þriðjudagur, febrúar 28, 2006
|
Skrifa ummæli
Breytingar
Undanfarið hefur verið mjög mikið að gera hjá mér, en ég er semsagt búinn að vera á fullu að taka til og henda og þrífa og þrífa og þrífa og henda og þrífa á heimii mínu Freyjugötu 34. En þannig er mál með vexti að ég er semsagt alveg fluttur núna og leigði út íbúðina mína og afhenti lyklavöldin nýjum íbúa í gærkvöldi og er hann væntanlega fluttur inn núna (en hann ætlaði einmitt að flytja núna í morgunn svo að hann gæti þrifið íbúðina sem hann var í. En vegna þessa flutninga þá varð ég að fara með kisu littlu til dýralæknis og er hún því nú á hinum eilífu veiðilendum að veiða mýs og fugla eins og hana lystir.

Í morgun sendi ég svo flutningstilkynningu á hagstofuna og er því opinberlega fluttur (amk þegar búið verður að fara yfir tilkynninguna og samþykja hana)

Næsta mál er því bara að drífa í því að selja bílinn og tekst vonandi áður en ég fer út, en ekkert of bjartsýnn á að það gangi eftir amk hefur enginn hringt enn og setti ég bílinn á sölu í síðustu viku.
    
mánudagur, febrúar 27, 2006
|
Skrifa ummæli
Fjölmiðlavaktin
Var að hlusta á útvarpið á leið í vinnu og þar var Hallgrímur Þorsteinsson (held ég) með einhvern spjallþátt og átti þessa setningu:

"Við erum í hættu að erlend menningaráhrif hafi þau áhrif á okkur Íslendinga að við séum að missa ædentetíið okkar."
    
Eftir að Megas sagði "böns of monní" þegar hann var spurður að því hvaða þýðingu íslensku menningarverðlaunin (eða eitthvað svoleiðis) þýddi fyrir hann, þá hefur það verið í tísku að tala um íslenska menningu með enskuslettum og er það alltaf jafn frumlegt. Þó að þetta hljómi eins og nöldur og skætingur þá er það bara kol rangt og hananú!!!
11:57   Blogger Hjörleifur 
sunnudagur, febrúar 26, 2006
|
Skrifa ummæli
Myndir

Canon EOS 20D - EFS 17-40mm f/4.0L @ 24mm - f/6.3 - ISO100 - 1/125s

Ég setti inn slatta af myndum frá því við fórum í sveitina í byrjun janúar, um 173 stk. Nokkrar fínar myndir sem ég er ánægður með. Við settum smá texta með öllu myndum og því er kannski ágætt að stilla á journal útlitið sem er fyrir ofan myndina því þá koma um 20 myndir á sömu síðu og texti með myndunum - síðan er hægt að smella á mynd ef maður vill skoða hana í stærri útgáfu.
Hérna er galleríið: Sveitin
    
|
Skrifa ummæli
joePhotos
Hi Joe
We have been lurking on your blog for some months (sorry we haven't posted many comments previously). The very fine pictures on your site played a big part in encouraging us to visit Iceland. We are there in early March. We have posted about your site here - http://atypicaltravel.wordpress.com/ and our photo-blog is here - www.atypical.me.uk .
Thanks for all the great pics - Pen and Tone
    
laugardagur, febrúar 25, 2006
|
Skrifa ummæli
Fréttir
Já ég hef ekki haft mikinn tíma til að blogga undanfarið enda verið að vinna frá 8-19 á hverjum degi og svo heg ég tekið 2 tíma að klára tölvupósta osfrv. Ástæðan er sú að við vorum að setja upp 2 ný kerfi sem hafa breytt okkar vinnu ansi mikið þar sem annað snýr að allri verksmiðjunni.

Nú í dag var EE að útskrifast og var þetta bara ágætis útskrift, eina sem var eiginlega leiðinlegt var ræða rektors en hún var löng og um framtíð skólans, en þetta voru einmitt nemendur sem voru að klára skólann og hefði ræðan mátt snúast meira um það en einhvera lofræðu um skólann.

Í kvöld ætlar EE að halda smá veislu fyrir vini og fjölskyldu og verður því smá húllumhæ hjá henni. Ég ætla nú að vera rólegri þar sem ég ætla að vinna smá á morgun.
Þessa dagana er ég eitthvað slæmur í hnéi og vona ég að það verði ekki langvarandi, leiðinleg þessi endalausu smámeiðsl sem ég er með, kannski er ég að ofkeyra mig og viðbrögð líkamans á þennan máta, amk vill EE meina það að þetta er nú kannski bara andlegt frekar en líkamlegt.
En ég sé til þegar líður á vikuna, nú er ég bara ánægður að ná að sofa út í morgun þar sem mikil vinna hefur verið undanfarið.
Einnig er ég að vinna í að skipuleggja sumarfrí, er nú ekki enn búinn að ákveða mig en ég enda nú sennilega ekki á eurovision fylleríi í grikklandi eins og sumir :)

Þurfti að kaupa dekk á jeppalinginn minn um daginn, það kostaði jafn mikið og heill umgangur á daiarann gamla, frekar dýrt dæmi, svona er að vera á eðalbíl. Við fórum með hann um daginn í skoðun til að viðhalda ábyrgðinni, stóðst með afbrigðum vel (kostaði jafn mikið og eitt dekk), áttum að fara eftir 15 þús km en fórum ekki fyrr en eftir rúmlega 20 þús km, en það reddaðist þó.

Einnig er ég mikið að velta því fyrir mér að færa mig yfir í enduro hjól í staðinn fyrir crossara, gæti verið einfaldara, þó þarf ég að taka mótorhjólapróf til að klára það.

En þetta er ég í hnotskurn, pæla og pæla, vantar stundum að klára málin þegar snýr að eyðslu peninga - því ekki er ákvarðanataka vandamál í vinnunni.

Svo er Jói að hugsa um enduro hjól ef ég kaup vissa myndavél, ég er að hugsa út í það enn.
    
|
Skrifa ummæli
Íbúðin mín
Auglýsti íbúðina mína til leigu í gær hjá stúdentamiðlun, í mogganum (bæði blað og vef) og einhverjum nýjum íbúðaleiguvef þar sem að kostar ekkert að setja inn auglýsingu. 75 þúsund kall/mánuði. Nú þegar komnar 2 fyrirspurnir og báðar hljóma þannig að fólkið vilji bara flytja inn núna. Svo það ætti ekki að verða erfitt að koma íbúðinni í leigu.

Jói, spurning hvort að þú leigir ekki bara út þína íbúð í stað þess að selja, þú gætir eflaust fengið 120 þús á mánuði (tékkaði á leigulistanum á 3ja herbergja og þar var ein á 125) Þannig gætirðu látið þá íbúð borga upp stóran hluta af nýju íbúðinni. Þetta var bara svona pæling.
    
Já, spurning - ef hún verður ekki seld innan mánaðar þá ætla ég að skoða málið.
13:56   Blogger Joi 
föstudagur, febrúar 24, 2006
|
Skrifa ummæli
System of a Down er besta hljómsveit í heimi - spurning að setja það í forgang að fara á tónleika með þessum snillingum?
    
|
Skrifa ummæli
Tippfundur
Tippfundur verður kl. 12:05 á morgun í kaffistofu Norrænahúsins.

Ætlar einhver að taka að sér að hringja í Árna og Sigga svo þeir gleymi ekki fundi einu sinni enn.
    
Kaffistofan opnar ekki fyrr en 12.00 að ég held.
15:38   Blogger Joi 

Árni mætir - en getum við haft þetta 11.45 þar sem ég þarf að vera mættur í útskrift uppi í HÍ klukkan 13.00

Þessi staðsetning hentar greinilega vel :)
15:41   Blogger Árni Hr. 

Segjum það - mætum kl. 11:59 stundvíslega.
15:42   Blogger Joi 

ok - getum við þá haft þetta 12.00 - menn mæta bara tímanlega, þetta er nú stutt fyrir mig að fara þ.a. það ætti að vera í lagi
15:46   Blogger Árni Hr. 

Mæting 11.59 og ekkert svona PP
16:44   Blogger Árni Hr. 

Hmm...spurning um að ég fari nú bara labbandi í þetta skiptið
22:18   Blogger Hjörleifur 

Charlton - Aston Villa:
Charlton's home form has improved recently, with Arsenal the only away team to have recorded a victory at The Valley since early December.

Liverpool were the latest Premiership side to taste defeat in south-east London, and Hughes believes the 2-0 victory over the European champions lifted the whole squad.

He declared: ``The Liverpool game was a big, big win for us - and we need to take that into every match now.''
10:58   Blogger Hjörleifur 
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
|
Skrifa ummæli
Sýn
Sýn mun hafa júní mánuð í áskrift á 14.200 kr. - það er ansi dýrt fyrir mánaðaáskrift. Þeir voru að hringja og bjóða mér áskrift á fjögurþúsundogeitthvað og binda mig í 6 mánuði til að losna við þetta háa gjald í sumar. Spurning hvað maður gerir - kannski bara kíkja á pubb á hvern leik og þá erum við að tala um 500-1000 kall á leik í bjór og ekki er það ódýrara. Kannski kaupum við Hjölli bara saman áskrift og höfum HM horn heima hjá honum eða mér.

Heyrst hefur að Hjölli og Matthew ætli að fara til Grikklands á Eurovision í vor - sel það ekki dýrara en ég keypti það.
    
Ja, ertu viss um að gjaldið hækki ekki eitthvað fyrir fasta áskrifendur í þessum mánuði?
09:58   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Búrkni
Til gamans ætla ég að setja hérna inn 4 myndir sem ég tók af Búrkna vinnufélaga mínum þegar ég var að prófa 5D vélina mína sem ég keypti mér fyrir nokkru síðan. Myndirnar eru teknar á 17-40mm linsu og þar sem vélin er "full frame" þá verða þær nokkuð gleiðar. Búrkni hefur mikla athyglisþörf þannig að hann verður væntanlega mjög ánægður með þetta þó hann sé nú reyndar ekki nakinn á myndunum. Myndirnar eru allar teknar á ISO 1600.




    
miðvikudagur, febrúar 22, 2006
|
Skrifa ummæli
Bíllinn minn
Bíllinn minn er til sölu. Mjög gott eintak.
    
Af því að ég er á 2 bílum núna en get bara keyrt einn í einu og hinn bíllinn er bíllinn hans Matthews og planið er að selja hann í sumar og kaupa splunkunýjan bíl.
18:03   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Það er ótrúlegt að vita til þess að eini miðjumaður (central midfielder) United sem er heill er skoski leikmaðurinn - þeir verða að kaupa 3 miðjumenn í sumar til að geta eitthvað næsta vetur. Skoski leikmaðurinn væri meðalmaður í 2 deild á englandi.
    
Vinsamlegast ekki nefna nafn Skoska leikmannsins, það boðar ógæfu!
13:24   Blogger Joi 

Það kannski sleppur en spurning hvort það borgi sig að leika sér að eldinum.
13:28   Blogger Joi 

Hvaða hvaða, Hemmi Gunn fílar þennan leikmann alveg í tætlur :)
Annars er þetta bara spurning um að henda roonsa inn á miðjuna og hafa saha og nisteldude frammi
13:32   Blogger Árni Hr. 

Já, ég held að það gæti virkað - Roona er það mikill snillingur að hann gæti spilað allar stöður - er sennilegast ekkert verri í markinu en Van Der Saar þó hann sé góður.

Ég held að það ætti að prófa að henda honum á miðjuna, gæti verið snilldar leikstjórnandi. Ronaldo gæti líka verið góður frammi ásamt Nistelrooy en Saha er að gera góða hluti og hann og Nistelrooy eru sennilega bestir frammi og Ronaldo á kantinum.
13:33   Blogger Joi 

Já Ronaldo á einum kanti og Park á hinum, roosterinn og skotinn á miðjunni og þá klikkar þetta ekki
13:36   Blogger Árni Hr. 

Nei, ég vill ekki sjá Skoska leikmanninn á miðjunni - myndi frekar nota einhverja yngri leikmenn eða jafnvel Solskjær my only solskjaer you make me happy when times are gray sem er að koma aftur og hann gæti spilað á miðjunni. Eins finnst mér O'Shea betri kostur en sá skoski og jafnvel að prófa Rossi en hann er búinn að skora 23 mörk á tímabilinu með varaliðinu.
13:40   Blogger Joi 

Nú veit ég sama og ekkert um málið, en ætla að gá hvort ég get ekki storkað forlögunum, byggt á því sem ég les hér úr:

FLETCHERFLETCHERFLETCHERFLETCHER
FLETCHERFLETCHERFLETCHERFLETCHER
FLETCHERFLETCHERFLETCHERFLETCHER
FLETCHERFLETCHERFLETCHERFLETCHER
FLETCHERFLETCHERFLETCHERFLETCHER
FLETCHERFLETCHERFLETCHERFLETCHER
09:55   Blogger Burkni 
|
Skrifa ummæli
Maður rýkur inn um dyrnar heima hjá sér og segir við konuna:
Drífðu þig að pakka niður, ég var að vinna í lottóinu!

Hún: Á ég að pakka fyrir hlýtt eða kalt veður?

Hann svarar: Mér er alveg sama; vertu bara farin fyrir hádegi.
    
þriðjudagur, febrúar 21, 2006
|
Skrifa ummæli
Click to find out your rating!

Suitable for 15 years or older. Films in this category can be about anything, say 'fuck' a lot, probably get to see all sorts of guns and shooting, but no open heart surgery with a knife. Most 'R' rated films in America fit into this category.

Examples: Alien, The Sixth Sense
    
ég fékk 18
15:19   Blogger jonas 
|
Skrifa ummæli
Þið skuluð bara passykkur
My life has been rated:
Click to find out your rating!
See what your rating is!
Created by bart666


Suitable for 18 years or older. This is real life. Anything in this category is considered to be of subject matter relating to adult life, that happens day in and day out. Walking down the street is an 18 certificate. You have a life, well done.

Examples: American Beauty, Scary Movie
    
mánudagur, febrúar 20, 2006
|
Skrifa ummæli
Að kunna sín takmörk
Fínasta helgi að baki. Á föstudaginn fórum við Sonja með fjölskyldu hennar á Akureyri og var leigt þar heilt raðhús undir fólkið (9 manns). Á laugardaginn var brunað upp í Hlíðarfjall og ég horfði á leikinn í hádeginu og fór síðan aftur upp í fjall. Síðan var borðað á Greifanum og um kvöldið horft á söngvakeppnina og spilað Buzz. Á laugardaginn var síðan skíðað fram eftir degi og farið heim seinnipartinn.

Á sunnudaginn var ég að prófa skíði í fyrsta skipti í um 15 ár. Þegar ég var 6-7 ára var ég nokkuð sleipur því ég bjó á Seyðisfirði í eitt ár og var nánast daglega á skíðum um veturinn enda var hann snjóþungur með eindæmum. Ég byrjaði á sunnudaginn í barnabrekkunni enda bjóst ég ekki við að kunna neitt en var nokkuð öruggur bara og fór því í næstu brekku. Ég tók hana jafn létt og greinilegt að þetta er svipað og að hjóla, þ.e. að maður býr að kunnáttunni þó maður stundi þetta ekkert í áratugi. Við fórum því næst í góða brekku sem er með diskalyftu og tók ég hana aftur með trompi, brunaði niður og notaði plóginn þegar þurfti og var ekki einu sinni nálægt því að detta. Við ákváðum því að taka næstu lyftu upp frá þessari lyftu og vorum komin í nokkra hæð þegar þangað var komið. Ég var uppfullur af einhverri ótrúlegri sjálfstrú eftir að hingað til hlutirnir hefðu gengið svona vel og fannst ég ráða við allt og vera konungur fjallsins. Þegar upp var komið renndi ég mér af stað án þess að hugsa um það tvisvar og fór ég strax og mjög mikla ferð enda ansi bratt. Ég setti því í plóginn til þess að minnka aðeins ferðina en hann hafði ekkert að segja, hraðinn jókst bara. Í einhverju stundarbrjálaði ákvað ég því að bruna bara áfram en náði fljótt alveg sóðalegum hraða og ekki séns að nokkur nema atvinnumaður nái að bruna niður allt fjallið. Ég sá því að þetta myndi nú ekki ganga lengi svona og ég væri komin í nokkur vandræði. Ég ákvað því að reyna að sviga aðeins til hliðar, þ.e. að láta annað skíðið til hliðar, sem er jú fyrsta hreyfingin í svighreyfingu - og um leið og ég lét skíðið aðeins til hliðar fór ég í loftköstum niður og var þetta sennilega svipað og þegar maður sér menn detta í bruni á vetrarólympíuleikunum. Skíðin hentust af mér og rann eitthvað niður brekkuna en það að festingarnar virkuðu eins og þær eiga að virka, þ.e. að skórnir fara úr þeim við ákveðið álag varð til þess að ég var ómeiddur en fann fyrir smá verk í annari löppinni og var smá ringlaður í hausnum. Eftir þetta fór ég að hlusta á ráðleggingar Sonju sem er nokkuð vön og hafði líklegast gott að þessari byltu því ég hefði sennilega farið upp á topp á fjallinu og farið að stökkva fram af klettum og það hefði nú endað illa ;-)
Ég fór aftur þessa brekku og fór mun varlegra en áður og svigaði niður með stórum ráðherrabeygjum. Við fórum eftir þetta nokkrar ferðir, t.d. í stólalyftuna og datt ég 2-3 í viðbót en bara létt.

Fínt að prófa skíði aftur og nokkuð gaman bara enda var alveg logn og heiðskýrt og ekki hægt að fá betra skíðaveður.
    
