fimmtudagur, júlí 01, 2004
|
Skrifa ummæli
Ný Tölva
Keypti mér tölvu í gær, þetta er fyrsta tölvan sem ég kaupi mér, en hingað til hef ég verið með afganga frá bróður mínum. Í gærkvöldi fór ég með gömlu tölvuna sem hann keypti árið 1988 (ISLAND tölva, með litlum gulum skjá og windows 2,eitthvaðlítið) inn í skáp, en hin sem var aðeins betri og frá árinu 1993 og var með Pentium 90 örgjörva (þ.e. 90 MHz örgjörvi) og kostaði hún nú sitt á sínum tíma og þótti hið mesta tryllitæki, enda sérpöntuð frá bandaríkjunum og áttu fáir hér slíkan kostagrip. Sú tölva er nú öll í henglum og var ég m.a. búinn að saga kassann til, til að koma fyrir öðru móðurborði (sem var svo ónýtt eftir allt saman). Ég á bara eftir að keyra hana á sorpu (snökt snökt). Nýja tölvan er þrusu góð og á ábyggilega eftir að endast næstu 10 árin eða lengur (eins og fyrirennarar hennar). Þetta fékk ég á 42900 kr:

Örgjörvi - 2500XP Amd Barton 640k cache, Advanced 333MHz Bus
Örgjörvavifta - CoolerMaster lágvær (DP5-7J51E-0L) Low noice vifta sem snýst á aðeins 2750rpm
Móðurborð - Microstar K7N2GM-IL 333FSB, ATA133, dual channel DDR400, 6xUSB2, 3xPCI, AGP8x
Vinnsluminni - 256MB Corsair DDR333 333MHz PC2700 stakur kubbur (möguleiki á DUAL DDR minnisnýtingu)
Hljóðkort - Dolby Digital 5.1 hljóðkerfi innbyggt í nForce2 kubbasettið
Skjákort - Geforce 4 nForce allt að 128MB DUAL DDR333, AGP8x og TV-út tengi
Harðdiskur - 80 GB 7200rpm "Special Edition" með 8mb Buffer frá Western Digital (forsniðinn og tilbúinn)
Turn - Medium Tower Turn kassi 300W (Artemis) með 2 USB tengi við framhlið
Annað - Innbyggt 10/100 netkort, PC Cillin vírusvörn og fleira gott
    
Takk, nú fer að verða raunhæfur möguleiki til að tengja saman nokkrar tölvur og spila AOE eða eitthvað þvílíka, rætt var aðeins um það í gær eftir leik að EYÐA 2-3 klukkutímum í viku í svoleiðis vitleysu, eru ekki allir til í það?
15:52   Blogger Hjörleifur 

Ég er diddelídúddelí til!
16:03   Blogger Joi 
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar