mánudagur, febrúar 13, 2006
|
Skrifa ummæli
Fékk þetta í pósti frá Amnesty

Shi Tao, kínverskur blaðamaður, afplánar nú 10 ára fangelsisdóm fyrir að senda tölvupóst til Bandaríkjanna.

Hann var ákærður fyrir að ?uppljóstra um ríkisleyndarmál til erlendra aðila? með því að nota póstfangið sitt hjá Yahoo.

Samkvæmt dómskjölum um sönnunargögnin sem leiddu til dómsins yfir Shi Tao, var það bandaríska netfyrirtækið Yahoo sem upplýsti kínversk stjórnvöld um eiganda netfangsins.

Shi Tao var ákærður fyrir að senda tölvupóst sem gaf ágrip af tilskipun Kommúnistaflokks Kína, en þar voru blaðamenn varaðir við hugsanlegri ólgu meðan á afmæli 4. júní hreyfingarinnar stæði (í minningu atburðanna við Tiananmen-torg) og þeim skipað að auka ekki á þessa ólgu í skrifum sínum.

Shi Tao er í fangelsi fyrir að nýta sér tjáningarfrelsi sitt með friðsamlegum hætti, en sá réttur er bundinn í alþjóðalögum og stjórnarskrá Kína. Amnesty International álítur Shi Tao vera samviskufanga.


Alveg magnað hvað hægt er að komast upp með í krafti stærðarinnar. Kínverska stjórnin getur vaðið yfir landa sína (og önnur lönd) með svo yfirgengilegum hætti að manni blöskrar svo vægt sé til orða tekið, en þar sem að þeir eiga fullt af peningum sem öll fyrirtæki vilja ná í og skipta því við, sem eðlilegt er, en þá finnst mér samt að þau verði nú að passa sig.

Það sem Yahoo gerði í þessu máli finnst mér til háborinnar skammar. Kína er nú rekið af risastórri mafíu sem má gera allt og enginn getur sagt neitt því þeir eru jú 1/4 jarðarbúa (og Indverjar held ég að séu nú fleiri, en það heyrast ekki jafn svakalegar yfirgangssögur frá þeim og er ég nokkuð viss um að menn geti alveg tjáð sig um stjórnina og verk hennar þar eins og þeim sýnist).

Ef ég væri Kínverji í Kína þá væri mér sjálfsagt stungið í steininn í 10 ár fyrir það eitt að hafa skrifað þetta blogg.
    
Vikan Jói
 
Vikan Árni
 
Vikan Bjarni
 
Vikan Hjölli
 
Vikan Pálmi
 
Eldri blögg
 
 
 
 
 
 
Myndasíður
 
Tenglar
 
Aðrir blöggarar