Já ég sé þig alveg fyrir mér hendast þarna niður með skíðin fljúgandi á eftir þér væntanlega stungist svo sitthvoru megin við þig eftir að þú stöðvaðir. Varstu ekki annars að pæla í því að fara á snjóbretti?
13:47   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
hvaða hvaða
Tja hver veit nema að þetta sé bara komið í lag
    
|
Skrifa ummæli
Prufa 2
Eða er þetta kannski bara í lagi?
    
|
Skrifa ummæli
Prufa
Er þetta bilað?
    
sunnudagur, febrúar 19, 2006
|
Skrifa ummæli
1x2
Áætlaðar vinningsupphæðir
13: 2.642 raðir 7.230 kr.
12: 39.866 raðir 300 kr.
11:256.210 raðir 0 kr.
10:936.363 raðir 0 kr.

Eins gott að við vorum ekkert að fá 13 rétta núna, maður hefði bara orðið enn svektari. En við fengur 7 raðir með 10 réttum.
    
miðvikudagur, febrúar 15, 2006
|
Skrifa ummæli
Ég kýs dag og nótt
    
|
Skrifa ummæli

    
Þetta minnir mig óneitanlega á skrýtlur Hugleiks - nokkuð fyndið finnst mér.
16:04   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Fuglaflensa
Ætli maður verðir ekki bara að ferðast innanlands í sumar og bíða með allar heimsreisur fram á næsta eða þarnæsta ár?

Úr RÚV:
Danskir fuglafræðingar sögðu í morgun að fuglaflensuveiran H5N1 hefði í raun nú þegar borist til Danmerkur. Hún greindist í gær í tveimur dauðum svönum á þýsku eyjunni Rügen í Eystrasalti, aðeins um 40 kílómetra frá Danmörku. Fuglafræðingarnir sögðu sama svanastofninn á Rügen og í Danmörku og þess væri því skammt að bíða að flensan bærist yfir landamærin. Nú þegar í morgun hafa um 40 dauðir svanir og endur fundist á dönsku eyjunum Borgundarhólmi, Falstri, Mön og Munstri en ekki er enn vitað úr hverju fuglarnir drápust.

Íslensk stjórnvöld ætla, í samstarfi við Dani, að reyna að tryggja forgang Íslendinga að 300.000 skömmtum af bóluefni fari heimsfaraldur inflúensu af stað. Athuganir á fuglum hérlendis hafa ekki leitt í ljós fuglaflensusmit.
    
verðum við ekki bara að fjölga köttum og losa okkur við fuglana. Eðlukjöt bragðast nokkuð svipað, svo við getum bara byrjað að borða eðlur í staðin og málið er dautt.
14:25   Blogger Hjörleifur 

Ég sting upp á ferðalögum í Ameríkunni, suðuhluta þeirrar heimsálfu og sérstasklega Kúbu!!
16:54   Anonymous Nafnlaus 
þriðjudagur, febrúar 14, 2006
|
Skrifa ummæli
Dagur
Ég sá lesendabréf í Blaðinu áðan þar sem lesandi var að tala um að Dagur B. hafi verið lélegur í Kastljósinu og verið uppfullur af klisjum og hann hefði farið að hugsa að það hafi verið mistök að kjósa hann. Ég er 100% sammála öllu sem kom fram í þessum pistli, mér fannst Dagur koma hræðilega út í þessu viðtali var eins og 60 ára gamall rykfallinn pólitíkus sem gerði ekkert annað en að henda fram klisjum til að komast framhjá því að svara spurningum spyrjanda. Hann verður nú að standa sig betur en þetta ef hann ætlar að gera einhverjar rósir í vor.
    
ég sparka bara í hann í fótboltanum ef hann verður eitthvað slappur í sjónvarpinu
19:36   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Stóra myndatökumálið
Hvað er að frétta af stóra myndatökumálinu? Er forstjóri Smáralindar búinn að bjóða þér góðan díl fyrir að tala ekki um málið, eða ætlar Persónuvernd að ganga í málið og fjarlægja listann yfir fólk sem hefur tekið myndir þarna inni?
    
Hvorki forstjórinn né persónuvernd hafa svarað póstunum mínum þannig að þetta mál virðist ætla að fjara út.
16:01   Blogger Joi 

Já þetta er sterkur leikur hjá þeim báðum. Sjálfsagt hefur forstjórinn hringt í persónuvernd og gefið þeim út að borða ef þeir gerðu ekkert í málinu og málið er dautt.

Hver verður þá næsti leikur? Skrifa í Ljósmyndakeppni.is eða DV?
16:26   Blogger Hjörleifur 

Jamm, fínn leikur hjá þeim!

Næsti leikur er að fara á fund forsetisráðherra eða jafnvel utanríkisráðherra og ég er með í spilunum að bjóða fram nýjan lista í sveitastjórnakosningunum næsta vor. Ég er með nokkra sterka einstaklinga með mér í því máli og eru helstu stefnumál þessi:

1. Leggja áherslu á umhverfismál og fá menn til að lifa í sátt við náttúruna í staðin fyrir að keyra móður jörð í strand.
2. Leyfa myndatöku í Smáralind.
3. Leggja áherslu á heiðarleika í stjórnmálum þar sem allt verður gegnsætt og valdapot og stöðuveitingar fyrir vini vini og kunningja (jafnvel frændur) verður ómögulegt.
4. Kalla til sérfræðinga á hverju sviði fyrir sig í stærri málum til að leggja faglegt mat á hvert mál og skoða það frá öllum hornum. Þannig myndu t.d. vatnsgreiddir ungir jakkafatastrákar ekki taka jafn stórar ákvarðanir sem þeir ráða ekki við.

Þú ert hérmeð boðinn velkominn á listann Hjölli minn!
16:56   Blogger Joi 

Sennilegast mjög auðvelt að koma öllu þessu í gegn, nema lið 2
19:35   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Tipp
Ég fer til Akureyri seinni partinn á föstudaginn og verð því ekki á tippfundi á Laugardaginn. Ég gæti hinsvegar komist seinnipartinn í kvöld, á morgun eða hinn eða jafnvel í hádeginu á morgun eða föstudag. Það er líka allt í lagi að hafa fundinn bara á föstum tíma því þessir fundir eru greinilega ekki mjög heilagir hjá mönnum og allt í lagi að sleppa einum og einum fundi bitz.
    
mánudagur, febrúar 13, 2006
|
Skrifa ummæli
Morgan Kane
Spurning að allir meðlimir Morgan Kane taki þessa pillu og við athugum hvort það verði eitthvað úr klúbbnum eftir það? Það þarf að fara að ákveða með fyrsta fund. Haukur er erlendis næstu tvær vikurnar og ég verð á Akureyri á næstu helgi en það þarf samt ekki að stíla upp á að allir komist.

