst áfram, en oft virtist það nú vera þannig í leiknum að Grikkir voru allt í einu orðinr 12 á móti 11, sem gerði það t.d. að verkum að Tékkarnir fengu ekki víti og oft dæmt á Koller fyrir að vera stór því ef lítill Grikki hoppaði upp með honum og lét sig svo detta þá var það brot og það var algjörlega tilviljanakennt hvort menn fengu gul spjöld eða ekki. Já ég segi og skrifa, knattspyrnan beið ósigur í kvöld og hananú!!!
    
|
Skrifa ummæli
Ný Tölva
Keypti mér tölvu í gær, þetta er fyrsta tölvan sem ég kaupi mér, en hingað til hef ég verið með afganga frá bróður mínum. Í gærkvöldi fór ég með gömlu tölvuna sem hann keypti árið 1988 (ISLAND tölva, með litlum gulum skjá og windows 2,eitthvaðlítið) inn í skáp, en hin sem var aðeins betri og frá árinu 1993 og var með Pentium 90 örgjörva (þ.e. 90 MHz örgjörvi) og kostaði hún nú sitt á sínum tíma og þótti hið mesta tryllitæki, enda sérpöntuð frá bandaríkjunum og áttu fáir hér slíkan kostagrip. Sú tölva er nú öll í henglum og var ég m.a. búinn að saga kassann til, til að koma fyrir öðru móðurborði (sem var svo ónýtt eftir allt saman). Ég á bara eftir að keyra hana á sorpu (snökt snökt). Nýja tölvan er þrusu góð og á ábyggilega eftir að endast næstu 10 árin eða lengur (eins og fyrirennarar hennar). Þetta fékk ég á 42900 kr:

Örgjörvi - 2500XP Amd Barton 640k cache, Advanced 333MHz Bus
Örgjörvavifta - CoolerMaster lágvær (DP5-7J51E-0L) Low noice vifta sem snýst á aðeins 2750rpm
Móðurborð - Microstar K7N2GM-IL 333FSB, ATA133, dual channel DDR400, 6xUSB2, 3xPCI, AGP8x
Vinnsluminni - 256MB Corsair DDR333 333MHz PC2700 stakur kubbur (möguleiki á DUAL DDR minnisnýtingu)
Hljóðkort - Dolby Digital 5.1 hljóðkerfi innbyggt í nForce2 kubbasettið
Skjákort - Geforce 4 nForce allt að 128MB DUAL DDR333, AGP8x og TV-út tengi
Harðdiskur - 80 GB 7200rpm "Special Edition" með 8mb Buffer frá Western Digital (forsniðinn og tilbúinn)
Turn - Medium Tower Turn kassi 300W (Artemis) með 2 USB tengi við framhlið
Annað - Innbyggt 10/100 netkort, PC Cillin vírusvörn og fleira gott
    
Takk, nú fer að verða raunhæfur möguleiki til að tengja saman nokkrar tölvur og spila AOE eða eitthvað þvílíka, rætt var aðeins um það í gær eftir leik að EYÐA 2-3 klukkutímum í viku í svoleiðis vitleysu, eru ekki allir til í það?
15:52   Blogger Hjörleifur 

Ég er diddelídúddelí til!
16:03   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar