Ný Tölva
Keypti mér tölvu í gær, þetta er fyrsta tölvan sem ég kaupi mér, en hingað til hef ég verið með afganga frá bróður mínum. Í gærkvöldi fór ég með gömlu tölvuna sem hann keypti árið 1988 (ISLAND tölva, með litlum gulum skjá og windows 2,eitthvaðlítið) inn í skáp, en hin sem var aðeins betri og frá árinu 1993 og var með Pentium 90 örgjörva (þ.e. 90 MHz örgjörvi) og kostaði hún nú sitt á sínum tíma og þótti hið mesta tryllitæki, enda sérpöntuð frá bandaríkjunum og áttu fáir hér slíkan kostagrip. Sú tölva er nú öll í henglum og var ég m.a. búinn að saga kassann til, til að koma fyrir öðru móðurborði (sem var svo ónýtt eftir allt saman). Ég á bara eftir að keyra hana á sorpu (snökt snökt). Nýja tölvan er þrusu góð og á ábyggilega eftir að endast næstu 10 árin eða lengur (eins og fyrirennarar hennar). Þetta fékk ég á 42900 kr:
Örgjörvi - 2500XP Amd Barton 640k cache, Advanced 333MHz Bus
Örgjörvavifta - CoolerMaster lágvær (DP5-7J51E-0L) Low noice vifta sem snýst á aðeins 2750rpm
Móðurborð - Microstar K7N2GM-IL 333FSB, ATA133, dual channel DDR400, 6xUSB2, 3xPCI, AGP8x
Vinnsluminni - 256MB Corsair DDR333 333MHz PC2700 stakur kubbur (möguleiki á DUAL DDR minnisnýtingu)
Hljóðkort - Dolby Digital 5.1 hljóðkerfi innbyggt í nForce2 kubbasettið
Skjákort - Geforce 4 nForce allt að 128MB DUAL DDR333, AGP8x og TV-út tengi
Harðdiskur - 80 GB 7200rpm "Special Edition" með 8mb Buffer frá Western Digital (forsniðinn og tilbúinn)
Turn - Medium Tower Turn kassi 300W (Artemis) með 2 USB tengi við framhlið
Annað - Innbyggt 10/100 netkort, PC Cillin vírusvörn og fleira gott
|
Takk, nú fer að verða raunhæfur möguleiki til að tengja saman nokkrar tölvur og spila AOE eða eitthvað þvílíka, rætt var aðeins um það í gær eftir leik að EYÐA 2-3 klukkutímum í viku í svoleiðis vitleysu, eru ekki allir til í það?
15:52 Hjörleifur
Ég er diddelídúddelí til!
16:03 Joi
|
|