Spilafíklar geta nú séð fram á að hafa betur í baráttunni við spilafíknina því sérfræðingar við Minnesota-háskólann í Bandaríkjunum, sem gert hafa tilraunir með að lækna sjúklega spilafíkn, hafa tilkynnt jákvæðar niðurstöður úr rannsókn með nýrri pillu, sem inniheldur m.a. nalmefene.
    
|
Skrifa ummæli
Fékk þetta í pósti frá Amnesty

Shi Tao, kínverskur blaðamaður, afplánar nú 10 ára fangelsisdóm fyrir að senda tölvupóst til Bandaríkjanna.

Hann var ákærður fyrir að ?uppljóstra um ríkisleyndarmál til erlendra aðila? með því að nota póstfangið sitt hjá Yahoo.

Samkvæmt dómskjölum um sönnunargögnin sem leiddu til dómsins yfir Shi Tao, var það bandaríska netfyrirtækið Yahoo sem upplýsti kínversk stjórnvöld um eiganda netfangsins.

Shi Tao var ákærður fyrir að senda tölvupóst sem gaf ágrip af tilskipun Kommúnistaflokks Kína, en þar voru blaðamenn varaðir við hugsanlegri ólgu meðan á afmæli 4. júní hreyfingarinnar stæði (í minningu atburðanna við Tiananmen-torg) og þeim skipað að auka ekki á þessa ólgu í skrifum sínum.

Shi Tao er í fangelsi fyrir að nýta sér tjáningarfrelsi sitt með friðsamlegum hætti, en sá réttur er bundinn í alþjóðalögum og stjórnarskrá Kína. Amnesty International álítur Shi Tao vera samviskufanga.


Alveg magnað hvað hægt er að komast upp með í krafti stærðarinnar. Kínverska stjórnin getur vaðið yfir landa sína (og önnur lönd) með svo yfirgengilegum hætti að manni blöskrar svo vægt sé til orða tekið, en þar sem að þeir eiga fullt af peningum sem öll fyrirtæki vilja ná í og skipta því við, sem eðlilegt er, en þá finnst mér samt að þau verði nú að passa sig.

Það sem Yahoo gerði í þessu máli finnst mér til háborinnar skammar. Kína er nú rekið af risastórri mafíu sem má gera allt og enginn getur sagt neitt því þeir eru jú 1/4 jarðarbúa (og Indverjar held ég að séu nú fleiri, en það heyrast ekki jafn svakalegar yfirgangssögur frá þeim og er ég nokkuð viss um að menn geti alveg tjáð sig um stjórnina og verk hennar þar eins og þeim sýnist).

Ef ég væri Kínverji í Kína þá væri mér sjálfsagt stungið í steininn í 10 ár fyrir það eitt að hafa skrifað þetta blogg.
    
sunnudagur, febrúar 12, 2006
|
Skrifa ummæli
Seagal
Er hann búinn að vera - skemmtileg setning um nýjustu mynd hans á imdb:
Don't waste your time. This is simple-minded hackwork not worth noticing, unless you're a fan of necrophilia and thus enjoy the sight of Seagal, the walking corpse. He IS a sad spectacle
    
Gleymdi að nefna það að myndin heitir Black Dawn.
22:58   Blogger Árni Hr. 

Hann hefur nú svosem aldrei verið neitt merkilegur pappír - það sem hann hefur gert fyrir framan myndavélarnar má nú varla kallast leikur.
10:19   Blogger Joi 

Ég held að þetta sé bara kjaftæði, ég er nú enginn "fan" en mér finnst hann samt alltaf vera bestur og hann verður alltaf bestur (fyrir utan Sean Connery)
15:06   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Lestur
Áfram heldur lestrarátak mitt, nú er ég enn að reyna að vera duglegri í lestri og hef breytt mínum takmörkum aðeins, nú er ég líka að reyna að lesa á Íslensku og hef ég sett takmark mitt af 52 smásögur á Íslensku, sumar þó þýddar. Með þessu er ég að lesa aðrar bækur og í dag er ég einmitt að lesa bókina Winning eftir Jack Welch en þetta er afar góð bók um gaur sem er búinn að prófa nánast flest þegar kemur að því að vera stjórnandi.
En nú er ég þegar búinn með 6 smásögur en þær eru:
Fölskvi eftir Þorgils gjallandi - sorgleg saga um gamlan hest.
Bolladómar e. Tehodoru Thorodssen - saga um saumaklúbb kvenna og þeirra málefni sem eru aðallega bolladómar.
Marjas e. Einar H. Kvaran - Ungur strákur í sveit sem lendir illa í vinnumanni og vinnukonu sveitarinnar, fín saga um svik og pretti í sveit. NB! Marjas er spil fyrir þá sem voru að pæla í því.
Fáninn eftir Huldu - Lítil ástarsaga.
Munaðarleysinginn e. Theodór Friðriksson - Fjallar um Björgu sem eignast barn og deyr stuttu seinna, strákur hennar elst upp og farið illa með hann þar sem hann var nú aldrei velkominn, deyr ungur að aldri.
Dúna Kvaran e. Guðmund Kamban - Ástarsaga sem byrjar með því að hún nánast drepur mann sem er að reyna að kyssa hana - furðuleg ástarsaga.

Eins og sést þá eru þetta allt smásögur af gamla skólanum þar sem vonleysi, vosbúð ofl eru mikið frammi.
    
|
Skrifa ummæli
Stutt saga úr Nóatúni
Ég sá gamlann kall borga með ávísun í Nóatúni áðan. Hann var helvíti lengi að skrifa þessa ávísun og svo þurfti hann auðvitað líka að sýna debetkortið og því var rennt í gegnum kassann líka (sjálfsagt til að fá einhverja staðfestingu eða eitthvað). Næsti maður á eftir honum var að kaupa 2 brauð og 2 vínarbrauð. Þar sem að gamli kallinn var svo lengi og var að kaupa mjög mikið (eins og hann væri með 10 manna fjölskyldu, því ég held að hann hafi verið með um 10 lítra af mjólk ásamt ýmsu öðru) þá hafði safnast frekar mikið af vörum í kringum hann. Þegar afgreiðslumaðurinn var að byrja setja vorurnar mínar (því ég var nr. 3) á borðið hinu megin við skilrúmið á borðinu og maður nr. 2 var að fara að setja í bokann sinn þá sagði gamli kallinn mjög önugur: "Má ég klára!".
Allir horfðu bara á hann því hann var greinilega ekkert að reyna að vera neitt liðlegur við þetta, en maður nr. 2 (þessi með brauðin 2 og vínarbrauðin) tók því bara sínar vörur í fangið og setti þær annarstaðar og setti í bokann þar. Ég gekk svo í kringum manninn og stóð við hliðiná afgreiðslumanninum og setti í pokann minn þar og var þá gamli kallinn bara rétt að byrja að setja í bokana sína.

Á meðan þessu stóð þá var annar afgreiðslumaður þarna við hliðiná og sat bara og gerði ekki neitt. Það var augljóst að hér var um vandamál að ræða (ekkert svosem við gamla karlinn að sakast, hann er bara orðinn gamall og ekkert hægt að gera við því, þar að auki erum við Jói búnir að ákveða að verða leiðinlegir gamlir kallar, sem eru með skækting og ruglugang við allt og alla, því við eigum rétt á því þá), en ég er á þeirri skoðun að hinn afgreiðslustrákurinn sem gerði ekki neitt að hann hefði nú getað hjálpað manninum að setja í poka á meðan hann var að skrifa ávísunina í stað þess að sitja bara þarna og horfa á og vera voða hissa á því að kallinn væri svona önugur.

Sjálfur keypti ég Cheerios, túnfisksalat, skyr og hrýsmjólk með karamellu.
    
laugardagur, febrúar 11, 2006
|
Skrifa ummæli
Smáralind
Við Hjölli og Pálmi vorum bara þrír á tippfundi í dag því Siggi er slappur og Árni "gleymdi" fundinum (hvernig er hægt að gleyma svona reglulegum hlut Árni? ;-) ).

Þegar við vorum að fara að fundi tók ég 3 myndir af rúllustiganum og fór síðan niður. Þegar niður var komið stoppaði mig öryggisvörur og spurði mig dónalega hvort ég hefði leyfi fyrir myndatöku og fyrir hvern ég væri að taka myndir. Ég svaraði að ég hefði ekki leyfi enda vissi ég ekki að það mætti ekki taka myndir og ég sagði að ég væri bara að taka myndir fyrir sjálfan mig. Hann spurði þá hvaðan ég kæmi og ég skyldi ekki alveg hvað hann var að meina og spurði hann hvað hann meinaði. Hann sagði að það væri stranglega bannað og ég spurði hann hvar það kæmi fram því ég hefði ekki séð nein skilti um það. Hann sagði að það væri ekki merkt en öryggisvörðum væri sagt að stoppa fólk sem væri að taka myndir. Þvínæst krafði hann mig um að sýna skilríki og ég spurði han af hverju hann þyrfti þau, hvort han ætlaði að sekta mig en hann sagði að hann yrði að taka niður nafn og kennitölu þó það væri engin sekt. Ég sýndi honum skilríki og hann tók niður nafn og kennitölu og rétti mér aftur skilríkin og ég tók þau og labbaði í burtu án þess að segja orð við hann.

Ég ætla að senda yfirstjórn Smánalindar tölvupóst og spyrja hvaða leyfi þeir hafi fyrir því að krefja fólk um skilríki á svona opinberum stöðum og láta mann líta út eins og einhvern glæpamann og einnig er ég að spá í að senda persónuvernd tölvupóst og spyrja hvort þetta sé löglegt.

Ég læt glæpamyndina fylgja með hérna ;-)

Við fórum þrír og kusum í prófkjöri Samfylkingarinnar og við vorum sammála um það að að það væri mjög illa staðið að skipulagningu kosningarinnar (a.m.k. uppi í Mjódd) og bæði var löng biðröð og illa skipulagt hvar biðraðir og slíkt væru). Eins var kosið í tölvu og frekar illa sett upp forritið til að kjósa í og ég skil vel að eldra fólk hafi verið í erfiðleikum með að skilja hvað þau ættu að gera.
    
þar sem Al-Qaeda er að færa út kvíarnar og ná sér í menn sem eru ekki af arabísku bergi brotnir er aldrei að vita nema þú sért maðurinn - mér hefur alltaf þótt þú vera svolítið hryðjuverkaefni. Þú hefðir til að mynda getað verið að taka myndir til þess að aðstoða við undirbúning á sprengjuárás - og þá sérstaklega eftir að DV birti myndirnar af Múhammeð með sprengju á hausnum (stendur meira segja á Wikipedia!)... Þannig að ég skil vel að þú þurfir að sýna skilríki!!!

sælir.
20:48   Blogger jonas 
|
Skrifa ummæli
Að kjósa
Ég er að spá í að fara eftir tippfund og kjósa Dag B.
    
|
Skrifa ummæli
Smiling Is Infectious
Smiling is infectious,
You catch it like the flu.
When someone smiled at me today,
I started smiling too.

I passed around the corner,
and someone saw my grin
When he smiled I realized,
I'd passed it on to him.

I thought about that smile,
then I realized its worth.
A single smile just like mine,
could travel round the earth.

So if you feel a smile begin,
don't leave it undetected.
Let's start an epidemic quick,
and get the world infected !

Fannst þetta bara svo helvíti upplífgandi að ég varð bara að skella þessu hingað.
    
föstudagur, febrúar 10, 2006
|
Skrifa ummæli
Dýfuslettur
Ég var staddur áðan í bílaröð hjá Aktu-Taktu og var að hlusta á Talstöðina og þar var einhver ungur skeleggur þáttastjórnandi með einhverja stjórnmálaspekinga í viðtali og var þar með einhverja bjánalegustu og óþörfustu slettu sem ég hef heyrt: "... er hann ekki að reyna að distansera sig frá öðrum stjórnmálaflokkum með þessu?".

Þegar kom að mér í röðinni bað ég um einn ís í brauðformi og svona voru samskiptin mín "J" við unga afgreiðslustelpu (A):
J: "Einn ís í brauðformi með dýfu."
Afgreiðslustelpa fer og kemur aftur stuttu síðar með ís án dýfu í hendinni.
A: "Hvernig dýfu vildir þú?"
J: "Hvernig dýfur áttu?"
A: "Súkkulaði og ... og ... og ..., bíddu!"
... stamaði hún og fór aftur og kom síðan stuttu síðar
A: "Súkkulaði- og Lúxusdýfur!"
J: "Hvað er í lúxusdýfu?"
A: "Súkkulaði!"
J: "Já, þá ætla ég bara að fá súkkulaði" og brosi
A: "Já" segir hún og fer og kemur stuttu síðan og segir:
A: "Vildir þú ekki örugglega lúxusdýfu?"
Stutt þögn
J: "Jú"

apúfffff
    
hei, ekki dissa afgreiðslustúlkuna bara af því að þú hefur distanserast í útvarpinu. Það er ekkert hægt að ætlast til að hún muni allt.
22:41   Blogger Hjörleifur 

Ég vil líka bæta þessu við að hin díalektíska fjarlægð milli fjarveru og nándar þarf ekki að vera hindrun í expressíónísku rými, en það er einmitt það sem átti sér stað milli þín og afgreiðslustúlkunnar þar sem hún er fjarvera og þú nánd, eruð stödd í physiskum andstæðum, en í expressíónsískt séð í sama rýminu.
11:27   Blogger Hjörleifur 
fimmtudagur, febrúar 09, 2006
|
Skrifa ummæli
Spegillinn
Minn uppáhalds þáttur í útvarpi er Spegillinn se er á dagskrá Rás 1 kl. 18:25 á virkum dögum. Þetta er fréttatengdur þáttur og mjög faglegur og ekkert popp!
    
Ég hlustaði einu sinni á Rás 1, en nú er ég kominn með gráa fiðringinn og hlusta núna á FM957. Já það er meira hvað maður er orðinn gamall. Reikna með að Pálmi sé enn í millibilsástandinu og hlusti aðallega á Barnaútvarpið og Rás 2
13:59   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
Tippfundur
Ég er að fara með Sonju í vinnuferð hjá fyrirtækinu hennar út á land seinnipartinn á föstudaginn og við komum ekki aftur fyrr en á sunnudaginn. Ég kemst því ekki á tippfund nema við færum hann og höfum hann eftir vinnu í dag eða í hádeginu á morgun.
    
Ég er laus í hádeginu en þá verður það að vera í HFJ þar sem ég er bíllaus og kemst ekki til Rvk.
08:55   Blogger Árni Hr. 

Fer ekki fyrr en á laugardeginum út á land þannig að ég ætti að komast á venjulegum tíma á fund.
09:15   Blogger Joi 
miðvikudagur, febrúar 08, 2006
|
Skrifa ummæli
    
Kíkti á þessa mynd í gær - skemmtilega athyglisverð..
11:50   Blogger Árni Hr. 

Sammála.
12:28   Blogger Joi 

Já þetta var áhugaverð mynd, en einmitt eins og mann hefur alltaf grunað, þ.e. þær myndir sem hefja herinn upp eru jú styrktar af hernum, en þær sem sýna stríðið eins og það er hatar hann.
13:08   Blogger Hjörleifur 
þriðjudagur, febrúar 07, 2006
|
Skrifa ummæli
Skemmtileg byrjun á grein en sennilega mikið til í henni: Chelsea?s seeming determination to sign up every Manchester United transfer target could see them land US protégé Freddy Adu, according to reports.
    
Ég held að þú getir sett inn hvaða nafn þarna inn í stað UTD, Chelsea virðist vera á leiðinni að signa hvern einasta leikmann sem eitthvað er varið í, þeir reyndu að ná í 2 leikmenn sem Arsenal fékk í Janúar til að mynda.
08:29   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Iggy Pop er á leið til landsins og leikur í Laugardalshöllinni þann 3. maí ásamt hljómsveit sinni The Stooges.
    
ÁHH fer..
13:32   Blogger Árni Hr. 
|
Skrifa ummæli
Við erum að sigla inn í heimsstyrjöld - trúarbragða heimsstyrjöld!
    
Sem betur fer er ég ekkert svoleiðis
10:53   Blogger Hjörleifur 
|
Skrifa ummæli
    
Jamm
10:49   Blogger Joi 
|
Skrifa ummæli
Gabriel

Gabriel. You're most like the ArchAngel of

Communication, in charge of things like

telephones, libraries, internet, and the 411

phone menu. You're organised and are not shy

about inflicting that organisation on others.


Which ArchAngel are you most like?
brought to you by Quizilla
    
Ég var líka Gabbi.
09:45   Blogger Joi 

ég líka..
14:27   Blogger Árni Hr. 
mánudagur, febrúar 06, 2006
|
Skrifa ummæli
TV
Er þetta ekki bara málið: TV

Ég er nú í samningaviðræðum við Sonju að hætta bara með sjónvarp þegar við flytjum, þ.e. vera með sjónvarp og DVD en ekkert loftnet.
    
Tja mönnum þótti ég skrítinn þegar ég losaði mig við sjónvarpið þegar ég bjó á Sauðárkróki og notaðist lengi vel bara við RUV hér í bænum (ásamt poptv og skjá einum). Og ég get alveg tekið undir með þessum manni að maður fer að gera miklu meira af allskonar hlutum þegar maður er ekki með sjónvarp. Þ.e. maður les t.d. mun meira, fer meira út á kvöldin og þessháttar. Maður er hreinlega ekkert að pæla í því hvað sé í sjónvarpinu. Og þegar maður er ekki með sjónvarp, þá hættir maður líka alveg að pæla í dagskránni og þegar maður heyrir að eitthvað sé í sjónvarpinu, þá verður manni alveg sama og fer bara út að hjóla, eða les bók eða fer á kaffihús, því í flestum tilvikum (ef ekki öllum) þá er það betri kostur heldur en sjónvarpsefni.
15:58   Blogger Hjörleifur 

Já í rauninni er það sem maður horfir á, maður notar sjónvarpið mest til að horfa á DVD og svo það sem maður á til á tölvunni, skoða myndir og þessháttar. Bara verst að maður borgar jú RÚV afnotagjöld og svo horfir maður voðalega lítið á þetta. En mér samt gott að geta séð fréttir og horfi ég nokkuð oft á sky og bbc. Svo eru það mythbusters á discovery og nú er Family Guy á skjá einum og svo er .... Jamms amk ætla ég ekkert að losa mig við sjónvarpið í bráð.
16:26   Blogger Hjörleifur 

Sonju líst ekkert rosalega vel á þessa hugmynd. Það má þó ræða það að kveikja ekki á sjónvarpinu nema fyrir fréttir og ákveðið efni - ekki bara til þess að fletta ;) Spurning um að úthluta sér ákv klukkustundum á viku. Ég er allaveg ekki til í að vera sjónvarpslaus - mér þykir gaman að horfa hálfheiladauð gapandi munn á töfrakassann þar sem manni birtist óraunverulegt líf óraunverulegs fólks með þó raunveruleg vandamál :)
17:28   Anonymous Nafnlaus 

Já ég hef t.d. mjög gaman af allskonar framtíðarmyndum þar sem verið er að berjast við geimverjur, ef það eru ekki raunveruleg vandamál, hvað er það þá?
19:44   Blogger Hjörleifur 

TV stays!!! Reyndar þekkti ég einn í efnafræðinni sem átti ekki sjónvarp og fjölskylda hans átti heldur ekki - hann var skrýtinn, en það átti svo sem við flesta í efnafræðinni, annað hvort komu þeir úr sveitinni eða áttu ekki sjónvarp.
22:16   Blogger Árni Hr. 

Þú ert að misskilja kjarnann í framtíðarmyndunum Hjölli - vandamálið þar er að ókunnir aðilar ráðast inn í þitt líf og hafa e-a yfirburði yfir þig og þína = raunverulegt vandamál! Og þessi gæi þarna sem Jóhann vitnar í - hann tekur bara fram að sjónvarpið sé slæmt með tilliti til pólitísks áróðurs, brengluð ímynd af kynlífi og öllu sem því viðkemur auk þess að hvetja til óhóflegrar dýrkunar á íþróttahetjum. Ég er reyndar ekki ósammála honum en það eru ekki allir þættir pólitískir, uppfullir af hálfnöktum íþróttahetjum og hvers vegna eru það endilega réttari upplýsingar sem ég les í bók heldur en sé í sjónvarpi??
10:16   Anonymous Nafnlaus 

Hjölli: Hvað eru geimverJur? ;)
10:32   Blogger Burkni 

Það eru verjur sem geimfarar nota, það ætlar enginn að segja mér að það gerist ekki eitthvað allan þennan tíma sem þeir eru út í geimnum
10:57   Blogger Hjörleifur 

Því jú menn verða að berjast við að koma blessuðum geimverjunum á, en það ku ekki vera neitt grín í þyngdarleysinu. Og þetta eru raunveruleg vandamál.
10:59   Blogger Hjörleifur 
laugardagur, febrúar 04, 2006
|
Skrifa ummæli
Skilgreiningar
Um daginn kom upp sú umræða meðal okkar hvað "gay friendly" væri og ætti þetta e.t.v. að geta útskýrt það ásamt öðrum hugtökum sem eru til í þessu sambandi.

Straight friendly

This is the phrase we use to categorise accommodation which is likely to be gay owned and gay run and which, although primarily for the use of gay guests, will welcome straight holidaymakers from time to time, as long as they do something about those awful clothes and that terrible haircut.

Exclusively gay

This refers to accommodation for the exclusive use of gay people and, in some circumstances, their relatives or friends.

Gay friendly
This refers to accommodation which welcomes everyone regardless of their sexuality but is likely to be in the vicinity of a local gay scene and probably attracts a higher than average propertion of gay guests.

    
föstudagur, febrúar 03, 2006
|
Skrifa ummæli
Hús
    
|
Skrifa ummæli
Veðmál
Við Haukur vorum að handsala veiðmál:
Við veðjuðum um það hvort United eða Liverpool fara áfram í bikarnum og er kassi af bjór undir. Haukur er með Liverfools og ég United.
Sá sem tapar veðmálinu fær rétt á að velja hvort hann vilji annað veðmál um það hvort liðið verður ofar í deildinni í lok vertíðar.
Haukur skuldar mér nú þegar kassa fyrir síðasta veðmál um United-Liverpool leikinn.

Hvernig er annars með Morgan Kane - er klúbburinn dáinn áður en hann fer af stað? Sigurður, hvenær verður fyrsta spilakvöld?
    
fimmtudagur, febrúar 02, 2006
|
Skrifa ummæli
Gerðum tilboð í íbúð og það var samþykkt!
    
Leifsgata, 1. maí, lán.
15:13   Blogger Joi 

Til hamingju með nýju íbúðina.
19:32   Blogger Hjörleifur 

Til hamingju
12:04   Blogger Árni Hr. 
miðvikudagur, febrúar 01, 2006
|
Skrifa ummæli
Sett inn að beiðni Burkna:

"Ertu öryggisfíkill í rússneskri rúllettu?"
JG - 1.2.2006
    
|
Skrifa ummæli
Eitthvað hefur nú stærðfræðin dregist aftur úr hjá mér
You scored as Art. You should be an Art major! How bohemian!

Biology

75%

Art

75%

Psychology

67%

Theater

67%

Chemistry

58%

Philosophy

58%

Engineering

58%

Dance

58%

Anthropology

58%

English

50%

Journalism

50%

Mathematics

50%

Sociology

50%

Linguistics

42%

What is your Perfect Major? (PLEASE RATE ME!!<3)
created with QuizFarm.com
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar